Heimskringla - 24.08.1921, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.08.1921, Blaðsíða 4
«4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINiNfPEG, 24. AGOST 192F HEIMSKRINQLA í Stofnnð 1KK6) Krmur út ft bverjum inllivikudesi. Ctgefeadur og eigendurs THE VIKING PRESS, LTD. 72» SHEKBROOKK ST, WHMPEG, MAM. TialNÍmll AÍ-6.Tt7 V.rit blanNfnx tr S.'J.**0 «nt*n*urln» bor»- iat fyrir fram. Allar borKanir sendiat rittHmannt Muttulna. Ráðsnxaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON ttnntUkrift tiL blaftnlnK: TIIE VIKIMG PBEISS, I.td., Box 3171. vrianlnre. Mnn. TJtanAnterlft til ritHdiAraiw EDfTOK H1SIM9KB.ISGL.A. Box 3171 WlnlltO, Mam The "HaimBkrfaKla'' W" prlntad and pub' ltshe by the Vtklae Prens, l.lmitad. at 729 Bhanbnooke atreet, Wlnnlpes. Manl- teba. TelephoBe: N-6637. WINNIPEG, MANITOBA, 24. ÁGOST 1921 Irsku málin, Eitt af þeim málum sem um langt skeið befir vakið afar mikla eftirtekt út um allan heim, er Ira-málið. Og t>6 er álita mál, hvort sú athygli hefir nokkru sinni verið eins mikil og einmitt nú sem stendur. Orsakirnar til þess eru friðar tilraunir þeirra Lloyd George og Eamonn de Valera. Eins og áður hefir verið getið í þessu blaði, drógu Bretar upp skilmála sem þeir ætluðust til að friður yrði bygður á við Ir- land. Voru de Valera sendir þeir, og bar hann þá upp á þingi lýðveldismannanna írsku (Dail Eireann-þinginu). Var með óþreyju beðið eftir svari þingsins. Er það nú komið en er ekki til mikils fagnaðar fyrir þá sem við friði bjuggust, því það neitar að samþykkja skilmála Bretlands. Með því að vér búumst við að ýmsa les endur blaðsins fýsi að heyra, hvernig þ>eir brezku skilmálar voru og svarið sem de Val- era í nafni þingsins á Suður'Irlandi sendi aftur brezku stjórninni, skal hér sagt frá helztu atriðum bæði skilmálanna og svarsins En áður en að farið er út í skilmálana skal athygli dregið að því, að það er ekki alt Ir land, sem aðskilnað við Bretaveldi þráir Það eru Suður-Irar sem fyrir því hafa barist en Norður-Irar hafa verið á móti honum. Af sögu Ira má sjá, að útlendar þjóðir hafa stöð- ugt verið að reyna að ná yfirráðum í landinu yfir Keltum, sem voru fyrsta þjóðin, er sögur fara af að bygði landið. Eru þeir komnir sunnan að, frá Spáni, í fyrstu; þeir voru listfeng þjóð; káþólska hefir við afkomend- ur þeirra loðað. En aðkomu þjóðimar hafa bæði verið Norman-Saxar og Engil-Saxar, eða þær þjóðir, er bólfestu tóku sér á Eng- landi og Skotlandi. Þeir hafa frá því er saga Irlands hófst átt í þófi við Keltana út af yfirráðum landsins. Og þeim yfirráðura náðu þeir snemma. En þegar þeir voru seztir að á Irlandi, blönduðust þeir skjótt Keltum, og tóku þá saman höndum við þá að verjast út- lendum stjórnum, er áfram héldu að seilast í yfirráðin á írlandi; töpuðu Irar oftast og settust þá á ný útlendir menn að í landinu. Og þannig er Irland undir Bretland komið. Að því er Ira nú snertir, virðist keltneski andinn betur hafa haldið sér í Suður-írlandi en í norður hluta landsins, encja varð það að- setursstaður aðkomuþjóðanna. Og þaðan hafa Bretar stjórnað Irlandi. Ibúar norður hlutans virðast ekki enn hafa grafið þann anda, sem í öndverðu tengdi þá við þjóðina, er þeir eru komnir af. Og þaðan mun mótþró- inn, sem nú á sér stað í þeim hluta landsins, á móti aðskilnaði við Bretland vera sprott- inn. Enda lagði Lloyd George söguna og af- stöðu Irlands í landfræðilegum skilningi til grundvallar fyrir sátta-skilmálum sínum við ra. En hvernig eru nú skilmálar hans? Efni þeirra raðar hann niður í sex kafla; er inn- takið úr hverjum þeirra sem hér segir: 1) Brezku þjóðinni er það éindregið á- hugamál að friði verði komið á milli írlands og Bretlands. Hún álítur það ákjósanlegast fyrir heill og samvinnu bæði ríkisins og ír- lands, og sem friðar tryggingu út á við fyrir Brezka-veldið, að írland sættist við Bretland með því skilyrði, að því sé veitt sömu réttindi og nýlendum Breta; lúti ríkis eða konungs- sambandinu, en hafi að öðru Ieyti sömu skyld ur og réttindi og þær. 2) Nýlenduþjóðir Breta, eru ekki af brezk- um ættum allar, heldur eru þær komnar af ólíkum þjóðum með öðrum hugsunarhætti, háttum og siðum. Og það hafa erjur staðið yfir í fyrstu á milli þeirra út af sambandi þeirra við Breta. En þær erjur hafa horfið með tíð og tíma. Tökum Canada til dæmis. Canadiska þjóðin er fyrir löngu búin að leggja niðúr og gleyma því er forfeður þeirra greindi á um í þessu efni. Stiður-Afríka, Transval-lýðveldið og Orange fríríkin hafa gengið í nýlendu-sambandið og stofnað sjálf- stjórnar ríki hjá sér undir brezkum konungi og ekki aðeins una, heldur unna nú því sam- bandi. Með þessum þjóðum býður Bretland írsku þjóðinni að setjast á bekk. Að hún geti unað og unnað því sambandi, sem þær, finst oss líklegt, því í sjálfu sér er Irland nánara tengt Bretlandi írá sögulegu og landfræði- legu sjónarmiði en þessar nýlendi þjóðn voru. Taki- írska þjóðin þessu, fær hún alger ráð yfir fjármáluni sínum, sköttum, dóm- ;ic!um, innanlands her, lögreglu, póstmálum, mtntamáíum, jarðamaium, akuryrxjr- náma- skógs- og bygginganTií'L’m, atvinnu- verzl- unar- og heilbrigðismálum, lífsábyrgðar- trygginga og vínbannsmálum; fer með þessi mál að öllu leyti sem nýlendurnar gera. 3 og 4) Ef Brezka-veldinu eða einhverjum hluta þess er sýndur yfirgangur, heitir það því allri þeirri vernd sem það getur í té látið, Irlandi sem öðrum hlutum þess. Álítur Bret- land það svo stórt atriði, að því finst að því er Irland snertir, að það sé í þess stað skiit, að styðja ríkið með því að leyfa sjóher þess alla umferð í kring um Irland og, að leggja flota sínum á hafnir þess; einnig að leyfa því að setja stöðvar á landi að því er loft- ferðir í friði eða ófriði snertir, sem Irland liggur svo vel við. Ennfremur að verzlun Breta og siglingar séu óhindrtðar og að eng- inn tollur sé þar ^tjur í veg fyrir, sem á milli útlendra þjóða. Að Irland beri sinn hluta af herkostnaði Brezka-veidisins nú áföllnum, sem að undanförnu og geri það áfram á sama hátt og nýlendurnar, og Ieyfi íbúum af frjáls- um vilja, að ganga í her ríkisins til varnar Brezka-veldinu. Einnig að innanlands her Ira verði takmarkaður í samræmi við friðar hug- myndina sem nú vakir fyrir öllum þjóðum. Er Irum þætti her tillag sitt til Breta-veldis ins of þungt og ósanngjarnt, gæti dómnefnd sem kosin væri innan Brezka-veldisins skorið úr því. 5) Að Norður- og Suður-írland sættist og vinni í sameiningu; að Suðurrþing þeirra viðurkenni gerðir Norður-þingsins og þjóðin taki öll höndum saman um mál sín; að hvor- ugur hluti hennar sé þvingaður af hinum. Slík sameining eigi sér þar stað, sem orðið hafi án blóðsúthellinga í Canada, Ástraiíu og Suð- ur-Afríku. Bindist írska þjóðin ekki órjúfandi þjóðbandalagi innbyrðis, muni aðrar þjóðir aldrei setja sig úr færi, að láta sig mál þessi skifta á víxl. 6) Komi Irar allir sér saman um mál sín heima fyrir og sérstaklega um þetta sjálf- stæðismál, muni Bretar ekki standa á móti kröfum þeirra. Þetta er í mjög víðtækum skilningi sátta- undirstöðu atriði Breta. Viðurkenni Irland þau, verða smærri atriðin tekin fyrir og skýrð fyrir þeim. Svar Eamonn de Valera (og Dail-Eire- ann þingsins) við þessu er á þessa leið: Vér gátum þess við yður (Lloyd George), á fundinum í Englandi, að írska þjóðin eða Suður-þing írlands, mundi ekki ganga að sátta-skilmálúm Bretlands. Þjngjð hefir nú staðfest þau orð vor. Samningarnir eins og þeir eru settir fram, eru ekki í samræmi við sjálfa sig, og erfitt að átta sig til fullnustu á þeim. Að því leyti sem þeir viðurkenna Ira sérstaka þjóð, erum vér þakklátir fyrir þá og samþykkir þeim. Skilmálarnir fara talsvert í kringum efnið, en fjalla um heima mál vor, sem oss virðist ekki liggja fyrir að gera þyrfti. Réttur Bretlands til að ráða framtíðar ákvörðunum írsku þjóðarinnar, er ekki bygð- ur á nægilega viðteknu lögmáli. írland hefir sjálft sögulegan rétt til þess. Og það hefir í lagt svo mikið í sölurnar fyrir hann, svo mörg j um mannslífum offrað, að hann verður aldr- ei eftirgefinn. Vér álítum hvorki Bretland né neina aðra þjóð eiga kröfu til hans, sjálfum sér í hag. írsku þjóðinni þykir framtíð sinni ekkert borgnara, þó hún láti flækjast inn í alþjóða- mál, hvort sem að þau lúta að sjálfsVernd Brezka-veldisins eða ekki. Það er ósam- kvæmt írskum hugsunarhætti og væri líklegra til að sundra þjóðinni en sameina hana. Smáríkin í Evrópu hafa mörg hætt á þetta sama og fyrir írum vakir. Þau láta sig utan- landsmál ekkert skifta. og eru ekki áreitt af stórveldunum með stríði. Kröfur vorar eru í samræmi við þeirra. Að því er sundrungu Norður- og Suður-ír- lands snertir, erum vér þeirrar skoðunar, að hún hverfi bá fyrst, er Bretland Ieysir það undan hervaldi sínu og yfirráðum, en lofar því að stjórna sér sjálfu. Ótti B'retlands útaf því að útlent hervald noti írland sem bæki- stöð, til þess að sækja Brelland heim, virðist ástæðulaus. Þó írland yrði sjálfstætt, oss gæti það samið við Bretland og trygt því einu þann rétt eins fyrir því. Blekkjandi virðist oss nýlenclu-réttur ír- lands vera. Vegna sögu og legu írlands getur hann aldrei orðið samur fyrir það og nýend- urnar; þær eru svo fjarri Bretlandi, að það nýtur þess réttar ekki í þeim eíns og það gerði á Irlandi, sem er svo nærri. Alger lausn Irlands mundi ekki meira en vega upp á moti þeim mismun. írland er skyldað til að styðja Bretland með hervaldi. Það gæti orðið oss svo þungt að landið fengi ekki risið undir því. I Ný- endu samningum Breta er ekki minst á þetta. Væri þessi krafa Breta bygð á vernd, á sama hátt og alþjóðaskapir vernda smáþjóð- ir fyrir yfirgangi stórþjóða og gera út um deilumál þeirra á friðsaman hátt, en létu svo ekki borga þá vernd með því að leggja til hers þeim, þá væri ekkert út á vernd þess að setja. En eins og hún nú kemur fram, er hún oss of dýr. Viðskifti vor við Bretland geta verið hin sömu, þó kröfur vorar séu heyrðar. Er auð- velt að tryggja það með samningi. Skuldir ríkisins áfallnar mun íriand bera að sínum hlut. Ef snurða yrði nokkur á því að þær þættu sanngjarnar, gætu óviðkom- andi menn svo sem Bandaríkja forseti skorið úr því. Um sættir írsku þjóðarinnar heima fyrir, gæti frland sjálft séð. Undir eins og Bretland hættir að láta sig mál frlands skifta, er sú sætt fengin. Engin kúgun mun verða þeirri sætt samfara frá Suður-fra háfu. Að því er takmörkun hernaðar senrtir, er- J um vér hjartanlega sammáia. Vér erum reiðu- búnir að samþykkja alt sem réttvísi mælir | með, frá yðar hálfu. Að endingu endurtökum vér það, að það , er algert sjálfstæði sem vér krefjumst. Og | frlandi er ekki annara um annað en það að friður og eindrægni og góðvilji ríki milli þess og Bretlands. Brautin til friðar stendur enn opin til sátta, þótt vér getum ekki samþykt skilmálana, eins og þeir eru. Þessu bréfi de Valera, svaraði Lloyd Ge- orge aftur og er innihaldið sem hér segir: Bretland getur ekki orðið við þeirri kröfu, að veita írum algeran aðskilnað eða lausn úr konungssambandinu. Til þess eigi báðar þjóð- ir of mikið sameiginlegt. írland hefir sent fulltrúa til BrezkaJþingsins í 100 ár og allan þann tíma hafi frar verið fúsir að veita Bret- andi aðstoð í ófriði. Fjöldi fra ann Bretlandi og er bundið því óslítandi böndum. Þess vegna getur Bretland ekki annað en skoðað írsku þjóðina annað og meira en hverja út- lenda þjóð. Vér lögðum þetta til grundvallar í skilmálum vorum að því er hina sögulegu hlið þeirra snertir. En hugmyndir yðar virð- ast ekki á þeim bygðar, þótt oss kæmi sam- an um söguna sem grundvöll að byggja sætt- ina á á fundinum. f öðru lagi Iítið þér svo á, sem um enga misklíð sé að ræða á miili írsku þjóðarinnar innbyrðis.Þetta er grundvallarlaus staðhæfing eins og sumt fleira í svari yðar. Það væri um ekkert einingarleysi að ræða milli Irlands og Bretlands, ef þetta ætti sér ekki stað. I sátt- mála vorum er það tekið fram, að ef Norður- og suður-frland komi sér saman í sjálfstæðis máli sínu. skyldi það undir eins veitt af Bret- um. » Framtíðar ákvörðunum írsku þjóðarinnar sjáum vér ekki að sé neitt hnegt í skilmálun- um. Þeir eru þær rýmilegustu réttarbætur er frland hefir nokkurn tíma átt kost a. Þær geta ekki annað en orðið til þess, að efla þjóðina írsku, ef hún fer rétt með þær sem ekki er að efa og slá birtu yfir framtíð henn-1 ar. En vér erum langt frá alheims friði enn,'1 og hagur Bretaveldis og Irlands, er enn undir því kominn, að það samband, sem helzt sé ekki slitið. Afstaða Craigs, forsætisráðherra í Ulster og leiðtoga Norður-manna á frlandi, virðast ekki alveg í samræmi við stefnu de Valera, enda hafa þeir lengi kemt grátt saman. Telur hann Norðan-menn eindregna á móti Sinn Feinum og segir, að ef til komi að de Valera fái sínar kröfur uppfyltar, horfi ti! innanlands ófriðar og stríðs á frlandi. Og svt> fast situr hann við sinn keip, að hann vildi ekki mæta de Valera á fundi, er reynt var að koma á til þess að þeir gætu komið sér saman um einhvern milli veg til þess að sameina írsku þjóðina. Smut frá Suður-Afríku skrifaði de Valera bréf og hvetur írsku þjóðina til að taka boði Breta. Segir hann skilmála þeirra svo rúma, að írlandi sé miklu meira með þeim fengið í hendur, en Suður-Afríku hafi nokkurntíma verið gert. Hann segir ástandið eigi ólíkt fyrir ír- landi nú og verið hafi fyrir Suður- Afríku. Eftir að hafa kostað til stríðs, hafi þeir fengið réttarbætur sem uppfyltu kröfur þeirra eins vel og þær er þeir börðust fyrir, þó í annari mynd væru og væru veittar af Bretum. Hvatti hann fra að hyggja nú sem vandlegast að öllu. 1 Biaðið “Times” í Lundúnum heldur að Bretland fari ekki lengra í þessu efni en það er komið. Á- lítur blaðið það svo óviðjafnan- legt, að það skilur ekkert í hvað frland hugsar, að taka því ekki. Þó að hér sé fljótt yfir sögu farið, og bréf þeirra Lloyd Ge- orge og og de Valera geti ekki öll verið birt sökum þess hve löng þau eru, gefur þetta sem hér hefir verið tekið fram úr þeim nokkurn- veginn fulla hugmynd um innihald þeirra. Þótt þessir menn séu ekki enn þá sammála, og orðsendingar þeirra séu alvarlegar, er ekki tekið fyrir að sátta tilraunirnar geti hald ið enn áfram. ----—o-------- Árensli. ....Dodd’s nýrnapiTliir eru bezta nýrnBme’Salfö. Lækna og gigt, bdkverk^ hjartabðan, þvagteppu. og önn«r veikindi, sem rtafa frá nýrmum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fáat hjá öilum lyfsöL «m e'Ön frá Tbe Dodd’s Medicine Co. Ltd., roronto, Ont.............. önnur senrtir, hve þung og veiga- mikil ábyrgðin er í raun og veru, sem stjórnin á]ítur sig bera. Það er svo sem auðþekt ástfóstrið, sem hún ber til þessarar dygðar sinnar, þegar kemur til að sýna hana í verki. Á nokkrum stöðum hefir tals- vert borið á árensli hér í Mani" toba fylki í sumar. Hefir flætt yfir akra á sumum jörðum svo, að upp skeran hefir eyðilagst. Sem nærri má geta, er það þeim mjög til- finnanlegt er fyrir því hafa orðið. Ef hægt er að koma í veg fyrir slíkt, án þess að fylkið kosti það afarmikið, virðist sem fé þess væri ekki á annan hátt betur varið en með því að afstýra þessu. Enda er það fyrir l°ngu viður- kent og fylkinu hefir, með það fyrir augum að ræsa það fram, verið skift í héruð, sem taka á fyrir eftir þörfinni og þurka upp. j Félagi nokkru hefir einnig verið selt verkið í hendur og á það að sjá um allar nauðsynlegar fram- kvæmdír í þessa átt. En nú á árensli sér enn stað, og hefir leitt af því mikið tjón á upp- skeru í grend við Sperling og ef til vill víðar. Nokkrir bændur þar hafa algerlega tapað uppskeru sinni að sagt er. Hvað eiga þeir að gera? Hvort sem þeim reynist það nú farsa^jlt eða ekki, hafa þeir farið fram á það við fylkistjórnina, að borga sér nokkrar skaðabætur, því það sé hvort sem er hennar eftirlits- leysi að kenna að svona fór. En það þurfti nú ekki annað en að segja sæl vertu við hana eða hitt þó heldur. Eins og vænta mátti verður þaðan ekki að tala um neina ásjá. Og afleiðingin af því er nú það, að bændur þarna í grend við Spreling munu vera að hefja mál á móti stjórninni og fé- laginu sem um framkvæmdir á ræslunni átti að sjá. Skaðabótakrafan sem bændur fara fram á nemur $1,000,000, og mun lögmannafélag hér í bæn- “Berg”~mál. “Þú ert Bergur kosta klúr.” ÞaS var rétt' fyrir lslendinga. daginn. iEg var staddur í Winni- peg. VeSriS var yndislegt. LoftiS var heiSskírt. RykiS lá óhreyft á götuntim því logn var. FriSur og ró virtist hvíla yfir öllu og öllum. E !g var á gangi á S'herbrookie. Street. Þar eru líkvagnar; þar eru legsteinar; þar er Lögberg, og þar er neftóbak. Og íslendingadagurinn fór í hönd. Nefndin hafSi beSiS mig aS flytja ræSu á þeim hátíSisdegi. Svo hátt hafSi mér ekki veriS tylt í Winnipeg áSur nema einu sinni. Og Jón hafSi ekki haft á móti því — aS hann segir. Mér fanst eg mi vera nær því en mér hafSi nokk- urntíma áSur auSnast aS vera, aS koma mér vel viS alla(I). En þaS var nú tæpast viS því aS bú— ast aS slíkt gæti staSiS lengi fyrir mér. Enda kom þaS yfir mig eins og þruma úr heiSskíru lofti þenn- an friSsæla dag — meSvitundin. um þaS aS eg væri ekki í virki- leika í sátt viS alla. Einbver 9em eg mætti á göt- unni rétti aS mér síSasta Lög'berg; (dags. 28. júlí). Eg sá stóra og fallega mynd af skáldinu Einari Benediktssyni á framsíSunni, og ætlaSi aS byrja þar aS lesa. Ent .maSurinn sem rétti mér IblaSiS vildi endilega láta mig byrja á fjórSu síSunni, og benti mér þar á greinarkorn meS fyrirsögninni: “ÞingmaSurinn í St. George.” Svo greinin var þá um mig. ÞaS hefir einu sinni áSur veriS skrifuS grein um mg í “Lögbergi”, svo eg muni. ÞaS var í fyrrasumar, rétt fyrir kosningarnar. Hún var nú um hafa málið með höndum fyrir ! ekki beinlínis lof, sú grein — en þá og hefir tilkynt stjórninni eitt-! svo var haS ^étt fyrir kosingar. hvað um það. En hún neitar því, J Nú voru engar kosningar í nánd. - ‘V _ _ _ I I 1 L * /1___Af _ NI01 Vv oooi nrro i n tro r náttnr1a*v-i olf að vera að nokkru leyti ábyrgðar full fyrir því hvernig fór og kveð- ur sig þar af íéiðandi ekki þurfa Nei, þessi grein var náttúrlega alt annars efnis. Nú var Islendinga- dagurinn í aSsigi. Jóni hafSi nátt- að borga eða bæta fyrir skaðann. j url®ga dottiS í hug aS vera nú En það ábyrgðarleysi mun mörg um koma hálf kynlega fyrir. Þeg- ar “óyndisgjörnu” mennirnir, sem Lögberg kallar, finna að einhverju í fari stjórnarinnar og henni þykir það lúta að því að veikja v°ld sín, þá stendur ekki á því að hún bregði skildinúm fyrir sig, þessari þvir.gandi ábyrgðar-skyldu, sem hún hafi samt lagt sér með glöðu geði á herðar, af því að það sé svo mikil nautn í því fyrir hana, að vera krossberi fólksins.. Að “óyndisgjörnu mennirnir” séu að hugsa um völd sé mjög viðurlita mikið, vegna þess að, ef þeir svældu þau úr höndum núverandi j orge, síðan hann komst í tölu lög- einu sinni sjálfum sér trúr, og skrifa um mig hæfilega stutta grein þar sem þaS skársta sem um mig yrði sagt skyldi tínt til, í því skyni aS efla samúSar-tilfinning- una, sem ríkja álti í River Park 2. ágúst, og svo til aS sýna vaS hann gæti þó látiS mena njóta sannmælis, þó þeir væru ekki skoSanabræSur hans á öllurr. sviS um. Og fyrirsögn greinarinnar benti í þessa átt, iþví þaS sem í henni felst tel eg mér til heiSurs. Svo Ias eg byrjun greinarinnar: “Þau hafa ekki veriS svo fá, af- reksverkin þingmannsins í St. Ge- stjórnar og tækju þau sjálfir, yrði það til þess að sökkva fylkinu í hafsjóa ósljórnar og einkum og sér í lagi ábyrgðarleysis. 0-jæja. Og það sýnir sig þá, að því er þetta atriði og reyndar m°rg gjafa Manitobafylkis.” Jú, hér var ekki um aS villast. ÞaS var Iof- grein um mig — og eftir Jón Bíld- fell — ritstjóra Lögbergsl ÞaS birtir ekki svo lítiS yfir framtíSar- vonum ÞjóSræknisfélags Vestur-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.