Heimskringla - 21.06.1922, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA.
HEIMSKRINQLA
(WtofnoS lfl8«)
Kenar tkt t» hrerjan mlSvlknde>ffL
ftgeifendojr •( elseadur:
THE VIKÍNG PRESS. LTD.
808 o( 853 SAHGEXT AVE„ WlNNirEG,
Tnlslml t N-6537
Vcrl blaSaiu er $3.0« Arcanxnrlua borB-
Ist fjrrlr fruna. Allar borr.nuir nendlat
rAbuuial blaSaiaa.
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Ritstjórar :
BJÖRN PÉTURSSON
STEFÁN EINARSSON
VtaaAokrlft tli blnCnlnftt
THE VIKINJ PKBS9, Ltl^ Bok 1171$
Wluaipec, Man.
UtaaAikrlft tll rltatjðrnna
EDITOR HEIMSKRINGLA, B«x 8171
Wlnnlpeg, Nnn.
Th© '#Hetm8krlnf:la>M Is prlnt©d u>4 pute-
lisbe by the Vlkincr Fress, Limlted, at
863 og 855 Sargent Ave.# Winnipe^, Manl-
töba. Telephone: N-6637.
»— ■ ---------------------------- ■-
WINNIPEG, MANITOBA, 21. JONl, 1922.
Hæfileikamennirnir.
Eitt af því, sem vinir og velunnarar Norr-
isstjórnarinnar hafa stundað mjög að und-
anförnu, er það, að reyna að hlaða hellum
að hafði bændaflokksins, með því að segja
hann svo gersneiddan hæfiieikamönnum, að
það gangi furðu næst, að hann skuli hugsa
sér að færast annað eins verkefni í fang og
það, að stjórna heilu fylki.
Þessi hugmynd hefir lengi verið básúnuð
í ræðu og riti. Tilganginn með henni sjá
allir. Það á að kveða það inn í meðvitund
kjósenda fyrir kosningarnar, að bændur séu
óhæfir til að stjórna. Þeir séu ekki gæddir
þeim hæfileikum, er til þess þurfi. Reynslan
er að vísu engum bönnuð. En ef stjórnin
kemur mörgum öðrum til að gleypa þessa
beitu sína en einföldustu vildarvinum sínum,
er hún lánsamari en vér héldum hana vera.
Það skal gengið að því sem vísu, að Norr-
isstjórnarfleytan hafi haft nokkra vaska há-
seta innan borðs. Landa vorn T. H. John-
son teljum vér þeirra samt fyrstan. Um
Hon. Edward Brown má eflaust segja líkt og
Brandur biskup Sæmundsson sagði um
Hvamm-Sturlu: “Enginn frýr þér vits, en
meir ertu grunaðr um græsku". En að
þessum mönnum báðum töldum má segja,
að lítils andlegs fráleika gæti í stjórnarlið-
inu. Og enda þótt stjórnarfleytan hafi nú
pm tíma ekki siglt réttum kili, hefði þó hall-
inn að líkindum verið ennþá meiri, ef Hon.
T. H. Johnson hefði ekki lagt til kjölfest-
una. Ef hann hefði verið forstæisráðherra,
eins og sjálfsagðast var, hefði ef til vill öðru-
vísi farið en nú er á daginn komið.
En þetta gerði gæfumuninn. Hagur fylk-
isins er nú þannig, að óhjákvæmilegt er, að
bót sé tafarlaust ráðin á honum. Stjórnin
er komin í fjárhagslega bóndabeygju. Nauð-
íynlegustu störfum verður <ið hætta. Eftir
sjo ára vertíð og fremur góðan afla, stend-
ur nú stjórnin uppi ráðalaus. Hún kunni
ekki að gæta f'engins f jár. Henni var eyðslu-
semin meðfæddur eiginleiki. Aflinn rann
henni úr greipum óafvitandi. En fátt er SVo
með öllu ilt, hugsaði hún. Skaðinn gerir
menn oft hygna. Við skulum nú gá að. Það
er að vísu miklu tapað. En að einu leyti er-
um við fjáðir. Það er að skynsemi. Af
henni erum við ríkari en allir aðrir, því að
það hefir enginn -tapað eins miklu og við.
Þetta minnir á sögu af ungum manni, sem
búinn var að vera trúlofaður í sjö ár. Hann
erfði talsverðar eignir. En hann var eyðslu-
samur. Og þegar hann ætlaði að fara að
gifta sig, voru eignirnir farnar. Samt lét
hann það ekki aftra sér frá að ganga á fund
kærustunnar. Þegar þau fundust sagði
hann: “Nú er illa komið. Peninga á eg
enga. Skynsemin er nú aleiga mín. Hvað
segirðu við því?” Stúlkan svaraði aðeins:
“Aumingja maður! Ósköp ertu bláfátæk-
I ”
ur!
Norrisstjórnin hefir nú úr engu að spila
nema skynseminni, eins og strákurinn. Og
eftir að reynsla er fengin fyrir því, að þessi
mikla stjórnmálaskynsemi hafi annaðhvort
ekki verið notuð á umliðnum árum, eða hef-
ir brugðist einhverra hluta vegna, er henni
nú hampað framan í kjósendur. Þeir eiga
vegna hennar einanr að endurkiósa Norris-
stjórnina, en snúa baki við bændaflokknum,
sem engum hæfileikamönnum hafi á að
skipa(!).
/Bændastefnunni heyra menn til úr öllum
stéttum þjóðfélagsins: kaupmenn, lögmenn,
háskólakennarar, prestar og dómarar. Skyldi
það verða miklum vandræðum háð fyrir
flokkinn, að fylla þau sæti, er Norrisstjórnin
hefir skipað. Tökum forsætisráðherarem-
bættið t. d.. Þeir Burnell, Lambert og Chip-
mán, sem eru starfandi menn bændaflokks-
ms, og orð Ieikur á, að þetta embætti hljóti,
eru alt að því heimingi færari til að gegna
því en sá, er það gerir nú. Þeir, sem halda
vilja því fram, að fáir hæfileikamenn heyri
bændastefnunni til, geta beðið kvíðalaust
þar til eftir kosningar, að bændur eru komn-
ir að völdum. Þá kann að sjást, hvort mik-
í! þurð er á þeim. Sannleikurinn er sá, að
slíkir menn eru vegna embætta sinna ávalt
meira og minna samtvinnaðir stjórnunum og
geta ekki annað en venð með þeim og unn-
ið með þeim. Hvað mundi t. d. hafa verið
gert við þann skólakennara á stríðsárunum,
sem kent hefði aðrar stjórnmálastefnur en
þær, er stjómin fýlgdi. Þannig er því að
meira eða minna leyti farið á öllum tímum,
um hvaða opinbera stétt eða stöðu sem er
að ræða.
Lögberg, sem nú er stærsti bryndrekinn
í Iiði Norrisar, því Free Press og stærri her-
skipin neita að berjast fyrír málstað þeirrar
sveitar, var nýlega að halda því fram, að
bændur skyldu koma fram og segja sér, að
þeir gætu betur stjórnað Manitobafylki en
Norris hefði gert, þegar þeir væru búnir að
sýna, að þeir gætu stjórnað sveitum sínum
og búum tiltölulega eins vel og Norris fylk-
inu. En ætli að sveitunum og búskapnum
a jörðunum væri ekki betur borgið, ef Norr-
isstjórnin færi frá völdum? Hún hefir mest-
an hnekki unnið þessu hvorutveggja. Skatt-
urinn, sem sveitirnar þurftu að borga fylkinu
þegar Norrisstjórnin kom til valda. nam
$210,000. Nú nemur þessi skattur $2,200-
000. Norrisstjórnin hefir hækkað hann um
nærri tvær miljónir dala! Það hefir auð-
vitað ekki nein áhrif haft á sveitabúskapinn,
annað eins og þetta! Maður, sem nýlega
átti tal um þetta, sagði, að sér dyttu æfin-
lega í hug stríðsskaðabætur Þjóðverja, er á
sveitaskattana væri minst! Að bændur vinni
alt sem unt er á búum sínum, þó arðinn sjái
þeir sjaldnast af því, verður ekki borið á
móti. Og myndu stjórnarherrarnir eða aðr-
ir, sem hálaunað er fyrir að hafa náðuga
daga, þessir, sem halla sér á bakið í stélhá-
um stólunum og baða sig í svölum rafmagns-
loftstraumum yfir hitatímana, annatíð bónd-
ans, — standa sig betur við búskapinn,
vinna meira og Iengur, en bóndinn gerir?
Hvernig væri fyrir þá að ganga að verki
með bóndanum um mesta fjáraflatímann?
Skyldu þeir engir hafa Iúin bein eftir dags-
verkið? Oss furðaði ekki á, þó að bein
þeirra þektust að þeim framliðnum á hnút-
unum á þeim, eins og bein Guðmundar göða
forðum! — - >
iBændur kunna að meta það, sem Norris-
stjórnin hefir vel gert. Þeir bera engan kala,
að því er stjórnmál snertir, til annara I
manna, jafnvel ekki flokksandstæðinga
sinna. Þeim býr einlægni og alvara í hug,
er þeir leggja út í stjórnmálastarfsemina.
Þeir guma lítið af sér í kosningabaráttu
sinni. Segja ekki: Lof sé guði, að vér er-
um ekki eins og aðrir menn! Telja sig
hvorki betri né vitrari en aðra. Lofa engu
utan því, að gera sitt ýtrasta til þess að bæta
hag þjóðfélagsins yfirleitt. Þeir hafa eng-
um keyptum blöðum á að skipa. Svara ekki
fyrir sig, þó á stefnu þeirra sé ráðist með I
frekju af þeim, er af valdafýkn eru blindir
fyrir öllu, sem sanngjarnt er. Hve ólíkt
þetta er aðferð Norrisstjórnarsinna, sem í
ræðu og riti bera bændaflokkinn, af því að
hann er andstæðingaflokkur þeirra, smánar-
legum brígslyrðum; telja hanri ?aman standa
af andlegum lítilmennum, sem óhæf séu til
að stjórna. Þokkalegur vitnisburður um þá
menn, sem Björnstjerna Björnson og flestir
mætustu og beztu menn þjóðanna, segja !
heiðvirðustu borgarar hvers Iands.
Þetta ómerkilega örþrifaráð Norrisar-
sinna, til að reyna að vinna bændastefnunni
tjón, kórónar flest verk þeirra áður í þá átt.
Hún er lúalegasta aðferðin, sem ef til vill
bæði fyr og síðar hefir verið komið fram
með í baráttu stjórnmálaflokka.
Mr. Wells og biblían.
Einn af þeim mönnum, er mest þykir j
kveða að af núlifandi rithöfundum á meðal j
vestlægu þióðanna (evrópísku og ame- I
rísku), er enski rithöfundurinn H. G. Wells. i
Hann má, að því er sumir segja, með réttu j
teljast öllum öðrum fremur sá maður, er nú
stjórnar hugsjóna- og andlegu lífi hins vest-
læga heims. Rit hans er fullyrt að séu lesin
með meiri áhuga og þorsta en rit flestra ann-
ara. Svo vel fellur fjöldanum við þau. Hann
hefir bæði skrifað skáldsögur og greinar um
stjórnskipulag og fleira, sem mjög mikla eft-
irtekt hefir vakið. En síðasta og stærsta
ritsmíð hans, “Veraldarsagan” (Outline of
History), þykir taka öllu fram, er hann hefir
áður skrifað. Hann hefir hlotið fyrir hana
heimsfrægð. — En auk þessara áminstu rita,
hefir hann skrifað greinar um mörg mál, er
efst hafa verið á dagskrá þjóðanna í það og
það skifti. Þegar verið var að búa undir
j friðarráðstefnuna í Washington, skrifaði
j hann í bandaríkst rit um það mál. Var þess
krafist á Englandi, að greinar þær væru
teknar upp í þarlend blöð, svo miklu meira
vert þótti það, er hann ritaði um friðarmálin,
en nokkur annar. En svo var hann einlæg-
ur og rökfastur í þessum greiniim,sínum, að
það þótti ekki heppilegt að birta þær nema
að hálfu Ieyti, eða breyttar, á Englandi.
Stjórnmálamennirnir, sem auðvitað engu
tauti gátu komið við sannleiksgildi þeirra,
sáu sér, þjóðskipulagsins vegna, ekki annað
fært en að draga strik yfir sumt, sem var
mergur málsins í þeim, þrátt fyrir það, að
almenningur léti ótvírætt í Ijós, að það væru
i skoðanir Wells, en ekki annara, sem hann
; vildi heyra. Blöðin og stjórnmálamennirn-
j ir voru í það skifti, eins og stundum endra-
! nær, ekki að hugsa um frið frá sjónarmiði
j almennings, heldur á stjórnmálavísu.
Um sama leyti, eða rétt áður, reit Wells
j grein í blaðið “Saturday Evening Post” um
I mál það, er fyrirsögnin hér að ofan bendir
á, um þörfina á nýrri biblíu. Kann mörgum
að finnast, að það efni hefði hann ekki þurft
J að láta sig skifta. En með því, að hinir
voru einnig margir, er fýsti að heyra, hvað
hann hefði um það mál að segja, skal hér
í stuttu máli á efni þeirrar greinar bent. Þó
J umræður í blöðum um þær skoðanir hans
j hafi verið fremur af skornum skamti, er hinu
ekki að neita, að þær vöktu mikla eftirtekt
manna á milli.
“Vegna þess,” segir Wells, “hve biblía sú,
er við nú höfum, er fjarlæg nútíðinni að
ýmsu Ieyti, þurfum vér að fá hvorki-meira
né minna en nýja biblíu. Við getum ekki
Iengur verið án biblíu, sem nær til okkar
daglegu breytni. En sú, er við nú höfum,
nær alt of lítið til hennar. Það þarf að breyta
j henni svo, að hið sanna notagildi hennar
njóti sín.” — Það er að vísu ekki fyrirhafn-
arlaust. Og 30—-40 miljónir dala segir
Wells það myndi kosta, eins og hann hefir
hugsað sér þá breytingu. En hann telur það
samt meira en borga sig.
Eitt af því, er Wells finnur að hinni gömlu
biblíu, er það, hve endaslept hún sé. “Ef
j hún endaði, þegar undirstaða kristindómsins
er Iögð, skildum við hana. En það gerir
j hún ekki. Hún skýrir frá upphafi heimsins
ásamt fyrstu reglum eða tilhögun kristinnar
kirkju. Hún segir einnig frá upphafi trúar-
bragða mannanna. En endar svo á hmni
! undarlegu opinberun Jóhannesar, hins helga
lærisveins. Saga rómverska ríkisins, sem
biblían styðst við um það er henni lýkur, er
þó mjög tvíráð. Því einmitt um það leyti
voru þar megnar utan- og ínnanlandsóeirðir.
Síðan eru liðnar meira en átján aldir. Það
er nú ekki að furða, þó að hugsanir nútíð-
arinnar og þeirra tíma séu sitt hvað, og að
efni biblíunnar að þessu leyti eigi ekki alger-
lega skylt við hugsjónir manna nú.”
“Það, sem fyrst þarf því að taka til
greina,” segir Wells, “er um nýja biblíu er
að ræða er að skrifa nákvæma og sanna sögu
yfir aldirnar, sem liðnar eru síðan gamla
biblían var skrifuð. Næsta atriðið er að út-
skýra sköpunarsögu heimsins í ljósi nútíðar
vísindanna.” Hann segir ennfremur:
“Það verður að skrifa sanna sögu mann-
kynsins. Og þó að hun a yfirborðmu kunni
að virðast ólík frásögu biblíunnar, verður
bún að efni til og í raun og veru henni mjög
lík. Hún verður aðems breytt að því er
dæmi og skýringar snertir, sem sniðnar eru
betur við hæfi nútíðarmannsins og nútíðar-
hugsjónanna. Hun verður eftir sem áður
saga um það, sem í vændum sé, um fyrirheit,
sem maðurinn eigi kost á að öðlast. Hún
segir frá syndum, yfirsjónum og vanræktum
tækifærum, frá mönnum, sem ekki gengu
veg réttlætisins; en jafnframt frá því, sem
gott er og göfugt og glæðir vonir manna um
ríkuleg laun fyrir rétta breytni. Hún á að
beina hugsjónum manna að því fagra og
góða, er framtíðin ber í skauti, öllum mönn-
vm til handa, og sem þeir uppskeri mikið
eða lítið af, eftir því, hvernig lífi þeir hafa
lifað.”
“Þú getur sagt, að engin slík bók se til
og-er það sannleikur — og að ekki se hægt
að skrifa neina slíka bók. En í því efni held
eg að ekki sé rétt dæmt um hæfileika mann-
anna. Eg held að það væri kleyft, að fá
nefnd manna til þess að semja sköpunarsögu
heimsins, sem svara myndi fyllilega til þarf-
arinnar. Sum mestu ritverk heimsins hafa
verið samin af nefnd manna. Og það hafa
ekki verið þur fræðirit, heldur bækur, sem
vakið hafa heilar þjóðir af svefni, hafa, með
orðum biblíunnar, verið sem “innblásnar”.
“Magna Charta”, undirstöðulög Bretaveldis,
og “The Declaration of Independence” í
Bandaríkjunum, enska biblíuþýðingin og
“bænabók” ensku kirjunnar, eru allar tekn-
ar saman af nefndum og eru bæði andríkar
og áhrifamikalr. — Síðastliðin þrjú ár hefi
WINNIPEG, 21. JCNÍ, 1922.
eg haft með höndum rit, er lýtur
að því, að sýna fram á uppruná
heimsins og sögu hans. Með að-
stoð sex manna hefir mér lánast í
að gefa þessa bók út. Bendi eg á
bók þessa til að sýna, hvað fyrir
mér vakir. Auðvitað er hún ófull-
komin og að ýmsu leyti ekki eins
nákvæm og eg vildi að hún hefði
verið. En mér finst hún samt
nægja til að sýna, að það sé
kleyft, að verða við kröfum nú-
tíðarinnar, eins og hér er farið
fram á. Undirtektir þeirrar bók-
ar, bæði í Evrópu og Ameríku,
virðast mér benda á, hve menn
þrái og sé ant um að ná í þær
bækur, sjálfum sér og börnum
sínum til fræðslu, er að efni til
greina frá því, sem mannleg ^ ^ ^_______________^ ^ ^ t
þekking veit frekast um heiminn, ^£50,^** hjá öUam'lrfsöi-
um pað sem gerst hef.r um rum Mm eöa frá The Dodd,g MedlclM
og t.ma. Vegna þess að ekk. er Co., Ltd-> Toronto. Ont.
vol a neinu betra en hinni ofull-1
komnu bók minni um þessi fræði,
hefir henni verið tekið svo vel.
Miklu sólgnara myndi fólk verða
í nákvæmara og betra ritverk af
þessu tæi, ritverk, er sérstaklega
væri sniðið til þess að vera fyrsta
bókin af fjórum í hinni fyrirhug-
uðu biblíu, og fjallaði um sköpun
heimsins frá vísindalegu sjónar-
miði.”
Annað, sem Wells finnur að
gömlu biblíunni, er lífs- og heil-
birgðisreglurnar, sem þar
gefnar. Segir hann, að þó að
þær hafi verið góðar
Dodd’s nýmapillur em bezta
nýmame'Sali'ð. Lækna og gigt.
bakverk, hjartabilun, þvagtepmi.
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill»
kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr_
tímum, þegar lifnaðarhættir voru
aðrir en nú, þá samt eigi þær ekki
við ástandið og lífshætti nútíðar-
innar. Hann dáist að lögum
Mósesar að mörgu leyti, en segir
samt að þau þyrftu að vera snið-
ir upp eftir þörfum nútímans. —
‘ Fyrir aila muni,” segir Wells,
“látið okkur í té fræðslu um fæð-
una og alt það, er nauðsynlegt er
til viðhalds góðri heilsu. En Iegg-: ar
|gera. Það verður að snúa huga
allra að framtíðinni, sem verið er
að Ieggja undirstöðu að með
breytni sinni. Fyrirhyggja og var-
úðarreglur eru það, sem hin nýja
bíblía á að enda á.
Eg held að það væri sanngjarnt,
að bandaríska þjóðin spyrði Ieið-
andi menn sína í stjórnmálum eða
forsetann sjálfan að þvi, t. d.
hvort þeir héldu, að Bandaríkin
eru yrðu hið sama að 25 árum liðn-
i um bau eru nu. eða hvort að
öðrum j þau verði stærri — nái yfir allan
heiminn. Þeir verða að vita, hvað
þeir vilja í því efni. Og það er
jafn sanngjarnt að spyrja Breta,
hvað verði um Irland eða Indland
a? 25 árum liðnum. Það verða
að vera einhver áform til í því
eíni. Annars eru stjórnmálamenn-
irnir fyrirhyggjulausir. Og með-
an svo er, eru þeir og reynast
vanalega “hættulegir heimskingj-
Því fyr, sem í stað þeirra
ið til grundvallar því vísindin og manna koma aðrir> sem fyrir.
það, sem menn vita, að frekast er, hyggju hafa og þora að láta al-
fynr beztu. Og reglur, er iðnað ^enning vita um hana. því betra
og þjóðfélagsmál snerta, er svo
oft eru orsök til fátæktar og van-
heilsu, þurfum við ekki sízt.”
Hann heldur áfram:
hættuspil rétt breytni?
og sölubrall réttmætt?
niisgerð, að hafa nothæf jarð-
svæði undir höndum og rækta þau geta orðið
er það fyrir hverja þjóð, fyrir alt
mannkynið.
„P Fvrsta útgáfa bókarinnar um
hr tjar- fyrirhyggju verður slæm. Hin
r næsta verður betri; þá verður
r Pa búið að læra dálítið í þeim efnum
af reynslunni. Hin þriðja ætti aS
nær sanni, nær veru-
^r Þa? m'fgerM;. 1 leikanum, sem nú skortir í stjórn
. I. . A i- ^ U n n ✓'J n -«11« /% /¥ rt f\ f n ' . ... . .
mikið fé handa á milli og nota
það ekki til annars en lifa í dýrð-
legum fagnaði og iðjuleysi sjálf-
ur af því? Er það misgerð, að
safna fé af sveita annara? Ef þú
spyrðir marga þessara spurninga,
niyndu svörin verða hjá sumum
nei, en sumum já. En þau geta
ekki bæði verið já og nei. Það
hljóta að vera ákveðin svör við
því, hvort það er rétt eða rangt,
sem spurningarnar fela í sér.”
Fyrsta og önnur bók hinnar
nýju biblíu, verða að efni til um
sköpunarsöguna og breytni
manna. Þriðja bókin ætti að
vera, segir hann, um bókmentir.
Ár þess að gera grein fyrir nema
litlu af því, er hajn telur þar eiga
heima, skal þess getið, að guð-.
spjöllin fjögur telur hann að þar
ættu að vera. Gamla testamentið
eíast hann um að þar eigi heima.
Eitthvað af því fegursta eftir
Plato á þar sæti, en ekki nærri alt,
og þó telur hann það ekki nauð-
synlegt nema vegna fegurðar.
Leikrit Shakespeares og öll eldri
og yngri leikrit á að útiloka og
skáldsögur í heild sinni. Allra
fegurstu setningar og kaflabrot
mætti þó taka, en sem allra
minst. Ræðu Lincolns að Gettys-
burg og kvæði eitt eftir Henley
(Out of the night that covers
me), og varnarræða Miltons
skoðana- og málfrelsi, segir hann
þar eiga heima.
Fjórða bókin og sú síðasta seg-
ir hann að ætti að hjlóða um fyr-
irhyggju. Um það efni farast
honum orð á þessa leið:
“Það verður að vekja heiminn
til meðvitundar um, hverjar af-
leiðingar það hefir hvernig breytt
er. Það á ekki aðeins við um
einstaklinginn, heldur einnig um
þjóðfélagið. Stjórnir verða að
hugsa um afleiðingar verka sinna
og þeirra, er þær leyfa öðrum að
arfari með öllu og í ótal atriðum
öðrum.”
Þetta er aðeins lítið sýnishorn
af því, hvernig þessum viður-
kenda höfundi farast orð um
þetta efni. Að fá nokkra hug-
niynd um hann sem rithöfund er
ekki hægt nema að lesa rit hans..
Nokkra skiftir á við hann í skoð-
unum bæði um þetta efni og önn-
ur og er auðvitað ekki við öðru
að búast. Vanafesta og fleira
hiýtur að koma til greina í bví
efni. En það er ef til vill hiS
einkennilegasta við Wells, að
bann brýtur af sér öll bönd gam-
alla venja og skýrir málefnin í
nýju Ijósi. En svo tilhliðrunar-
camur er hann samt, að ekki er
hægt að segja, að hann taki ekki
tillit tli alls í fari manna, sem á-
stæða er að taka til greina. Skoð-
anir hans eru þær, að umskapa
þurfi hugsjónaheim mannkynsins,
og að það megi ekki dragast úr
þessu, ef vel eigi að fara. I því
Ijósi verða þeir, er þessa grein
hans lesa, að skoða hana, en ekki
sem trúar-ágreiningsmál.
Íslandsvinur dáinn.
I norska blaðinu “Tidens Tegn”
er- sú fregn, að J. C. Poestion,
um íslandsvinurinn mikli, sé andaður
í Vínarborg, næstum 69 ára gam-
a!l. Er þar fallinn í valinn höfð-
irgi, sem ef til vill var bezti vinur
íslands og íslenzkra bókmenta er-
lendis, og af þeim mörgu og góðu
vinum, sem Isl/id hefir átt meðal
þýzku þjóðarinnar, var hann
fremstur í flokki. Mun hans
verða minst meðal íslenzku þjóð-
arinnar með ekki minna þakklæti
en þýzka fræðimannsins Konrad
Maurer. J. C. Poestion var starfs-
maður mikill og hneigðist hugur
hans snemma að grískum bók-