Heimskringla - 05.02.1919, Síða 4

Heimskringla - 05.02.1919, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. FEBRÚAR 1919 HEIMSK KINGLA (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum MiBvikudegi títgefendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver« ,blat5»ins í Canada og Bandarikj- unum $2.00 um árfB (fyrirfram borgaB). pent til íslands $2.00 (fyrlrfram borgaB). Allar borganir sendist rátismannl blatis- Ins. Póst eba banka ávisanir stillst tll The Viklng Press, L.td. O. T. Johnson, ritátjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur Skrifstofa: 72« SHEHBROOKK 9TRBBT, WISIJiIPEG P. O. Box 3171 Talalmi Garry 4110 j WINNIPEG, MANITOBA, 5. FEB. 1919 ■ “Fáeinir útyaldir,,— og alþýðan. Heimsstyrjöldin mikla, sem nýlega er um garð gengin, hefir óneitanlega haft stórkost- lega vakningu í för með sér hjá öllum þjóð- um. Umbóta-öfl, sem áður annað hvort lágu í dái eða varð lítið sem ekkert ágengt, eru nú vöknuð til athafna og láta ekki að sér hæða. Þrátt fyrir |>að þó stríðsþjóðirnar séu enn flakandi í sárum, standa þær nú öllu bet- ur að vígi en áður — hafa vitkast af reynsl- unni og eru lengra á leið komnar í þroskunar- áttina. — Með þessum ummælum er þó ekki átt við auðvalds stéttir landanna, því hjá stéttum þeim getur ekki verið um neina sanna þroskun að ræða; þar sem alt er aðal- lega miðað við það tvent: að græða sem mest fé og hafa sem víðtækust völd. Vér eig- um hér við hinar svonefndu lægri stéttir land- anna. er við sína drengilegu baráttu í stríð- inu hafa vaknað til meðvitundar um eigin krafta og um leið viljað hefjast til handa að bæta kjör sín á öllum sviðum. Wilson Banda- ríkja forseti lýsti því nýlega yfir á friðarþing- inu, að nú væri sá dagur upp runninn, að “fáeinir útvaldir réðu ekki lengur emir mál- um veraldarinnar; örlög heimsms hvíldu nú í höndum alþýðunnar”. Sömuleiðis tók hann það sterklega fram, að eingöngu “alger og afgerandi breyting frá því gamla fengi nú skapað varanlegan frið.” Eigi er þess getið, að þessar staðhæfingíu Bandaríkja forsetans hafi mætt mótmælum á friðarþinginu og mega orð hans því skoðast ljós vott- ur hver rás viðburðanna nú er. Hið “gamla” er að hverfa og í stað þess að koma annað —nýtt, æðra og fullkomnara. “Fáeinir út- valdir” ráða ekki lengur nema að nafninu til og alþýðan, aðal-máttarstólpi hvers lands, er nú óðum að taka völdin í sínar hendur. Bandaríkin áttu ekki langan þátt í stríðinu. Óhætt mun þó að fullyrða, að engar af stríðs- þjóðunum hafi hrint af stokkum yfirgrips- meiri framkvæmdum í stríðs þágu. Þessi unga og þróttmikla lýðveldis þjóð umbylti að heita mátti öllu sínu fyrra fyrirkomulagi, til eflingar hluttöku sinni í baráttunni og til þess að geta lagt fram sem stærstan skerf. Þar af leiðandi hafa átt sér þar stað stórkost- legar breytingar, sem Wilson forseti hefir að sjálfsögðu haft í huga engu síður en breyt- ingar í öðrum löndum, þegar hann mælti ofangreind orð á friðarþinginu. Hinir “fáeinu útvöldu” ráða ekki lengur einir öllu í Bandaríkjununj; alþýðan þar er nú óðum að hefjast til handa og verður slíkt augljósara eftir því sem lengra líður. Um þær stórfeldu breytingar, er áttu sér stað í Bandaríkjunum eftir að þátttaka þeirra í stríðinu hófst og til þessa dags, kemst Dr. Frank Crane nýlega þannig að orði: “Á meðan stríðið stóð yfir, hafa Banda- ríkin farið í gegn um markvert reynslu tíma- bil í hagsmunalegu tilliti. Vonandi er, að augu þjóðarinnar og stjórnenda hennar opn- ist nægilega til þess að geta séð slíkt og skilið. « Vér höfum lagt stórkostlega mikið fé í söl- urnar, og höfum nú meira fjármagn með höndum en átti sér stað áður en stríðið hófst. Vér höfum sent eitthvað tvær miljónir úr- vals verkamanna vorra til heréefinga stöðva og til Frakklands, dregið þá frá starfandi vinnukrafti lands vors og fyrirsett þeim verk- efni stríðsins, þrátt fyrir slíkt er framleiðsla verkstæða vorra nú eins mikil og nokkru sinni áður. Ðuglegustu mennirnir hafa verið teknir frá landbúnaðinum, uppskera vor nú þó meiri en áður. Vér höfum steypt oss í feikilegan stríðs- kostnað, þrátt fyrir slíkt höfum vér þó ‘uppgötvað’ 20,000,000 ríkisskuldabréfa- kaupendur og margfalt fleira fólk Ieggur nú stund á sparnað og að verja fé sínu arðvæn- lega, en áður átti sér stað. Námur vorar hafa verið rændar verka- mönnum, samt hefir framleiðsla þeirra auk- ist en ekki minkað. Þrátt fyrir það, þó þjóð vor hafi nú farið i í gegn um meiri eldraun en nokkru sinni áð- ur, hefir hún sýnt stórfeldari framtakssemi í [ öllum iðnaði og meiri starfskrafta á öllum I sviðum. Fjártjón vort hefir numið mörgum miljón- um, þó er gróði vor stærri en áður og verka- laun hærri. Sannleikurinn er sá, að stríðið hefir reynst sú svipuól, sem vakið hefir Bandaríkjaþjóð- ina til meðvitundar um eigin afl og mátt. Fengjum vér innleitt í hversdagslíf vort þá starfshyggju, þann áhuga og einingu, er vér sýndum með stríðs-hluttöku vorri—hvað gætum vér þá ekki gert?” Dr. Frank Crane leggur alla áherzlu á hina nú stórum auknu starfskrafta þjóðar sinnar í sambandi við framleiðslu og iðnað landsins. Hann básúnar ekki auðvalds stéttina, finnur sig lítt knúðan að hrósa þeim, sem ekki hafa annað en eintóman auð til brunns að bera. Framleiðsla og iðnaður, og að slíku sé starf- að örugglega og kappsamlega, er í hans aug- um aðal atriðið. En slíkt hvílir algerlega á herðum alþýðunnar; starfskraftar hennar halda bæði framleiðslunni og iðnaðinum uppi. +*—-----—--------------------------------► í Alþjóða bandalagið. Eins og vænta mátti, hefir hin fyrirhugaða stofnun alþjóða-bandalags hlotið greiðan byr á friðarþinginu. Af horfum nú að dæma virðist engum vafa undirorpið, að það verði myndað og grundvöllur þess lagður af þjóð- anna mikilhæfustu leiðtogum og stjómvitr- ingum. Og allir rétthugsandi og friðelskandi einstaklingar munu vona heitt og einlæglega, að stofnun slíks bræðralags þjóða á milli beri þýðingarmikinn og víðtækan árangur — þannig verði jafnvel unt að fyrirbyggja blóð- ug stríð hjá mannkyninu. Enda mun óhætt að fullyrða, að friðarhugsjónir hafi vakað fyrir þeim, sem upphafsmenn eru alþjóða- bandalags hreyfingarinnar. Að komist geti á varanlegur alheims friður, grundvallaður á réttlætis tilfinningu þjóðanna, er aðal-mark- miðið, sem kept er eftir. Slíkar friðar hug- sjónir eru aðal grundvallar hugsjónir alþjóða- bandalagsins og öllum, sem það styðja aðal- örfun til framkvæmda. En þótt slíkt friðar samband þjóðanna verði stofnað, eins og óefað mun eiga sér stað, skyldi enginn samt ætla, að björninn sé þegar unninn. Það er langt frá von til verkn- aðar og alt eftir á meðan framkvæmdirnar eru ekki komnar í Ijós. Eins og nú er ástatt hjá hinum ýmsu þjóðum, sem þátttakendur þessa sambands verða — fyr eða síðar — þá er með öllu óvíst, hvað framtíðin kann að geyma í skauti sínu. Rússland er nú ekki iengur eitt ríki, heldur skift í ótal parta, sem með öllu eru óháðir hver öðrum og að svo komnu Iítil von til þeir verði aftur sameinað- ir. Alt bendir til þess, að Þýzkaland sé að fara sömu leiðina. Reynslan virðist sýna, að í þeim löndum þar sem heimkomnir her- menn taka saman höndum við alþýðuna, séu stjómarbyltingar óumflýjanlegar. En eins og við er að búast, skeður þetta helzt í þeim löndum, þar mest harðstjórn hefir áður ríkt og sannar lýðveldishugsjónir eigi náð að festa rætur. ( Hjá öllum þjóðum gera nú vart við sig meiri og minni sundrungar-öfl, sem aðallega orsakast af óánægju alþýðustéttanna gegn hinu vaxandi magni auðvalds stéttanna, er lögum og lofum vilja ráða um heim allan. Þessi barátta á milli þeirra fátæku og ríku er í alla staði eðlileg og miðar vonandi til góðs. Það er hið drotnunargjarna auðvald, sem er ! “óeðlilegt” og ósamræmanlegt sannri mann- j vits þroskun þjóðanna. Hinn “almáttugi dollar” er eigi annað en manna tilbúningur og eins og nú er komið í heiminum, er engu líkara en auðmennirnir séu að lenda í stök- ustu vandræðum með alt sitt flókna og um- fangsmikla verzlunarbrask. Sízt er því undr- unarvert, þó alþýða flestra landa sé nú vökn- uð til gleggri meðvitundar um ástandið eins og það í raun og veru er og vilji hefjast eitt- hvað til handa í umbóta áttina. Á meðan slík mnbyrðis barátta stendur yfir hjá þjóðunum, er hætt við “aiþjóða- bandalagið” eigi við yfirgnæfandi örðugleika að etja. Aðal-verkefni þess, að afstýra stríð- um og stofna til friðar þjóða á milli, verð- skuldar þó alheims viðurkenningu og krefst öflugs fylgis allra velviljaðra og hugsandi ein- staklinga, hvar á hnettinum sem þeir búa. Og þó svo fari, að þjóðir þessa heims séu enn ekki komnar á það sameiginlegt þroskastig að slíkt allsherjar samband þeirra á milli geti þrifist eða varað lengi, þá hlýtur þessi tilraun í áttina þó að hafa góð og þýðingarmikil á- hrif. Framtíðin vinnur óefað bug á flestum þeim örðugleikum, sem nú eru óyfirstíganleg- ir; þá nær það að rætast, sem lítið er annað en draumur nú, og friðarhugsjónirnar sigra. +—- — — - -----------— ---------------—♦ Islenzkt þjóðerni. MeS stuttri grein 1. maí síðastl. ár, sem birtist í Hkr. 23. s. m., gerSi eg nokkum veg- .inn Ijóst, hvaða skoSun eg hefSi á viShaldi íslenzks þjóSernis, tungu og bókmenta; hefi eg þar litlu viS aS auka. En þar eS ísl. viku- blöSin seinustu sanna þaS, aS nú séu okkar faerustu menn í W.peg teknir aS reifa “þjóSraeknismáliS” meS alvöm og alúS, þá aetla eg aS fá aS auka viS — leggja orS í belg — í þeirri von, aS vinur minn, ritst. Hkr., unni mér þess, aS klrfra upp á hofniS. ÞaS er víst, aS engum Vestur-lslendingi kemur til hugar, aS nú eigi aS byggja múr utan um alt íslenzkt, nei ekkert er fjarstæS- ara en þaS; eg herfi áSur bent á, aS Vestur- Isl. ættu aS kosta kapps um, aS varSveita sem bezt þessa minjagripi feSra vorra, sem "lýsa sem leiftur um nótt”, og ávaxta þenna dýrmæta airf, er þeir þágu og fluttu vest- ur um haf, til þess því betur aS vinna þessu landi og þjóSinni, sem þeir em nú orSnir hluti af, alt þaS gagn, sem þeir megna og þeir em skyldir um sem uppbyggilegir þegn- ar; þetta og ekkert annaS þykist eg viss um, aS • vakir fyrir öllum þjóSræknisvinum, og þetta þarf aS vera hvötin hjá öllum, eldri og yngri, til þess aS rétta hverir öSrum bróSur- hönd til heillar samvinnu í þessu okkar dýr- mæta sérmáli. Vestur-Isl. ætla ekki í þessu efni aS tcika neitt frá öSmm, né misbjóSa þessu landi, lögum þess né samþegnum sínum; nei, þvert á móti ætla þeir í framtíSinni, sem fortíS- inni, aS varSveita sína göfugu þjóSemis- hæfileika og kynífylgjur í þjónustu þessa lands, sem þeir heifa kjöriS sér og afkomend- um sínum; þetta skilst mér meint, meS aS vilja halda viS þjóSar einkennum vomm og íslenzkrFtungu; aS vísu hefi eg séS því hald- iS fram, aS þaS gerSi nú ekki svo miikiS til, þótt máliS týndist, þjóSerniS glataSist ekki, því kynsæld og listfengi héldi því viS; en alt slíkt er yfirlætis glamur, sem er órökstutt; reynsla og saga IiSinna tíma vitna móti því. Eg hefi áSur sagt, og tek þaS fram enn, aS máliS og bókmentirnar eru sá aflgjafi, sem gefur þjóSerninu líf og andardrátt. Eftir því sem mér hefir skilist, mun þaS hafa orSiS einróma álit forgöngumanna máls- ins, aS mesta nauSsyn þess væri aS mynda allsherjar rfélag meSal Vestur-lslendinga, sem hefSi fyrir markmiS aS efla og styrkja þjóSemi sitt og rækta sem bezt hin göfugu manndóms einkenni íslenzkrar þjóSar, og þaS hygg eg, aS ynnrst þaS, myndi þjóS- ræknismálinu verSa bjargaS. En þaS er margt, sem víkja verSur úr vegi fyrir félags- mynduninni, svo sem flokkaskifting, skoS- anamunur og tortryggni í öSrum málum, og sem svo oft hefir orSiS nytsömum og góSum félagsskap aS fótakefli. Nei, ekkert, alls ekkert af þessum samvinnuféndum má eiga griSland innan vébanda allsherjar félagsins. Þar til ber heldur enga nauSsyn, því máliS er svo sérstaks eSlis; þar geta staSiS hliS viS hliS íhaldsmaSurinn, frjálslyndi maSurinn, lúterstrúarmaSurinn, Únítarinn og ný-guS- , fræSingurinn; sannarlega geta þessir allir tekiS höndum saman og unniS meS bróSur- hug aS þjóSræknismálinu. ÞaS er líka aSM- skilyrSiS fyrir því, aS félagsskapurinn komi aS tiIætluSum notum; þessir menn verSa all- ir aS hafa jafna hlutdeild í stofnun félagsins og starfrækslu; beztu menn af ölfum þessum flokkum séu kvaddir til fyrirráSa og fram- kvæmda; enginn einn flókkur hafi neitt vald né umsjón aS einvörSungu. MeS pessum hætti vænti eg þess, aS nálega allir Vestur- Islendingar sinni meS fúsu geSi félags- skapnum, ella mjög vandséS. En hvaS verSur nú þegar hægt aS gera, og hvaSan er helzt aS vænta stuSnings? Eg hefi veriS aS velta því fyrir mér; í þessu máli finst mér, aS Vestur-lslendingar ekki standi allir jafnt aS vígi. — Eftir aldrinum mun þaS fara aS nokkru lejrti; æskulýSur- inn má mikiS hjálpa, ef foreldrar og aSrir, sem annast um börnin, gera sér ant um aS kenna þeim móSurmáliS fram á alþýSuskóla- aldur í sambandi viS sunnudagsskólana, sem aS sjálfsögSu brúka móSurmáliS fyrir skóla- mál. • En miklu mest geta prestar íslenzku safnaSanna komiS til leiSar, ef þeir, — 9em eg tel sjálfsagt — láta sér þaS hughaldiS. Einn af vorum ágætu leiStogum, séra Fr. J. sál. Bergmann, sagSi í bréfi til mín: ”Eg hefi sett mér, aS tala aldrei enskt orS, þegar eg er aS segja börnunum til, reynt aS út- skýra fyrir þeim lærdómana á móSurmálinu og fá þau til aS gefa úrlausnir á því.” — Eg held aS prestarnir, ásamt upp- fræSslunni í andlegum efnum, gætu vakiS, hjá unglingunum ást og virSingu fyrir þjóSerni sínu, fyrir arfinum dýrmæta, og glætt hjá þeim löngun eftir aS öSlast hann. — Unga fólkiS, sem kom- iS er á þroskaárin, sem mest ligg- ur á aS gefi þjóSræknismálinu gaum og taki opnum örmum þeim boSslkap, aS leggja rækt viS þjóSerni sitt og móSurmál; viS ljós skynsemi sinnar þarf þaS aS rannsaka sögu þjóSar sinnar, og láta sannfærast af henni, aS þjóS- ræknismáliS er ekkert hégóma- mál. Fjöldi af þessu unga fóliki, einkum þaS, sem öSlast hefir hér hærri mentun, eru sannir Islend- ingar, sem unna þjóSerni sínu og íslenzkri tungu; þetta unga fólk er líklegt til aS vinna tiltrú jafnaldra sinna; undir afskiftum og starf- semi þess finst mér þjóSræknis- máliS mest eiga framtíS sína. Enn vjl eg minna á þaS, aS vestur-íslenzku blöSin og ritstjór- æ þeirra, geta mikiS unniS aS viS- haldi íslenzkrar tungu og þjóS- emis; þau geta hvatt lesenduma og sýnt þeim nauSsyn málsins meS óhrekjandi rökum, og svo meS því aS viShafa gott mál, sem sam- svari eSli og hljómlfegurS íslenzk- unnar. AlþýSa les þau blöS, engu síSur jmgri kynslóSin en sú eldri. — Enn er þaS, aS mesta nauSsyn er aS veita vestur um haf straumum íslenzkra bókmenta og fylgj ast sem bezt meS öllu bók- mentastarfi heimaþjóSarinnar. — Einhver kann nú aS svara því til, aS ekki geti öll alþýSa komist yfir mikiS af austur-íslenzkum bókum, og er þaS aS vísu rétt. En til þess er því aS svara, aS miklu meiri hlluti Vestur-lslendinga getur átt kost á, aS eiga aS nokkm stór- mikinn skerf bóka heiman af móS- urlandinu og sér þær aS miklum notum, meS bókasöfnum og eink- um meS því aS mynda örflug lestr- arfélög, undir góSu fyrirkomulagi. Nú liggur á aS sinna þeim; þau ættu aS vera í hverri einustu ís- lenzkri sveit, og í þeim ættu aS standa allir þeir, sem aS nokkru geta haft not þeirra, konur sem karlar, og eg þori aS halda því fram, aS þau geta stórmikiS stutt aS viShaldi íslenzkræ tungu og þjóSernis. En stiærsta og örSugasta starfiS er aS tryggja félagsskapinn og samvinnuna í allsherjar félaginu; viS vitum, hve miklu góSur félags- skapur megnar aS koma í verk, og vitum líka, hversu miklu illu sund- urlyndi, öfund og tortrygni valda. ÞaS eru skriSdýrin þau, sem naga ræturnar undan svo mörgum þjóSþrifa sarrnvinnu félagsskap. HeiSruSu Vestur - íslendingar, kæru bræSur og systur! Umfram alt, varSveitiS móSurmáliS ykk- ar, og hlúiS aS því; þessu heims- fræga tungumáli, sem er eins og okkar mesta vestur-íslenzka skáld komst aS orSi: “mjúkt sem gull, og hvelt sem stál”; málinu kjarn- mikla, fagra og ylhýra; málinu því, sem hinir vitru, hálærSu fræSimenn annara þjóSa hylla svo mjög og dást aS. E’f þiS týniS því, glatiS þiS svo óumræSilega miklu af sjálfum ykkur; svo stór- miklu, aS þiS né afkomendur ykkar bíSiS þess aldrei bætur um aldir fram. 25. janúar 1919. Jónas J. Húnford. / --------o-------- Ljúfar raddir. Um þrjátíu ára skeiS hafa ísl. Goodtemplæar í Winnipeg háS fundi sína í viku 'hverri—á miS- vikudögum og föstudögum—viS hörpuslátt móSurmálsins. Og ekkert tækifæri hafa þeir látiS ó- notaS því ljúflingslagi sínu til vegs og viShalds. Þar hafa ungir jafnt sem aldraðir unaS sér viS söng og sögu “stúkunni til heilla” hvertf undarkveld alla þessa tíS; Þessum Póstmeistara Reyndust feær Góðar Dodd’s Kidney Pills læknuSu hans sára bak. M. J. Morrison hafði liðið i þrjátíu og fimm ár, en fékk fljótan eg varanlegan bata. Tarbot Vale, Victoria Co., N.S. 3. febr. (Skeyti).—Þeir sem ekki hafa brúkaS Dodds Kidney Pills og vildu fræSast um ágæti þesrra sem nýrna meSal, geta fengiS á- reiSanlegar upplýsingar hjá Mr. M. J. Morrison, póstmeistaranum héma. “Eg halfSi þjáSst aif sárum bak- verk í þrjátíu og fimm ár, en eftir aS hafa brúkaS fyrstu öskjuna af Dodd’s Kidney Pills, hefi eg ekki fundiS til verkjar,” segir hann. Dodd’s Kidney Pills eru óviS- jafnanlegt meSad viS bakverk, sér- staklega ef hann stafar frá nýr- unum.” ÞaS er vegna þess aS nýrun voru veik, aS póstmeistarinn félkk svo skjótan og varanlegan bata af brúkun Dodd’s Kidney Pills. Þær eru nýrna meSal, verkandi beint á nýrun, og koma því þessu áríS- andi líffæri til aS vinna aitt verk, aS sía úr líkamanum öll óheilnæm efni og sýkjandi gerla úr blóSinu. ÞaS er vegna þeirra góSu verk- ana í aS útrýma orsökum sjúk- dóma, aS þessar pillur hafa rejrnst svo vel viS lækningu á gigt, niSur- fallssýki, hjartabilun, þvagteppu. sykurveiki og riSu. SpyrjiS ná- granna ySar um Dodd’s Kidney Pills. Dodd’s Kidney Pills, 50c. askj- an eSa sex öskjur fyrir $2.50, í öllum lyfjabúSum eSa The Dodds Medicine Co., Limited, Toronto, Ont. þaSan hefir ”Jón Bygg” fengiS- aS heyra sigursöng, er honum var aif stalli hmndiS—og íslenzkur var söngurinn sá. En ekki hafa Goodtemplaramir látiS sitja viS sönginn einan sér til gamans, heldur sýnt í verkinu—meS í»- lenzku-kenslu og öSru—aS lagiS er þeim ljúft. — AS þeir muni því taka öflugan þátt í þjóSemishreyí- ingunni nývöknuSu, þarf ekki aS efa. -- Frá ‘ Heklu” kemur þessá rödd: “Á fundi stúkunnar Heklu 31. jan. síSastl. var eftirfylgjandi yf- irlýsing san^jykt í einu hljóSi: “Stúkan Hekla tjáir sig mseft - mælta þeirri hreyfingu, sem nú á sér staS meS Vestur-lslendingura til viShalds íslenzks þjóSemis, og er fús aS gjöra þaS, sem í hennar valdi stendur til þess aS stySja aS því, aS allsherjar tfélag komist á meSál Islendinga í Vesturheimi í því augnamiSi. ’ ‘Stúkan álítur enn fremur. aS þaS sé skylda allra íslenzkra fé- laga, aS stySja þetta mál, þar sem þeirra eigin tilvera er undir því komin, aS þjóSemiS haldist viS.’" G. Árnason, skrifari. Vel fór á því, aS úr þeim systra- hópi (ísl. G. T. stúk.) talaSi fjnrsrt sú, sem elzt er og öflugust. Frá hinum systmnum—í bæ og bygS —væri ljúft aS lesa líkar raddir. Nú hafa félögin þessi, meS aS- stoS bræSra og systra, er fjrrir sömu hugsjónum halfa barist, Ijrft því Grettistaki aS brjóta Bakkus á bak aftur. En annaS engu minna er þó fyrir hendi, þar »e«i er viShald þjóSemis og timgu — móSurmáls — vesturfluttra Is- lendinga meS niSjum þeirra. AS því er þá aS snua ser, meS sömu elju og sýnd var í fangbrögSunum viS hiS fyrra GrettistcikiS, Enda. er verkiS þegar hafiS, því G. T. stúkumar hér hafa aS nýju bjrrjaS á íslenzku-kenslu fyrir böm. Og þegar þung verSur glíman hin nýja syngja þær aS sjálfsögSu “stúkunni til heilla” þessi orS ve«t- ur-íslenzka skáldsins nýlátna, er hann “Út um vötn og velli” kvaS oss til hvatningar í einu gullfallegu “íslandsminni” sínu: “Sé smátt af vomm arfi eftir, samt ættar-markiS varir enn, því, þegar einhver hindmn heftir, þaS hvetur oss aS vera menn. Vér finnum nafn þitt brent í blóSiS, oss býSur slórhug Egils-ljóSiS (Framhald á 5. blsj

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.