Heimskringla - 30.03.1921, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.03.1921, Blaðsíða 4
4 BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. MARZ, I92T HEIMSK RLNGLA (Sloínuft ISMJ) Kt'inur fit ti bverjuni iniíívíkudegl. f lKt»íeinlur t'K eísemlur: TH£ VIK aG PRESS, LTD. 72» SlfEKBROOKE ST„ WISJÍIFEO, MAN. 'l'alHÍmii -<V»*>7 Verf» hlaUnfnx er $3.00 flrifaiiRurlnn horx- ixt fyrlr fram. Ailar l»»»ríí:aalr Meniliwt rflhsni?:nul blnTSnlnM. Ritstjóri : G U N N L. T R. J Ö N S S 0 N Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON lltanAskrlft tll blatSsina: THK VIKING PRESS, Ltd., Box 3171, Wlnnipt'ít, Man. TtanSakrlft tll ritatjörana EDITIJIl HBIMSKRIJíGItA, Box 3171 AVinnipest, Man. The “Heimskringla” is prlnted and pub- lishe by tjie Viking Press, L,imited, at 729 Sherbrooke Street, Winnipeg, Mani- toba. Telephone: N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 30. MARZ, 1921 Norrisstjórnin og bændurnir Það virðist nú vera komið á daginn, sem marga grunaði, að bændaflokkurinn hér í fylkisþinginu, gæti ekki haldið saman til lengd ar; klofningur er nú auðsær á honum, og jafnvel allar Iíkur til að fullkomin sundrung verði innan skamms. í bændafiokknum hafa misjöfn og margbreytileg öfl verið samankom in, og los á ailri flokksfestu. Flokkurinn kall- aði sig raunar “óháða bændur”, og þeir hafa verið svo óháðir, að hver höndin heíir verið upp á móti annari, síðan á þingið kdm. Flest- ir hörðu þó búist við, að ftokkurinn yrði sam- mála um það, að vera á móti stjórninni, fyrir þá sök, að allir þingmenn flokksins að einum undanskyldum, voru beiniínis kosnir sem stjórnarandstæðingar. Vilji þeirra manna sem sendi J>á á þing, var að þeir yrðu stjórninni andstæðir og feldu hana, ef þess væri kostur. Þessi eini bændaþingmaður sem kosinn var af fylgendum stjórnarinnar, er Majór Rich- ardson frá Roblin; feldi hann ákveðinn stjórnarandstæðing, svo ekki var búist við miklum fjandskap við stjórnina frá hans hendi. Annar bændaflokksmaður, McKinnel, frá Rockwood, var áður starfsmaður stjórn- arinnar, og lá því megn grunur á að hann mundi henni frekar fylgjandi en hitt. Um aðra þóttust menn í engum efa; þeir voru margyfirlýstir stjórnarandstæðingar. Foringi flokksins, Robson frá Glenvood, hafði felt einn af dyggustu fylgismönnum stjómarinnar og notið óskift 'fylgi conservativa í kosning- unum. Sama gilti um flesta'Ua hina bænda- fulltrúana. , Á öndverðu hausti, höfðu bændaþing- mennirnir ráðstefnu með stjóminni, að henn- ar undir’lagi. Vildi hún fá samvinu þeirra á þinginu, og bauð að sögn bændaflokknum eitt r/ðherraembætti. En flokkurinn var þá gallharður, að tveim mörtnum undanskyldum, á móti samvinnu við stjórnina. Hafði flokk- urmn þá von um að mynda stjórn sjálfur, með stuðningi verkamanna. Raunar höfðu ’samkoimulagstilraunir milli þessara tveggja flokka, ekki beinlínis gengið greiðlega, og var því aðallega um kent, að verkamenn vildu ekkert hafa saman að sælda við Conserva- tiva, en fýlgi þeirra og samvinna í stjórnar- myndun, var nauðsynlegt, ef stjómin átti að jjeta myndast og starfað. En er Conserva- tive leiðtoginn iýsti því yfir, að flokkur sinn væri viljugur til að styðja bændastjórn, án {~ ;3 að 'hafa fulitrúa í hq^ni, þá þótti mörg- um iítill efi á því, að þannig löguð stjórn yrði mynduð, því varkamenn voru ekki ó- fúsir á að styðja hana þó þeir hefðu ekki full- trúa i henni. Þessir 'j flokkar vom kosnir sem stjómarandstæðingar, og það var skylda þcirra gagnvart kjósendunum, að fella Norr- istjórnina, og mynda nýja stjórn. Þennan í'kihiing virtist bændaflokkurinn hafa á mál- imura þá þingið kom saman. En úr-því fór að breytast veður í lofti. Stjórn var ekki hægt að mynda innan flokks- ins sjáifs, því ailir þóttust jafnsnjaliir, og eiga heimting á að verða ráðherrar. Af 1 7 manns sem f'Iokkurinn telur, vildu 15 verða ráðherr- ar, að því er fleygt helir verið. Enginn viidi fyrir öðrum víkja. Sáu menn þá að ekkert mundi g®t orðið úr stjómarmynduninni, því ekki gátu aílir orðið ráðherrar. Fór floks- áhaginn að dvína úr því hjá sumum, og fóru þeir að líta gimdaraugum til kjölkatlanna hjá Norris, og hugsuðu sem svo, fyrst að við getum ekki náð yfirráðum yfir þeim sjálfir. þá kannske getum við fengið bita hjá honum Norris, ef við komum honum til hjálpar. Og þeir fóru til hans og buðu honum fylgi sitt, og eins og nærri má geta var það þakksamlega þegið af stjórninni, það gaf henni von um framlenging veru sinnar, og það eitt var henni fyrir öllu. Fimm bændaflokksmenn munu hafa heit- ið henni fylgi sínu, óskiftu, og þrír hafa lof- ast til að bregða ekki fyrir hana fæti fyrst um sinn. í fyrri flokknum em auðvitað Richardson og McKinnél, sem virðast hafa verið duiklæddir stjórnarmenn frá því fyrsta, aðeins í bændaflokknum til þess að fiska fyr- ir stjórnina. Þá er leiðtoginn Robson, Em- mond frá S"'an River og Retcher frá Kilarney Hinir 3 hálfvolgu eru: Clubb frá Morris, Bo- vin frá IberviHe og Hrychochucih frá Ethelbert Allir sátu menn þessir leymfund með stjóm- inni um miðnætti þess 22. þ. m., og fara ýms- ar sögur af þeim pukurfundi — pg hörð rimma stóð út af honum í þinginu. Þeir af bændaflokknum sem telja má ein- læga stjórnarandstæðinga em; P. A. Talbot, Albert E. Kristjánsson, Guðmundur Fjelsted, Joseph Hamelin, Joseph Bernier, Little frá Beautiful Plains, Mabb frá Fisher, Yakimis- chak frá Emmerson og Duprey frá Carilon. Allir þessir menn hafa metið meira loforðin við kjósendurna en gufuna frá kjötkötlunum og bitavonina. Norristjórnin getur flotið í gegnum þingið, ef hún fær 6 bændaflokksþingmenn í lið með sér, 5 eru henni tryggir, að sagt er og 3 ekki óvinveittir. Á þessum þremur velta forlög hennar. Vér emm þess vissir, að þesi framkoma bændafokksfimm-menninganna, vekur óhug og gremju út um fylkiðpog hún verðskuldar hvorttveggja. Norrisstjórnina er ekki um að saka. Hver stjóm í hennar spomm hefði far- ið eins að, allar stjórnir vilja sitja eins lengi og þær geta, það liggur í hlutarins eðli. En þeir menn sem svíkja ffokk sinn og kjósend- ur sína til þess að lengja iífdaga stjómar sem fólkið hefir kveðið flpp dauðadóm yfir, em fyrirlitleg vesalmenni sem ætti sem fyrst að reka af hinutn pólitíska orustuvelli; þeir eru bæði sjálfum sér og öðmm til leiðinda og skammar. Bændaflokkurinn ættti sem fyrst að reka Robson frá leiðtogastarfinu og síðan úr flokknum, ásamt meðsvikurum hans. Það er betra að flokkurinn sé fámennur og heill, en fjölmennur og fullur af sora. íslenzk stjórmnál i. Heimskringla hefir jafnan haft þann sið, að fræða lesendur sína hér vestan megin hafsins um það er helzt væri að gerast í stjórn málum heima á ættjörðinni, og þeirri venju vill hún enn halda. Að sönnu er sjálfstæðis- baráttta um garð gengin og hitinn sem henni var samfara, kólnaður. Sjórnmálaflökkarnir gömlu em riðlaðir og afstaðan gerbreytt frá því sem áður var. Sjálfstæðisflokkurinn gamli, er þó ennþá við lýði, en þingsveit hans er orðin fámenn, margir úr henni gengn- ir yfir í bændafiokkinn, eða framsóknarflokk- inn, eins og hann kaflar sig og allmargir telja sig utanflokka; er það hin svonefnda “langs- um”-sveit, eða kaupmannaliðið, sem nú ber á sér utanfiokakkápuna, en undir hana hafa smeygt sér meiribluti heimastjómarflokksins gamla. Sjáífur er hann nú ekki lengur með Iífsmarki, að séð verður. Þeir úr honum sem ekki em í kaupmannaflokknum, hafa gengið yfir í framsóknarflokkinn, eins og t. d. Mag- nús J. Kristjánsson, þingmaður Akureyringa og Stefán Stefánson í Fagraskógi. Af sjálf- sjálfstæðisflokknum gamla, eru þessir helztir eftir: Sigurður Eggerz fyrv. ráðherra, Bjami Jónsson frá Vogi, Benedikt Sveinsson, Kari Einarsson og Hákon Kristófersson frá Haga. Stærsti þingflokkurinn er því kaupmanna- fiokkurinn, sem “Tíminn” kallar, en sesn hef- ir ekkert nafn tekið sér enn sem komið er, kallar sig aðeins utanfiokka, og er það all- einkennilegt að meirihluti þingsins, og það einmitt sá hlutinn sem stjómina styður, skuli ekki sigla undir neinu flokksnafni. Hin ís- lenzka pólitík, hefir verið ærið losaraleg, og eru það helzt verzlunarmálin, sem nokkur á- kveðin skifting hefir orðið um. Eru það aðal- iega kaupfélagsmenn sem fylla framsóknar- flokkinn, en fylgilið sítórkaupmanna, sem eru í utanflokkasambandinu. Má telja helztu mennina í því: Jón Þorláksson verkfræðing, Jakob MöIIer, Gísla Sveinsson, Björn Kristj- ánssím og séra Sigurður úr Vigur. Ekki munu sumir af þessum mönnum sérlega mikla ást til stjcrn.irfor'mannsins, Jóns Magnússanar, cn fjármálaráðgjafmn Magnús Guðmunds- scn er þeim kær og munu þeir ’hans vegna ckki bregða fæti fyrir stjórnina. Hinir eigin- legu stjcrnarar.dstæðingar eru framscknar- flokkuurinn og sjálfstæðismenn. Ýms mikilsvarðandi mál eru nú á dagsskrá ihinnar íslenzku þjóðar, og mun alþingi að þessu sinni fá að fjaila um flest þeirra. Sjórn- arfrumvörpm sem lögð hafa verið fram í þinginu eru um 30 alls, og þó mörg þeirra séu léttvæg, þá eru einnig önnur sem mikla þýð- ingu hafa. Sérstaklega er þessu þingi ætlað að taka skattamálin til meðferðar. Önnur helztu frumvörpin, auk fjárlaganna, eru vatnalaga og vatnsorku-sérleyfafrumvörpin, nokkur einokunarfrumvörp og frumvarp um i seðlaútgáfu. Þó frumvörp þessu séu ekki stórpólitísk, eftir því sem venjan er, þá eru þau næsta merkileg, og til þess að lesendum- ir geti fengið gleggri hugmynd um það sem nú er að gerast á Alþingi, skal rauði þráður- í inn í helztu frumvörpunum rakin hér að nokkru: | n. Fyrst koma þá skatttafrumvörpin, þau eru t 6 talsins. 1 Frv. um fasteignaskatt mælir svo fyrir, að ! skatt skuli greiða í ríkissjóð af öllum fast- eignum í landinu, af virðingarvefði þeirra eft- ir fasteignamatslögunum, 3 af þúsundi af jarðeignum, þurrabúðum, grasbýlum, lóðum | og lendum, bygðum og óbysjðum, jarðítök- um og hlunnnindum, sem em fráskilin jörðu, : en 2 af þúsundi af húsum öl'lum, ti! hvers sem i þau eru noluð. Skatturinn greiðist af virð- I ingarverði fasteignanna án þess að áhvilandi veðskuldir séu dregnar frá. — Eins og nú er. I er húsaskattur um 43 þús. kr. á ári en ábúð- arskattur uim 60 þús. kr., en fasteignaskattur þessi, sem á að koma í stað þessara skatta, er áætlaður um 239 þús. kr. á ári, eða meira en helmingi meiri. Það er sérstaklega athugandi við frv. þetta að fasteigr.askatt þenna á aðgreiða af virð- ingarverði án tillits til áhvílandi veðskulda. Frv. um tekjuskatt og eignarskatt mælir svo fyrir, að hver maður, sem er heimilis- fastur eða hefir tekjur af atvinnu eða eign hér á landi, skuli greiða skatt í ríkissjóð af þeim tekjum (eignar- og atvinnutekjum í einu lagi) og auk þess skatt af skuldlausri eign j sem er meira en 5 þús. kr. virði. Skatta þessa i greiða líka öll hlutafélög, samvinnufélög og j önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, gagn- , kvæm ábyrgðarfélög, kaupfélög, smjörbú. I sláturfélög og önnur samvinnufélög. — Tekju skattur einstakra manna og ínnlendra félaga án innborgaðs hlutafjár, svo sem útlendra fé- laga, er ákveðinn þannig: 10 kr. af fyrstu 1000 kr. skattskyldra tekna, 2% af næsta þúsundi, 3% af þriðja, 4% af fjórða o. s. frv.., 7% af sjöunda og áttunda, 8 af níunda og tíunda, 9 af 1 1.— 15. þús., 10 af 16.—20 þús., hækkandi síðan um 1 % með hverjum tug þúsunda upp í 30 þús., en tvö næstu skattLil ná yfir 25 þús., og næstu tvö yfir 50 þús. og hækkar skatturmn um 1 % á hverju og sfðan úm 1 % á hverju hundraði þús- unda, sem tekjur nema, upp í 25 % (af því sem er umfram 900 þús.), og verður þá skattur af 1 miij. kr. tekjum full 200 þús. kr. — Skattur félaga með innborguðu hluta- fé, stofnfé eða tryggingarfé, er ákveðinn eftir því hvað skattskyldar tekjur slíkra fél. eru miklar í hiutfalli við inrtborgað fé o. s. frv.„ þannig: 5% af 2% arði, lOpercent. af því sem arðurinn er meiri en 5 % alt að 10%, 20% af þeim hluta arðsins, sem er umfram 10% af hlutafénu, alt að 20%, 25 % af því sem arðunnn er meiri en 20%, alt að 50%, og 20% af þvhsem arðurinn er þar fram yfir. — Skattskyldar eru allar tekj- ur af atvinnu og eign, hverju nafni sem nefn- ist, ágóði við sölu á fasteign eða lausafé, ef ætla má að eignin hafi verið keypt í því skyni að sélja hana með ágóða, vinningur í veðmáli, happdrætti eða því um líku. — Til skattskyldra tekna félaga telst ekki að eins það, sem félögúm er úthlutað sem vext- ir eða arður af innborguðu fé, heldur einnig afborganir af skuldum, óvenjulegar fyrning- ar og yfirfærslur á tekjuafgangi í varasjóð o. s. frv. Kaupfélög, sem aðeins selja félags- mönnum, mega þó draga frá það, sem úthlut- að er félagsmönnum í áKslok í hlutfalli við vörukaup þeirra..— Frá skattskyldum tekj um ber að draga allan reksturskostnað, er fer til þess að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við, vexti af öllum skuldum gjald- anda (4% af hlutuafé félaga), iðgjald af lífeyri, sem skattgreiðandi er skyldur sam- kvæmt lögum að tryggja sér eða konu sinni:, tilsvarandi iðgjöld, sem greidd hafa verið, má og draga frá tekjum annara manna, þó þeir séu e'kki skyldir að tryggja sér eða konu sinni, tilsvarandi iðgjöld, seln greidd hafa verið, má og draga frá tekjmm annara manna, þó þeir séu ekki skýldir að tryggja sér sh'kan ’ífeyri en ekki iðgjölH af almennum hfsábyrgðum. — Með reksturs- kostnaði atvinnurekanda telst ekki iþað, sem hann hefir varið sér eða sky'iduhði sínu til framfæris og not kunar né kaup handa^ honum. Skattfrjálsar eru 500 krónur af hreinum tekjummanna og áuk þess 200 kr. framfærslueyrir fyrir hvert barninnan 14 ára, og aðra skyldu- omaga. — Eignarskatturinn, sem greiða skal af skuidiausri eign, auk skatts af eignartekjum, er ráð- gerður 1 af þús. af fyrstu skatt- skyídu 10 þús., 1,2 af þúsundi af því sem eign nemur meira en 15 þús. alt að 20 þús., 1,5 af þús. næsta tug þúsunda, 2 af þús. af næstu 20 þús., 3 af þús. næstu 50 þús., 4 af þús. næstu 100 þús., 5 af næstu 300 þús. (upp í /i milj.) 6 af næstu 500 þús. og 7 af því, sem er umfram 1 miljón. Sam- kvæmt þessu verður eignarskattur af 1 milj. 5121 kr. auk tekjuskatts ins. — En samanlagður tekju- og eignar-skattur af einnar miljón kr. eign, sem gæfi af sér 5 %, yrði rúml. 10 þús. kr. — Tekju- og eignarskattinn má hækka eða lækka með ákvæði í fjárlögum, um eitt ár í senn, eftir ástæðum. — Ekkert er um það áætlað, hve mikl ar tekjur þessir skattar muni gefa ríkissjóði, enda er það að miklu leyti undir því komið, hvernig tekst að framkvæma lögin, hvem- ig tekjuframtalið verður, en það verður lögskipað og um það ströng ákvæði. En mikils þarf með, því að tii þess mun ætlast, að útflutn- ingsgjald^af útfluttum vörum falli mður, nema útflutningsgjald af síid. Frv. um erfðafjárskatt “hvíl- ír á sörnu undirstöðu, sem gild- andi lög”, en breytingar þær, sem með því er farið fram á, eru gerð- ar í þeim tilgangi, að auka tekjur ríkissjóðs; annarsvegar með hækk un skattsins á niðjum arfleifanda, og þá einkum er um háar fjárhæðir er að ræða, þannig, að skatturinn af fyrstu 1000 kr. verði 1 /4 % í stað 1 og einn tíunda per cent. og hækki síðan um /4 % í stað einn tíunda per cent. með hverju þús- undi, og upp í 10% í stað 5% ; hmsvegar með ákvæðum, sem eiga að tryggja nákvæmara framtal til skattsins. — Með þessuim breyting- um er áætlað, að skattur þessi nemi næstu árin um 50 þús. kr. ár- Jega. — Árið 1917 nam hann 13400 kr., 1918: 11900 kr. og 1919: 73100 kr. Frv. um lestagjald af skipum fer fram á að lögleiða nýjan skatt af öllum skipum, sem skrásett eru í landinu, 12 smál. br. eða stærri, og er skattur þessi ráðgerður 2 kr. af brúttósmál. Frv. um stimpilgjald á að koma í stað núgildandi stimpijsgjaldslaga sem fafla úr gildi í árslok 1921. Samkv. þeim lögum voru ekki önn- ur skjöl stimpilskyld en þau, sem þinglesin eru eða á einhvern hátt afgreidd af opinberum starfsmönn- um eða lánsstofnunum, en sam- kvæmt frumvarpinu nær stipilskyld an jafnt til allra skjala, án tillits til þess, hver þau á eða afgreiðir; þannig verða t. d. afsalsbréf og kaupsamningar stimilskyld, þótt ekki séu þinglesin, víxlar, þótt þeir séu ekki seldir bönkum o. s. frv.— Yfirleitt er frv. sniðið eftir stimpil- Iögjöf nágrannáþjóðanna, og er ekki ástæða til að rekja það hér í einstökum atriðum, enda yrði það of Iangt mál. — Tekjur ríkissjóðs samkv. frv. þessu eru áætlaðar /2 fmi'lj kr. á ári; árið 1919 nam stimp ilgjaldið rúmlega 1 milj., eij stimp- ilgjaid af farskírteinum um útflutt- ar vörur, á að fallá niður. Frv. um útflutningsgjald af síld ....Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmameÍJaliíJ. Lækna og gigt, bakverk^ hjartabilun, þvagteppur og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan e?Ja 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl. um eða frá The Dodd’s Medicine Co. Ltd., Toronto Ont............. °- Þar er útflutningsgjald áf síld ákveðið 3 krónur af hverri tunnus eins og nú, útflutnmgsgjald af fóðurmjöli og fóðurkökum kr. 1.50 af hverjum 100 kg., og af á- burðarefnum 50 au. af 100 kg. — I aths. við frv. er það tekið frarn, að við endurskoðun skattlöggjaf- arinnar háfi það orðið ofan á, að reyna að losna sem mest við út- fiutuningsgjóld, ein'kum nú fyrstu árin meðan afieiðingar heimsstyrj- aídarinnar eru tilfinnanlegastar og helzt til Iangframa, því að slík gjöld muni fremur draga úr fram- ieiðslunni, en nú beri að leggja mikia alúð við a ðauka hana. Það sé þó naumast eins mikil ástæða til að íeg^ja kapp á að auka frarn- leiðslu síidar eins og annara af- urða, bæði af því að hún sé ekki enn neyzluvara hér innanlands og þó einkum af því, að erlendi mark- aðurinn sé all-takmarkaður, og loks sé þess að gæta, að útflutn- íngsgjaid af síid sé sá skatturinn,. sem útlendingar greiði hlutfalls- lega mest af, en síldveiðarnar dragi mjög vinnukraftinn frá hin- um atvinnuvegunum. — Útflutn- ingsgjáldið af fóðurmjöli, kökum oð aouröarefnum á að stuðla að því, að þær vörur séu ekki fluttar út, heidur notaðar í landinu. Frv. um aukatekjur ríkissjóðs. fer fram á talsvertða hækkun á gjöidum fyrir opinber verk, svo sem dómsmáia'gjöld, gjöld fyrir fógetagerðir, notarialgjöld o. s„ frv. Þó eru ekki hækkuð þau gjold. sem miðuð eru við verðiag (svo sem þingiestrargjöld og uppboðs- gjald), því að þau hafa hækkað sjáífkrafa með hækkandi verðlagi og dýrtíð. Frv. um einkasölu á tóbaki og á- , fengi er í því skyni komið fram, að auka tekjur ríkissjóðs með “kaup- mannaágóða” af tóbaks- og vín- íangaverzlun í stórum stíl, auk lög- ákveðinna tolla af joessum vörum. “Álagning” á vörur þessar er ráð- gerð 15—50 af hundraði á tóbaki, en 75—100 á vínföngum í heild- söiu, en verzlunin á að eins að selja vörumar í heildsöiu til kaupmanna og kaupfélaga, og bætist því við verðið álagning smásaia og má gera ráð fyrir því, að útsöluverð á þessum vörum mundi hækka ait að því sem svarar heiidsöluálagning- unni eins og frv. ráðgerir hana. Ráðgert er þó, að landsstjórnin geti sett hámarksverð á vörurnar í smásölu. — Tekjur ríkissjóðs af þessu eru áætlaðar ekki minni en /2 miljón kr. á ári — þar af alt að 400 þús. af vínfangaverzlun- inni. — Um vínfangaverzlunina er það tekið fram í aths. við frv„, að það sé alkunnugt, að vínföng (til lækninga) hafi verið seld óþarf- lega dýrt (af lyfsölunum). Lyfsal- ar ættu því að hafa haft eitthvað töluvert meira í hreinan ágóða af vírtfangaverzluninni undanfarin ár, en ráðgert er að ríkissjóður hafi, þ. e. líklega talsvert meira en /2 miljón kr. á ári! — Það væri fróð- legt að athuga tékjuskattsskána til samanburðar. Frv. um einkasölu á lyfjum er ekki, að minsta kosti ekki í orði

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.