Heimskringla - 26.10.1921, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.10.1921, Blaðsíða 4
4. BLAÐSfBA HEIMSKRINGLA WINiNIPEG, 26.0KTÓBER I92Í HEIMSKRINQLA (Stofuuö 1886) Kemur öt A hverjum mlíSvikuáeg;!. Crtgcfeodur ok eisrendur: THE VIKíNG PRESS, LTD. 85» í»k 855 SARGE.\T AVE„ WIWII'EG, TalKlml: \-Hkí7 Ver® bla5hIim er $».60 flrRanffurÍHu barf- ÍMt fyrlr frnni. Allar borgaair aendfnt rfiöamaual blaöniiw. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON Vta»»ak.rift llli WiltlM: THE VIKIXU PRKSS, Lt4. B.l 91T1, Wl..lp< c, Nu. UtanBUvrirt tll rttatjS.au- EDITOR BRUfSKRINGLA, B«k 31T1 Wlaalpef, Naa. The “Heimskringla” is prlnted aal pab* lishe by the Viking Press, Límíteí, at 853 og 855 Sargent Ave., Winnipeg, Mani- tnba. Telephone: N-«S37. WINNIPEG, MANITOBA, 26. OKT. 1921. Þingflokkarnir á und- anlörnum þingum. Nú, þegar fer að líða að kosningum til sambandsþingsins, þykir ef til vill einhverj- um fróðlegt, að ryfja upp fyrir sér, hvernig afstaða flokkanna og fylgi hefir verið á und- anförnijm þingum, hvað mörgum mönnum hver þeirra hefir haft á að skipa, og hvernig hlutföllin hafa verið, að því er fylgi þeirra snertir, ,frá hinum ýmsu fylkjum landsins. Það er ekki þar með sagt, að af því sé ti hlýtar hægt að dæma, hvernig kosningamar, sem í vændum eru, muni fara. En þrátt fyrir það, mun margur grípa til þess og íhuga það með sjálfum sér, sem reynir að gera«sér grein fyrir úrslitum kosninganna. Og það yerða ef til vill ekki svo fáir, sem það gera. J Á kosningunum 1917 verður þó minna bygt í því efni. Þær snerust, eins og alla rekur minni til, um alveg nýtt atriði, sem áð- nr hafði ekki komið neitt til mála við kosn ingar. Það var stríðið, sem þá var á döf inni; og húgur þjóðarinnar var nálega óskift- ur um það, að friður fengist á eins hagkvæm an hátt og unt var og drottinvaldinu og her- lundinni þýzku yrði sýnt í tvo heimana. Þingmennimir, sem þá náðu kosningu, til- keyrðu annaðhvort stjórnarflokknum eða liberalflokknum. Óháðir þingmenn, sem síð- an 1896 höfðu ávalt haldið nokkrum sætum, féllu við þær kosningar úr sögunni að segja má. I byrjun þess þingtímabils, sem var hið 13, í sögu landsins, náði enginn óháður þing maður sæti, að minsta kosti enginn, sem Iýst hafði því yfir og sótt undir því merki. En þó vill svo undarlega til, að áður en því þing- tímabili lauk, tók smátt og smátt að myndast óháður flokkur í þinginu og bönd gömlu flokkanna fóru að losna. Þessi óháði flokkur, sem að vísu var mjög fámennur, lýsti yfir stefnu sinni og nefndist National Progressive Party; leiðtogi hans varð Hon T. A. Crerar, sem þá var akuryrkjumálaráð- herra Unionstjórnarinnar. I kosningunum 1917 hlaut samsteypu- stjórnin mjög eindregið fylgi í öllum fylkjun- um, að Quebec og Prince Edward Island und- anskildum. A Prince Edward Island féllu sœtin jafnt í hlut stjórnarinnar og liberala. Eftir kosningarnar 1911 var fylgi flokk- anna á þinginu sem hér segir: Ontarío Quebec Nýja Skotiand Nýja Brúnsvík Manitoba Brezka Kolumbía P. E. Eyja Sask. Alberta Yukon Ihalds Frjálsl. Óháðir 72 27 9 5 8 7 2 I 13 37 9 8 2 0 2 9 6 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 Samtafs: 133 86 2 Kosningar þessar SQerust, svo sem kunn- ugt er, um gagnskiftasamningan* við Banda- ríkin. I stjórnartíð liberala frá 1896 til 1911 mistu þeir stöðugt fylgi í Ontario. en jókst það aftur í Quebec. Árið 1896 hlutu liberalar 43 sæti í Ontario og 49 í Quebec. Sama ár náðu konservatívar 44 sætum í Ont- ario og^ 16 í Quebec. I kosningunum 1908 féíl tala'í^beralþingmanna frá Ontarío niður í 36, en kónservativar komust upp 48; erj í Quebec hlutu Iiberalar þá 53 sæti, en kon. féllu niður í 11. Eftir kosnir\garnar 1911, þegar Laurierstjórnin féll, eftir að hafa setið við völd í 15 ár, hlutu kon. 72 sæti í Ontario, en liberalar 13. I Quebec hlutu konserva- tívar einnig 27 sæti, en tala liberalþingmann anna þaðan féll niður 37. Tala þingmanna írá vesturfylkjunum hefir fjölgað mj°g á þinginu síðan 1896, og hefði eflaust fjölgað eitthvað við kosningarnar, sem í hönd fara, ef síðasta manntal hefði verið tekið til greina. Árið 1896 voru 2 liberalar og 4 konservatívar kosnir í Mani- toba (Sask. og Alta höfðu þá enga þing- menn, því þau voru ekki stofnuð fyr en árið 1905). Árið 1900 hlutu 2 liberalar og 3 konservatívar kosningu í Mapífoba; árið árið 1908 2 liberalar og 8 konservatívar. Og árið 1911 varð tala hvors flokks sú sama og árið 1908. í Sask. voru ,árið 1908 9 lib. og j kon. kosnir; og árið 1911 breyttist sú tala ekkert. í Alberta hlutu árið 1908 4 liberalar og 3 konservatívar kosningu; árið 1911 6 lib. og 1 kon. Eins og nú standa Sfikir hefir Ontario 82 sæti, Quebec 65, en öll vesturfylkin 4 til sam- ans 56. Tvö af þeim hafa verið konserva- tív, Manitoba og Brezka Kolumbía, en Al- berta og Saskatchewan liberal. Ontario eitt hefir 26 sæti fram yfir öll vesturfylkin til samans, en Quebec 9; er því sjáanlegt, að kósningarnar velta aðallega á þeim. í stríðs- tímakosningunum misti stjórnin fylgi sitt al- gerlega í Quebec. En þar sem í þessum kosningum eru alt önnur mál uppi á teningi en þá voru, er ekki ólíldegt, að kosningarnar þar falli nú líkara því, sem átti sér stað 1911, en þá hafði stjórnin þar litlu minna fylgi en liberalar. í Ontario var fylgi stjórnarinnar allmikið 1917, þó ekki væri það eins mikið og 1911, þegar hún hafði yfir 70 sæti af rúmum 80. Stjórnmála-pistlar III. Sagan. Það er ekki hægt að ganga fram hjá s°g- unni, þegar rætt er um grundvöll þann, er stjórnir hvíla á. Sagan endurtekur sig, segja menn, og er það satt að talsvert miklu leyti. Hún er reynsla þjóðarinnar færo í letur. Fram hjá þeirri reynslu verður ekki .gengið, ef vel og viturlega á að byggja. Sagan verður því einn af steinunum í undirstöðunni undir stjórnarstofnuninni. En það kann nú emhverjum að finnast, að þetta land, Canada, eigi ekki svo langa sögu, að mikið verði á henni bygt. Það er satt, saga þessa lands er stutt og stjómmálasaga þess enniþá styttri en sagan af byggingu og landnámi þess. Það eiga flest lönd eldri stjórn málasögu en Canada. Island á langa sögu. Sömuleiðis Iríand. En saga þessara landa er fegurst í byrjun. Og þegar þessar þjóðir fara að byggja stjórnmál sín á sögunni, Ieita þau að uppruna hennar til að styðjast við. Það sannar, að þær hafi á umliðna tímanum fallið frá því, er í byrjun vakti fyrir þjóðun- um. Saga Canada, þó ung sé, getur því haft þýðingu. Byrjun hennar er nær nútíðinni en byrjunarsaga annara þjóða. Og hún þarf ekki að vera ómerkilegri fyrir því. Það eru miklu meiri líkindi til, að hún sé þeim mun hagkvaamari fyrir nútímann, sem hún er yngri. Lýðfrelsishugsjónir hafa dafnað vel á seinni tímum. Hvort sem stjórnarsaga þessa lands ber það með sér eða ekki, hafa þær hugsjónir hlotið að vera lifandi í þjóð- félaginu og gleggri á þeim tíma, er saga þessa lands byrjar, en sögur annara Ianda voru á þeim tíma. Og þar mun mega finna því stað, sem talað hefir verið um vestrænt frelsi. Og þegar litið er á auðæfi þessa lands og tækifæri, verður ekki annað séð, en að ein- staklingsfrelsið ætti að geta þróast hér frem- ur en víða, ef til vill Wðast hvar annarsstað- ar í heimi. Ekkert sannar þetta betur en það, að Canada má heita eina landið, sem verulegur fólksflutningur er til sem stendur. Tækifærin hér hljóta að vera fleiri og.standa einstaklingunum opnari hér en annarsstaðar. Eins og nú stendur á má samt, þó óeðlilegt virðist, bera á móti því að svo sé. Hvað kemur til? Ef tækifærin eru óþrjótandi hér, hvers vegna er ekki hægt að færa sér þau í nyt ? Ja — það er sama sagan hér og ann- arsstaðar; sagan sú, að vér kunnum ekki að stjórna oss sjálfir. Stjómarstofnanir vorar \ hafa, sem annarsstaðar, smátt og smátt orðið I á eftir samtíðinni. Þær hafa ekki þekt k°ll- i sína. Þær hafa samið lög, sem ekki var auðvelt fyrjr kærleiksríka og góða menn að fylgja út í æsar. Hvílík meðmæli með þess- | i stærstu stofnun í þjóðfélagniu! Og hver hefir afleiðingin orðið ? Sú, að f orðið ) stjóm” hefir um langan tíma vejcið Iögð ! sama þýðing og orðið “slægð”, aiveg eins og j að landið sé spilaborð og samlíf borgaranna ' sé í því fólgið, að kunna nóg spilabrögð. En út fyrir þjóðlífssögu þessa lands þyrfti þó ekki að leita að fyrirmynd til þess að bæta úr þessu, enda ekki víst að hana væri ann- | arsstaðar fremur að finna. Þjóðlífið hér — með auðlegð landsins og eðlilegum frelsis- | vonum einstaklinganna — er næg fyrirmynd, j ef vit og mannúð fær taumhaldið. Það er I vort eigið þjóðlíf, sem stjórnin á að þjóna. ! Fyrirmynd í stjórn ætti þjóðlífið að geta skapað sér sjálft af reynslunni. Að sníða hana eftir °ðru gæti haft vafasama þýðingu j og sízt hentað oss betur. IV. Stefnur. Utan um vissar stefnur í stjórnmálum myndast flokkar. Stefnan getur bæði verið góð og vond. En ekki skal samt gera mik- j inn gremarmun á því hér að því er stjórn- mál snertir. Hér í landi eru tvær stefnur aðallega ríkjandi, frjálslynda stefnan og í- | haldsstefnan. Þær geta báðar verið góðar í I sjálfu sér, og það skrítnasta við þær er ef til j vill það, hve lítill munur er á þeim í eðli sínu. ! Út á stefnur er í sjálfu sér ekkert að setja. Það verður ávalt að vera einhver stefna, eitt- hvert takmark að keppa að. En það sem svo oft kemur fram í sambandi við stjórn- málastefnur, er það, að trúað sé meira á vissa menn, sem beita sér fyrir þær, en stefnurnar sjálfar. Og þegar svo er komið, er einsta^- lingurinn kominn út á hálan ís. Þá gleymast j stærri atriðrn, eða aðalatriðin, en hinum | minni er haldið til skila, sem ekki hafa nema augnabliksþýðingu og ekki snerta nema lítinn hluta heildarinnar. Auka-atriðin eru gerð að aðaiatriðum, útsýnið þrengist, og alt kemst á j ringulreið í hugsunum manna, að því er til- ganginum kemur við. Fylgið snýst um vissa menn en ekki málefni. Sé þeim það lagið, sem Ieiðtogar eru, að segja stefnuna þetta í dag og annað á morgun, gerir það ekki mikið 1 til, að því er fylgjendurna snertir. Blinda flokksfylgið, sem oft er talað um, er fójgið í þessu. Afleiðingin er sú, að stefnurnar afskræmast og týnast loks. Og ! að það eigi sér stað í stjórnmálum, verður tæpast neitað, því það hefir af merkum mönnum verið sagt, að stjórnmálastefnurnar færu undursamlega fram hjá því, hverju nafni sem nefndust, sem mestu varðaði alla menn, en það væri vísindi, list og mannúð. Ef það skyldi nú satt vera — og það munu margir álíta — að frá stjórnum eða stjórn- málaflokkum sé einkis að vænta í þessu efni, verður mörgum býst eg við á að spyrja, eins og gömlu prestamir spurðu stundum börnin: Til hvers hefir þá guð skapað þig, skepnan mín? i V. Lýðstjórn og konungsstjórn. Einu sinni voru þeir tímar, að talað var mikið unrt lýðstjórn og konungsstjórn. Nú má það heita dottið niður. Þó munur sé nokkur á þeim, eru mörg daami þess, að þær ! sigli næsta sama sjóinn, eins og stjómmála- flokkarnir. Evrópuþjóðunum sumum er sagt I að ofbjóði, hve auður Bandaríkjanna safnist hratt í fárra manna hendur, þó þar sé lýð- veldi. Hinir gætnari borgarar Bandaríkj- anna eru einnig farnir að læra af Evrópu- mönnum, að lýðfrelsið þar suðurfrá sé, hvað stjórnmálin snertir, ekki sjálfu sér samkvæmt, og þrátt fyrir lýðfrelsið, sé þar margt öðruvísi í stjórn en eigi að vera. Aftur sé í sumum konungsríkjum Evrópu, 1 einkum á Englandi, auðurinn að renna úr vasa einstaklinganna í hendur fjöldans. Ef eitthvað er til í þessu, sem eflaust mun, er það sönnun fyrir því, að það er ekki ýkja mikill munur á lýðstjórn og konungsstjórn. Til þess að lýðstjórn geti orðið að tilætluð- um notum, þarf hún að vera meira en nafnið tómt. Hún þarf að byggja meira á þjóðlíf- inu, eins og það er í raun og veru, en á tóm- um orðum, því Stjórnarfrelsi firt þeim kraft, sem fær af mentun staðið: það er sama og sjálegt skaft, sem að vantar biaðið. eins og skáldið segir. Samt er þetta ekki mælt á móti lýðstjórnarfyrirkomulagi yfir- leitt og í réttri mynd. Það er annað, lýð- stjórn í sönnum skilningi, og það, hvernig hún er notuð. Sjálfstjórn er æðsta mark og mið hverrar þjóðar. Því minna sem einstak- lingýium er stjórnað af öðrum þess betra er það fyrir hann. En þetta á enn sem komið er við fæstar lýðstjórnir inn á við. Þjóðfélags- stofnanir þeirra og lög ery oftast í öðrum anda gerðar en lýðstjórnaranda, og því verð- ur munurinn svo lítill á hag og þar af leiðandi frelsi borgaranna í lýðstjórnarlandinu og hinna í konungsríkinu. Fisher Ames gerir ágætan samanburð á lýðstjórn og frjálsri konungsstjórn, eins og þær nú eru, er hann sagði, að konungsstjórnir sigldu fleytunni oft vel, en hleyptu stundum upp á sker, brytu hana og hún sykki; lýðstjórnir sigldu hægara og fleyta þeirra sykki ekki, en menn stæðu altaf í vatni á henni. i Hér er ekki verið að tala um’ harðstjórn, enda á hún sér ekki ■ stað nema hjá konungsstjórnum: beim, er harðsvíraðan þjóðhöfð-, ingja hafa; heldur ekki um skríl-! stjórn, sem öðrum er að meini að sama skapi og hagur hins vex. Það j er lýðstjóm eða mild konungs- \ stjórn, sem átt er við. En jafnvel j þær verða að standa til bóta. j Meðan þær eru óréttlátar, eru þær | ekki vel þegnar. Það er aðeins réttlætið, sem allir eru ánægðir með. Sýningin í New York. Þann 18. þ. m. var fundur sá, sem ’boðaS var til í íslénzku blöS- unum af nokkrum mönnum bér í bænum, haldinn í Goodtemplara- húsinu. Fundurinn var ihafSur í því skyni, aS tala um, hvort lsl. í Winniueg vildu nokkuS sinna beiSni Islendinganna í New York um aSstoS okkar hér norSur frá í sambandi viS þátttöku þeirra í sýningunni, sem hin ýmsu þjóSar- brot, er heima eiga í New York eru nú aS undirbúa og byrja á þann 29. þ.m. Mjög fátt fólk var statt á þess- um fundi og er því erfitt aS geta til um hvort veruleg hugsun sé vakandi rjá fólki hér viSvíkjandi þessu máli. Því er miSur, aS nú er tíminn orSinn mjög naumur, sem hægt væTÍ aS nota til þess aS veita þeim nokkra verulega aSstoS, sem mér finst þó aS þeir hefSu átt skiliS og aS sjálfsagt hefSi veriS aS veita þeim, svo aS þátttaka þeirra í sýningunni gæti orSiS 9em allra fullkomnust, því eg er sannfærSur um, aS þessari þjóSa- sýningu er af góSvm og gildum ástæSum hrundiS af staS. ÞaS ihefir veriS skýrt nokkuS frá því í íslenzku blöSunum hér, hvernig sá hluti sýningarinnar á aS vera, sem þessir landar okk- ar standa fyrir og einnig í hvaSa tilgangi þeir vilja taka þátt í þess- ari sýningu, svo eg þarf ekki mik- iS um þaS aS skrifa. En þaS hefSi mátt skýra tilgang sýningarinnar í heild sinni mikiS betur, heldur en gert hefir veriS og þá hefSi máliS fengiS betri byr er þaS fyrst kom hér norSur. Svo þaS er eig- inlega því um aS kenna, hve ó- greinilega og lauslega þaS var inn. leitt hér í fyrstu, aS JjaS var ekki álitiS þess virSi aS því væri nokk- uS sint og eiga því þeir menn, sem fyrstir fengu aS vita um þetta mál, enga sök á því aS nú er alt komiS í ótíma. 1 rauninni hefir aldrei veriS á þaS minst í blöSunum hér, hver eiginlega sé tilgangurinn meS þess ari sýningu þjóSibrotanna og því ekki heldur, hvaSa ástæSur séu til fyrir háldi hennar. Vegna þess- arar vanrækslu, komu hér á kreik ýmsar tilgátur um tilgang hennar og sumar af þeim eru mjög á- kveSnar á móti sýningunni í heild sinni. * , Eg ætla aS nefna hér tvær af þessum tilgátum, eSa flugufrétt- um, til þess aS reyna til aS sýna, aS þær ekki séu réttar. Ein tilgát- an er sú, aS sýningin sé höfS til aS ófrægja BandaríkjaþjóSina út, í frá, og önnur er sú, aS tilgangur hennar sé sá, aS reyna til aS veikja þau einingarlbönd sem tengja Bretland og Bandaríkin. Eg get ómögulega fundiS neinar ástæSur, sem þessar tilgátuT gætu stutt sig viS, því eg álít aS þetta tvent geti hvergi ko!miS nærri til- gangi sýningarinnar. Ófhætt er aS minsta kosti aS fullyrSa, aS fs- lendingum í New York, sem taka vilja verklegan þátt í sýningunni, hefir ekki komiS slíkt til hugar. ÞaS sem varS til þes saS vekja hugmyndina hjá þessum þjóSbrot (ím aS koma þyrfti á þessari sýn- ingu, er eflaust þör^in á því, aS kveSa niSur, ef mögulegt væri, þá stærilátu hugsun, sem rfkjandi er hjá þeim hluta Bandarísku þjóSarinnar er bjó til og samþykti hin þröngu og órýmilegu innflytj- enda lög, er nýveriS voru viStek- ....Dodd’s nýmapinur eru bezte nýmameSaliS. Lækna og gigt, bakverkt hjonrtabihm. þvagteppu, og wnr veðrindi, sem stafm frá nýfimii. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eSa 6 öakjv fyr- ir $2.50, og fáat hjá ölkan lyfsöi. um cSa frá Tke Dodd’s Medicine Co. Ltd., Toronto, Ont.......... in í Bandaríkjunum. Þau lög benda svo ákveSiS á þaS, aS hin ýmsu þjóSabrot, sem fluzt hafa til. Bandaríkjanna, og gerst hafa þegnar þess lands, verSi nú aS sýna og sanna, jafnvel eftir hundr aS ára veru þar, aS þau séu jafn góS og gild sem sá partur þjóSar- innar, er telur sig vera hina einu réttbornu þegna þess ríkis. Gætu nú þessi þjóSabrot meS meiri auSmýkt heldur en þessu sýningarfyrirtæki, reynt til áS sýna fram á, aS þau hafi fullan rétt á því, aS vera talin jafnokar hins innfædda þjóSflokks í rík- inu? í sanrtbandi viS sýninguna hlýt- ur aS koma í ljós, og er ákveSiS aS sk'Uli koma í ljó^, aS þegar þau fyrst lcomu til þess lands, þá voru þau aS ýmsu leyti á eftir þarlendu fólki, bæSi í verklsga átt og einn- iS ihvaS lifnaSarháttu og aSbúnaS snertir, en nú á aS sýna, hve mikl um framförum, í öllu tilliti, þau hafi tekiS og hve fljót og ákveSin þau hafi veriS í því, aS uppfylla skyldur og ákvæSi ríkisins og eigi því heimting#á aS ekki sé lengur haldiS aS þeim hinum gamla dráúgr aS þau 'Sétr ekki 'jáfn góS og þar innfæddir menn. Og þótt þau einnig Iheimti þaS, aS menn komist í ski'lning um, aS heima- land þeirra sé ekkert skrælingja- land og aS ættstofn þeirra sé fulk eins göfugur og þess fólks, sem telur sig vera þeim miklu framar, er ekki nema sjálfsagt. Eg get ekki séS, aS sýning þessi sé til þess haldin, aS lítilsvirSa BandaríkjaþjóSina? ÞaS er ein- mitt hiS gagnstæSa, þar sem þessi þjóSaibrot ætla nú aS sýna, aS þeim Hefir fariS fram síSan þau flúttu inn í landiS. En þó aS þau um leiS leitist viS aS ná sín- um fulla rétti, getur víst enginn láS þeim. ÞaS er annars kominn tími til þess aS þessi hjákátlegi draugur sé kveSinn svo djúpt niSur aS hann ekki geti stungiS upp höfS- inu framar, nokkursstaSar. ViS Islendingar, sem komum hér til lands fyrir einum 30—40 árum, þekkjum hann ofur vel. ViS mun- um víst eftir hinum göfugu nöfn- um, sem okkur voru valtin, og einnig eftir viSmóti því og lát- bragSi, sem binir hérlendu Bretar margir hverjir sýndu okkur. Og eg segi ykkur þaS alveg satt, aS þetta alt er lifandi enh þann dag í dag, en er orSiS ofurlítiS Ijós- fælnara Iheldur en þaS var fyrst er viS komum hér. ViS erum ekki enn, þótt viS höfum lifaS hér í 30—40 ár, álitnir aS vera annaS en útlendingar og aS viS ættum því aS hallda okkur í sæmilegri fjarlægS er um ýmsar virSingar- stöSur og margt annaS er aS ræSa. Er þá ekki sjálfsagt aS viS Islendingar hér norSurfrá leggjum þessari sýningu eins mikiS liS og mögulegt er? Er hún ekki í fylsta nrtáta bygS á þjóSernislegum grundvelli og á hún þaS ekki skil- iS, aS hún ’sé studd af Ihinu ís- lenzka fólki, hvar sem þaS á heima? Hinn áSurnefndi fundur kaus 5 manna nefnd, aSallega í því

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.