Heimskringla - 14.06.1922, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 14 JLNÍ, 1922.
HEIMSKRINQLA
(»tofau« 188«)
Kemor tkt ft faverjam ulÍTlkadefL
Útgefendar ag elgeaáari
THE VIKíNG PRESS, LTD.
853 og 855 SAKGENT AVE., WINNIFEO,
TalnSmit N-«537
Ver® blaiilaN er «3.00 flrgangarino barg-
lMt fyrlr frum. Allar borffaair aaadlat
rfliimaaai fala«aias.
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Ri t 8 t j órar :
BJÖRN PÉTURSSON
STEFÁN EINARSSON
UtanfiMkrirt tlí blaðalnK:
THB VlKIMkt PRESS, Ltd., U»x BlTl,
Wlnaipeff, Han.
Utanáakrlft tli ritatjárana
EDiTOK HEIHSKRINGLA, Box 3171
Winalpeg, Man.
The ,4Heim8krin«la'* is printod ua4 pab-
lisbe by the Yikinr Press, L.imite4, at
853 og 855 S&rgent Ave., Wlnnlpeff, Mani-
totea. Telephene: N-«537.
WINNIPEG, MANITOBA, 14. JONI, 1922.
Enn um stjórnmalin.
' Motto:
“Þýtur nú í þeim skjá,
sem þúsund voru götin á.’
Þessi gömlu vísnastef komu oss í hug,
er vér lásum greinina í Lögbergj, með fyrir-
sögninni “Ólílegasta aðferðin”.
Árásargrein þessa á Heimskringlu byrjar
blaðið með sama textanum, sálminum, jórtr-
inu, eða hvað á að kalla það, og endranær,
er það ávarpar Heimskringlu: “Margt
furðulegt hefir birzt í ritstjórnardálkum
Hkr. í seinni tíð.” Þannig byrjai,þessi grein.
Hún á að gefa í skyn, að það sé lítilfjör-
legt, andlaust, illa hugsað og illa skrifað,
sem í ritstjórnardálkum Heiiítskringlu hefir
komið að undanförnu. Til þess að sýna Lög-
bergi, hve vel sannast á því málshátturinn:
“Laugstu nú, þó ekki langt færir,” skal hér
bent á það, að á ritstjórnarsíðu blaðsins í
þetta áminsta skifti er greinin “Halla í leik-
ritinu Fjalla-Eyvindur”, eftir séra Ragnar E.
Kvaran. Ætlum vér grein þá með meira
mentasniði skrifaða, en vanalega á sér stað
um greinar í vestanblöðunum. Einnig hefir
undanfarið verið á ritstjórnarsíðu Heims-
kringlu fyrirlestur séra Rognv. Péturssonar.
Af eftirspurninni, sem kemur utan frá um
erindi það, má ætla, að nokkuð þyki í það
Varið. Ef Lögberg getur bent á nokkuð í
ritstjórnardálkum sínum um langt skeið, er
samanburð stenzt við þessi áminstu erindi,
væri fróðlegt, ef það benti á það. En slíkt
mun verða erfitt. Og verst er, að það er
lítil von til þess. með því óskapa dabli, sem
nú er á Lögbergsskútunni, að það geti
nokkru sinni sýnt slík erindi. Þetta stöðuga
brígsl Lögbergs á Heimskringlu virðist sem
það mætti því alveg láta vera. Því veldur
^uðvitað ekkert annað en það, að hásetar
f)£ss eru svo lengi búnir að jórtra þessi ó-
sannindi, að þeir eru sjálfir farnir að trúa
sinni !ýgl. negaF ffieflíi eru svo langt
Jeiddjr, eí þáð góðverk að benda þeim á
það, og þó að Heimskringla skoði menn
þessa ekki sér neitt áhangandi, telur hún
samt ekki eftir sér að benda þeim á þetta og
vara þá við afleiðingum þess, ef það gæti
orðið þeim til góðs framvegis.
Þetta er nú um innganginn að Lögbergs-
greininni að segja. Á eftir honum kemur í
ljós löngun Lögbergs til þess, að reyna að
gera það tortryggilegt í augum Islendinga,
að Heimskringla geti fylgt bændum að mál-
um í kosningunum, sem í hönd fara, vegna
þess að hún hafi verið í haldsstefnunni
fylgjandi. Segir hana æfla að þjóna tveim
herrum o. s. frv.
I Heimskringlugreininni var nú ekki á
annað bent en það, að engir íhaldsmenn
mundu sækja í kosningunum, sem í hönd
fara, í bygðum Islendinga, Var bent á, eða
öllu heldur mælst til, að þeir, sem fylgt
hefðu þeirri stefnu, stæðu~bændaflokkinurft
við hlið. Stefnur þessar væru að hugmynd
til ekki ósvipaðar, og ekkert þyrfti að aftra
þessum mönnum frá, að veita bændum að
málum.
Það skal engin dula yfir það dregift, að
það er áform Heimskringlu í þessum kosn-
ingum, að halda uppi málefnum bænda. Það
er sannfæring þeirra, er að blaðinu standa,
að með því vinni þeir meira gagn og geti
meira gott Iátið af sér leiða, en með nokkru
öðru, eins og nú stendur á. Lögberg hikaði
ekki við að ganga í lið með Unionstjórninni,
af því að það áleit, að það væri með því að
gera þarft verk. Og Heimskringla færði það
því ekki út á verra veg. En eins mikið og
þá var í húfi, er hinu ekki að neita, að það
er margt og mikið, sem enn Iiggur við landi
og Iýð til bjargar. Heimskringla skoðar sig
hafa að minsta kosti jafn mikinn rétt til að
taka þátt í verki, er til viðreisnar og bjargar
horfir heimafyrir nú, og Lögberg gerði þá í
málum þeim, er það beitti sér fyrir.
Það, sem átt er við í hinni umræddu grein
í Heimskringiu, er á það var minst, að stefn-
um bænda og íhaldsmanna svipaði saman,
var það, að bænda og verkamannastefnan
væru nýrri stjórnmálastefnur en íhalds- og
frjálslyndu stefnurnar. Og þar sem auðskil-
ið er hverjum manni, að þær nýju stefnur
eru til orðnar fyrir breytingu'þá, er á síðustu
árum hefir átt sér stað í þjóðfélaginu í öll-
um heimi mætti segja, erum vér sannfærðir
um, að þær eru betur lagaðar til þess, að
koma að notum og bæta ástandið, er þær
hefir af sér fætt, en eldri stefnurnar eru, hve
lenej. sem það verður hægt um þær að
segja.
En þessar tvær nýju stefnur eru misjáfn-
lega hraðfara. Verkamannastefnan er rót-
tækari en bandastefnan, þrátt fyrir það, að
þær eiga það sameiginlegt, að vera báðar
umbótastefnur nútímans. I því efni á í-
haldsstefnan skyldara við bændastefnuna,
sem hugmynd. Og það er ekki aðeins sem
hugmynd, sem þetta má um þær segja.
Reynslan er sú, að íhaldsflokkarnir hafa
sameinast bændastefnunum. Dæmið af Ont-
ario, sem á var minst, sýnir það. I Ástralíu
eru nú bændaflokkur og frjálslvndur flokk-
ur, sem eðal kosningarimmurnar heyja. I-
haldsflokkurinn er ekki til þar. Hann hvarf
allur í hinn nýja flokk bændanna þar. Ef
Lögberg hefði haft einhverja vitneskju um
þet’a, hefði það ekki birt gre'n;na “Ólíkleg-
í asta sðierðm . Og þá hefð: það bæði get-
að firt sjá’ft sig fyrst og fvemst leiðindunum,
sem af því stafa, að hafa flutt hana, og aðra
af því a'ð lesa það, sem svo itakanlega minn
ir á það, sem stendur í vísunni hans Hann-
esar F'bteins: Kukmg hljóð úr kisu
barka kemur mér í hug”.
Viðvíkjandi ummælum Lögbergs um Al-
berta- og Ontario-stjórnirnar dettur manni í
hug það er Gísli Súrsson segir: ‘Ómæt eru ó-
magans orð”. Ontariostjórnin er búin að
gera hvert stórfyrirtæki fylkisins af öðru að
þjóðeignarfyrirtæki, sem áður voru í hönd-
um einstakra manna. Og það bezta við það
er, að fylkið hefir þrátt fyrir óhagstæða
tíma og ýmislega óviðráðanlega óáran, get-
að staðið straum af þessu öllu saman og
heldur áfram vegabótum og öðrum framför-
um eftir sem áður. Það er mciia en hægt er
að segja um stjórnina hérna, sem bæði þeim ,
og öðrum nauðsynjaverkum varð að hætta
vegna féleysis, og getur, eftir síðustu frétt- I
um að dæma, ekki goldið barnakennurum
sínum kaupið, sem þeir eru búnir að vinna
fyrir. ! -.. *» i— .
Þá er hálf brosleg tilraun Lögbergs til að
ófrægja Albertastjórnina. Segir það har.a
hafa orðið að koma til Norrisstjórnarinnar
til þess að læra reikningsfærslu af henni. Að
blaðið skuli bera slíkt á borð fy rir lesendur
sína, eftir öll vandræðin, sem Norrisstjórnin
Ienti sjálf í út af reikningum þessa fylkis, er
meira en lítið vandræðalegur skáldskapur.
Eins og kunnugt er, er nú verið að yfirskoða
þá reikninga, til þess að hreinsa stjórnina
af ákærum þeim, ér Sweetman og Evans
báru á hána í sambandi við þá. En þannig
var reikningsfærslan, að ekki varð að neinni
niðurstöðu komist um hag fylkisins, nema
að fara sjö ár aftur í tímann! Og þetta er
reikningsaðferðin, sem Albertastjórnin varð
að Iæra af Norrisstjórninni! ! Aumingja ,
Albertastjórnin! Hvað skyldi hún hafa
orðið að borga fyrir fræðsluna?-
Þá er þýðingin á “conservativism”. Það
er undarlegt, hve orð þetta hefir verið þýtt j
ónákvæmt á íslenzku. Sagnorðið “to con-
serve” er miklu nær að leggja út sem “að
pjona , en aó Reyma eöa halda 1 , ems
og það hefir verið þýtt. Seinni hluti orðsins
“serve”, er af latneska orðinu “servio”
komið, sem þýðir þjónn eða sá, sem er í i
þjónustu annars. Fyrri hlutinn “con”, er
samstofna orðinu “cénnen” á skozku — að
vita, og er af latneska orðinu “canor” = sá
sem er leikinn í einhverju. Einnig er danska
orðið “kan” = að geta, af sama stofni kom-
ið. Hvað er nú, er á þetta er litið, “náttúr-
Iega rangt”, eins og Lögberg segir, að leggja
orðið út eins og vér gerðum: að þjóna, eða
fá sem hæfur er til að þjóna? 1 almennri
merkingu er ekkert á móti því að þýða
þetta orð sem “að geyma” eða “vernda”, !
t. d. frá rotnun, glötun. 1 stjórnmálum væri j
nær að þýða orðið “to conserve” með þess-
um sömu orðum en með orðinu “íhald”' j
“To conserve the country” = að vernda
Iandið. “Conservative party” = þjóðvernd-
unarflokkur. — En uppruni orðsins er
<«1 • / **
þjonn .
Þegar Lögberg er bétur búið að átta sig á
efninu, er það skrifaði um í greininni “Ólík-
legasta aðferðin”, er vonandi, að það þurfi
ekki að vera í öngum sínum út af því, er í
Heimskringlu birtist. Hún vill að minsta kosti
hughreysta það og biðja það utn, að gráta
ekki yfir sér og fátækt sinni, heldur yfir
sjálfs sín afkvæmum og skylduliði.
'KCCCCCCCCCCCCCOt zccccccosccccccost
Landsreikningarnir.
Þegar Iitið er á fjármálareikninga sam-
bandsstjórnarinnar í heild sinni, geta þeir
ekki annað en vakið talsverð vonbrigði hjá
þjóðinni. Loforð frjálslynda flokksins voru
svo ríflega úti látin, að menn bjuggust við
miklu af honum, þegar hann væri kominn til
valda. En reynslan er nú búin að sanna, að
slík von var ekki bygð á neinu verulegu;
hún var aðeins fagur draumur, sem ekki gat
ræzt. Breytingar stjórnarinnar á tollögun-
um eru alls 50 talsins. En svo fínt er farið
í tolllækkunina, að hún nemur ekki nema
l/2—\'/o. Á fjölda af vörum, snertandi
búnað, svo sem fiskiveiðar, nautpenings-
rækt, víðartekju og anann iðnað, Sem er
lífsspursmál fyrir alþýðuna, er tollurinn
lækkaður um 2J/2%. 5% tolllækkunin
snertir vörur, sem eru miklu óalgengari, og
snertir einna mest forgangstoll Breta, sem
Fielding sjálfur var faðirinn að. Tolllækk-
unin er svo langt frá því að vera það, sem
frjálslyndi flokkurinn lofaði á fundinum
1919 og skuldbatt sig til að fylgja, að eng-
inn maður sér, að hún eigi nokkuð skylt við
það. Kasta þau vonbrigði heldur en ekki
skugga á frjálslynda flokkinn. Að hinu leyt-
inu er gert ráð fyrir svo háum sköttum á
fjármálareikningnum, að af þessum litlu
hagsmunum af tollbreytingunni verður ek'k-
ert eftir. Söluskatturinn er hækkaður um
50%, og á hann að koma niður á kaup-
mönnum og gerir það auðvitað, hinum
smærri, en þó verður neytandi eða alþýðan
harðast leikin með honum, er til reynslunnar
kemur. Á bankaávísanir eru 2 centa skatt-
ur lagður á hverja $50 upphæð. Hverjir
skyldu borga hann — þegar bændum er t. d.
borgað fyrir vagnhlass af hveiti — nema
bændurnir? Á hvert ritsímaskeyti er 5c
skattur lagður. Þá er 5 % skatti bætt við á
ódýrari bifreiðar og 10% á hinar dýrari.
Nei — það þarf ekki lengi að virða fjár-
málareikninginn fyrir sér til þess að ganga
úr skugga um það, að það er alþýðan, sem
bera verður skatta- og tollabyrðina, eitt ár
ennþá að minsta kosti. Það, sem háð hefir
framförum landsins undanfarið, eru einmitt
skatta-álögur á alþýðuna. Og hún má enn
sveitast undir þeim. Er þetta þeim mun til-
finnanlegra nú en nokkru sinni áður, sem
þjóðin var farin að gera sér vonir um, að
þessu yrði ofurlítið létt af herðum hennar.
. En þjóðin sér nú, að hávaðinn og fagur-
gali frjálslynda flokksins var ekkert annað
en blekking, og vonirnar, sem hún gerði sér,
voru bygðar á fölskum loforðum óbil-
gjarnra, valdasjúkra og sjálfselskra stjórn-
mála-gleiðgosa, til þess eins að ná í völd og
aka plógi eigin hagsmuna eftir vild. Blinda
traustið, sem þjóðin bar til þessara manna,
er nú að koma henni sjálfri í koll.
Mikilvægt spor,
Mikilvægt spor getur það orðið með tíð
og tíma, sem stigið var hér í bænum nýlega,
með stofnun félags, sem í stjórnmálum fylg-
ir bændum að málum.
Fyrir stofnun þess stóð bændadeild sú, er
hér er, og er ein greinin af hinum mikla
stofni, se mkallast Bændafélagið í Mani-
toba (U. F. M.).
Tilgangur þessa félags er aðallega sá, að
gefa þeim kjósendum, er í bænum eiga
heima — Dg hlyntir eru bændastefnunni —
kost á að fylgja bændum að málum. Vegur
og gengi bændastefnunnar er svo ótrúlega
mikið, að hún hefir á síðustu tímum vaxið
vonum framar — og aukist fylgi. Hún er
að ná svo mikilli útbreiðslu, að það er ekk-
ert líklegra en að hún, í stjórnmálalegum
skilningi, taki hvert fylki út af fyrir sig og
Iandið alt í heild sinni herskildi, andlega tal-
að, innan mjög fárra ára. Þetta ’hefir ekki
farið fram hjá bæjarbúum, sumum hverjum.
Einkum hafa bændur, sem nú búa hér, og
seztir eru í helgan stein, orðið snortnir af
bændahreyjingunni. Aðrir, sem kynt hafa
sér hana rækilega, hafa brátt viðurkent
sannleiksgildi undirstöðuatriða þeirra, sem
hún hvílir á, og eru þess vegna ekki aðeins
hlyntir stefnunni, heldur hafa gerst talsmenn
hennar. Þessa menn alla fýsir að styðja
bændastefnuna. Og til þess að gefa þeim
kost á því, er félagsskapur þessi stofnaður.
Mun þetta félag innan skams kalla til fund-
ar til þess að útnefna þingmannsefni í Winni-
peg, eitt eða fleiri, fyrir hönd bændaflokks-
ins,
En eins og það er víst, að hér eru margir
hlyntir félagsskap bænda, þá er hinu ekki að
neita, að hann á hér nokkra skæða óvini.
5S5
Af þeirra hálfu hefir ekkert ver-
i"ó ógert látið til þess að hnekkja
bændastefnunni. Leiðirnar eru
margar, sem farnar hafa verið í
því efni. Ein er þó algengust.
Hún er sú, að telja bæjarfólki trú
um, að bændastefnan sé til þess
af stað sett, að rífa niður bæina,
flæma íbúaan burtu, senda þá út
í sveitir til þess að vinna sem
hálfgerðir þrælar fyrir bændur,
og margt fleira því um líkt. Þeir
hafa talið sveita- og bæjafólk
standa á öndverðum meiði. Bar-
átta milli þeirra sé óumflýjanleg.
Þeir, sem kynt hafa sér bænda-
siefnuna, hafa auðvitað komist
ao raun um, að hér er um blekk-
ingu eina að ræða. Samvinnan,
sem hún setur efst á stefnuskrá
sína, er nægileg til að færa mönn-
um heim sanninn um það, að hún
viðurkennir allar stéttir og stöð-
ur í þjóðfélaginu, en vill aðeins
koma á meiri samvinnu á milli
þeirra, svo að hag allra borgara
þióðfélagsins sé betur borgið en
áður, og meiri jöfnuður og skyn-
semi komist að, að því er efnalegt
ástand þjóðfélagsins í heild sinni
snertir. Þeir menn í bæjunum, er
bændastefnunni fylgja, skilja
þetta auðvitað. Stofnun þessa
nýja félagsskapar er vottur þess.
Og að félagsskapnum takist, að
rífa burtu þenna fleyg, sem reynt
hefir verið að kljúfa með hug-
myndina um samvinnu sveita- og
bæjafólks, er vonandi. Hann ætti
að minsta kosti að geta orðið
spor í þá átt. Alþýðan í bæjun-
um á ekki úr svo háum söðli að
detta, að hún þurfi að taka hönd-
um fyrir andlit af svima við um-
hugsunjna um, að breytt yrði til
og hagur hennar yrði ofurs lítið
bættur, að betri og eðlilegri nið-
urröðun væri gerð á iðnaði og
fólkinu sjálfu gefið ögn meira
tækifæri, að því er hann snertir,
en einstökum mönnum. Það
Dodd’s nýrnapillur eru bezta
nýrname'SaliíJ. Læhna og gigt.
bakverk, hjartabilun, þvagteppu.
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill*
kosta 50c askjan eSa 6 öskjur fyr_
ir $2.50, óg fást hjá öllum lyfsöl-
um eSa frá The Dodd’s Medicta*
Co-, Ltd., Toronto, OnL
hana hefir hann því gert breyt-
ingartillögu. Er með henni farið
fram á, að stjórnin færi tollana
niður, eins og flokkur sá lofaði-
fyrir kosningarnar. Þykir Crerar
það beinni aðferð, en aðeins að
bera tillögu fram um loforðasvik
stjórnarflokksins, eins og tillaga
Draytons fer fram á; finst of mik-
ils flokkarígs gæta í þeirri aðferð.
Þetta álit sitt og flokks síns á
máhnu finst Crerar ekki nema
eðlilegt að tekið sé til greina. En
vegna gamalla Iaga lítur út fyrir,
að það verði ekki gert, og aðeins
tillaga frá andstæðingaflokki
stjórnarinnar einum skoðuð lög-
um samkvæm. Bændaflokkurinn
fær, með öðrum orðum, ekki
skoðanir sínar um fjármálareikn-
inginn að neinu metnar.
Hvernig um samvinnu íhalds—
fiokksins og bændaflokksins fer
um þessar tillögur, er ekki kunn-
er i
________ ____________________ ugt enn. Líklegt þykir samt, að
mark og mið samvinnustefnunn-1 sem verður tillaga
ar. Ótti einstakra stóreignamanna ’ P'a^ons e^a Grerars, sem til at-
við hana er skiljanlegur. En ýmu- . æ ^a ver^ur borin, að flokkarn-
gustur alþýðunnar í bæjunum a
bændastefnunni er með öllu ó-
skiljanlegur. Óskiljanlegur í raun
og sannleika, en auðvitað ekki
sem hugmynd, sem barin hefir
verið inn í meðvitund þeirra, af
þeim, sem bændastefnuna og
samvinnuhugmyndina og meiri
jöfnuð fyrirlíta.
Orki þessi nýi félagsskapur
þessu, takist honum að uppræta
aðrar eins meinlokur og þær, er á
hefir verið minst, geti hann orðið
til þess að sameina kraftana um
það, að reyna að breyta og bæta
efnalegt og stjórnarfarslegt á-
stand þessa fylkis, með því að
koma þeim flokki til valda, sem
líklegastur er til að vera því verki
vaxinn, — þá hefir hann ekki
verið til einkis stofnaður. Þá er
von um, að eftir eigi að heiða til,
og skýin, sem grúft hafa yfir,
hverfi fyrir brosi heiðríkju og
sólar.
“Það er svo margt
ef að er gáð”.
ir taki saman höndum um hana á
móti stjórninni. Eftir fréttum að
dæma austan að, er mjög talað
um, hvað útlitið sé ískyggilegt
fyrir stjórnina, og orsökin talia
sú, að hún hafi bæði bændur og
íhaldsmenn á móti sér. Það gæti
meira að segja svo farið, að fjár-
málareikningurinn yrði henni að
fótakefli. Að öðru leyti leynir
það sér ekki, að stjórnin muni
eiga í vök að verjast á þinginu
framvegis — alveg ems og Norr-
isstjórnin hér átti — og er lánsöm
ef hún situr að völdum alt kjör-
tímabilið.
En hitt atriðið, að þingið skuli
ekki þurfa að taka til greina —
fremur en því sýnist — tillögur
frá öðrum flokkum í þinginu i
sambandi við fjármálin, en þeim,
er í þetta skifti er viðurkendur
andstæðingaflokkur, er atriði.
sem umhugsunar er vert. Slíkum
logum þarf tafarlaust að breyta.
Ástandið, eins og það er nú orð-
íð í þinginu, þar sem andstæð-
ingaflokkar stjórnarinnar
þrír, krefst þess.
eru
I meira lagi i eftirtektarvert má
kalla það, ef breytingartillaga
Hon. T. A. Crerars við fjármála-
reikninginn á sambandsþinginu,
og sem getið er um í þingfréttum
Ur ýmsum áttum
Bændur næst.
1 ræðu, er Beatty, formaður
C. P. R. félagsins, hélt nýlega á
blaðsins, verður kveðin niður af i fundi hluthafa, komst hann þann-
þingforseta. Ef sílkt er lögum ig að orði.
samkvænit, Iiggur í augum uppi, I “Eins og ársskýrsla félagsins
að þeim lögum þarf að breyta,
svo að þau geti heitið viðunanleg.
Til þessa hafa ekki verið nema
tveir stjórnmálaflokkar á sam-
ber með sér, er hagur þess ágæt-
ur og lánstraust þess takmarka-
laust.^ Eg held að það sé ekki að-
eins ánægjulegt fyrir hluthafa.
bandsþmginu. Þar hefir aldrei: heldur einnig þyðingarmikið fyr-
verið nema um einn andstæðinga- i ir canadisku þjóðiha í heild sinni.
flokk að ræða; Breytingartillögu | Þessu gengi félagsins má ekki
við fjármáíin er sagt, að honum hnekkja, hvorki með Crows Nest
sé heimilt að gera. Aðrir flokkar
eru ekki nefndir í lögunum, að
sagt er. ( v'
En nú stendur einmitt svo á, að
Drayton, íhaldssinni í þinginu,
hefir gert breytingartillögu við
fjármálareikning Fieldings. Crer-
ar, leiðtogi bændaflokksins, er
ekki sammála stjórninni um
reikningana' Heldur er hann ekki
með öllu samþykkur breytingar-
tillögu Draytons við þá. Við
sammngnum né neinu öðru.”
Hluthafar C. P. R. félagsins
mega vera dálítið ánægðari yfir
uppskeru C. P. R. en bændur Vest
urlandsins síðustu tvö árin. Þeir
hafa bæði árin stórtapað á bún-
aðinum. Lánstraust þeirra er
þess vegna mjög takmarkað. Það
er engu síður nauðsynlegt fyrir
bóndann, að hagur hans yrði það
bættur nú, að hann gæti á þessu
(íri goldið skuldir sínar, aukið