Heimskringla - 05.04.1922, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.04.1922, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGI. A. WiMNIPEG, 5. APRÍL, 1922 : — — MYRTLE Eftir CHARLES GARVICE Sigmundur M. L*ng, þýddL ‘“Ef það er alvara yðar, Purfleet lávarður, að halda þannig áfram til lengdar, að gera ekkert ann- að en að dáðst að Myrtle, þá held eg að mér sé óhaett að hepja mig í burt,” sagði Brian, sem var himin- glaður yfir hinu mikla áliti sem fornvinur hans hafði á Myrtle. “Því miður geng eg að því sem vísu, að það er ekki til neins, þó eg vildi trana mer fram við hana, svo eg vil aðeins maelast til að fá að vera í brúð- kaupmu,” sagði Purfleet lávarður, og eg kom nu einmitt til að spyrja um það, ungfrú Haliford. Myrtle varð rjóðari á vangann, og svipurinn enn ánaegjulegri, en Brian var baeði glaður og einmg þakklátur við Purfleet lávarð, að hann vildi koma í brúðkaupið, sem var hið auðveldasta, og snjallræði til að taka fyrir alt slúður um lafði Vivian og hann. Meðan þeir sátu, töluðu saman og drukku te, sem iMyrtle tilreiddi handa þeim, með sínum með— fædda yndisleik, kom herra Outram og frú Ray- mond. Herra Outram var alls ekki í góðu skapi; hann var ekki eins geðgóður og Purfleet lávarður, sem skoðaði heiminn eins og leikhús, þar sem skihast á sorgar eða gleðileikir. Lögmaðurinn hafði ekkert á móti því sem skáldlegt var, aðeins ef það kom ekki fyrir í hans verkahring, og þessi skáldlega sameinl ing milli Cravenstones Iávarðar og ungfrú Haliford, gramdist honum, af því að það hafði farið á bak við hann. Hann stóð og var súr á svip. Á hattinum hélt hann í hendinni, eins og hann þyrði ekki að skilja hann við sig í þessum litlu híbýlum- Purfleet lávarð- ur veitti honum eftirtekt, og gat ekki stilt sig um að hafa hálfgaman af karlinum- “Ó, minn góði Outram, yður einmitt vantaði til að gera mydina fullkomna. Eg er viss um að þér eruð kominn til að gefa þessum ungu persónum á- kúrur; eg hefi þegar reynt það, en þau hafa bara hlegið að mér. Væntanlega taka þau ávítun 'yðar með meiri undirgefni og nærgætni. Ungfrú Haliford, eg fel yður nú á náð réttláts fjölskyldu lögmanns, en hvað haldið þér að Brian segi ef eg verð svo vogað- ur að gefa yður einn koss á ennið?” 33. KAPITULI Án þess að bíða eftir Ieyfi, gaf Purfleet lávarður hinni kafrjóðu Myrtle föðurlegan koss. Svo leit hann brosandi til þeirra sem við voru staddir og fór leið- ar sinnar. “Áður en lögmaðurinn tekur til máls,” sagði frú Raymond, “verð eg að biðja yður, ungfrú Con- stance og segja mér hvað eg á að gera við Tedd- Hann er að sumu Ieyti óviðráðanlegur- Eg er viss um, að ef þér ekki komið heim snemma á morgun, lætur þetta voðalega barn taka mig fasta fyrir að hafa myrt yður.” “Minn góði Tedd,” tautaði Myrtle. “Eg er viss um að með tímanum þykir þér vænt um hann, Brian.’ “Hvort sem Cravenstone lávarði þykir vænt um hann eða ekki,” sagði frú Raymond, “þá er það öldungis víst, að eg er hrædd við hann. I hvert skifti sem hann spyr mig um yður, og eg get ekki gefið honum fullnægjandi svar, úthúðar hann mér svo, að það er ekki eftir hafandi. En í alvröu tal- að. Cansiance, vi? getum ekki duhð yður lengur.” “Eg er alls ekki að fela mig,” sagði Myrtle. — “Þetta er heimili mitt; en ef Tedd erv irkilsga svona áhyggjufullur n-1* ''•yna þá ska! cg *'»•* '■h sj*i hann- Mér væri næst skapi ac) safna þ'.'ni öilum t’l mín, og segja þeim -trax — ” “Já, því ekki það.'ástin mín?” tók Brian frammí “En fyrirgefið, herra lögmaður, þér hafið víst eitt- hvað af skjölum meðferðis, sem Canstance verðuf að skrifa undir?” “Já, þau eru hér,” sagði herra Outram. “ba? er hættuleg flækja sem þið hahð búið til í samlög- um með öllum ykkar heimskulegu vífilengjum, og ímyndaðri samvizkusemi. Væri eg samvizkulaus lög- maður, mundi eg hleypa þessu í mál. Það eina sem hefir bætandi áhrif á mig í þessu efni — hann leit til þeirra á víxl, og mjög lítið bros laumaðist yfir kuldalega andlitið á honum er hann sá hvað þau voru sæl — væri brúðkaup eins fljótt og mögulagt *» er. “Já,” það væri skynsamlegt,” hrópaði Brian hlægjandi, en Myrtle leit ávítandi augum á gamla manninn. “Myrtle, við skulum láta gefa okkur saman und- ir eins, til þess að Iosna úr þessum Iögmannsklóm.” “Við skulum sleppa öllu spaugi,” sagði herra öutram. “Eg vil gera giftingarskilmálana strax, og svo verðið þér svo góður að koma á skrifstofuna mína snemma í fyrramálið, og gefa mér fyrirskipanir yðar-’ “Mér þykir fyrir að eg get það ekki,” sagði Brian. “Við Constance förum á morgun til “the Grauge” til að líta eftir hvernig gengur til þar. Hinsvegar þurfið þér engar fyrirskipanir frá mér, því þó eg hefði eitthvað að segja, mundu þér fara eftir yðar íigin höfði með það, og hafið líka til þess fult vald frá mér, ef þér aðeins hugsið um framtíð Constance. Meiia sagði hann ekki við lögmanninn en hafði úg í burt, og lét sem hann væri afar óánægður. Samt sneri hann sér við í dyrunum og leit til þeirra brosandi sn hristi þó höfuðið um leið, eins og honum findist yfir sig ganga. Daginn eftir um klukkan fjögur, heimsótti Myr- tle Giggles gamla, og kom honum á óvart sem fyr Hann stóð og var að hreinsa bursta, en athugaði jafn framt mynd með nákvæmni sem stóð á málborðinu. Það gat varla heitið að hann væri betur klæddur en vanalega, en svipurinn var breyttur. í þeim virtist auðsjáanlega hafa kviknað einhvpr vonarbjarmi- Myrtle gekk til hans, heilsaði honum inn ’ega og leit svo með aðdáun á myndina. “En hvað hún er falleg, Giggles,” hrópaði hún. “Það er líklega úr Eppinskóginum. Mig langar til að sjá svæðið með mínum eigin augum sem hún er af” “Já, hún er þaðan, en finst þér hún vera góð?” “Já, hún er afbragð,” sagði Myrtle. “f fyrstu gekk mér illa og óhönduglega, en nú finst mér eg vera á framfaraleið.” “Og með hverri mynd sem þú málar, kemur meiri æfing og framför,” sagði Myrtle, “og það verður falleg sýning þegar þú hefir dálítið af þeim, og eg vona að þú getir selt þær allar; en mundu það ^ð þessi mynd er pöntuð.” “Já, auðvitað, Myrtle,” sagði hann. “Eg hefi málað hana handa þér ” “Það var fallega gert af þér,” sagði hún og faðm- aði hann. “Eg læt hengja hana yfir arinhylluna á “Geaurge” — eg á við sumarskálann, þegar eg flyt í hann. En lofaðu mér nú að hjálpa þér til með burstana, Giggles. Klukkan fjögur á að vera te- drykkja hér og gestir, svo við verðum að hafa hrað- ann á. Viltu láta vatn í ketilinn á meðan eg læt á borðið. i “Hverjir eru gestirnir?” spurði Giggles. “Heilt félag,” sagði hún ljómandi af gleði, nú er ekki tími til að tala um það, því nú er barið og eg verð að ljúka upp. ur minn Tedd?” þegar Tedd með ánægjubros yfii andlitið rétti honum hendina. “Herra Giggles — þér fyrirgefið, en það er það sem Myrtle nefnir yður ætíð — hefirðu sagt þeim það, góða mín?” Myrtle hristi höfuðið, og roðnaði. Þá verður það mitt ánægjulega hlutverk, herra Scrutton, Minnie og Tedd; eg er hér kominn til að láta óska mér til hamingju. Eg er sem sé mjög ham- ingjusamur, því Myrtle hefir lofast til að verða konan mín.” “Segðu okkur heldur eitthvað nýtt,” sagði Tedd með kýmnisglotti, og benti á kafrjóðan vangann Myrtle.’ “Ó, Myrtle,” hrópaði Minnie, og tók í hendina á henni. “Þelta er sannarlegt gleðiefni fyrir mig.” “Það er í öllu falli ekki neitt nýtt fyrir mig,” sagði Giggles, ‘en eg óska yður allra heilla, herra Aden. Hún er ágæt stúlka, og eg vona að þér séuð henni maklegur.” “Það vil eg kappkosta,” sagði Brian innilega. “hún væri verðug fyrir bezta mann heimsins.” “Heyr, heyr,” sagði Tedd, “svo það var þetta sem hefir verið á seyði. Já, það dugar nú ekki að hindra kvenfólkið, því jafnvel þær allra beztu eru slúgnar og ráðugar. Þér ætlið að giþast Myrtle, og eg furða mig ekki á því. Að sönnu er eg enginn spá- maður, en samt grunar mig, að kvöldið sem þér kom- uð hingað og gáfuð Silky Barge maklega ráðningu, hafið þið þegar verið farin að hugsa hvert um ann- að. Eg vænti, herra Aden, að þér hafið einhverja góða atvinnu, svo þér getið séð fyrir konu sæmilega ” ‘Það hugsa eg, Tedd,” sagði Brian, og var eins og hálffeiminn. “Þá er það samþykt af mér,” sagði Tedd, kýmn- islega en alvörugefinn. “Myrtle fær þó mann sem getur séð um hana, þó einhver þorparinn vildi ónáða hana, eins og þorparinn hann Silky Barge. Fyrst við1 höfðu notað “Það hefði annars verið hæfilegt verk fyrir mig.” jagði Tedd í kvörtunarróm. Áður en þau fóru, tók Myrtle Minnie afsíðis, og talaði við hana um ýmislegt sem viðvék tilhögun— inni á brúðkaupinu, svo sem föt handa þeim öllum og Giggles, og sýndist Minme verða öldungis forviða yfir þessu öllu. 34. KAPITULI Purfleet lávarður viðurkendi að það væri hið skemtilegasta brúðkaup sem hann hefði verið við á æfi sinni. Hann furðaði sig ekki þó að Constance biði gömlu kunningjunum sínum í veizluna, og Brian var það ánægja, því honum var kunnugt hvílíkur á- gætismaður hann var, og að Myrtle var trygg og trúföst, hafði hann strax lesið úr hennar fagra and- liti. Trygð hjónefnanna virti hann og mikils. Brian og Myrtle voru falleg brúðhjón. Frú Ray- mond, Clara og iMinme voru svo hrifnar, að þær gátu ekki tára bundist; af hverju þær grétu er ekki auðvelt að útskýra; líklega hafa þær álitið að það ætti svo að vera. Giggles fórst snildarlega að afhenda brúðarefnið, sem honum var falið á hendur. Tedd var svo vænn að leiðbeina honum, því hann virtist svo gagnókunn- ugur öllum reglum við slík tækifæri, en Tedd var aftur á móti ákaflega vel að sér í því öllu- Morgunverðurinn var hinn ákjósanlegasti. Pur- fleet lávarður talaði fyrir minni brúðurinanr, með svo fögrum og kröftugum orðum, að kvenfólkið, að brúðurinn sjálfri meðtalinni, grét að nýju, og Tedd var dálítið ruglaður í ræðu sinni fyrir minni kvenna, sem frú Raymond hafði sérstaklega gaman af. Eftir morgunverðinn óku brúðhjónin heimleiðis, og gestirnir í hinum sama vandaða vagni, er þau minnumst á hann, get eg sagt ykkur, að hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að berja konuna en sína, og það á meðan þau voru að eyða hveitibrauðs- i dögunum. En” hélt hann áfram er þau settust að íborðinu, “hefir ekkert ykkar lesið í blöðunum þessa Hún kom inn með stóra körfu, og Iagði frá sérj^j^jy s"gU um einhvern Jávarð sem hefir vantað hvern böggulinn af öðrum. Það virtist vera sæmileg--! og_____________” ur veizlukostur. Þar var smurt brauð með pilsu og, Hann þagnaði snögglega er hann sá að Myrtle túngu ofaná, fínar kökur, nýbakaðir snúðar, o. s. frv. hJeypti brúnum og Brian hristi höfuðið aðvarandi og En í miðjunni var þó stór askja með völdu tóbaki .brosti til hans. Tedd glápti á þau til skiftis, eins og handa Giggles. ! hann vildi lesa út úr þeim launungarmál þeirra. Svo “Ó, þú stóri Guð,” hrópaði hann í öngum sín- (hristi hann sjálfur höfuðið og hætti við að ráða gát- um yfir þessari furðulegu sjón, “það er yfirdrifið una. Hann saup hressilega á teinu og sagði- handa tuttugu manns;'en hverjir eru þeir sem koma? || “Það er vellíklegt að þetta sé að meiru eða “Fástu ekki um það fyr en að því kemur,” sagði Myrtle hlægjandi- “Komdu heldur hérna og hjálp- aðu mér — en nú kemur það, eg heyri til þess.” Hún þaut til dyranna og opnaði þær með flýti. Hún faðmaði Minnie að sér og heilsaði glaðlega upp á Tedd, sem stóð fyrir aftan hana. “Ó komdu bara inn, hrópaði hún, “en hvað þú lítur vel út, Minnie. — Tedd, vondi drengurinn, horfðu ekki svona kuldalega á mig, en þú gerir mig samt ekki skelkaða, eins og aumingja frú Raymond, sem þú kannast við.” “Það er nú svo. Sú sem var horfin er fundin,” sagði Tedd og var alvarlegur. “Hvað hefir komið fyrir, Myrtle- Eg veit hvorki upp né niður, og bless- unin hún frú Raymond er þögul eins og skjel. Komdu nú með það sem satt er. Þetta hefir alt verið svo dularfult, að mér er farið að hugkvæmast allra handa, svo sem heimuleg gifting eða konurán, —eð,a eg veit ekki hvað helzt.” “Mér þykir fyrir því, Tedd, að þú hefir verið svo áhyggjufullur,” sagði Myrtle. “Seinna skal eg segja þér það alt saman. En viltu ekki fá þér eina brauðsneið.” Hún fór að hjálpa Minnie úr yfirfötunum, en spurði hana á meðan um alt það er hana langaði til að vita um hagi hennar. “Það gengur afbragðs vel,” sagði Minnie. “Að sönnu finst mér sjálfri stundum sem það taki lang- an tíma, en kenslukonan segist vera vel ánægð með mig, og að með tíð og tíma komi eg til með að spila ágætlega. “Meðan hún var að tala þreyfaði hún á Myrtle, á höndunum og andlitinu, og hún var búin að taka eftir því hvað Myrtle var létt og glaðleg máli. “Þér líður vel og ert ánægð, eða er það ekki?” “Jú. eg er það,” hvíslaði Myrtle í eyrað á henni Farsælli en eg get sagt þér, Minnie. — Þú verður að vera iðin við námið — en ekki Ieggja að þér um ar’ of — því nú þurfum við ekki að bíða eftir kirkj- unni, jafnvel þó að hún sé í smíðum. Vertu aðeins þolinmóð, og eg skal gera þig ánægða ” Hún leit á klukkuna, og svo til dyranna. “Þú brennir brauðið, Tedd. Er ekki vatnið farið að sjóða, Giggles? Réttu mér tepottinn.” Hún tók við honum, en setti hann aftur á borðið, því nú var barið að dyrum, og Giggles, sem í ein- hverju fáti hafði ruglað á sér hárinu, svo það stóð beint upp eins og hanakambur, Iauk upp hurðinni og hrópaði forviða. “Nei, nú er eg hissa. Það er herra Aden.” Brian kom inn og tók í hendina á Myrtle; hann var eins ánægjulegur og hún. *" “Þetta var sannarlega óvænt,” sagði Gigprles, og hóstaði mikið, því af eintómri undrun lét Tedd brauðið detta í eldinn og stofan fyltist af reyk- “En það er sérstök ánægja að sjá yður, herra Aden; ef til vill hefir Myrtle boðið yður hingað?” “Já,” sagði Brian. “Góðan daginn ungfrú Minnie. Er ekki hérrann þarna í einkennisfötunum gamli vin- minna leyti þvættingur, helmingurinn af því sem að blöðin segja, er ósannindi, og hinn 'helmingurinn ekki áreiðanlegur. Eg er viss um að sumir sitja á skrif- stofum blaðanna og búa til sögur um sjálfa sig.” “Það er talsvert til í því sem þú segir, Tedd, sagði Brian. “Eg er sjálfur fréttaritari, svo eg get borið um það.” “Svo þér eruð fréttaritari?” sagði Tedd hálfsneift ur. “En með Ieyfi að spyrja, eruð þér ekki eitthvað annað? Mér finst að flestir sem eg hefi kynni af í seinni tíð, vera tvær eða fleiri persónur í sömu and ránni. Eg tek til dæmis frú Raymond — ” “Um hana ættir þú ekki að tala svona, Tedd,’ sagði Myrtie, “því hún hefir mætur á þér-” Það getur vel verið,” sagði hann með þráa, “en eg vildi óska þess að hún hætti að Ieggja hend- ina á höfuðið á mér og kalla mig góða drenginn sinn- Hún veit auðvitað ekki hvað eg er gamall.” “Það veit enginn,” sagði Myrtle hlægjandi . “Nú jæja, en að hálfu öðru ári liðnu hér frá, verð eg orðinn nógu gamall til að fá frakka með löngum Iöfum í stað þess jakkasterts sem eg" er nú í,” sagði Tedd, sem var glaður yfir að fá tækifæri til að segja þetta, sem hann hafði geymt með sér marga daga.. “Við Myrtle þurfum að segja þér nokkuð,” sagði Brian þegar þau voru að Ijúka vió4 teið. “Við ætlum að gifta okkur eftir fjórtán daga og viljum gjarnan hafa ykkur öll í brúðkaupinu.” Boðinu er tekið með þökkum,” sagði Tedd með áherzlu- Það skal vera fáment og kyrlátt brúðkaup, samkvæmt ósk brúðurinnar,” hélt Brian áfram. Hann Ieit til Myrtle og það gjörðu hinir sem við voru staddir, og í allra augum Ias Myrtle hina innilegustu ást og velvild. “Athöfnin fer fram í Iitlu kirkjunni í Eppingskóginum, sem einnig er eftir ósk brúðurinn- Húrra!” hrópaði Tedd. “Ef mögulegt væri þá ætti að hafa hvíta hesta fyrir brúðarvagninum.” “Já, við skulum reyna að sjá um það,” sagði Brian. “Eg hugsa að við höfum ráð á að keyra báðar leiðir, og því lofa eg þér að hafa hvíta hesta fyrir vagninum.” “En hvernig fer með brúðkaups morgunverð?” spurði Tedd, og mishepnaðist að dylja áhyggju sína- “Það jafnar sig alt saman,” sagði Brian hlægj- andi. “Morgunverð borðum við í litlu og gömlu veitingahúsi skamt frá kirkjunni, og þú Tedd, færð leyfi til að mæla fyrir minni kvenna.” “Það er mikill heiður fyrir mig,” sagði Tedd, og eg skal gera mitt bezta til, þó eg verði að viður- kenna að eg er ekki sérlega hrifinn af kvenkynu í heild sinni. Eins og þú manst, var eg við dýraverzlun og átti þá í miklu stríði við kvenfólkið með smá hunda og ketti, og það lá við að eg ýrði fárveikur.” Það verður ekki nema við, og einn gamall vin- ur minn og ein vinstúlka Myrtle, herra Scrutton af- hendir mér konuefnið.” um morgumn. “Þetta er Iaglegasta morgunverk,” sagði Pur- fleet lávarður vð frú Raymond áður en þau skildu. “Það er torvelt að spá miklu um hjónábönd, en eg held að það væri hættulaust að hugsa sér framtíð þessara ungu hjóna gæfu og gleðiríka.” “Já, eg er ánægð að því er lokið,” sagði frú Ray- mond brosandi. “Þessi ungu hjón hafa gengið í gegnum sitt af hverju og mörgum tiibreytingum mætt, og eg segi yður það satt, að mér fanst eg ekki ugg- laus hennar vegna fyr en eg sá hann setja á hana hringinn.” “Eg verð að viðurkenna, að það var Iíkt ástatt fyrir mér sagði Purfleet lávarður hlægjandi- “Það sem gerst hefir í seinni tíð, hefir fremur Iíkst skáld— sögu en nokkru öðru, og það gleður mið að endir- inn er ekki kominn. En eg bíð með óþreyju eftir að sjá hvað þessir ungu sérvitringar hafast að, þegar þau koma til baka. Til dæmis hlakka eg afar mikið til samkvæmis sem á að vera á “The Gaurge” að þrem vikum liðnum hér frá.” Herra Outram kom að í því, og er hann heyrði síðustu setninguna hristi hann höfuðið. “Jæja, eg get þó glatt mig við það,” sagði hann, “að þau geta ekki gert neitt ógagn þar úti. Eg hefi aðal umsjón á eigninni, og þér megið trúa mér til þess að eg Iæt ekki fara í kringum mig.” “Þá veitir yður eigi af að hafa bæði augun op- in, minn góði Outram, sagði Purfleet lávarður og hló, og það var í fyrsta sinni á þessum degi að gletnis bros lék um varir hans. Nú voru þau Brian og Myrtle ósegjanlega far- sæl; þar var hvergi skýhnoðri á gæfuhimni þeirra; þau höfðu mætt svo mörgu andstæðu, svo nú var um að gera að gæta sem bezt þessarar dýrkeyptu farsældar; þau fóru frá einum stað til annars, án þess að hafa ákveðið það fyrirfram, eins og ánægð börn- En þegar þessar þrjár vikur voru liðnar, hlakkaði þeim samt til að koma heim, til að taka við þeirri skyldu og ábyrgð sem á þeim hvíldi. “Þau komu fáum dögum fyrir jól til “Grauge” þar sem alt var undirbúið til að taka á móti þeim. Frú Raymond var búin að vera þar nokkra daga í tilefni af þessum fagnaðarríka viðburði því daginn eftir heimkomu þeirra átti þar að verða stórkostlegt gestaboð, eins og Purfleet lávarður hafði minst á. Það vildi svo vel til, að veðrið var stilt og bjart, og sólin sendi geisla sína á stórt tjald sem hafði verið reyst í garðinum. Það var hitað upp með smáopn- um, svo þar var eins hlýtt og notalegt eins og inni í húsinu. Frú Raymond var snillingur í stjórn og góðri skipun á stórveizlum, og virtist falla það létt, sem öðrum sýndist ókleyft. f stóra eldhúsinu á “The Grauge” var soðið og steikt, bakað og brasað. Alt gekk eins og í sögu Cravenstone lávarður og kona hans þurftu ekki að vera hrædd um að ekki væri nóg af öllu handa gest- unum. Herra Outram og Purfleet lávarður komu með þeim fyrstu. Litlu síðar kom Giggles, Minnie og Tedd og Clara seinast. Þau dáðust öll að hinu stóra húsi, og einkarfagra útsýni, en þegar Myrtle tók þau til hliðar og sagði þeim að þessi eign tilheyrði þeim hjónum, og hið rétta nafn mannsins hennar væri Cravenstone og lávarður að nafnbót, lá við að þau ryku um af undrun. Þau voru naumast búin að ná sér eftir þessa dembu, þegar vagnar sem höfðu verið sendir eftir fólkinu sem kom með aukalestinni, byrj- uðu að koma, og ekki Ieið á löngu þar til húsið var orðið fult af fólki frá Halifordsverksmiðjunni, og þar skyldu eyða deginum í glaum og gleði með hús- bændum sínum. Niðurlag næst.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.