Heimskringla - 05.04.1922, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA.
HEIMSK.RINGLA.
.W'NNÍPEG, 5. AFIRÍL, 1922
HEíMSKRINQLA
(Stofnuð 188«)
Kemur Ot t hTerJum ulitlkiáCKL
Clgcfcuðnr o* el«reHdnri
THE VIKÍNG PRESS, LTD.
863 of 855 SARGENT AVK, WISIXIPBG,
Talelmlt N -6537
Ver® hlaðstttii er 63.M ArwaBKnrlttH borit-
t«t fyrlr fram. Allar borsaair aeadlat
rltbttanal blabalaa.
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Ritstj órar :
BJÖRN PÉTURSSON
STEFÁN EINARSSON
Vtatt&akrtft tll blabaiaat
THB VIKlNVá PH899, Ui, ■« 8171,
Wlttilrrf, Haa.
VtattAakrlft tU rttatjðrana
EDITOH HKIMSKJUNGLA. *ai 8171
Wtaalfcf, BCaa.
Tha •'Helmskrtnfla" ta arlntad tii pub-
Uabe by the Vlklne Praaa, Llmlted, at
858 og 866 Sargent Ave, Wlnnlpeg, Xant-
taba. Telepbane: N-6637.
WINNIPEG, MANITOBA. 5. APRÍL, 1922
Grand Trunk brautin
enn.
Blöðin á Englandi, einkum fjármálablöð-
in, halda enn áfram að bera sakir á Canada-
stjórnina fyrir framkomu hennar í sambandi
við G. T- járnbrautamálið. Ástæðan er blöð-
in rekur til þessa er sú, að nefnd- er skipuð
var til þess að verðleggja vissar hlutaeignir
félagsins hér þegar stjórnin í Canada tók
brautirnar í sínar hendur, feldi þann úrskurð,
að þessir hlutir félagsins væru sem næst verð-
lausir. Blaðið Chrtlook í Lundúnum fer ný-
lega hörðum orðum um scimibandsstjórniná
fyrir þetta. Segir það að djarfir og slóttugir
fjárplógsmenn í Ottawa hafi narrað stjórn-
arnefnd félagsins út í það, að láta óháða
nefnd rannsaka og verðleggja hluti félagsins.
Og blaðið heldur áfram og segir að gerðir
Canadastjórnarinnar séu að eyðileggja nafn
landsins út á við með framkomu sinni í þessu
máli og þegar borgararnir vakni til meðvit-
undar um það, muni þeir sjá, hve hluthafar
G. T. brautarinnar hafi verið brögðum beittir
og muni krefjast, að rétti þeirra sé ekki
traðkað. Verði hluthöfunum ekki bætt þetta,
þurfi Canada ekki að líta til Englands framar
eftir lánum o- s. frv., o. s. frv.
Hvað hefir blaðið fyrir sér í þessu? Sann-
leikurinn í málinu er. þessi: Grand Trunk er
ein af elztu járnbrautum þessa lands. Brnut-
in var bygð af fé auðmanna á Englandi og
var rekin og starfrækt af þeim. Stjórnendur
hennar áttu heima á Englandi. Félagið hefir
ekki stórþénað á rekstrinum og það er alment
álitið stafa af því, að stjórnendur þess áttu
ávalt heima um 2000 mílur í burtu frá fyrir-
tækinu og höfðu því ekki þekkingu eða lag
á að starfrækja það eins og vera þurfti.
Aðrar brautir sem hér voru bygðar á sama
tíma græddu fé. Fyrir fám árum varð félag-
ið svo illa statt efnalega, að það leitaði á
iid?ir stjórnarinnar; hún veitti því væna
fúlgu, Nókkru seinn^ leitaði félagið aftur
styrks og ícvaðst eÍía verða jjaldþrota. Því
var enn veitt hjálp- Og loks varð stjórn þessa
jands að bera félagið áherðum sér alger-
lega og og gerði þá sammng við stjórnendur
þess um að takast stjálf rekstur brautarinnar
á hendur. Viss verðbréf er félagið átti, var
nefnd fengin til að verðleggja. Einn nefndar-
manna, W. H, Taft, frv. forseti Bandaríkj-
ánna, var ekki samþykkur úrskurði meiri
hlutans um að hlutir þessir væru verðlausir,
þó næsta verðlitlir játaði hann að þeir væru.
G. T- félagið gat ekki starfrækt brautirnar.
Það getur því í raun réttri talist einber gæzka
áf stjórninni gagnvart hluthöfunum að taka
brautirnar í sínar hendui og firra þá bæði
kostnaði og hugarangri af að starfrækja þær.
Og skyldu þessir menn er blað ð heldur upp’
málstað fyrir vilja taka brautirnar aftur í sín-
ar hendur^
Hvernig fór með rekstur brautarinnar er
auðvitað sárt fyrir hluthalana. En hví að
kenna landstjórninni um það? Hversvegna
lætur 'blaðið ekk: sökina koma mður á þeim
sem hún með réttu á að korna mður á, stjórn-
arnefnd járnbrautaunnar? Hví að vera með
æsingar gegn Canada út af því, eða hótann ?
Hneyksli.
Hneyksli finst ritstjóra “Lögbergs” það,
að Heimskringla skyldi í greininni: “Ástand-
ið í Manitoba” komast svo að orði að fylkis-
stjórnin hefði eiginlega ekki í stórum stíl
brotið stjórnarboðorðin. Það var auðvitað
hógvært að orði komist um stjórnina. Það
skal játað. En þess var samt ekki vænst, að
aðfinslur út af því 'kæmu úr þeirri átt sem
raun er nú á orðin. Að ritstjóri Lögbergs
vildi ekki að hófs væri gætt í ákærum á stjórn
ina, gat hvorki Heimskrmglu né öðrum dott-
ið í hug- En svona er það; Það kemur stund-
um fleira á daginn en við er búist. Ekki vill
Heimskringla samt halda því fram, að rit-
stjóri Lögbergs hafi viljandi ætlað að kunn-
gera þetta. En hún er hrædd um að þokan
sem hann talar um, að hún hafi verið í, þeg-
ar hún reit gremina, hafi verið orðin að æði
þykkum sorta á fjallstindi hans eigin sálar,
og hafi glapið honum sýn. I hverju ákær-
urnar á stjórnina voru fólgnar munu þeir geta
ráðið í sem lesið hafa Heimskringlu undan-
farið. Það kemur að Iitlu haldi þó Lögberg,
sem ekki þorði að andæfa þeim jafnóðum
og þær birtust látist nú ætla að slá einu stóru
stryki yfir þær með því að þykjast búa uppi
á hátindi víðsýnis og þykjast öllum fjarsýnni.
Það bara sannar hve málshátturinn gamli:
“Enginn vill heita hálfviti speki sinnar”, á
undur vel við um ritstjóra Lögbergs.
Gleði og Gamanleikir.
(Erindl flutt fi kveldnkemtun Hjarna BjörnMMonar.
10. deM m. 1.)
“Vér íslands börn, vér erum vart of kát,
og eigum meira en nóg af hörmum sárum
þótt lífdögg blóma, sé ei sögö af grát
né sævarbrimiÖt gjört aö beizkum tárum.
Vér eigum vart of mikla sumar-sól,
þótt söngvar vorir stundum glaöir boöl
aÖ dagur breiöi sig um hlíö og hól
og hér sé einníg ljós og morgunroði.”
— H. H.
Þessi æ sönnu erindi Hannesar Hafsteins
koma oss oft í huga. Sannindi þeirra koma
í ljós með svo mörgu móti. Skaplyndi voru
Islendinga virðist vera þannig farið, eða að
minsta kositi vera þannig vanið nú orðið, að
lífsgleðin auðkenni það eigi allra einkenna
mest. Að þeim kolum hefir oft verið blásið,
er reyk færa og rökkur yfir hugann, fremur
en ljós og yl. Hefir þetta verkað á lundar-
farið og umskapað það. Það hefir gjört það
meyrt og magnlítið, mæðusamt og klökkva-
kent hjá þeim sem lítinn hafa haft þróttinn
til að bera, en úfið og afundið, þurt og þyrk-
ingslegt hjá hinum, er orkumeiri eru- Sönn
einlæg gleði verið sjaldséður gestur. Þeim
lífsskoðunum hefir verið haldið að þjóðinni
um margar aldir — og þær náð að festa
rætur, að lífið sé eitt endalaust stríð og
barátta “hér neðra” í öllum efnum. Þær
hafa tjaldað heiminn innan með svörtum
slæðum og hengt þær hæzt upp á himininn.
Skoðanir þessar hafa líka verið styrktar
með kjörum þeim er þjóðin hefir átt við að
búa ytra og innra af manna völdum og nátt-
úrunnar. Er því sízt að furða þö þunglyndi
og önnur skapferlisveiklun komi víða í ljós
jafnt hjá eldri sem yngri. Hitt gegnir meiri
furðu að öll gleði skuli ekki vera horfin úr
þjöðarsálinni, fyrir löngu- Er það að líkind-
um tungunni að þakka, er á svo mætar og
miklar byrgðir af kjarngóðu viti og kýmni
að orðin hníga fyrirhafnarlaust að gleði og
gamanmálum. óvíða verður náð jafn fyndn-
um og spökum orðaleik sem í íslenzku máli.
I orðum vorrar gömlu og. góðu tungu, lýsir
sér alt í senn, Iífsþekkingin með traustinu á
Iífinu. og þrekið og hugdyrfðin er býður sjálf
um mótganginum byrginn; fjörið og gieðin
og fegurðarnæmið er bregður jafnt upp háð-
myndinni sem hugsjóninni dýrðlegustu, og
sýnír hvorttveggja út t yztu æsar og dregur
eigi úr.
Frá Jóni biskupi Arasyni og niður að lok-
um 18. aldar vottar naumast fyrir sannri Iífs-
gleði í bókmentum þjóðarinnar, nema að því
leyti sem málið sjálft geymir hugtök gullaid-
arinnar í fornum orðskviðum og spakmælum.
Undantekningar eru nokkur rímnaerind:, ein-
stakar vísur séra Haligríms Péturssonar, Páls
Iogmanns Vídalíns og einkum séra Stefáns í
Vallanesi ólafssonar. Hin viðtekna skoðun á
lífinu lætur það ekki í ié. Á engu sér lit fyrir
súld og ,sút. Alt gránar í rauna og mæðu-
þokunni. “Hlátur lagðist Iangt út, Laumast
geispi í hálfdraum.” Jafnvel séra Stefán
sjálfur, er talinn var “með beztu skáldum og j
auðsjáanlega mest kýmni-háðskáld og gam-
anskáld,” býr við þunglyndi og hugsýki alla i
efri æfi. Svo var með Þorlák prest Þórar- I
innsson á Möðruvöllum, er orti Þórláks-kver,
og Ijóðasmiði fleiri. Yfir Ijóðum þeirra hvíl- j
ir hinn gleðisnauði drungi, hinn mæðufulli, I
misskildi tilgangur lífsins. Til siðgæðis j
hvöttu þeir og dygða, en dygðirnar eru flest-
ar neikvæðar — afneitun við lífið — að
komast svo æfibrautina til enda, að sem minst
skuli hrína við fætur ferðamannsins duptið
upp af veginum.
Ef ljóðagjörðinni var þannig farið þá tók
ekki betra við, sem nærri má geta í hug-
vekjunum og hinum andlegu ritum. Þar er
það talið sem gustuka- og góð-verk að breyta
b/osinu í skeifu og gleðinni í grát, — og ef
það ekki tókst með fortölum og “skynsam-
legum áminningum” þá voru verkfærin til
þess við hendina — hespur og gapastokkar-
“Siðbót” þessi og siðavandlæting nær há-
marki sínu við lok I 7. aldar og byrjun hinn-
ar átjándu, í tíð Kristjáns konungs hins VI.
er var einhver hinn einstrengingslegasti og
óþjóðlegasti maður er setið hefir á konungs-
stóli á Norðurlöndum. Hann mátti eigi mæla
á tungu þjóðar sinnar — dönsk tunga var
of gróf. Þjóðernissinni hefir hann sjálfsagt
verið á sama hátt og prestur einn er fræddi
sóknarbörn sín á því að ef þjóðirnar skip-
uðu tungu sinni á bekk með því sem væri
guðlegt og gott, hlyti hið guðlega að víkja,
fengi eigi skipað be'kk með móðurmálinu.
I Norðurlandasögu Páls Melsteð er all ítar-
leg lýsing á konungi þessum og þeim tíðar-
anda----þeirri lífsskoðun og gleðibanni —
er þá ríkti í hinu danska ríki:
“Við hirðina var öðrum siðum fylgt um
j daga Kristjáns 6., en bæði undan og eftir.
Konungur talaði sjaldan við aðra menn af
þegnum sínum en hiria ættgöfugustu aðals-
menn- Við hirðina heyrðist varla dönsk
tunga, heldur þýzk eða frönsk. Konungs-
höllin var sí og æ umkringd af vopnuðum
mönnum, og járnfestar Iágu yfir hallarsvæð-
[ ið spölkorn frá konungshöllinni sjálfri, —
Hver maður sem gekk yfir nefnt hallarsvæði
varð að taka ofan og ganga berhöfðaður
þangað til hann var kominn framhjá höllinni.
Eftir þessu fór annað háttalag við hirðina.
Konungur vildi efla bæði siðgæði og vel-
gengni þegna sinna, en skorti til þess bæði
vit og nærgætni. Þannig gaf hann út árið
1 735 tilskipan um helgidagahald, svo harða
og ósamkvæma kristilegu frelsi sem mest
mátti verða:ÖIIum varboðiðað sækja kirkju
, tvisvar hvern helgan dag og sektir viðlagð-
j ar ef í móti var brotið; á landsbygðinni voru
menn settir í gapastokk, ef þeir gátu ekki
j goldið sektarféð. — þessvegna var hverjum
! kirkjueigenda boðið að setja gapastokk við
hverjar kirkjudyr. I Khöfn og öðrum víg-
girtum borgum, var borgarhliðum læst á
helgidögum, þangað til einni stundu eftir
nón, til þess enginn kæmist út sér til skemt-
j unar. Engar skemtanir máttu eiga sér stað,
og eigi brúðkaup halda, því síður aðrar veizl
■ ur, á sunnu- eða helgidögum, eða næsta
kveld á undan- Árið 1737 var skipað
“Kirkjustjórnarráð”, er gætur skyldi hafa á
öllum klerkum og skóla kennendum og öllum
kyrkjuaga, yfirfara og leggja dóm á þær bæk
ur er út voru gefnar, þótt háskólakennendur
hefði áður rannsakað. Það þótti vottur
sannrar guðhræðslu að vera niðurlútur, tár-
ast og kvarta sáran um þessa heims hégóma,
I og hafa það jafnan á vörum, að þetta líf
i væri ekki annað en tára og eymdardalur.
Þessi misskiida vandlæting hafði ekki ann-
að í för með sér en hræsni og uppgjörðar-
i guðhræðslu, því menn sáu brátt að þeim var
j upphefðin vís er báru til sýnis yfirvarp guð-
| hræðslunnar, en hinir voru settir hjá, er eigi
vildu bera hana utan á sér, svo sem til sýnis
j með ýmsu látbragði.
Meðan Kristján 6. réði ríkjum voru gleði-
leikar og hverskonar skemtanir fyrirboðnar
og ekki u'mtalsmál að gleðirit Holbergs væru
leikin.” — En bæta má því við, bókmentum
og menningu Norðurlanda til allrar harningju,
j þá lifði Holberg konunginn um 8 ár.
j Er tíðarandinn var þessi, — og hann var
, hinn sami á Islandi sem annarsstaðar, um það
j sáu þeir Harboe Hólabiskup og fleiri, — þá
var eigi furða þótt “gengið væri hægt um
gleðinnar dvr . Þótt með tíð og tíma mót-
aðist hugsunarhátturmn og þessi þvingunar-
hefð, hefði það í för með sér að gera menn
bölsýna. En bölsýninni fylgir jafnan ótrú á
öllum framförum, allri tilbreytni. Hugsunin
verður kraftlítil, dofin og dáðlaus. “Afl og
mentir dvína.” Framsóknarþrekið, traustið á
eigin ramleik, trúin á mátt og megin, á að
menn fái risið undir lífsbyrðinni eða hrundið
af sér oki og órétti, verður að engu, en snízt
upp í kvartanir og áklaganir undan erfiði og
þrautum lífsins, — stunur og andvarpanir.
I stað þess að þetta bæti nokkuð hugsunar-
háttinn, gjöri hann siðlegri eða hreinni svo
menn verði dagfarsbetri, sþillir það honum
til stórra muna, eins og segir sig sjálft- Bera
aldir þessar bezt vitni um það. Þarf eigi ann-
að en vísa til þess em Eggert Olafsson seg-
ir í “Brúðkaupssiðabók” sinni, er kafli er
tekinn úr upp í formála fyrir “Vikivaka og
þulur”, (BIs. 26—28). Þar er Eggert að
hvetja landa sína til þess að taka upp “gleði-
leiki” því þeir séu hin beztu meðöl við dof-
inskapnum og sinnuleysinu, sem svo mjög
auðkenni þá. Segir hann að menn séu orðnir
“dofnir og slenfullir” af því þeir hafi mist
öll tækifæri til örfandi skemtunar. “Engin
þjóð í veröldu er jafn hrygg og dauf og þegj-
andi sem vér, hverjir ekkert höfum að gamna
oss með. Fylgir þar af annar mál-laki, ráð-
leysi nær finna þarf nokkuð nýtt til gagns,
þegar hið gamla brestur; framkvæmdarleysi
nær fljótt og harðlega þarf að no'kkru að
vinda, og loksins svefn og dofinleiki eður
tilfinningarieysi, þá einhver stórmál eru í
efni.” Bendir hann til gullaldar Grikkja og
Rómverja: “Hversu ágætlega sýndu ei háð-
leikir hjá nefndum bióðum dveð-
ir og lesti með náttúrlegum yfir-
litum. Heiluðu þeir ekki sem mjúk
ustu læknisdómar ýmsa sjúkdóma
borgaralegs líkama? Hvað þægi-
lega og undir eins nytsama hrær-
ing munu ei smíðar Plautusar,“við
asnakvörnina” hafa haft á víð-
sýnum sjónarfleti.” Ræður hann
til útileika um sumartíma en inni
um vetur og telur þá sjálfsagt að
hafa um hönd “sagna og hljóð-
færaskemtun, kvæði og söngva,
góð-skrítna og satýriska, þá er
lasta ilt og lofa gott.”
I tímariti Jóns heit. Sigurðsson-
ar “'Nýjum félagsritum”, ritar Dr-
Konrad Maurer, Islandsvinurinn
gamli og góði um sama efni. Get-
ur hann þar um gleðibannið er
hvílt hafi yfir Islendingum, skað-
semi þess, og hvernig það hafi
verið tilkomið. Þar segir hann:
“Mælt er að prestar hafi gengið
hart að útrýma “gleðinni” (Viki-
vökunum) og var það samkvæmt
annari stjórn þeirra tíma, að kasta
barninu út með lauginni, banna
“gleðina” af því þeir kunnu ekki
að stýra henni svo hún yrði hæfi-
leg. Á Færeyjum og í Noregi
haldast “gleðirnar” við enn, og all
ar siðaðar þjóðir láta sér ant um
að glæða smekk alþýðu á saklausri
og fagri skemtan. því þær viður-
kenna að það kveyki fjör og at-
orku, en skemtanaleysi olli deyfð-
ar og kjarkleysis til allra nytsam-
legra starfa.”
Hvílík áhrif gleðibannið hefir
haft, skýrir Ingibjörg Olafsdóttir
vel frá í ritlingi er kom út nú fyrir
fáum árum síðan og hún nefndi
“Siðferðisástandið á íslandi ” Eft-
ir því sem hún Iýsir 16., 17., og
18. öldinni, hefir strangleikinn er
heiminum breytti í táradal, ekki
orðið til stórrar siðferðislegrar
uppbyggingar. Kemur það fram
að Þorst. Erlingsson hefir haft rétt
að mæla, “að fjárans holdið gegn-
ir ekki neinum.” Ef því er meinuð
sú skemtanin sem saklaus er, og
léttir ögn veraldar áhyggjurnar,
velur það hina sem til næst og
öllum heilhim spillir- En við það
líður æðra manngildið. Eymdar-
sónninn fyrir alt með falsi og
yfirskini og sennilega villir sjónid
á hinu sanna lífsgildi.
Þó ætla sumir að þessi strang-
leiki, er ekki skilur hvað heilsu-
samlegum andlegum þroska heyr-
ir til, leiði á einskonar dygða—
stig, milliveg, — hinn þrönga veg,
sem til lífsins leiðir. En þessi,
þröngi vegur leiðir til lífs-
glötunar, til skilningsleysis og
fegurðarleysis, til andlegs dauða.
Þessi vegur er braut hinna blindu
og mállausu sem vísuorðið lýsir:
“Annarsvegar alt er nótt, en al-
kyrð hinumegin” — myrkur og
þögn. Hann á að vera einskonar'
rif ,sem liggja á milli eyja og lands
og eftir rifi þessu megi svo kóklast
til fyrirheitna landsins — burt úr
veraldar volkinu. En ‘hann er ekki
svo mikið sem rif. En þó svo væri
myndu fæstir kjósa þá leiðina, er
annan heilsusamlegri veg þekkja
en mörgum fara sem Páli Ólafs-
syni í vísunni: “Eitthvert rif regir
Einar til, sem er á milli lasta og
dvsrða. En eftir því eg varla vil,
vaða á milh efri og neðri bygða.
Þrátt fyrir tilraunirnar sem
gerðar voru ti! þess að nema
burtu alla lífsgleði með þeim
skoðunum sem að þjóðinni var
haldið, þrátt fyrir lagaboðin og
konungsskipanirnar, þrátt fyrir hin
hörmulegu og þröngu ytri kjör,
varð gleðin aldrei máð burtu að
öllu leyti úr þjóðarsálinni. Hún
lifði þar og — lifir enn, einhver
neisti hennar — víðast hvar —
þótt nærri láti að lítið sé eftir
sumstaðar. Hún er hið góða hlut-
skifti sem eigi verður frá henni
tekið. En til þess hjálpaði tungan
og bókmentirnar fornu, en þó sér- J
staklega hið upprunalega eðli
þjóðarinnar sjálfrar- Hefði þjóðin
eigi upphaflega í eðli sínu verið
bjartsýn væri hún eigi framar til.
Þótt gleðinni væri bygt út, hafð-
ist hún við á öræfagróðrrnum and-
lega, — sem útilegumaður í ó-
dáðahrauni — svo hennar verður
vart, innan um vílið og volæðið,
barlóminn og heimsbrígslin, svo
Dodd’s nýrnapillur eru bezta
nýmameðaliS. Lækna og gigt,
bakverk, hjartabilun; þvagteppu,
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan eSa 6 öskjur fyr.
ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl-
um eÖa frá The Dodd’s Med'c'ne
Co., Ltd., Toronto, Ont.
að andlega missir eigi þjóðin al-
veg heilsuna. Hennar gætir í brosi
og hendingum af og til. IJ'ir og grú-
ir af fyndnum og hnittnum orða-
tiltækjum, svörum og setningum,
er glóa eins og gimsteinar í sorpi
— öllu hugvekjuruslinu. Stund—
um koma þessar setningar þannig
að fyndnin læðist inn í þær óvart
og höfundunum óvitandi- Kennir
slíkra grasa einkum í þjóðsögnum
og' alþýðufróðleik.
Hvað kýmnin og orðahagleikur-
inn eiga djúpar rætur í íslenzku
eðli, sýna fornsögurnar bezt. Þar
glampar alt og geislar af gleði,
sem gengið sé inn í glæsta og gló-
andi sali. Yfir hreystinni og hetju-
andanum er “vonarbragur”, er
frægð og fegurð, afli og æsku, fer
jvel. Yfir hergný og Þórdunum,
[ brosir gleðin, hin sanna lífsgleði-
J Kvíðalaus orð falla í stuðlum og
1 stefjum hver sem lei'kslok verða.
j Hákon konungur Aðalsteinsfóstri
bar jafnan hjálm á höfði gulli roð-
j inn. Af gullhjálminum þektist
j Norðmannakonungurinn hvar sem
j hann fór. Af fegurðarsvip lifanda
! lífs, vonar og dáðar, þekkist hin
forna frelsis og hreysti-öld Norð-
urlanda og hin fornu skapgerðar
einkenni Norrænna þjóða.
Meðal þeirra er kýmnastir voru
og hárbeittastir í orðum í fornri tíð
má nefna Harald konung Sigurðs-
son meðal Norðmanna- AÍIir muna
söguna af þeim bræðrum og svar
Haraldar, er Ólafur Haraldsson
kom til Sigurðar konungs og geng-
ur til þeirra hálfbræðra sinna þar
sem þeir eru að leikjum og spyr
þá hvað þeir vildu helzt eiga. Þá
má og minnast orðasennu Harald-
ar og fiskimanna í Niðarósi og
Björgvin. Var sem Haraldur hefði
eigi meir yndi af öðru en hnittn-
; um svörum og skörpum og skýr-
um orðum, en langfrægastur er þó
orðaieikur þeirra Haraldar og
Grautar-Halla. — Af íslenzkum
dæmum úir og grúir sama efnis-
Þorleifur Jarlaskáld, Gísli Súrson
er var háðskáld gott, Skarphéðinn,
Einar Þveræingur, Snorri Goði, er
jafnan hafði gamanvísur og skörp
tilsvör á takteinum er eitthvað bar
í efni. I bardaganum eftir brennu-
málin á Alþingi, þegar spjótinu var
skotið gegnum báða kálfa á
Skapta lögsögumanni, og hann
dreginn inn í búðina, gat Snorri
eigi að því gjört en að raula fyrir
munni sér gamanvísu um atburð
þann, er hann gekk á milli þeirra
sem börðust. Gunnar á Hlíðar-
enda, sem annars er eigi talinn
undirhyggjumaður, er leikari góð-
ur og hefir sjálfsagt kunnað að
breyta rödd og ræðu. Þá er Grettir
Ásmundsson eigi síztur þótt kenni
stundum biturleika og napurhæðni
í orðum hans sem hjá Skarphéðni.
Annars eru dæmin svo mörg í sög-
unum að þau eru ótæmandi- En
eitt viljum vér þó tilfæra orðrétt,
því þar kennir hvorttveggja, hins
djúpspakasta vits og hinnar fín»
ustu fyndni. En það er svar Ólafs
Pá, er þeir lentu í hafvillum úr
Noregi á íeið til Island. Urðu þeir
skipverjar og stýrimaður er Crn
hét, ekki á eitt sáttir um stefnu.
“Var Örn til móts en mestur hluti
manna mœlti í gegn’ , segir sagan.
Var þá leitað til ólafs hvað hon-
um sýndist. Segir Ólafur þá “Þat