Heimskringla - 20.06.1918, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.06.1918, Blaðsíða 1
Opið á kveldín til ld. 8.30 Þeg&r Tennur Þuría A'ðgertSar Sjáið mig DR. C. C. JEFFREY “Hinn varkári tannlæknir” Cor. Logan Ave. og Maln St. SLÁTTUVÉLA- OG BINDARA- PARTAR ALLS KONAR Hlndara Sesrldfikar, hver - - - - - 87.SO SlftttuvMa Hnlfhlöft (35) .... 1.75 Rlndara Hnílhlöh (25)-------------1.75 SlAttuv£la Hnlfar, hver ----- 3.75 Rlndara Hnffar, hver ------ 3.25 Slftttuvfla ok Rlndara Guarda - - 0.35 Guard I'Iatea (25) - -- -- -- - 1.50 SendiS eftir vorri nýju Ver5skrá.—Vér seljum allskonar verkfæri og vélparta THE JOHN F. McGEE C0. 79 Henry Ave., WINNIPEO XXXII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 20. JONI 1918 NOMER 39 Styrjöldin Frá Vestur-vígstöðvum. Sókn ÞjócSverja á milli Mont- didier og Noyan, sem skýrt var frá í síSasta blaSi, stócS yfir í fimm daga og þangað til henni lauk mátti heita að hver stórorustan raeki aðra á öllu þessu svæði. Þeg- ar frá leið leyndi sér ekki, að að- al-augnamið Þjóðverja með sókn þessari væri borgin Compiegne, sem er miðstöð margra járnbrauta og bandamönnum því afar áríð- andi að geta haldið henni. Til þess að ná þessari borg á vald sitt voruj| þeir þýzku viljugir að leggja mikið í sölurnar og otuðu liði sínu fram án minstu miskunar. Fyrsta sprettinn fengu þeir brot- ist töluvert áfram, en þessari sókn þeirra lauk þó þannig, að til þess að gera voru þeir litlu nær að taka Compiegne en áður. Þrátt fyrir allan sinn mikla undirbúning og liðskraft voru þeir tilneyddir að leggja árar í bát og uppgefast áð- ur en þeir fengu komið aðal mark- miði sínu í framkvæmd. — En hver slík sókn Þjóðverja er þeim afar kostbær og mannfallið á þeirra hlið er ætíð mest, er þeir sækja. Stafar það af því, að þýzk- ir herforingjar eru ósparir á mann- afla sinn, ef þeir hafa eitthvert sérstakt markmið fyrir augum. Ryðja þeir þá liðinu fram í þre- földum fylkingarörmum og kæra sig lítt þó mannfallið þegar þann- ig er sótt verði ógurlegt oft og tíð- um. Manntjón þjóðverja í sókn- inni á milli Montdidier og Noyon er talið að hafa verið í alt um áttatíu þúsundir manna, að með- töldum föngum, sem bandamenn tóku. Síðan sókn þessi hætti hefir verið hlé á stórorustum. Talið er líklegt, að Þjóðverjar muni bíða úrslita þess hildarleiks, sem nú er háður á hersvæðum Austurríkis- manna og ltalíu áður þeir leggja til sóknar aftur. Hvar þeir muni láta höggið ríða næst, er hulin ráðgáta að svo komnu. En hvort sem þeir stefna næstu atlögu sinni gegn Amiens, Compiegne, Calais eða öðrum stöðum, þá mun þess ekki lengi að bíða að þeir taki að sækja á ný. Eina sigurvon Þjóð- verja er nú fólgin í því að sækja — sækja og reyna að sigra áður Bandaríkjaherinn verði svo stór, að hann sé þeim hættulegur. Af öllu að dæma virðist vörn bandamanna nú öruggari en nokkurn tíma áður síðan Þjóð- verjar hófu sókn sína 21. marz síðast liðinn. Þrátt fyrir stórkost- lega atlögu síðustu viku, þar óvin- irnir viðhöfðu allan þann kraft er þeir áttu völ á, komust þeir lítið áfram og nú virðist þeim haldið föstum á öllum svæðum. ------to—'--- Stórorustur á ítalíu. Sókn Austurríkismanna gegn Itölum, sem svo lengi hefir verið vænst eftir, hófst loksins á laugar- daginn var, og tóku þeir þá að gera öflugar tilraunir að brjótast áfram á um 1 00 mílna svæði. Um 60 hersveitir (divisions) er sagt að Austurríkismenn hafi viðhaft í sókn þessari og af þessu að dæma hefir markmið þeirra verið að láta hana hrífa. Svæðið, sem þeir sóttu á, náði frá Astico ánni, yfir Asiago hásléttuna og niður með Piave ánni alla leið til hafs. Hófust brátt stórkostlegar orustur á öllu bessu svæði, en þeg- ar þetta er skrifað (þriðjud.) hafa Austurríkismenn hvergi komist á- fram neitt sem heitir og á stöku stöðum hafa Italir geta hrakið þá aftur á bak. Viðnám ítala virðist hið öruggasta enda hafa þeir haft langan, góðan undirbúnings tíma. Á laugardaginn gerðu Austurrík- ismenn öflugar tilraunir að kom- ast yfir Piave ána og hefir þá borgin Treviso vafalaust verið aðal-markmið þeirra. Tilraunir þessar urðu þó árangurslausar með öllu, því Italir gerðu sókn á móti og náðu brátt á sitt vald flestum þeim stöðum, er hinir tóku við fyrstu atrennur. Hersveitir Breta og Frakka, sem nú berjast með It- ölum, hafa tekið þátt í mörgum stórorustum síðan sókn Austurrík- ismanna byrjaði og getið sér góð- an orstír fyrir hreystilega fram- göngu. Fréttum ber öllum saman um það, að þessari sókn Austurríkis- manna muni hrundið af stokkum sökum innbyrðis sundrungar og ó- ánægju í landi þeirra. Með því að vinna frægan sigur gegn Itöl- um hygst stjórn Austurríkis að stilla til friðar í landi sínu og eyða þeirri sundrung, sem þar ríkir nú. En fari nú svo, að viðnám ítala reynist örugt og sigurinn þeirra megin, þá verður þessi sókn Aust- urríkismanna að eins til þess að hella olíu í eldinn og útlitið þá alt annað en glæsilegt í landi eirra. -------O------ Mikill gróði. Ársþing Canadian Manufactur- ers félagsins var haldið í Montre- al síðustu viku og sóttu það for- stöðumenn og verksmiðju eigend- ur úr öllum helztu borgum og bæj- um landsins. Sömuleiðis var þang- að boðið ýmsum málsmetandi mönnum, sem ekki eru meðlimir í félagi þessu — þar á meðal Rod- erick McKenzie héðan frá Winni- peg, og maetti hann á þinginu sem fulltrúi Grain Growers bænda- félagsins. Sameiginleg mál verk- smiðjueigenda og bænda voru rædd með miklum áhuga á þessu þingi og hjá mörgum af ræðu- mönnunum kom í ljós sterkur vilji að reynt væri að efla til sam- úðar og samvinnu á milli þessara tveggja stétta. Einn af ræðu- mönnunum tók það fram að verk- smiðju eigendurnir væru nú ekki mestu “gróðamenn” landsins, því hlutfallslega væri gróði þeirra ekki eins mikill og bænd- anna. Að meðaltali kostaði um 80 cent að framleiða eitt bushel af hveiti, en hveiti verðið hefði nú verið ákveðið af sambands- stjórninni $2.20 bushelið---þetta þýddi frá 200 til 300 per centa gróða fyrir bændurna. Hlutfalls- legur gróði verksmiðjueigendanna á vörum, sem þeir framleiddu, kæmi ekki nálægt þessu. Einnig fæjru bændur varhluta af gróða- skattinum (profit tcix) og að miklu leyti af tekjuskattinum líka. Ekki kvaðst ræðumaður sjá of- sjónum yfir þessari velgengni bændanna og lagði áherzlu á það, að til þess að læra að skilja hver annan yrðu verksmiðjueigandinn og bóndinn að útrýma allri tor- trygni og skoða hlutina eins og þeir í raun og veru væru. — Mc- Kenzie svaraði fyrir hönd bænd- anna og skýrði ítarlega frá þeim feikilega miklu örðugleikum, sem þeir hefðu nú vð að stríða — mannfæð og annað. Alt þetta yrði að taka til greina, þegar gróði bændanna væri reiknaður. Kvaðst hann hafa komið á þingið fastákveðinn í þeirri vissu, að Canadian Manufacturers félagið hefði einungis verið myndað til viðhalds “verndunar” tolla stefn- unni, en sagðst hafa brevtt um skoðun eftir að hafa setið þing þetta og kynst starfi félagsins nánar. -------O------ Kirkjuþingið. Ársþing hins lúterska kirkjufé- lags Vestur-Islendinga stendur nú yfir hér í Winnipeg. Hófst það á miðvikudaginn og stendur að lík- indum yfir þangað til á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Að vanda sækja það erindrekar úr öllum þeim bygðum þar söfnuðir kirkjufélagsins eru; er búist við það verði all-fjölsótt í þetta sinn. -------«—------- Heimsækir vini sína. Frá Hollandi kemur sú frétt, að Nikolai Lenine, forsætisráðherra Bolsheviki stjórnarinnar á Rúss- landi, sé í þann veginn að ferðast til Þýzkalands og muni dvelja þar um tíma. Erindi hans þangað sé að sitja þar ráðstefnur með “vin- um” sínum ýmsum, háttstandandi mönnum í ríkjum Miðveldanna. Frétt þessi er höfð eftir þýzku blaði og sé hún sönn, staðfestir hún þann grun margra, að Lenine hafi frá upphafi verið í vitorði með Þjóðverjum. Enda hafa margir viðburðir á Rússlandi í seinni tíð virzt sterkar sannanir þess að svo myndi vera. Kerensky í Noregi. Alexander Kerensky, fyrver- andi stjórnarformaður Rússlands, er nú sagður staddur í Noregi og muni þaðan halda til Frakklands undir eins og færi gefst. Síðan honum var bylt frá völdum á Rússlandi hefir hann farið huldu höfði, en þó spurst til hans við og við. Ekki er þess getið hvert er- indi hans muni vera til Frakk- lands, en tæplega mun hann fara þangað erindleysu. -------o------ Haglstormur í Sask. Stærsti hagstormur í sögu Sas- katoon borgar geisaði þar á þriðjudagskvöldið. Fór stormur- inn um aðal hluta borgarinnar, mölbraut raflampana á götunum og gluggarúður bæði í íveruhús- um og stórhýsum. Fólk flúði of- an í kjallara sína eins og borgin væri undir stórskotahríð frá efld- um óvinaher. Ekki leið þó á löngu áður ósköpum þessum linti. Ekki er ólíklegt að hagl þetta hafi gert töluvert tjón á ökr- um bænda þar vestra, en ekki hef- ir neitt um það frézt þegar þetta er skrifað. -------o------ Hættur prestskap. Séra Wm. Ivens, prestur Mc- Dougall kirkjunnar hér í bænum, kvað nú vera að segja söfnuði sín- um upp þjónustu og ef til vill að leggja niður prestskap með öllu. Tillaga sú var samþykt á kirkju- þingi Methodista, sem haldið var hér í Winnipeg þessa viku, að hann væri færður til annarar kirkju. Gramdist honum þetta stórum dg tók úr því að bera sig all-ófriðlega-þó stálefldur “frið- arpostuli" sé. Séra Ivens var rit- stjóri blaðsins “Labor News”. er gefið var út á meðan verkfallið nýafstaðna stóð yíir hér í borg- inni. -------O------- Stórkostlegur eldsvoði. Fjöldi fólks er nú heimilislaust og í nauðum statt af völdum elds, sem lagði í rústir meginhluta bæjarins Pembroke í Ontario. Skeði eþtta á þriðjudagskvöldið og brunnu margar af stærstu bygg- ingum bæjains og fjöldi íbúðar- húsa. Enn hefir ekki nákvæm- lega um þetta frézt, en haldið er að skaðnn verði í kring um $1,000,000. --------o------- Sórtjón af eldi. Eldur kom upp í gististöð einni í bænum Staunavon í Sask. þann 15. þ.m. og varð eldur sá slökkvi- liði bæjarins um tíma alveg óvið- ráðanlegur. Brann gististöðin til kaldra kola og út frá henni breidd- ist eldurinn í aðrar byggingar. Tvær stórar verzlanir brunnu, pósthús bæjarins og lyfjabúð. — Skaðinn í alt er metinn að vera um $300,000. -------o------- Hátíðarhald Nú er Jóns Bjarnasonar skóli að enda hið fimta og mesta starfsár sitt. Kenslu er lokið og nemend- ur eru nú önnum kafnir við próf sín. Á þessu vori útskrifast fleiri af skólanum en nokkru sinni áð- ur, eða um 15 nemendur, sem verið hafa í efsta (II.) bekk í vet- ur. Margir piltanna eru þó fyrir nokkru farnir af skóla, með leyfi mentamáladeildar fylkisins til vinnu úti í sveitum, eftir að þeir höfðu við páskaprófin sýnt að þeir mundu standa sig sæmilega við vorprófin; þá fóru og æði- margir nemendur úr 9. og 10. bekk eftir að hafa staðist sérstakt próf mentamála-deildarinnar í lok marzmán. Þeir sem þannig eru. farnir af skólanum áður vor- prófin byrjuðu, eru því taldir að hafa komist úpp hver úr sínum bekk eins og þó þeir hefðu tekið vorpróf á venjulegum tíma nú í júní. En sökum þessa eru þeir miklu færri, sem nú sitja við próf- skriftirnar. Svo sem auglýst hafði verið var Jóns Bjarnasonar skóla sér- staklega minst í báðum lútersku kirkjunum hér síðastl. sunnudag. Við morgun guðsþjónustu talaði prestur Fyrsta lút. safnaðar til nemenda skólans og annara út af Op. 20: 1 1-14, um skólapróf og lífspróf, þegar menn gengju inn í háskóla eilífðarinnar og lífsbók sérhvers manns, þar sem skráðar væru gjörðir hvers eins með því réttlæti sem aldrei fari vilt. Hann hvatti. nemendurna til að verða skólanum til sóma, þegar út í lífs- baráttuna væri komið. Skóla- stjóri, séra Rúnólfur Marteinsson, aðstoðaði við þessa hátíðarguðs- þjónustu. Á sunnudags kvöldið, kl. 8.30, fór svo fram áframhald skólaupp- sagnar hátíðarinnar í Skjaldborg- arkirkju, og var þar húsfyllir, því margir úr Fyrsta lút. kirkju sóttu þangað eftir að kvöldguðsþjón- ustu þar var lokið; þá sátu og all- ir þeir, er verið höfðu við kveld- guðsþjónustuna í Skjaldborg þar til hátíðarhaldinu lauk um kl. 1 0. Skólastjóri stýrði samkomunni, og bað menn að byrja hátíðar- haldið með því að syngja “God Save the King. þá léku ungfrúrnar Paulson, Blöndal og Freeman á fiðlu, celló og píanó, mjög vel að vanda. Mrs. Jakobína Klouck frá Omaha, lék á píanó af mikilli list, og þau Miss Thorwaldson, Miss Hermann, Mr. Methusalems og Mr. Magnús- son sungu fjórraddað hið fagra lag "Sjái eg stjarnanna sæg.” Þá var og hið mikla og fagra lag Svein- björns Sveinbjörnsonar, "Ó guð vors lands,” sungið af sameinuð- um söngflokkum safnaðanna, og mun að vanda hafa hrifið hjörtun íslenzku, bæiði vegna orða og tóna; enda mun flestum þykja vænna og vænna um tóna þá, eftir þvi sem oftar heyrast. Þessi söngur fór fram á milli ræðanna. Aðal ræðuna flutti W. Líndal lögmaður; benti hann mjög greinilega á hve nauðsynleg ís- lenzkan væri öllum þeim, er sann- mentaðir vildu vera; einkum og sér í lagi hin íslenzka málfræði, er naumast ætti sinn líka í tungumál- um heims að fornu og nýju; hún stæði að minsta kosti jafnfætis þeim er fullkomnastar þættu, svo sem þeirri þýzku og latnesku. Vildi hann að allir lslendingar hér í landi legðu stund á að læra hið fagra mál vort, íslenzkuna, sem svo marga gimsteina ætti í skauti sínu frá fyrri og síðari tímum. Kveðjuræðuna (valedictory) fyrir hönd þeirra nemenda er nú skrifast up úr skólanum, flutti Miss Lilja Johns. n (systir Bergþ. skrifast upp úr skólanum, flutti við skólauppsögn í fyrra). Tal- aði hún einkar hlýlega til skólans og skólastjóra sérstaklega fyrir hans miklu alúð og óþrjótandi elju að láta nemendurna verða að sem beztum og nýtustum konum og körlum er út í lífið væri kom- ið; taldi hún það mikla blessun fyrir hið íslenzka mannfélag að brotist hefði verið í að koma skóla þessum á og halda honum við, og sagði Miss Johnson í sínu nafni og annara, er nú neyddust til að yfir- gefa skólann, að ljúfar endur- minningar myndu lengi lifa hjá þeim öllum um veruna þar. Mr. Gunnl. Jóhannsson talaði nokkur orð út af fjársöfnunar- starfi því er hann hafði með höndum fyrir skólann hér í bæn- um á þessu vori. Lýsti ánægju sinni yfir vinsældum þeim og hlý- leik er skólinn ætti að fagna með- al lslendinga hér, þeirra er hann leitaði til; margir hinir fátækari vildu jafnvel að sér þrengja til þess að geta styrkt skólann. þá taldi G. J. það afar nauðsynlegt að foreldrar gleymdu því ekki að lát börn sín nema íslenzkuna áð- ur en þau byrjuðu að ganga á al- þýðuskólana, eða eins og hann orðaði það: “í guðs bænum að læra íslenzkuna fyrst.” Að endingu gat forseti þess, að þetta hefði verið stærsta ár skól- ans að nemendafjölda (51 innrit- aðir, en 31 í fyrra), og nú hefði- skólinn komist næ*st því að inn- tektir og útgjöld ársins mættust. Þessari ánægjulegu samkomu var svo slitið með því að allir sungu Eldgamla Isafold og “God save our splendid men.” ------o------- MatarverS ákveSiS. Sagt er að vistastjórn Banda- ríkjanna muni bráðlega stíga það spor að ákveða vist verð á allri matvöru í landinu. Verðskrár verða auglýstar í bæjum og bygð- um og verzlunum öllum bannað að selja nokkra tegund af mat- vöru hærra verði en þar er tiltek- ið. Þannig á að koma í veg fyrir óhæfilegan gróða slíkra verzlana og varna þeim frá að hækka mat- vöruverðið er þeim sýnist svo við horfa. — Um leið og þessi frétt birtist hér í blöðunum, er sagt frá að áður langt líði muni þetta sama eiga sér stað hér í Canada. Þrátt fyrir það, þó yfir vistastjór- inn hér hafi hingað til verið því mótsnúinn, að matvöruverðið væri þannig ákveðið af stjórn- inni, verður það nú gert og gróði auðfélaganna þar með takmark- aður. Enda er fyllilega kominn tími til þess að tekið sé þannig í taumana, og hefði átt að gerast fyrir löngu síðan. -------o-------- Skrásetningin. Thomas Boyd, yfir skrásetjari fyrir Mið-Winnipeg, tilkynti á mánudaginn, að allir, sem vildu gætu tafarlaust látið skrásetjast í Mcln^yre byggingunni í skrifstofu þeirri, er þar hefir verið sett til slíks. Fyrir Mið-Winnipeg hafa eftirfylgjandi skrásetningar staðir verið settir, sepi allir verða opnir skrásetningardaginn þann 22. þ. mánaðar: Argyle School. Fire Hall, Maple Street. 303 Trust and Loan Bldg., 444 Logan avenue. Dufferin School. 396 Logan Avenue. Voice Publ. Co., 211 Rupert St. 263 King Street. 715 Mclntyre Block Central Fire Hall. 36% Arthur Street. Victoria and Albert Schools. 102 Charlotte Street. Normal School. Somerset School. Maple Leaf School. Fire Hall, Pearl Street. 721 Blgin Avenue. Salvatlon Army Hall, Elgin Ave. Pinkham School. 930 Logan Avenue. Simpson’s Print Shop, Notre Dame. 392 Notre Dame Avenue. A. F. Donahue, 328 Hargrave St. Ishister School. 399 Kennedy Street. Chas. Sherbo, cor. Spence and N. D. 696 Langside Street. 511 Spence Street. 508 Furby Street. Royal Templ. Hall, 316 Young St. 637 Portage Avenue. Fire Hall, Sherbrooke Street. 709 Portage Avenue. 708 St. Matthew’s Avenue. John M. King School. 648 Maryland Street. 691 Wellington Avenue. Weliington School, 816 Burneli Street. 656 Burnell Street. 536 Beverley Street . 620 Home Street. 575 Burnell Street. Fire Hall, Sargent Avenue. 388 Beverley Street. 457 Home Street. 396 Home Street. Greenway School. 580 Sherburn Street. 612 Gouiding Street. 472 Lipton Street. 866 Ingersoll Street. 952 Sherburn Street. Sparling School. 1313 Logan Avenue. '1 ' Cecil Hhodes School. Fire Hall. 1627 Elgln Avenue. 1440 Clifton Street. 939 Pine Street. Isaac Brock School. 1648 Portage Avenue. Britannia School. St. James Methodist Church. Vetereans’ Hotel, 1930 Portage Ave. St. James School, Linwood Ave. Deer Lodge Hospital. 266 Whytewold Road. Bannatyne School. Murray Park P.O. Brooklands School. -------O--------- Skuggsjá TrjábirgSir heimsins og pappírs- efni. Mörg eru trén, aera árlega fara til pappírsgerðar. Munu birgðir þær endast frajntíðinni—eða hvað? Ekkert fuíllnaðarsvar er hægt að gefa við slíkri spurningu, en eigi að síður er fróðlegt að kynna sér trjá- birgðir heimsins. Sænskur rithöfundur einn, hefir í “Tidskrift for Skovvæsen” reynt að gefa yfirlit yfir trjáhirgðirnar. f Mið- og Vestur-Evrópu finnast engir frumskógar lengur. Að eins í Karpatafjöllum og Balkanfjöllum finnast enn skógar, sem ósnortnir eru af mannshöndinni. En það miundi verða alt of dýrt, að flytja tré þaðan til Vestur-Evrópu. Svíþjóð er að líkindum stæiista og hagfeldasta skógland í jívrópu og jafnvel alls heimsins, þegar tekið er tillit til hinna góðu skilyrða fyrir flutningi á trjám itJl sjávar. Norður Rússland á enn víða skóg- ilendur, sem mannshöndin hefir ekki hreyft við, en l»að er heldur ekki blaupið að því að vjnna þá skóga og að gæðnm jafnast þau tré ekki við sænsk tré. Stærsti nálviðarskógur hehnsins er í Síberíu, hinn svo nefndi Taig- an-skógur. Hann nær frá Úralfjöll- um að Kyrrahafi. Einhvern tíma síðar meir, þegar samgöngunum hefir verið komið í betra horf en nú, munu þaðan verða flutt ógrynni trjáa til Asfu og Evrópu. Enn eru á einum stað í Asíu vold- ugir iskógar, sem sé í hlíðum Himal- aja. Englendingar hafa lagt sig í framkróka með að efla skógrækt- ina þar, en fyrst um sinn, og ef til vill aldrei, gerir það ekki betur en hrökkva í hina ógurlegu pappírshít Ind'lands. Skógarsvæð í Norður Ameríku austanverðri, hafa verið herjuð af exi og eldi, einkanlega eldi, og það á þann hátt, að flestum mun verða það minnisstætt, er séð hafa. Norð- austur Amerika mun og bráðiega lenda í trjáþroti. öðru vísi er því varið að vestau- verðu, þar er gnægð skóga í fjalla- hlíðunum skaint frá ströndinni, og útflutningur lóttbær. Þegar þær birgðir þrjóta, mun itrjáverð fyrst hækka svo um munar. En hvenær það verður, er ekki gott að segja, ef til vill að einum mannsaldri liðn- •um, og þá spáir höf. sá er fyr 'er nefndur, að skógarnir í Svíþjóð verði landinu drjúg tekjulind, sem betra sé að eiga en án að vera. — Heimilisblaðið. -------o------- Fjársöfnun Rauða krossins. Fjársöfnun RauSa krossins hófst í öllum héruSum Manitobafylkis á mánudaginn í þessari viku. Árang- urinn af fyrsta deginum vottaði góSar undirtektir fylkisbúa og komu þá inn í alt um $ I 1 6,1 69.45 og hafSi þó ekki heyrst frá mörg- um stöSum á þriSjudagskveldiS, þegar blöSin birtu fyrstu skýrslur. 1 "Disrtict 24”, er Selkirk, Gimli, Bifröst og Árborg eru í, komu inn í alt $1 1,623.75 og er þetta vissu- lega góS byrjun. Óhætt mim aS fullyrSa aS Islendingar verSi ekki neinir eftirbátar annara í því aS leggja fram “sinn skerf” til efling- ar líknarstarfi RauSa krossins. Úr sögu stálpennans. Englendingur nokkur, Henry Bare að mafni, hefir sarnið ítarlega rit- gerð um þetta efni og með ná- kvæmni safnað saraan öllu því er snertir hið alkunna áliald vorra tíma, stálpennann. Af ritgerð þessari má sjá, að stál- penninn er ekki uppfundning síð- ustu alda ens og sumir hafa haldið fram. Þvert á móti. Sögu hans má rekja til miðaldanna (1. og 14. aildar), eða jafnvel alt aftur í fornöld. Til dæmis fer sagt frá í handriti einu eftir Robert d’Artois, að skjala faásari nokkur hafi notað roálm- penna, svo fölsunin reyndist sem allra líkust frumriti. í Aosta hefir fundist rómverskur sbálpenni, og það verður að teljast sannað, að málmpennar hafi verið notaðir á 15. öild, eða um það leyti sem prent- listin var fundin upp. Fyrir nálæga 150 árum síðan srn'fð- aði Mr. Harrison í Birmingham stálpemna; voru nokkrir þeirra lengi vel eign Sir Josiah Masons, en nú eru þeir glataðir. Fyrsti stálpenninn, sem me-nn vita um með vissu, er nefndur í hod- lenzkri einkaleyfisbók 1717. Er eng- inn vafi á, að skáldið Pope bendir til þess í kvæði einu, þar sem hann segir frá sbál- og gullpennum, sem ekki hafi náð neinni útbreiðslu. Það er ekki ifyr en 100 árum síðar. 1816—17, sem almemt er farið að nota stálpenna, og 1823—24 var gerð uppgötvun, sem flýtti fyrir smíð- inni og útrýmdi þé fjaðraponnum að mestu. Heiðurinn að hafa fundið upp vél til stálpenna-geirðar verður að skift- ast milli þeirra John Mitcholl, Josef Gillot og Josiah Mason. Síðustu rannsóknir virðast þó benda til þess, að John Mitchell hafi fyrstur gert uppfundningu slna nothæfa og tekið hana til verklegra fram- kvæmda.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.