Heimskringla - 09.07.1919, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.07.1919, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. JÚLI 1919 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA Grænland. (Framh. frá 2. bls.) mundi aukaat og eflast, yrði hreinn bjóðlegur vinningur. En þótt svo færi, sem ekki er, að engan innflutn- ing væri hægt að fá, og Ameríku- ferðir hættu, svo innflutningurinn til Grænlands yrði ekki tekinn af útflutningnum til Ameríku, væri þó engin ástæða til að setja sig á móti utflutningi.til Grænlands, fyrst inn- flytjendur geta haldið þar þjóðerni sínu. Það er ekki hægt að færa nein rök á móti því, að það sé æski- legt, að verkamenn og aðrir, sem búa við lítil kjör, fari til Grænlands, þar sem hægra er að komast áfram, og verðí þar íslenzkir efúamenn og sjálfstæðir atvinnurekendur. Á Grænlandi er mikil, léttunnin nátt- úru auðlegð, sem enginn á. Á ís- landi er. margt manna, sem eiga góða hæfileika og starfsdug, en eru eignalausir og geta ekki notið hæfi- leika sinna sér og þjóð sinni til gagns vegna þess, hve lágt þeir standa í mannfélaginu. Að fá þess- um mönnum í hendur eigendalaus auðæfi á Grænlandi, að opna þeim aðgang að þeim, væri hið mesta þjóðþrifaverk. Afleiðingin af út- flutningi til Grænlands yrði því, að mikil íslenzk fáfcækt yrði að ís- lenzkri auðlegð á Grænlandi,. að ís- lenzkt aðgerðaleysi heima, yrði is- lenzk framtakssemi þar. Nokkuð af atvinnurekstrinum, sem verst ber sig á Islandi, flyzt til Grænlands og heldur áfram, að eins við betri skil- yrði og meiri gróða þar. 1 stað þess að nota lökustu náttúruskilyrðin, sem menn annars mundu nota á ís- landi, geyma menn þau handa næstu kynslóð, en taka í þess stað miklu betri náttúrugæði til notkun- ar á Grænlandi, — þau beztu, sem Grænland á. Islenzka þjóðin skerð- ist ekki eða rýrnar á þessu, heldur eflist af því hún fær elnnig meiri og því einnig betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Með eða móti innflutpingi til Grænlands — innflutningur frá Is- landi þangað, verður ef til vill jafn- mikill fyrir því. Eramtíðar mögu- leikar Grænlands eru svo miklir, og við stöndum svo vel aði Vigi, bil að hagnýta okikur þó, hafa ofan af fyr- ir okkur ófram þar, og fólkið leitar þangað sem bezt er að hafa ofan af fyrir sér, hvað sem hver segir. En mtjti eða með er: eigum við fyrst að flytja til Grsðnlands, þegar landið hefir verið numið af annari þjóð og hverfa inn í hana á sama hátt og í Canada, eða eigum við að vera brautryðjendurnir, sem seinni inn- flytjendur verða að liafa sér eftir. og setja þannig íslenzkt mark á hina verðandi grænlenzku íþjóð? Fullyrðingum um, að Grænland sé svo miklu verra land en Canada, að útflutningsstraumurinn til Canada beinist aldrei þangað, er alveg grip- in úr lausu lofti. Hvorki sumarhiti né það, hvort hægt er að rækta korn eða ekki, er nærri því að vera mælikvarði fyrir gæðum landa nú á tímum; það gat verið fyr á tím- um, þegar hver jörð varð að fram- leiða alt til heimilisþarfa. En eins og kunnugt er, iframleiðir hver bóndi nú að eins það, sem hann get- ur framleitt tiltölulega Ódýrast, og selur það á markaðinum, en kaupir í staðinn allar aðrar nauðsynjar. Hve mikið bóndinn fær fyrir erfiði sitt, er því undir því komið, hve mikið af peningum hann fær fyrir framleiðslu sína, og t]jTe dýrar þær nauðsynjar eru, sem hann kaupir fyrir þær. Þegar Grænland og Can- ada er jafnað' saman sem landnáms- löndum, verður að reikna til pcn- inga alla framleiðslu bón ’a í hvoru- tveggja landinu, og síðan að bera saman það, sem hægt er að kaupa fyrir þessar upphæðir á hvorjurn stað. I þessum samjöfnuði er óþarfi að kvíða því, að Grænland standi höiluin fæti. 1 Canada fá landnáms- menn lítinn jarðarblett, sem þeir verða að brjóta og rækta með ærn- um kostnaði úti í óbygðum. Þeir fá engin hlunnindi, og að vetrinum hafa þeir ekkert að starfa. Langur járnbrautarflutningur tekur drjúg- an skerf af markaðsverði fram- leiðslunnar. Uppskeran liregst stundum, og ætíð verða Canadavör- urnar að keppa > við framleiðslu ianda, sem liggja betur við markað- inum. Á Grænlandi fá Iandnáms- menn svo að segja ófakmarkað landrými, góð beitilönd, svo stórar hjarðir geta gongið úti nálcga alt árið, engjar, sem vaxa sjálfsánar, á- burðarvatn í jökuiánum, túnin gömlu rudd og í rækt. Auk þess fá þeir mikil hlunnindi: Uppgripa lax- veiði, loðnutekju, selveiði pg heilag- fiskisveiði alt árið og síðar tekjur af veiðidýruih, Lega landsins er hin áikjósanlegasta, og framleiðslan hef- ir enga samkepni á markaðinum; og hér hafa verið gerð ráð fyrir vJndun varanna, svo iþær komist i allrahæsta verð. Þegar Canada- bóndinn og Grænlandsbóndinn BÆNHEYRÐUR. Eftir Axel Thorstemson. Skáldgyðja heilög og há, hönd þinni strjúktu um enni mitt þreytt. Lát mig í anda sóleyna sjá, syng mig til landsins, er ann eg svo heitt. Skáldgyðja heilög og há, heyrirðu slögin í elskandi hjarta? Hvern blóðdropa ættland mitt á, eldstorðin hrjóstrug með jöklana bjarta. Bænheyrður loksins eg lít landið mitt bjarta og sólgeislum kyst. Grætur mót sólinni kinnin á jöklinum hvít, kallar mig grátandi ættjörðin síðast og fyrst. Bænheyrður finn eg þann frið, sem fegursta landið und sólunni eitt getur veitt. Legg eg þar blóðheitar varirnar við visnaðar rósir, sem straumarnir burt hafa þeytt. Skáldgyðja, heilög og há, hjartkæra þökk, að eg aftur fékk jöklana að líta. Skáldgyðja! Þar er mín þrá, sem þjótandi vindur, er geysar um mjöllina hvíta. 27. júní 1919 í New York City standa með peningana í höndunum, ar annars staðar? Meðan landbún- verður.. Canadamaðurinn að kaupa dýrt, vegna erfiðra aðflutninga, og sérstaklega vegna hárra tolla, sem hækka aðfluttar vörur og iðnaðar- framleiðslu i skjóli tolianna mjög í verði, en á Grænlandi er ekki um slíkt að ræða. Fullyrðingum um, að landnámsmenn í Canada fái betri kjör en þeir, sem nema land á Græn- landi, verður því að visa þangað, sein órökstuddum staðhæfingum er vfsað. Það er ekki nema trúlegt, að Yestur-íslendingar vildu heldur flytja til Grænlands, eftir að Hud- sonsflóabrautinni hefir verið lokið. heidur en að nema alveg óbygðir í Canada, sem miklu minni framtíð er í. En vildu Yestur-lslendingar flytja til Grænlands, væri þá ekki tilvinnandi, að brjóta ísinn og stofna þar litla nýlendu? En aðrir segja: Við höfum nóg land, hvað eigum við að gjöra með nýlendur? Þessir menn vilja bútá sundur jarðirnar í sveitunum og gera kot. En meginið af kotagerð- armönnunum, iþó að séu lofsverðir, hugsa ef til vill ekki til þess, að skiíyrðin fyrir kotagerð er ekki að eins mikið og ódýrt landrými, held- ur einnig hvaða möguleikar eru fyr- ir sterkari ræktun. En þetta síð- asta er aftur háð því, hve hátt verð 'fæst fyrir framleiðsluna á inarkað- inum, og í öðru lagi á iðnfræðilegri fullkomnun landbúnaðarins. Bæði þessi síðustu skilyrði eru hrakleg hér á landi. En í öllum löndum hef- ir kotagerð komið fram sem eðlileg afleiðing af iðnfræðislegri byltingu í landbúnaðinum og verðhækkun á markaðinuni; og því hafa kotbýlin getað staðist samkepni, enda þótt kotungar hafi fengið minni peninga fyrir vinnu sína en verkamenn. Kotin á íslandi yrðu sennilega gerð á þann hátt, að stór holtspilda yrði lögð til kotsins. Af engjum mundi erfitt að fáínokkuð, því ef þær væru sæmilegar, eru þær arðbezta landið á bænum, og að láta af þeim mundi rýra framleiðslumagn jarðarinnar. Kotungur yrði að leigja sér engjar og halda fénað, tii að fá áburð, eða hann yrði að kaupa áburð tii rækt- unar. Ræktun 10—.12 dagsláttna túni, bæjarhús og fjós mundi lík- lega kosta 3 til 4(þiis. krónur eða á- líka mikið og meðaljörð með túni, engjum, húsum, beitarlandi og ef til vijl lftiisháttar hlunnindum. En enginn maður mundi fremur kjósa kot en slíka jörð, og þar með er ný- býlagerðin dæmd í bráð. En næsta spurningin er: Getur fjölskylda lif- að á svona koti, ef hún fengi 10 au. fyrir mjólkurpottinn, eihs og t. d. mjólkurbú í Ðanfnörku geta gefið? — 1 grend við kauptúnln, þar sem mjólkurverðlð var upi 20 au. á pott- .(nn. var nyfækt þar á tpóti gerð með góðúm árafigri, og kotiífn 'mætti' þannig koma upp í grend við kaup- tún eða með fram járnbrautum frá þeim inn í sveitirnar. En hver mundi vilja leggja fé til nýbýlagerð- aðurinn er eins ótryggur og hann er — þegar eitthvað harðnar í ári, fell- ur féð eða missist aí því gagnið, og heyin hrekjast annað eða þriðja hvert ár — geta bankarnir ekki lán- að landbúnaðinum til muna. En ofan á þessi vandkvæði bætist það, að sjávarútvegurinn keppir við land- búnaðinn og skamtar honum vinnu- kaup. Sjávarútgerðin reynist ekki að eins arðmeiri en landbúnaður- inn, heldur einnig miklu tryggari, síðan menn hafa fengið nokkru sæmilegri útbúnað en pienn höfðu áður. Sjávarútgerðin hefir því gott lánstraust. Auðsöfnunin er mest í sjóþorpunum, og það, sem lands- menn spara saman, er mestmegnis lagt í sjávarútveg. Og það streymir ekki að eins fólk, heldur einnig at- orka og framtakssemi úr sveitunum að sjónum. En þegar sveitajarðirn- ar þola ekki betur samkepnina en raun er á, hvernig mun (þá fara unp kotin? Hefði kotagerðin svarað ná- munda því eins kostnaði og sjávar- útvegur, hefðu þegar verið gerð mörg kot, en það hefir ekkert kot verið reist, og smáljarðirnar eru jafnvel lagðar niður, en floti lands- ins vex dagvöxtum. Sjávarútgerð og siglingar eru að verða stærsti at- vinnuvegur landsins og jafnframt því iná búast við, að þjóðin geri ölfugri kröfur til þings og stjórnar, um að efla þennan atvinnuveg, 'láta rannsaka fiskimið og fiski- göngur, gera námsskeið og sérskóla fyrir sjómenn, styrkja menn til að fá stærri skip og betri útbúnað, láta gera fleiri vita, hafnir, siglinga- merki — og björgunarstöðvar. Koma upp tryggingum og fyrst og fremst, að landstjórnin taki að sér eftirlit með útgerðipni og setji upp varúðarreglur, til að vernda líf ungra Islendinga, sem liggja i vík- ing úti á öldum hafsins. Og enn koma bókstafsmennirnir og þvertaka fyrirt að nokkur maður fari til Grænlands af því það sé danskt land og flutningar þangað, fólksfjölgnu og fjárafli á Grænlandi, verði Dönum en ekki íslendingum að gagni, því landið geti ekki orðið íslenzk nýlenda. Þa* er satt, að landnám á Grænlandi yrði ríkis- heildinni og þar með einnig Dönum til hins mesta gagns. En skyldu ís- lendingar ekki mega gera sér neitt til gagns, ef það yrði Dönum að gagni lika? Eða skyldi okkur ekki bera að rækja neinar skyldur við ríkið ? Grænland er ríkisland, alveg eins og t. d. Damnörk og ísiand, og og alt ríkisasmband er óhugsanlegt, ef Danir eiga að vera yfirþjóð í rík- inu, en við hinir borgarar af lakara tægi, sem Danir gefa ákveðinn dval- arstað, sem við megum ekki fara út fyrir og höfum að léni af þeim. Af þvf Grænland er • í ríkisheildinni, getur það ásamt Dönum haft sam- eiginlega við okkur öll þau mál, sem æskilegt er, að lönd hafi f sam- einingu, en það eru öll þau mál, sem mikilli þjóð er hægra að fara með en lítilli. Danir hafa nú þegar gef- ið Grænlandi einskonar sjálfstjórn. Af mörgum ástæðum stendur Is- lendingum það nær, en hinum Norð- urlandaþjóðunum, að sjá um, að Græniand verði aftur norrænt land. Hafið, sem skilur löndin á landa- bréfinu, gerir þau miklu nálægari hvor: öðru í viðskiftalífinu en mílna talan sýnir. Innan skamms, þegar ( Imperial Bank of Canada STOFNSETTTTR 1875. — AÐALSKRITST.: TORONTO, ONT. Höfuðstóll uppborgaöur: 87,000,000. Varasjóöur: 57,500,000 Allar eignir......$108,000,000 vikulegar gufuskipaferðir eru komn- r.r á milli Eiríksfjarðar og Reykja- víkur, tekur sjóleiðin þar á milli ekki lengri tíma en iandleiðin norð- ur í Húnaþing. Bygðinni á Græn- landi verður þá að vissu leyti líkt háttað og á Vestfjörðum, þar sem samgöngur við aðra hluta landsins eru mestar á sjó: og þótt sjóleiðin til Grænlands sé lengri en til Yest- fjarða, er hvorttveggja leiðin svo stutt, að ferming og afferming skip- anna verður sfór liður í flutnings- kostnaðinum, og nokkurra tíma lengri eða skemmri leið skiftir minnu. Nýleiidan á Grænlandi yrði af ýmsum ástæðum að fá sjálfstjórn og sérstöðu i ríkinu sem sjálfstætt land. — Ef Vestfirðir hefðu verið eyddir og væru í eyðí, mundum við byggja þá. þótt einhverjar kringum- stæður gerðu það æskilegt, að þeir fengju sértsakt þing. En þrátt fyrir allar hugsanlegar mótbárur, er endurreisn nýlend- unnar á Grænlandi fyrir íslenzka forgöngu, mál, sem hefir líkur til að ná fram að ganga. 1 sveitunum er margt uppvaxinna’manna, sem enn hafa ekki horfið að sjónum, en bíða eftir því að jörð losni og þeir geti farið að búa. Og losni jörð, eru margir um boðið, og sá einn fær, sem bezt býður. Það er þó vafa- samt, að reikna með þvf, að þessir menn fari til Grænlands. Þeir lifa í vonum siinum, sem ekki geta þó ræzt nema fyrir fáum og fyrst ein- hverntíma seint og síðar. En í kauptúnunum eru menn — margt manna — sem hafa yfirgefið jarðir í sveit, en sjá eftir þvf vegna þess að þeir geta ekki felt sig við kaup- staðariífið. Þeir eru reyndir í lífinu og sj^, hve ómögulegt er að fá jörð og hverjir erfiðleikar eru á að byrja búskap með lítil efni. Þessir menn sjá, hvers virði það er, að fé gefins gömlu höfðingjasetrin á Grænlandi. Þar er hægra að byrja búskap með litlum efnum en á Islandi, því í fjörðum, ám og vötnum, skamt frá bænum, er uppgripaveiði, sem selja má fyrir hátt verð og lifa ríkulega á, meðan bústofninn er að vaxa. Auðvitað væri sjálfsagt að kosta all- an flutning til Grænlands, að land- pámsmenn fengju styrk til að byggja upp á jörðunum, að þeir fengju iðbót við það, sem þeir gætu lagt sér til af veiðarfærum, búshlutum fg bústofni, svo þetta jTði sæmilegt. Slíkt væri sann- gjarn stuðningur fyrir þann greiða, sem hinir fyrstu landnámsmenn mundu gera síðari innflytjendum. Það er næsta ótrúlegt, að ekki vildi margur fara til Grænlands, eða hví skyldu menn, sem ekki sjá fram á annað en árangurslaust erfiði ftrir sig, og enga framtíð fyrir börn sín, en hafa þó dug til að bera, og hví skyldi sá hluti þeirra, sem gerast verkamenn, en hafa fulla framtaks- semi, ekki heldur vilja gerast stór- bændur á Grænlandi, ógleymanlegir landnémsmenn og ættfeður nýrrar þjóðar, og t/yggja niðjum sínum þar æðstu mentir völd og forráð, en að steypa sér og sinni ætt niður í múgahafið, sem er að vaxa í ís- lenzku btéjunum. Þ^jóð sinni reynd- ust þeir betri synir með því að fara til Grænland?. Frá verzlunarstétt og sjávarút- vegsmönnum hins nýja Islands má og vænfca þessu máli stuðnings. Sjávarútvegurinn ræður y.fir fjölda af hreyfibátum, sem eru orðnir of litlir til að standast samkepni í fiskiveiðum við ísland. Eftir ófrið- inn, þegar geysilegur vaxtarkippur kemur í hinn íslenzka flota, og fleiri erlend skip flykkjast inn á mið landsins, en nokknv sinni fyr, verðai enn fleiri bátar ófærir. En þessri- bátar eru eins og þeir væru upprunaiega gerðir til heilagfiski- veiða inni á grænlenzku fjörðunum og þar mundu þeir verða hinn full- komnasti útbúnaður, sem iiægt er að hugsa sér. Og við Grænland þarf ekki að kvfða þurð á hoilagfiskinu líkt og þorskinum, sem véiddur er á hrygningarsvæði sínu við ísland. Fyrir ófriðinn jióttust sjómenn merkja mikla og greinilega minkun á þorskinum. Við Grænland ér fiski alt árið, og miklar og góðar gæftir. En við ísland er lítið um fisk. frá því á haustin og þangað til á út- mánuðum —»á sumum stöðum alt fram á vor. Skipin standa þá uppi í naustum og fólkið er vinnulaust, einmitt þegar fiski er hvað bezt við Grænland. Þangað á þá að halda skipunum og nota fiskigengdina og sfaðviðrin þar, þegar umhleyping- arnir eru hvað rnestir á Islandi, og 152 atlha f DomlnloB of Canada. Sparisj5»adelld t hverjr (Ulbfli. og nl byrjn Sparlajððareiknlnir með þvt að ieggja Inn tl.00 eða 'nelra. Vextlr ern borsaðlr af penlnfcum yðar frfl InnleiiBa-dearl. öakað eftlr vMlhklft- um yðar. Áuægjuleg vlðaklftl UBBlana og Abyrsraf. Útibú Bankans að GimK og Riverton, Manitoba. LAND TIL SÖLU Fimm hundruÚ (500) ekrur af landi, 4 mílur vestur af Árborg, fást keyptar með rýmilegum skilmálum. Land- ið er alt inngirt með vír. Iveruhús og gripahús eru á land- inu; 40 ekrur plægðar. Land þetta er mjög vel fallið til griparæktar — eða “mixed farming”. Það liggur að Islendingafljóti. Skólahús er á álandinu og pósthús kvart- mílu frá. Söluverði er $15.00 ekran. Afsláttur gefinn afturkomnum hermönnum. Skrifið eða finnið L. J. HALLGRIMSSON, Phone: Sher. 3949 548 Agnes Street. Winnipeg, Man. BORÐVIÐUR MOULDINGS. Við höfum fullkomnar birgðir af öllum tegundum VerSskrá verður «end hverjum þeim er þeaa óskar THE EMP/RE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 aflaleysið. Líklega mundi heilag- fiskisútgerð á Grænlandi bera sig betur en nokkur útgerð önnur. Með þvf að gera síldarverksmiðjur á Grænlandi og byrja síldarútgerðina með loðnuveiði iþar, gæti þessi veiði byrjað 3 mánuðum fyr en ella. Með því að reka fiski á Grænlandi, má bæta úr vinnuleysinu að vetrinum. ^tð sjá svo um að íslendingar fengju að nota sér auðsuppsprettur Græn- lands væri miklu þarfara og göf- ugra starf fyrir þjóð og þing, en réttarstöðulegar stafabreytingar í stjórnarskránni. — Hví segja menn, að við höfum ekki fólk til að nema land á Grænlandi, þegar fólkið situr auðum höndum og atvinnulaust meira en hálft árið í sjóþorpunum og skipin eru dregin á land, en á Grænlandi er nóg að starfa? Vel væri, ef tillaga mín yrði'meitill, sem klyfi bergið fyrir ykkur, sem lifið við starfshljóð og, í glaumi vinn- unnar. Einhvern vorfagran morgun, suin- arið 1986, verður klukkum hringt í öllum íslenzkum kirkjum vestan hafs og austan. Það er upphaf að allsherjar þjóðhátíð í minningu þúsund ára landnáms og byggingar Grænlands, einustu nýlendunnar, sem ísland hefir átt. Þar verður fagurlega minst Eiríks og manna hans, sem fóru að nema ný lönd, breiða út íslenzkt mál og menningu til fjarlægra stranda, að leggja nýj- ar auðsuppsprettur náttúrunnar undir yfirráð hins norræna kyns, sem stigu fyrsta sporið í þá átt að gera okkur að þeirri giftuþjóð, sem breiðir sig yfir ónumin lönd, eykst þar og margfaldast og verður stór og sterk. Það rignir að samhygðar- skeytum úr öllum áttum. En hvað er þá títt uin Grænland? Verður þá “ó guð vors lands” sungið í grænlenzku dómkirkjunni eða verð- ur það skrælingjamiál? Verða það bjartlokkuð og fögur börn, er leika þar f birkilundunumi og þykir vænt um stóru steinana í bæjarrústunum gömlu, sem enginn mannlegur mátt- ur getur lengur hreyft, eða verða það jóð hins svarta kyns, sem þykj- ast *góð af feðrum sínum, þegar rauk úr þessum rústum? Á þeim degi verður Grænland á hvers mr.nns vörum, nefnd með sársauka eða gleðikend. .. þeim degi verður oo- lies«i ritsmlð tekin fram, og óborin kynslóð dæmir þá, sem hana hafa dæmt. (Niðurl. næst.) -------o--------- JULY$ COSTOURING — 1919 — Buy W-55 Wherc You SeeThis Si^n . JAN.$ 4.00 FEB.$ 4.01 MAR.$4.02 APR.S4.03 MAY $ 4,04 JUNE$4.05 AUG. DEC Athugið AC öIZE OF- w-s VeitiS því athygU, hvemig kaup- verð og peningavecið þessara sparimerkja hækkar á mánuSi hverjum, þangatS til fyrsta dag janúar 1924, aS Canada stjómin greiSir $5 fyrir hvern—W.-S.S.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.