Heimskringla - 24.10.1918, Page 5
WINNIPEG, 24. OK.TÓBER 1918
5. BLAÐSfÐA
HEIMSKRINGLA
"C
Vatosaflið í Þjórsá.
Lögréttu hefir verið sent nýútkom-
ið rit á norsku með eftirfylgjandi
titli: “Yandkraften' i Tlhjorsá Elv,
íslanid. Pianer for Utibygning av 6
Kraftanlæg. Ved Ingeniör G. Sæt-
ersmoen. Kristjania. Gröndahl &
Söns Bogtrykkeri, 1918.”
Höf. hcfir fyrir hlutafélagið Títan
rann.sakað fossaflið í Þjórsá í þrjú
sumur, 1915, 1916 og 1917, og mælt og
kortiagt Jandsvæðið umhverfis foss-
ana. Sogist hann hafa niotið við
þetta aðstoðar bæði norskra verk-
fræðinga, sem komið hafa mieð hon-
uim hingað, og íslenzkra verkfræð-
inga. Árangurinn af þessum rann-
sóknum er sá, að hann hefir lagt
fram fyrir félagið áætlanir um afl-
stöðvabyggingar á 5 stöðum við
Þjórsá hjá Urriðafossi, Hestafossi,
Þjórsárholti, Skarði og Búrfelli, og
svo hjá Hrauneyjarfossi í Tungná.
Bókin byrjar á nokkrum almenn-
um upplýsingum um Island, veður-
lag, jarðmyndun, atvfnnuvegi, sam-
göngur o. s. frv. Þar næst er ná-
kvæm iýsing á Þjórsá, frá upptök-
um að ósi, og á straumfláka henn-
ar. En Þjórsá myndast af tveimur
ám, Bfrl-Þjórsá, sem hefir upptök
á Sprengisandi, og Tungná, sem kem-
ur úr Vatnajökli. Prá samrensli áa
þessara og niður að Þjórsárósi eru
95 kílóm. I straumfláka þeirra eru
eru bæði Piskivötnin og Þórisvatn,
o& rennur ivaldakvísl úr Þórisvatni
1 Tungná.
Þjórsá er vatnsmesta 'á Islands og
mismunur á vatnsmagni á ýmsum
tfmum er tiltölulega mjög lítill. Hún
verður minst í mars og apríl. Þóris-
vötnin eiga að verða vatnsgeymirar,
er tekð sé úr þegar vatnið í ánni er
minst og eru ráðgerð mannvirki til
Þess að stífla útrensli úr vötnunum.
Vegalengd frá Reykjavík að liin-
um fyrirhuguðu aflstöðvum er
þessi: að Urriðafossi 67.5 kílóm., að
Hestafossi 78.5, Þjórsárholti 94.3, að
•Skarði 98.5, Burfelli 118.8 og Hraun-
eyjarfos.si 145 kílóm.
Nothæift 'fall á hverri um sig af
aflstöðvunum er þetta: Urriðafossi
30 m., Hestafossi 18, Þjórsárholti 18,
Skarði 13, Búrfelli 111 og Hrauneyj-
arfossi 96 m. Samanlagt afl allra 6
stöðvanna verður 5 raánuði ársins
697,000 turbinh.kr., og 7 mánuði árs-
in® 1,114,000 turbinh.kr. Nokkuð af
þessu afli verður án efa notað til
þess að fraimleiða áburðarefni
handa íslandi sjálfu, segir höf„ og er
líklegt, að það verði til þeas að
fleygja fram biinaði f landinu, er
hægt verður að framleiða þar á-
burðarefni á ódýran hátt, eins og
þarna mundi eiga sér stað. Verk-
smiðjur til þeirrar framleiðslu hygg-
ur hann mundu verða reistar við
aflstöðvarnar. En mestur Ihluti
aflsins segir hann þó að verða
tnundi notaður til þess að framleiða
útflutniinigsvöru, fyrst og fremst á-
burðarefni. Það alf ætlar hann að
leitt mundi verða til næstu og
beztu hafnar og notað þar. Gerir
hann ráð fyrir, að það yrði leitt til
Reykjavíkur, með því að ihaifnar-
gerðir yrðu of dýrar auítan fjalls, og
bendir þá á Skerjafjörð sem út'flutn-
bigshöfn afurðanna.
Kæst þessu eru i ritinu iýsingar á
aflstöðvunum, hverri um sig. Eins
°® áður er sýnt, er Búrfellsstöðin
ráðgerð lang.stærst, og umíbúnaður
°g maimvirki verða þar lang mest.
Yrði það of laiigt mál, að lýsa hér
beim mannvirkjaáætlunum, sem
b’ain eru settar i ritinu. En hér skal
tekið upp aðalefni þess, sem höf.
seKir um járnbrautalagningar í sam-
bandi við fyrirtækið.
Hann segir að Þjórsárfyrirtækið
tiundi verða til þass að ihrinda í
framkvæmd hinum ráðgerðu járn-
brautalagniiiiiguim iiér á landi, eigi
eins vegna iðnaðarins, sem rísi
UPP kring urn aflstöðvarnar sjá'ifar,
heldur og vegna þeirra framíara,
seim búast megi við að íslenzkur
landbúnað :ir iaki, er hann eigi kcist
á nógum áburði til jarðræktar og
fái fullkomin samgöngutæki, er setji
landbúnaðarhéruðin í samband við
höfuð«‘aðinn og góða höfn. Höf.
t-elur eðlilegast að landið og félagið,
sem aflstöðvarnar ræki, Jegðu í fé-
laSi járnbraut itil Reykjavíkur.
Annars seg hann, að bein nauð-
syn sé ekki á þeissari járnbrautar-
lagningu í þarfir aflstöðváfélagsins,
b- e. til flutnings á verkfærum þess
°g byggingarefnum, Iþví að flytja
mætti þetta upp á Eyrarbakka eða
Stokkseyri og Jeggja síðan járn-
brautir þaðan austur að Þjórsá og
UPP með ihenni til hinna fyrirhug-
uðu stöðva, og lætur hann fylgja á-
mtilanir um 'þær brautalagningar.
bað er gert ráð fyrir að þær kosti
3,909,000 kr. En þótt aflstöðvafél'ag-
ið legði þessar brautir í sínar þarifir,
þá telur hann isamt líklegt, að það
einnig legði eitthvað fram til járn-
brautar frá Þjórsá til Reykjavlkur.
Kostn'aðuir við aflstöðvabygginíg-
arnar, þegar þær eru að fullu gerð-
ar, er áætlaður þannig f anlljónum
króna: Við Urriðafoss 24.5, við
Hestafoss 21.6, við Þjórsárholt 22.00,
við Skarð 18.8, við Búrfell 66.8, við
Hrauneyjarfoss 31.6. Er þá bygg-
ingarkostnaðurinn 'alls 185,300,000 kv.
Áflieiðslan til Reykjavíkur er áætl-
uð að kosta 91,600,000 kr„ isvo að all-
ur kostnaðurinn verður 276,900.000.
Það er að sjálfsögðu ekki liugsun-
in að byggja upp allar þessar stöð'v-
ar í einu, heldur smátt og smátt, og
verður þá að. líkinduin byrjað á
stöðinni við Urriðafoss.—Lögrétta.
Reykjavík, 11. sept. 1918.
Einhver hreyfing virðist vera kom-
in á það NorðanlancLs, að koma þar
á fót nýju berklahæli, og hafa fundir
verið haldnir til styrktar því.
Kvöldið 3. þ.m. var Laugarnes-
spftalinn allur raflýstur 1 fyrsta
skifti, allur í ljóahafi, og fólk horfði
á hann með undrun, vissi ekki hvað
uim var að vera. Jensen rafmagns-
fræðimgur var að neyna ljóstækin og
virtist alt ganga vel. En í spftalan-
um, þar sem menn höfðu hlakkað
til þessara 'þörfu uimbóta, voru allir
á stjá og fögnuðu nýja ljósinu.
Einar H. Kvaran skáld hefir á
ferðum sínum um Norðurland og
Austurland í suimar haldið fyrir-
lestra og upplestra á 22 stöðum.
Hafa þeir alstaðar verið vel sóttir,
enda þótt hann oft yrði að taka tii
þeirra virka daga og þetta væri á
rnosta annatfmia sveitanna. Hann
fór lengst til Páskrúðsfjarðar. Á
Sauðárkróki lá hann veikur nokkra
daga. Héðan fór hanm landveg, en
söldi ihesta sína á Auisturlandi og
kom þaðan sjóveg. Frú hans var
með honum alla leiðina.
Úr PljótshWð er skrifað 28. ágúst:
“Héðan er að frétta grasbrest svo
mikinn að gamlir menn segja hann
aldrei jafn mikinn síðan grasleysis-
árið 1881, og lítur sem stendur mjög
illa út, því nú er óslitin rigningatíð
búin að vera á aðra viku og í dag
ekki vinnuveður. — Síðastl. sunnu-
dag hélt ungmennafél. “Þórsmörk”
hér í Pljótshlíð samkomu á Þverár-
bökkum fram af Hlíðarenda. Var
samkoman allvel sótt. Þar prédik-
aði séra Eggert Pálsson prófastur og
mæltlst vel að vanda. Voru svo ýms-
ar íþróttir sýndar, svo sem kapp-
hlaup og hás tökk. Bezt glíindi Guð-
jón Úlfarsson frá Múlakoti, on kapp-
hlaupið og h'ástökikið vann Jón
Árnason í Valsdal. Einnig voru þar
reyndir ihestar. 1. verðlaun fyrir
stökkhest fékk Tómas Sigurðsso.n
hreppstjóri á Barkarstöðum, en 2.
verðlaun Jón Sigurðsson í Árkvöm.
Fyrir skeiðhesta fékk fyrstu og
önniir verðlaun Valdimar Böðvars-
son á Botni, og þóttú þeir afbragðs-
góðir og annar ekki nema 5 vetra.”
—Lögrétta.
Skýrsla er komin út um störf land-
sfmans 1917. Tekjur iþað ár hafa
verið kr. 498,362.65, en gjöld kr. 282,-
472.77. Bæði tekjur og gjöld hafa
farið iangt fram úr áætlun á fjár-
lögum.
Björn Jósefsson, settur héraðs-
iæknir í Axarfjarðar héraði, hefir
verið skipaður héraðslæknir í Húsa-
víkur héraði í stað Guðm. Thorodd-
een læknis, frá 1. okt. næstkomandi.
—ísafold.
(Eftir Vísi frá 14,—18. sept.)
'Sæsíminn komst í samt lag í gær
(13.) og hafði mikið að starfa það
.souSi eftir var dagsins. Um 300 skeyti
höfðu safnast ifyrir meðani á síma-
slitiinúm stóð.
“Jón Arason” heitir inýkominn mót-
orbátur mjög stór ög fallegur. Hann
H. Methusalems
HEFIR NO TIL SÖLU
NÝJAR HUÓMPLÖTUR
(Records)
íslenzk, Dönsk,
Norsk og Sænsk lög
VERÐ: 00 cts.
CCLUMBIA
HUÖMVÉLAR
frá $27—$300.
Skrifið eftir Verðlistum
SWAN
Manufacturing Co.
Fhone Sh. 971
676 Sargent Ave.
er eign ht. Hólar og kom fyrir
nokkru til Seyðisfjarðar. Þaðan var
liann þrjár vikur til Víkur í Mýr-
dal. Þaðan dró Víðirhann til Vest-
mannaeyja, en Jón forsoti dró hann
hingað. Vélin er eitthvað skakt sett
niður og er nú verið að taka hana
upp og lagfæra.
Þurkar liafa verið hér undanfarna
daga og var “há” víða bundin inn af
túnum í gær.
Bóka- og pappínsverzlun nafa þeir
stofnað í félagi Guðm. Gamalíelsson
og Theódór Árnason fiðluleikari.
Búð 'þeirra er í Austurstræti 17 og
var opinuð í gær (14.).
Botnvörpungar Kveldúlfs, Snorri
Sturluson og Snorri Goði, eru farnir
að veiða í ís, en Skallaigrímur mun
fara til veiða mjög bráðlega.
Samkvæmt augl. í blaðinu í dag
er hámarksverð á kartöflum ákveðið
38 aura pr. kg. í heildsölu en 44 au.
í smásölu.
Kartöflur fóru margir að taka upp
í gær, vegna hinna óvæntu og hörðu
froista, sem verið hafa undanfarnar
nætur. Þeir garðeigendur, sem Vfsir
átti tal við, bjuggust tæplega við
meðaluppskeru.
“Ljóst var út að líta” í gærmorg-
iln; öll fjöll hvít niður undir miðj-
ar> hiíðar. En sá snjór er nú að
mestu horfinn.
Veðrið f dag (17): Hiti í Vest-
hmannaeyjum 2.3 , hér 2.1, Isafirði
3.2, Akureyri 1, Grímsstöðum frost
2, Seyðisfirði froist 0.3. Snjór á Seyð-
Isfirði og Akureyri. Hæg norðanátt
um land alt.
Raflýsingin við höfnina verður
síðbúnari en búist var við Líklega
verður ekki kveikt fyr en um mám
aðamót.
■Vltanuni á Vitastíg hefir verið
breytt í haust. Hann er nú orðinn
bloss-viti og sýnir þrflitt ljós: rautt,
gult og grænt.
Vegaíbót er verið að gera innarlega
á Laugaiveginum, og verður henni
haldið áfram inn undr rnýja Hafnar-
fjarðarveginn. Hún er f því fólgin,
að vegurlnn er lagður smáhnullung-
um, sem grjótmulningi er stráð yfir
og honum síðan þjappað niður með
nýja götuvaltaranum, sem landsjóð-
ur fékk frá Vesturheimi í sumar.
Vegur þessi verður bæði betri og
traustari en aðrir akvegir hér á
landi.
“ Ekkert Meltingarleysi fyrir Oss.”
Enginn metSlimur fjölskyldunnar þarf ati þjást af meltingarleysi,
slæmum höfut5verk, et5a uppþembu og brjóstsvit5a, o. s. frv., ef hann
et5a hún brúkar Chamberlain’s Stomach and Liver Tablets. Þær
verka magann og þarmana, styrkja lifrina og fjörga allan líkam-
ann. Taktu eina at5 kvöldi og þá lít5ur þér vel at5 morgni. Fást
hjá öllum lyfsölum á 25c. et5a met5 pósti frá Chnmberlain Medicine
Coinpnny, Toronto. 16
CHAMBERLAINS TABIETS
KOL!
Vér erum reiðubúnir að veita fljóta afgreiðslu
á Hörðum og Linum Kolum, af beztu tegundum. Ef
þér hafið ekki allareiðu pantað kol fyrir veturinn, þá
finnið oss. — Vér gjörum yður ánægða.
Telephone Garry 2620
D. D. Wood & Sons, Ltd.
Office og Yards: Ross Ave., homi Arlington Str.
ug-
BORÐVIÐUR
SASH, DOORS AND
MOULDINGS.
Við höfum fullkomnar birgðir af öllum tegundum
VerSskrá verSur send hverjum þeim er þess óskar
THE EMP/RE SASH & DOOR CO., LTD.
Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Teiephone: Main 2511
LOÐSKINN! HÚÐIRí ITLL2
Ef þér viljið hljóta fljótustu skil & andvirði
og hæsta verð fyrir lóðskinn, húðir, ull og
fl. sendið þetta tiL
Frank Massin, Brandon, Man.
Dept H.
Skrifið eftir prfsum og shipping tags.
Prentun
Allskonar prentun fljótt og vel af
hendi leyst. — Verki frá utanbæj-
armönnum sérstakur gaumur gef-
inn. — Verðið sanngjamt, verkið
gott.
The Yiking Press, Limited
729 Sherbrooke St.
P. 0. Box 3171 Winnipeg, Manitoba.
HIIIMIIMIUIIINIMIimiUlllinltlllll
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiáiiiii
niuHinuiiiiuuHiiiiiiimiiiiiiimi.imiiHniiiuiiiinniuiiiHiMiiuuiuuiiiiniiiiMtMniii
r
Orar.
MIIIUIIINUUUIIIIIHIIIIIIIIU
I.
Kvöldskuggar.
Skuggarnir lengjast, það líSur að nótt.
Limbúinn þagnar og alt verður rótt.
Útraenan hjalar í hreimblíSum róm —
himneska ‘söngva’-—vi8 grátandi blóm.
— Þökk sé þér, deyjandi dagur.
Silkimjúkt, höfgandi húmblæjulín
hnígur er síðasti ljósbjarminn dvín.
SorgþjáS sem fagnandi—dreymandi drótt
drjúpir nú höfði að barmi þér, nótt,
— blessaði friðarins faðmur. —
Hugurinn leitandi líður á braut
leiðin er opin í framtíðarskaut —
þar sem að eldur hins ókomna brann
áður var dvalið, en nú er sem hann
skelfist — hann leitar þess liðna.
II.
Bæn. »
Æskan klöknar, þegar harmar þjaka
— þegar sorgin hjartað sker.
Vorið bjarta, viltu við mér taka?
— Vefja mig að barmi þér?
Veittu fróun þeim, sem þrá og vaka,
það er hjartans bæn frá mér.
Stiltu, lægðu úfið harma hafið
hretin öll um andans lönd.
Færðu’ oss gull, sem enn er geymt og grafið
— guði vígt — í óskaströnd. —
Yfir landið ljú'fri minning vafið
leið mig — drauma hönd.
X.
— Lögrétta.
TRÉSMIÐIR.
Hin mikla borg, sem blasir við,
í brögum titluð hjarta lands,
með bursta fjöld og fögur rið
og flesta liti regnbogans —
er mest að þakka þeirri stétt,
sem þingar hér í félagöhring;
sé torg þar skakt og gata grett,
þeir gallar skella’ á “verkfræðing”.
Við hagleiks glym og Kandtök snögg
býr höfuðborgin ár og síð,
við sagarbrag og hamarshögg
við Kefilhvin og axarstríð.
Hún býr við gnótt og auðnuefnd
með yfirgragðið frítt og slétt,
er setur hverja sendinefnd
í samningsskapið þýtt og létt. —
Eins gerir stéttin gripi þá,
sem glæða drjúgum kærleikann,
já, fæstar stúlkur staðist fá
þau stig — en það er “kommóðan”.
Því vissra svanna "hjarta’ og hönd"
vinst höldum bezt með þeirri gjöf;
hún hnýtti ótal hjónábönd,
sem héldu fram í dauða’ og gröf.
En aðrir hafa lært þá list
að lappa við þau mæðuskip ,
er Ránardætur reka’ úr vist
sem ræfilflök og lekahrip.
Þeir lækna trútt hvern ljóð og hæng,
unz líkt þeir skila knerri’ úr vör
sem garpur rísi’ af sóttarsæng
með sjáldrið hraust og þrótt og fjör.
I hverri þraut og glóð og gný
mun giftan fylgja þeirri stétt,
sem hefir lag og hug á því
að hefla störfin trútt og rétt.
Hún þarf ei mas um málstað sinn
í myrkraskotum smeyk og bleik,
en eignast sæmdar-orðstírinn
með upplitsdjörfum heiðarleik.
Jak. Thor.
— Lögrétta.