Heimskringla - 18.07.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.07.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNÍPEG, 18. JDLI, 1923. K Eftir Mary Roberts Rinehart. I. KAPUULI. Strætið lá frá norðri til suðurs, tvær raðir af gömlum húsum, ?em virtust koma saman í odda í fjarlægð. Manninum j>ótti það mjög aðlaðandi. Það hafði sama slitna útlitið og gömul flík; hálf hrörlegt, en notalegt. Hann var ánægður með að vera kominn þangað, til þess að eiga þar heima. Þar mundi áreiðanlega verða friður — löng kvöld til lestrar og kyrrar nætur, til þess að sofa og gleyma. Það var blátt áfram heimilislegt. Maðurinn vissi það ekki og honum stóð svona hér um bil á sama. Hann hafði flækst hér og þar, langa lengi — ekki mjög mörg ár, því hann var enn ekki þrítugur; en honum fanst það langur tfmi. Það hafði enginn spurt eftir meðmælum í litla húsinu. Hann hefði reyndar getað gefið meðmlæl!, ef meðmæli skyldi kalla. Hann hafði haft töluvert fyrir að ná sér í þau; og nú var einu sinni ekki spurí eftir þeim. Hinumegin við strætið og ofurlítið neðar var prentuð auglýsing í glugga, sem hljóðaði svo: “Mat- ur — tuttugu og fimm cents máltíðin.” Miðdags- verði var auðsjáanlega lokið; menn, sem litu út fyr- ir að vera bókhaldarar og smásalar, voru að flýta sér burt. Gluggatjöldin voru næld upp og rétt innan við gluggann var sungið með hásri bassarödd: “Veiðimaðurinn fjöllum frá kom heim og farmaðurinn sænum af.” Hinumegin við strætið glotti maðurinn kulda- lega. Heimi! Joe Drummlond hafði labbað upp og ofan stræt- ið í heila klukkustund eða lengur. Hann hafði ýtt stfáhattinum aftur á hnakkann, því veðrið var heitt; grönnu axlirnar á honum voru beinar og borginmann legar klukkan átta, en klukkan níu voru þær farnar að síga niður, hálfvonleysislega. Hann Ieit á úrið sitt undir einum götulampanum, en hann vissi hvað tfm- anum leið án þess. Bænafundurinn í kirkjunni á horninu var úti; piltar á hans reki röðuðu sér með- íram röndinni á gangstéttinni og biðu eftir stúlkun- um, sem þeim Ieizt vel á í þann svipinn. Þegar sú útvalda kom, stóð sveinninn við hlið hennar, eins og hann hefði alt í einu fallið niður úr skýjunum, og hinn æfagamli samdráttur byrjaði á ný. Strætið var autt. Pilturinn þurkaði svitaleðrið á hattinum sínum og setti hann svo á sig afur. Svona fór hún ávalt með hann, Iét hann bíða og bíða, og svo kom hún út, róleg og alveg viss um, að hann biði ennþá eftir sér. En því í skollanum ekki að bregð- ast henni einu sinni? Hann skyldi fara burt og láta hana sjá eftir því einu sinni. Hún mundi sjá eftir því. Hún sem ekki vildi gera nokkrum manni neitt til meins. — Ó! Hinunríegin við strætið stóð húsið, sem hann hafði ekki augun af, undir gömlu tré, lítið hús úr múrsteim með Iágum trétröppum fyrir framan og kjallarahurð rétt hjá tröppunum. Það var bygt í hinum skrítna stíl, sem tíðkaðist í mið-vesturríkjunum á sjöunda tug síðustu aldar. Húsið bar á sér einhvern óskiljanlegan, einkenni- legan blæ, þar sem það stóð innan um nágrannahús' in, líkt og iþegar mjög gömul kona setur heldri manna svip á hóp af yngra, vel búnu folki. Húsin báðu- megin við það voru hærri og litu fremur út sem verndarar þess heldur en sem meinháttar nágrannar. Það var, ef til vildi, einskonar sjálfsvirðingarblær. Hvergi á strætinu voru gluggatjöldin eins mjalla- hvít. Hvergi var fótaþurkan við dyrnar á eins ná- kvæmlega réttum stað, og hvergi var húsgarðurinn á bakvið eins þrifalegur og snotur, með vafningsviði. sem teygði sig eftir hvítmálaðri girðingunni. Máninn var risinn og sendi fölva geisla sína gegn um trjálaufið niður að dimmu húsinu. Þegar stúlk- an Ioksins lét sjá sig, steig hún út í heilt haf af hvítu mánaskini og bylgjandi skuggum, sem var þrungið af daufum blómailm. Allur skarkali dagsms var dá- inn, börnin hætt Ieikum sínum og umferðin á stræt- inu stöðvuð. I ihúsinu hafði verið heitt. Dökka hárið lá rakt á enni stúlkunnar, og þunni, hvíti kjólhnn var brot- inn niður í hálsmálið. Hún stóð á tröppunum, hurðin lokaðist fyrir aftan hana, og hún rétti út armana móti svölu kvöldloftinu. Tunglsljósið lagðist um hana eíns og fat. Pilturin nhorfði á hana yfir strætið með auðmjúkum aðdáunaraugum. Hugrekki hans var alt ætlað fyrir þær stundir, er hann var ekki hjá henni. “Sæll, Joe!” “Sæl, Sidney!” Hann kom yfir um strætið, út úr skugganum, inn í birtuna umhverfis hana. Augu hans, ung og áköf, tilbáðu hana, þar sem hún stóð á gangstéttinni. “Eg er sein. Eg var að draga úr þræðingar fyr- ir mömmu.” “Það gerir ekkert til.” Hún settist niður á dyraþrepið og pilturinn lagð- ist í grasið við fætur hennar. “Eg var að hugsa um að fara á bænafundinn, en eg var þreytt. Var Christine þar?” “Já, Palmer Höwe fyigdi henni heim.” Hann var rólegur nú. Hann hafði fleygt af sér hattinum og hallaðist aftur á bak á olnbogana og lét sem hann væri að horfa á tunglið. En í rauninm hvíldu augun hans dökku á andliti stúlkunnar fyrir ofan hann. Hann var mjög sæll. “Hann er vitlaus eftir henni. Hún er lagleg, en hún er ekki að mínu skapi.” “Viltu segja mér, hver er að þínu skapi?” “Þú.” Hún hló lágt. “Þú ert kjáni, Joe.” Hún hagræddi sér í tröppunni og dró þungt and- ann. “En hvað eg er þreytt! Ó — eg hefi ekki sagt þér frá því, að við höfum tekið leigjanda.” “Hvað?” “Leigjanda.” Hún talaði í hálfgerðum afsökun- arróm. Leigjendur voru ekki í afhaldi þar á stræt- ínu. “Það er ofurlítið upp í húsaleiguna. Þetta er í rauninni mér að kenna. Mamma er uppvæg á móti því.” “Kvenmann?” “Karlmann.” “Hverskonar karlmann?” “Hvað veit eg um það? Hann kemur í kvöld. Eg skal segja þér það eftir viku.” Joe var seztur upp og var dálítið litverpur í fram an. “Er hann ungur?” "Hann er töluvert eldri en þú„ en hann þarf nú ckki að vera gamall fyrir því.” Joe var tuttugu og eins árs að aldri og fann sárt til þess hve ungur hann var. “Hann verður orðinn vitlaus eftir þér innan tveggja daga.” Hún rak upp skellflilátur. “Eg skal ekki verða skotin í honum — þú mátt reiða þig á það. Hann er hár og ákaflega alvarlegur. Hárið á honum er mikið farið að grána fyrir ofan eyrun. Joe varð glaður við þessa fregn. “Hvað heitir hann?” “K. Le Moyne.” “K?” “Það sagði hann sjálfur.” Hann hætti að hugsa um leigjandann og féjl í þessa sæluleiðslu, sem ávalt kom yfir hann, þegar hún var nálægt honum. Hann átti erfitt með að láta hugsanir sínar í ljós og nú brutust um í honum hugs- anir, sem hann gat ekki klætt í orðabúning. Það var nógu auðvelt að leggja niður fyrir sér samtal við Sidney, þegar hann var einn. En við fætur hennav, þegar kjólfaldur hennar snerti hann í hvert skifti og hún hreyfði sig og hún horfði á hann með ákefðar- svip á andlitinu, þá varð hann alveg orðlaus og komst í standandi vandræði. Sidney geispaði alt í einu. Honum mislíkaði. “Ef þú ert syfjuð —” “Vertu ekki með neina vitleysu. Mér þykir gam- an að hafa þig hér. Eg fór seint að hátta í gær- kvöldi; eg var að lesa. En mér þætti gaman að vita, hvað þú segir um þetta: Ein persónan í sögunni, sem eg var að lesa, segir, að kona verði fyrir áhrif- um frá hverjum manni, sem — þykir vænt um hana. Eg geri ráð fyrir, að hún reyni að verða það, sem hann heldur að hún ætti að vera, að minsta kosti í bili, og verði svo aldrei aftur eins og hún var áður. Hún sagði “þykir vænt um”, í staðinn fyrir “elskar”. Það er ein af viðteknum venjum æskunn- ar, að forðast aðalatriðið í lífsins stærsta leik. Orð- ið “ást” er ef til vill skilið eftir handa þeim, sem sjálfir elska. Sidney forðaðist það, eins og því fylgdi ein'hver hætta. “Hverjum manni! Hvað margir menn eiga þá að láta sér þykja vænt um eina konu?” “Fyrst er nú pilturinn, sem — þykir vænt um hana meðan þau eru bæði ung. Þetta var græskulaust gaman, en Joe rétti úr sér. “Svo vaxa þau bæði upp úr þeirri vitleysu. Þar í eftir koma vanalega tveir keppinautar, og hún gift- ist öðrum þeirra. Það gerir þrjá — og —” “Hvers vegna vaxa þau bæði æfinlega upp úr þeirri vitleysu?” Rödd hans skalf ofurlítið. “Það veit eg svei mér ekki. Maður breytir skoð- unum sínum. En eg er bara að segja þér það, sem stendur í sögunni.” “Það er vitlaus saga.” “Eg trúi því ekki, að það sé satt, sagði hún. “Þegar eg var byrjuð, hélt eg áfram; eg var for- vitin.” Það var fremur lífslöngun en forvitni, þótt hún vissi það ekki. Hún iðaði af lífsfjöri. Hugur henn- ar bar hana langt út fyrir strætið með litlu, óhreinu lönapunum og blómskrýddu ailantus-trjánum, út í heiminn, sem hún einhverntíma átti að komast út í. Það var engin frægðarlöngun, heldur lífið sjálft, sem kallaði hana til sín. Piltinum var öðruvísi farið. Framtíðin lá fyrir framan hana eins og opin bók, stórvirki, frægð, fórnfæring fyrir aðra; hann hugsaði sér að eyða ár- unum með henni, ánægjulegum, sjálfselskufullum árum. Þau voru eins ólík og sumar og'voi;; annað nægjusamt, ánægt, hitt fult af loftköstulum og lífs- þrá. Hann þráði hana, en hún þráði allan heiminn. Hann hagræddi sér og varir hans næstum snertu beran handlegg hennar. “Lestu ekki þessa vitleysu/ ’sagði hann og horfði á handlegginn. — “Eg vex aldrei upp úr þeirri vit- leysu að hugsa um þig, Sidney.” Hann beygði sig niður — hann gat ekki stilt sig um það — og kysti á handlegginn. Hún var rétt átján ára, og aðdáun hans var þægileg. Hún titraði, er varir hans snertu hana; en hún dró að sér handlegginn. “Eg vil ekki þetta.” “Hvers vegna ekki?” Röddin var óstyrk. “Það er ekki rétt. Og svo eru nágrannarnir alt- af að horfa út um gluggana.” Þessi snöggu umskifti frá réttlætistilfinningu ti! forvitni nágrannanna fundust henni alt í einu hlægi- leg. Hún lyfti upp höfðinu og hló, og hann hló líka eftir dálitla vandræðalega bið. En honum var al- vara.. Hann sat álútur og lék sér að nýja stráhatt- inum sínum. “Þú veizt víst, hvernig tilfinningar mínar eru. Sumir piltar verða skotnir í stúlkum og glejmia svo cllu. Eg er ekki einn af þeim. Eg hefi aldrei litið við nokkurri annari síðan eg sá þig fyrst. Það stend- ur á sama, hvað bækur segja um það; slíkir menn eru til, og eg er einn af þeim.” f röddinni var þrálát viðkvæmni. Hann var einn þeirra, sem ekki gleyma, og hún vissi það. Trygð og blíða — það yrði hennar hlutskifti, ef hún gift- ist honum. Hann mundi altaf verða viðlátinn, þeg- ar hún þyrfti hans með; hann mundi altaf horfa á hana með þessum sömu ástaraugum, stundum ofur- lítið raunalega, vegna þess að hann skorti sjálfan það, sem hann dáðist mest að hjá henni — fyndnma og kjarkinn. Hann mundi standa við hlið hennar, hvorki sterkur né glæsiiegur, ef til vill, en trúr. Eg hélt, sagði hann og roðnaði og hvítnaði á víxl og horfði á hattinn, eins og hann væri að tala við hann — eg hélt að þú vildir kanske giftast mér einhverntíma seinna, Sidney, þegar við erum orðin eldri. Eg skyldi vera fjarskalega góður við þig.” Hún gat ekki fengið af sér að segja nei. Aldrei á sinni stuttu æfi hafði hún viljandi valdið nokkrum sársauka. Og vegna þess að hún var ung og skildi ekki, að það er til stundarsársauki, eins og sá sem Iæknirinn veldur, sem að lokum verður líkn, tók hún þann kostinn að aka seglum eftir vindi. ' Það er svo Iangt þangað til við þurfum að fara að hugsa um það. Getum við ekki haldið áfram að vera gins og við erumj?” “Eg er ekki vel ánægður með það.” “Hvers vegna, Joe?” “Nú, eg er það ekki,” sagði hann með þráa. Þú ert falleg og aðlaðandi. Þegar eg sé einhvern annan stara á þig, og mig langar til að gefa honurn glóðarauga, þá má eg það ekki.” “Og skyldi það ekki vera bezt fyrir sjálfan þig. að þú mátt það ekki! ” sagði hún dálítið undrandi. Þau sátu bæði þegjandi ofurhtla stund. Sidney gat ekki að sér gert að fara að hugsa um það, að Joe, ungur og ófyrirleitinn, yrði dreginn fyrir lög og dóm, fyrir að rækja skyldur sínar sem trúlofaður maður. Honum var órótt í skapi; hann var ánægð- ur með að hafa stunið þessu upp, en hann var kvfða- fúllur út af því, hversu dauflega hún tók í það. “Nú, hvað segir þú um það?” “Ef þú ert að biðja mig um leyfi til að sitja fyr- ir hverjum manni, sem lítur á mig, og ráðast á hann, þa — “Þú heldur víst, að þetta sé ekkert nema spaug.” Hún beygði sig niður og lagði hendina ofurlétt á handlegg hans. “Eg vil ekki móðga þig, en eg vil ekki trúlofast ennþá, Joe. Eg vil ekki hugsa um giftingu. Það er svo margt og mikið að gera í heiminum fyrst. Mað- ur þarf að sjá svo margt og verða svo mikið.” “Hvar?” spurði hann gremjulega. “Hér á strætinu? Ertu ekki búin að fá nóg af að draga úr þræðingar fyrir mömmu þína, eða þræla fyrir Harr- iet, frænku þína, eða hlaupa upp og ofan stigann með þurkur handa leigjendunum? Gifstu mér og láttu mig líta eftir þér.” Henni lá við að hlæja aftur. Hann var svo ung- lingslegur þarna í tunglsljósinu, og virtist svo ófær um að standa við sitt göfugmannlega tilboð. Tvo eða þrjú ailantus^blóm höfðu fallið af trénu ofan á hárið á honum. Hún tók þau burt varlega. “Lofaðu mér að sjá um sjálfa mig um tíma. Eg hefi aldrei ráðið mér sjálf. Þú veizt við hvað eg á. Eg er ekki óánægð, en mig langar til þess að gera eitthvað; og það verður einhverntíma — ekkert stórt; eg veit að eg get það ekki — en eitthvað gagnlegt. Svo eftir mörg, mörg ár skal eg koma til þín, ef þú vilt mig þá.” “Hvenær?” “Hvernig get eg vitað það? En það verður langt þangað til.” Hann dró þungt andann og stóð upp. Honum fanst lífið vera orðið gleðisnautt þetta sumarkvöld, vesalingnum. Hann rendi augunum niður eftii strætinu, þar sem Palmer Howe hafði fyrir skemstu gengið sæil heim með Christine, vinstúlku Sidney. Palmer mundi aldrei verða í vafa um, hvað Ohristine ætlaði sér með hann. Annaðhvort mundi hún gift- ast honum eða ekki; hún mundi aldrei tala um, hvað hún ætlaði að gera eða verða. En Sidney var öðru- vísi en hún. Það var jafnvel erfitt að sýna henni nokkur blíðuatlot. Þegar hann hafði aðeins kyst á handlegginn á henni — það fór ofurlítill skjálfti um hann við að minnast þess. “Eg mun ávalt bíða eftir þér, en —; þú kemur aldrei aftur.” Þau höfðu ekkert um það hugsað, að afturkom- an, sem þau töluðu svona alvarlega um, var undir því komin, að hún færi fyrst burt, og til þess voru mjög Iítil líkindi. Fátt var ólíklegra þetta kvöld en það, að Sidney fengi að ráða sér sjálf. Strætið, sem lá útteygt frá norðri til suðurs, með húsaröðunum tveimur, er í fjarlægð virtust renna saman, hélt henni innflokaðri líkt og f fangelsi. Hún hafði fæðst þarna í lilta húsinu, hún heyrði því til og það heyrði henni til. Hún hafði jafnað og málað gólfið með sínum eigin höndum; hún halfði fest upp strengina, sem vafningsviðurinn á trégirðingunni fléttaðist um; hún hafði kvalist við að leskja kalkið og leysa upp bl'á- steininn til að hvítmála girðinguna. Hún er dugleg,” hafði Harriet frænka hennar hálf-neyðst til að segja, þar sem hún sat við sauma- vélina og horfði út um gluggann á Sidney við þessa smávægilegu vorvinnu. Hún er dásamleg, hafði móðir hennar sagt. Hún þoldi ekki að stíga saumavélina og sat niðurlút við vinnu sína. Joe Drummond stóð á gangstéttinni og sá sælu- draum sinn um að faðma Sidney líða langt burt út í óvissa framtfð. Eg hætti ekki að hugsa um þig,” sagði hann með þráa. Eg bíð þangað til þú kemur aftur.” Hann var farinn að ná sér eftir mestu vonbrigð- *n. Þessu var aðeins slegið á frest. Hann bar sig til eins og hann væri dálítið raunamæddur, þrýsti höndunum diúpt niður í vasana og horfði þungbúinn niður eftir strætinu. Hann kom auga á eitthvað Iítið og dökt, sem færðist úr stað, misti sjónar á því, fann það afur.” “Hver skollinn! Þarna fer Reginald!” hrópaði hann og hljóp á eftir því. “Gáðu að McKee’s kettinum!” Sidney var líka þotin af stað; þeim veitti betur. Það sem þau voru að elta, var ofurlítill íkorni. Hann nam staðar og skrækti um leið og Sidney greip hann í lófa sinn. Flónið þitt! hrópaði hún. “Vesalings Iitla dýrið! — Alt fult af köttum og ekki hnota í margra mílna fjarlægð!” Jú, nú man eg, sagði Joe og stakk hendinni í vasa sinn, — “eg kom með nokkrar hnetur handa honum og gleymdi þeim. Hérna eru þær.” Flótti Reginalds hafði dregið töluvert úr bitur- leik vonbrigðanna. Það var að vísu satt, að Sidney ætlaði ekki að gifbast honum í mörg ár, en hún hafði sama sem lofað að gera það einhverntíma. En hvað eru nokkur ár, þegar maður er tuttugu og eins, og það er sumarkvöld, og lífið liggur framundan næst- um endalaust? Sidney hélt á íkornanum í höndunum. Hún Ieit brosandi á piltinn. “Góða nótt, Joe.” Góða nótt. Heyrðu, Sidney, við erum næstum því trúlofuð. Viltu ekki gefa mér einn koss áður en eg fer?” Hún hikaði, roðnaði, og það kom fát á hana. Kossar voru sjaldgæfir hjá hinni ráðsettu, litlu fjöl- skyldu, sem hún heyrði til. “Eg — eg held ekki.” ‘Ge.rðu það! Eg er ekki ánægður, og það er eitthvað til minningar.” Ef til viII hefði hún gefið fyrsba kosinn, án þess að gefa hjarta sitt með; og það hafði hún hugsað sér að skyldi aldrei koma fyrir — gefið hann af ein- tómri vorkunnsemi. En nú kom hár maður gangandi með Iöngum skrefum, utan úr hálfdimmunni. “Leigjandinn! ” hrópaði Sidney og hrökk aftur á bak. “Fari hann bölvaður!” Vesahngs Joe! Kvöidið eyðilagt fyrir honum; ekkert ástaratlot ti! minningar; hugsanlegur keppi- nautur, sem bæði hafði árin og þumlungana, sem hann skorti, þarna á næstu grösum! Leigjandinn nálgaðist óðum. Þegar hann var kominn að dyrunum, sat Sidney alein og með alvöru- svip á einu þrepinu. Leigjandinn, sem hafði gengið hratt, tók af sér hattinn. Honum var auðsjáanlega heitt. Hann bar tösku í hendinni, sem var alveg eins og það átti að vera. Karlmennirnir þar í grendinni báru æfinlega böggla sína sjálfir — allir nema Wil- son yngri, sem bjó beint á móti hinumegin við stræt- ið. En allir vissu, að hann var gefinn fyrir skraut og viðhöfn. ‘“Það er heitt,’ ’sagði Sidney, þegar þau höfðu heilsast. Svo benti hún á staðinn, þar sem Joe hafði setið. “Það er bezt fyrir þig að kæla þig ögn hér úti. Húsið er eins og bakaraofn. Eg held eg hefði átt að vara þig við því áður en þú leigðir herlbergið. Þau eru voðalega heit þessi litlu hús með lágum þökum.” Leigjandmn hikaði. Þrepin voru mjög lág, en hann var hár. Þar að auki kærði hann sig ekkert um að kynnast fólkinu í húsinu. Hann hafði komið þang- að til þess að hafa löng kvöld og næði til þess að lesa, og kyrrar nætur og næði til þess að sofa — og gleyma. , En Sidney færði sig til og brosti til hans. Hann reyndi að koma sér fyrir á þrepinu. Hann virtist vera altof stór fyrir húsið. Sidney var hálfkvíðin yfir því, hve lítið herbergið hians uppi á loftinu væri. “Mér stendur á sama um hitann. Eg held eg taki ekkert eftir honum,” sagði leigjandinn, og það var ekki laust við að hann væri forviða út af því að vera seztur þarna niður og farinn að tala. Reginald var búinn með hnotuna og tísti til þess að fá aðra. Leigjandinn hrökk við. ' ‘Þetta er bara íkorninn minn, hann Reginald.” Hún braut hnetu með hvítu, sterku tönnunum. “Þar er annað, sem eg hefði átt að segja 'þér frá. Eg er hrædd um að þú sjáir eftir að hafa leigt herbergið.” Leigjandinn brosti. “Eg er hræddur um, að þú sért farin að sjá eftir því.” Hún reyndi óðara að sannfæra hann —

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.