Heimskringla - 10.03.1920, Síða 4

Heimskringla - 10.03.1920, Síða 4
4. BLAÖSIÐA. HEIMSKRINCLA WfNNIPEG, 10. MARZ. 1920. WINNIPEG, MANITOBA, 10. MARZ, 1920. Sambandsþingið. i. Kosningar. Þess var getið í síðasta blaði að leiðtogi liberala, Hon. McKenzie King, hefði borið fram breytingartiliögu við hásætisræðuna- er heimtaði að kosningar færu fram strax á kom- andi sumri, eða þegar þingið hefði samþykt kosningalögin, sem nú liggja fyrir því. Um þessa tillögu hefir mest verið rætt síðan, en búist er við að hún verði kveðin niður í dag. Stjórnin hefir lýst því yfir að hún vilji ekki að kosningar fari fram fyr en manntal hafi verið tekið í landinu, og kjördæmaskipunin gerð í samræmi við fólksfjölda fylkjanna og munu flestir rétthugsandi menn vera þeirrar skoðunar, að hér fari stjórnm með sanngirni; að minsta kosti ættu vesturfylkjabúar að vera ánægðir með biðina, því hún gefur þeira 16 —20 nýja þingmenn, sem þeir yrðu að vera án, ef kosnmgar færu fram á næsta sumri. Kjördæmaskipun sú, sem nú gildir, er sniðin eftir manntalinu frá 1910, og geta allir af þvi ráðið, hversu fráleitt það er að láta hana vera lengur í gildi. Manntal fer fram hér í landi tíunda hvert ár, svo það fer að öllum líkind- um fram í sumar eða haust, sem gefur svo nægilegan tíma til að jafna niður kjördæmum og þingmönnum á fylkin áður en kjörtímabil núverandi þings er úti. Austurfylkm munu tapa 5—10 þingsætum við næstu þingmanna- úthlutun, en vesturfylkin graéða helmingi fleiri. T. d. mun Winmpeg að Iíkindum fá 5 þingmenn í stað þriggja, sem nú er og Manitobafylki í heild sinni auka þingmanna- f jölda sinn úr 15 upp í i 9 eða 20, Saskatche- wan úr 16 upp í 22, Alberta úr 12 upp í 18 og British Columbia úr 13 upp í 1 7. Alls mundu því vesturfylkm hafa milli 75 og 80 þingmenn, Cstað 57 sem þau og Yukon hafa nú. Að biðm yrði Vestanmönnum í hag, er því augljóst. ^ Engu að síður hefir tillaga Hon. McKenzie King fengið byr utan liberal flokksins oi?það hjá bændaflokknum, sem me.st er skipaður vestanmönnum í þinginu. Líklegast er sá flokkur sólginn í kosnmgar sökum þess að hann býst við að auka þmglið sitt og jafnvel að ná stjórnartaumunum. En í bráðlætinu virðast bændáþingmennirnir gleyma því„ að þeir eru að ræna vesturfylkin réttmætu hlut- skifti þeirra af þingmannatölunni. Fyrir lib- erölurn vakir auðvitað ekkert.annað en það, að gera úr þessu kosningabeitu, sem þeir geta svo dinglað framan í kjósendur, þegar til kosninga kernur. Kosningar eins og nú stend- ur, eru ems fjarri viija þeirra eins óg frekast getur verið. Ósigurinn gín við þeim, og það vita þeir. Aftur á móti eru sigurvonir bænda- flokksins mrklu glæsilegri, og á milli hans og stjórnarflokksins kæmi því orustan aðallega til að standa. * IL Flokkaskifting. Nú eru þrír flokkar í þinginu, í staðinn fyr- ir tvo, sem áður hafa verið þar frá upphafi vegar. Gömlu flokkarnir tveir sitja sem að undanförnu hvor andspænis Öðrum með helztu kappa sína í framsætunum og foringjana í miðju. I foringjasæti stjórnarflokksins sifur nú gamall maður hvítur fyrir hærum og höfð- inglegur> og þó hann sé þar aðeins til bráða- birgða, þá munu allir ljúka upp einum munni um það, að mikiihæfari maður er ekki tii í þmginu en Sir George E. Foster. Mælskan er t v c afnanleg, starfsþrekið óbilandi og hug- < síár og djarftækur. Við hlið hans sitja þeir Hon. Arthur Meighen og Hon. James A. C ’íJer, báðir stórhæfir menn og gamlir óvinir, tn nú bandamenn. Aðrir í framfylkingunni eru þeir ráðgjafarnir Sifton, Rowell, Guthrie, Balíantyne og Tohnie, alt gamlir liberalar og á hina hliðma Doherty, Reid, Burrell óg Dray- ton, gamlir conservativar; flestir gamlir og reyndir stjórnmálagarpar og afreksmenn. Að baki þeim situr svo þinglið flokksins, mikið og frítt, þó dálítið hafi saxast á það síðan í fyrra. Andspænis situr svo McKenzie King og menn hfins. I brjósti fylkingar þeir Field- ing og D. D. McKenzie, sem báðir eru nú komnir á faJlandi fót' og Ernest Lapointe, franski leiðtoginn, mikiíhæfur maður og glæsilegur, og foringjanum framar um flest. Ekki hefir þinglið liberala aukist síðan á síð- asta þingi svo teljandi sé. Af þeim 58 liber- ö!um, sem kosnir voru undir Unionmerkjum, hafa aðeins 2*/2 horfið heim til föðurhúsanna gömlu. Þessir tveir eru Hon. W. S. Fielding og Fred Pardee, tveir af helztu mönnum gamla Lauriers hér á fyrri árum. En þessi hálfi er Anarews, þingmaðurinn okkar Mið-Winmpeg- manna. Hann fylgir báðum gömlu flokkun um til skiftis, líkt og séra Einar forðum. Þá er þriðji þingflokkurinn, sem hefst við úti í horni í þingsalnum, skipaður 12 mönn- um. Smár er hann, en þó mæna augu margra út í hornið, og þingheimur hlustar þegar ein- hver hornverja talar. Þessir tólfmenningar er hinn svo nefndi bændaflokkur, sem nú hef- ir valið sér nafnið “Hinn þjóðlegi framsókn- arflokkur” (The.National Progressive Party). Foringi tólfmenninganna er Hon. Thomas Crerar, fyrrum landbúnaðarráðgjafi sam- bandsstjórnarinnar og gamall liberal, og önn- ur hönd hans er Mahargjrá Maple Creek. En lang mikilhæfasti maðurinn í þessum fámenna flokki er Dr.' Clark frá Red Deer. Hinir' sem flokkinn skipa eru lítt kunhir enn sem komið er. Fjórir eru nýkosnir á þing, þeir Gould frá Assiniboia, Galdwell frá New Brunswick og Kennedy og Halbert frá Ontario, sem allir voru kosnir við aukakosningarnar á síðasta sumri. Hinir fimm, sem áður sátu á þingi. og kosnir voru undir merkjum Unionstjórnannn- ar við síðustu kosningar, eru alt gamlir lib- eralar og allir frá Saskatchewan. Þeir eru Levi Thompson fr' Quappelle, McNutt frá Saltcoats, Johnson frá Last Mountain, Andrew Knox frá Prince Albert og Reed frá Mckenzie. Er því aðal styrþur flokksins frá Saskatche- wan; enda hafa kornyrkjumannafélögin ver- ið öflugust þar og bændaflokkurinn er af- kvæmi þeirra. Af þessu, Yem að framan er sagt, má sjá að fyjking stjórnarflokksins hefir ekki þynst til muna, og að fylgi hennar í þinginu er nóg til þess að geta komið í framkvæmd vilja sín- um og áhugamálum án nokkurra örðugleika, því hún hefir viísan 30 atkvæða meirihluta, hvenær sem til atkvæða er gengið um mál, sem hún lætur sig nokkuru varða. Nú virðist sem þingmenn hafi afráðið fram- tíðar flokksfylgi sitt, og eru því litalr líkur til að þinglið stjórnarinnar fækki úr þessu. Af 58 hberölum > sem kosnir voru til fylgdar stjórnarinnar, halda 42 að minsta kosti trygð við hana framvegis, og munu ætla sér að ganga í framtíðarbandalag við conservativa undir unionista merkinu. Og aðeins tveir af þessum frá horfnu stjórnarsinnum, hafa hlaup- ið undir merki síns gaml^ flokks. Bænda- flokkurinn er engu frekar háður liberölum en stjórninni, og mun að líkindum frekar fylgja henni. Hann er einvörðungu skipaður göml- um liberölum, sem sökum óánægju við flokk sinn hafa ekki getað haldist við í honum. Boðar það framtíð liberalaflokksins alt annað en gott, og gerir nýi leiðtoginn vel, ef-hann heldúr þeim flokksstyrk, sem hann nú hefir, eft:r næstu kosningar. Að Crerar og Andrews undanskildum, hafa engir Manitobaþingmenn yfirgefið stjórnar- flokkinn — og Andrews er ennþá í vafa — og voru þó 6 þeirra gamlir liberalar. Af Alberta þingmönnunum, sem taldi 8 gamla liberala, hefir aðeins Dr. Clark skihð samleið við stjórnina, en sínum gamla flokki er hann fjær en nokkru sinni áður. Enginn af hinum 13 þingmönnum British Columbia hefir gengið úr liði stjórnarinnar, og þó voru 5 þeirra liberal- ar. Saskatchewan kaus 14 Union-liberala á þing, 5 þeirra hafa gengið í bændaflokkinn, hinir eru stjórninni trúir. Einn Union-liberal frá Ontario hefir farið heim til síns gamla flokks> og annar frá Nova Scotia, og þá er sagan sögð. III. Kosningalögin. Ennþá hefir lítið verið lagt fyrir þingið af frumvörpum. Helzt er kosningalagafrum- varpið, sem er í nefnd og breytist þar að lík- iindum að einhverju leyti. Frumvarpið fer fram á að allir fullveðja menn og konur hafi atkvæðisrétt og kjörgengi, séu þau þegnar landsins. Kosningarétturinn verður því al> mennur og eins frjálslyndur og nokkur getur óskað sér. En líklega verða þó einhverjir Iýðskrumarar og póiitískir flugumenn til þess að telja mönnum trú um að hér séu svívirði- leg þrælalög í aðsigi, sem hnepp i frelsi og mannréttindi í ánauðarhlekki auðvaldsins(!) Slíkur hefir tónninn jafnan verið og dómarn- ir um hvað eina, sem stjórn þessa lands hefir gert. Viniir Canada! Voraldaimaðurinn er mjög angurvær út af því, að vér höfum dregið ást hans til Canada í efa, og til sönnunar því að hann elski Cai)- ada í raun og veru, birtir hann gamalt kvæði eftir sjálfan sig, sem hann segir að eigi að vera hrós um Canada, þó þar ljóði mest um Ijón og lömb, rósir og þyrna og önnur atriði úr náttúrusögunm. En hafi nú svo verið, að maðurinn hafi elsk- að Cánada, þegar hann rak saman þessar stökur, þá mun ástin sú hafa verið nokkurs- konar kálfaást, en svo nefna hérlendir menn ungæðisleg ástarköst, sem vara sjaldnast leng- ur cn vikutíma, þá er bezt lætur. Vér munum líka eftir því> að í stríðsbyrjun skrifaði þessi maður afar harðorða grein gegn Bretum, og brígslaði þeim um yfirgang og ó- jöfnuð, og kallaði þá mammons dýrkendur og öðrum þvílíkum gælunöfnum( ! ) En svo át kempan öll þessi ummæli ofan í sig fáúm mánuðum seinna, í kvæði, sem hann orti fyrir minni Bretaveldis, þar sem hann smjaðrar fyr- ir Bretum með slíkum fagurgala, að annar slíkur hefir aldrei fyr né síðar heyrst í ís- lenzku ljóði. Svona er mikið að marka skáldið í mann- inum, og ástin hans\til þessa lands verður því lítilvæg á metunum, þegar hún felst aðailega ^ I því sem hann hefir um það kveðið. 1 Eða sýnir hún sig nokkursstaðar staðar? Bæði fyr og síðar hefir maðurinn verið á móti öllum stjórnum þessa lands. Hann var á móti Laurierstjórnip.ni. þegar hún var við völdin. Skrif hans í Dagskrá II sýna það ó- tvíræðilega. Þá var Laurier þrællyndur og óhæfur til stjórnarforráða. Svo kom Bordfn- stj>órnin og þá var blaðinu snúið við. Laurier varð að frelsisvini og stjórnmálahetju. Bord- en og stjórn hans níðingar, sem kúguðu og sugu merg og blóð úr alþýðunni, alveg ems og Laurierstjórnin hafði gert áður Svo kom Unionstjórnin, og hún er skipuð níðingum og stórglæpamönnum, að dómi Voraldar- mannsins. Nei, allar stjórnir þessa lands, af hvaða sauðahúsi, sem þær kunna að hafa ver- ið> hafa verið dæmdar óalandi og óferjandi af Voraldarmanninum, vegna þess eins að þær voru stjórn;n. t Öll stjórn vai#og er kúgun í augurn mannsins, stefna hans og vilii hefir verið og er algert stjórnleysi. Geta nú skyn- annar s- Hvað því viðvíkur að vér séum á förum til íslands, þá er það þessu máli óviðvíkjandi. En til s'kýring- ar viljum vér geta þess, að vér eig- um aldurhnigna foreldra heima á Islandi, sem vér höfum í hyggju að sjá áður en langt um líður, og má þá vera að vér dveljum heima um lengn eða skemri tíma, ekki fyrir þá sök að vér unum ekki hag vor- um vel hér vestra, heldur vegna bess að yér þráum að vera í ná- lægð foreldra og systkina, og þau óska eftir að vér komum heim. En það, að ráða mönnum til Is- iencl'sfarar sem hér hafa dvalið hc:Ian eða hálfan mannsaldur, eiga hér orðið uppkomin börn og bú og eiga hér því heima; að ráða þessu fólki til að flytja búférlum til íslands, teljum vér óráð hið mesta og henrfsku. Látum vér svo út- talað um þessar Islandsferðir að sinm. Sú aðdróttun Voraldarmannsins í vorn garð, að vér séum á móti því að menn fái full borgararéttindi er staðlaus með öllu. Vér viljum að l^ver fullveðja karlmaður og kona, sem fullnægt hafa þeim skil- yrðum, sem ti! þegnréttar þurfa, fái þau réttindk En vér viljum jafnframt að allir þeir, sem rjúfa þegneiðinn, verði sviftir þeim rétt- índum aftur um lengri eður skemri tíma. Með þessum hætti mundi marguj maðurinn gæta sín betur en hann gerir nú; þar á meðal ritstjóri Vorajdar. Vraur Canada segist Voraldar- maðurmn vera. Já, ál'íka mikill vinur og “skunk’ urir.n er vinur vegfarandans. Dodd’s Kidney PiIIs, 5öc askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um lyfsölum eða ftá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. íslendingadagur- ínn. semi gæddir menn álitið, að þess kyns ráðlag * Ie?4 er "ú fyri>- löngu úr gildi num- sé til heilla landinu og þjóðinnni, og sprottið In> og síðan 1903 munu ísiendmg af ást? Eða er það af ást til landsins, að Voraldar- maðurinn barðist sem vitstola maður gegn þátttöku þess í ófriðnum mikla, og tók mál- stað fjandmanna þess, hvenær sem hann þorði? Þesskonar ást hefir jafnaðarlega verið talin náskyld landráðum. Að ófrægja landið sitt og þjóð sína með rógburði og glæpsamlegum áðdróttunum, er einkennileg aðferð til þess að sýna ást sína; 2. ágúst hefir verið þjó$hátíðar dagur Vestur-Ísleíidmga um 30 ára skeið, að örfáum undantekningum. Dagurinn var valinn sökum þess, að hann var þá þjóðhátíðardagur fslendinga heima, og þar kosinn~á minmngu um stjórnarskrána frá 1874. Nú taka tímar að breytast heima áJTóni og stjórnarskráin fr«L, véP kjósa 17. júní. — Svo er annað í sambandi við tilefni til hátíðarhalds, ,því ekki voru hin fyrstu viðkynni, sem hinir íslenzku innflytjendur höfðu af iandi þessu svo sérlega ánægjuleg, þó betur rættist fram úr, eins og oft vill verða. Nei, 2. ágúst hefir í vorum augum ekkert það til síns ágætis, sem gerir hann verðan að vera hinn árlegi þjóðminningardag- ur Vestur-Islendinga, og ætti hann því sem fyrst að verða úr sögunni sem slíkur. En hvenær á þá að halda hann? Vér höfum bent á 1 7. júní sem emkar heppilegan dag. Hann ætti engu síður að vera kæf Vestur-Is- lendingum en frændum vorirm á Fróm. Hann er á bezta tíma árs til hátíðarhalds, því þá eru litlar annir til sveita, og þá er su.nar- dýrðin í "~sem mestum blóma og heimur fagur. Annar dagur, sem líka er heppi- legur, er 24. júní, Jónsmessan, Danir og Norðmenn hafa heilmikið um dýrðir þanrí dag, þó ekki sé það þjóðhátíðardagur þeirra. Vér höfum sjaldan minst þess dags að nokkrum mun á síðustu tímum og þó er þetta fornfrægur merkisdag- ur. Annan hvorn þennan dag, 17. eða 24. júní, ætti að taka í stað 2. ágústs' og ef vér ættum að vera ein- ráðir um að kjósa daginn, mundum ar ekki hafa heiðrað 2. ágúst, en vér höfum gert það fram á þennan dag. Nú vill svo óheppilega til að fullveldisdagurinn íslenzki ber upp á 1. desember, og sá dagur er með J öllu óhæfur til þjóðhátíðarhalds. þjóðhátíðarhaldið. Hingað til hefir fórstöðunefnd, kosin á al- mennum fundi, staðið fyrir hátíð- arhaldinu. Vér viljum að það breytist. Vér höfum nú þjóðrækn- isfélag hér á mfðal vor — alls- herarfélag og deildir. Vér álítum Jafnvel mun Austur-íslendingum það þjóðráð að gefa þessum fé ekki koma tij hugar að gera hann að þjóðhátíðardegi, þó Island yrði sjálfstætt ríki þann dag. Þjóð- en með þeim hætti sýnir hún sig hjá Voraldar- hátíðardagurinn verður að vera að manninum, því árásir hans á stjórnir og þing, iandslög og rétt, etu meiðyrði 'á þjóðina í heild sinni. Því þjóoin hefii kosið þá ínenn sem fulltrúa sína, sem sitja á þingum og skipa stjórnarbekkina, og það eru fulltrúar þjóðar- innar, sem gæta Iaga og réttar. Árásir á lög- gjafarvaldið og grundvallarlög landsins er því árás á þjóðfélagsmyndina í heild sinni og hlýtur að vera sprottin af hatri við lögbundið vald. Én hvers virði væri það land eða sú þjóð, er engar hömlur eða höft legði á menn, engar skyldur, engar kvaðir> ekkert nema al- frelsi, sem þýddi auðvitað, að hver mætti lifa og láta eins og honum sýndist, og án þess að þurfa að Lera nokkurn kvíðboga fynr afleið- mgunum. Sú þjóð, sem þannig færi að ráði sínu, væri á hraðri ferð til tortímingar, en slíkt er víst stefna og vilji Voraídarmannsins. Árásir Voraldarmannsins á “allan auð” eru ekkert annað en árás á eignarréttinn. En eignarrétturinn ætti að vera friðhelgur. Það c; honum emuin að þakka Öl! sú m rnning, sem leimurinn hefir fcngið. Ef eig.urrélturinn er afnuminn, þá er líka afnumið endurgjaldið, sem náttúran hefir ætlað manninum í kaup fyrir iðju sína, hæfileika og fyrirhyggju. Vér höfum aldrei sagt, að það að ráða mönnum að fara heim til íslands, sýndi hatur til þessa lands. Slíkt er fjarri huga vorum með öllu. En vér höfum sagt og segjum ennþá, að tónninn og orðavalið í heimflutn- ingagrein Voraldarmannsins hafi lýst þatri á þessu landi> og það stöndum vér við. Hann líkti þar landinu við ræningjabæli, þar sem hnefarétturinn og harðstjórn réðu völdum. Það voru þessi orð, ásamt öðrum fleirum af svipuðu ta'gi, sem vér töldum og teljum Iýsa hatri til Canada, og sem er í fulhi samræmi við undanfarna framkomu þessa manns, síðan hann fékk hér griðland. lagsskap framtíðar Islendingadags- hald í hendur. Félagið stendur langtum betur að vígi heldur en sér- stök nefnd, sem ekkert hefir að sumarlagi’ þegar náttúran er skraut baki sér nem^ þá, sem kjósa hana kla^dd og klheimur gleðst yfir sum- dýrðinni. Á tímabilinu frá 1904 til 1920 hafa Austur-íslendingar haldið I 7. júní, afmælisdag Jóns Sigurðsson- ar, sem hátíðisdag og eru allar horfur á því, að einmitt sá dagur verði lögboðinn sem þjóðhátíðar- dagur Islands, og getum vér ékki annað séð en að það sé einkar vel til fallið. Og 1 7. júní er merkis dagur í sögu Islendinga, fyrir fleira en það að Jón Sigurðsson er þá fæddur, þó það eitt væri nóg til að gera daginn hátíðlegan um aldur og æfi Þann 1 7. júní 930 var hið fyrst'a Alþingi sett á Þingvelli, og þannig stofnað allsherjarríki á íslandi, fyrsta Iýðveldi Norðurlanda. Sá merkisatburður, sem telja má upp- haf gullaldar Islands, er sannarlega þess virði að hans sé minst. Og þegar þessi sam dagur er fæðingar- dagur frelsishetjunnar Jóns Sig- urðssonar, er ekki að undra þó hann sé öllum ísléndingum kær, og sé verður minningardagur. Hvað oss Vestur-lslendinga snert- ir, þá getum vér ómögulega séð hvernig vér ættum að halda lengur trygð við 2. ágúst. Gamla stjórn- arskráin er farin veg allrar verald- ar, og þar með er sá grundvöllur, sem vér bygðum þjóðhátíðina á, tekinn burtu. Sagt er að hinn fyrsti hópur íslenzkra landnema hafi komið hingað um það leyti árs. Þó svo sé' teljum vér það naúmast og enga hjálp mundu leggja í té, ef hátíðin skyldi ekki bera sig; og eins hitt, sé ágóði af hátííðarhald- inu, þá væri hann betur kominn hjá þjóðræknisfélaginu en hjá öðrum, því tilgangur þess og Islendinga- dagsins er náskyldur. Þess vegna leyfum vér oss að leggja til, að Þjóðræknisfélagið eða deildir þess taki að sér fram- tíðar þjóðháfíðarhald og að Islend- ingadagurinn verði ákveðinn 17. júní. , Vér gerum þesSa tillögu ekki ein- asta sem ritstjóri Heimskringlu, heldur og sem ritari Islendingadags- nefndarinnar, og vér vonum að húa fái góðan byr. Neyðarúrræði. Bogga hafSi barnatrú, ^ “babbi” og mama áttu kú; kussa gripur góður var, " gaf þeim mjólk tiil næringaT-. En efasemdin inn sér stakk og einu sinni bólan sprakk, hvort kussa færi í himnahöll, sem hún og góSu börnin öll. hjún móSur sína ynti aS, sem alftók hreint aS skeði það. En þá varS mærin hrædd og hljóS “Ó, heyrSu/" sagSi’ ’ún, ‘mama góSj AS þurfa aS fara fjandans til aS fá sér mjólik, er hættuspil.” S. J. Scheving. [ ---------X-------- I

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.