Heimskringla - 21.06.1922, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.06.1922, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 21. JÚNI, 1922. Hinn síðasti Móhíkani. X0COð£«9S0S00SeSO3Se0Xð6ð9999OS690999!X I -Jró Kanadisk saga. Eftir Fenimore Cooper. í)0SCSC99SCSCCCCO9ðSCS6ðð9GððOCðeeðSGee6( 1. KAPHULI. Það var um niitt sumar árið 1757, að allmikill órói átti sér stað í Fort Edwards, sem Engjendingar höfðu bygt í suðvestur hluta landsins, milli Hudson- árinanr og vatnanna. Hermennirnir þutu fram og aftur, og andlitssvipur þeirra sýndi hraeðsluna, sem í huga þeirra bjó. Indverskur sendisveinn var nýkominn með boð frá Múnró ofursta, sem var foringi í öðru ensku virki, Fort William Henry, hér um bil 15 mílur ensk ar þaðan — við hið svo nefnda “helga vatn’ , — hvort hann gæti ekki fengið liðsstyrk eins fljótt og mögulegt væri, þar eð hinn franski herforingi Mont- calm væri á leið til Camplainvatnsins með her, eins mannmargan og blöð trjánna, og þar af leiðandi væri staða sín og sinna hermanna í mikilli hættu' Að þessi fregn vakti svo mikinn kvíða í Fort Edward, geta menn máske að nokkru leyti skilið, þegar þess er minst, að þetta var þriðja árið, sem Englendingar og Frakkar háðu bardaga í þessum héruðum Norður-Ameríku, og að mannmargur ensk ur her var nýlega rekinn frönskum og Indverskum -herflokk. Foringinn í virkinu, Webb herforingi, sem réði yfir hinum ensku herdeildum í norðurfylkjunum, virtist jafn kvíð- andi og dátarnir, því þó hann hefði liðug 5000 her- menn, og gæti bætt við sig öðru eins, ásetti hann sér að senda aðeins 1500. Þessir menn áttu að fara af stað næsta morgun, og meðan sólin rann tij, viðar þetta kvöld, átti sér stað undirbúningurinn undir ferð þeirra. Nú breiddi nóttin blæju sína yfir þenna einmanalega stað, og alt varð kyrt. Aðeins í fá einum trjákofum foringjanna sást ennþá ljós. Svo hvarf það líka, og hinir dökku skuggar trjánna hvíldu á girðingu virkisins og hinu iðandi fljóti. Það mótaði naumast fyrir dagrenningu, þegar trumbusláttur byrjaði og allir íbúar virkisins voru á fótum. Með miklum hraða voru fylkingarnar bún- ar til burtferðar, og þegar .albjart var orðið, lögðu þær af stað, með hinni myndarlegu og fallegu fram- komu hermanna, sem gerði sitt til að draga úr hræðslu þeirra, sem voru nýkomnir í herinn. En undireins og lúðrahljómur hinna hverfandi fylkinga heyrðist ekki lengur, sýndist nýr burtfarar- undirbúningur eiga sér stað. Fyrir framan íbúðar- hús hershöfðingjans stóðu 5 eða 6 hestar ferðbún- ir, og af söðlunum á baki þeirra mátti sjá, að tveir þeirra voru að minsta kosti ætlaðir stúlkum, af því tæi heldri kvenna sem sjaldan sáust í þessum óbygð- um. Þriðji hesturinn var búinn út með reiðtýgjum og vopnum deildarforingja, en hinir voru auðsjáan- lega ætlaðir þjónunum, sem nú stóðu og biðu eftir skipunum húsbænda sinna. I viðeigandi fjarlægð stóð hópur for'vitinna á- horfenda, til að sjá þetta óvanalega, sem fyrir aug- un bar. En á meðal þeirra var einn, sem með sínu einkennilega útliti vakti strax eftirtekt. Hann var*mjög klaufalegur, án þess þó að vera vanskapaður. Þegar hann stóð, var hann til muna hærri en félagar hans, en þegar hann sat, sýndist hann ekki ná meðalhæð. Höfuðið var stórt, axlirn- ar mjóar, handleggirnir langir og dinglandi, en hend- urnar litlar og laglegar. Lærleggir og fótleggir voru mjög granmr, en óvanalega langir, og hén — en þó einkum fæturnir — risavaxnir- Himinblár frakki, með stuttum, breiðum löfum og lágum kraga, utaná hinum langa, þunnvaxna hálsi og hinum enn lengri og mjórri Ieggjum, vakti háðs- legar athugasemdir óorðvarra manna. Buxurnar voru úr gulum baðmullardúk og mjög þröngar. Um hin gríðarstóru, ólögulegu hné voru bundnar stórar Iykkjur úr hvítum borða, sem nú var mjög óhreinn. Hann var í marglitum baðmullarsokkum með saurg- aðan spora á öðrura skónum. Upp úr stórum vasa á óhreina silkivestinu stóð eitthvert áhald, sem á þessum stríðstímum var auð- velt að ímynda sér vera eitthvert óþekt vopn, en þegar betur var að gætt, kom það í ljós, að það var aðeins tréblístra. I ) • Meðan hinir áhorfendurnir héldu sqr í viðeig- andi fjarlægð, gekk hann um kring og spjallaði við þjónana, stundum við þenna, stundum við hinn. Svo varð honum litið á indverska sendisveininn, sem kvöldið áður hafði komið með svo Ieiðinlegar fregnir. i / Þar sem hann stóð með Indíána-stríðsexina (Tomahawk), sýndist hann ekki vera neinn bar- dagamaður. Það var þvert á móti einhver kæru- leysissvipur yfir honum, sem gat orsakast af mikilli áreynslu, er hann nýlega hafði orðið fyrir og ennþá hefði áhrif á hann. Aðeins augun hans, sem skinu eins og stjörnur milli dökkra skýja, höfðu sitt eðli- lega ódæli. Fáeinar sekúndur horfðust þeir í augu. Svo starði Indíáninn fast fram undan sér, með að hálfu leyti Iævísum og að hálfu leyti háðslegum augum. Á sama augnabliki bentu hreyfingar þjónanna á, að tignarfólkið, sem menn höfðu vænst, væri að koma, og þessi einkennilegi maður með blístruna sig í hlé til lítillar, magurrar hryssu, sem var skamt þaðan á beit með folaldið sitt. Ungur herforingi fylgdi nú stúlkunum til hesta beirra. Af búningi þeirra gat maður séð, að þær voru búnar til að mæta allskonar erfiðleikum á leið sinni gegnum skógana. Undireins og þær voru seztar í söðla sína, sté fylgdarmaður þeirra á bak hesti sínum, og svo lögðu þau þrjú af stað í áttina til norðurhliðsins á virkis- garðinum, og þjónarnir gengu á eftir þeim' Alt í einu rak yngri stúlkan upp lágt hljóð. Indíánski sendisveinninn hafði nefnilega hlaupið fram hjá henni og gekk nú í fararbroddi. “Eru slíkar vofur algengar í' skógunum, Hey- ward?” spurði hún fylgdarmann sinn, majór Dúncan Heyward, sem átti að fylgja þessum tveim stúlkum, Alícu og Kóru, til föður þeirra Múnró ofursta, sem eins og áður er getið, var liðsforingi í Fort William Henry. “Indíáninn er sendisveinn í hernum,” svaraði i num> Heyward, “og þegar maður gætir þess, af hvaða kyni hann er, má eflaust kalla hann hetju. Hann hefir boðist til að fylgja okkur til Fort William Hen- ry, eftir leið, sem er lítt kunn, en sem er miklu styttri en brautin, sem hermennirnir fara eftir.” “Mér geðjast ekki að honum,” sagði Alíca. “Þér þekkið hann líklega vel, majór Heyward. Ann- ars mynduð þér áreiðanlega ekki treysta fylgd hans.’ “Segið þér heldur, að eg vilji ekki trúa honum mér j hug að það væri heppilegt fyrir okkur að verða samferða.” “Þér virðist vilja vera einráður með þetta,” svaraði HejHvard. “Við erum þrjú, en þér virðist hafa ráðgast um við sjálfan yður'” “Einmitt! Það, sem fyrst og fremst er áríðandi er að þekkja sína eigin skoðun. Þegar maður er viss um hana, er það næsta að breyta eftir henni. Eg vera a bezta aldri. hefi reynt að gera hvorttveggja, og — hér er eg.” “Ef þér ætlið að vatninu, þá farið þér ranga leið,” sagði Heyward yfirlætislega. “Það er að minsta kosti hálfa mílu bak við yður.” “Einmitt!” svaraði hinn ókunni aftur, án þess að láta hina kuldalegu móttöku gera sig skelkað- ann. “Eg hefi dvalið í Edward heila viku, og eg hlyti að vera mállaus, ef eg hefði ekki spurt mig fyrir um vegi. En það er ekki hyggilegt af manni í minni stöðu, að vera of kunnugur þeim, sem hann á að kenna. Þesá vegna fór eg ekki með hermönn- Auk þess áleit eg að slíkur maður og þér, kynni bezt að gr^iða úr ferðaerfiðleikum, og þess vegna ákvað eg að verða ykkur samferða.” Heyward vissi ekki, hvort hann ætti að láta sína vaxandi reiði koma niður á þessum skringilega manni, eða hlæja að honum hiklaust. “Þér talið um kenslu og stöðu. Eruð þér kenn- ari hermannanna?” “Já, eg kenni þeim bænarinnar og þakklætisins ágætu list, eins og hún er æfð og framkvæmd með vinstrj öxl, hin eina prýði höfuðsins. Af vopnum hsfði hann vígöxi (Tomahawk) og svarðbreddu (hnífur til að flá af höfuðleður með) í belti sínu, og á nöktu, sinasterku hnjánum hans lá kúlubyssa. Þar sem hann sat þaran með bunguvaxna brjóstið sitt, sterklegu vöðvaríku limina og alvarlegu and- litsdrættina, sá maður undir eins að hann hlaut að fyrir yður,” svaraði Heyward. “Eg þekki hann, !því að syngja sálma,” sagði hinn ókunni. .annars myndi eg ekki treysta honum, allra sízt ,þessu augnabliki. Eg hefi heyrt, að hann hafi kom- flótta af fámennum' ið til okkar af einhverri, undarlegri tilviljun, og að faðir yðar hafi þá beitt hörku við hann. — En svo ekki meira um það. Það hlýtur að nægja, að hann er nú vinur okkar.” “Hafi hann verið óvinur föður míns, treysti eg honum ennþá minna,” sagði stúlkan, sem nú varð alvarlega hrædd. “Viljið þér ekki tala við hann, majór Heyward, svo að eg geti heyrt rödd hans. Það getur verið að, það sé heimska, en þér vitið að eg legg mikla áherzlu á hreiminn í rödd mannskjanna.” “Það mundi vera gagnslaust,” svaraði hann' “Því þó hann skilji ensku, þá mun hann, eins og flestir af hans ætt, ekki látast skilja hana. En nú nemur hann staðar. Við erum án efa komin að þess- um leynistíg.” Tilgáta majór Heywards var rétt. Þegar þau komu þangað, sem Indíáninn stóð, komu þau auga Maðurinn er áreiðanlega einn af lærisveinum ApoIIós,” sagði Alíca glaðlega, “og eg ætla mér | að ábyrgjast og vernda hann' — Nei, verið þér nú ekki að hnykla brýrnar, majór Heyward, og Ieyfið honum að verða okkur samferða — mín vegna.” f “Auk þess höfum við þá einum fleira í okkar hóp, ef það skyldi verða nauðsynlegt,” bætti hún við hvíslandi, um leið og hún Ieit fljótlega til systur sinnar, jem reið í hægðum sínum á eftir hinum í- skyggilega Ieiðtoga. “Þér ímyndið yður þó ekki, Alíca, að eg myndi fara með þá, sem mér þykir vænt um, eftir þessum leynda stíg, ef eg héldi að nokkur hætta stæði í sambandi við hann?” spurði Heyward. “^ei, alls ekki,” svaraði hún. “En þessi ó- kunni piltur finst mér svo skemtilegur, og hafi hann nokkurn sönghæfileika, þá ættum við ekki að reka hann burtu.” Þau litu hvort til annars allra snöggvast, svo lét á mjóan, myrkan stíg, sem menn gátu fylgt með því Fann að ósk hennar og reið strax til Kóru, sem var lítinn spöl á undan þ eim. að halda áfram í halarófu. I “Hér er þá okkar leið,” sagði ungi maðurinn' Mér þykir vænt um, að eg hefi verið svo hepp- lágt. “Látið þér nú engan grun í ljós; það gæti *nn að finna yður,” sagði Alíca við ókunna mann- steypt okkur í þá ógæfu, sem þér hræðist.” ’Hvað segir þú, Kóra?” spurði Alíca. “Væri ínn, og benti honum að hann ætti að halda áfram. Fjölskylda mín hefir næstum komið mér til að það ekki áreiðanlegra að fylgja hermönnunum, þó trua t>vh að eg sé fær um að syngja tvísöng,” bætti að það sé máske ofurlítið erfiðara?” Kóra svaraði fremur kuldalega: “Eigum við að vantreysta manni, þó hann sé hörundsdökkur og framkoma hans öðruvísi en okkar?” Alíca hikaði ekki lengur, en sló í hest sinn og hún við. ^ “Og það getur gert þetta ferðalag dálítið fjörugra.” “Það er hressandi bæði fyrir sál og líkama að syngja sálma,” svaraði söngvarinn og tók bók upp úr vasa sínum. Þegar hann var búinn að Iáta á nef sitt gleraugu með járnumgerð, opnaði bókina, bar reið á eftir leiðsögumanmnum eftir dimma stígnum > blístruna að vörum sínum og blés í hana, svo hún gegnum þétta kjarrið. Á eftir henni kom systirin og majór Heyward, sem beygði greinarnar til hliðar fyrir hana. Samkvæmt ráðleggingu Indíánans fóru þjónarn- ir sömu leið og hermeninrnir, til þess að systurnar og fylgdarmaður þeirra skildu eftir eins lítil spor og mögulegt væri. Um stund var vegurinn mjög torveldur, og þau héldu áfram án þess að tala saman. Þegar þau úr þétta kjarrinu komu inn á milli hávaxinna trjáa, varð vegurinn aftur greiðari, svo þau gátu farið að tala saman. En alt í einu heyrðu þau jódyn í fjarlægð, og námu strax staðar, til að vita, hvað þetta væri. Fáum augnablikum síðar kom folald hlaupandi á milli beinvöxnu trjánna, og þegar Iítil stund var Iið- in, sáu þau þenna undarlega mann með blístruna' Ekkert þeirra hafði tekið eftir honum fyr, svo nú horfðu þau á hann með hinni mestu undrun. Því, hve hjákátlega sem hann Ieit út, þegar hann var gangandi, vakti hann enn meiri eftirtekt á hestbaki. Því þrátt fyrir það, að hann beitti í sífellu þess- um eina spora, sem hann hafði, gat hann ómögu- lega fengið hryssuna til að stökkva með öllum fjór- um fótum í einu, þar eð framfæturnir héldu áfram að brokka, þó afturfæturnir væru að stökkva. Og þó hreyfingar hryssunnar væru skrítnar, voru hreyfingar hans ennþá skringilegri. Stundum teygði hann úr sér í ístöðunum, stundum kraup hann sam- an eins og hann sæti á hækjum. Og þar eð fætur hans voru óviðjafnanlega langir, varð hann annað augnablikið afar stór, en það næsta óvanalega lítill. Þegar hér við bætist það, að sú hlið hestsins, sem sporinn barði í sífellu, virtist hreyfa sig fljótara en hin, og að sítt, hárauðugt tagl dansaði hvíldar- laust á henni, þá höfum við þá réttu lýsingu, bæði af manni og 'hesþ. Heyward hafði hniklað brýrnar; en eftir því sem hann veitti manni þessum tiánari eftirtekt, fór hann að brosa. “Eruð þér að leita að nokkrum?” spurði hann. “Eg vona, að þér komið ekki með slæmar fregnir.” “Einmitt,” sagði hinn ókunni, án þess að skýra frá, hvorri spurningunni hann svaraði. Þegar hann hafði andað að sér og kælt sig með því, að v«ifa stóra, þríhyrnda hattinum, bætti hann við: “Mér hefir verið sagt, 'að þér væruð á leið til Fort William Henrys og þar eð eg ætla þangað, datt framleiddi háan og hvínandi tón, og söng svo einn af sínum uppáhalds sálmum. En naumast höfðu hinir ferðafélagar hans, sem aðeins voru stuttan spöl á undan, heyrt þetta ein- kennilega brot á kyrð skógarins, þegar Indíáninn gekk til majór Heyward og tautaði til hans nokkur orð á lélegri ensku, er kom herforingjanum til að snúa við og s-töðva sönginn. Þó að ekki sé nein hætta á ferð, krefst almenn varkárni þess, að við förum með eins mikilli kyrð um þetta auða svæði og mögulegt er. Þér munuð því eflaust fyrirgefa mér, Alíca, þó eg biðji hann að hætta að syngja, þangað til betra tækifæri býðst,” Heyward var naumast búinn að tala þessi orð, þegar hann sneri sér fljótlega við og starði inn í skóginn. Svo Ieit hann grunsamlega til fylgdar- mannsins, er alt af hélt áfram rólegur og andvara- laus. En svo brosti hann og horfði fram undan sér, það voru eflaust fáein skínandi skógarber, sem hann hafði álitið vera augu njósnandi skógarbúa' Og þegar hann þóttist sannfærður um, að þessi skoð- un sín væri rétt, hélt hann rólegur áfram. Þetta ferðafólk var þó aðeins búið að fara stuttan spotta, þegar greinarnar voru sveigðar til hliðar með varkárni og hrottalegt villimannsandlit gægðist út á milli þeirra. Stutta stund stóð þessi sonur skógarins og horfði á eftir ferðafólkinu. Sigurhróssbros lék um svarta andlitið á meðan hann leit á þau, sem héldu áfram, án þess að gruna nokkra hættu. Nú hurfu hinir yndislegu líkamir stúlknanna inn á milli trjánni, ásamt majór Heyward, og litlu síðar hvarf líka hinn ólögulegi líkami söngvarans bak við hin óteljandi tré. * 2. KAPITULI. Sama daginn og við sáum majór Heyward og fylgdarlið hans hverfa inn í hinn stóra skóg, sátu tveir menn við Iítinn, straumharðan læk, sem rann í gegnum skóginn fáeinum mílum vestar. Annar þeirra var rauðskinin, að útliti eins og hinir þarlendu viltu menn. Á nakta kroppnum hans var máluð líkingarmynd dauðans, með svörtum og hvítum litum. Höfuð hans var snoðrakað, að und- anteknum einum hárauðum lokk, hinum svonefnda svarðlokk (sigurmerki Indíána) og arnarfjöður, sem var lögð þvers yfir hvirfilinn og hékk þaðan niður á Hinn maðurinn var hvítur, sem leit út fyrir að hafa orðið að lifa við örðugleika frá æsku. Þótt hann væri fremur grannvaxinn, voru vöðvar hans stórir og kraftalegir, og allar taugar hans báru vott um, að hann hafði átt við hættur og aflraunir að berjast. Hann var í grænni veiðitreyju, og á fótunum hafði hann gönguskó, sem voru skreyttir á sama hátt og hjá þeim innfæddu. Gönguskórnir og Iegg- hosur úr hjartarleðri, sem voru reimaðar saman á hliðunum.og bundnar með hjartarsinum fyrir ofan hnén, var eiginlega það eina af klæðnaðinum, sem sást fyrir g^ðan síðtreyjuna. Auk þessa hafði hann veiðitösku og púðurhorn, og við hlið hans stóð ó- vanalega löng byssa. Eitt af því einkennilega við hann var, að hann hafði lítil augu, glöggsýn, varkár og afar fljót í hreyfingum, er altaf sýndust vera á verði eftir veiðidýrum, eða einum eða öðrum lævís- um óvin, sem snögglega gæti komið í ljós. En þrátt fyrir þetta var samt sem áður eitthvað heiðarlegt í fari hans og framkomu, svo að maður gat treyst honum. Annara þessara manna var Indíáninn Chingach- gook, sem þýðir “hinn stóri höggormur”, hinn mað- urinn var alkunnur veiðimaður, sem alment var kallr aður “Valsauga”. Chingachgook var að segja hinum frá sögu ætt- ar sinnar. “Við komum frá þeim bygðarlögum, þar sem sólin felur sig á nóttunni,” sagði hann; “frá hinum stóru sléttum, þar sem visundarnir lifa. Þegar við komum að stóru ánni, þá Ientum við í bardaga við Allegevíana, og börðumst þangað til jörðin var orðin rauð af blóði þeirra. Svo rerum við yfir til landsinssvið sjávarströndina, frá uppsprettum stóru árinnar, og það land, sem við höfðum náð á okkar vald með hernaði, vörðum við sem hraustir menn. Maknaana, sem komið höfðu á eftir okkur, hröktum við út í skógana. Þeir fengu aldrei að smakka fisk úr stóra, sálta vatninu, aðeins beinunum fleygðum við til þeirra.” v. Hann þagnaði og Valsauga sagði: “Þetta hefir eflaust verið löngu áður en Eng- lendingar komu inn í landið?” “Þeir fyrstu hvítu menn, sem til okkar komu, töluðu ekki ensku,” svaraði Indíáninn. “Þeir komu í eintrjáningsbát um það leyti, sem forfeður mínir höfðu samið frið víð rauðskinnana umhverfis þá.” “Þá vorum við gæfuríkir, Valsauga,” bætti hann við, og rödd hans fékk djúpan, blíðan hreim af geðshræringunni. “Við vorum aðeins einn ættbálk- ur. Salta vatnið gaf okkur fiskinn sinn, skógurinn dýrin sín og geymunnn fuglana sína. Við fengum okkur konur, sem fæddu okkur börn; við tilbáðum hinn stóra anda, og við héldum Maknaunum í þeirri fjarlægð, að þeir gátu ekki heyrt gleðisöngva okk ar. “Veizt þú nokkuð um ætt þína frá þeim tímum?’ spurði Valsauga. “Já; sú Indíánaætt, sem við köllum “þjóðina”, er runnin upp af ókkar rótum,” svaraði Chingach- gook. “Og það er hreint höfðingjablóð í mínum æðum. En Hollendingarnir komu og gáfu flóki mínu eldvatn (sama sem brennivín eða áfengi), og það drakk, svo það misti landið sitt. Fet eftir fet var það hrakið í burt, og eg hefi aldrei séð grafir for- feðra minna.” Litlu síðar bætti hann við: “Eg er nú líka að smá nálgast gröfina, og þegar Unkas sonur minn fetar í fótspor mín til okkar fram- hðnu ættingja, eru hinir miklu höfðingjar að öllu ieyti útdauðir, því hann er hinn síðasti Mólíkan! ” ‘“Hér er Unkas,” sagði rödd rétt hjá þeim. Valsauga greip hnífinn sinn úr slíðrinu og þreif- aði ósjálfrátt eftir byssunni, en Indíáninn sat eins kyr og jarðfast bjarg, og hreyfði ekki einu sinni höfuðið. Á sama augnabliki gekk ungur hermaður há- vaðalaust til þeirra, og settist á sjávarbakkann á milli þeirra. . Faðirinn lét ekki hina minstu undrun í ljós, og af kvíða fyrir því að vera tileinkuð kven- leg forvitni eða barnsleg óþolinmæði, þögðu þeir báðir í nokkrar mínútur. Valsauga, sem líka sýndist að haga sér eftir sið- um þeirra, lagði frá sér byssuna, sem hann hafði tekið upp, og sat þögull og bíðandi. Loksins spurði Chingachgook son sinn: “Voga Maknaarnir að stíga fótum sínum inn í þeSsa skóga, Unkas?” “Eg hefi verið að njósna um þá,” svaraðl ungi Indíáninn, “og eg veit að þar eru eins rr.argir af þeim og fingurnir á báðum höndum mínum.” ‘“En þeir skríða í skjól eins og huglausir heigl- ar,” bætti hann við. “Nú, jæja,” svaraði faðirinn og starði á hina hverfandi sól. “I kvöld skulum við neyta matar, Valsauga, og sýna Maknaunum á morgun, að við sé- um menn.” “Eg er jafn fús til hvorstveggja,” svaraði Vals- auga. “En ef við ætlum að berjast við þá, verðum við fyrst að finna þá, þesso lævísu Iæðara, og ef við eigum að neyta matar, verðum við fyrst að ná í citt- hvert villidýr.” 1 Meira.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.