Heimskringla - 19.07.1922, Side 4
4. BLADSÍÐA.
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 19. JÚLÍ, 1922.
HEIMSKRINQLA
(StofsaV 18M>
Keair Cht I liverjani alfTlkiéegL
Ctseíeidir og elgeidnri
THE VIKíNG PRESS, LTD.
853 osr 855 SARGENT AVE., WINNIPEG,
TalHfmit N-4527
Vert hlithlu er $3.M inrniKarlni korg-
lot fyrtr fram. Allar kerp;aiir neiiM
rA9e»aiil bliVelii.
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Ritstjórar :
BJÖRN PÉTURSSON
STEFAN EINARSSON
Knofl.Urlfl tn blaSfltBNi
THB VIKIIUi PRBSS, Ltd. B.I 81T1,
Wlnaipeff, Mai.
Utaaánkrfft tfl rltstjárana
EDITOK HPJNSKKINGLA, Box 8171
Wiailpei, Nan.
Tho MHeim8krÍncla" ls prlnt'id uni 8«*-
linke by the Viklng Press, Llaalted. ftt
863 Off 815 Sargent Ave., Winnlpeá, Mani-
teba. Teiepheae: H-88S7.
WINNIPEG, MANITOBA, 19. JOLÍ, 1922.
Afmælisdagur
Manitoba.
Hann var síðastl. laugardag, 15. júlí. Á
þeim degi voru 52 ár liðin frá því, er Mani-
toba gekk í fylkjasamband Canada. Með
viðurkenningu fylkisréttindanna má segja,
að runnið hafi upp nýtt tímabil í sögu fylk-
isins. Til þessa tíma hafði það aðeins verið
verstöð verzlunarfélaga, er ein voru í ráðum
við sambandsstjórnina í öllu, sem að stjórn
laut. Eftir að Manitoba komst í tölu sam-
bandsfylkjanna, varð það sjálfstæðara. Og
þá fór lýðfrelsi að koma hér fyrst ti! sög-
unnar. Vegna alls þessa er aldur Manitoba-
fylkis talinn frá þessum degi.
Saga Manitoba er ef til vill ekki talin eins
stórviðburðarík og sögur hinna eldri fylkja
i sambandinu. Þar gefur ekki eins oft að
líta frásagnir stríða og blóðsúthellinga og í
Austurfylkjunum; og fátt þykir gera garð
sögunnar frægari en það. Jafnvel enn, á
þessum mannúðar-, mannfrelsis- og menn-
íngartímum, Ijómar herfrægðin bjartar í
hugskoti manna, með öllu eiturloftinu í sér
földu, en friðsamleg störf, á viti og mannúð
bygð. Svona er samræmið í mörgu!
Saga Manitobafylkis er ekki sneidd frægð
þó friðsamlegri megi heita en saga eldri
fylkjanna. Hún er saga af baráttu braut-
ryðjandans, mannsins, sem við allar plágur
ónumins lands hefir átt að stríða; drepsótt-
ir, vatnsflóð, verzlunarokur og óyndi útlag-
ans. Að sú saga nái til þess, er að þroska og
velmegun þessa lands lýtur, eins og saga
hinna fylkjanna, mun samt enginn bera á
móti Þeir, er fyrst könnuðu land hér, voru
Frakkar. En bólfestu náðu þeir hér ekki til
langframa. Að vísu sjást leifar þeirra hér
lengi, svo sem virki það, er Chevalier de Ia
Verendryer reisti við mynnm Assiniboine-
árinnar (1731). En verzlunarfélögin, er
hingað komu á eftir þeim, létu sér ekki ant
um að landið bygðist; þau vildu ein sitja
sem lengst að viðskiftahagnaðinum. Þau
börðust ekki einungiS síil á milli um hann,
heldur einnig um völd og yfirráð. En þau.
vissu, að þeim yrðu þau svift með‘ stofnun
nýléndu eða bygðar hér. Eins fór með Sel-
kirk lávarð, er hann kom hingað. Hann átti
í sífeldum erjum við þessi verzlunarfélög um
stofnun nýlendu hér. Félög þessi höfðu þá
sameinast og lagt ótakmarkað land undir
sig. ’ Er Hudson Bay félagið samsteypa úr
þessum félögum. Varð Selkirk lávarður því
að kaupa löndin af því (1811), og þanmg
var undirstaða lögð að Rauðárdalsnýlend-
unni svokölluðu. Nokkru síðar keypti
Hudson Bay félagið þetta landsvæði aftur
(1836), en eftir Riel-uppreisnina varð það
eign Bretaveldis. 1 hendur Canada kom það
svo árið 1870, þegar landsvæði þetta, sem
nú er Manitobafylki, gekk í fylkjasamband-
ið.
Um eða fyrir miðja síðustu öld var mjög
vanséð, hverjir myndu hljóta Vesturfylki
Canada. Bretland hafði í mörgu að sýsla
um þessar mundir og gat ekki sint því, að
afla sér nýlenda. Austur-Canada gat þá
ekki heldur gefið sig við því. í Bandaríkj-
unum (Oregon) var þá að vakna nýlendu-
nám í hugum manna. “Farið vestur, æsku-
menn, þar verður framtíð ykkar björt,” var
viðkvæðið. Og Vestur-Canada lá þá opið
hverjum nýlenduflokki manna sem var. Og
áunnan að komu nokkrir og tóku sér hér ból-
festu. Að Manitoba og Vesturfylkin hefðu
þá bygst frá Bandaríkjunum, ef Selkirk og
þeir, sem með honum voru, hefðu ekki trygt
sér hér bólfestu, er það líklegasta. Verzl-
unarféiögin réðu aldrei við það, í hvers
hendur nýlendurnar fóru. Það voru Iand-
nemarnir, er þeim forlögum réðu. Nýlendu-
stofnun Selkirks lávarðar, og þeirra, er með
honum komu hingað, lögðu því ekki aðeins
grundvöllinn undri bæi þá og ból, er hér eru
nú, heldur fótfesti hún hér einnig brezk yfir-
ráð.
Afmælisdagur Manitobafylkis minnir á
það, að mörg af þeim málum, sem nú eru á
dagskrá, eiga rót sína að rekja til þeirra
sögulegu viðburða, er þá gerðust. Að því
er stjórnmál snertir, eru ýms mál, er á dag-
skrá hafa verið síðastliðin 50 ár, eru enn
og munu verða, sem beinlínis eiga rót- sína
að rekja til þess, hvernig lög Manitobafylkis
eru eð^eins og þau voru gerð úr garði, þeg-
ar það gekk í fylkjasambandið. Málið um
náttúruauðlegð þessa Jands er í nánu sam-
bandi við það, hvernig Rupertslandið var
fengið í hendur Bretum af Hudson Bay fé-
laginu, og hvernig Bretland afhenti það aft-
ur í hendur Canada. Skólamálin, sem bæði
fylkis- og sambandsstjórnin hafa svo oft
fjallað um síðan, eiga einnig rætur að rekja
til þeirra laga, er þá voru samin fyrir Mani-
toba. Um fleiri mál má segja hið sama.
Að vita sögulegan gang þeirra mála er hverj-
um manni nauðsynlegt, sem vita vili nokkuð
gerla um þau mál nú.
Afmælisdagur Manitobafylkis minnir á
margt. Hann minnir á hin erfiðu kjör, er
feður þessa fylkis urðu við að búa Hann
minnir á baráttu þeirra fyrir viðurkenningu
á rétti fylkisins. Þeim, sem Iengi hafa átt
hér heima eða eru fæddir hér, hlýtur að finn-
ast mikið til uim frásögnina af öllum þeim
viðburðum, er þá gerðust, og þýðingu þeirra
fyrir þetta fylki og þjóð þessa lands í heild
sinni. Minning dagsins 15. júlí 1870 hlýt-
ur að verða fersk og helg í huga þeirra, er
r.ú og á ókomnum tíma munu búa í þessu
fylki. /
Yeðramót.
(Islendingadags-erindi 17. júní 1922.)
I æsku-átthögum mínum var býli nefnt að
Veðramóti. Aldrei átti eg þar heima, en oft
hefir bæjarnafnið borist mér í hug, svo fag-
ur-sennilegt virðist mér það vera, nærri
skáldlegt, eins og ótal önnur íslenzk orð —
þessi þriggja eða fjörgra atkvæða kvæði
einhvers hagorðs hugar, sem er gleymt hvað
hét, og Iíklega fyrir Iöngu! Veðramót!
Sjálfsagt bær á bersvæði, þar sem öll veður
ganga um óhindrað, þar sem snjór fellur
snemma á haustin og fyrst augar í auða jörð
á vorin.
Oft hefi eg óskað mér að vera “endurskír-
ari” og eiga vald á þeim orðum, sem við
festast. Þá skyldi fóstur-fylkið okkar ekki
refnast Alberta, heldur Veðramót. Eg er
bér kominn til að taka ykkur tali um, hver
ástæða mín er til þess.
það er ekki víða í Vesturáifu, að veður
sé á meiri hlaupum, en hér. Ef til vill noll-
kaldur rosi að miðjum morgni, en blæva-
blíða að miðaftni — eða að árdegi og út-
hall hafa verkaskifti á veðrunum, þó flestir
dagar séu spakdagar, og skaðvtðri gangi
sjaldan berserksgang um bygðir.
Landslagið sýnist líka í sama móti steypt
— miðhlíðis milli jökla og jafnsléttu. Yfir-
borð hverrar fer-rastar, nálega, jarðvegur
og jurtagróður, fjölbreytt líkt og ljóðabók
með tugum kvæða á hverri blaðsíðú en engú
eins að efni né hátta-skipan. Fárra ekra ak-
ur hér getur staðið “hvítur alt til uppskeru-
tímans”, á einu bili, en á öðru gróandi grænn
— eins og Ýlir — mánuðurinn er gaf jólun-
um heiti sitt — en ekki Tvímánuður, eigi að
verða uppskurðartími sinn.
Fylkingar dýranna, sem dvalið hafa hér,
hafa sömu sögu að sýna. Stéindar beina-
grindur hittast hér, þeirra skepna, sem uppi
voru alda-öðlum áður en nokkur Adam
væri til, sem gæti gefið þeim nafn, en sem
urðu að líða undir lokinhamra, þegar finn-
gálkn og flugdrekar hæjtu að geta gert sér
“jörðina undirgefna”. Um þau er “alt svo
í hæfi”, að “dautt mál”, grískan, er nú látin
uppfinna þeim ættarnöfn, í orðum, sem oft
enda á saurus, þó alþýðumenn, eins og eg,
kunni ekki að nefna þau rétt, né skynja
þeirra sköpulag, og viti því engin tök til að
véfengja það, sem fréttfróður sagði okkur
i íslenzku blaði nýlega, að þessar ófreskjur ;
hefðu verið “einskonar krabbar”. En, mT
kroppa gras á kumlum þeirra, stóðhestar,
sem heitnir eru í höfuð á hertogum, upp- |
runnum í Normandí, og kýr, sem eru nöfn-
ur lafða, kynkvísiaðra úr Lombardí.
Þannig er það. Alberta — sem er næst
því að vera nýbýli, í landi, sem nefnt hefir
verið Nýja-álfan, ber veðramóta-mörk frá
örófi alda: eldöld og ísöld, vargöld og
mannöld, og nokkur þeirra dýpri en sum
héruð, sem sýnast rosknari. Hún er enn
ekki hálf-“setinn Svarfaðardalur”, en samt
hafa lýðir lent þar frá veðramótum ailrar
veraldar, sem, eins og á sér stað um alla
Ameríku, fluttu hingað til að stofna með sér
hið fjölmennasta fóstbræðralag, sem enn
hefir upp komið í mannheimum, þó ýmislegt
skorti á enn, þangað til allar tungur eru við-
urkendar að vera móðurmál, og orðið “út-
Iendingur” úrelt í þeim öllum.
Eins eru eftirtektarverð veðramótamörkin
á almennings-anda okkar Albertinga. Eg
ætla að fara yfir þau fáein. Við erum fóik
sem lét græframenn ginna af sér þrjár milj-
ómr dolalra, af vilja okkar til að verða ríkir,
en fyrir vonir í olíunámum, sem uppsprettu-
augað fanst aldrei í. Og við erum sama
fólkið, sem er að gera aðsúg að, ef til vill,
eina miljónamæringnum, sem hér hefir ung-
ast út, og sem flest önnur fylki myndu hafa
talið sér til metnaðar, að hafa komið á legg,
aðsúg svo hvassan, að vald og þingkænska
hárra vina hans á fult í fangi með að fyrir-
byggja, að honum verði ekki auðlegð sín
að slysi, með því að lögleiða fyrmng sakar
á því, hversu miljónir kunni að vera fengn-
ar, sé aðferðin að því ósannanlega saknæm,
síðustu árin þrjú, hvort sem hún áður var
röng eða rétt. Sakleysið sé þá komið í
hefð, þegar það verði þrevetra.
'Bændaflokkurinn hérna,, flokkur þeirrar
stéttar, sem værukærust var og fáskiftnust
um landsmálin, vóg til sigurs í kosningunum
nýlega, óvænt og upp úr þurru, og það með
| sama skipulagi á hér eins og þessir “barra-
basar” Norðurálfunnar, “bolsévikarnir” títt
nefndu, sem sé, með iðnbræðralaginu, og
önnur fylki virðast ætla að taka þetta athæfi
upp. Og leiðtoginn, sá sem upp á þessu
fann, hefir þrívegis, sama árið, neitað völd-
| um og virðingum, og ekki látið aka sér frá
| starfi, sem hann telur sig hæfari til, og sveit-
! ungum sínum því þarfara, og þannig varast,
að Iáta þá “vega sig með góðsemi”, sem
fegnastir vildu það — eins og Grímur kvað,
um hirðmenn Goð^yndar konungs á Glæsis-
völlum. “Sá, sem sigrar, hlýtur herfangið,”
vóru áður flokks-Iög, og eru enn, en svona
áttavilt getur andvari komið á valda-veðra-
mótið í Alberta.
Dagblöð okkar, þetta veldi, sem þykist
vera skapari þjóðviljans, eru eins gerð í Al-
berta og annarsstaðar — flest. Svo frjáls-
Iynd, að þ?u fagna öllum alþýðu-samtökum,
stm gera ráð fyrir, að staulast á stofn, og
vinna henni til hagsbóta, en að vísu, aðeins
meðan stefna þeirra er öll óákveðin. En
fari slíkar hreyfingar að beita sér fyrir
breytingum á ástandi því, sem er, er allur
vari góður, tii að girða fyrir byltingu og
bolsévíkingu. Hér, eins og annarsstaðar,
sver almenningur enn við alt, sem “skrifað
stendur”, því allir hlutir sækja þar fram, sem
áreynslan er auðveldust — jafnvel skola-
vatnið. Samt hefir þessi sami lýður sent
fulltrúa sinn á allsherjar-þing okkar, mann,
sem að vísu er vígður klerkur, en hefir far-
ið eftir fyrirmynd Páls frá Tarsus, sem ekki
áleit það embættis-vanrækslu, né gagnstætt
kenningu Trésmiðssonarins frá Nazaret, að
vinna fyrir sér með höndunum, þegar hlé er
á hugvekjunum. Mann, sem hefir alla þá
fræðslu fengið, sem skólarnir veita í sögu
guðs og manna, en þó ekki virzt hann taka
neitt niður fyrir sig, að hugsa um í hjáverk-
um, hverjar hagsbætur hér á jörð myndu
reynast beztar og bróðurlegastar í breyttu
fyrirkomulagi. Og þessi maður stingur upp
á því í þingræðu, 'hvort ekki myndi ráðlegt,
að skipa nefnd til að rannsaka, hvort al-
genga kenningin, að framleiða sem mest en
k.aupa sem fæst, sé ekki hugsunarvilla, yrði
hún alheims-regla — að þræla upp sem
flestu af því, sem allir eiga svo að láta sig
vanta vilja og getu til að kaupa. Og svo
bætir hann því við, að um leið myndi hyggi-
legt, að hnýsast eftir, hvort ekki mafetti hitta
hyggilegra ráð í viðskiftum, en það sem nú
gildir, þar sem einkastofnanir geta, með
tölustöfum á tómum pappír, fjölgun þeirra
og fækkun, skapað almenningi skort og alls-
nægt, eftir eigin hag og höfði sínu. En við,
venjuháðir blaða-kaupendur, tökum ekki
í lurg mannsins, látum okkur þetta lynda,
og jafnvel það, að blöðin hrósa honum á
sinn hátt, segja, að hann skorti eitt, sem ó-
nýti alt, sem annars kunni að vera gott í til-
lögum hans — það, að kunna að hugsa ekki
of háfleygt, svo höfuðin, sem sitja þetta
vitringamót þjóðar vorrar, geti gripið það,
sem hann sé að mæla með.
Stundum er okkur Albertingum — og
jafnvel næstu útnyrðingunum: Saskatche-
wan- og Manitobamönnum — brugðið um,
oð við séum of mjög útlendir, og ekki ýkja
brezkir. Við því höfum við, á reiðum hönd-
um, eitt svar allir, að ekki höfum við til-
tölulega Iagt fram færra fé og mannslíf en
þeir, sem brezkari þykjast, nú fyrir skemstu,
þegar föðurlandið' hafi verið í hættu statt.
Svo, til sannindamerkis, sendum við til sam-
bandsþings, einn af mörgum, sem af kbmst,
merktan beiðri og sóma hermenskunnar. En,
svo undarlega tekur hann undir kostnaðinn,
við að búa sig enn betur til að
gera vel í næstu hrynu, að hann
fylgir því fastlega, að slíkt sé gert
með sem skornustum skamti —
þó er engin almenningsrödd hér
enn, sem lætur það uppi, Tið sér
Iíki það miður.
Þá eru og sömu endarnir uppi
á veðramóti rithöfunda og skáld-
anna 'hérna, eins og hinir, sem í
landinu liggja. Hér er líklega á
kjúkurnar komin heil eða hálf
tylft af því ungviði, þó eg ekki
telji þá með, sem yrkja í “Fylkið”
okkar (The Province), og hlaupi I
yfir Jóhann Björnsson og migJ ,Dodd* "ý^P111^ em bezta
Þessir, sem eg á við, eru engir út- "J™®8*1,18- Lækna gieL
brotamenn, og tolla vel í gömlum bakverk’ b^tab.Iun, þvagteppu.
götum viðurkendrar venju, og og önnur veikind,> sem stafa frá
ættu því að vera víðfrægir. Þó nyrunum- ~ Dodd’s Kidney PUU
er hér ekki nema einn höfundur ?0c as*Van eíia 6 öskjur fyr“
landfrægur — eða meira. Það er * $2'5°’°g fast bja ö,lum lyfsöL
eigandi “Vökustaursins” (The
um eða frá The Dodd’s Medic^na
Co-, Ltd., Toronto, OnL
Eyeopener), sem sjaldan ritar í
fullri alvöru, um sjálfan sig né
ar.nað, nema ef það væri þar sem
hann oftast er samkvæmur sjálf-
um sér, þessu, að fólkið í Alberta
sé frekar syndugra síðan vínbann
ið komst á en meðan hver drakk Talsvert kynlega kom mer
það, sem hann hafði tilhneiging grein Sig. Þórólfssonar fyrir augu.
Draumar.
Athugasemdir eftir Pálma.
til. og að Meþódistakristninni Hún var prentuð í Heimskringlu
gangi kristnanna verst, að sam- '
rýma orð og athöfn, þó mikill sé
einnig brestur í öðrum kerum.
Við Albertingar, umvöndunar-
samir kirkjumenn og alvörugefnir
eins og við erum, látum okkur
þetta vel Iíka, og furðum okkur
fyrir nokkru og tekin upp úr Eim-
reiðinni.
Að sönnu var grein þessi víða
snildarlega rituð og skemtileg til
aflesturs, en að hinu leyti fanst
mér öðru máli að gegna með það.
á hve traustum grundvelli hyrrk
ekkert á, að þarna sé broddborg- (ingarsteinarnir undir sumar skoð-
an bókmenta okkar, jafnvel eins | anjr og staðhæfingar greinarinn-
kngt og enska tungan nær. ai voru lagðir. Og vissulega ættu
Þá hefi eg að nokkru Ieyti skýrt, ’greinar, sem birtar eru í jafn-
hví eg vildi, að Alberta hefði ekki merku tímariti og Eimreiðin er.
verið nefnd Alberta, heidur
Veðramót.
Eg veit, að þið hafið, í þessu
n: áli mínu, saknað vinar í stað,
sem sé reiknings yfir, hve Alberta
að hafa til grundvallar betri heim-
ildir en nefnd grein hefir.
Byrjun á 5. hluta greinar þess-
arar hljóðar þannig:
“Spiritistar og guðspekingar
sí víðlend og auðug og fjölmenn,, þykjast geta skýrt eðli og orsakir
og fólkið þar frjálst og farsælt.
En við ættum, nú orðið, að kunna
það alt utanað.
drauma á einfaldan hátt. Því trúa
þeir, að sálin fari úr líkama
mannsins í svefni og það, sem hún
Sá piltur var eitt sinn uppi, sem ; sér og starfar þá, séu draumar
hét Benjamín Franklin. Hann var manna. Geta má þó þess, að
hygginn og gætinn karl, en svo 6- j sumir í hóp þessara manna telja
dæll í æsku, að honum leiddist ekki, að allir draumar séu þannig
borðsálmur föður síns, sem karl, ti! orðnir, beldur aðeins þeir
las yfir hverri máltíð, sem venju- j merkustu, t. d. vitrana- og spá-
Iega var brauð og flesk. Strákur sagnadraumar.”
stakk því upp á, að duga myndi,
að lesa sálminn í eitt skifti fyrir
öll, yfir spaðtunnunni í búrinu.
En eg kunni ekki við, að gera
minni míns heimahéraðs að borð-
sálmi yfir spaðtunnunni.
Ef til vill var það metnaðar-
laust af mér, að kenna Alberta
við kotið Veðramót. En úr því
er auðvelt að bæta, og segja, að
hún sé lík Júpíter. Hann er, ef
mig minnir rétt, fimta fylkið í því
sjöstjarnaveldi, sem við nefnum
“vort sólkerfi”, en virðist svo
undarlega á sig kominn, að nokkr
ir, sem um hann þykjast fróðastir,
gizka á, að hann sé hnöttur í
smíðum, sem einhverntíma eigi
að verða eins og okkar jörð. Al-
berta er á líku reki, meðal Jcanad-
isku fylkjanna: óorðin það, sem
hún á að verða.
Stundum hverfur mér í hug hvort
inir rosknari og ráðnari hnettir, j virðast fólki óskiljanlegt, sem
til dæmis okkar jörð, þegar hún | ekki hefir kynt sér grundvallar-
siarir gegnum botnleysu blárra atriði guðspekinnar.
fjarlægða á Júpíter, í hvítu og j (Vil eg því benda á bók C. W.
dökkvu og rauðu skýjareifunum,, Leadbeater, sem gefin var út af
uppi í vöggu eilífð^nna hvort London Theosophical Publishjng
Áframhald þessa dálks greinar-
innar er að sama skapi svo að
segja til enda.
Mér er auðvitað ekki kunnugt
um það, hvar greinarhöfundur
hefir kynst kenningu guðspek-
inga, en fullyrt get eg það, að
ekki styðst staðhæfa hans um þá
stefnu við nokkurt merkt eða
viðurkent rit eða ritling þeirra.
Að sönnu er það viðtekin kenn-
ing guðspekinga, að sál manna
yfirgefi líkamann í svefni, en að
líkamann dreymi það, sem sál
in aðhefst og sér í svefni, er
mjög fjarlægt skoðunum guð-
spekinga um vanalega drauma.
Að fara út í þá sálma, að skýra
eðli og orsakir drauma í samræmi
við kenningar guðspekinga, yrði
alt of langt og flókið mál, og gæti
alls ekki orðið útskýrt á “einfald-
an hátt”, og ennfremur myndi
hún nrtuni þá ekki stundum hugsa
lil hans, andheitt og af eigin
reynslu, eitthvað á þessa leið:
Þú þarna! sem ert unglingur enn.
Society með fyrirs. “Dreams:
J-Vhat they are and how they are
caused”. Þar er nákvæmlega
skýrt frá skoðunum guðspekinga
eins og eg var einu sinni, einlæg- ,0g er sú bók að. mínu áliti ein-
lega óska eg bér, að hamingjan
megi hjálpa þér, að þroskun þín
fá' að hlaupa yfir sumar örðugu
aldirnar, sem yfir mig hafa liðið!
Sjálfsagt er það hugarburður,
að hnettirnir kallist þannig kveðj-
um á, og líklega runnin frá
þeirri ,tilfinningu, sem eg veit
að býr í brjósti Iandnáms-
kynslóðarinnar, sem út er að
fjara, gagnvart inni yngri, sem
meira en á að fylla fjöruborðið
fólksins, sem fluttist tjaldbúðum
forðum yfir Alberta-auðnina, en
bráðum'hefir Idkið síðasta land-
námi, og að fagna og finna til
framar, sem innan örfárra ára af-
hendir yngri öld alla Alberta.
‘ Stephan G—.
hver allra merkasta bók, sem út
hefir verið gefin um drauma frá
þeirra augnamiði, trú, og rann-
sóknum.
Það er höfundi þessarar bókar
Ijóst, að menn, sem ekki hafa
kynt sér guðspekina, muni finn-
ast sum orðtæki og málgrein-
ai^ bókar þessarar óljós, og
bendir hann þeim mönnum á
nákvæm hjálparrit í formála
bókarinnar, svo sem: Annie
Besant: “Ancient Wisdom” og
“Man and his bodies”, sem hvor-
tveggja eru gagnlegar bækur fyr-
ir fólk, sem annars er áhugamál
að kynna sér slíkar fræðigreinar.
Annie Besant kemst svo að
i