Heimskringla - 28.11.1918, Síða 4

Heimskringla - 28.11.1918, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKKuiOLa WINNIPEG, 28. NOV. 1918 H EIMSKKINGLA (Stofnu® 188ð) Kemur út á hverjum Ftmtuðeet. CtBefenttur og etgendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verh blatJslne í Canada og BandartkJ- um $2.00 um áritS (fyrtrfram borgatt). nt til lslands $2.00 (fyrirfram borgatS). állar borgamtr sendtst rátismannl blatja- Pðst etSa banka ávísanir stíllst tll •e Vlklng Press, L.td. O. T. Johnson, ritstjóri 3. D. B. Stephanson, ráSsmaSur Skrtfstofn: 72* 8HBRBROOKE STRBET, WIPfTTIPEG P. ». Box 3171 TaUlml Garry 411* WINNIPEG, MANITOBA, 28. NÓV. 1918 Bretinn gefur aldrei eftir, Það er alkunnugt, hversu þrautseigur og fylginn sér Bretinn er við alt það, er hann tekur sér fyrir hendur. Að falla heldur með heiðri en gefast upp, hefir verið stefna hans, og þess vegna hefir honum orðið svo mikið ágengt, að hverju sem hann hefir snúið sér. Hinir djörfu sjómenn hans hafa siglt skipum sínum í hvern afkima veraldar, og með sjó- flota sínum hefir hann ef svo mætti að orði kveða girt hnöttinn; landkönnunar og ný- lendumenn hans hafa sýnt sömu þrautseigj- una og hvarvetna yfirbugað alla örðugleika, villimenn og óblíða náttúru, unz landkönn- unarsvæðin voru orðin að blómlegum og friðsælum bústöðum brezkra manna. Aldrei hefir þó reynt meira á þolrif Bret- ans eri hinu síðasta og ægilegasta heims- stríði Og sagan mun bera þess ljósan vott, að fyrir þolgæði og íórnfýsi þjóðarinnar brezku á sjó og landi, er nú hið ægiilega her- vald Prússans, brotið á bak aftur svo al- gerlega, að vonandi stingur það ekki upp höfðinu aftur um langt ókomið skeið. Um þetta efni farast blaðinu Louisville (Ken- tucky) Herald nýlega orð meðal annars á þessa leið: “Ef Vilhjálmur keisari hefði verið fréim- sýnn, þá hefði hann mátt skjálfa á beinuiv- um — eins og þjóðsagan segir að hinir dauðu geri, ef stigið er á leiði þeirra — þeg- ar hann fékk vitneskju um það, að spæjarar hans hefðu gabbað hann og að hinir harð- snúnu Bretar hefðu afráðið að Ieggja Frökk- um lið, hvað sem það kostaði. Bretar eiga sér þá sögu að baki, er skelfa má hinn drotn- unargjarnasta harðstjóra. Þeir komu Philip Spánarkonungi á kné, þeir skerðu vald Lúð- víks mikla á Frakklancfi, og þeir beittu sér á móti Napóleoni mikla og létu hann aldrei í friði þar til sigur var unninn. — Það er mergurinn málsins, — þeir sleppa aldrei taki því er þeir ná. Stórbretaland og nýlendur þess sendu fleiri en átta og hálfa miljón her- manna á vígvöllinn. Ef vér (Bandar.) hefð- um gjört eins vel, hefðum vér þurft að senda fimtán miljónir hermanna — ekki færri. Þúsundir af vorum drengjum munu koma til baka heilir á húfi, vegna þess þúsundir bræðra vorra frá brezku eyjunum hafa mist líf sitt og limu — og hafa kent oss að berj- ast. Bretar og Frakkar héldu óvinunum á landi og brezki flotinn varði höfin. Þetta er sá sannleikur, sem Ameríka varla vill alment viðurkenna. En þetta er nú samt sannleikurinn. Fyrir alt þetta borguðu þeir í ríkum mæli. Naumast er það heimili til á Bretlandi, sem ekki á eina gröf á Frakklandi eða í Belgíu, —engin sú gata þar til, að ekki haltrist um hana limlestir menn til daglegra starfa sinna. Og skýrslurnar sanna, að fleiri féllu og særðust tiltölulega af hermönnum Breta sjálfra, en af hermönnum þeim, er úr ný- lendum þeirra komu,- og þar með er ein svartasta lygi hinna óskammfeilnu Þjóðverja til baka rekin. En hví erum vér að rifja þelta upp? Vegna þess, að framlag Breta er ýmist vé- fengt eða dárað, vegna þess sannleika, að skip þeirra hafa fært kol, matvæli og vopna- forða til ítala og Frakka — svo vér ekki nefnum Bandaríkin sjálf, — og enginn segír neitt um þetta, og vegna þess að Bretland, sem í byrjun var svo að segja hermanna- laust, varð jafnoki Frakklands á vígvellin- um, en fær ekki maklega viðurkenningu. — Brezk flutningsskip, varin af brezkum bryn- drekum, fluttu Bandaríkja hermennina yfir hafið. Ef þér haldið þetta ofsagt, þá skul- um vér í samráði við Baker hermálastjóra taka af svo sem 15 prócent, en þá er líka nóg gefið eftir. Hvar hafa Bretar ekki barist? Zuez- skurðurinn var í hættu, Bretar vörðu hann. Þjóðverj'ar áttu skipastöðvar í Kyrrahafs- eyjum, Bretar sáu fyrir þeim. Rússland bað um hjálp gegn um Hellusund, Bretar gerðu sitt ítrasta að veita hana. Taka þurfti þétt í taumana við Tigris-fljótið, Bretar voru til staðar. Bretar voru í Saloniki. Brezk skip sigldu um Hadría hafið. Brezku nýlendu- hermennirnir losuðu Afríku undan ánauð Þjóðverja. Bretar eru nú að færa sig suð- ur frá Archangel á Rússlandi og þeir eru líka komnir til Vladivostok. Sagan er sönn. Bretar hafa vissulega lengt stríðið, hafa ekki sýnt sig neitt líklega til að gefa eftir það allra minsta, gætu hæg- lega rýmkað um skilmálana, sveigt þá ofur- lítið til. En þeim kemur slíkt alls ekki til hugar. Þetta er þrautseigja Bretans, og fast- heldni mundu sumir segja. Og vér skulum ekkert þrátta um það. Þröngsýnir, klunna- legir, önuglyndir. Gott og vel. En þar sem þeir taka í, er ekki strax slept aftur. Munið það. Þess vegna nú, er Rússinn vaknar að nýju, finnur hann Bretann við hlið sér; þess vegna er það líka, að Portúgal sem minnist þess að það þurfti aðstoðar Bretans við löngu fyrir daga Napóleons, leggur honum nú lið sitt í fullu trausti um góða samvinnu. Bretinn er svo einstaklega Iaus við alt sjálfshól. Hernn gortar ekki af afrekum sín- um. Að eins framkvæmir það, sem hann tekur sér fyrir hendur, og svo veit heimur- inn ekki meira um það frá hans hálfu. — Áttatíu þúsundir hermanna sendi hann til Frakklands fyrst,—alt sem til var—, en hann hundrað faldaði það á ótrúlega stuttum tíma. Vér Bandaríkjamenn eigum Bretum miklu meira að þakka, en alment er viðurkent, og alt það bezta er í oss sjálfum býr, höfum vér að erfðum tekið frá þeim.” (S.D.B.S.) Sumarnótt á Seltjarnarnesi. Kyrlát kvöldstund ríkir, kaldir vindar sofa. Sumarskrauti sveipuð sveit er ljúf og fögur. Unn í arma bjarta ástríkt barn sitt vefur. Samband þeirra signir sól, og ljúft þau kyssir. Bak við Unnaranna útsýni er fagurt: Fjöll og sjávarsveitir sjónum blasa móti. Fram við Ránarríki röðul fjöll ei hylja, Bjart er yfir býlum, brosir alt við sólu. Fuglamergðin fríða farin er að blunda, en samt heyrist ómur angurblíður, þýður líða í lofti tæru lygnar bárur yfir: Klukka í hafi hringir helgra sem til tíða. Úti’ á eyðiskeri er hún til að beina brögnum leið um bárur, blindsker svo þeir varist. Valt er þar á fleyi, feigð er öllum búin. Hug til hæða’ að lyfta hringing þessi’ oss kenni. 4 Nótt er þegar nálæg, næturfriður hvílir yfir ö’Ilu á foldu, eygló þó að skíni. Sveitin sólarríka, sértu blessun vafin. Friður guðs æ faðmi fólk þitt, láð og strendur. ' Jóhanna S. Jónsdóttir. —19. Júní. - -—— —-----------—----------- ———► Eftir stríðið. Margt er nú talað og skrifað um afleið- ingar stríðsins hér í Canada, og virðist sumt af því vera á harla Iitlum rökum bygt. Þeir sem halda því fram, að hart verði í ári og at- vinnuleysi og örbirgð muni þjá fólk vort, hafa ekki Ijóslega gert sér grein fyrir öllum þeim feikna auðsuppsprettum, er Canada á yfir að ráða og nú munu verða notaðar meira en nokkru sinni áður. Þeir partar Evrópu, sem hin skelfilega eyðilegging styrjaldanna dundi yfir, munu þarfnast ótölulega margra miljóna dollara virði af allskonar vörum og efnum til upp- byggingar landanna, þar til alt er komið í sæmilega gott lag aftur. Jafnvel í hlutlausu löndunum hefir mestallur varaforði af ýmsum vörum alveg gengið upp, svo einnig þau þurfa að gera stórkostleg inn kaup þegar í stað. Feikna birgðar af trjáviði og öðrum bygg- ingarefnum þarf að senda til að byggja upp eyddu sveitaþorpin og borgirnar í Frakklandi, Belgíu og Serbíu Canada hefir gnægð af slíku til að selja. Járnbrautir á þessum svæðum vanhagar um^brautarteina, dráttvélar, flutningsvagna og ótal margt fleira. Canada getur lagt alt það til. Nálega hver einasta brú á orustu- svæðum Frakklands og Belgíu var sprengd upp og eyðilögð. Þær þurfa allar að byggj- ast upp aftur. Það útheimtir stórkostlega mikið af stáli og steinlími (cement). Canada hefir þessi efni í ríkum mæli. Alls konar vinnuvélar í hinar mörgu verk- smiðjur, er eyðilögðust af kúlum og spreng- ingum, þurfa að fást að, og ættu verksmiðjur Canada að geta lagt til eitthvað af þeim. Stórkostlega mikið eyðilagðist af akur- yrkjuverkfærum í öllum stríðslöndum. Can- ada ætti að standa vel að vígi með að upp- fylla eitthvað af þörfunum í þeim efnum. Búfénaði stríðslandanna hefir fækkað svo, að tiltölulega lítið er eftir. Þar ætti því að vera arðberandi markaður fyrir gripabændur Canada í mörg ókomin ár. I einu orði, — það eru hundrað vegir fyrir Canada að verða að liði við endurreisn Ev- rópu eftir stríðið. Vér höfum náttúrunytj- arnar, vér höfum verksmiðjurnar, og vér höf- um vinnu gefið, áhugasamt fólk — vér höf- um þúsundir ekra af ónumdu landi, er fram- leitt getur mikinn forða af fæðutegundum, og þúsundir afturkominna hermanna munu setj- ast að á þessu landi, svo framarlega að stjórn- in setur skilyrðin sæmilega aðgengileg. Lítil ástæðá virðist því vera til víls og hug- sýki yfir komandi tíma. Canada er gnægt- arinnar land. Hagsæld og velmegun hljóta að ríkja í framtíðinni, svo framarlega sem fólkið er samtaka í að notfæra sér auðinn, sem í landinu felst. (Lausl. þýtt úr Pree Press.—S.D.BJS.) *----------------— ---------------——«♦ Svartidauði—Pestin. Eftir Stgr. Matthíasson. (EimreiSin 1905.) Latneska orSið "pestis" þýðir drepsótt, og var áður viðhaft um allskonar sjúkdóms- faraldur, er olli miklum manndauða; en nú á tímum táknum vér meS því orði sérstakan sjúkdóm, og er það nsestum óbreytt notað í flestum tungumálum. Pestin er austurlenzkur sjúkdómur, sem frá einmuna tíð hefir gjört vart við sig austur í Asíu, einkum sunnan við Baikalvatnið og í Suður-Thibet. Frá þessum aðalheimkynnum sínum hefir hún svo lengi sem sögur fara af létt sér upp við og við og farið út yfÍT löndin til að faekka fólkinu. Indland, Persía og Kína verða árlega fyrir heimsóknum hennar, og um langan tíma hefir hún legið í landi á Indlandi og aldrei horfið þaðan til fulls. Einkum hefir mikið borið á henni síðustu árin, og það svo, að stjórnin á Indlandi raeður ekkert við og veit eigi hvemig alt ætlar að lenda, ef veikin heldur áfram með álíka hraða og hingað til; því að manndauðinn af pest, sem árið 1900 var að eins rúm'lega 90,000 árlega, hefir smám sam- an aukist, svo að síðustu árið 1904 var hún orðin rúmlega ein miljón, og er það feikilega mikið á Indlandi einu. Á fyrri öldpm gerði pestin oft vart við sig í Evrópu, en nú má heita að menn þekki hana að eins að nafninu til. Fyrsta skifti, sem vér höfum áreiðanlega vissu um að pestin hafi geysað um Evrópu, var á dögum Justinians keisara, á sjöttu öld eftir Kr. En langmerkasta farsóttin var sú, sem gekk yfir alla álfu vora á 14. og 15. öld og var kölluð Svartidauði og ýmsum öðrum nöfnum. Svo er sagt, að þá hafi dáið um 25 miljónir manna hér í Evrópu og ef til vill meira. Eftir þessa feikna plágu gaus pestin við og við upp í ýmsum borgum hér í álfu fram eftir 16., 1 7. og 18. öld og gjörði ákaf- an usla, t.d. í London 1 66"5 og Kaupmanna- höfn 1711; en í lok 1 8. aldar hverfur pestin algjörlega héðan úr álfu og hefir síðan að eins gjört vart við sig einstaka sinnum í hafn- arborgum, sem bein viðskifti hafa vð Aust- urlönd; en með duglegum sóttvarnar ráðstöf- unum hefir aetíð tekist að hefta íár hennar. ; Þannig barst hún til Oporto 1 899 og Glasgow 1900, en náði svo sem engri útbreiðslu. Flestum mun enn vera í fersku minni sá felmtur, sem greip fólk, er það fréttist að pestin gaus upp á spítala í Vínarborg I 898. Sóttin hófst þannig, að einn af spítalaþjónun- um braut glas, er hafði að geyma kjötseyði með lifandi bakteríum, sem einn af læknun- um hafði flutt með sér til athugunar austan úr Asíu. Þjónninn sýktist eftir fáa daga af skæðri pest og sýkti frá sér bæði hjúkrunar- konu þá, er stundaði hann og lækninn, sem vitjaði hans, og öll þrjú dóu. Til allrar ham- ingju tókst að hefta frekari út- breiðslu veikinnar, en þetta kendi mönnum meiri varkárni en áður og sýndi hve vekin getur verið ákaf- lega sóttnæm. Pestin orsakast af ofurlítilli plöntu eða bakteríu, sem franski læknirinn Yersin og japanskur læknir, Kitasato, fundu hvor í sínu lagi, þegar veikin gekk í Hong- kong 1 894. í líkama sjúklinganna, en einkum í bólgnum eitlum, úir og grúir af þessum agnar smáu sníkjugestum, sem fyrst er hægt að sjá með góðri smásjá, er stækk- ar mörg hundruð sinnum. Til þess að lögun þeirra sjáist betur, verður að lita þær með skærum bláum eða rauðum lit. Aðferðin er fólg- in í því, að lítill blóð- eða graftrar- dropi er látinn þoma inn á gler- plötu. Síðan er helt yfir hana nokkrum dropum af rauðu eða bláu bleki, og litast þá bakteríu- urnar og sjást sem rauðir eða bláir dílar eða prik. Þessi litla sótt- kveikja berst nú frá sjúklingnum til hinna heilbrigðu, er nærri þeim koma, með hægu móti, því bæði getur hún borist út í andrúmsloftið frá lungum sjúklingsins þegar hann hóstar og þaðan niður í lungu heil- brigðra og einnig beinleiðis til hör- unds þeirra, er snerta sjúklingana eða þá hluti, sem nærr þeim hafa korrtið. En í hörundinu eru ætíð ýmsar smáskeinur, sem eru ósýni- legar berum augum en nógu stórar til þess að bakterían komist inn í líkamann. Enn fremur geta bæði flugur, flær og lýs flutt sóttnæmið mann frá manni. Það eru nú eigi eingöngu menn, er sýkjast af pest, heldur líka rott- ur, mýs og jafnvel kettir, og getur því veikin eins og auðskilð er út- breiðst með ýmsu móti. Einkum eru rotturnar illræmdar og hefir það hvað eftir annað komið í Ijós, að jafnskjótt og pestin byrjar að geysa meðal manna, eiga rottumar við sama ófögnuð að búa og deyja unnvörpum. Fyrir nókkrum árum síðan gerði pestin hvað eftir ann- að vart við sig í borginni Odessa, án þess menn vissu til að nokkurt skip eða ferðamenn hefðu flutt hana með sér. Við nánari rann- sókn kom svo í ljós, að pestin staf- aði frá rottum, er einkum héldu sig í vissum neðauijarðargöngum und- ir borginni. En þessi neðanjarðar- göng voru auk þess hæli ýmsra fá- tækra og drýkkfeldra ræfla, sem lifðu á flælkingi og höfðust þar við á næturnar. Þeir sýktust af rott- unum og sýktu síðan aðra. Með því að útrýma rottunum tókst að stemma stigu fyrir pestinni. Á öllum skipum, sem koma austan úr Asíu, er haft strangt eft- irlit með að ekki flytjist rottur. Bakterían þrífst bezt þar sem sóðaskapur drotnar og þar sem loftið er fremlur rakt og í meðal- lagi heitt; í miklum hita og kulda deyja bakteríumar og sóttin hjaðnar. Reynslan hefir sýnt, að Evrópu- menn sýkjast miklu síður en aust- urlandaþjóðir, og skal eg seinna minnast á orsökina til þess. Svo er talið, að af 100 Evrópumönn- um sýkist að eins 30, þegar sóttin er skæð, en hins vegar af 100 Hindúum 80. pODD'S NÝRNA PILLUR, (óðM (yrir allakonar nýrnaveikL Ug ajf&utVolKl. buauí iudiiey L*iijs, öoe. asJijan, sex osk> ur íyrir 0, hjá óiinm lyfsötuni eóa írA Dodd’s Medieine Oo., LuL Toronto, Ont. Eftir að sottnæmið hefir verið að búa um sig í líkamanum 2—7 daga, hefst veikin með ákafri köldu — skyndilega — og byrjax með þvi megn hitaveiki, sem helzt nokkra daga með höfuð verk, svinna, óráði og verkjum hér og hvar í líkamanum. Síðan bólgna eitlar í nárunum eða undir hönd- unum og verða að stórum ákaf- lega viðkvæmum bólguhnútum. Oftast deyja sjúklingarnir á 2.—5. degi í áköfum hita, 40—42 C., án þess að grafi í eitlunum; en stund- um grefur í þeim og þá batnar sjúklingum eigi ósjaldan. Þegar maður svo einu sinni hefir staðist veikina, er sá hinn sami ómóttæki- legur fyrir hana í annað sinn. Stundum og í einstaka landfara- sóttum af pest, næstum eingöngu, legst veikin á lungun. Svarti- dauði var aðallega lungnapest, og er sú tegund veikinnar vön að vera afar mannskæð. Nafnið “Svartidauði” er komið til af því, að sagt var að sum líkin yrðu svört, en það einkenni getuur komið í ljós með ýmsa aðra skæða hita sjúkdóma, svo sem taugaveiki o.fl., og stafar af því. að æðaveggirnir verða meirir og geta eigi haldið blóðinu í skefjum, sem svo hleypur út í hörundið, eins og þegar menn fá glóðarauga, Vanalega deyja þetta 60—70 prct. af þeim sen\ sýkjast af pest, en þó er talsverður munur á skað- semi hinna einstöku sótta. T. d. var pestin í Hongkong 1894 svo skæð, að 93 prct. dóu af hinum sjúku. Menn þekkja engin meðul er að fullu gagni komi gegn pest- i inni. Bæði Yersin og Haffkine hafa búið til bóluefni til varnar veik- inni og virðist það gjöra hana miklu mildari, ef rétt er með farið. Sömuleiðis hafa þeir reynt að lækna hana með pest serum á lík- an hátt og bamaveiki, en ekki hef- ir enn fengist full vissa fyrir gæð- um þess meðals. Bæði þessir lækn- ar, sem nú eru nefndir, og ýmsir aðrir, enskir, þýzkir og franskir ladknar, hafa lagt sig í mestu lífs- hættu við tilraunir sínar til að lækna pestina, og hafa þeir stund- um átt við hina mestu erviöleika að stríða í að fá fólkið þar eystra ti'l að gangast undir lækninga tii- raunirnar. — Á seinni árum hafa t.nglendingar bygt pestspítala i öll um borgum sínum í Asíu og víð- ar til þess að geta einangrað vand- lega alla þá, sem sýkjast af pest. Til kaupenda Heimskringlu: HAUSTIÐ er uppskerutími blaðsins, — undir kaupendunum er þa5 komið, hvernig “út- koman” verður. Viljum vér því biðja aDa þá, er skulda blaðmu og ekki hafa aDareiðu borgað til vor eða innheimtumanna vorra, að muna nu eftir oss á þessu hausti. Sérstaklega viljum vér biðja þá, sem skulda oss fyrir fleiri ár, að láta nú ekki bregðast að minka þsr skuldir. Oss munar um, þótt lítið konti frá hverjum, því “safnast þegar saman kemur.” — Munið það, vinir, að Heimskringla þarf peninga sinna við> og látið ekki dragast að greiða áskriftargjöld yðar. S. D. B. STEPHANSON, Ráðsmaður. 1 ................■....................... .....

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.