Heimskringla - 21.03.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.03.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA H E I M S K R I N G L a WINNIPEG, 21. MARZ, 1923 WINNIPEG, MANITOBA, 21. MARZ, 1923. Yiðskiftasamningur- inn við Frakka. Eins og ýmsa mun relca minni til, var Mr. Fielding, fjármálaráðherra Canadastjórnar lengi yfir á Frakklandi s.l. sumar. Hann fór þangað ekki til þess að horfa á franska kvenfólkið eða skemta sér. Hann fór í þágu þessa lands. Tilgangurinn var að gera verzl- unarsamninga fyrir hönd Canada við Frakk- land. Kornvöru sem hér er framleidd fyrir náð skaparans og náttúrunnar í svo ríkum maeli, að nægir til framfærslu 35 miljónum manna, átti að leitast við að selja þarna og kaupa iðnaðarvöru af Frökkum aftur. En tollar voru á viðskiftum þessum áður. Til þess að verzlunin gæti orðið sem frjálsust milli þessara landa, varð að rífa tollveggina niður. Og Frakkland lofar um hæl, að láta Canada sitja að lægsta tolli á kornvöru. Fielding gerir hið sama. Tollur á glingri, er hingað hefir verið flutt frá Frakklandi, nam $850,000 árlega. Honum var sópað burt, svo að Canada fer á mis við þær tekjur. En þegar til þessa lægsta tolls á Frakklandi kemur, sannast að þar er aðeins einn tollur á innfluttri kornvöru — og það er hæsti toll- urinn. Canada sætir með öðrum orðum sömu kjörum á Frakklandi og önnur lönd, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Japan, Sviss, Argentína, Columbía, Venezuela og Italia. Þar er því ekki fremur en áður nokkurt færi á að selja bændaafurðir héðan. Og hvað græðir þá Canada á þessum samningum? Jú — Frakkland getur nú mok- að til þessa Iands öllu, er það lystir af nauð- synjavöru eins og ilmvatni andlitsfarfa, hár- klístri, varalit, útsaumi, silkitvinna, borð- um, snúrum, fölskum fjöðrum, hári, blómum og Iaufum, brjóstsykri, sætabrauði, brenni- víni, tyrkneskum ábreiðum og skurðgoðum — ramkaþólskum minjagripum. Um $850,- 000 tollur er rifinn niður, til þess eins að hleypa þessum ófögnuði öllum skattfríum inn í landið, án þess að Canada njóti neins góðs af með sölu á helztu afurðum þessa lands í staðinn! Hvílíkir viðskiftasamning- ar! En það bezta af öllu í sambandi við þessa samninga Fieldings verður það, að sjá, hvernig hann fer nú í ársreikningunum að gera af fyrir þessu $850,000 tapi. Það er ef til vill hægt að gtóka á hvernig það verð- ur gert. En það verður eigi að síður fróð- legt að heyra hann gera grein fyrir þessum áætluðu hagsmunum öfugu megin á reikn- ingunum. Herferð Frakka á hendur Þyzkalandi og afleiðingar hennar. Eftir Frank H. Simonds. (Fréttaritara Review of Reviews í Banda- « ríkjunum.) I. í Ruhr. Síðustu grein minni lauk með því að segja /frá, að Frakkar væru nýkomnir til Ruhr. Herferð þessi vakti mikla undrun. Menn spurðu æstir, hvort nýtt stríð væri byrjað. Fár eða enginn skildi, að þetta væri fram- hald af stríðinu, sem hófst 1914, aðeins nýtt í sniði. Nú er meira en mánuður liðinn síð an Frakkar stigu þeta spor. Og nú virðist undrunin út af því vera horfin. En eigi að síður eru afleiðingar þess engu minni en áð- ur. Hér er um mikilfenglegt hernám að ræða. Eitt hið mesta, er sagan getur um. Hernám hellar þjóðar, sem að tölu til er 60 miljónir manna. Saga þessarar herferðar er stutt. Og ? kveðinn sigur er ekki unninn enn með henni. Skaðabæturnar eru ekki enn borgaðar Þjóðverjar hafa heldur ekki gefist upp. Við- nám það, er Þjóðverjar veittu, þó meira af vilja en mætti virtist gert, hefir tafið fyrir fullkomnum sigri. Vígi Þjóðverja eru eno óunnin og mótspyrna þeirra er ákveðin og tvímælalaus. Ef Frakkar hafa búist við, að ekki þyrfti annað en að sýna þeim framan í lið sitt, og að þá myndu þeir bregðast við og borga skuldir sínar, hafa þeir orðið fyrir algerðum vonbrigðum. En svo er ekki víst, að þeir hafi endilega búist við skjótum sigri. Undirbúningur þeirra bar það að mörgu leyti með sér. Það var ein alvarleg hætta á þessari leið Frakka. Hún var sú, að aðrar þjóðir slæust í Ieik með Þjóðverjum. En af því hefir nú ekki orðið. Og Frakkar hafa komið ýms- um áformum sínum fram til þessa, þó endi- leg úrslit séu fjarri. Þjóðverjar höfðu ál^veðnar skoðanir um þetta efni. Stjórnmálamenn þeirra, iðnkóng- amir og alþýðan öll var sannfærð um það, að ef Frakkar byrjuðu að taka lönd af þeim með hervaldi, hlytu Bretland og Bandaríkin að koma til sögunnar. Og á þeirri von bygðu þeir mótstöðu þá, er þeir sýndu Frökkum. En nú er það á daginn komið, að Bretar geta ekki skakkað þenna leik Frakka og Bandaríkin vilja ekki gera það. Eg mun senn benda ítarlega á afstöðu Breta í mál- inu. 1 svip má geta þess, að af missættinu á Lausannefundinum stafar Bretum hin mesta hætta. Eignir og umráð þeirra í Vestur- Asíu eru í húfi, ef þeir hreyfa sig á móti Frökkum, eða reyna að bjarga Þýzkalandi úr klípunni. Ef Bretar kölluðu hermenn sína heim úr Ruhr, til þess að sýna Frökkum að þeir væru andstæðir þeim, hefði það í för með sér, að Frakkar og ltalir myndu kalla sína hermenn heim frá Constantínópel. Og meira þyrfti þar ekki með til þess að hleypa Evrópu í loga. Að því er Bandaríkin snertir, virðist hvorki stjómin né umræðurnar í efri mál- stofunni bera vott um, að þau ætli að þvinga Frakka til að hörfa til baka, eða láta sig málið skifta. Þau munu líla svo á, sem af- leiðingin af því yrði sú, að þau yrðu að að- stoða Frakkland úr því, ef á það yrði ráðist. En að binda sig á þann hátt, er Bandaríkj- unum og hefir ávalt verið mjög fjarri. Það er því ljóst, að Þýzkalandi kemur ekki hjálp utan að frá. Það hefir tapað henni. Á hinn bóginn hefir Frakkland ekki að neinu Ieyti beðið halla í því efni. Belgía liðsinnir því með her hvenær sem er. Og Italía er í anda með Frökkum.. Þessi her- ferð Frakka á hendur Þjóðverjum hefir að vísu sætt misjöfnun dómum á Bretlandi. En þó eru það einstakir menn og blöðm, en ekki stjórnin, sem Ieggur þeim hana illa út. Og í Bandaríkjunum eru margir, sem hallast á sveif með Frökkum. En hvað sem því líð- ur, er hitt víst, að Þjóðverjar hafa ekki get- að fengið Bretland eða Bandaríkin til þess að skerast í leikinn með sér. II. Útlitið. Þegar til lengdar lætur, hlýtur þetta af- skiftaleysi annara þjóða að verða Þýzka- landi að falli. Það getur veitt Frökkum við- nám í nokkrar vikur, ef til vill nokkra mán- uði. Og það viðnám getur orðið Frökkum óþægilegt. Það sviftir þá kolunum í svip, sem þeir áttu þarna í vændum. En það ríð- ur líka þýzka iðnaðinum að fullu. Með því að taka kolanámurnar í Ruhr í sínar hendur, I hafa Frakkar skorið á lífæð iðnaðarins | þýzka. Kolanámurnar í Ruhr hafa verið undirstaða hans frá því fyrsta. Verði brátt engin breyting á ástandinu, J sem nú er, hljóta verksmiðjur Þjóðverja að hægja á sér og stöðvast að lokum. Pen- j ingar Þjóðverja eru gengsilausir utanlands og gildi þeirra í landinu sjálfu er fallvalt. | Það getur því naumast farið hjá því, að vistaforði landsins þverri. Og hann getur 1 Þýzkaland ekki veitt sér á neinn hátt. ef iðn- J aður þess mer í mola. Hann er þeirra eini gjaldmiðill utan lands. Nema því aðeins, að stjórnmálabylting ! verði á Þýzkalandi — og sem engan veginn \ er ólíkleg, því á mörgum stöðum í útjöðrum landsins er kynt að þeim kolum—getur ekki 1 hjá því farið að Þýzkaland gefist upp. Og | þeirra tíma verður ekki langt að bíða. Þá byrjar það sporið í sögu þessarar frakknesku herferðar, sem alvarlegustu afleiðingarnar j hefir í för með sér. Heimska ein er það að haida, að Þjóð- ; verjar sæti nú vægari skiimálum en áður. Frakkland og Belgía semja ein þá skJmála, eem gerðir verða. Og þau munu aldrei gefa j Ruhr eftir. Að hugsa sér *ð Frakkar láti \e! þrð í hug koma, þegar Þjóðverjar eru með öllu að þrotum komnir, er >nesta fjar- s‘æða. jafnvel þó Þjóðverjar Iofi öllu fögru uin freiðslu á skaðabótunui'. Það fyrsti, ‘ sem Frakkland gerir, þegar það þarf ekki á h< r þar að halda, er að by ia að v nan nám- u.nar sér og Belgíu í hag. Og þá kemur iðnaðurinn til sögunnar. Þegar Frakkar tóku Elsass-Lothringen, fengu þeir í sínar hendur eina þá mestu járnlind, sem til er í allri Evrópu. En þeim varð | minni matur úr þessari auðslind sinni en ætla | mætti, veg'na þess að Þjóðverjum tókst þá að halda í kolahéraðið Ruhr. Frökkum j varð svo kostnaðarsamt að vinna járnnám- urnar, af því að þá skorti kolin, að þeir keyptu heldur járn frá Svíþjóð, Spáni og víðar, en að vinna það úr þessum námum sínum. Járniðnaðurinn á Frakklandi tók því ekki þeim framförum, er margir gerðu ráð fyrir; En þar sem þeir hafa nú komist yfir kola- héröðin þýzku, hafa þeir í sínum höndum I það tvent sem aðallega þarf með til þess að réka járn- og stáluvöruiðnað. Og þar með er sá iðnaður kominn í þeirra hendur. Þeir geta meira að segja látið Þjóðverja sjálfa kaupa járn- og stálvöru-efni. Þeir munu senda kol frá Ruhr til Moselle-héraðanna, annars járnnámustaðar er þeir eiga. En með því geta þeir boðið hverjum sem er birginn og ráðið verði þessarar vöru í Ev- rópu. Stinnes og Thysen, þýzku verksmiðjueig- endurnir alkunnu, verða að gera samninga við Frakkland um kaup á járn- og stálvöru- efni. Fyrir þeim er ekki í annað hús að venda. Og með því er hinn mikli iðnaður ‘Þýzkalands Ikominn í hendur Frakka. Á sama tíma byggja Frakkar auðvitað þenna iðnað upp hjá sér og smá uppræta hann ann- arsstaðar. Eins og nærri má geta, er Þjóðverjum ekki um þessa samninga við Frakka gefið. Þess vegna hafa iðnkóngarnir þar komið j þýzku þjóðinni til að andmæla gerðum | Frakka og reyna að sporna í lengstu lög við hví, að Ruhr fari í hendur þeirra. Þeir ‘ trúðu því ekki, að Bretland og Bandaríkin I sæju ekki, að Frakkar eru með þessari her- ferð sinni að leggja grundvöll til iðnaðar, I sem báðum þessum löndum stafar hætta af. Á því bygðu þeir von sína um hjálp frá þess- I um þjóðum. En þetta tekur alt tíma fyrir Frökkum j Þess vegna er ekki hægt að hugsa sér ann- j að, en að þeir séu svo að segja alkomnir til | Ruhr. Ekki er þó þar með sagt, að ; Frakkar ætli sér beirtlínis að leggja þessi i Ruhr- og Rínarhéröð eða nokkurn hluta I Þýzkalands undir Frákkland í stjórnmálaleg- um skilningi. Hitt er líklegra að fyrir þeim vaki að koma þarna á fót sjálfstjórnarríkj- um, iðnaðarlega innlimuðum í Frakkland. Þessi smáu sjálfstjórnarríki í orði kveðnu eru einkar heppileg til þess, að fá vissum þjóðum tögl og hagldir iðnaðar og auðslinda þeirra í hendur. Þó Frakkar séu komnir til þessara héraða, er þeim ekki hagur að því, að hinir þýzku íbúar þeirra yfirgefi þau. Frakkar ættu erfitt með að hagnýta sér þessi nýju gæði án þeirra. Það gerir mannfæðin á Frakklandi. Samvinna virðist því óum- flýjanleg á milli þessara tveggja fjandþjóða. Það er erfitt að hugsa sér hana stjórnarfars- lega og andlega. En eins og ekki verður hjá henni komist, að bví er iðnaðinn snertir, svo er hún óírávíkianleg í stiórrmálum A6 Frakkneski andinn og hinn þýzki eigi nokkru sinni samleið, getur orkað tvímælum. Þau verða að líkindum fyrst um sinn að “ráfa í öfuga átt” andinn og verkin hjá Þjóðverj- um, samkvæmt hinni nýju stjórnskipun, sem fyrir löndum þessum liggur að koma á fót hjá sér innan skams. III. Drottinvald Frakka. Engum getur dulist, að þarna er um sögu- legan atburð að ræða; atburð, sem afar víð- tækar afleiðingar hefir í för með sér. Sag- an er að endurtaka sig; Frakkland er að verða eitt voldugasta ríkið í Evrópu aftur. Og það valdatímabil þess getur orðið eins langt og hið fyrra. En það stóð frá tímum byltingarinnar og fram á síðustu daga Napó- leons. Einhverjum virðist ef till of mikið úr þessu gert. En lítum á ástandið. Rússland er af- skiftalaust um öll sambönd. Austurríki er úr sögunni. Þýzkaland er aðþrengt og far- lama. Frakkland eitt er á fótunum af þess- um stórveldum Evrópu. Og það hefir Belgíu með sér að vestan, litlu sambandsríkin á Balkan að sunrian og Pólland að austan. Með sambandi við þessi ríki slítur Frakkland í sundur öll óvinailönd sín. Sú eina hætta, sem þeim stafaði af ríkjasamböndum, var samband Bretlands og Italíu. Það voru þau ríki ein, sem hugsanlegt var, að frelsað gætu Þýzkaland. Þetta vakti fyrir Lloyd George. Og hann vonaði einnig, að með tíð og tíma gæti Bretland gert samband við RúsSland. En sú von hefir brugðist. Og það er Iítil von um, að Bretland geti gert samband við neina þjóð sem stendur. Frakklandi virðist því ekki stafa í bráð nein hætta af því. I stað þess að taka fram fyrir hendur á Frökkum í Ruhr, hafa þeir nú hag að sér alveg eftir þeirra höfði og gefið þeim valdið í hendur. Sam- band Frakka við Tyrki hefir kom- ið þessu til leiðar. Ef Bretar færu nú að beita í valdi gegn Frökkum, er allur Mú- J hameðstrúarheimurinn frá Cairo á Egyptalanid til Calcutta á Ind- landi, farinn af stað á móti þeim. Og það þarf þar á öllu því liði að nalda, er Bretar eiga kost á að draga saman sem stendur. Með öllu öðru, er nú þrengir að þeim heima fyrir, er sjáanlegt, hverjar afleiðingarnar yrðu af því fyrir Breta. Iðnaði þeirra yrði mjög hnekt með því, og skattar og vinnuleysi ykjust í það óendan- lega. Ítalía er Bretum töpuð. Hún er nú í orði kveðnu með Frakk- landi. Að vísu er ekki óhugsan- legt að Bretland geti sveigt hana með sér, en það yrði því dýrt. Og Júgó-Slavar færu þá á móti Italíu, nema því aðeins, að hún yrði um leið á hlið Þýzkalands. Það verður að líta á ástandið í Evrópu eins og það er. Clemen- ceau gerði samning við sam- bandsþjóðir sínar um það, að af- stýra stjórnarfarslegu hruni Þýzka lar.ds, gegn því að þjóðirnar sæu um að skaðabæturnar yrðu borg- aðar og að þær vernduðu Frakk- land fyrir yfirgangi Þýzkalands, eftir að það væri aftur risið úr Dodd’s nýrnapillur eru bezta nvrnameðaliÖ. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilunt þvagtepou. og önnur veikindi, sem stafa frá nvrrmum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. •r $2.50, og fást hjá öllum lyfsöJ- um e3a frá The Dodd’s Medic'n* Co., Ltd_, Toronto. Ont. ru« i 'i j; Þessa samninga hafa nú bæði Bandaríkin og Bretland virt að vettugi, Bandaríkin beinlínis en Bretland óbeinlínis, með fram- ferði sínu. Frakkar eru því ekki neitt bundnir við þessa samninga. Þess vegna hafa þeir nú fært sér ábyrgðina sjáfir í fang, að inn- heimta skaðabæturnar. Ruhr- herferðin er því síðasta sporið, sem Frakkar stíga til þess að brjóta af sér böndin, sem Wilson og Lloyd George lögðu á þá með Versálasamningunum. I þrjú ár hafa Bretar með lempni reynt að halda Frökkum í skefjum. Þeim hefir tekist að halda þeim einangruðum þar til nú. Viðreisn Þýzkalands var hæg- fara. En ef Lloyd George hefði ekki stígið óheillasporið, sem hann gerði í tyrknesku málunum, er óvíst nema að stefna Breta hafði unnið. Þýzkaland hefði þá smátt og smátt komið fótum aft- ur undir sig. En Frakkland hefði verið hið sama og það áður var, undirgefið þeim. En nú er úti um hjálp Breta til viðrefinar Þýzkalandi, og um leið úti um samband þeirra ríkja. Bretar geta nú fyrir enga muni átt á hættu, að hefta aðfarir Frakka. Múhameðstrúarþjóðirnar eru nú svo flæktar inn í það mál. Frákkland hefir nú betra tæki- færi til að verða volldugt land en það hefir haft síðan Napóleon beið ósigurinn mikla. Það hefir góðan her. Það hefir auðslind- irnar. Það hefir samband við aðr- ar þjóðir. Og það er alt útlit fyrir að þeir viti, að nú er vitjun- artími þeirra kominn. Þýzkaland er afvopnað. Það er ósjálfbjarga efnalega. Það er einangrað stjórnarfarslega. Frakk ar hafa tekið Rínarvígin þeirra. Frakkland hefir verksmiðjur þeirra og iðnað í %ínum höndum. Stríð nú byggjast meira á þessu en á mannfjölda. Þó að Þjóðverjar reyndu að gera eitthvað, leiddi aðeins af því ótakmarkað mann- fall og eignatjón á þeirra hlið, en ekki á Frakka. Enginn maður getur sagt um það, hvernig Frakakr nota vald- ið, sem þeim hefir verið lagt upp í hendur. Það getur bæði verið að þeir noti það viturlega og óvit- udega, sér í hag og til góðs eða í óhag og til eyðileggingar. En eigi að síður er valdið í þeirra höndum. Það má deila um, hvernig þeir hafa náð því. Sumir munu segja þá hafa gert það með illu, og að ilt eitt af hljótist. Öðr- um getur virst það á annan veg. Sem stendu'r er deila um það harla lítils virði. Málið er í það horf komið, að það skiftir litlu. Það hefir ávalt verið skoðua mín, að Frakkar myndu ekki láta neitt sparað til þess að koma í veg fyrir viðreisn Þýzkalands. Það er nú eins víst og að kvöld fylgir degi, að Þýzkaland tæki , fyrsta færi sem gæfist til þess að hefna sín á Frökkum. Það vita i allir, en engir betur en Frakkar. Nú hafa Þjóðverjar ekki staðið í skilum við þá. Og eins lengi og Frakkar hafa þá ástæðu til að i koma fram áformum sínum og hálda Þjóðverjum niðri, verður hún notuð. Eg lít ekki á Frakka sem her- sinnaða þjóð. En þeir hafa allan vilja á að lifa sem þjóð. Unœ hálfa öid hafa Þjóðverjar haft þá undir þumalfingri sínum. Og til- gangur Þjóðverja var að uppræta þá. Síðasta sporið þeirra var tii þess stígið með stríðinu mikla, og við sjálft lá að þeim tækist áform | ið. Frákkar sluppu með naumind- j um. Og nú hafa annaðhvort for- i lögin eða réttlætið hagað því svo til, að óvinir þeirra hafa fallið í þeirra hendur. Og sambandsþjóð- ir Frakka hafa gefið í skyn, að- þær ætli ekki í annað sinn sem Þjóðverjar reyna til að hremma Pans, að láta sig það neitt skifta. Er þetta alt ekki nokkur á- stæða fyrir herferð Frakka nú á hendur alda-óvini sínum og kúg- ara? Eftir ail-langt vopnahlé hefir stríðið nú, sem hafið var 1914, aftur býrjað milli Frakka og ! Þjóðverja. Tilefnið er hið sama J og þá. Hagur stríðsaðila og að- I staða er aðeins önnur. Orð Þjóðverja voru 1914 þau, að 1 þaðan í frá ætluðu þeir að hafa Frakka eins og þeim sýndist, og í eitt skifti fyrir öll sýna þeim, hvaða leið þeim væri ætlað að ganga. En raunin hefir nú orðið ónnur. Árið 1918 lofaði bæði Wiison og Lloyd George Frökkum, að ef ! þeir gæfu Þjóðverjum tækifæri til þess að rétta hag sinn við, skyldu , þeir sjá um, að þeir fengju sínar i skaðabætur og yrðu þess utarr verndaðir fyrir ágangi annara i þjóða. Hvorugt af þessu hefir verið gert. Samt hafa leiðirnar ávalt verið opnar til þess. Yfir- sjón þeirra lá í því, að þeir héldu að þeir gætu til eilífðar komist hjá því að efna þessi loforð sín. Meira. Frá ársfundi Sambands- safnaðar á Gimli. Fyrsti ársfundur Fyrsta Sambands safnaöar á Gimli var haldinn r ! kirkju safnabarins sunnudaginn 11. marz 1923, eftir messu. Féhiröir safnaðarins ljigöi fyrir | fundinn yfirskoöaða reikninga fyrir i liöiö ár, og gerði grein fyrir fjár- | málum safnaöarins á liðna árinu, og reyndist hvorttveggja í ágætu lagi. Presjtinum haföi verið borgaö hi5 umsamda kaup aö fullu. Umbætur og viögerö á kirkjunni kostaöi nærri $400.00, alt borgaö. Allur annar starfskostnaður borgaður og dálítiJS i sjóði. Lét fundurinn í Ijós ánægju sina yfir fjárníála- og framkvæmda- starfsemi safnaöarnefndarinnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.