Heimskringla - 03.05.1922, Side 1
NÚMER 31
WINNIPEG, MANITOBÁ, MIÐVIKUDAGINN 3. MAI, 1922
XXXVI. AR ....
CAMDA
“Radio”-ræíur
Blaðið “Tribune” Hér í bæ,
sem hefir komið upp hjá sér radio
skeytastöð, bauð leiðtogum stjórn
málaflokkanna að nota stöð sma
til að flytja ræður frá. John T.
Haig þingmaður og fyrrum leið-
togi íhaldsmanna var hinn fyrsti
til þess og hélt sína ræðu s. 1.
fimtudag. Þeir er samband höfðu
við stöðina, sögðust hafa heyrt
mjög greinilega til ræðumannsins.
T. F. Dixon leiðtogi verkamanna-1
flokksins heldur ræðu með þessum
bætti mjög bráðlega og einnig
Norris stjórnarformaður og Burn-
«11 leiðtogi bændaflokksins.
Byng kemur til Brandon.
Landstjóri Canada, Baron Byng,
«r mælt að setja muni hina árlegu
sumarsýningu í Brandon sem byrj-
ar síðustu vikuna í júlí, n. k.
og fólksfleira fylki en Man. og
Alta. — Til eftirlauna og styrks
ýmislegs voru veittar 4 miljónir
dala; lj/2 miljón til vinnulausra
hermanna; $400,000 til atvinnu-
lausra manna undir eftirliti verka-
máladeildar stjórnarinnar. Kostn-
aður við móttöku landstjórans,
var 20,500. Kostnaður fulltrúans
frá Canada á friðarfundinum var
$25,000. Og aðrar $25,000 voru
veittir fulltrúum Canada á Gen-
úafundinum. Til útfarar Sir Sam
Hughes voru $2,200 veittir. Þetta
getur nú alt saman heitið lítill
fróðleikur og~ leiðinlegt aflestrar.
En þegar til alls kemur, er það nú
samt það hvernig fé landsins er
varið, sem nokkru skiftir alla.
Bifreiðum fjölgar.
I Manitoba er nú sagt að séu
39,240 bifreiðar; 12,133 af
þeim eru í Winipeg. Árið 1908
voru aðeins 418 bifreiðar til í
öllu fylkinu.
Læknafundur.
Læknar í Bandaríkjunum og
Canada hafa ákveðið að hafa þing
hér í Winnipeg dagana frá 20. til
23. júní n. k.; verða fyrirlestrar
fluttir um nýjustu undrin öll í
þessari grein vísindanna, læknis-
fræðinni. Undirbúningur er mikill
því við fjölmenni er búist.
C. P. R.
félagið hefir síðastliðnar tvær
vikur tekið talsvert af folki í
vmnu í Vesturfylkjunum; í Bnt-
ish Columbia hafa 1500 manns
fengið vinnu og einnig margir í
Manitoba að sagt er. Vorvinna
hjá bændum er og að byrja og
hefir það aflað nokkrum atvinnu.
Betur að rætast fari eitthvað úr
atvinnuleysinu.
Flugvélar
sem hafist geta á flug af sjó,
verða notaðar til þess að flytja
atkvæðakassana á milli frá stöð-
um fram með Winmpeg-vatm í,
næstu fylkiskosningum, að sagt er.
Dómari
Sæti Metcalfes, í áfrýjunarrétti
Manitoba, hefir Pendergast dóm-
ari hlotið. En sæli Pendergast í
yfirdómi (King Bench) hlýtur afl-
ur John E. Adamson lögmaður,
sem um þingmenzku sótti í Gimli
kjördæmi í síðustu kosningum.
Sambandsþingið
Járnbrauta-málið var til um-
ræðu fyrstu daga vikunnar. En
engin ákvæði hafa enn verið tek-
in, um hvað gera skuli í því máli.
En ekki lýst Hannah vel á að
lækka burðaigjöldin um 30—
40% ; sagði hann að tekjuhalli
kerfisms hefði síðastliðið ár ver-
ið um 70 miljónir dala, og hver
hann yrði á komandi an, ef tekj-
ur félagsins yrðu færðar niður
eins og sumir vildu, sagðist hann
ekki þora að eiga við að reikna.
Þessa yfirtsandandi viku heldur
stjórnin ráðstefnu um þetta mál
og verður það eflaust að henni
lokinni aftur lagt fyrir þingið. —
Önnur mál þessa s. 1. viku lutu að
fjárveitingum til Indíána og ým-
islegs annars. Var samþykt að
veita til velferðar Indíánanna í
Ontario og Quebec $183,115.
$661,092 í Manitoba, Sask. og
Alberta, $264,240 í British Col-
umbia, $15,000 í Yukon. Mjög
var kvatt til að stuðla að mentun
Indíánabarna á skólum. — Til
opinberra bygginga í Manitoba
voru veittir $40,500; í Saskat-
chewan $27,000, í Alberta $31,-
000; var það talið ójafnt skift af
þingmanninum frá Kindersley,
þar sem Saskatchewan væri stærra
Handagangur í öskjunni.
Allir stjórnmálaflokkarnir í
Manitoba eru að hafa fundi þessa
viku hér í bænum. íhaldsmenn
byrjuðu á mánudagskvöldið var
og stendur fundur þeirra yfir enn;
er ekki lokið þegar þetta er skrif-
að. Hinir flokkarnir byrja sína
fundii á þriðjudag og miðviku-
dag. Fréttir af þeim verða að
bíða næsta blaðs.
-----o------
BANDARÍKIN.
Verkfall kolanámumanna.
Ekkert virðist Iagast með verk-
fall þeirra sem vinna við kolanám-
ur í Bandaríkjunum og er nú verk-
fall þetta búið að standa yfir á
annan mánuð. Verkfall þetta staf-
aði aðallega af því að námueig-
endur vildu færa kaupgjald niður
en verkamannafélag námumanna
neitaði að ganga að og gerði verk-
fall. Um 680,000 manns hafa
tekið þátt í verkfallinu og ér sagt
að þeir muni geta haldið út enn
um langan tíma og hafa þeir þó
tapað í kaupgjaldi fram til þessa
tíma hvað nemur alt að tuttugu og
fimm miljónum dollara.
Drykkjuskapur löglegur í kirkjum.
Samkvæmt dómsúrskurði frá
hæsta rétti er leyfilegt að neyta
allskonar áfengis eða vínanda við
altarisgöngu í kirkjum innan
Bandaríkjanna.
Skuldir þjóðarinnar vaxa.
Ríkisskuldin er 23 sinnum
meiri nú en hún var árið 1917, en
þá var hún nálægt einni biljón
dollara. Þessar upplýsingar veitti
Eliot Wodsworth aðstoðarfjár-
málaritari í ræðu er hann hélt á
fundi hins sameinaða bankastjóra-
félags er haldinn var í Chicago nú
nýlega.
Manntjónið í Fort Worth flóðinu.
Flóðaldan sem steyptist yfir
bæinn Fort Worth í Texas á þriðju
daginn í s. 1. viku er sagt að hafi
orðið tíu manns að bana, gjört
2,500 heimislausa og orsakað
eignatjón er nemur yfir tvær milj-
ónir.
Móðir Percy Grainger dáin.
Mrs. Rose Grainger, í White
Plains, N. Y., móðir söngfræðings-
ins mikla, Percy Aldridge Grain-
ger, dó 1. maí, s. 1.; féll hún út
um glugga á byggingu í New
York; fallið var feiknamikið, því
konan var stödd í sal nokkrum á
18 Iofti byggingarinnar er slysið
átti sér stað. Um orsakir þess vita
menn að öðru leyti ógerla.
BRETLAND
Irland.
Síðastliðinn föstudag voru ein
eða fleiri fjölskyldur í Cork myrt-
ar; voru þær í röð fremstu borg-
ara þar. Er haldið að líflát þeirra
hafi verið framið í hefndarskyni
fyrir morð Owen Macmahon fjöl-
skyldunnar í Belfast á mánudag
í sömu viku. Bráðabirgðarstjórnin
á írlandi hefir lofast að láta ekk-
ert ósparað til þess að ná morð-
ingjunum og láta lögin yfir þá
ganga. Sem vonlegt er, vekja
þessi leynimorð ótta á Irlandi, því
óvíst er á hverjum þau verða látin
bitna.
England.
I Englandi er maður staddur frá
Ástralíu er Hon. A. K. Trethowan
heitir; er hann formaður hveiti-
söluráðs í Ástralíu sem stofnað er
af bændum, og er einmitt í er-
indagerðum í sambandi við það í
Englandi. Áform hans er að fá
sem flest hveitiræktarlönd til að
gangast fyrir samtökum um sölu
á hveiti, til þess að koma í veg
fyrir gróðabrall á þeirri vöru.
Hann kemur til Canada og Banda-
ríkjanna seinni hluta júnímánaðar
og hefir beðið Crerar að stofna til
fundar með það fyrir augum, að
efna hér til samtaka í þessu efni.
“Það fást altaf jafnmörg brauð
úr einum mæli af hveitikorni,”
segir hann, “og að verðið á því
sé eitt í dag og annað á morgun,
er aðeins til þess, að hafa fé af
bóndanum, en auðga kornsalana.
I Ástralíu studdi stjórnin þessi
samtök í fyrstu,” segir hann, “en
hún þurfti þess ekki lengi.”
Þetta áform — ef í fram-
kvæmd kemst, sem líklegt er tal-
ið — er sagt að gerbreyti korn-
sölurekstri hér sem annarsstaðar.
—------o------
ÖNNUR LÖND.
Genúa.
Það virðist sem heldur sé að
greiðast úr flækju málanna á Gen-
úafundinum. Eins og áður hefir
verið skýrt frá.voru Frakkar einna
erfiðastir viðureignar í samnings-
leitinni við Rússa. En nú hefir
Lloyd George fundið upp það ráð,
eiginlega viðskiftasamning við
Rússa. Þó Frakkar hafi ekki enn
samþykt þá tillögu eru miklar lík-
ur til, að samkomulag fáist með
þessu. I samningum Vestur-Evr-
ópu þjóðanna eru ákveðnar upp-
hæðir þær, er þær vilja lána
Rússlandi. Bretar hafa samþykt á
þingi að veita Rússum 50 miljón
punda lán; Japar 6 miljón Yen,
(1 yen = 50c) ; Belgía 250 milj-
ónir franka; Frakkar vilja ekki
ákveða neina upphæð. En þó lán
þessi virðist að nokkru samkvæm
hugmyndinni er ráð var gert fyrir
að viðskifti við Rússand yrðu
bygð á, eru Rússar þess varir, að
auk þess sem þau eru svo lá, að
þeim þykja þau varla koma til
greina, þá er samt annað verra
við samningana frá sjónarmiði
Rússa. I þeim er ekki tekið fram
að Vestur-þjóðirnar viðurkenni
stjórnskipulag Rússa. En bæði
það og svo hitt, hvað lán þessi
eru lág, er haldið að verði til
þess, að Rússar líti ekki við samn-
ingunum. Samt verður ef til vill
fundinn miðlunarvegur í því máli
enn. Yfirleitt er afar erfitt að sjá
hvernig málinu á fundi þessum
reiðir af. Það virðist svo skamt
milli sátta og friðrofs, einkum að
því er Frakka snertir, að eining
eða samhugur fulltrúanna virðist
hanga á örmjóum þræði.
að Bretar og Frakkar geri sam-
Ukranía.
Átakanlegt kvað það vera hve
^olland sýnir Ukraniu mikinn ó-
rétt og ágengni. Dr. Eugene Petru-
shevich forseti þessa litla lýðveld-
is, sem stofnað var 1918, er í út-
legð, en í hans stað stjórna Pól
verjar landinu. Þeir létu þjóðina
sverja sér hollustu eyða nauðuga
og demdu á hana 20 biljón marka
skatti til viðhalds pólska hernum
auk ráðríkni og frekju sýnda í
ótal mörgum öðrum greinum. Það
er talað um nauðsyn á vernd smá-
ríkja og sumar stórþjóðirnar
þykjast hafa þá stefnu efst á blaði
sínu. En hví leyfa þær annað
eins hróplegt ranglæti og þetta?
Ukraniumenn í Ameríku hafa
sent Bretum og Bandaríkjastjórn-
inni áskoranir að skerast í leik
með þjóðinni sem þarna er verið
að undiroka. Einnig hefir áskor-
rnmemmm :mt'"•jwu.:
un verið send til Genúafundarins*
að hefjast handa og skakká þenn-
an grimma leik sem Pólverjar eru
þarna á ferðinni með. — Er lík-
legt að stórþjóðirnar geri sér ekki
þá skömmað horfa aðgerðarlausar
á þetta lengur.
Hljómleikar
af hvað tegund sem eru, þykjaj
siðspillandi í Kurdistan.
Ekkert um hernað.
Tchicherin formaður rússensku
sendinefndarinnar á Genúafundin-
um hefir lýst því afdráttarlaust
yfir, til þess að reyna að sefa reiði
Frakka, að það sé ekki með einu
orði minst á hernað eða hernaðar-
samtök í samningnum milli Rússa
og Þjóðverja.
----------x---------
ÍSLAND
_ I
Eftir nýkomnum “Degi” frá
Akureyfi.
Æfisaga Matthíasar Jochumssonar
rituð af honum sjálfum í síð-
ustu árum æfi hans, kemur bráð-
um út. Stgr. læknir sonur skálds-
ins býr undir prentun, en Þorst.
Gíslason kostar útgáfuna. Enginn
vafi er á því, að þetta verður við-
brigða skemtileg bók og fróðleg
og mun marga fýsa að eignast
hana.
Þingfréttir.
Stefnuræða hins nýja forsætis-
ráðherra snérist mest um fjár-
hagsmálin. Taldi hann enga leið
að komast úr kröggunum aðra en
að spara af alefli, auka fram-
leiðslu og takmarka mjög vöru-
kaup þjóðarinnar frá útlöndum.
Frumvarp um að fresta fram-
kvæmd barnafræðslulaganna kom
ið til annarar umræðu eftir þriggja
daga harða sennu. — Aðalandi
þess, að niðurfalli um sinn opin-
berar styrkveitingar til barna-
fræðslu nema að einhverju leyti
í kaupstöðum og um leið séu ung-
lingaskólar styrktir að nokkrum
mun. Breytingartillaga komin
fram frá Magnúsi Guðmundssyni
um að fræðslulögin séu látin gilda,
en að dýrtíðaruppbótinni sé velt
yfir á bæjar og sveitarfélög í réttu
hlutfalli við framlög þeirra til
barnafræðslunnar. Önnur breyt.t.
við þetta þess efnis, að um leið sé
sveitarfélögunum gefin heimild,
Frumv. sparnaðarnefndar um
að fella niður lögboðna fræðslu
leggja niður dósentsembættið í
grísku og prófessorsembættið í
hagnýtri sálarfræði komin til 2.
umr. Afráðið er að senda Einar
H. Kvaran og Svein Björnsson suð-
ur til Spánar til frekari samninga-
gerða og fresta afgreiðslu bann-
lagarýmkunarfrv. stjórnarinnar
fyrv. Fjárveitingaenfnd býst við
að skila áliti sínu seint í þessari
viku. Áskorun komin fram frá
kaupm. í Reykjavík, óundirskrif-
uð, en talin vera frá yfir 300 kjós-
endum um, að leggja niður Lands-
verzlunina, afnema öll innflutnings
höft, setja engin höft á verzlun
yfir höfuð, hætta einkasölu á tó-
baki og að ríkið hafi enga einka-
sölu með höndum af neinu tagi.
Magnús Kristjánsson var kosinn
forseti sameinaðs þings í stað Sig.
Eggerz. * - .
Dánardægur.
Látinn er 2. þ. m. að heimili
sínu Mjóadal í Bólstaðarhlíðar-
hreppi í Húnavatnssýslu öldungur-
inn Guðmundur Erlendsson, hrepp
stjóri, á 75. aldursári. Guðmundur
var faðir Sigurðar skólameistara.
Hann var lengi hreppstjóri, af-
Vigfús Halldórsson
Huga til Kafsins svo heitt feldir þú —
Víðir samt varð þér ei varanlegt bú —
Ósklausri æfi er ágætar* þó,
þurlendis þreyja við þrá út’á sjó.
Ást þín til Ægis var alls eigi kyn,
Sorg ykkar sveipaði samskonar skin.
Hlýlega hjúpar ’ann harmadjúp sitt
Blíðviðris brosi, eins björtu’ og var þitt.
Oft gerðust aðrir, af ofurkapps trú,
Hraps útí háska til hvatari en þú —
Fæstir þeir finnast, ef fleygi berst á,
Strengdir við stýrið í strand-reki af sjá!
Hnígið í hrannir svo hefðir, með ró,
Hinzta stríð hefðir þú háð út’á sjó —
Sama með sinnið, á síðustu höf
Lagðiru, á landi, til lægis í gröf!
Clfurinn óskar, og á festir trú:
Hugarins húfi, að halda sem þú —
Ver þú sæll, vinur! Eg veifa að þér hönd
Sam-mæla söngs míns, frá sólarlags-strönd.
Stephan G.—
22.-4. '22
I
»secooaecaoc«os8waooM9a
Morgunn
Sé eg mildan morgunroða
mjúka gylla skýjahnoða;
líkt sem fljóti floti gnoða
fram um himins regindjúp,
vafinn röðulroða-hjúp.
Geislar fæddir bjarmabárum
brotna í skærum næturtárum,
litmerlandi á léttum gárum
lónin tæru, kyr og gljúp.
Eins og byggi úr brendu gulli
brú á lónin, kyr og gljúp.
Yfir rökkvu austursvæði,
yst við sjónbaug láð og flæði
sem í björtu báli stæði,
boðar röðull komu sín;
þokast hægt og hægt í sýn.
Leifturflaugar lætur geysa,
liðar nætur undan þeysa.
Dagsins byrjar dýrðleg reisa;
drotning hans nú risin skín.
Nú er drotning dagsins risin,
dásamleg í veldi skín.
Alt sem lifir bregður blundi,
blíðum fagnar lífshöfundi.
Fugl, í dvala draums er undi,
dregur undan vængnum nef,
fer að syngja fagnaðsstef.
Endurnýjað alt í heimi
er sem fjærst úr víðum geimi
ómar sætir ofan streymi
æðri heims úr tónavef.
Sætir ómar ofan svífi
æðri heims úr tónavef.
Morgunsunna, bjarta, blíða,
bros þú hlýtt til vorra lýða.
Hjörtun sem af kvöl og kvíða
kveinuðu um dimma nótt
græð þú vel og gjör þeim rótt.
Misklíðir á mannlífssviði,
morgunn, sefa þínum friði.
Bróðurkærleik bezt að liði
blíða geisla sendu drótt.
snertu hjörtun hlýjum geisla,
hugblæ þýðan vektu drótt.
Vek þú upp, frá illum draumi,
alla sem í tryltum glaumi
fljóta eins crg fis með straumi
fáskiftnir um líf og hag;
svalla um nótt, en sofa um dag.
Lát þá skilja að lífið krefur
liðs af þeim sem afl það gefur.
Þeim sem skylduverk sitt vanda
verður rótt um sólarlag.
Þeim sem skylduverk sitt vanda
veri heiður. Góðan dag!
3
—B. Þ.
»oooce9909s<»ooðso9eseseðc
SiE zsm*. - wm r zm
burða dugnaðarmaður og gáfað-
ur.
Einnig barst sú fregn, að móð
ir Sigurðar skólameistara, Ingi-
björg Sigurðardóttir í Mjóadal sé
líka dáin úr lungnabólgu, 74 ára
gömul. Þau hjónin veiktust bæði
á sömu klukkustundinni og eru
bæði liðin. Er ljúf tilhugsun um
samfylgd þeirra hjóna lífs og lið-
inna, þó sviplegt sé fráfall þeirra
ættmennum.
Látinn er á heimili sínu Þóru-
stöðum í Kaupangssveit 28. febr.
s. 1. Páll Jónsson bróðir Halldórs
heitins Jónssonar bankagjaldkera.
Páll bjó lengi á Litlu-Tjörnum í
Ljósavatnsskarði en þær eru í
þjóðbraut. Hann var mörgum
kunnur og hinn vinsælasti maður.
Látinn er á heimili sínu Hall-
dórsstöðum í Laxárdal í Þingeyj-
arsýslu 20. f. m. Þórarinn Jónsson
bóndi, 56 ára gamall. Nýlega er
og látinn Magnús Sigurðsson að
Naustum, rúmlega miðaldra mað-
ur.