Heimskringla - 03.05.1922, Blaðsíða 5

Heimskringla - 03.05.1922, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 3. MAI, 1922 HEIMSKRINGLA. D. BLAÐSIÐA. Látið drauma yðar rœtast. Elrhi a?S safna fyrir — húsíð sem þú býst viS aS eignast, skemtiferðina sem þig iangar aS fara, verzl unina sem þig langar aS kaupa, hvíldarstundimar er þú býst viS aS njóta? Byrjaðu að safna í sparisjóðsdeildinni við þennan banka og stöougt innlegg þitt mun verða lykill að framkornu drauma þinna. IMPERIAL BANK OF CANA.OA Riverton bankadeild, H. M. Sampson, umboðsmaður Útibú að GIMLI (309q blær, alveg eins og þegar nýjum morgunroða slaer yfir heiðan kveld himininn. Hún hélt áfram á þessa leið: “Að síðustu sannfærðist eg um að það var staðlaus lygahuggun að hver einasti blóðdropi, sem út- helt sé í stríði, geymist um alla ei- lífð. Nú hefir sú spurning vaknað í sál minni, hvórt þeir hafi ekki látið líf sitt til einskis, sem féllu fyrir ranglátt mál, logið og tapað. Það eina sem nú heldur lif- andi, þó á veiku skari sé, viðreisn vona minna, er það að þrekið.sem þessir menn vörðu þannig, verði af drengjum framtíðarinnar not- að í þjónustu sannleikans. Eg horfi fram í tímann og mig dreymir. Eg sé með augum vona minna, bjarta vita loga á hverri strönd, sem bera birtu yfir og bæta fyrir alt það tjón og allar þær hörmungar, sem við erum sek um. Og þessi draumur hvíslar því að mér að sjálfur guð og himnar þeir sem mennirnir byggja sér, séu ó- framkomnir draumar og ávísan á framtíð þeirra. Þetta hefir haldið mér við um hin löngu og dimmu vetrarkvöld, alveg eins og meðvitundin um vor dýrðina knýr þröstinn og lóuna til söngs.” VI. Hún virtist hafa leikið alt það, sem harpa hennar átti til; og nú lágu strengir gígjunnar í hönd- um þagnarinnar, alveg eins og hljómnæm kirkja verður hljóð þegar söngflokkurinn þagnar. Eg stóð áfætur. Hún sat kyr eftir; söknuður bjó í svipnum og jók það fegurð hennar; er hún lét höfuð sitt hníga. Eg rétti henni höndin um leið og eg kvaddi hana í allra síðasta skifti og hvarf út í skuggann. Þökk fyrir þennan kveldsöng, kæra vina. Þú skapaðir okkur báðum þor til þess að vaka með söng þínum, jafnvel þótt Ijósin okkar slokni löngu fyrir aftureld- ing. Ómar söngsins fylgja föru- manninum hvar sem hann hrekst um heima hrekkvísinnar. Já, söngur þinn hljómar í sál minni eins og helgur dómur, sem pílagrímurinn hafði að heiman með sér. Þannig er efni kvæðisins í ó- bundnu máli. Bið eg skáldið vel- virðingar á því hversu ófullkom- inn orðabúning eg á til þess að klæða í hversdagsföt þá miklu mynd, er hann hefir skap- að og sent oss í hátíðarbúningi. Hér geta menn séð það, sem Lárus Guðmundsson segir að ekkert er- indi hafi átt í Þjóðræknisritið og ekki hefðr átt að fá rúm í því. Af því eg þekki þá svo vel báða, Lárus Guðmundsson og Sigurbjörn Sigurjónsson, þá veit eg að hvorugur þeirra er svo heimskur að hann skilji ekki kvæð ið. Þeir ættu því að hugsa vel um orðin hans Georgs Brandesar í fyrri setningunni áður en þeir setjast í dómarasætið í næsta skifti. Sig. Júl. Jóhannesson Hríseyjarpistill til Heimskringlu.. Af því að eg héld að mér sé ohætt að fullyrða að síðan þú komst á legg hafir þú aldrei flutt línu héðan, og ennfremur af því að það er ekki með jafnaði sem þú ert ónáðuð af okkur Norðlend- ingum, þá þykist eg viss um að þú munir flytja svona lítinn pésa með góðu til sveitunga minna og kunningja vestra sem þú heimsæk- ir vikulega eins og vant er, því eg veit að sumir þeirra a. m. k. I vilja gjarnan heyra eitthvað héð- an þó fátæklega verði úr garði ) gert, og eigi falli máske við allra smekk. Afli á mótorbáta var yfirleitt mjög góður síðastliðið sumar, svo . þó verðið væri ekki sem bezt á fiskinum varð útkoma flestra út- gerðarmanna all góð. Kaupgjald I á þeim bátum og við fiskivinnuna í landi var einnig þolanlegt — að, i minsta kosti í loforðum — 1000 —1200 kr í fjóra mánuði. En | því miður hittist það, að útkoma ! verkamannsins vill verða slitrótt á ■ borgunardegi. Enginn skyldi ráða sig til sjós eða fiskvinnu í landi nú orðið nema með vottföstum samn-, ingi, alveg eins, og ekki síður þótt efnamenn eigi í hlut, því það er sorglegt, en satt, að óorðheldni og óprúttni 'í viðskiftum fer hröðum skrefum í vöxt hér hjá okkur. Eg hefi ekki unmð hjá neinum fá- tækling hér í eynni og þó orðið fyllilega var hinnar megnustu grey mensku í viðskiftum. Beitusíld náðist nóg í fyrirdrátt innarlega á firðinum alt fram að j hafsíldartíma, og höfðu Hrísey- j ingar motorbát í félagi aðeins til j þess að sækja beituna daglega inn- I eftir. Formaður bátsiris — og oft- | lega einn í förum — var Þorvald- ! ur Jónsson frá Kleif, reyndur dugnaðarmaður, og er óhætt að segja að útgerð þess báts hafi marg borgað sig, því mjög sjald- an var beituskortur. Dönsk járnskonorta “Rigmor”, j strandaði í haust í norðanveðri að nóttu til norðan á Helluhöfðanum, vestan Eyjafjarðar. Skipverjar komust heilu og höldnu í land.Upp boðið stóð fáum dögum seinna og keypti Þorsteinn kaupmaður Jóns- son á Dalvík skipskrokkinn, með j dýrri vél fyrir tvö þúsund og þrjú hundruð krónur. Enskan togara “Norman” frá Hull tók Fálkinn nálægt Húsavík í haust og fór með hann inn til Akureyrar. Var hann sektaður um tuttugu þúsund krónur, og afli — all mikill — og veiðarfæri upp- tækt. . Var aflinn boðmn upp í stórkösum á bryggjunni, mest smáfiskur og koli, og buðu bæjar-, búar í þetta hálfskemt — marið — j sem óðir menn, svo Englendingum sjálfum ofbauð. Það var eins og menn álitu það lifsspursmál að ná í sem mest af svona góðgæti, það væri ekki al-íslenzkt, það var veitt á ensku, slægt á ensku, og marið á ensku. Grafreitur í Hrísey. Föstudaginn 2. september var fyrsta manneskja jarðsungin í hin- um nýja grafreit Hríseyinga, af séra Stefáni Kristinssyni á Völlum, j að viðstöddum 150 manns. Það j var Margrét Guðmundsdóttir kona Jóhannesar Davíðssonar, sem all- lengi hefir búið myndarbúi á Syðstabæ, og áður ekkja Jörund-! ar Jónssonar sem lengi bjó á og átti suðurhelming eyjarinnar. Graf j reiturinn, sem prestur vígði í þetta' sinn, er sunnan undir svo nefndu Saltanesi, suðvestan á eynni, og j var eigi völ á fegurra plássi fyrir! hann. Margrét sál., var mesta j myndarkona í sjón og raun. Hún j var seinni kona Jörundar. Með j fyrri konu sinni Svanhildi átti \ hann Sigtrygg, Jóhannes, Björn og J Svanhildi, konu Páls kaupmanns Bergssonar — sem nú hefir keypt Syðstabæ — og Loft, sem Iengi hefir búið í Winnipeg, en með Margréti átti hann Sigrúnu, Þor- gerði, Guðmund, Aðalstein, Odd, Jón, Þórodd og Jörund. Að Jör- undi látnum giftist Margrét eftir- lifandi manni sínum Jóhannesi, og eignaðist með honum tvö börn, Jakob og Sóleyju. Hafa þau Jó- hannes og Margrét sál. lengi búið rausnarbúi á Syðstabæ, þar til þau hættu búskap og seldi Páii kaupmanni jörðina, sem fyr er sagt. Akureyri. Tveir menn hafa horfið héðan úr bænum ásíðastliðnu sumri. Magnús kaupmaður Franklin fór á færi fram á Pollinn seint um kvöld. Hafði maður tal af honum frammi klukkan að ganga fimm um morg- uninn, og spurði hann hvort hann vildi verða með íland, og kvað hann nei við því, og hefir ekki sést síðan. Báturinn fanst rekinn um morguninn á réttum kili, enda er hann svo stór, að einn maður hvolfir honum ekki undir sér. Magnús átti allstóra verzlun hér í bæ, og myndarlegt íveruhús, ný- lega giftur í annað sinn, góður smiður, dugnaðarmaður á bezta aldri og álitinn í góðum kringum- stæðum. Hann var sonur Jóhanns Jóilassonar frá Látrum. Hinn maðurinn var H. Benben- see klæðskeri þýzkur að ætt, sem búið hefir hér í bænum í mörg ár, giftur íslenzkri konu og átti með henni 6 börn. Hann átti einnig stórt og vandað íveruhús og álit- inh vel stæður efnalega. Hann fór frá hcimili sínu að kveldi þess 13. október, kl. rúmlega 10, og hefir' ekki fundist síðan. Álitið að hann hafi gengið í sjóinn. — Vanalega hafa líkamir þeirra fundist sem Iagt hafa af stað sjóveg til Himna- ríkis. en þrátt fyrir ítarlega leit, hafa þessir tapast alveg. Millisíldarafli hefir verið tölu- verður hér á innfirðinum í vetur og er enn. Hefir Ásgeir kaupm. Pétursson keypt mikið af henni fvrir 10 kr. strokkinn, og er nú eitt af fiskiskipum hans, “Grótta farin suður, hlaðin frosinni síld handa skipum þar sýðra. Nú er hver dallur drifinn á flot í fiskinn, að undanskyldum hákarlaskipum, sem fara víst ekki. Ásgeir gerir nú út 8 skip sem hann á sjálfur. Fiskiafli allmikill hefir verið á svæðinu frá Hjalteyri og út að Haga, í allan vetur, en hvorki ut- an né innan. Hefir því sjaldan verið skortur á sjófangi til matar, og hefir það létt undir með mörg- um í þessari dýrtíð sem kölluð er. Já, fólk ber sér á brjóst og æpir um óþolandi dýrtíð, en sá sem kunnugur er aðsókninni að Sam- komuhúsi bæjarins, t. d. meðan Fjalla-Eyvindur stóð yfir, og eins “Bio”, gæti borið um hvert inn- koman benti á mjög tilfinnanlega áuraþurð í bænum eða umhverf- inu. Veturinn allur er, fljótsagt, svo einstakur að gæðum að fólk á elli árum man eigi hans líka, snjó- lítið og snjólaust víða, varla hægt að segja, að hélað hafi glugga. Hér á Pollinum er Árni Væni ætíð sjáfkjörinn forustusauður. Nótt og dag er hann á verði, árið um kring, og leggur við það meira í kotsnað en nokkur annar maður. Það hefir verið siður sumra sjó- manna að bíða rólegir með veið- arfæri sín í landi þar til Árni “verð ur var.” Ámi er lítilþægur. Hann heimtar ekki mikið úr sjónum. Síldarhreistur er honum hin bezta sending, kallar það “góðan vott . Svo þegar aðrir koma með net sín og lóðir í kring um Árna, má hann oft og tíðum gera sér að góðu að fá minna en aðrir, og er það ef- laust oft því að kenna að veiðar- væri hans eru þá svo mjög af sér gengin eftir harða og langa úti- vist, að þau mega ekki á móti þeim tækjum sem leggjast í kring- um hann. En Árni gugnar ekki, því áhuginn er óbilandi, og haft er það eftir honum að síðan hann kom til Eyjafjarðar — sem mun vera yfir fjörutíu ár — hafi hann aldrei haft tíma til að snúast í því að gifta sig. Viltu gera svo vel Kringla mín að flytja fyrir mig tvær orðsend- ingar til gamalla kunningja, önn- ur er til Jóhanesar J. Stefánssonar frænda míns að Wynyard; vildi eg mælast íil að hann sendi mér Iínu við tækifæri og lofaði mér að vita — svona uppá gamlan kunn- ingsskap — hvernig þeir hafi rent- að sig dalirnir sem hann fékk lán- aða hjá mér þar vestra. Hin er til Karls Hanssonar, snikkara sem hér var, hvort hann sé ekki kominn svo niður í málinu að hann megi missa orðasafn Jóns A. Hjaltalíns sem eg lánaði honum í enskufátækt hans hér á Akureyri og honum gleymdist að skila mér áður en hann fór vestur. Vildi eg mælast til — sem þóki.un fyrrir lánið — að hann sendi mér það sem eftir er af bókinni. Nú erum við búnir að fá Tryggva ykkar til okkar aftur. Standa nú á honum mörg járn í einu. Um þá viðureign kastaði einn hagyrðingurinn fram þessari stöku hér um daginn: Tryggvi engum tapar mátt, trausti glatar eigi, þó virðar reiði vopnin hátt í Verkamanni og Degi. Að svo mæltu bið eg Hkr. að flytja fyrir mig heillaósk til allra vina minna og kunningja þar vestra, ásamt velvirðingarbón á línum þessum. Gott ár! 1.3.—'22 Halldór Steinmann. Anna Pálson (fædd Sigurgeirsson) fædd í marz 1896, dáin 26. marz 1922. “Vinir berast burt á tímans straumi og blómin fölna á einni hélu nótt.” Kynslóðir koma og kynslóðir fara, það er staðreynd mannanna á öllum öldum. Ungir og gamlir hníga til moldar eins og blómin á einni hélunótt. Dauðinn, hinn vold- ugi einvaldur yfir öllu lífi þessar— ar jarðar, biður engan leyfis og færir engin rök fyrir gerðum sín- um. Dularfullur og þögull kemur hann án fyrirvara og hriífur konu frá elskandi eiginmanni og móð- ur frá ósjálfbjarga börnum, jafn- kaldur og mizkunarlaus og hann væri að slá til jarðar hið minsta blóm. Mennirnir vita þetta eins vel og það að nótt kemur á eftir degi, — og þó er eins og við trúum því ekki og getum ekki sætt okkur við þann beizka sannleik, þegar við missum ástfólginn vin. Okkur finst það hljóti að vera óttalegur draumur sem við munum vakna upp af. — En einhversstaðar langt inn í ókönnuðu djúpi hugans, stendur eins og oddhvast spjót í gegnum viðkvæmustu, helgustu og göfugustu tilfinningar sem sá einn skilur sem ann af öllum mætti sálar sinnar. Og í loftinu í kring liggur einhver skelfileg leyndar- dómsfull kyrð sem lamar og tæm- ir alla hugsun. Okkur finst við hafa slitnað úr sambandi við alt sem við þektum áður ög hafa hrapað inn í óþektan heim sem komi okkur í raun og veru ekk- ert við. — En alt í einu hrökkv- um við saman, því að dómsorð- ið: “Þið sjáist aldrei framar,” klífur kyrðina eins og þrumu- leiftur sem þýtur gegnum loftið á níðdimmri nótt. Þá er sorgin komin. Og sorgin virðist verða að stýrislausu, allslausu skipi, en líf- ið sjálft að stormæstu, ógurlegu, endalausu hafi, og sá sem syrgir er einn, aleinn á skipinu. En yfir bólga, lá aðeins fáa daga rúm- hvílir nóttin dimmri en dauðinn,— ! föst. Hvað er þá til ráða? — Ekkert. Anna var myndarkona og ást- Án stýris er ekki hægt að halda rík móðir. Trygg var hún vinum stefnu. En í óráði, eða af gam- sínum og nærgætin. Foreldra sína alli hefð eða máske af meðfæddri styrkti hún með hug og dug með- þörf eru hrópuð orðin alkunnu: an hún dvaldi í föðurgarði. Og í Guð minn! guð minn! hví hefir heilsuleysi móður hennar sem var- þú yfirgefið mig? — En vinur, aði mörg ár, reyndist hún sönn og vinur enginn ansar” á öldum hafs- ræktarsöm dóttir. ins bænin stansar. Og nú er hún horfin, farið að- Á slíkum stundum starfar hugur eins 25 ára gömul, orðin sjálf inn án afláts. Allar hugsanir beria eiginkona og móðir. þá á múrinn himin háa, sem dauð- Imyndunar íítþrá þeirra sem inn bar vininn yfir á dökkum arn- unnu henni flýgur yfir múrinn og arvængjum — og krefjast ákveð- sér hana í draumi á æfintýralandi ins svars. ódauðleikans. Aldir hafa liðið. Miljónir hafa Séra Sig. Ólafsson jarðsöng barið á múrinn, en hann stendur Önnu sál. að viðstöddu fjölmenni. óhaggaður — og svarið er ekki Hefi eg ekki séð almennari sorg komið. Imyndunar útþráin hefir né hluttekning við aðra jarðar- lyft sér til flugs og horft á landið för. hinu mégin í draumi. Hún hefir málað myndir fyrir okkur af æfin- týralandi ódauðleikans, en þær myndir fölna í ljósi örlagaþungr- ar vöku. Og aldrei er maðurinn betur vakandi en á sogarstundum lífsins. Þá duga ekki dulráð draumsvör, heldur ákveðin stað- reynd. En svarið er ekki komið. Það eru okkar rök, sem efumst, enginn getur hrakið þau að svo stöddu máli. Þessvegna syrgjum við. Það þykja ekki mikil tíðindi, út um heim, þó ung, ónafnkend kona deyi. En ef konungur eða auðkýfingur deyr, flýgur það á vængjum allra vinda út um víða veröldu, og mundi verða feykt út fyrir hnöttinn af þytmönnum þjóðanna ef þeir gætu blásið svo langt. Eg fyrir mitt leyti álít hið fyr- nefnda meiri atburð í raun og sann leika. Og ástæðurnar eru þessar. Kona! Móðir! dáin frá manni, sem elskaði hana, og frá ungum börnum sem enginn mannlegur máttur getur bætt þeim. — Ást er engin hversdagsvara. Þess vegna segir skáldið: “Sama rósin sprettur aldrei aftur, þó önnur fegri skreyti veginn þinn! Konung er hægt að krýna aft- ur, — en ást óbrotins alþýðu- manns er hæpið að hægt sé að vekja í annað sinn, Auðkýfing er létt að fá, þó að einn fari. Þar sannast hið forn- kveðna, “að eins dauði er annars líf. En með öllum miljónum jarð- ar verður ekki móðurást keypt. Anna sál. var fædd á Reyni- völlum í Mikley árið 1896. Hún var dóttir Boga Sigurgeirssonar sem síðar bjó um mörg ár á Öldu- landi hér á eynni. Sigurgeir faðir Boga var prestur að Grundarþing- um í Eyjafirði. Hans faðir var umboðsmaður og hreppstjóri Jakob Pétursson á Breiðumýri,- nafnkunnur gáfumaður og læknir. Liggja í þeirri ætt gáfur bæði til munns og handa. Hefir sumt af því fólki ekki þótt vera við al- þýðuskap, eða binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Hafa íslendingar löngum misskil- ið slíka menn, sér til lítils sóma og eldir enn eftir af því, einkum vestan hafs. Móðir Önnu var Kristín Ás- mundsdóttir, dáin 1919; kann eg engin skil á hennar ætt. Foreldrar Önnu eignuðust 6 börn, dó eitt í æsku. Anna sál var elst systkina sinna. Hin heita Ingi- björg, Lilja, Bogi og Ása, öll ógift. Árið 1916 giftist Anna eftirlif- andi manni sínum Gesti Pálssyni frá Steinnesi; eignuðust þau hjón fjögur börn, 3 drengi og cina stúlku. Var elzti drengurinn 5 ára, þegar móðirin dó en stúlkan rúml. ársgömul. Eru örlög eiginmanns hennar ein þau þyngstu sem fyrir nokkurn mann geta komið — að syrgja eiginkonu — því að hjóna- band þeirra var ástríkt — og standa á ströndinni með móður- lausu börnin sín og vonirnar allai dánar. Foreldrar hans og syst- kini hafa styrkt hann bæði and- lega og í verki sér ti! stórsóma. En þrátt fyrir það, syrgjandi mað- ur er alt af einn — Banamein Önnu sál. var lungna- Eftirfarandi kvæði var flutt við kista hinnar látnu. J. S. frá Kaldbak. ANNA PÁLSSON. Eiginkonan unga! einkavinur þinn horfir nú í hyldýpi harmanna inn. Ó, sólheimadísin! lýsið nú leið, og svæfið þyngstu sorgirnar í sárustu neyð. Ó, vor hlýju vonir! viðkvæm læknið sár og látið trega linna við líðandi ár. Ó, móðurlausu börnin! Himnafaðir hár! bægðu frá þeim böli bernsku þeirra ár. Þýðlynd, þráða móðir! því var dvöl þín stytt? Enginn, enginn fyllir auða rúmið þitt. Daprar dagsins gleði dauðans beitti geir. — Þó er harmur þyngstur þegar rnóðir deyr. Böl sitt grætur bygðin blikna ljóssins tröf. Þúsund harmtár hrynja hljótt við þína gröf. Hækkar sól með sumri svífur yfir lönd. En aldrei fær hún endurvakið ást á dauðans strönd. Tíminn seint um síðir sárin græðir þó. En lækning hans er löngum köld og Iíkist dauðans ró. — Þungur reynslu skóli er þetta stutta líf þrótturinn og þrekið þess er eina hlíf. Óró var þín æska unga dána fljóð. Órór hugans eldur eins og skáldsins ljóð. Þú varst ein af þúsund í þessum kalda heim sem þráðir engils æfi út í víðum geim. Sofðu sætt í friði, — sú voru örlögin — Ljúflings lög á leiði þínu leikur draumþráin. Blessuð sé þín minning blessað sé þitt starf, en eftir er þitt auða rúm sem einhver skipa þarf. — Jónas Stefánsson. . frá Kaldbak —---------o---------- Bisurated Magnesia. “Taktu svolítitS af magnesíu á eftir máltítS,” er nú vanaleg forskrift vit5 meltingarleysi hjá þúsundum. ÁstætS- an til þess er ati nálægt níutíu pró- cent af magasjúkdómum orsakast af sýru, er hin fíngertSa magahútl hólgn ar og ókyrrist af, og gerir etililega meltingu ómögulega. Lyf et5a matar- hæfi verka ekkert vigna þess atS þatS rekur ekki á burt sýTuna sem er atSal orsök veikinnar GætSi magnesíu, sem hvorki er deyflyf et5a metial, er í þvf fólgin at5 hún er gagnverkandi sýr- unni. Af öllum þeim margvíslegu skömtum sem magnesia er uppsett ( er Bisurated Magnesia nits bezta. Te- skeiti et5a fjórar töflur í heitu vatni, tekit5 á eftir máltítS, gagnverkar á móti sýrunni á augnabragtSi, stöt5var uppþembu og veldur kvalalausri melt- ing. Hrein Bisurated Magnesia fæst hjá öllum áreit5anlegum lyfsölum, og allir sem þjást af magasjúkdómum ættu at5 reyna hana. (107) Huthenian Booksellers and Publish- ers, 850 Main Street, Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.