Heimskringla - 18.07.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.07.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WiNNIPEG, 18. JOLI, 1923. Meðal Malaya. Endurminningar eftir Sigfús Halldórs fró Höfnum. Frh. Um nónbiiið komustum við inn f Kristjaníufjörðinni, og iótti þó von- bráðar áhvggjum okkar félaga við öldustokkinn. — Innsigiingin 'er vfst ijómandi falleg á sumrum, cn nú stóðu tún nakin á ströndunum og jörð hrímþakin og kaldranaleg. Vorum við nóttina í Kristjaníu og læddumst svo daginn eftir með ströndum í'ram suður fyrir Líðand- isnes og svo norður með Jaðrinuin. Héldum við innan skerja, sem kall- að er, norður á móts við Bergen, til þess að komast norður fyrir tund- urduflasvæðið mikla f Englands- hafi. Leið þessi er víða þröng, svo að sumstaðar gætu smásveinar kast að steini til lands á báðar hliðar. Hólmarnir, sem liggja þarna eins og krækiber í skyrdaili, eru skóg- iausir og víða graslitlir. ekki nánd- ar nærri eins grösugir og t. d. Breiðafjarðareyjarnar, enda eru þeir brattari og miklu hálendari fiestir. En skemtileg leið er þetta vafaiaust í sumarblíðu og sólskini. Um hádegisbilið. þann 11. nóv- ember, var svo breytt stefnu, og haldið beint í vestur, til hafs. Og um það leyti sem við vorum slopn- ir útfirðis, kom til okkar þráðlaust skeyti. með þau gleðitíðindi, að vopnahlé væri komið á og endir tundinn á styrjöldina voðalegu. Eréttin vakti, að eg held, ekki eins roikinn fögnuð í brjóstum okkar og ætla mætti. Eg held að hugir manna hafi verið orðnir sljóvgaðir, af þessari látiausu. «kæðadrífu úr pennabroddum fréttasnápanna. er yfir mann dundu í 4 ár. Auk þess vorum við allir við þessu búnir. hálft í hvoru, að Þjóðverjar myndu b’ðjast griða. Þó mun nokkrum kampavínsflöskum hafa verið slátr að á altari Bakkusar, í tilefni af þessum viðburði. Var það vafa laust heppilegt fyrir þá, sem þess nutu, að enginn var svo framskygn um barð, að hann gæti sagt fyrir. að verstu hörmungarnar ættu eftir að þramma helstigum yfir limlesta þjóðariíkamina. 'Kampavínsflösk- urnar hefðu þá sennilega fengið að þvíla í friði, það kvöldið að minsta kosti.— Á leiðinni yfir Atlantshafið bar tkkert til fcíðinda, annað en það að við sáum kvöldroða geigvænlega í hánorðri eitt kvöldið síðla. Það var endurskinið frá Kötlu gömlu, sem þá hafði verið að þruma yfir hausamótunum á Mörlandanum undanfarið. • Sænskur ferðalangur, sem ekki vissi þá að eg var íslend- ingur. fræddi okkur um það, með znlklum fjálgleik, að þetta væru norðurljós! Beyndi eg að leiða hann í allan sannleika, og deildum við um þetta nokkra stund. Lét ha.nn loks undan síga af mikilli kurteLsi, en það sá eg á honum, að hann áleit mig hinn mesta lygalaup að halda því fram, að eldbjarmi gæti sést á himni hálft annað hundrað sjómílur. Til New York komum við að morgni dags þann 22 nóv. Beykjar- móða hvfldi yfir borginni, svo hún vsr sjónum hulin. nema efstu hæðir og turnar á allra risavöxnustu stór- hýsunum. Bisu þau sem glitrandi rnarmarahamrar úr þokuhafinu og sindraði sólskinið af gluggunum sfm af demantsrúðum. Það var eir.s og maður væri kominn með Gulliver til tröllaheimkynna, eða ö!lu heldur sem fugiinn Bok hefði borið mann aftur í aldirnar og æf- intýraheimana í “Þúsund og einni nótt”, út yfir öll takmörk jarðneskr ar tilveru, austur fyrir sól og vestur fyrir mána, þar sem “ögrandi lokka við yztu ský eyjarna r W ak-al-Wak." 1 New York skiftust leiðir okkar félaga. Sex héldu áfram til San Francisco daginn eftir, en við hirn’r sjö kendum allir iasieika um kvöld- ið og vorum því kyrsettir eftir læknisráði. Sagði hann, að við hefðum fengið “þá spönsku”, sem þá geisaði ifm alla veröldina. Flest- ir vorum við lítt sjúkir. og lágum því á gistihúsi því, er Austur-Asíu félagið hafði fengið okkur til bú- staðar um nóttina. Læknirinn var Þjóðverji að ætt og uppruna, en bafði, er hér var Komið -ögunni, verið Bandaríkjaborgari í mörg ár. Hann var hníginn að aldri, hvít- skeggjaður og sprengvirðulegur á- sýndum. Lækningaraðferð hans var fjarska óbrotin. Hann spurði okkur alia. hvort við hefðum “hreinsað í okkur innyflin”. Þýði eg þetta orðrétt. Og hvernig sem svarið var, þá gaf hann okkur ham- rammar inntökur, til þess arna. Kvað hann líf okkar geta legið við ef út af þe«su væri brugðið. og hélt yfír okkur öllum stuttan, en gagn orðan fyrirlestur, og sannaði okkuv, rríeð mörgum átakanlegum dæmi- sögum, alt frá dögum Galenusar. að vandleg innyflahreinsun væri flestra meina bót, en sérstaklega magnað og óyggjandi meðal gegn infiúenzu. Voru því ekki aðrir úrkostir fyrir okkur, en að bíta á jaxlinn, bölva meðalinu og gleypa þrð . Þetta reyndist Ifka ágætlega, en ekki gat eg gert að þvf, að mér flaug í hug sögukorn. er einn is- lenzkur læknir sagði mér, um einn embættisbróður sinn og nábýlis mann, þá er eg var f skóla. Þessi nábýlismaður hans var þá farinn að rc-skjast og þótti sumum yngri læknunum hann vera helzti fast- heldinn við fornar venjur, enda hafði hann víst aldrei haft mikið orð á sér fyrir læknislist. Sögu- maður minn sagði mér frá þvf, rð þessi embættisbróðir sinn skifti öll- um sjúkdómum í tvo flokka Nefridi liann annan flokkinn ‘linnvortis slaemsku”, en hinn -‘útvortis mein læti”. Þeim mönnum, er þ.iáðust af innvortis slæmsku- gaf hann !ax crolíu eða Hoffmannsdropa f strúp- ir.n, eftir því sem verkast vildi, en þeim, sem sjúkir v.oru af útvortis meinlætum, tók hann blóð, á þann cinkennilega og frumlega hátt- nð hann hjó af þeim aðra stórutár.a. með mikilii og biturlegri kjötex', sem hann hafði keypt. í Kaup- mannahöfn á sfnum duggarabands- árum. Ef það ekki dugði, þá hjó hann hina stórutána líka og var ekki til svo iiikynjað og “forhert” út- vortis meinlæti, að ekki hlítti, að því er hann sjálfur fullyrti. “Og það hefi eg fyrir satt” sagði sögu- maður minn, “að enginn sé »á mað- ur, kominn af barnsaldri, í N.hér aði, að hann hafi heilar báðar stórutærnar. Og víst er um það, að báðar dætur karlsins eru stóru- fáarlausar á báðum fótum.” — Eg eel ekki þassa sögu dýrar en eg keypti. Læknirinn vinur minn var alþektur gleðimaður og töluverður gárungi. en í hvert skifti er eg gleypti meðalið þarna á gistihús- inu í New York, þá var mér það þó hnggun ,að það var “innvortis slæmska”, sem að mér gekk. ef svo kynni að vera, að þessi þýzk- ame ríski bvítskeggur flokkaði öll mein læti mannkynsins á sama hátt og virðulegur embættis.bróðir hans á íslandi, og viðhefði sömu lækninga- aðferðir og hann. enda þótti mér sem ýmislegt benti í áttina til þess síðamefnda. Því þótt stórutærnar á mér séu máske ekki m'klu fr*ð- ari en á Þórarni Nefjólfssyni forð- um, þá iþykir mér þó, ennþá sem komið er, skárra að hafa þær en missa. Þetta þjóðráð karlsins reyndist líka hið öruggasta, því eg var orð- inn fleygur og fær eftir þrjá daga og félagar mínir flestir eftir vilcu Allir miálsaðilar voru harðánægðir, og læknirinn Ifklega ekki sízt. Hann hafði hér um bil 400 dali upp úr krafstrinum — og innyflahreins- uninni. Hvort Austur-Asíu félagið hcfir borgað reikninginn með jafn glöðu geði og karlinn bar þeim hann. skal eg láta ósagt. En sjáif- sagt verður líf og heilsa sjö ungra efnismanna ekki virt til minna fjár. Frh. —-----------x------------- nefnist “The Home University Liibrary". Það er handhæg bók og um nýmóðins skilningi. En séu nú hlutlægar staðreyndir látnar vera ódýr og svo auðskilin, að hver mað- j prófsteinninn fyrir því. hverju við ur, sem ensku les, getur haft henn- trúum í einu, þá ættu þær að vera ar not. Fyrir þá, sem vildu kynna | það í öllu; þar sem þær verða ekki sér helztu viðfangsefni heimspek- innar og um leið aðalstefnu hennar, er vart völ á betri bók. Eftirfylgjandi grein er útdráttur úr ritgerð eftir Bussell, sem birtist í ársriti Bationalist Press Asso- ciation í Lundúnum fyrir þetta ár, með fyrirsögninni “Can Men Be Bational?”. Sumstaðar eru orð höf. þýdd. annarsstaðar er fylgt meginhugsun, ýmsu er slept.) Á vitið að ráða? (Bertrand Bussell er einn hinna nafnkendustu stærðfræðinga og heimspekinga á Bretlandi. Á stríðs- árunum komst hann í ónáð all- mikla sökum skoðanna sinna á stríðsmálum, og var honum bannað að fara í ferðalag til Ameríku. Hann ér maður frumlegur í skoð- unum og ritar Ijóst um efni, sem oft eru þungskilrn. Hann hefir rit- að margar bækur um heimspekileg efni. Ein þeirra, “Problems of Philosophy”, er gefin út í safni- sem 'Sá maður, sem vill hugsa skyn- samlega, hlýtur að óska, að aðrir menn geri það líka; en nú á síðustu tfmum hefir skynsemishyggjan (rationalism) sætt svo mörgum á- fellisdómum. að það er erfitt að átta sig á, hvað maður á við með því orði. eða hvort menn séu færir um að tileinka sér hana. Skynsem- ishyggjan hefir tvær hliðar: hyggju hliðina og starfshliðina. Hvað er skynsamleg skoðun og hvað er skynsamleg breytni? Nýjar heim- spekisstefnur, pragnatisminn t. d., hafa lagt mikla áherzlu á skyn- semdarleysið í skoðununum, og á sálarlífsrannsóknirnar (psycho-ana- lysis) hafa lagt áherzlu áskynsemd- arleysið í breytninni. Þeir sem þessum stefnum fylgja, hafa komið mönnum til að líta svo á, að það sé í raun réttri ekki til nein skyn- samleg fyrirmynd í hugsun eða | breytni, sem nokkuð sé unnið við að fylgja. Bamkvæmt þessu virðist það vera næsta gagnslaust fyrir okkur, að rökræða skoðanir okkar, ef okkur kemur ekki saman um eitt- hvað. eða leita úrslita — álita ó- hlutdrægra og viðkomandi manna. Einu úrræðin eru, að láta afl ráða úrslitum. Þessi skoðanaháttur er viðsjárverður og getur orðið sið- menningunni til falls. í skoðununum er skynsemis- hyggjan í því falin, að taka til greina allar viðkomandi sannanir, þegar um það er að ræða, að kom- ast að niðurstöðu um eitthvert efni. Þar sem vissa er ómöguleg. verður að leggja mest upp úr senni- legustu skoðuninni, en aðrar. sem við nokkur líkindi hafa að styðjast, geta verið gagnlegar sem tilgátur, er síðari sannanir geta gert að- gengilegri. Hér er vitanlega gert ráð fyrir, að unt sé að finna stað- reyndir á þann hátt, að hverjir tveir menn, er skoða hið sama grandgæfilega, hljóti að komast að sömu niðurstöðu. Að vfou er þetta dregið stundum í efa. Sumir menn segja að verkefni vitsins sé aðeins það, að gera manninum sem hæg- ast að uppfylla þarfir sínar og þrár. Aðrir halda því fram, að það séu engar hlutlægar staðreyndir til. er skoðanir okkar verði að vera f sam- ræmi við, ef þær eigi að vera rétt- ar. Þeir segja, að skoðanirnar séu ekkert annað en vopn í baráttunni fyrir tilverunni. og að þær skoðan- ir einar séu sannar, sem hjálpa mönnum til þess að lifa. Á sjöttu öld eftir fæðingu Krists, þegar Buddhatrúin barst til Japan. var stjórnin þar í miklum vafa um, hvort hin nýja trú væri sönn. Yar þá svo fyrirskipað, að einn hirð- maðurinn skyldi taka hana til reynslu, og ef honum vegnaði bet- ur en hinum, áttu allir að taka trúna. Þessari aðferð vilja nú sum ir ibeita til þess að jafna trúmála- deilur nútfmans, en að vísu með þeim breytingum, sem eiga við breyttar aðstæður. En undarlegt er það, að menn skuli ekki taka Gyðingatrú, því sannarlega virðist sú trú leiða til velgengni, fyr en nokkur önnur trúarbrögð. 1 daglega lífinu leggja nú samt þeir menn. sem þessu halda fram, alt annan mælikvarða á spurningar þær, sem upp koma í sambandi við öll nytjamál. Þar er leitað að hlut- lægum sannindum. Og það eru þessi hlutlægu sannindi — að vísu mjög svo jarðbundin — sem vísind- in leita að. í trúarbrögðunum er þeirra einnig leitað meðan fólk hef- ir nokkra von um að fiiTha þau. Það er fyrst þegar menn eru orðnir von- lausir um að trúin sé sönn. og að það verði sannað án útúrdúra og vafninga, að þeir fara að reyna að sanna að hún sé “sönn”, í einhverj- notaðar, tekur óvissan við. iSkynsemishyggjan ætti þá að vera í því falin, að við byggjum skoðan- ir okkar á þvf, sem er verulegt, á sönnununum, fremur heldur en á óskum .fordómum og inunnmælum. Sá sem vill vera skynsemishyggju- maður, verður að nota dómgreind sína og fylgja vfaindalegum að- ferðum. Því er haldið fram að sálalífs- rannsóknin (psycho-analysis) hafi leitt í Ijós, að ómögulegt sé að hafa skynsamlegar trúarskoðanir, og í því skyni er bent á hinn undarlega. stundum næstum vitfirringslega uppruna hinna rótgrónustu sann- færinga margra manna. Sálarlífs- rannsóknin er góð og getur verið afar gagnleg. En margir hafa mist sjónar á því, sem vakti fyrir Freud* og fylgjendum hans. Þeirra aðferð var fyrst og fremst lækningaaðferð við hysteríu og sumum tegundum vitfirringar. Sálarlífsrannsóknin hef ir og reynst eitt hið öruggasta ráð- ið við vígahræðslu (shell shock) síðan ófriðurinn stóð yfir. Hræðsl- an hefir sýkjandi áhrif á menn, þegar henni er bönnuð útrás. Hug- arburður margra vitfirringa stafar af Iþví, að eðlishvatir hafa verið bældar niður. Þetta má lækna með því að koma sjúklingunum til að muna ]>að, sem þeir hafa gert sér far um að gleyma. En bæði að- ferðin og skoðunin, sem liggur til grundvallar fyrir henni, benda á, að það sé til heilbrigt vit, sem sjúk- lingurinn hefir mist, en sem hann getur náð aftur, þegar hann fær meðvitund um alt viðkomandi, einnig það. sem hann vildi gleyma. ‘iSvipuð aðferð getur læknað heimsku þeirra, sem ekki eru skoð- aðir algerðir vitfirringar. ef þeir vilja gefa sig í hendur læknis, sem er sjálfur laus við hleypidóma. For- setar. ráðherrar og frægir menn vilja samt sem áður sjaldan gera það, og fá þess vegna enga bót meina sinna. Starfshliðin er erfiðari viðfangs. Skoðanamunur í nytjamálum er annaðhvort sprottinn af ólíkum til- hneigingum þeirra, sem ekki kem- ur saman, eða af ólíkum skoðunum um það, hvemig þeir eigi að ná því, sem þeir girnast. Hinn síðar- nefndi munur er í rauninni vits- munalegs eðlis, þótt hann snerti það, sem er markmið einhverra óska. Hér er oft erfitt úrlausnar- efni, sem hefir mikla þýðingu. Maður, sem vill breyta á vissan hátt, telur sjálfum sér trú um, að hann geti með því náð'takmarki, sem hann telur gott; en hefði hann ekki tilhneiginguna til að breyta 6vona. þá mundi hann ekki sjá neina ástæðu til að halda það. Og hann dæmir á alt annan hátt um staðreyndir og líkur í sambandi við breytni annars manns, sem gimist eitthvað gagnstætt honum. “Sem allir vita. eru spilamenn full- ir af allskonar heimskulegum hug- myndum um aðferðir, sem hljóti að reynast happasælar og leiða til gróða á endanum. Fólk. sem tekur þátt í stjórnmálum, telur sér trú um, að sínir leiðtogar geti aldrei gert sig seka f svikabrögðum þeim, sem mótstöðumennirnir hafa um hönd. Menn, sem vilja hafa mikið stjómaraðhald, halda að það sé gott fyrir fólkið, að það sé farið með það eins og sauðahjörð; menn sem nota tóbak, segja að það sefi taugarnar, og menn sem drekka á- fengi, segja að það fjörgi vitið og geri menn hressari í bragði. Hér leiðir tilhneigingin dómgreindina afvega. Og það er mjög erfitt að komast hjá því. Jafnvel vísinda- legar ritgerðir um áhrif áfengis, sem eru skrifaðar af miklum lærdómi, sýna vanalega, hvort að höfundur- inn er bindindismaður eða ekki; hann sér staðreyndimar f því Ijósa- að þær réttlæta hans eigin breytni. í stjórnmálum og tni verður þetta mjög mikilsvert atriði. Flestir *) Siegmund Freud. austurískur læknir, sem mikið hefir notað sálar- lifsrannsóknir, einkum drauma- rannsóknir. til að komast fyrir or- sakir ýmsra sjúkdóma. menn halda, að þeir myndi sér stjórnmálaskoðanir eftir því, sem þeim virðist bezt og heppilegast fyrir heildina; en í níu tilfellum af tíu er hægt að segja. hvaða stjórn- málaskoðun einhver maður hafi, ef maður veit. hver atvinna hans er. Þetta hefir komið mörgum til að halda fram, og enn fleiri til að trúa því, að það sé ómögulegt að vera óhlutdrægur í þeim sökum, og að það sé engin önnur aðferð mögu- leg en reipdráttur milli hópa manna sem toafi mismunandi toagsmuni fyr- ir augum.” Hér geta sálarlífsrannsóknir kom- ið að góðum notum; þvf með þeim geta menn komið auga á hlut- drægni, sem þeir annars sjá ekki. Þær gera okkur mögulegt að sjá sjálfa okkur eins og aðrir sjá okk- ur. Það, ásamt æfingu í því að skoða hlutina frá sjónarmiði vís- indanna, gæti, ef það væri kent al- ment, komið fólki til að breyta langtum skynsamlegar en það gerir, og til þess að skoða tilhneig- ingar sínar, og trú á einu og öðru, á miklu réttari hátt. Tilhneigingar eins manns eru langt frá því að vera í fullkomnu samræmi við tilhneigingar annars. Tveir keppinautar gætu verið alveg sammála um afleiðingarnar af þessu eða hinu. sem þeir gerðu, en það myndaði ekki samræmi, þvi hvor um sig gæti óskað að auðgast á kostnað hins. En jafnvel þar sem þannig stendur á. getur skynsemis- ■ hyggjan komið í veg fyrir verstu af- leiðingarnar. Sá maður, sem fylgir augnabliks tilhneigingum sfnum skilyrðislaust. er óskynsamur, sök- um þess að hann gleymir þvf, að hann, með því að fylgja þeim, kem- ur í veg fyrir að hann geti fylgt öðrum tilhneigingum, sem verða honum gagnlegri að lokum. Ef menn höguðu sér skynsamlega, þá mundu þeir hafa réttari hugmynd um, Ihvað væri gagnlegt fyrir þá sjálfa, en þeir hafa, og ef allir leit- uðu sinna eigin hagsmuna, en gerðu það af viti, þá mundi þessi heimur vera réttnefnd paradís, í saman- burði við það- sem hann er. Þar með er ekki sagt, að ekkert sé til. sem sé ibetra en umhugsun um eigin hagsmuni, sem hvöt til starfa; en hagsmunaumhugsunin, rétt eins og mannkærleikurinn. er betri þegar henni fylgir vit, heldur en hún er án vitsins. 1 reglubundnu mannfé- lagi er það sjaldan hagur fyrir nokk urn mann ,að vinna öðrum mein. Því minni skynsemi, sem einhver maður beitir, þess oftar missir hann sjónar á þeim sannleik, að það sem er ilt fyrir aðra, verður honum lika til ills. Þó þess vegna að skynsamleg sjálfselska sé ekki hið ibezta fná siðferðislegu sjónar- miði, þá samt sem áður mundi hún gera heiminn langtum betri en hann er, ef hún yrði almenn. “Fullkomin skynsemishyggja er sjálfsagt hugsjón, sem ómögulegt er að ná, en á meðan við teljum suma menn vitskerta, er augljóst. að við skoðum suma menn skyn- samari en aðra. Eg trúi þvf. að öll veruleg framför í heiminum, sé fal- in í aukinni skynsemi, bæði f vits- munalegu og siðferðilegu tilliti. Mér finst iþað næsta gagnslaust að prédika siðferði, sem er grundvall- að á eintómum mannkærleika. því það hefir ekki áhrif á neina aðra en þá, sem hafa þegar kærleiksfull- ar tilhneigingar. En að brýna fyrir mönnum, að hugsa af viti, er nokk- uð annað, vegna þess að það hjálp- ar okkur til þess að við getum gert okkur grein fyrir tilhneigingum okkar, hverjar svo sem þær eru. Maður hugsar skynsamlega að svo miklu leyti sem vit manns lýsir upp tilhneigingar manns og ræður yfir þeim. Eg er þeirrar skoðunar. að það sé og verði lang þýðingarmest, að vitið stjórni gerðum okkar, og að það eitt geri mönnum mögulegt að lifa saman, iþótt vísindin bæti við möguleika þeirra, að vinna hver öðrum tjón. Mentamálin. blöðin, stjórnmálin og trúmálin— f stuttu máli, öll helztu öflin f mannfélaginu eru nú sem stendur með skynsemis- leysinu; þau eru í höndum manna- sem smjaðra fyrir lýðnum, til þess að leiða hann afvega. Bót á þessu er ekki að finna í neinum umíbrot- um. heldur í tilraun hvers einstak- lings til áð lfta með heilbrigðara og rólegra viti á sambönd okkar við aðra menn og heiminn. Við verð- um að treysta á vitið og útbreiðslu þess, til þess að ráða bót á meinum. heimsins.” ^ * G. Á. ---------XXX---------- Farisear og umbóta- menn. Eftir Alexander Meiklejohn. Lauslega þýtt af G. Á. Doktor Alexander Meiklcjohn hef- ir verið forstöðumaður hins nafn- kcnda skóla Amherst College f Massachusetts um síðastliðin ellefu ár. Hann er frjálslyndur maður og gerði ýmsar breytingar til batnað- ar í fyrirkomulagi skólans og kenslunni. Nýlega hefir hann sagt af sér, vegna þess að skólaráðið- (Board of Trustees) krafðist þess. Þrettán stúdentar neituðu að út- skrifast vegna þess, og nokkrir kennarar sögðu lfka af sér. Þe.ssi grein er kafli úr uppsagnarræðu skólans (Baccalaureate sermon), er hann hélt í vor. — Þýð. Er þessi heimur okkar kristinn^ Eg hefi tilhneigingu til að svara þessari spurningu bæði með jái og nei; til þess að segja: hann er það, en líka til þess að segja: hann er það ekki. En samt held eg að gefa megi sannara svar; eg held að við höllustum að kenningum kristin- dómsins í þeim eina skilningi, sem menn í okkar sporum geta talað unr siðferðislegar kenningar. Að þessu leyti förum við að eins og Buddha-- istar og Múhameðstrúarmenn: við setjum kenningarnar sem markmið okkar, en í breytninni náum við ekki þessu takmarki. Og þetta er engin tilviljun. sem á lætur að rekja til sérstaks ófull- komleika hjá okkur. Þetta eru ör- lög hvers manns, hverrar þjóðar. það er aðaleinkenni mannlífsins sjálfs. Tvískifting sú, er Jesús fann meðal mannanna, varir um aldur og æfi.' Mennirnir eru ávalt skiftir f andstæða flokka einmitt á þann hátt, sem við höfum fundið meðaf okkar sjálfra. Má eg gera grein fyr- ir því? Og að því loknu verður ræða mín búin. Eg hefi borið þær sakir á heim- inn. að Jesús hafi verið af lífi tek- inn jafnsnemma og menn héldu að þeir vissu, hvað hann var að kenna. En samt hefir þessi sami heimur ve.rðveitt kenningar hans. hefir tal að um hann og orð hans öll þessf tvö iþúsund ár, og hefir metið hann meira en nokkurn annan mann, sem hann hefir þekt. Hvað á maður að halda um jafn skrítinn og óskilj- ar.legan heim — heim, sem að drep- ur mann, eins og Grikkir drápn Sókrates, en gerir hann svo að fyrir- mynd sinni í hugsun og anda? Báðning gátunnar liggur í eðli hvers einstaks manns. Yið erum tvfekiftir. Nútíðarhugmyndir okk- ar um mennina eru altof einfaldar. 1 eðli sínu er maðurinn erfitt úr- lausnarefni. Hann er það sem hann er. en hann getur líka hugsað um siálfan sig og haft ætlanir um sig sjálfan. Og hugsunin er eitthvað annað en það, sem hugsað er um. Maðurinn er þess vegna kunnur sjálfum sér. Hugsunin er fráskilin veruleikanum á margan hátt. sem eg hefi ekki tíma til að ræða tim nú; hún er utan við hinn lifandi, verulega starfandi heim áþreifan-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.