Heimskringla - 14.06.1922, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.06.1922, Blaðsíða 1
XXX VI. ÁR__ WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 14. JÚNI, 1922. NÚMER 37 Þingmannsefni bænda í St. George SÉRA ALBERT KRISTJÁNSSON. lEins .og g-etið var um í Heimskr. s.l. viku, hefir séra Albert Krist- jánsson, niiverandi þingmaður, verið útnefndur á ný sem l>ing- mannsefni af hálfu bænda í «c. George kjördæminu. !Það er óharft, svo vel kunnur maður sem séra Albert er öllum Yestur-íslendingum, að fara að lýsa honum fyrir þeim. Enda skai það ekki gert, en oss er það svo mikið ánægjuefni, að sveitabúar hans skyldu iá útnefningarfundin- um ótrvirætt sýna, að .þeir beri sama traust til hans og áður, að vér getum ekki leitt lijá oss að geta hans að nokkru. I>eim, sem persónulega hafa kynst séra Albert, er ljóst, hver maður hann er. Þeir munu allir skjótt kannast við, að betri dreng, vinfastari og trúverðugri, sé óvíða að finna. Einlægni hans og með- fætt gott innræti eru eiginleikarn- ir, sem breytni hans stjórnast af gagnvart öðrum. Viðmótið er ljúft og skemtilegt, enda er maðurinn ágæturn gáfum gæddur og mentun. •Og hoilari vin á hinn hjálparþurfi, eins og alþýðan i heiid sinni, ekki en séra Albert. Um þetta efumst vér ekki, að allir séu oss sammála. En þegar vér sögðum, að oss væri útnefning hans ánægjuefni, var það eitt, sem vér höfðum oft hugs- að um áður, 1 sambandi við slíka menn. Vér vorum sem sé hálf emeykir um, að maður, sem eins er einlægur og hreinn í lund og séra Albert, myndi ekki verða metinn að verðugu í stjórpmálum. Það er svo undur erfitt fyrir menn með útrauða sannleiksást, að njóta sín þar. Það eru þeir, sem háka aðra mest í sig með rakalausum vaðli, sem þar njóta sín oft bezt; þeir sem litlu skeyta, hvort vitsmuna eða sanngirni er gætt eða ekki. J?að var skrítið, en það kom eitt- íhvað svo berlega fram á fylkisþing inu síðasta, að það var spurt oftar en einu sinni að því, hvort menn væru af einlægni að berjast með þessu máli eða hinu. Uað var al- veg nýtt að tala um einlægni manna í málum þar? En hvernig kom það til? Þannig, að þegar verið var að berja fram almenna atkvæðagreiðslu aftur um vín- þannsmálið, spurði séra Albert, hvort þeir, sem með máli þessu iberðust, gerðu það aí því, að þeii; af einlægni héldu, að vínbann væri ábúum fylkisins ekki til velferðar í heild sinni. “Eruð þið í ykkar insta hugskoti sannfærðir um, að þið séuð að vinna að velferð al- mennings, með því að frejsta þess enn, hvort vínbannið skuli ekki af- numið?" — Það voru margir bún- ir að tala bæði með og móti í mál- inu. En frá þessari litTð hafði mál- ið ekki verið skoðað áður. Og mér er nær að halda, að tilraunin til að afnema víníbannið hafi strandað á þessu frekar enn nokkru öðru. þetta era ðeins eitt dæmi. En vér ætlum það dálítið sýnishorn af þwí, að séra Albert sé hinn sami maður í opinberum málum, eins og í persónulegri viðkynningu. Þeir. sem l>ekkja hann persónulega, geta ráðið í, h'vernig liann muni reynast út í frá, í málum aimennings. Og f öðrum málurn á þinginu er öllurn ljóst, ihver afstaða hans var. Hann var æ þar, sem af einlægni var unn ið að velferð almennings. Þó hann þyrfti að segja sínum eigin flokks- mönnum, að þeir ynnu ekki með þessu takmarki, gerði hann það heldur en að víkja sjálfur frá því. Kosti það mig hvað sem það vill, eg fer enga aðra leið en þá, er eg af einlægni veit réttasta. Þessu andar að manni í gegnunÞöll þing- störf séra Alberts. Með Jietta fyvir augum er það á- nægjuefni, að maður þessi skyldi aftur útnefndur. Það er talandi vottur þess, að í St. George séu menn, er meta mannkosti þá, sem alvara og einlægni heita. Slíkir rnannkostir eru oft svo sjaldgæfir í lstjórnmálaþófinu, að Iþað er góðs viti, þegar almenningur tekur slíkt til greina og sendir á löggjafar- þingið menn, er velferðarhugsjón almennings eru trúir og einlægir. Það eT einmitt það, sem mest skortir í opinberum málum. Og heiil sé hverjum, er reynir að ráða einliverja bót á því. Séra Albert er • fæddur 17. apríl 1877 í V tri-Tungu á Tjörnesi í Þing- eyjarsýslu. Eoreldrar hans eru Kristján Guðmundsson og Helga Þórðardóttir, er þar bjuggu. Til Ameríku kom hann með þeim 10 ára gamall og ólst upp hjó þeim. Hann gékk hér á alþýðuskóla og kendi á barnaskólum í 10 ár. Vann hverja algenga vinnu þess á milli. Arið 1906 gekk hann á prestaskóla Qnftara í Meadville og útskrifaðist þaðan 1910. Hefir hann sfðan þjónað söfnuðum á Gimli og í Álftavatns- og Grunnavatnsbygð- um. Á þingið í Manitoba var hann kc/inn 1920 fyrir St. George kjördæmið. Það er ekki að þessu sinni ætlun vor að skrifa langt mál um þenna landa vorn. En svo hefir hann nú rutt sér braut hér og vaxið í áliti fyrir framkomu sína og sakir vits- muna, bæði á meðal ílsendinga og hérlendra manna, að slíku verður ekki gleymt síðar. CANADA Sambandsþingið. Á samlbandsþinginu hafa um- ræðurnar aðallega snúist um fjár- málin s. 1. viku. Það merkilegasta, sem fram hefir komið í sambandi við þau, er breytingartillagan frá leiðtoga bændann^, Hon. T. A. Crerar. Drayton hafði borið upp breytingartillögu við fjármála- reikninginn. Var efni hennar aðal- lega vantraustsyfirlýsing til stjórn- arinnar og frjálslynda flokksins, fyrir að hafa ekki lækkað tolla eins og flokkurinn lofaði í kosning- unum s.l. desember. Crerars til- laga var breytingartillaga við breytingartillögu Draytons og fer fram á, að gengið sé að gerðu ráði og tollarnir færðir niður. Þykir honum það hreinna og beinna, að heimta það af stjórninni, að hún breyti fjármálareikningnum. King og Gouin hafa báðir talað um fjár- málareikningana. Eru þéir þeirr- ar skoðunar, að tolla sé ekki hægt að lækka. Bentu þeir á, að um 2 miljónir manna hefðu farið úr landinu s.l. ár. Ef iðnaðurinn hefði verið betur verndaður, myndi það ekki hafa komið fyrir. Var Gouin dóTnsmálaráðgjafi eink- um þeirrar skoðunar, að iðnaður- inn þyrfti engu síður verndar við en bændur Vesturlandsins eða frumiðnaðurinn. Samt hefir forsæt isráðherrann lofað einhverri breyt- ingu á fjármálareiknirignum. Um- ræðum er búist við að verði lokið fyrri hluta þessarar viku um fjár- málin og atkvæðagreiðslá" fari fram um þau bráðlega. Er spáð hálf illa fyrir stjórninni, því eins og reikn- ingarnir eru, standa ibæði bændur og íhaklsmenn á móti þeim. Hví 30 ára? Senator David bar upp tillögu í efri málstofu þingsins þess efnis, að ógift kvenfólk he>fði ekki at kvæðisrétt fyr en það væri orðið 30 ára að aldri. Tillagan var feld. Hvaða ástæða legið hefir til grund vallar fyrir tillögu þessari, mun flestum dulið. Ef konur innan 30 ára eru óhæfar til að greiða at- kvæði, eru karlmenn það alveg eins. Og hví 30 ára? Hví ekki eins vel 40 eða 45 ára. Tillagan hefði náð til nokkurra eftir sem áður. Eftirmaður Johnsons. Robert Jaeabs heitir hinn riýi dómsmálaráðherra, er við emibætti tók af T. H. Johnson. Embættiseið sinn tók hann á þriðjudaginn í s.l. viku. Hann er fæddur á Englandi. Kom til þessa lands 1893, 14 ára gamall. Árið 1906 útskrifaðist hann sem lögmaður. Þegar R. A. Rigg sagði af sér þingmensku í Norður- Winnipeg 1917, sótti Jacob um þingsætið og hlaut það. Árið 1920 sótti hann aftur, en nóði ekki kosn- ingu. Nýi akuryrkjumálaráðgjafinn. I John Williams heitir sá, er hlaut embætti það, sem G. H. Malcolm gegndi, Þessi nýi akurýrkjumóla- ráðgjafi er fæddur í Wales á Eng- landi. Hann er 62 ára gamall. Al- þýðuskólamentun fékk liann á Englandi. Til Canada kom hann árið 1881. Átti fyrstu 18 mánuðina í þessu lanid heima 1 Hamilton, Ontario. Að þeim tíma liðnum fluttist hann til Arthur í Máni- toba og stundaði búskap. Fyrstu afskifti hans af opinberum málum voru þau, að hann sótti um þing- 'mensku árið 1903, en tapaði. Árið 1906 varð hann sveitaroddviti í Arthur. Ári síðar varð hann fylk- isþingmaður fyrir það kjördæmi. Sótti aftur 1910, en féll. Síðan hef- ir hann sótt þrisvar sinnum um þingmensku, 1914, 1915 og 1920, og ávalt nóð kosningu. Kona hans heitir Clementine Rogers og eiga þau 4 börn. Eignir Eatons. Eignir Sir John C. Eatons, er dó fyrir skömmu, eru metnar á $13,- 098,662 (yifr þrettáin miljónir). 1 verzluninni f Winnipeg eru nærri 5 miljónir dala af þessari upphæð; hitt í ýmsum öðrum féiögum, Korn flutt til Evrópu. Skip með 11 miljónir mæla af korni fóru fyrir skemstu frá Mon- treal til Englands og annara landa Evrópu. Er sagt, að í kornhlöðum landsins séu ennþá um 6 miljónir mæla. Um 3 miljónir mæla eru á leiðinni austur til hafna og verður sent til Evrópu bráðlega. Blaöiö Western Review. Eigenadskifti eru orðin á blað- inu Western Review, sem gefið er út í Eoam Lake. Hefir eigandi þess og ritstjóri Bogi Bjarnason selt það enskum mönnum, Hart og Cooper, er nú gefa það út. Blaðið þótti skemtilega skrifað meðan Bogi Bjarnason var við það. Útnefningar. í hverri viku berast fréttir af út- nofningum þingmannsefna, fyrir kosningarnar, sem fara í hönd i fylkinu. Alls eru nú 66 þingmanns efhi útnefnd. Eru 27 af þeim bændasinnar, 13 fhaldsmenn, 13 Norrisarmenn og 13 fulltrúaefni verkamanna. F. O. Fowler næsti borgarstjóri? Eowler bæjarráðsmaður, sá er nú gegnir borgarstjórastöðunni, hefir strax verið hvattur til að sækja um borgarstjóraembættið. Kosn- ing um það fer fram að mánuði liðnum. Það er talið næsta líklegt að Eowler verði borgarstjóri. Fylkisreikningarnir. Yfirstooðunarmenn reikninga fylk isins hafa gefið til kynna að ekk- ert sé atlhugavert við reikningana, eins og þeir hafi verið úr garði gerðir af stjórninni. Menn þessir voru kosnir til þess af Norrisstjórn- inni, að yfirfara reikningana s.l. 7 ár. Er skoðun þeirra, að ekki sé hægt að færa fylkisreikninga sem reikninga annara stofnana. En Sweetman og Evans halda annað. , Engisprettur. Engisprettur hafa menn orðið talsvert varir við 4 Manitoba ný- lega. J. H. Evans, aðstoðarmaður akuryrkjuráðgjafans, segir þó auð- velt ennþá að uppræta þær. • Fylkiskosningarnar. Eylkiskosningarnar í Manitoba er haldið að fara muni fram um 10. júlií. Þetta fréttist lauslega af fundi, er stjórnarráðið hélt 1 síð- astliðinni viku. Enn hefir stjómin ekki staðfest það. Útnefning. Á afar fjölmennum fundi, er í- haldsmenn héldu á Royal Alex- andra hótelinu s.l. mánudagskvöld, voru eftirfylgjandi menn útnefndir sem þingmannaefni, við kosning- arnar, sem fara í hönd d Winnipeg: J. T. HaiJ, núver. þingm. J. W. Tupper, núver. þingm. Sanford Evans, fyrrum borgarstj. í Winnipeg. Ool. Dan. McLean, fyrv. bæjar- ráðsmaður. Col. Sullivan. !\frs. J. W. Brown. Mrs. J. W. Munroe. Kolumbusar riddarar. heitir öflugt kaþólskt ungmenna^ félag í Norður-Ameríku. Hefir það nýlega samþykt að safna 1 miljón dala til eflingar mannúðarstarfi á ítaMu, er gæti orðið til þess að hnekkja störfum prótestantanna þar í landi og þá einkum K. E. U. M. og Meþódista í Rómaborg. A hinn bóginn eru bæði kaþólskar stúlkur og prótestantatrúar í syst- urlegri einingu í K. E. U. Iv. i París. Ráðist á auðmann. Joseph Langlais, auðmaður i Quebec, var á gangi eitt kvöld ný- lega á götum borgarinnar. Alt I einu komu þrír menn að honum með byssur og þröngvuðu honum til að skrifa nafn sitt á banka- ávísun fyrir mikilli fjáriiæð. Þrír menn hafa verið teknir af lögregl- unni, sem haldið er, að valdir séu að þessu verki. -------o-------- BANDARÍKIN. Kona ferst í Niagara. Síðastliðinn sunnudag óð óþekt kona, að mörgu fólki áfiorfandl, úif Parnell borgarstjóri látinn. Síðastliðinn föstudag, um kl. 2 að morgni, lézt Edward Parnell borgarstjóri í Winnipeg. Hann var staddur í Victoria B. C., þegar lát hans bar að höndum. Kona hans var þar með honum. Höfðu þau verið þar síðan 14. apríl s.l. Heilsa borgarstjórans var ekki góð síðast- liðið ár, og hefir hann að líkindum verið þarna sér til heilsubótar. Ejórir læknar voru hjá honum síð- ustu dagana, en það kom fyrir ekki. Jarðarförinni verður ibráð- lega ráðstafað. í skeytum frá sam- verkamönnum hans hér í bænum til konu hans, er mjök vikið að* því, að orsökin til dauða hans hafí verið hans takmarkalausa elja við störf þau er honum var treyst til að ynna af bendi. Edward Parnell var fæddur 8. apníl 1859 í Dover á Englandi. Til Canada kom hann með foreldrjim sfnum kornungur. Settust þau að í London, Ont., og er faðir lians enn á Mfi, 93 ára gamall. Á al- þýðuskóla gekk hann þar. Að loknu námi vann hann eitt ár við brauðgerð. Stofnaði svo brauð- gerðarfélag þar með öðrum manni árið 1881. Félaginu farnaðist vel og kom hann Ibrátt öðru brauðgerðar- félagi á fót í Toronto. Til Winnipeg flutti hann árið 1909. Stofnaði hann hér Spiers-Parnell brauðgerðarfé- lagið árið 1910. Hefir stofnunum þessum farnast mjög vel undir stjórn hans, og yfir 500 manns vinn ur nú við þær. Um bæjarstjórnarembætti sótti Parnell í Lonodn, Ont., en féll, enda var við Adam Beck að keppa, um eitt skeið ritstjóra blaðsins Telegram í Winnipeg, og mjög á- hrifamikinn mann. Bæjarráðs- maður hafði Parnell þá verið í London í 11 ár.. Þingmannsútnefn- ingu neitaði Parnell oft í Ontario, að sagt er. Borgarstjórastöðu í W innipeg hlaut hann 1920. Var aftur s.l. desf emlber kosinn gagnsóknarlaust, og þótti það bera vott um, að hann hefði áunnið sér traust og fylgi bæjarbúa. Enda gegndi hann starfi sínu með frábærri alúð og sam- vizkusemi. Kona borgarstjórans hét Emily E. V. Lowe áður en hún giftist, og er ættuð frá Dublin á írlandi. Þau eignuðust 7" börn, 4 syni og 3 dæt- ur, sem öll eru upp komin og gift. Einn sonur þeirra er hér í bænum og mun veita brauðgerðarfélagi föður sfns forstöðu framvegis. í Niagaraána skamt fyrir ofan foss- inn. Hún var ekki komin nema ör- stutt frá landi, er straumurinn greip hana og bar hana ofan fyrir fossinn. Brúðhjón farast. Brúðhjón, er R. C. Wheelock hétu og heima áttu í Zion i Ulinois, lögðu af stað í loftbát í brúðkaups ferðalagið. Þegar báturinn hafði hafist á loft bilaði hann og biðu brúðhjónin bæði bana. Prestalaun lág. Fimtíu Iþúsund prestar í Banda- ríkjunum fá laun er nema $800.00 á ári, að sögn þeirra, er skýrslur yfir það hafa með höndum. Nsesti forseti. Orð leikur á þvf, að Henry Ford sé að hugsa um að sækja um for- setaembættið f* Bandaríkjunum við næstu forsetakosningar. Fellibylur. x Hræðilegur fellibylur varð i New York ríkinu s. 1. sunnudag. Um 50 manns biðu bana. BRETLAND trland. Eftir orðum Churchill að dæma, verða engin vandræði á Englanai út af samningunum, sem Collins gerði við De Valera. Þær sakir munu þvi jafnaðar milli Collins og brezka þingsins. — En orustu- sennur á landamærum Suður- og Norður-írlands halda enn áfram milli brezka hersins og lýðveldis- mannanna írsku, er sig svo kalla. í fréttum blaðanna hér á mánudag- inn sagði, að farið væri að reisa bráðabirgða sjúkrahús sitt hvoru megin landamæranna til þess að annast þá, er særðust. Bretland viljugt að veita Þjóðverj- um lán. Bretland»er sagt að hafi ekkert á móti því að veita Þýzkalandi lán, ef skaðabótareikningarnir væru yfirskoðaðir og breytt dálítið Þjóðverjum í hag, án þess að færa Iþá tiltakanlega niður. En Erakk- iand gefur ekki eftir, að nein breyt ing sé á þeim gerð. 0>«H»-0'«H»-0'4 Bæn. Á hverjum degi, góður Guð, eg gerla skilja má, að væri eg þinnar ástar án eg ætti ei von né þrá, er lyft fær sál af sorgarbraut, í sólskin þitt, «í föðurskaut. Á hverjum degi einn eg er, svo einn í von og draumum, en ef eg bið og beygi hné þú birtist maðki aumum og sál mín lengur er ei ein, hún aftur verður mild og hrein. Það er svo oft sem muni minn sé myrkri köldu vafinn, e/i leiti ’ ann þín og lúti ’ann þér til ljóssins er Jmnn hafinn. Þú, Guð, ert minni sálu sól, hún situr, krýpur við J>inn stól. Og því í bæn eg þakka J>ér, hve þú mig veikan styður, eg, faðir, veit, þú huggar hann, sem heitt og einlægt biður. Því krýpur dag hvern duftsins son og dag hvern krýnir þú með von. Axel Thorsteinson. S I o ►ca

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.