Heimskringla - 24.05.1922, Síða 2
2. BLAÖSÍÐA.
m
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, MAN., 24. MAÍ 1922
Eðli og orsakir [druma.
i.
Frá elztu tímum mannkynsins
hafa menn tekið mark á draumum
sínum. Draumatrú hefir ,hví ver-
Sverris konungs veittu honum
kjark og sigurvon eða vissu á bar-
áttu við óvini hans — En drauma-
trúin hefir einnig, og líklega oftar,
orðið mörgum til óheilla og hugar-
angurs. Hún hefir gert marga
. n , • .* i þunglynda menn og veikgeðja
,S og er enn, same.gn allra þjoða., h júka kvíiSafu|la. þe$shátt-
Þar kemur ekjti hl .greina kynflokk af menn dreymir ^ öSrum
L-,'Jnennm^ e a an egur Pros ri fremur ljóta og Kraeðitega drauma.
Upphaflega »ar dranmatrúin , T]1 l>e,ss . aS <Jntg.urohe.ll
einskonar andatrú. Á bernsku-1 dratimatrnarmna, og dratimagnifl;
L'U, ______hata spakir menn sagt: L>t er
timum þioðanna heldu menn ao *, , .
alt, sem fyrir þá bar í svefni, staf-| b°tur draumur fyrir htlu efni; “
aði frá sérstökum öndum, draum- ^etta er huggun hjatruaðra
öndum eða verum. Þessi trú er! draumamanna En komið hef.r
algeng hjáöllum villiþjóð-um jarð-| bað fynr að jafnvel hjatruarlaus-
u J „i-j.,,. ar hetjur (t. d. hturla Sighvatsson j
arinnar, enn þann dag i dag. hvo , , í \ , . , ,
fóru menn ,að trúa ,því, að sálin hafa fenS,ð beiS/af d“ sin'
faer, úr líkama hins sofandi mamrs Um °* fal lð 1 stafl • ems ?«
til “draumalandsins”. Það, sem | herra JJebukkadnessar, þegar e,n-
sálin sá þar eðu gerði, var vítan- hver Daniel hef,r raðið drautaa
lega sýnir eða athafnir manns í be,rra fyr,re hverfrilleik hammgj-
draumi. Einkum er þetta forn,'unnar- En ut , þes.sa salma fer eg
indversk hjátrú. Hana aðhyllast c 1 meira-
nú margir guðspekingar og anda- jj
trúarmenn á vorum dögum. | r.
f , r v Ihlesta menn, eoa atla, dreymir
I fornum, norraenum fræðum er en ^ muna
þess vÆa getið, að monnum haf,| alHr drauma sfna Suma dreymjr
| mikið og oft, en aðra dreymir
oft birst í draumi hugir manna. En
þá táknaði hugur manns sama sem
sjaldan. Trúin á drauma og um-
sál eða sálarlíf. Hetjur og höfð- - ■ * , , •
, v° , , . | hugsun um þa genr tauganæma
ingjar áttu ramma hugi eða fylgj-
ir«enn sídreymandi: Það fer ekki
eftir
vitsmunum eða andlegum
þroska, hve mikið menn dreýmir. |
Hvað eru draumar manna, og
ur. Þær birtust vinum þeirra og
óvinum í svefni ýmist í dýra- eða
mannslíki. Skygnir menn sáu þær i
í vöku, eð^a svo trúðu menn. ,,. v , , • -,11
, , , , > hver er aoal orsok þeirra? Um
Venjulega komu þessar draum- , .. , , V , c. . v
, , . , , .. c I þetta hafa oroið skiftar skoðamr.
fylgjur a undan monnum. Sum.r F[estir munu ^ ,(t> svo ; jS
yoru , bj><"‘1y<«^n'. .8':<Sunga-|meirih|utia|I[adraumasíendur.
, , , , . , , ,,, • skynjanir og minnmgar þess, sem
attu draumtvlgjur , retsliki r . r 1 ■■v • w v
, j tyrirmenn hehr bonð , lifinu, eða
° kj rV r , ■ v , menn hafa lifað. Flest bendir á.
Pess, tylgja eoa draumvera var * . , r. •
• , • , *. að draumar seu, langtlestir, eins-
einskonar vernc'arandi. Hun að- , . ,
, , , , , . , . ,. konar enduromar ur djup, salar-
varað, husbonda smn tynr yhr- w • r ,•*. ,,f- , , ,
, ,. , .,, ,, , iitsms, at liðnu l,t, manna, duld-
votanpi hættum, sjukdomum, o- . l -i
, v , v um hvotum, hugrennmgum og til-
vinum, tjarskaða, oveðrum o. s. r r, 1 r 1 ..
r U v , • tmningum. Uft hefir þetta eigi
trv. — Pað var þvi likast, sem •* . ,, vv v
, • , , verið svo Ijost og akveðið, að
oraumveran vær, talin einskonar » • , ■ • , ,
, ,, • Lr*< , v v < dagvitund manna veitt, þv, svo
aukasal mannsins og hhðstæð að- ■,•*., v , v ,.
, .,• v , v- mikið athygl:, að það geymdist 1
alsahnni, sem maðurmn andað, r . , , , , , . v.
r , , , j,,,- v r, , ,,, mmninu. bn alt þesshattar hirðir
tra ser 1 andlatinu, eða tor ur lik- j- • ,. . , .
, .. j v . ■ undirvitundm og geymir a ein-
amanum, þegar menn onduðust. L L w t■
K r , v .. j j- hvern hatt. Þetta ryfjast svo upp
— Par at komið ond og and, ,___________L.'_ /l'V .1 r •
= sál.
Á vissum tímum var mest að
þegar hún er óháð dagvitundinni,
t. d. í svefni eða óvanaJegum sál-
_ , 1 . ví: L .. | arástöndum. Saman við þessi
marka drauma. Aðtaranott þrett- , ,j ,,., „ r
hollo'X.of I ymiSU eldr> °g oljosu ahnf, sem
borist hafa til undirvitundarinnar,
tvinnast í draumi Ijósari skynjan-
ánda kallaðist draumanóttin mikla
Á Þýzkalandi nefndist jólanóttin
svo. Þá voru ©11 dulmætti laus, 1. , . .
og allar dulverur iéku lausum1 " 1end>1™n8a<r. sein me."
hala. Ekkerl. sem vií bar J». fór fSa.,mlnr“Dahr" haía “ft.a menn
‘' voku. pregður þvi tyrir menn
í svefni ólíkum myndum og minn-
eftír vanalegum lögum náttúrunn-| I
ar. Það var einskonar allsherjar ! ,. , ,. ,
ijlj' j „ ingum, shtrottum, rughngslegum
eldhdusdagur natturunnar, allra ° , . , ° . v ° .
, •, • j j v L, . t r og samhengislausum. Pað æg,r
kvikinda og dauðra hluta. Jatn- . . . , , , .
t- , , , r -, r i ' saman v,t, og vitleysu, og hlæg,-
vel kyrnar 1 tjosunum tengu þa , , , , J ° Z*.
, , „j L 'i v legustu skripamyndum, soðið
mannsrödd, og heldu hrokaræður r ., , , ,
,r v „ 'i ' i saman at stjornlausu ímyndunar-
um velterðar- og ahugamal sin! rI. r ,. ,
K' ,,• j v- I atl, sotand, manns. Pa er skyn-
— Pa nott satu ailir dauðir menn • , „ • , >
, , v , 'ir • i . semi mannsms og domgreind ,
a leiðum sinum og altarnir skemtu , ,
sér með dansi og öðrum gleðskap.
— Ekki að undra, þó margt
dvala.
Um alt mögulegt getur menn
merkilegt bæri þá fyrir menn j dreymt. en þo aldre, annað en það
svefni. — Einnig hafa menn fagt's«V einhvern hatt hef,r* h°st
mikið mark á jóla-, nýárs- pg eða leynt* bor,st 1,1 meðvitundar'
Jónsmessudrauma. Einnig á þá ,nnar' Langoftast er þa hja full-
drauma, sem menn dreymdi fyrstu flða monnum emhver endurmmn-
nótt í nýjum dvalarstað. Draum- mSashtur, fra æskustoðvunum,
, dreymdir með vaxandi tungli, eða fra Þe,m síoðum, þar sem
ar
komu fljótt fram, en þeir áttu sér maður hefÍY lifað áhrifa'
langan aldur, sem menn dreymdi nilr'ld-
með minkandi tungli o. s. frv. Lifnaðarhættir manna, andleg-
Sumir menn hafa verið vantrú- ur þroski, lífsskoðanir o. fl., setur
aðir á draurna. Júlíus Cæsar tók mark sitt á draumana, eða hefir á-
eigi mark á aðvörunardraum konu hrif á innihald þeirra. Draumar
sinnar. Hann gekk því óhræddur fara einnig eftir aldri og kyn-
og vopnlaus í .hendur samsæris- ferð, manna. Kaupstaðardreng,
manna og féll fyrir þeim. Líkt sem aldrei hefir í sveit komið,
fór fyrir Kjartani Ólafssyni. Hann dreymir eigi um sveitastörf og
hló dátt að aðvörunardraum, sem leiki og áhugamál sveitabarna: f
Án hrísmaga dreymdi nóttina áð- (hjásetur, fráfærur, fjallgöngur,
ur en hann féll fyrir Bolla og fé- réttaferðir 4. s frv. Og sveita-
lögum hans. — “Ekki er að marka drenginn, sem aldrei hefir komið
drauma,” sagði Sturla Sighvats- í kaupstað, dreymir sízt um leiki
son, þegar hann vaknaði á Örlygs- kaupstaðabarna og götulíf þeirra.
stöðum, áður en hinn nafnfærgi En sama má segja um fulltíða
bardagi hófst. Hann dreymdi Ijót- menn. Draumar þeirra eru mjög
an draum, enda svaf‘hann þá nott litaðir af atvinnu þeirra, lifnaðar-
í illu lofti. Gissur Þorvaldsson háttum, hugsunum og náttúru-
hafði góða drauma. Hann svaf umhverfinu. Parísarbúa gæti
undir beru lofti. Hann trúði á naumast dreymt bjargfuglaveiðar,
sína góðu drauma, <og það styrkti heybindingar eða vetrarhjástöður
hug hans og hermannanna, sem yfir sáuðfé. Þetta getur Islend-
með honum voru. j ing dreymt um.
DrAumatrúin hefir orðið sum-‘ Flesta menn dreymir það sízt,
um mönnum að liði. Ágúst keisari sem þeir vilja láta sig dreyma um,
fór eitt sinn eftir draum, sem einn fyr en þá máske eftir langan tíma.
af hermönnum hans dreymdi, ella Þá getur því skotið upp að meira
hefði hann n-æstu nótt verið rek- eða minna leyti, í .sambandi við
inn í gegn í tjaldi sínu Draumar eldri og yngri minningamyndir
vitundarinnar. Þó geta stöku
menn látið sig dreyma sumt það,
er þeir óska, með æfingu og ein-
beiting hugsans. En þetta má
heita undantekning.
Unga menn dreymir oft, að
þeir klifra hátt, hrapa eða svífa
um í loftinu, laust við jörðu.
Vafalaust stafar þetta af óreglu-
legri blóðrás í svefni. En hún er
að vissu leyti háð líkamsstelling-
um og hreyfingum hins Sofandi
manns. Unglingar, eða ungir
menn, hreyfa sig meira og Iiggja
sér óhægra í svefni en fullorðnir
menn. — Eg hefi veitt því eftir-
tekt, hvernig eg ligg, þegar mig
dreymir þess háttar drauma. Oft-
ast hrapa eg þá úr sömu klettun-
um, sem eg klifaði í oft á yngri ár ;
um, þegar eg var að smala. —
Þar var eg eitt sinn hætt kominn.
Það bergmálar í undirvitundinni
aftur og aftur.
Af órólegri blóðrás og erfiðri
meltingu dreymir menn líka oft
Ijóta eða hræðilega drauma, engu
síður en í hitasótt, eða því, að
sofa í illu andrúmslofti. Sömu-
leiðis, ef menn liggja svo, að blóð-
rásin trufilst meira eða minna, t.
d. þegar of mikið blóð rennur til
heilans, eða þrengir um andar-
dráttinn. — Þetta hefi eg sjálfur
reynt og athugað um mörg ár.
Stundum hafa menn hugboð
um það í draumi, að þá dreyn.í1
það, sem þeir sjá og heyra. En
óljóst er þetta og slitrótt, og mað-
urinn þá eins og milli svefns og
vöku. Einkum ber þetta við,
þegar menn dreymir ljóta drauma.
Þá alt í einu veit maður, að þetta
er bara draumur, og gleðst af því.
En í sömu andránni er maður ó-
viss í þessu, og óttinn heldur á-
fram að vera ímeðvitundinni. —
Komið getur það Iíka fyrir, að
menn dreymi það, að þá hafi
dreymt draum, sem þeir eru að
hugsa um og reyna að ráða.
Það má heita undantekningar-
lítið, að það, sem maðurinn hatar
í vöku, telur Ijótt eða ilt, þykir
eins í draumi. Fegurðarvitið og
fegurðaiþráin nýtur sín einnig að
jafnaði eins í draumi og vöku.
Það mun líka sjaldan koma fyrrr,
að menn gleymi sjálfspersónu í
draumi, tapi hugmyndinni um
sjálfsveru sína. Aldrei finst
manni í draumi maður vera annað
en maður er, nema í hitasótt, eða
ef sálarlífið að öðru leyti er trufl-
að eða sjúkt. Þá geta menn
gleymt sjálfsverund sinni, Iíkt og
á sér stað í dáleiðslu. — Það er
einnig mjög merkilegt, að allar til-
finningar manna í draumi eru
miklu næmari og sterkari en í
vöku. Sorgin og gleðin eru þá
einnig dýpri og áhrifameiri. Þessu
er oftast ems farið á dáleiddum
mönnum, á vissu dáleiðslustigi.
Draumhraðinn er venjulega ó-
trúlega mikill. Á 1—2 sekúndum
getur mann dreymt langa og
margbrotna drauma. Á einu
augabragði geta menn þannig lif-
að upp langan kafla æfi sinnar,
jafnvel frá barnæsku til fullorð-
insára. Á svipstundu fer hugur
manna í draumi landshorna á milli,
um þekta og óþekta staði, eða
jafnvel úr einu landi í annað. Hin-
um sofandi manni finst hann fara
um þessa fjarælgu staði. Þeim
bregður fyrir sem leiftri í huga
hans, eða undirvitund.
Oft getur sami draumurinn far-
ið fram á tveimur eða fleiri stöð-
um í senn. Einnig geta í draumi
tvinnast saman tveir eða fleiri
staðir og mörg atvik úr lífi manns.
Yfir þessu undrast maður ekki í
sveíninum, og ekki heldur því,
þótt eitthvað ónáttúrlegt beri fyr-
ir. Sofandi mann vantar alla
dómgreind og skynsamlega yfir-
vegun. Hann undrast ekkert yfir
þessu ódæma^ draumarugli, þar
sem skyldu og óskyldu er hrúgað
saman og úr því skapaðar margs-
konar kynjamyndir og vitleysa.
III.
Það má skifta öllum draumum í
þrjá aðalflokka: Fortíðardrauma,
nútíðardrauma og framtíðar-
drauma. Fortíðardraumar eru
langflestir, en framtíðar- eða
“spásagnardraumarnir” fæstir. —
Þeir eru eins og örlítið brot allra
drauma, og tiltölulega fáa menn
dreymir þess háttar. — En þessar
draumategundir tvinnast oft sam-
an meira og minna. Eru því sjald-
að glögg eða hrein mörk á milli
jþeirra. — Um fortíðardraumana
hefi eg ekki annað að segja en
það, sem eg hefi nú þegar sagt.
Þeir eru einskonar bergmál af því
sem maður hefir lifað, hugsað um,
lesið, heyrt eða séð fyr eða síðar,
og alt það, sem á einhvern hátt
hefir ósjálfrátt borist til undirvit-
undarinnar frá öðrum mönnum
eða náttúru-umhverfinu.
Nútíðardrauma kalla eg þá
drauma, sem stafa frá einhverjum
áhrifum, sem sofandi maður
verður fyrir, af einhverju, sem
gerist í kringum hann. Pál dreym-
ir, að hann beri þunga byrði fyrir
brjóstinu. En þegar hann vakn-
ar, Iiggur annar handleggur hans
á hjartastaðnum. — Handleggur-
inn var þessi þunga byrði, sem
skapar drauminn. Sama mann
<Ireymir að hann vaði snjó ber-
fættur. Þegar hann vaknar, voru
fætur hans kaldir út undan sæng-
inni. — Annað sinn dreymir hann,
að hann þjáist af þorsta og er alt
af að reyna að drekka, en getur
ekki. Þegar hann vaknaði, var
hann mjög þyrstur. Svipaða
drauma getur svangan mann
dreymt. Hann dreymir um át,
sem aldrei verður neitt af. Nær-
ingarþörfin skapar*slíka drauma.
Þegar hátt lætur í vindi dreym-
ir mann oft hávaða, klið eða söng.
Vot handþurka var til reynslu Iát-
in koma snögglega við sofandi
mann, beran. Þetta skapaði hon-
um langan draum um vatnsbað og
Iíkamsþvott.
Manchart, franskur rithöfuna-
ur, var eitt sinn veikur og sat móð-
i/ hans hjá honum. Hann festi
blund. Lítill hlutur féll þá á háls-
inn á honum og hann vaknaði
undireins. En þó gat hann dieymt
j langan draum. Hann sá Robis-
| pierre, Marat og fleiri blóðhunda
I stjórnarbyltingarinnar og átti tal
við þá. Þeir dæmdu hann til
dauða, og honum var ekið til af-
tökustaðarins, gegnum hóp for-
vitinna manna. Hann heyrði þeg-
ar fallöxin á aftökupallinum féll
og fann hana sníða af sér höfuð-
ið. Þá vaknaði hann dauðhrædd-
ur. —
Menn sofa oft vel, þótt hátt Iáti
í einhverju í kringum þá, einkum
það, sem þeir eru vanir við. En
heyri þeir þenna klið eða óma
þagna, eða einhver óvanaleg
hljóð, þá vakna þeir undireins.
Malarar í útlöndum sofa vært þótt
mylnan þeirra hafi hátt. En undir
eins og hún hættir að mala, vakna
I þeir, eins og árvök móðir til ung-
j barns. Vitanlega heyrir undirvit-
und malaians sofandi alt af skrölt
! ið í mylnunni. Og hún heyrir það
þegar þetta , skrölt hættir; þá
i hnippir hún í dagvitundina, systur
j sína, og biður hana að gæta
I skyldu sinnar. Það er eins og
eitthvað vaki altaf í hinum sof-
andi manni, í sálarlífi hans, og
vari hann stundum við yfirvofandt«
hættu, eða veki hann til starfa á
réttum tíma.
Þá kem eg eð spásagnar- eða
framtíðardraumunum. Eg get
sagt sagt það með sanni, að lengi
hefi eg átt bágt með að trúa því,
að nokkurn mann geti dreymt fyr-
ir einhverju ókomnu. Það er ekki
unt að finna nein skynsamleg rök
fyrir því, að taka megi mark á
draumum. En samt er erfitt að
neita því, að stöku draumar geti
boðað óorðna hluti, t. d. veður-
farsdraumar. Það eru þess háttar
draumar, sem eg hefi veitt sér-
stakt athygli og gert mig að
draumatrúarmanni að vissu leyti.
Eg hygg, að þegár einhver fær
vitneskju um framtíðina í draumi,
þá komi fram hjá honum sú gáfa,
er fjarvísi kallast og sumir hafa
einnig í vöku. Gáfa þessi er svo
! undarleg, að hún rumskar ekki
nema stöku sinnum, og er þá sál-
arlífið í einhverju óvenjulegu á-
standi. Þá verður maðurinn, í
svefni eða leiðslu, næmari fyrir
fjarhrifum og fjarskynjar margt.
— Gamli Homer "kemst svo að
orði (Odyss. XV. 560): “Oft
verða draumar ómerkilegir og
einber lokleysa. — Því “tvenn eru |
hlið hinna svipulu drauma, öflhur j
af horni gerð en hin af fílabeini. j
Táldraumar eða markleysudraUm-
ar koma út um hið fágaða íílabein (
en sannir draumar koma út um
hornhliðinn, og þegar menn fá
slíka drauma, þá rætast þeir.”
Marga menn dreymir ávalt sömu
hlutina á undan sama veðri, t. d.
hvítt fé, lifandi eða dauða fiska, j
undan snjó og kulda. Veðrið
kemur úr þeirri átt, sem féð kem-
ur úr. Auð jörð og hey séð í
svefni er mönnum fyrir harðind-
um. Á undan sólbjörtu veðri
dreymir menn rauða hesta eða
kýr eða ra .c? : .u, en dökkleitar
skennur c,a brennivín á undan
hiáku. Dreymi menn í frosti, að
menn eða skepnur deyi, þá^veit
það á lin o. s. frv. Þessi er trú
manna, sem dreymir fyrir veðrum.
Því má ekki gleyma, að þótt
stöku draumar virðist koma fram,
þá getur það borið við af hreinni
tilviljun. Þegar menn dreymir
marga drauma hverja nótt, um
svo margt milli himins og jarðar,
er eðlilegt að einhverjir þeirra eins
og rætist, megi heimfæra til ein-
hvers, sem ber við næsta dag. —
“Oft ratast málugum satt á munn”
má segja oft um draumana. — En
eg hygg þó, að stöku drauma sé
að marka. Að sanna, að svo sé,
er öllum ófært, því eðli þeirra er
svo varið.
Sumir gizka á, að veðurfars-
draumar stafi frá sérstöku líkams
ástandi í svefni, er orsakist af ó-
þektum áhrifum loftsins eða nátt-
úrunni í kringum hinn sofandi
mann. Það eru þá áhrif sem loft-
vogin ekki finnur að jafnaði. Und-
irbúningur undir vissar veðurfars-
breytingar hafa þá áhrif á sofandi
menn og orsaka sérstaka drauma.
— Þessi hugmynd er ósennileg
nema þá að vissu leyti um ein-
stöku veðurdrauma. Hvernig get-
ur t. d. undirbúningur undir hláku
haft þau áhrif á líkama sofandi
manns, að hann í draumi fremur
drekki eða sjái aðra drekka vín,
en annan vökva, kaffi eða vatn o.
s. frv. Eða þá t. d. að sjá rauðan
hest undan sólarfari, lifandi lax á
undan frosti o. s. frv. — Nei, það
skilur enginn, og ekki held eg
þetta verði skiljanlegt með kenn-
ingu spiritista og-guðspekinga, að
sálin fari út af líkama sofandi
manns og hann dreymi það, sem
hú« sér og aðhefst. Á þetta minn-
ist eg síðar og einnig aðra spán-
nýja kenningu um tilorðning
drauma.
IV.
Sumir menn eru svo áhrifanæm-
ir í svefni að þeir tala og syngja
sofandi, setjast upp og jafnvel
klæða sig og ganga um. Draumar
þeirra Ieiða þá í þessar gönur. Eg
hefi haft kynni af tveim mann-
eskjum, sem gengu ísvefm. Sum-
ir klæða sig ekki, en ganga um
herbergi sitt á náttklæðunum og
lala og syngja ýmist með aftur eða
opin augun. Aðrir klæða sig og
ganga út éða fara til venjulegrar
vinnu sinnar. Þeir leysa verk sitt
eins vel af hendi og þegar þeir eru
vakandi. “Kristinn” prédikari í
Skagafirði prédikaði í svefúi eða
messaði yfir mörgu óþektu fódd,
sem fyrir hann_ bar. “Draurna-
Jói” er ekki reglulegur svefn
göngumaður, en hann talar upp úr
svefni, og svarar spurningum
manna. Hann er líka öðrum frem-
ur fjarvís í svefni. — Þorleifur í
Bjarnarhöfn var fjarvís í vöku.
Sumir svefngöngumenn muna
margt það, sem fyrir þá ber í
svefni, en aðrir muna það lítið.
Stúlka nokkur á Englandi, sem
gekk í svefni og vann þá ýms
heimilisstörf, mundi ekkert um
slíkt, þegar hún vaknaði. Eitt
sinn var farið með hana í þessu
svefnmóki á kvöldsöng í kirkju.
Meðan á messunni stóð sat hún
grafkyr og virtist taka vel eftir
öllu, sem presturinn sagði. Næsta
dag í vöku mundi hún ekkert um
j þessa kirkjuför, eða neitt, sem hún
heyrði. En þegar hún næsta
kvöld gekk í svefni, þuldi hún upp
úr sér ræðu prestsins orðrétt.
Maður einn af Vesturlandi gekk
í svefni. Eitt sinn gekk í því á-
standi út fyrir túnið á heimili sínu
og staðnæmdist við hrífuskaft,
sem lá þar. Hann stökk yfir það
og hélt svo lengra. Þá kom hann
að hrosshaus og staðnæmdist við
hann; hausinn var gamall og skin-
inn. Þar áttu maðkaflugur óðal
sitt og sungu dátt og hoppuðu.
Þetta var um miðjan túnaslátt.
Svo gekk maðurinn heim og svaf
vanalegum svefni uns hann vakn-
aði. Þeir, sem séð höfðu ferða-
lag hans, spurðu, hvað hann hefði
dreymt. Hann dreymdi langan og
margbrotinn draum. Aðalþættir
hans voru þeir, að hann kom í
svefninum að djúpum læk og
stökk yfir hann. Síðan kom hann
að stórhýsi og þas var margt
manna með söng og gleðilátum.
Inn í þetta fléttaðist margt frá
æskudögum hans, og þessu óvið-
komandi. Aðal-atriðið er það, að
hrífan varð að Iæk, hrosshausinn
að stórhýsi og flugurnar að kátum
syngjandi mannverum! — LítiII
var Iopinn, en drjúgt úr honum
spunnið.
Stundum fara menn með vísur
og kvæði í svefni, sem þeir kunna
ekki í vöku, né neinn viðstaddur.
Þeir ja(nvel syngja lög, sem þeir
ekki áður kunna, þó þeir í vöku
geti ekkert sungið. f svefninum
syngja þeir vel. — En einhvern-
tíma hefir þó sá maður heyrt þetta
eða lesið og undirvitund hans
gleypt það og geymt. Þegar sál-
arlíf mannsins kemst svo í óvana-
Iegt ástand, þá ryfjast þetta upp.
Dáleiddar manneskjur, sem ekki
kunna nema móðurmál sitt, þylja
stundum upp úr sér útlend tungu-
mál, meira eða minna rétt. Það
hefir svo vitnast, að þessi útlendu
orð eða klausur hafa þær heyrt
talað eða lesið fyrir mörgum ár-
um, jafnvel í einu tilfelli fyrir 50
árum. — Þetta ættu þeir áð muna
og hugleiða, sem falla í stafi af
undrun, þegar einhver miðill á
spiritistasamkomum talar útlendar
setningar eða orð, sem menn vita,
að hann eígi kann í eðlilegu á-
standi.
Spíritistar og guðspekingar
þykjast geta skýrt eðli og orsakir
drauma á einfaldan hátt. Því trúa
þeir, ‘að sálin fari úr iíkama
mannsins í svefni og það, sem hún
sér og starfar þá, séu draumar
manna. Geta má þó þess, að sum-
ir í hóp þessara manna telja ekki
að allir draumar séu þannig til—
orðnir, heldur aðeins þeir merk-
ustu, t. d. “vitrana”- og spásagn-
ardraumar.
En skrítin og Iítilsigld er sálar-
vera sú, sem er á flakki laus við
líkamann og býr til rugl- og sið-
leysisdrauma með athöfnum sín-
um, gerir hverja vitleysuna efiir
aðra og verður miklum mun vit-
lausari en hún vanalega er, meðan
hún heldyr sér í líkamshreysinu.
Hún fer með eða skapar sér ó-
dæma rugl eða óvit, sem vakandi
manni hrýs hugur við að segja
frá. — Eða þá siðleysis draum-
vitranir manna. Stundum dreym-
ir menn t. d., að þeir eða aðrir
drepi menn, eða einhver ætli að
drepa þá sjálfa, að þeir dufli við
kvenfólk, og fremji ýmislegt, sem
sama manni í vöku kemur eigi til
hugar að iðka. •— Eftir þessari
kenningu aðhefst sálin þetta laus
við líkamann! — Þeir trúa því,
sem geta það.
Hvaðan stafa draumar húsdýr-
anna? Af látæði þeirra í svefni
sér maður stundum, að þau ’nafa
draumsýnir. Sofandi Jiundur urr-
ar og geltir, stekkur svo upp gelt-
andi, en þegar hann sér ekkert,
sem hann dreymdi um, leggur
,hann niður rófuna sneyptur. Og
svona er það með önnur dýr.
Ætli sálin fari úr seppanum, með-
an búkur hans hggur sofinn? Gelt-
ir seppi sálarlaus, eða sál hans
laus við líkamann (“out -of
body”) ? — Sama spurnin^ getur
náð til mannsins, sem droymir, að
hann eti og drekki ætt og jafnvel
óætt, sem hann í vöku þekkir