Heimskringla - 13.08.1919, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.08.1919, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 13. ÁGÚST 191$. 3. BLAÐSIÐA Hringhendu samkepnin. (Framh. frá 2. bls.) 2. Vordags yfir bjartri brún blíð hvar lifa minni sælu-hrifin svffur hún í sólar-bifreiðinni. 3. Iða’ af fjöri augun snör, yndis-kjörin prísa, gáfu-snör, af gæðum ör, glefiiförum lýsa. 4. öllu, vítt um lög og láð, lífið nýtt hún færir; alt er frítt og frjólst í bráð; foldu blítt hún nærir. 5. Heilsar fjallið himins mey hýst í mjallar-feldi. Dverga-hallir dylja ei dans, er hallar kveldi. 6. Áin, fegin sumri’ og sól, söng og rnegin hlýtur af sér fleygir klaka-kjól kát er veginn lrýtur. 7. Falla Ægis faðminn í finst ei bagi henni. ferðalagi flýtir ]>ví, för ]>ó haginn grenni. 8. Hýrnar, yngist ait á jörð ekkert þvingar sóminn; fjörúgt syngur fugla-hjörð fögur kringum blómin. Ú. Nett sig skrýðir náttúran í nægta’ og prýði skrúða; al-lífs blíða unnustan enn er fa-jðust brúða- 10. Sóley, fjóla og fífillinn faðma sólar-sporin; heims- öll -ból óg himininn halda jól á — vorin. 11. Nú er kátt í lofti’ og lund, Iffið máttar-þrungið; leikið dátt um græna grund, galað hátt og sungið. Gamanvísur. 1. Guöadætur, glaðlyndar, grát í kæti breyta, fögru, mætu meyjarnar meinabætur veita. 2. Allur blossar andinn — hvar ástin hossar meyju! — Æðstu hnossin eilífðar eru kossar — Freyju! Auðvald og ánauð. 1. Ó, þér menn. með auð og völd, alt þér spennið klónum, og frelsið grennið öld frá öld, og ódygð kennið flónum. 2. Fyrir iþetta friður er fenginn rétt að nafni. — Gálga-hettur geymið þér í gömlu pretta-safni. 3. Vaða’ um hauður vágestir, vitja snauðra lýða; hungurs-dauði’ og drepsóttir, dilkar auðvalds-stríða. 4. Verkföll stsfa ávalt af auðvalds-klafa sórum, því menn kafa þrældóms-haf, þrauta vafið bórum. 5. En þau telur auðvaldið uppreist, xélar, pretti! í>að ýtum selur engin grið, en af þeim stelur rétti- 6. Yfirvöldin þjóna því, þess má fjöldinn gjalda, sem að köldum kjörum í kannar gjöldin alda. 7. Þeir sem bralla fólk að flá flagga allar stundir. Flesta galla fela má falsi og skjalli undir. 8. Verkalýðsins vondum hag verður tíð að breyta; ella líður að þeim dag að alheims-stríð má ]>reyta. 9. Synd og blóði ötuð er allra þjóða “menning”. — Enn ei góðan ávöxt ber aldin bróður-kenning. , 10. Mammon kennir mönnnm enn: manndráp, brennur, hungur! j— Hvar er menning mæt, er senn myrkra spcnni klungur? 11. Eg sé í gnda: frelsi’ og frið faðma land og sæinn, og alt stranda Loka-lið og leidd til— fjandans hræin! Sorg þó slái’ og svelli brá. sízt um tjáir kvarta. Staka. Iþví bót ei má við beisku fá böli, er þjáir hjarta. J. Ásgejr J. Líndal, Vietoria, B. C. XXÍII- Til Fjallkonunnar. Enn, sem forðum, þér er þín þögul skorðuð æfi, ísuin-borðuð eyjan mín út’ í nórður-sævi. Staka. Alls kyns mæða mér er send, mótgangs þræði öldu, í iífs-næðing einn eg stend á bersvæði köldu. Jón Youkonfari, Blaine, Wash... xxrv. Morgunvísur. 1. Myrkra deyðast öflin öll árla heiður, fagur, út á breiðan blómsturvöll bjartur skniðar dagur. 2. Uppheims blossar unaðs ljós árdags hnossið blíða. Geisla-fossar rjóðri rós réMa kossa þíða. HEIMSKRINCLA Heyrist róleg reyna hljóð rödd um skógar göngin, vantar lóu að eins óð ástar þróa sönginn. :• Útsýn fágar fögur mörk, frelsi trjáa lifir; krónu hóa breiðir björk blómin smáu yfir. . Alt er kátt því erjur strfðs er’ að sóttum runnar; andar dráttinn léttir lýðs, lifs og náttúrunnar. S. J. Magnússon, Piney, Man. XXV. Staka. Eftir skóla-aldur minn eg vil róla’ um síðir, hvar nætursól og svanurinn sumar-kjóli prýðir. G. J. Goodmundson Winnipeg. XXVI. Hringhenda. Sólar hárið fléttast frá fögrum báru-laugum, fjóla smóra hýrum hjá hlær með tár í augum. L. F. Kristjánsson, Westfold, Man- XXVII. Vor um strindi vekja fer von að myndist bragur. Nú í lyndi leikur inér ljúfur yndis-dagur. Vetrar gjólu veikjast hljóð um veðra-þólið stranga, en vordags-sólu geisla glóð glansar á fjólu vanga. Vermir stundum vorsins blíð vefur mund um hauður viðjum bundin velur stríð, Vetur blundar dauður. Þannig líða æfi-iár eins og stríður vetur eftir hríðar feikn og fár fagnað blíðu getur. Á þá bólar engri neyð efa’ eg skjólið varla, þegar mér rólar gæfa greið til gylfa sólar-halla. Ingólfur Árnason, Glenboro, Man. XXVIII. Vorvisa. Sólar undán mjúkri mund múripn hrundi ísa. Eftir stundar bana blund blóm úr grundu risa- S. E. Einarsson, < Árborg, Man. XXIX. Minning bezta okkar er íslenzkt flest að geymi, er drengska]) mesta drýgjum hér og dáð í Vesturheimi. Andrés Gíslason, Vogar, Man. XXX. Steikt í blóði branda völd böls á glóðum liggja. Þá skal Fróða-friðar-öld Frelsi þjóða tryggja. Walter Paulson, Foam Lake, Sask. XXXI. Vetrarkoma. Stormar aka’ um ár og völl ækjum jaka’ og mjalla. Hátt, sem staka hlymji snjöll, hringir klaka-bjalla. G. J. Guttormsson, Lcel- River, Man. Þjóðrækni. Erindi flutt fslendingadaginn í Winnipeg, 5. ágúst 1919. Herra forseti, háttvirtu tilheyrendur. „ Erindi þetta, er mér hefir veriS úthlutað að flytja, er einskonar viðauki við skemtiskrá hátíðar- haldsins að þessu sinni. Sýnir það sig bezt á því, að því fylgir eng- inn sálmur. Það er minni, ó- sungið og kvæðislaust. Orsökin til þess að þessari ræðu er nú bætt við er sú, að forstöðu- nefnd hins nýmyndaða “Þjóð- ræknisfélags” sendi þá áskorun til allra forstöðunefnda, er standa fyrir þjóðminningar hátíðarhaldi á þessu sumri, víðsvegar um bygð- ir vorar hér í álfu, að þær léti flytja ræðu um þjóðrækni þjóð- minningardaginn, til þess að vekja athygli almennings á þessu nauð- synjamáli. Með þessu var þó eigi það álit í ljós látið af nefndinni, að hinar ræðurnar, er jafnan og að sjálfsögðu eru fluttar, vawu þessu sérstaka málefni óviðkom- andi, því hvorki eru þær það né geta verið. Hver Islendingadag- ur er að réttum skilnú*gi þjóð- minningardagur, — dagurinn er ryfjar upp minningarnar um ætt- land vort, þjóð og sögu, safnar þeim saman og hvetur oss til að varðveita þær, og segja og gera söguna lengri. En hinsvegar er það satt, að vegna þess hvað minni þessi eru orðin að föstum og rótgrónum vana, er þeim síður eftirtekt veitt, hve góð sem eru, en áður var. Þau eru, — og þér fyr- irgefið saklaust gaman, — eigi lengur sú frjófgandi dögg, er fell- ur á vitsmunagæru þjóðarinnar, sem hergöngu tóku til sigurs og frama, heldur miklu fremur hús- leki, er vort háttprúða, skrautbúna fólk íærir sig undan. til þess að vakna ekki um höfuðió. Efni þessa erindis er þá það, að minna á eitt orð, er orðið hefir fyrir alveg einstöku mótlæti nú á síðari tíð, með því að úr því hef- ir verið gerður umskiftingur. — En svo voru þau börn nefnd í þjóðtrú Islands, er töpuðu sínu sanna eðli, svo að engir vissu or- sök til, og var því þá kent um, að um barnið hefði verið skift og í þess stað látin gamall og útlifaður álfur, er huldufólkið kýtti saman og brá yfir gervi burtu numda barnsins, til þess að komast hjá gamalmenna framfærslu. Hvað hæft er í þeirri trú, skal ósagt, en þó eru margir er standa á því fast, að umskiftingar séu til og þeir hafi sjálfir séð þá og komist í kynni við þá. En þetta orð, sem vér vild- um minna yður á, er orðið “þjóð- rækni”. Það er eitt af hinum yngri börnum íslenzkunnar og finst ekki í fornu máli að sögn Guðbrandar okkar Vigfússonar. Það felur og í sér eitt af hinum yngri hugtökum vorum — hugtak er kvaddi til alveg sérstakra fram- kvæmda, —- þegar íslenzku þjóð- inni lá mest á--sem gæfi það öll- um góðum ásetning djörfung og dug, — á fyrra hluta hinnar 1$. aldar. Or^Sið er leitt af stofnin- j um “þjóð”, en það sk.ilja allir, og sögninni “að rækja ”.En að rækja eitthvað, í fornu máli, var sama og legjga stund á það og vera minnugur á það. Orðið þýðir þá eiginlega að leggja stund á það er þjóðinni má vera til hagsældar og vera minnugur á það er verða má henni til sæmdar. Það er göfugt orð; það er norræn konungsdótt- ir, og þess vert að leysa það úr álfa höndum en vísa umskiftingn- um til baka á eigin hrepp. Orðið er myndað yfir hugtak, eða hugsjón, eða “verkavitran", eins og höfuðskáld vort kemst að orði, og felur í sér lífstilgang full- kominn, syo að þar þarf engu við að bæta. Að lýsa þeim tilgangi tekur of langt mál, en benda má á dæmi, er skýra þann tilgang, og er þá helzt til að greina æfisögur vorra nýtustu og beztu manna. Þó er æfi eins sérstaks manns öðrum fremur svo, að engin skýrir lífstil- ganginn er felst í orðinu þjóð- rækni” eins vel. En það er æfi- saga Jóns Sigurðssonar. Hann var ekki eingöngu minnugur á það, sem þjóðinni horfði til hagsbóta, heldur jafnan og ávalt á það er verða mátti henni til sem mestrar sæmdar. Hann lagði stund á að efla hagsmuni hennar út á við og inn á við. Hann vann að því að vekja hjá henni þekkingu á sjálfri sér og sögu sinni og æ fi. — Nauð- synlegasta mentunarskilyrðið til þess að verða tekinn í mannatölu. Hann vann að því að afla henni sjálfstæðis svo hún fengi ráðið sér sjálf og verið sinn eigin gæfu- smiður. Hann vann að því að útvega henni frjálsa verzlun, sem var hið sama og fá henni myndug- leika til að fara með eigið fé. En samfara þessu leitaði hann sóma hennar í öllu, og fyrst og fremst með því sjálfur að sýna með eig- in framkomu og lífi, að hann vissi hvað sæmd var. Hann var tals- maður hennar, erindreki, út á meðal erlendra þjóða, sonur henn- ar; af honum hlaut henni að vaxa eður þvema virðing, af honum hlaut hún að verða dæmd. Það er á orðið, í þeirri merk- ingu, einá og Jón Sigurðsson út- vildum benda, og svo hitt að það hvert öðru, vegna þess að það er manna, Svía, Dana, Engla og Saxa er ómaklegt að láta þá hugsjón, undirstaða updir vorri sameigin- og íslendinga. sem það relur í sér, giatast og legu heill. Við það vex kraftur (Jm fjársjóðu þessa, sem tunga gleymast, þótt vér séum hingað vor og geta. Á sundrung vex Vor geymir og varðveitir, farast flutt, heldur að það sé miklu ekkert nema lítilmenska og rógur. einum hinum merkasta manni á fremur sjálfsagt að vernda hana, | En við það að mynda fastari heild Norðurlöndum svo orð: helga sér hana og lifa henni, eftir þróast sú tilfinning, er kemur því því sem hver hefir máttinn til. j til leiðar að hver finnur til með Petta er í fyrsta lagi stóra og | öðrum, og er þá það bræðrafélag mikla skyldan gagnvart sjálfum 1 myndað, er byggir á þjóðernisleg- j---------------- “Viljir þú Islendingur að marki fá á*st á oss; í öðru lagi, skyldan gagnvart afkomendum vorum, og í þriðja lagi skyldan gagnvart kjörlandi voru og því þjóðfélagi, sem vér skipum. um skyldleika, sameiginlegri sögu og tungu og írændsemi. Þjóð- rækni vor hlýtur að ganga út á það, ef vér reynumst hugtakinu trú, að vernda og gæta vel sæmd- landi þínu, þá blaðaðu í æfi þess og kyntu þér alt það, sem þar er skrifað af mentun og athöfnum feðra þinna. Takirðq í burtu það, sem þeir hafa skrásett, munu þér ei að eins æði daufleg Norður- lönd, heldur muntu í sögu mann- kynsins finna álíkt skarð og Auðvitað blandast engum hug-j ar vorrar. En er vér höfum mynd- stjörnufræðingurinn, ef hann vant- ur um það, að vér hér í þessari ( sterka sameiginlega heild, varð- j ag( Leiðarstjörnuna.” ' veitir enginn eigin sæmd fyllilega > þag er um þessa tungu ag ræSa_ nema hann gæt. sæmdar heildar-; ag viShalda þekkingunni á henni mnar um leið. Og þá ætti það; og veita eftir megni ögrum þ. að verða hugfast að engmn getur hekkingUi sem oss verða sam- orðið stór, sæmdum hlaðinn, á kostnað meðbræðranna. álfu getum eigi langt stund á þjóð- rækni í sömu mynd og Jón Sig- urðsson. I fyrsta lagi erum vér ekki menn til þess, í öðru lagi hag- ar öðruvísi til hér á meðal vor en á stóð fyrir honum, og í þriðja lagi eru viðfangsefnin önnur en þá voru. En hugsjónin er hin sama og við hana ber að leggja rækt. Að leggja stund á alt það, er verða má þjóð vorri til framfara, vera minn- ugir á alt er verða má henni til sæmdar; þessi viðfangsefni eru«e- varandi, og endalaust verkefni öll- um, svo eigi þurfa þeir að vinna upp aftur það, sem aðrir hafa gprt, hafi verkið verið vel unnið, er stund vilja leggja á þjóðrækni. Hvorttveggja þetta má gera hvar sem búið er, og getur það engum orðið til meins á einn eða neinn hátt. < Til dæmis hér í þessu landi: Vér erum orðin óaðskiljanlegur hluti þessa þjóðfélags. Hvernig í ósköpunum gæti það orðið þessu þjóðfélagi til meins þótt vér legð- um stund á alt það er verða mætti fólki voru hér til framfara, og vær- um minnugir á alt það er verða mætti því til sæmdar? Yrði ekki þjóðfélagið auðugra fyrir það? Eigi sízt ef vér værum vel minn- ugir á hið síðara. Að hverju er þflóðfélaginu prýði fremur en þeim, sem gæta sinnar sæmdar? — En nú kunna einhverjir að segja: þetta er alt með útlendu móti, og verður því ósamhljóða þjóðfélaginu hér --- íslenzk þjóð- rækni. — Vér höfum ekki tíma til að fara út í það nú, hvað eiginlega felist í þessu, sem kallað er út- lent. En útleggingu einmælis- manna á því neitum vér gersam- lega. Eiginlega er ekkert útlent af því sem í heiminum er, svo lengi sem ríkin eða löndin eru nokkur hluti heimsins, eða þá, að alt er útlent á hverjum þeim stað er það hefir ekki orðið til á. En að miða útlent eða innlent við stjórnar umráð, á einum tíma eða öðrum, er að miða^ það við alls ekki neitt. Því alt er hégómi und- ir sólinni, og þau eigi þá sízt. En við skulum segja að þetta sé að einhverju leyti útlent, getur þjóðfé- laginu orðið mein að því? Er eigi aðfenginn auður jafnt auður sem sá heimafengni? Voru það ekki hugsjónirnar, vakningin, sem þeir urðu fyrir við utanferðir, for- feður vorir, er skópu hið marg- breytilega og furðulega mentalíf er þróaðist hjá þjóðinni á sögu- og sagnfræðaöldinni, er komu þjóð- inni til að hugsa, leggja stund á listir og vísindi? Telur eigi enska þjóðin það stóran þátt í framfara- sögu sinni, hið útlenda líf, andlega og líkamlega, er til landsins flutt- ist með þangað komu Dana á 9.— 10. öld, með þangað komu Norð- manna frá Normandi á 11. öld, með þangað komu Hugenotta á 17. öld? Svo er og annað, að þjóðrækni vor hér hlýtur að verða mestmegn- is snertandi oss hér, og getur því eigi talist útlend. Vér erum bú- endur hér, eigum heima hér, erum því innlendir í hinum sanna skilr>- ingi. Þjóðrækni vor hér hlýtur að ganga út á það að draga oss saman, og ef vér erum trúir hug takinu, sem felst í orðinu, þá líka að gera oss að jafn-betri mönnum en vér vorum annars. Og er það eigi þessu þjóðlífi til gagns og góðs? Hún hlýtur að ganga út á ferða, svo að þeir verði hluttak- endur í hinum sama auði. Og hvernig gæti það skoðast þessu þess, skulum vér segja, að vér þjóSUfi tH meina eður ógagns? Þó þetta kynni nú að leiða til gengjumst eigi upp við fagurgala hrintum af oss kjassi og fleðuskap, krefðumst réttar vors sem menn, og þættumst engum skulda ölmusu fyrir það að fá að vera hér, verð- Ef svo væri, þá skoðar hinn ágæti vísindamaður Englendinga, Dr. George Webbe Dasent, er var við Oxford háskóla, þetta nokkuð á annan veg. Hann segir í formála ur eigi séð að þjóðfélagið bíði fyrir íslenzk-ensku orðabókinni neinn halla við það. Það þótti til forna betri einn liðsmaður en 1 0 þrælar. Þótt það leiddi nú'af þessu, að vér tækjum eigi með þökkum aðdróttunum frá fákunn- merku, er kend er við Cleasbey, þar sem hann er að tala um hinn mikla kostnað og erfiði og verk að koma henni út: “En þá væri alt hið mikla erfiði vel launið, ef andi skríl, og sendum hnútur þær þaS gæti leitt til þess ag draga at. skýrði það með æfi sinni, sem vér það að draga oss saman, nær til baka; þótt vér legðum oss eigi til sem brúarviðu eða reiðingstorf, ofan í hvert forarsýkið, svo aðrir auSur gætu gengið þar þurrum fótum yf- ir, þótt vér afsegðum að leggja til börn vor til þess að verða þræla og ambáttir — með haft um ökla og hring um háls--- er eigi sjáan- legt að þetta þjóðfélag bíði neitt tjón við það. Þótt vér vildum hafa hönd í bagga með hvaða stefnu þetta þjóðfélag tæki, hvaða framtíð það skapaði sér og oss, þá er það ekki nema vor erfðaborinn réttur, því vér erum eigi bornir á- nauðugir, heldur frjálsir menn. Þjóðrækni vor Islendinga hlýt- ur að skapa þjóðarþrif fyrir ríkis- heildina hér, og eigi annað. En — nú er fleira innifalið í þjóðræknis hreyfingunni, en að stunda það, sem þjóðinni íslenzku hér er til hagsbóta og vera minn- ugir á það, sem henni er til sæmd- ar, — og nú er talið. Það er við- hald erlendrar tungu, og samband við erlent ríki. Eða er ekki svo? Jú, það er innifalið í þessu hug- taki; en það fellur undir hina lið- ina tvo — til hagsbóta og sæmd- ar. Að vér höldum sambandinu sem nákomnuátu við heimaþjóð vora er oss og þessu þjóðlífi til hagsbóta. Að vér höldum við feðratungu vorri, er oss og þjóðfé- laginu til sæmdar. Er sæmd eða vansæmd að mentun. Er það ekki mentun að lesa og tala þá tungu, sem er ein af frumtungum og undirstöðumálum hins mentaða heims? Fremur undirstöðumál enskunnar og skandínavísku málanna, en latínan eða grískan. Prof. Max Mueller, hinn mikli málfræðingur Oxford háskólans, sagði: “Að kunna eitt mál er að kunna ekkert mál.” Ef hér væri um tungu að ræða, er ætti engar bókmentir, er óskyld væri siðmenningar málunum nýju, væri öðru máli að gegna. Þá væri vanséð að í því væri nokkur sæmd að halda henni við eða kunna hana. Ef þetta til dæmis væri Hottentotta mál, eða Kaffira eða Jakuta. En svo er eigi. Þetta er undirstöðumálið eitt, heimsmenningarinnar sjálfrar. Það er eitthvert frægasta bókmenta- mál veraldarinnar. Það er Fræði- safnið mikla, er geymir sögu stór- hluta * Norðurálfunnar yfir vist skeið, sva áð þeirr^r sögu er hvergi annarsstaðar að leita en þar. Það er fræðibókin, er geym- ir hin sameiginlegu hptjuljóð, — trúarljóð gotnesk-germanska kyn- stofnsins áður en tungurnar að- greindust, svo að um þau má segja hið sama og skáldið kvað um Suð- ur-Jóta: “Söm eru öll vor sig- urljóð og sami vermir oss eldur." Það eru ljóðin vor allra, Norð- hygli enskra fræðimanna að bók- mentum Islands. Því, þótt aðal- tungunnar liggi í hinum fornu sögum, þá skyldi enginn ætla að hin íslenzka tunga síðari alda sé eigi þess verð að kynna sér hana. Hvergi í veröldinni að sama hlutfalli við mannfjölda, hef- ir þróast annað eins bókmentalíf, óslitið, kynslóð eftir kynslóð, og á þessari fjarlægu eyju.”. Og svo bætir hann því við, að enginn fræðimaður mundi sjá eftir þeim tíma og fyrirhöfn er hann legði í að læra þessa tungu, eftir að hann gæti farið að lesa Eddurnar og sögurnar. Sjálfur gat Dasent bezt um þetta dæmt, — þessi af- ar nákvæmi og snildarlegi þýð- andi Njálssögu, — því sjálfur hafði hann þetta reynt. ----- Nú verður öðrum hverjum að trúa, Dr. Dasent eða útburðarsöngnum, sem telur það þessu landi háska, að nokkrar þúsundir hér kunni að mæla íslenzku. Sú er bót í máli að engir Islend- ingar hér halda þó slíku fram. Það eru að eins einstakir kaupa- laupar, er trúa að þeir skifti um eðli og þjóðerni með hverri maga- fylli, — og eg held að það sé satt, — sonar-synir og sonar-sonar- synir karlsins sáluga í þjóðsögunni er seldi gullkambinn fyrir fjórar skónálar. Það eru þessir gæðing- ar, sem halda að þeim verði létt- ara skeiðið^ ef þeir bregða á sig snarvölu og eru þjóðernislega í mútu, því þeir ætla ekki að berj- ast eins og sá sem út í vindinn élær, heldur eins og þeir sem hand- sama hnossið. — Þá er þetta eigi athugað, að halda uppi sambandi við erlent ríki. Væri Island eitt af hinum miklu og fjölbygðu meg- inríkjum þessa heims, væri tala vor hér í álfu jafn margar miljón- ir og hér teljast þúsundir, gæti ver- ið ástæða til þess að ætla, að þetta ríki legði óhug á það samband sem vér hefðum við heimalandið og legði í það þann skilning að til- gangurinn væri annar en sá að halda uppi viðkynningu og leggja stund á eina sérstaka fræði. Legði þann skilning í að stýrt væri að stjórnarbyltingu, eða heimsveldis- samtökum. En nú erum vér að eins örfáar þúsundir hér og heima að eins örfáar þúsundir. Getur því engum óbrjáluðum þetta til hugar komið, engum er nokkurri þekkingu hefir yfir að ráða og nokkurt hyggjuvit til að beita henni. Mun því sá ótti, að vér finnum ónáð fyrir augum bræðra vorra hér, ef vér rækjum eða séum minnugir á móðurþjóð vora, á engu bygður. Hitt er þá að athuga, hvort það geti verið oss sæmd eða ósæmd (Framh. á 7. blu.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.