Heimskringla - 28.04.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.04.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. APRIL, 1920. ' WINNIPEG, MANITOBA, 28. APRIL, 1920. Hon. McKenzie King og stríðið. Leiðtoga liberalflokksins, Hon. McKenzie King, hefir þráfaldlega verið borið það á brýn að afstaða hans gagnvart stríðinu mikla hafi ekki verið honum til sóma. Aðrir hafa jafn- vel farið lengra og sagt að vinnumenska hjá Rockefeller haíi verið baeði þfiegilegíi, haettu- minni og betur launuð en að þjóna undir merkjum sinnar eigin þjóðar á vígvellinum eða heimafyrir. Og sumir hafa jafnvel tekið svo djúpt í árinm að segja, að Kmg hafi svikið þjóð sína á tL.um neyðarinnar. Nú hefir McKenzie King svarað þessum á- kærum í þinginu og varið afstöðu sína. Hann talaði í fulal tvo tíma ag mælsku mikilli og leitaðist við að færa mönnum heim sanninn um það, að hann hefði verið hinni Canadisku þjóð að meiri Qotum en þó hann hefði verið í hernum. Svo hefði h^nn og verið kominn yfir herskyldualdur og haft því fullan rétt á að haga sér sem honum bezt þótti. Hann kveðst hafa unnið að því að efia framleiðslu- magn Bandaríkjanna með því að vinan að nánari samvinnu milli vinnuveitenda og verka- lýðsins, og af því hefði svo leitt að meiri skot- færi og vopn hefðu verið gerð í Bandaríkjun- um en annars hefði orðið, og það hefðu ein- mitt verið vopna og skotfærasendingar frá Bandaríkjunum, sem mestan og beztan þátt hefðu átt í því að vinna stríðið fyrir banda- menn. Raunar var allur starfi Mr. Kings í því fólginn, að sitja í makindum heima í Ott- awa, að því er han nsjálfur segir, og gefa Rockefeller skrifíegar ráðleggingar í atvinnu- málum- I þessu eina var ölk stríðsþjónusta Hon. McKenzie King fólgin, og honum var mjög vel borgað fyrir hana. Þá lýsti Hon. McKenzie King því yfir, að engin skyldukvöð hefði hvílt á sér til þess að ganga í herinn. Hann hefði verið rétt fertug- ur í stríðsbyrjun, og þó hann hefði verið og væri maður ókvæntur, þá hefði hann vefio heizta máttarstoð aldraðra foreldra og sjúks bróður. Fjarri er oss það” með öilu að vé- fengja orð hins virðulega leiðtoga liberal- flokksins, en það vissum vér, að þegar vér vorum í Ottawa, bjó McKenzie King sem ein- býlismaður á dýrasta hóteli borgarinnar og hefir gert lengst af síðan hann settist að í höf- uðborginni fyrir rúmum 20 árum síðan. Að hann hafi styrkt forelda 51'na með fjárframiög- um efumst vér ekki um, en það hefði hann einnig getað gert, þó hann hefði verið í hern- um eða unnið fyrir þjóð sína að stríðsmálum, og þess utan er maðurinn alls ekki blá- snauður. 9 Því menn verða að hafa það hugfast, að það voru tvær leiðir til þess að vinna þjóðinni gagn í stríðinu. Önnur var sú að vera í hern- um og berjats á vígveHinum eða vinna þau önnur herstörf, sem manni voru á hendur fal- in. Hin ieiðin var sú að tala kjark og þrótt í þjóðina heimafyrir. Að hvetja menn til að ganga í herinn og vinna með ráði og fíáð að þeim málum, sem miðuðu að því að þátttaka Canada í stríðinu gæti orðið sem sómasam- legust, og að þeim mönnum, sem í hernHm voru og voru að leggja líf sitt í sölurnar fyrir heiður landsins síns, gæti liðið sem bezt að tök væru á. Þó nú að Mr. K’ng hefði ef til vill góðar og gildar ástæður til að fíu'a ekki í (hejrinn, ejns og hann segir að hann hafi haft. þá munu þeir margir meðal vor, sem munu neita að taka þjónustu hans hjá Rockefeller sem jafngildi herþjónustu, þó að hann vilji svo vera láta, eða að hértin hafi ekki getað unpið að stríðsþátttöku lands vors af meira gagni á annan hátt. Mr. King segist hafa verið í Ottawa allan þann tíma, sem stríðið stóð yfir, og þó hann væri að skrifa bók um atvinnumál, hefði hann að sjálfsögðu getað gefið sér frístundir frá þeim starfa til þess að vinna að hermálum heimafyrir, ef viljan hefði ekki vantað. Mr. King er afburða mælskumaður og ritar manna bezt, en hvorki léði hann mælsku sína né penna í þjónustu hermálanna, að undanskildu einu einasta skifti. Var það í byrjun stríðs- ins að hann flutti stutta ræðu í Ottawa á fundi þar sem Sir Robert L. Borden og Sir Wilfrid Laurier voru aðal ræðumennirnir á- Þá hvatti ] hann menn til að ganga í herinn, og þar með er öll hatis stríðsaðstoð fyrir þetta land talin. Árið 1915 heyrist ekkert frá honum, ekki heldur 1916. Árið 1917 fer hann aftur á móti á stúfana, en ekki til þess að styðja hlut- töku Canada í stríðinu, heldur þvert á móti,. að vinna af alefli gegn herskyldunni, sem var hin mesta hjálp, sem stríðið gat fengið, og sem gerði hluttöku Canada lofsverða, þá er mest reyndi á. \ Hér er stríðsstarfsemi Iiberalleiðtogans sögð eins og hún var. Það er kjósendanna að dæma um hana. Það er þeirra að segja, hvort vinnumenskan hjá Rockefeller sé jafn- gildi herþjónustu á vígvellinum, eða ræðustúf- urinn frá 1914 fullgildur herstarfi heimafyrir af manni, sem vill láta þá gera sig að stjórn- arformanni þessa lands. Þess verður og að geta, að Hon. McKenzie King gekk ekki í þjónustu Rockefellers til að vinna að stríðsþörfum. Hann gekk T hana löngu áður en stríðið byrjaði. Og þegar þess er jafnframt gætt, að Bandaríkin voru ekki í stríðinu frá 1914 til 1917, þá verður þjón- usta Mr. Kings aðeins auðfélagsþjónusta. Fjárhagur stríðslandanna. Á sumarmálasamkomu Únítara á fimtu- j dagskvöldið var, hélt hr. B. L. Baldwinson ágæta ræðu um fjárhag stríðslandanna. Birt- j um vér hér all nákvæmann útdrátt úr hennj, lesendum til fróðleiks og yfirvegunar: Ræðumaður kvað sér ekki hafa verið fyrir- ^kipað neitt sérstakt umtalsefni á þessari sam- ! komu, og þess vegna hefði hann kosið sér eina j smá ritgerð úr marzhefti Pearsons Magazine, j sem sér fyndist þess verð að íhuga með áheyr- endum, og með sérstöku tilliti til afstöðu Canada í samanburði við ástand þeirra ann- j ara landa, sem þátt hefðu tekið í stríðinu j mikla, og hverjar vonir þær mættu gera sér j um að losast úr herslculdunum^í'nálægri fram- tíð. Ritgerð þessi væri í tilefni af þeim skoðun- um á herskuldafúkningamöguleikum þjóðanna sem herra M. 0- Prentiss hefði nýlega látið j opinberlega í ljós, og sem vakið hefðu tals- J verða eftirtekt í Bandaríkjunum. Herra [ Prentess væri formaður nefndar þeirrar, sem Bandaríkjastjórnin hefði skipað til umsjár með borgunum allra þeirra skulda, sem önnur i Iönd ættu að gjalda Bandaríkjunum. * Og þessar skoðanir herra Prenfiss væru að því j leyti athugunarverðar að staða hans í nefnd- j inni og gagnkunnugleiki málsins, sem hún ætti að annast um, gæfi tryggingu fyrir því, að j hann bygði þær á réttum rökum. Herra Pr^ntiss skýrir frá því, að Evrópu- j þjtðirhar skuldi Bandaríkjunum 18 þús. milj- j ónir dollara, að hún sé gjaldþrota og borgi að j líkindum aldrei skuldirnar. Þessu til stað- j 'festingar gat hann þess, að Þýzkaland, sem með allri áhöfn í landi og á, væri metið 50 þús. miljóna dollara virði, skuldaði nú 55 þús. miljónir dollara. Þetta væri með því að meta peningagildi landsins fullu verði. En nú seldist ekki þýzka markið á heimsmarkað- inum fyrir meira en einn tíunda ákvæðis- verðs, sem gerði skuldalúkningamöguleikana tilsvarandi örðugri eða ómögulegri. Þá væri Bretland. — Herra Prentiss vildi sem mmst um örðugleika þess segja annað en það, að fyrir stríðið hefði þjóðin átt 20 þús. miljónir dollara í ýmsum iðnaðar-, járnbrauta- náma- og verzlunerstofnunum í útlöndum víðsvegar um heiminn, og í beinum peninga- lánum. En á stríðsárunum hefði þjóðin orð- ið íið selja 24 þessarar upphæðar til þess að standast útborganir fyrir hergagna- og mat- vælakaup. Allar ríkisinntektir Breta á síð- asta ári voru 10 miljónum dollara minni á dag en útgjöldin. Vextir af þjóðskuld Br^ta fyrir stríðið námu 122J/2 miljón dollara á ári, en nú nemur vaxtagreiðslan árlega $1840 milj- cnum, eða setn næst $46.00 á hvert manns- barn í landinu. Ræðumaður tók það fram að þess yrði að gæta að Bretar hefðu varið þúsund mvljónum dollara árJ'ega meðap á stríðinu hefði staðið og frcun að þessum tíma, til þess að tryggja brezku þjóðinni brauðmeti, koí og aðrar lífsnauðsynjar með lágmarks- verði- Með öðrum orðum, brezka stjómin hefði haft menn og nefnidr manna út um all- an heim á öllum stríðsámnum, til þess að kaupa, með hvaða verði sem sett hefði verið, allafr þær nauðsynjar, sem hún þarfnaðist til þess að reka hernaðarstarf sitt á vígvelli til sigurs, og til að annast á sama tíma um lífs- nauðsynjar þjóðarinnar heimafyrir. En til þess að heimaþjóðin gæti haldið áfram að kaupa sitt vanalega “penny loaf”, hefði stjórnin orðið að selja hveitið svo lágu verði, að hún tapaði á því 260 miljónum dollara á ári. Svipað varð tapið á kolaverzlun hennar. Og a.lls varð hún að verja þúsund mrljónum doilara á ári til allra nauðsynjakaupa, sem veita varð þjóoinni með tapverði. Ræðu- maður gat og þess, að ríkisinntéktir Breta hefðu orðið mikið meiri á síðasta fjárhagsári en búist hefði verið við, og að stjórninni teld- ist svo til, að á nýbyrjuðu fjárhagsári mundi hún hafa tekjuafgar.g, sem nema mundi 2 þúsund miljónum dollara. Þetta væri sönn- un þess að Bretar ekki aðeins ætluðu, heldur gætu þeir borgað skuldir ríkisins með tíð og tíma, eins og verið hefði í liðmni tíð. _ Á Italíu kvað hann ástandið fjárhagslega örðugt, og eins á Frakklandi, en bæði mundu ríki þessi borga skuldir sínar eins fljótt og efnahagurinn leyfði það, þó sú tímalengd væri að sjálfsögðu ennþá óviss. Á Rússlandi væri ástandið verst og í raun réttri lítil, ef nokkur, von um skuldalúkningu þaðan á nokkrum ókomnum tíma. Peningar landsins væru sem næst verðlausir. T. d. hefði Bandaríkjamaður einn, sem þar ferðað- ist um nýlega, fengið vagn í Petrograd til að flytja sig af járnbrautarstöðinni á gistihús, er hann ætlaði að dvelja á. Vegalengdin var minná en míla vegar, en fyrir keyrsluna vildi ökumaðurinn fá 75 rúblur, eða sem næst $40.00. Þetta þótti ferðamanninum dýrt, en þó samdist svo um síðir, að hann jafnaði reikninginn með því að selja ökumanninum einn pakka af vindlingum og þótti þá vel borg- uð keyrslan. Nú kvaðst ræðumaður koma að aðal-efni ræðu sinnar, sem væri að hugleiða með til- heyrendum sínum, hvernig fjárhagsástand Canada væri eftir stríðið, í samanburði við önnur ríki,, sem nokkurn verulegan þátt hefðu tekið í því- Canada væri ungt land og fá- ment. Samt hefðu 8 miljónir,íbúa lagt til rúmlega 640 þús. hermenn, og haldið þá að öllu leyti vel á vígstöðvunum. Canada þjóð- skuldú^ væri nú nærri 2 þús. miljóna ddllara, eða rúmlega $200.00 á hvert mannsbarn í landinu. Fyrir stríðið hefði þjóðskuldin ver- ið aðeins 356 miljónir. En hann bað áheyr- endur að hafa það mikilvæga atriði fast í minni, að sjálfir íbúarnir í Canada hefðu lán- að stjórninni á stríðsárunum rúmar 2 þús. miljónir doilara. Svo að skuld þessi væri öll innan lands og vöxtunum af henni væri nú ár- lega dreift út á meðal þeirra, sem féð hefðu lánað, svo að ekkert þyrfti að borga til íbúa annara landa. Ennfremur ætti fólkið að muna að auk þessara 2 þús. miljóna doliara, sem það hefði lánað stjórninni, hefði þjóðin ejnhig á stríðsárunum gefið 100 miljónir doll- ara til líknaþarfa, stafandi af stríðinu. Og þó hefði það haft afgangs nægileg) skildinga- ráð til þess að reka iðnað sinn ðg verzlun eins og vanalega; og að auki eyddi fólkið í Can- ada árlega á annað hundrað miJjónum dala á leikhúsum landsins og til annara skemtana. Á stríðsárunum hefðu og innieignir þjóðarinn- taldi það tvímælalaust, að næst Bandaríkjun- ar á bönkum aukist um $418,000,000. Hann um væri Canada á yfirstandandi tíma lang- auðugasta Iandið á jarðríki, og miðað við aðrar þjóðir vissi hann ekki betur en að íbúar þessa lands lifðu við allsnægtir. Vitanlegt væri það að allur lífskostnaður h£fði hækkað afarmikið á stríðsárunum, og færi enn hækk- andi — miklu meira en alþýða manna hefði gert sér hugmynd um*T>egar stríðið skall á. En hinsvegar yrði einnig að taka það til greina að vinnulaun væru nú með lögum ákveðin svo há að sem næst færi því að kaukkutímakaup- ið nú jafnaðist við 10 stunda vinnulaun, sem verið hefðu á fyrstu árum lslendinga hér í landi. Hann kvaðst enn þekkja {nenn í þess- um bæ, sem á fyrstu árum þeirra hér hefðu orðið að vinan stundum á vetrum 10 tíma á dag við klakahögg og áðra þynkslavinnu fyrir 75 cent á dag. En nú væru þeir tímar liðnir og landar vorir hvervetna í landi þessu byggju við sömu kjör og aðrir íbúar landsins- Sjálf- um sér kvað hann gjarnt að líta fremur á hin- ar bjartari hliðar Iífsins og framtíðarvonir landa vorra hér. Hann bað Islendinga að búa hér með anda sinn ekki síður en atorku. Hann sagði þjóð vora hvergi hafa Iifað betra lífi né þroskast meira en einmitt hér í Canada. Þeim bæri að bera hlýjan hug til landsins, sem svo vel hefði alið þá. Enginn sá gæti talist góður borgari neins lands, sem ékki Iegði af alhug fram alla krafta sína jafnt andlega sem líkamlega, til uppbyggingar og þroskunar því þjóðfélagi, sem þeir byggju með. Með þessum athugunum óskaði hann ís- lenzka þjóðflokkinum gleðilegs — ekki ein- göngu þessa komandi sumars, heldur einnig og miklu fremur allra komandi sumra, meðan æfi þeirra entist í landi hér. ♦ Séra Jakob Krist- inssori. fyrrum prestur í Wynyard, Sask., 3krifar um TjaldbúÖarmáliÖ í MorgunblaSinu 28. tfebrúar. Er það svargrein upp á grein sem fcirt- ist áður þar í blaðiinu, og sem get- ar dómsúrslitanna og lýsti furÖu sinni yfir þvít aS nokkrum skyldi til bugar koma aÖ sameina jafn ó- skylda trúarflokka’og Únítarar og úterskir væru. Því miður hö'fum vér ekki þá grein við hendina, en þar sem þessi til'færðu orð voru jðal kjarni hennar, missa lesendur ?kki mikið. Grein séra Jakobs kemur hér þar á imóti, lesendum til fróðleiks og skýringar. Hún ber nafnið: Tjaldbúðarsöfnuðurinn í Wpeg. Eg rakst á grein með þessari yf- irákrift, sem út kom í Morgunblað- inu hérna um daginn. Er þar drepið á sameiningartilraunir Tjáld búðar- og Únítarasafnaðarins í Winnipeg, og mála'ferli þau, er út af þeim risu. Lítur út^ 'fyrir að greinarhöif. þyki furðu saeta, að JÍíkar sameiningartilraunir komu til tals og höfðu fylgi flakks manna i Tjaldbúðarsöfnuðinum. Og er greinin ö'll orðuð þannig, að vald’ ið gæti misskilningi hjá þeim, er ikkert þekkja til þess, sem um er að ræða. Það vill svo til, að mér er naál þetta nokkuð 'kunnugt. Eg tók ofurlítinn þátt í sameiningartil- raununum síðastliðinn vetur.: En ég ætla ekki að fara að skýra ná- | kvæmiega frá þeim hér. Að svo stöddu unægir ac^geta þessa: Tjaldbúðarsöfnuður kom upp veglegri kirkju, er ful'lgerr varð 1914. Kirkjan kostaði mikið fé. Og talsverð skuld hvíldi á henni, er smíðinni var lokið. Þó hefði al'.t 'farið vel, ef óifriðurinn mikli hefði ekki skollið á. En við það steðjuðu vandræði og erfiðleikar að Winnipegborgarbúum, eins og svo mörgum öðrum. Atvinnu- ’eysi. peningakreppa og dýrtíð þjakaði að mönnum þar. Sumir af Tjaldbúðarsafnaðar mönnum ílutty burtu úr bænum og leituðu sér atvinnu annarstaðar. Aðrir sem fasteignir áttu, fengu lítinn eða engan arð af þeim. Gjaldþol safnaðarins skertist því stórum, og var miklum erfiðleikum bundið fyrir hann að gjalda rentur og af- borganir af skuld þeirri, er á kir’kj'- unni ihvíldi. Meðan hinn mi'kil- j hæfi leiðtogi safnaðarin^s, séra Friðrik Bergmann, liifði, tóikst þó að áfstýra strandi. En eftir frá- fáll hans kom safnaðarmönnum saman um, að ekki væri unt að halda safnaðarstarfsemi áfram j hjálparlaust. Voru þá tveir kost- ir fyrir hendi: annaðhvort að söfn- uðurinn leystist upp og seldi kirkj- una, eða fengi hjálp með einhverju öðru móti. Eðlilegast virðist, að reynt hefðf verið að leita slíkrar hjálpar hjá 'flokksmönnum séra Friðriks heit, úti um landið og öðr' um, sem frjálahuga kristindóms- steífnu unnu. Þáverandi safnaðar- stjórn leizt þó ekki að fara þannig að, heldur fór hún að leita samn- inga við forsprakka Kirkju'félags- ins vestur-íslenzka, félags þess, er Sannfært hafði kristindómsstefnu séra Friðriks heit.'og hann átti í hcggi við síðustu æfiárin. Þessar samningatilraunir stóðu lengi yfir og var ætlast svo til af samninga- mönnum, að Tjaldbúðarsöínuður- inn sarrieinaðist sÖfnuði þeim í Winnipeg. er Kirkjufélagsforsetinn þjónar, og mun svo hinn sameinaííi söfnuður hafa átt að taka við eignum og skuldum Tjáldbúðar- sa'fnaðar. Samningur var og gerð- ur, milli Tjaldbúðarsafnaðar og Kirkjnjfélagsins, að því er þúarleg- an skilning snerti; var hann birtur og þótti mörgum lítils eða eingis' virði. Þessum * samningamálurr lauk þannig, að skömmu eftir nýár 1919 var felt á Tjaldþúðarsafnað- arfundi að sameinast Kirkjufélag- inu. Um líkt leyti mun hafa ífraim jr nDODD’S ' KID N EY ,, PILLS ^ %K\DNVíJr^, Dodd’s Kidney Pills, 50c askjan, e5a sex öskjur fyrir $2.50, hjá öU- um lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. komið tilboð um sameiningu frá Únítara söfnuðinum íslenzka £ Winnipeg. SKik sameining Tjald- búðar- og Únítarasafnaðar hafði komið til tals árið 191 6, en ekki orðið af henni. Þá var séra Frið- rik Bergmann á Iffi og hafði hann samið sambandslög, er sameining- in átti að hvíla á, og voru þau tiL I tilboði sínu gátu fcJnítarar þess, ; að þeir ætluðust ti'l þess að þessi sambandslög væru lögð til grun^- vallar því, hvernig sameiningunni skyldi háttað. Og við umræður um þetta kom í ljós, að þeir voru fúsir að fallast á, að í væntanleg- um (ögum 'hins sameiginlega safn- J aðar Tjaldbúðarmanna og Únítara j skyldi trúarafstaðan orðuð ná- | kvæmlega eins og í sambandslög" um séra Friðriks heit.. Ennfrem- ur skyldi þar tekið fram, að hinn sameinaði söfnuður skyldi fylgja stefnu þjóðkirkjunnar íslenzku. Og fjármálin voru svo vel trygð, ef til sameiningar kom, að eg hygg að enginn hafi fett fingur út í þau. Þessar samningaumleitanir stóðu yfir fram á vort að Tjáldbúðarsöfn uður samþykti að taka tilboði Ún- V * ítara. Töluverður fölkkur safnaðar- manna hafði jafnan verið mjög andvígur sameiningu við Únítara, en róið Öllum árum að því, að söfnuðurinn gengi í kirkjufélagið. ; Undi sá flokkur hið versta við, er samþykt sú var gerð, er néfnd var, og leið ekki á löngu áður en hann bjó mál á hendur meirihlutanum og mun hafa gefið honum trúvillu að sök. Eftir því sem skeyti í fyr- nefndri grein í Morgunblaðinu hermir, he'fir minnihlutinn nú unn- ið mlálið, og þar með verið úr- skurðað að samband Tjaldbúðar- og Únítarasafnaðar skyldi teljast ó- löigmætt, og þeir, er því sambandi fylgdu, missa rétt til eigna safnað- arins og veru í honum. Þeir, sem þekkja til laga Tjald- búðarsafnaðarins, furða sig reynd" ar ekkert á þessum málalokum. Því að svo er mál með vexti, að- þegar Tjaldbúðarsöfnuður gekk úr Kirkjufélaginu, fórst fyrir. ein- hverra hluta vegna, að breyta safn- aðarlögunum í samræmi við trúar- stefnu þá, er séra Friðri'k Berg- mann fylgdi og Kirkjufélagið útJ hýsti. Og þeim hafði ekki heldur verið breytt síðar. Lög Tjald- búðarsa'fnaðar voru því hrein og bein Kirkjufélagssafnaðarlög, snið in eftjr stefnu Kirkjufélagsins, en ekki stéfni^séra Friðriks. Og eilt ákvæði þessara laga, eins og ann- ara kirkjufélagslaga, mælti svo fyfir, að hver sem viki/frá trúar- játningu þeirri, er í iögunum var. skvldi telja9t genginn úr söfnuðin- um og hafa fyrirgert öllum réttind' um rinum þar. Nú var sennilega ekki svo örðugt að sýna fram á, a$ þeir, sem samband vildu við Únít- ara, hefðu aðra trúarskoðun en þá, er nefnd trúarjátning tók fram. Og fyrir því urðu málalokin sennilega þau? er raun er á orðin. Því að. hitt hefir minnihlutinn a'lls ekki hirt um, að meiriblutinn fylgdi trúar- skijningi þeim, er greint er frá í íambandslögum eftir séra Friðrik, sem áður er getið. Þessi gömlu Tjaldbúðapafnað- arlög, sem tóku fraim trúarskilning andstæðinga séra Friðriks, hafa minnihlutamenn notað til að vinna málið og gera meirihlutann safn-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.