Heimskringla - 01.08.1918, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.08.1918, Blaðsíða 4
4. BLAÖSIÐA HEIMSKRIN&LA WINNIPEG, I. AGÚST 1918 WINNIPEG, MANITOBA, 1. AGÚST 1918 Um Vilhjálm Stefánsson. Það er engin nýjung að sjá Iofgreinar í enskum blöðum um Vilhjálm Stefánsson norðurfara, og jafnan mun Islendingum þetta hið mesta gleðiefni. Enginn Islendingur fyr eða síðar hefir getið sér aðra eins heims- frægð og hann, því nafn hans er nú á hvers manns vörum að heita má um allan hinn mentaða heim. Blöðum þessa lands er hið mesta kappsmál að flytja sem nákvæmastar og beztar fréttir af ferðum hans og er hans oft og iðulega hlýlega minst í ritstjórnardálk- um þeirra. — Blaðið Winnipeg Free Press flutti nýlega eftirfylgjandi ritstjórnargrein um hann, er oss finst fyllilega þess virði, að koma fyrir augu íslenzkra lesenda. Fyrir- sögn greinar þessarar er “Vörður norðursins” og hljóðar hún þannig í íslenzkri þýðingu: “Hvorki veikindi né mishöpp, vond veðr- átta né annað megnar að halda til baka hin- um hugrakka Skandinava, Vilhjálmi Stefáns- syni, sem sambandsstjórnin hér í Canada hef- ir lagt þá skyldu á herðar að kanna norður- höfin. Stefánsson varð heimsfrægur fyrir eitthvað einum áratug síðan, er hann fann hvíta Eskimóa. Árið 1915 komst forseti landafræðingafélagsins í Bandaríkjunum að orði meðal annnars á þessa leið.: ‘Til grund- vallar fyrir norður heimskauta ferðum hans liggur sú skoðun hans, að hann ætti að geta lifað og þrifist á hinum norðlægu stöðvum engu síður en Eskimóarnir. Hann er gæddur frábæru líkamsþreki og þoli. Hvaiaveiða- mönnum við norðurströnd Alaska hefir bor- ið saman um það, að enginn annar maður þar norður frá fari fleiri mílur á einum degi.’ Fleiri þrekvirki hefir Stefánsson fram- kvæmt, en að finna hinn hvíta kynflokk þar nyrðra. Hann hefir fundið nýtt land um hundrað mílur norður af Prince Patrick eyju, kannað og mælt um 50 mílna svæði meðfram nor’Cjarströnd þessarar eyju og þannig haldið áfram landmælingastarfi hinna fyrri land- könnunarmanna, McClintock og Mecham, og einnig hefir hann samið mjög fullkomna og vísindalega skýrslu yfir fugla og önnur dýr á þeim norðlægu svæðum, er hann hefir nú far- ið um (Canadian Arctics). Skip hans, Kar- luk, laskaðist af ísum 16. janúar 1914; fé- lagar hans hafa dáið í kring um hann af skyr- bjúg og öðrum sjúkdómum, sem vart er þar í norðrinu. Sumir af félögum hans hafa fyr- irfarið sér, tólf þeirra fórust á ísnum og á hinni nöktu Wrangel eyju eftir strand skips- ins Karluk—og nú að lokum er risinn rétt- nefndi, sem í tíu ár hefir svo sterklega barist við ískulda, vosbúð og þrautir norðurheim- skautsins, lostinn og því nær að velli lagður. En Iítt fáanlegur er hann þó að koma suður á bógmn. Síðan í marzmánuði þetta ár hefir hann verið veikur, lá um tíma rænulaus og þungt haldinn á hinni fjarlægu Herschel eyju. Þaðan var hann fluttur til Fort Yukon á hunda sleðum —- fékst ekki til að fara lengra. Ann- ar maður ekki jafn óviðráðanlegur, hefði að iíkindum fengist til að viðurkenna, að ‘lífið sjálft sé sælla en afreksverk’ og fengist til að koma til borganna og siðmenningarinnar þar fullkomnasta hjúkrun hefði staðið honum til boða. En ekki Vilhjálmur Stefánsson. Eigi honum að batna, þá vetður það að gerast þar nyrðra; eigi hann að deyja, vill hann deyja þar — sæta því sama og þeir félagar hans, sem látið hafa líf sitt í þágu vísindanna.” ~ - ■■ " - -—— — - - - ■ — HerskyldnLögin. Eins og vænta mátti hafa herskyldulögin átt litlum vinsældum að mæta hjá stórum þorra Canada þjóðarinnar. Enda hefir her- skyldan aldrei verið í hávegum höfð hjá þjóð- unum og því ástæðulaust að ætla að Canada- þjóðin myndi verða undantekning. Flestir af hugsandi borgurum munu þó hafa viður- kent, að hvað þjóð þessa lands snerti væri þetta neyðarúrræði, sem ekki væri gripið til fyr en sjálfboða aðferðm hefði með öllu reynst ónóg til viðhalds hersveitum vorum á vígvellinum. Kom þetta glögglega í ljós hér við síðustu sambandskosningar, er herskyldu- lögin voru samþykt rtieð þjóðaratkvæðum.— Meiri fórnfýsi og ákveðnari vilja að leggja fram fylstu krafta sína getur engin frjáls þjóð sýnt, en að samþykkja með atkvæðum sínum að herskylda sé lögskipuð í landi hennar. Herskyldan er sá svartasti skuggí, sem lagst getur yfir nokkurt lýðfrjálst land, þó í sum- um tilfellum sé hún réttlætanleg og óumflýj- anleg. Það voru einstaklingar þessa lands líka fúsir að viðurkenna að þrátt fyrir sterkan ó- hug á því að vera herskyldaðir, Jétu þeir þó tilleiðast að samþykkja að þetta næði fram að ganga. Þeim duldist ekki í hve mikilli hættu Canada herinn væri, ef nægilegur lið- styrkur fengist ekki og gengu heldur ekki í bhndm um, hve öflugar og ósvífnar óvina- þjóðir bandamenn ættu nú að etja við. Þess vegna greiddu þeir atkvæði eins og þeir gerðu í síðustu kosningum og um tíma virtist sem herskyldulögin myndu koma að tilætluð- um notum, og nægilegur mannafli þannig fást her vorum til styrktar. Áður langt leið tók að koma í ljós, að ákvæði þessara laga voru alt of væg og bæði Quebecbúum og öðrum sökum þess unt að koma sér hjá herþjónustu eftir sem áður. Hvergi bar þó eins mikjð á þessu og í Quebec, enda hafa íbúar þess fylk- is til skamms tíma af ítrasta megni reynt að draga sig í hlé hvað þátttöku í stríðinu snert- ir. Og eftir að stjórninni var orðið það ljóst, að nægilegur mannafli fengist ekki með her- skyldulögunum eins og fyrst var frá þeim gengið, varð hennar eina úrræði að afnema allar undanþágur, sem veittar höfðu verið mönnum á vissum aldri. Þetta skall eins og reiðarslag yfir bænd- urna, enda kom það harðast niður á þeim. Sem von var, skoðuðu margir þeirra þetta til- tæki stjórnarinnar því alveg óþolandi og um tíma tóku bændur austurfylkjanna að bera sig all-ófriðlega Héldu þeir því fram, að þetta myndi hnekkja stórlega allri framleiðslu landsins og baka þjóðinni hið mesta tjón. Stjórnin svaraði að þörfin á auknum liðstyrk væri nú svo brýn, að alt annað væri hverf- andi í samanburði — og framleiðsla þessa lands kæmi bandaþjóðum að litlum notum ef hersveitir þeirra biðu ósigur á vesturstöðvun- um. Að svo komnu hafa Ontario bændurnir virst tregir mjög að fallast á þetta — sem svo öfluglega og eindregið studdu þó núverandi stjórn við síðustu kosningar. Að herskyldulögin vom svo væg í fyrst- unni orsakaðist vafalaust mestmegnis af þeirri miklu mótspyrnu, sem herskyldan átti að mæta á þinginu. Sir Wilfrid Laurier, leið- togi stjórnarandstæðinga, barðist á móti lög- um þessum með hnúum og hnefum og hans kaþólska fylki, fyikið Quebec, stóð bjargfast að baki hans. Við jafn eindregna mótspyrnu var alt annað en hægðarleikur að koma her- skyldulögunum í gegn um þingið og hefði þetta ekki reynst mögulegt, ef svo margir í tölu beztu manna stjórnmálaflokkanna tveggja, liberala og conservatíva, hefðu ekki komið sér saman um að taka saman höndum í þessu mikla velferðarmáli þjóðarinnar og að láta alla pólitiska sundrung og alt flokks- fylgi rýma ur sessi á meðan stríðið stæði yfir. Vissulega var þetta góð og göfug stefna og á Canada þjóðin mönnum þessum mikið að þakka — mun hún sjá þetta og skilja betur, þegar tímar líða. Núverandi stjórn hefir ekki brugðist von- um neinna að því leyti, að hún hefir staðið vel og örugglega með öllum stríðsmálum. AIl- ir þeir, sem heimsækja Canada herinn á Frakklandi, lúka lofsorði á hve vel útbúnir að vopnum og vistum Canada hermennirnir séu. Ekkert hefir verið sparað til þess að gera þá sem allra bezt úr garði og á stjórnin þakkir þjóðarinnar skilið fyrir, hve vel hún hefir komið fram hvað þetta snertir. Ekki hefir framkoma stjórnarinnar þó verið jafn sköru- leg í mörgum heimamálum, því ekki verður annað sagt, en henni sé enn stórum ábóta- vant á ýmsri tilhögun hér heima fyrir. Að þessu hafa engin veuleg spor verið stigin til þess að stemma stigu fýrir hinu trylta gróðabralli auðfélaganna, er öflugri sam- steypustjórn flokkanna, studd af meginþorra þjóðarinnar, ætti þó fyllilega að vera fært. Láti ekki stjórnin bráðlega til sín taka í bæði þessu og öðrum málum mörgum hér heima fyrir, að hætt er við að hún hljóti minna fylgi eftirleiðis og eigi örðuga daga frama undan. ♦—-■ ----———-----------------------——* ULFAR. Allir til sveita og flestir, sem dvalið hafa hér til sveita lengri eða skemmri tíma, þekkja úlfana, og mun óhætt að fullyrða að fáa fýsi eftir frekari þekkingu af þeim ólánlegu og ó- geðslegu skepnum. Sléttu- og skógarúlfar þessa lands eru líka meira en ófrýnilegir í ytra útliti; þeir eru skaðlegir og frá fyrstu landnámstíð hefir tilvera þeirra bakað sveita- mönnum hið mesta böl. Þeir leggjast á sauð- fé bænda og svo varir eru þeir sífeldlega um sig og svo fljótir á fæti, að öðru nær er en hægðarleikur sé að granda þeim. Og þótt þeir séu huglitlir og mannfælnir, jafnan reiðu- búnir að leggja á flótta þegar hættu ber að höndum, hópa þeir sig stundum saman og eykst við það kjarkur og áræði. Þess eru ekki svo fá dæmi í sögu þessa lands, að stórir hóp- ar af hungruðum skógarúlfum hafi ráðist á ferðafólk og orðið því að bana. Sléttuúlfar eru ekki eins mannskæðir, en sauðfé eða alifuglum er ekki lífvænt í nær- veru við þá. Úlfar þessir virðast þeim ör- lögum háðir, að vera alt af hungraðir og er engu líkara en þeir séu með öllu óseðjandi. Þeir eru réttnefnd “olnbogabörn” óbygðanna og ólánið þeirra hlutskifti hvert sem þeir fara. Öll önnur dýr hafa á þeim megnustu óbeit og annað hvort forðast þá eða leitast við að ráða þá af dögum. Hundunum er ekki eins mein- illa við nokkrar aðrar skepnur og sitja sig aldrei úr færi að reyna að granda þeim. En þó úlfunum hafi hingað til aldrei verið við- brugðið fyrir vit, tekst þeim þó oftast kæn- lega að koma sér undan allri hættu og því sjald>;æft að hundarnir fari sigri hrósandi af hólmj. Ekki er þó þar sem sagt, að úlfarnir ráði hundunum bana, því slíks munu fá dæmi, en þeir reynast þeim kænni en svo að þeir leggi til orustu við þá og eiga svo fótum sín- um fjör að launa. Úlfarnir eru flestum dýr- um frárri á fæti. Einna eftirtektaverðast af öllu við úlfana, bæði sléttuúlfa og skógarúlfa, er sú venja þeirra, að þegar dagur er liðinn og náttmyrkr- ið dottið á, hópa þeir sig jafnan saman og taka að góla hver í kapp við annan. Omar þetta angurs-þrungna gól þeirra yfir alt um- hverfið, berst í margra mílna fjarlægð og spillir stórum næturfriði bæði manna og dýra. Hundarnir á hverjum bæ sjá sitt óvænna, hafa sig því á kreik og taka að gelta. Næturhúm- ið blandast þá góli úlfanna og gelti hundanna — og verður um leið hálfu ömurlegra og í- skyggilegra en áður. Alt á sér einhverja orsök og svo hlýtur að vera með gól úlfanna. Stafar þetta af því að þeir séu svo óendanlega óánægðir með kjör sín, að þeim finnist þeir engan veginn geta þagað og séu tilneyddir að láta til sín heyra? Eru þeir þannig að lýsa vanþóknun sinni yfir myrkrinu og öllu því mótlæti sem því sé samfara? Þrá þeir svo mjög ljósið um fram önnur dýr? Sé svo, er það í fylsta lagi einkennilegt — því engin dýr á jarðríki færa sér dagsljósið minna í nyt en úlfarnir. Þegar önnur dýr eru að strita og erfiða í hita og þunga dagsins, að safna ýmsum forða og búa sig sem bezt undir hina köldu tíð árs- ins, þá eru úlfarnir með öllu aðgerðalausir, hengslast þá til og frá um sléttuna og skóg- inn, ólundarlegir og svipillir — sí og æ öllum öðrum dýrum til hinnar mestu skapraunar. En þegar nóttin er dottin á, þegar kolsvart húmið hylur landið og önnur dýr eru geng- in til hvíldar, þá fyrst finna þeir starfskrafta sína vakna og þá fá þeir málið — taka að góla! Er þá engu líkara, en þeir skoði sig leiðtoga annara dýra, ljóselska um fram önn- ur dýr og þess vegna næmari fyrir mótlæti myrkursins! Hið skerandi og angursþrungna gól þeirra á þá að skoðast eins og,vekjandi hróp í eyðimörkinni, er hrindi öðrum dýrum J af dvala og hvetji þau til athafna! Skrítið, er það ekki? Og segjum nú svo, að úlfarnir eigi eftir að verða í stórum meiri hluta í dýraríkinu, að þeir eigi eftir að verða þar ráðandi aflið og gól þeirra viðurkend leiðsögn öllum, sem á það hlýða—er þá ekki hörmulega komið fyr- ir vesalings dýrunum? r --------------- Á myrkurs og mótlætisstundum mann- kynsins er þeim einstaklingum gjarnast að bera sig illa og hafa alt á hornum sér, sem minstan þátt taka í gagnlegum störfum fyrir þjóðina og sem af fremsta megm draga sig í hlé frá öllu erfiði í hita og þunga dagsins. Þegar mótlætið steðjar að, þungir örðugleik- ar verða á vegi þjóðarinnar oft lítt sigranleg- ir og henni því nær ofurefli, þá eru menn þessir fyrstir allra til að barma sér og kvarta —að rífa hár sitt og hrópa hástöfum! Sker- andi neyðaróp þessara manna eru þá engu líkari en úlfa-góli að nóttu til upp til sveita. DODD’S NÝRNA PILLUR, ró5ai ijriz allakonar nýrnav.ikl. Ljskn* rift, bakv.rk og sykurv.iki. DoJd’t Ki<in*y Piljs, fiöc. askjan, sev öakj ur fyrir $2A0, hjá öilum lytsöluM ©Sa ÍM Dodd'fl Medicine Oe, Ltd., Toronto, Ont Síðan stríðið skall á hafa úlfar mannfélagsins verið sí-gólandi , sí- feldlega verið klagandi og kvart- andi yfir neyðarkjörum sínum og álasandi öllu — allri tilhögun guðs og manna. Hermennirnir hug- prúðu, sem fúsir eru að leggja lífið í sölurnar til varnar hinum góða málstað, heyrast ekki kvarta. Hin ir göfugu foreldrar þeirra, sem fús Iega samþyktu að þeir offruðu lífi sínu í þágu lýðfrelsis og mannrétt- inda, heyrast heldur ekki barma sér. — Það eru lélegustu einstak- Iingar mannfélagsins, liðleskjurnar og heiglarnir, sem nú bera sig verst. Það reynir ekki á hreysti kapp- ans fyr en á hólminn er komið, segir máltækið íslenzka og er það hverju orði sannara. Bandaþjóð- irnar standa nú andspænis öflug- asta hervaldi jarðar, kröftugustu einveldistjórnum þessa heims, og verða nú að fylgja sér af alefli, taka á fylstu kröftum sínum, eða að öðrum kosti að eiga á hættu að vera sigraðar. Þjóðir þessar mega því ekki hopa eða hika og verða að vera viljugar að Ieggja alt í sölurnar. Hervaldið þýzka má ekki sigra. En úlfar mannfélagsins sjá þetta ekki. Þess vegna eru þeir sí-gól- andi um eigin raunir og harma. Þeir eru blindir fyrir öllu nema eig- in kjörum. Og þar sem þeir sveipa sig svo oft sauðargærum og leitast við að hafa sem mest áhrif á aðra, eru þeir skaðlegir í meira lagi — geta orðið mannskæðir! Það er fögur stefna, að fólkið eigi að ráða og þeirri stefnu vilja allir rétthugsandi menn fylgja. En með þessu er meint að það góða og göfuga í fólkinu eigi að ráða, ekki það illa og ógöfuga. Úlfar mannfélagsins mega ekki sitja við stjórnvölinn!—Að til séu í hverju mannfélagi slík dýr, munu engir neita, og enginn hugsandi maður mun vilja að áhrif þeirra verði í meiri hluta. Hver sem vill vera leiðtogi ann- ara, verður sjálfur að vera góður maður, velviljaður og dugandi drengur. Sé hann þetta ekki, held- ur það gagnstæða, geta áhrif hans ekki verið annað en skaðleg. Ferð um Skaftafellssýslu 1918 Eftir G. Hjaltason. Þann 4. febrúar fór eg á staS, g kom heim 2 7. maí. For alveg ustur í Lón, hefi aldrei áður kom- 5 í þá sveit, hélt yfir 90 fyrirlestra meir en 40 stöSum í sýslunni, iStökur fyrirtak og athygli ágætt ins og áriS 1915. Af því aS fæstir geyma blaSa- reinar og muna því líklega fátt f lýsingu minni þaS ár, ætla eg S rita nokkuS um sýsluna og ýslubúa líka, en samt nokkuS Sru vísi en áSur. Tek fyrst þaS em liggur næst. 1. ÁrferSi í sýslunni í vetur og vor. Umhleypinga- og votviSrasamt var í febrúar og mars, en batnaSi meS apríl, kom samt í honum frosta og hrakviSra köst, en færri en í hinum mánuSunum. AlstaS- ar varS snjólaust á láglendi í ann- ari viku eftir páska, urSu þá nógir hagar fyrir fé og hesta, en gefiS var því samt meira eSa minna, því jörS var víSa kvistlítil og lítiS um vetrargrænar fóSurpIöntur í þessum snjóléttu sveitum. Samt urSu hey nóg, því batinn kom svo snemma. . Skepnuhöld góS; sá eg hvergi magrar skepnur, voru allar fjörugar og fremuj- sællegar aS sjá. Eftir páskana kom feikna afli í Austursýsluna, mest alla, bæSi í LóniS, NesiS og Mýrarnar, í HornafjörSinn og SuSursveitina. En í Öræfin var hann þó ekki kominn, enda er enn þá örSugrst þar meS útræSi en í hinum sveit- unum. Eg held, aS þeir hafi ver- iS búnir aS fá fyrir sumarmálin í áSurnefndum sveitum kring um 40 þús. alls af þorski, stútungi og sumstaSar stórufsa, mest á færi, Bumt inni í HornafirSi sjálfum, en mest úti á opnu hafi. Fengu t. d.. SuSursveitarmenn 1 0— I 2 þús, Gengu þaSan 4 skip, 6- og 8- ær- ingar, en 12 manns á hverju. Frá Mýrum gengu 6 skip, og eitthvaS líkt var meS þetta í Nesjunum. Auk þess voru þar mótorbátar, flestir austan af fjörSum. 6 fransk- ar færaduggur voru þar úti fyrir, en botnvörpungar engir. Eg fór um sumarmálin úr Aust- ursýslunni. Og rétt á eftir frétti eg um sífeldan afla þar. Er líklegt, aS um mánaSamótin apríl og maf hafi þeir veriS búnir aS fá 20 þús, eSa meira í sveit hverja; líka var þá komin kola- og hnísuveiSi á HornafjörSinn, mikiS búiS aS salta, og fariS var líka aS herSa áSur en eg fór. — Eg var nótt hjá Þórhalli kaupm. í HornafirSi, og var þá þegar kominn talsverSur saltfisksstafli hjá honum og bætt- ist mikiS viS seinna. / Hann sýndi mér vörubirgSir sínar og var held- ur ríkmannlegt á aS líta, kassi viS kassa og sekkur viS sekk. Minnir mig hann segSist vera búinn aS birgja sig svona mikiS til eSa al- veg fyrir áriS. Hér um bil öll aust- ursýslan verzlar viS hann. SnemmgróiS var þar eystra. Vetrarblóm útsprungin í Horna- firSi, stór og fögur, 1 7. apríl. Og á sumardaginn fyrsta var birkilauf aS springa út á Svínafelli í öræf- urri og fult af algrænum knöppum á skóginum. Burnirót í veggjum meS 5 þuml. löngum nýgræSings blaSleggjum, túnin óSum aS grænka og veSriS mjög blítt, fult af rúpum á túnum þar og víSar í öræfum, og þær litu vel út — en marga sá eg nú rjúpnaræflana á leiSinni. --Austursýslubúar virS- ast vera vel birgir þetta áriS. í*aS sem helzt skorti í vor sumstaSar, var^eldiviSur. Mór er ekki víSa en skógur þó sumstaSar, reki nokkur, en kol ókaupandi , enda sá eg þau ekki neinstaSar, aS telj- andi væri. Lakara var ástandiS meS birgSir í Vestursýslunni. Hey aS vísu nóg, en lítiS var um fisk fyr en eftir sumarmál, þá fór aS smáaflast og fyir hvítasunnu var kominn góSur afli í Mýrdalnum, einkum vestan til. LítiS var og um vörur í Mýrdalsvík í vor, en svo kom nú "Skaftfellingur” fyrir hátíSina meS eitthvaS 50 tonn. 2. ÓviSjafnanlegt Iandsiag. Eftir því sem mér er kunnugt þá má landslagiS í Skaftafellssýslu heita óviSjafnanlegt. Þar eru miklir jöklar og jökulvötn, mikil eldfjöll, hraun og sandar í merki- legri sameining á tiltölulega litlu svæSi (3—400 fermílum). Jökl- ar, eldfjöll, hraun og sandar eru nú reyndar víSa í veröldinni, en vanalega ekki öél saman, heldur sitt á hverjum staS. Jöklar eru til dæmis nógir á Grænlandi, einnig í Sviss og Noregi, en þar eru ekki hraunin og sandarnir. Aftur eru nóg eldfjöll og hraun á Italíu og í Japan, en þar lítiS um jöklana. Og nógir eru sandar í Sahara og MiS-Asíu en jökulvötn renna ekki yfir þá. Austur á Kamtsjatka eru eldfjöll og jöklar; en ekki veit eg hvort jökulvötn renna þar yfir mikla eySisanda meS stórflóSum og húsháum borgarís eins og SkeiSará gerir í hlaupum sínum. Skaftafellssýsla er einmitt þaS, er einna mest staSfestir þaS, sem dr. Helgi Pétursson segir um Is- land: "ÞaS líkist engum lönd- Um.” ÞaS er gamall misskilning- ur aS segja aS Noregur og ísland séu lík, því þau eru í mörgu nauSa ólík, alt önnur jar^Smyndun og fjallalögun, og alt annaS grjót, já jurtlíf talsvert annaS; og einkum er Skaftafellssýsla afar-ólík Nor- egi. Sléttlendin miklu og háu fjöllin hjá henni líkjast þó fremur sumum sléttum viS háfjöll MiS- jarSarhafslandanna. 3. Ámar í Vestur-kaftafells- sýslu. Fátt er nytsamlegra fyrir ferSa- njanninn, en að þekkja vel torfær- ur þær, sem verSa á vegi hans. Skal því byrja á aS lýsa nokkuS ánum í Skaftafellssýslu. Og fyrst skal fræga telja, þá sem næst er

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.