Heimskringla - 03.05.1922, Síða 2

Heimskringla - 03.05.1922, Síða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 3. 'MAI, 1922 Sitt af hverju. Eftir Lárus Guðmundsson. Blaðadeilurnar. Ekki dettur mér í hug að fara neitt út í stjórnmálin. En það er fleira matur en flesk. Og ekki heldur um skrípaleikinn frá Piney, sem er eitt af því aumkunarleg- asta sem eg hefi séð á prenti, og þar dró hvorugur annan um garð að viti eða vandvirkni. En mér kemur til hugar að ráðast í það sem eg hefi aldrei gert áður, að rita um trúmálin nokkrar línúr. Mér skilst, og hefir alla tíð skiU ist, að meiri vandi sé að rita um trúmál en nokkurt annað málefni sem rætur á í hug og hjarta al- mennings af tveimur gildum á- stæðum. Sú fyrri, að málefnið er brennheitt tilfinningarmál og helgi dómur sem er séreign þessa eða hins. I öðru lagi er málið þannig vaxið að flokkar standa saman undir sama merki og þar af leiðir að taki eg einhvern einstakling fyrir að þeina skeytum mínum að, þá særi eg jafnt aijla hans trúbræð- ur. Þessa gætti ekki konufork- urinn í Leslie, eg meina frú Ragn- heiður, sem byrjaði á deilunni, og situr nú eftir særð og hnýpin og í aumkunarlegu ástandi. Ekki var Ágúst Einarsson hótinu betri. Ef svar hans hefði eingöngu átt við frúna eina, þá mætti segja honum það til málsbótar, að óvandari væri eftirleikurinn og við sem hjá stóðum hefðum sagt á fornri ís- lenzku “Þarna hæfir skel kjafti”, eða “þarna hittir fjandinn ömmu sína”. Nei, það var öðru máli að x gegna. Gústi varði svo voðalega, stóran hóp af mönnum og konum sem tilheyra gömlu lútersku kenn- ingunni að honum verður það al- drei fyrirgefið. Bæði eru jafn sek og fara með skömm og skaða út úr málefninu sem ekkret hefir á deilunni grætt annað en þverúð og þykkju, á hvora hliðina sem er. Mér finst að um þetta helga mál — trúmálin — mætti rita án þess að særa fólk mjög tilfinnan- lega, og einmitt nú sé réttur tími til að hreyfa því máli af afþýðu. Það er ekki til neins að fara í fel- i ur með það, að á nýja átt horfir hér á trúmálasviðinu. Það sjá bæði skygnir og óskygnir. Prest- i ar okkar sjá það öldungis eins j skýrt og við alþýðumennirnir. Og j mér er það efamál þótt þeir séu j mætir menn og vel þokkaðir, að áhrif þerrra yrðu nokkuð frekar til sátta og sameiningar en orð vor hinna; þeir yrðu langtum frekar misskildir og kallaðir draga táum sinnar gömlu kreddu. Það er þá fyrst að gæta að trúarlífs- ástandinu eins og það hefir legið hér fyrir um nokkurn undanfar- inn tíma og er að vissu Ieyti enn. Það var að koma veiki, visnun og máttleysi á alt sálarástandið; það var í aðsígi að deyja *ír blóðleysi, ein sog Stgr. læknir segir með sönnu að verði afdryf vors þjóð- ernis. Hvað er þá annað hendi nær til lækninga en taka á mótn nýju og ferskara blóði frá móður- kirkjunni á Islandi, og byggja þar með upp vort trúarlíf og trúar- styrk. Eg skal nú reyna að setja mig í spor gömlu, ströngu og stöð- ugu kenningarinnar og segja: Þetta getur engri átt náð; þar er alt svo hlauprúmt og lausagapa- legt; menn komast aldrei að dyr- um himnaríkis á þeirri braut, og því síður að þeir nái þar inngöngu. En lítum nú á kringumstæðurnar. Hvð verður um þá sem hvergi eiga heima, sem ekkert fast heimili hafa? Engum verður þröngvað nú á tímum til að fara þessa eða hina leiðina, og Kristur vill það heldur ekki, enda yrði sú fylgd að engu nýt og ætti engar fastar rætur í guðseðlinu sem í mannin- um býr. Mér kemur ekki til hug- ar að hvetja fasta og hreina gamla lúterska menn eða konur til að sleppa neinu sem þeir hafa hald á eða eru bundnir við sér til sálu- hjálpar, eða að reyna að losa um þá á nokkurn hátt. Það sem mönn- um er hrein og heilög sannfæring í þeim efnum, er þeim áreiðan- lega og efalaust fullnæging sem gefur þeim styrk og hjálpræði. En veikleikinn liggur í því hjá oss að umburðarlyndið vantar. Ekki má einrti nótu breyta frá gamla grall- aralaginu, þá fer alt til helv... Þetta er sorglegi mi^skilningurinn sem á sér stað í truarefnum og spillir ^eining vorri og samúð, skiftir mönnum til hægri og vinstri og veikir allan okkar þjóðernis- lega kraft. Eg sé ofurvel hvert stefnir. Eg var einn sunnudag nýlega í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg og hlustaði á ræðu séra Kvarans. Þar var fult hús af áheyrendum, og vei hefði mátt heyra mýflugu anda því svo var hljótt um menn að undanteknum ræðumanni, svo ekkert orð gæti tapast. Sú ræða gekk eingöngu út á Jesú Krist, og hans verk á sínum hérvistardög- um. Hann var sál heimsins í trú- arlegum skilningi, og það yrði myrkt um alla jörð ef að hans nafn væri tekið í burtu. Aldrei hefir guðdómseðli nokkurs manns komist í neinn samjöfnuð við hann og hefir þó margur lífið lát- ið fyrir trú sína og kenningar fleiri en hann, og fagurt og eftir- breytisvert líferni. Þetta var m. a. þráður ræðunnar. Fyrir minn part gat eg ekkert að þeirri ræðu fundið annað en það, að hún var of stutt og hefði eg viljað hlusta á þann mann miklu lengur. Þarna rann nýtt blóð inn í trú- armeðvitund tilheyrendanna, og frá því fjöri og þroska sem það eflir myndast stór söfnuður af sundurbrotnum molum og heimil- islausum og óánægðum trúhneygð um lýð. Eg álít þetta stórhapp fyrir kirkju og kristilegt líf meðal vor. Og vel gæti eg trúað að þessi nýja kirkja yrði innan skamms alt of lítil til að rúma þann fjölda sem að henni sækir. Hafi eg nú með línum þessum tilfinnanlega sært nokkuð hrein- trúað hjarta þá er það óafvitandi og vildi eg fenginn biðja afsök- unar þar á. Kórónan. Fyrir skemstu rakst eg á í Lög- bergi vísnabull sem líklega hefir átt að heita eftirmæli, eftir mætan mann, Þorstein kaupmann Þórar- insson sem verzlun hefir haft í Winnipeg um fjöldamörg undan- farin ár. Og mér er óhætt að full- yrða að var öllum að góðu kunn- ur. Sá rembingur J. J. G. sem á þessum óskapnaði felst, kórónar alla bölvaða vitleysu sem út hefir komist á prent nú fyrir háa herr- ans tíð í ljóðagerð. En látum það nú vera, það er ekki þungamiðja málefnisins. Hér er stórkostlega misboðið ihinningu dáins sóma manns senl átti fjölda marga vini. Manni sem var vandaður, stiltur og gætinn í allri sinni framkomu og líferni, og í hvívetna kom fram til góðs á allri samleiðinni sem löng var orðm hér meðal vor. Það er ófyrirgefanlegt að Ieýfa slíkum rustikusum að dratta inn í helgi- dóm ró og friðar dáinna manna og þurka þar skarn af sínum skáldsk.! ! rosabullum. Og nú sný eg mér að vini mín- um E. P. J. meðritstjóra Lögbergs, því þarer maðurinn sem kann að meta fegurð á sviði ljóðhstar- innar. Maðurinn Scuni sem náði hugarhaldi á sólargeislanum rétt nýskeð og segir: “Mig langar, sólgeisli að senda þig í svolitlum erindum fyrir mig, núna einmitt á stundinni örlítið niður í bæinn. Eg get skotið því að þér ^ður en fer, þú átt að skila kossi frá mér til hennar Ástu á afmælisdaginn.; og framvegis áttu að ylja og lýsa æfi hennar stig Elsku góði geisli minn þú gerir það fyrir mig. Það er eins og Þorsteinn Er- lingsson væri að kveða til bless- uðu litlu smáfuglanna. Maður sem á eins fagran smekk til sem Einar P. Jónsson, ætti alls ekki að leyfa neinum ljóðahroða inntöku í hlaðið, og allra sízt undir þeim kringumstæðum sem hér um ræð- ir, þar sem minning sæmdarmanna og kvenna hvílir í ró. Eg hefi snúið mér að vini mín- um E. P. J. af því að eg ætla hon- um að hafa umsjon á þeirri deild blaðsins sem skáldskap tilheyrir, því þótt herra J. J. Bíldfell sé skýr maður, þá stendur meðritstjórinn honum langt frapiar í þeirri grein. Eg er nú búinn að sýna lit á að hafa þessa ritsmíði nógu langa. Um gæðin tölum við síðar. Arborg, Man. 6. april, ’22. Athugasemd: — Vér þökkum vini vorum Lárusi Guðmundssyni fyrir þessa að mörgu leyti vel sömdu ritgerð, þótt þar sé sumt að finna sem að yoru áliti hefði betur verið ósagt. Sum orð hans og ummæli í garð ritstjóra Tímaritsins eru algerlega óverðskulduð og mun ritstjóra þess síst verða brugðið um dóm- greind hvað áhrærir innihald þess er að réttu lagi eigi heima í slílA riti. Ritdómur herra Guðmunds- sonar um skáldið vort Stephan G er svo fjarstæður að manni ó- sjálfrátt dettur í hug að hann *é af öðrum rótum sprottinn, því tæp- lega er hægt að hugsa sér að Lár- us sé svo blindur að han nsjái ekki geislastrauma slíkra gimsteina. —Ritstj. Eiríkur rauði kominn. Heimskringla flytur þá frétt ný- lega, að fornaldarmaður sé kom- 1 inn aftur til mannheima, og að það muni vera Eiríkur rauði. Margt hefir skeð í heimi þess- ! um síðastliðin tíu til tuttugu ár, og ■ sem hefði verið kallaðar kerling- arsögur, ef það hefði staðið 1 gömlu sögunum, og margt hefir verið fundið upp sem engan dreymdi um, og sem ekki var nefnt á nafn í sögum gamla tímans. Ætli það hefði þótt trúlegt, ef ís- lendingasögurnar hefðu sagt frá því, að Eiríkur rauði hefði heit- strengt, að koma til mannheima i aftur árið 1921 —22, eða þá að hann skyldi koma og verja Græn- land fyrir ágirndarseggjum, sem vildu sölsa Iandið undir sig, sem Danir eru nú að gera. Þetta Ht- ur dálítið einkennilega út, og eng- inn veit hvermg á ferðunvþess- fornmanns stendur. Það er hætt við að þeir sem þykjast alt vita og skilja, sem stendur í gömlum sög- um, hefðu sagt það fjarstæðu, ef þar hefði staðið að Eiríkur ætlaði að koma í ár — en nú er þetta skeð. Mér þætti nú ekki undar- Iegt þó blöðin flyttu þá frétt bráð- um, að jörðu þessari yrði snúið a næsta ári, svo að heimskautið yrði þar sem miðjarðarlína er nu, til þess að bræða ís og jökla þa sem nú eru við heimskautin, og jörðinni yrði svo snúið hér eftir á vissum tíma, svo aldrei festist snjór á jörðu, eða ís myndaðist í höfum. né jökull í fjöllum, en þá væri öll íshús og íssala úr sög- I unm. ! Getur nú ekki átt sér stað, að maður þessi komi lengst norðan úr höfum, frá einhverju landi sem þar er, og enginn af sunnanmönn- um veit um; hann hafi lagt af stað um aldamótin 1900, til þess að leita sér að kvonfangi. Máske Hka að hann hafi lagt af stað 1915 er hann heyrði hávaðann sem 'stríðið gerði (við vitum að hljóð berst undur fljótt og hátt í ísnúm), hafi ætlað í stríðið. Þetta er mjög líklegt fyrst hann var með ....~i» m í fyrirtæki voru i dag i y Ættu að verða orðnir $1000.00 þegar vér höfum komið hugmynd vorri í framkvæmd.™LESÍÐ! Vér birtum þessa auglýsingu með því augnamiði, að bjóða yður að kynnast félagi voru, með því að skrifa yður fyrir $10.00, og biðjum yður að lesa það sem hér fer á eftir: VÉR HÖFUM ÞEGAR TVO BRUNNA OG ÞANN ÞRIÐJA VEL Á VEG KOMINN. Hlutabréf okkar eru $3.00 virði í dag, hvert, og hlutabréfamiðlarar hafa þau skráð á $1.50 til $2.50 hvert hlutabréf. y Vér bjóðum því nýja hluthafa velkomna, og geta þeir þá rannsakað sjálfir. Tíu hlutir NÚNA fyrir $10.00, en ekki fleiri en 100 hluti til hvers manns, eða 1000 hluti till einnar fjölskyldu, — á$ 1.00 hvern hlut. Byrjið með okkur á þennan auðvelda hátt, og kom-ist að aðstöðu vorri, fyrirkomulagi o. s. frv., og ef þér eruð ánægð, þá er ykkur í lófa I^gt, að kaupa fleiri hluti, á því gangverði sem þeir kunna þá að vera. EF ÞÉR VERÐIÐ EKKI ÁNÆGÐ, skulum vér framvísa þessum $10.00 yðar, þegar þér krefjist þess, það er að segja, gerið þér kröfuyð-í ar áður en 30 dagar eru liðnir frá því að þér senduð okkur peningana. ER ÞETTA EKKI NÓGU AÐGENGILEGT- GETIÐ ÞÉR KRAFIST FREKARI TRYGGINGAR? Ætlun okkar er sú, að setja af stað tíu brunna svo fljótt sem peningar, vinna eða efni fæst útvegað, og við sannariega búumst við að hlutir vorir seljist frá $100.00 tU $1000.00 hver, undir eins og ætlun vor hefir komist í fram-'kvæmd. 'v ! Vér erum ekki einungis samrýmt heldur einnig samhent og vel á veg komið félag, og við búumst ekki einungis við að vinna hundruð brunna, líkt og hefir verið gert, af hinum stóru félögum, t. d. Standard Oil Company, Sinclair Oil Company og fleiri félögum, heldur búumst við einnig við aðleggja okkar eigin leiðslu, og byggja eigin hreinsunar stöð, og hafa okkar eigin gasoiíu-stöðvar um alt Iand. Þegar þessi ætlun vor hefir komist í framkvæmd, þáættu hverjir $10.00 í fyrirtæki voru að vera ÞÚSUND DOLLARA VIRÐI, eða meira. — Byrjið því á réttan hátt, með lítið, og þá getið þér sannfærst sjálf, að þér séuð með réttu félagi eða ekki, og þá getið þér bætt við yður hlutum, eða ' hætt, ef þér eruð óánægð. TÍU DOLLARAR koma þér á veg velmegunar, ef þér leggið þá í félag vort, og hafist að nú þegar, í dag, undiHeins. Allar frekari upplýsingar gefnar með ánægju. I P, / cr MOTEX COMPANY EL DORADO, ARKANSAS BOX 653 SEM ARÐVÆNLEGT FYRIRTÆKI—Kaupið þessi hlutahréf í dag fyrir $1.00 hvert, og eymið þauþar til þau fara að gefa arð. SEM GRÓÐRARTILRAUN—Kaupið hlutabréf þessi í dag fyrir $1.00 hvert, og seljið þau svo aftur, þegar þau hafa hækk að í verði, frá 8.00—$10.00 hvert.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.