Heimskringla - 25.07.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.07.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. JÚLI, 1923. Vetrarferðalag um fjöll Eftir Steingr. Matthíasson. (TekiíS úr “Islendingi”.) Frh. Feróir Sturlunga suður Kjöl og Tvídægru. Þegar forlögin bönnuðu mér að fara á skíðum mcð sleða f eftirdragi suður fjöll og breytti áætlun minni til að fara ríðandi suður Stórasand, Ixá hlakkaði eg til að prófa það ferðalag, sem fyrrum var altítt, J). e. að ríða á hjarni suður yfir óbygð ir. Frá fornöld fram á síðustu öld var slíkt ferðalag mjög tíðkað, en al- gengast var að fara annaðhvort Kjöl suður í Biskupstungur eða Tvídægru suður í Borgarfjörð. 1 Biskupasögum, Sturlungu og Árbókum Espólíns má lcsa um margar slíkar ferðir. Bjóðvegurinn milii Norður- og Suðurlands lá þá ]>essar beinu línur milli bygða, en ekki eins og nú, krókaveginn langa eftir sveitum eins og póstarnir fara, og því síður kringum annes og inn 1 hverja vík, austur cða vestur um land, sem tekur mann 1 eða 2 vikur. Líkt og fornmenn voru vanir að bíða byrjar áður ne þeir legðu í fangferð á sjó, greðu menn fyrrum svipað áður en þeir legðu í fjalla- ferðir, a. m. k. þegar ekki lá því meira á. í>egar vetrartíð er með eðlilegum hætti, þá er venjan sú, að hjarnið er 'bezt á fjöllunum eftir að hláka hefir gengið, eða eftir að gengið hafa frost og bjartviðri. Þó asahláka sé í bygðum, þá er óvenju- legt að þýðan nái upp á fjöllin meira en í 1500 metra hæð. — Það sem þar er ofan við og þiðnar, er aðeins til bóta, hvað færi snertir. iSuður Kjalveg fóru menn í stór- um hópum um hvern tíroa árs sem var, og er ekki getið um, að oft hafi orðið slys að. Sjálfsagt hefir þó út- búnaði margra verið ábótavant, eins og reyndar sést á Sturlungu, en menn voru vanari kulda og útivist þá en nú (þá voru ekki ofnar og eldavélar í hverju koti, og þá gerðu menn sig ekki enn kulvísari með stöðugum heitum mat og drykkj- um). Aðeins í einum stað í Sturl- ungu er getið um að maður hafi króknað úr kulda á Kili. Hann hét Þorgeir -og kallaður kiðlingur. Hann var í liði Odds Þórarinssonar er reið við þrjá tigi manna 5. dag jóla frá Haukadal norður. Þégar þeir komu norður á fjöllin, gerði hríðarviðri á móti þeim og urðu menn mjög þrekaðir af kulda og þurfti Oddur að lyfta mönnum á bak. Er þeir riðu úr Hvinverjadal er sagt “að hræljós komu á spjót allra”. Þeir voru eina nótt um kyrt í dalnum, sennilegast í sæluhúsinu, sem á öðrum stað er getið um. Og þar var Þorgeir kiðlingur kasaður (Sturlunga III. bls. 323). Um ferðir suður Tvfdægru er oft talað, og hafa menn kosið þá leið vegna þess, hve slétt er yfirferðar og einlæg vötn, sem öll eru lögð á venjulegum vetrum. Eitt sinn hlekt- ist þeim þó á Kolbeini unga og mönnum hans á Tvídægru. Um morguninn er þeir lögðu suður, var krapadrffa og urðu menn alvotir. Efi er leið á daginn hreptu þeir norðan stórhríð með frosti. “Drósk þá liðit mjök at kulda”, en Kol- beinn lét menn sína stíga af baki og glíma sér til hita. Þetta hjálpaði þó aðelns litla stund, kuldinn svarf að þeim, þeir urðu að kasía vopnum sínum og “nokkrir gengu til heljar af’ (Sturí. III. bls. 31). En greiðfært er og fljótfarið yfir fjöllin á hjarni, og líklega aldrei meira gaman að ríða fjöllin en ein- mitt í slíku í'æri, sem oft má fá um hávetur. ^ Morðurreiö Árna biskups milda. Einhver frægasta og fljótasta för sem getið er um í fornum sögum, er sú, þegar Árni biskup ólafsson mildi reið frá óttusöng í Skálholti páskamorgun og kom til kvöld- söngs á Hólum saifla kvöld (1419). Þetta þykir nú á tímum ótrúlegt, og satt að segja hefi eg efast um að slíkt væri hægt, en er eg átti tal um þetta við Þorkel Þorkelsson magister, fékk eg trúna aftur, því að hann er gætinn maður og full- yrðir ekki meira en hann stendur við. Og hann var trúaður á að sag- an væri sönn, enda skal varlega rengja fornar sögur, ef í þeim er skynsamlegt vit. Biskup var mesti fræknleikamað- ur og umrleið ríkur og voldugur. Hann var hirðstjóri yfir íslandi að auki og hafði umboð yfir Hóla- biskupsdæmi. Hann hefir áreiðan- lega átt góða hesta og sennilega marga. Hann hefir undirbúið ferð- ina vel og sent sveina sína á und- an til að hafa ólúna hesta sjálfur til taks. í sæluhúsinu í Hvinverja- dal getur hann hafa átt beztu gæð- ingana geymda til vara. Við geb- um látið hann hvíla á leiðinni , 2 stundir, en annars ríða í loftinu biena línu eftir hjarninu rennsléttu, Hólminn í Skagafirði o. s. frv. — og hæglega átti hann að komast 13— 14 kílómetra á hverri klukkustund þær 16 klukkustundir, sem við ger- um ráð fyrir að hann hafi verið á hestbaki (Esp. Árb. II. bls. 14). Garoan er að slíkri för á góðum fákum. Einar Ben. segir hnyttilega: “í mannsbai-minn stígur, sem að- falls unn, af afli hestsins og göfugu lund; knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann álfur og ríki.” "Nú ræðst enginn á engi.” Síðan menn fengu Sterling og Esjuna o. m. fl. skip til að láta skutla sér milli landsfjórðunga, þá hafa flestir snúið baki við fjöllwn- um, og fáir, sem rata þau lengur. Ef menn þektu alment nú, eins og í gamla daga, hve fjallafreðirnar eru yfirleitt gréiðar og hve hressandi og herðandi sál og líkama er að glfma við ýmislegt mótdrægt í kulda, fjúki og fönn en rneð góð- um útbúnaði, þá mundu margir, er nú láta kasast í ólofti þröngra og dimmra káetuklefa, spúandi af sjó- yeiki og ofáti, kjósa gömlu leiðirnar. Fjallaferðirnar eru gengnar úr móð fyrir ýmsar ástæður, en þó ekki sfzt fyrir þær, að efnaðri höfðingjar eru sjaldgæfir í sveitunum, þeir er eigi gott val hesta og þurfi að bregða sér milli bygða. En höfð- ingjarnir nú á tíroum eru komnir í kaupstaðina og þykir værðin góð í stofuhlýindum jafnt á landi og sjó. Og þeir sem í sveU.inni eiga góða reiðhesta, hafa ]m ekki á járnum, heldur láta þá sprengéta sig í töðu ok fá heymæði í húsunum og klepr- aðan kviðinn. * En fyrir þetta hrakar allri þekk- ingu á landskostum og virðingu og ást til Fjallkonunnar. Heimur versnandi fer. Fram á helming síð- ustu aldar fóru menn gangandi með stóra fjárhópa suður Kjöl; og eitt sinn til að sækja hunda fóru marg- ir bændur úr Eyjafirði og Skaga- firði suður Kjöl og höfðu þó léleg- an útbúnað. Um gamla konu las eg, sem fór með fé norður Kjalveg seint um haust og hafði pálreku í hendi til að hjálpa fénu við að krafsa sér til beitar, og til að grafa sjálfa sig í fönn, ef þyrfti. “Nú ræðst enginn á engi, af ástarbáli fyr sálast, styttubands storð að hitta stýrir priks yfir mýri.” kvað Jónas, og má þó fremur syngja þá vísu nú. Eina góða undantekningu veit eg þó. Fyrir nokkrum árum fór ung- ur maður úr Bárðardal, sem átti kærustu suður í Hreppum, gang- andi suður Sprengisand að hitta hana. Það var á útmánuðum. Hann hét Skúli Jónsson frá Jarls- sfoðum. Hann hafði í eftlrdragi lítinn sleða með nesti og aukafatn- aði, sem hann klæddi sig í á nótt- unni og breiddi gæruskinn yfir mag- ann. Svo var mér sagt. Séra Jón Steingrímsson. var ekki að krækja neina póstvegi um sveitir, þegar hann þurfti að fara seint um haust suður á land úr Skagafirði 1755. Þeir voru tveir saman ríðandi og höfðu fjóra klyfja hesta með nógum vistaforða (þar á meðal hálftunna af söltuðu og niðurkæfðu kjöti). Þeir urðu veð- urteftir í vikuillviðri á fjöllunum. en alt komst vel af, menn og hest- ar. Þeir höfðu tjald, og lestrarbæk- ur höfðu þeir og kertaljós til að við, og "Jón segir, að þeir mundu sjálfir vel hafa getað bjarg- ast fram á Þorru, og sennilega leng- ur þó, því hrossakjöt heíðu þeir haft nóg, þegar klárana hefði þurft að slá af. Svona kunnu menn að búa sig til f’allferða í gamla daga. (Sjá æfi- sögu Jóns Steingrímssonar bls. 95 -98.) Reynistaðabræður. Eftir að Reynistaðabræður urðu úti á Kili 1780, er sagt að óhug hali slegið á marga að fara Kjöl að vetrarlagi. En það slys var auð- vitað illum ýtbúnaði að kenna og því, að þeir bræður og félagar voru bundnir við fjárh'óp sinn og haml- aði l»að þeim frá að bjarga sér eins vel og ella. ((Sjá söguþætti eftir Gísla Konráðsson, Kvík 1915, bls. 14). Sagan er svo ömurleg, að eg vil ekki frekar minnast á hana. Alt var að kenna fyrirhyggjuleysi og ill- um úbbúnaði. Fjárhópar og ekki síður hestar, eru aðeins til trafala, ef ilt veður kemur og ófærð á fjöll- um. Vilji rnenn að vetrarlagi fara fjöll og eiga ekkert á hættu, þá er sjálf- sagt að fara hestlaus, og gangandi með sleða og skíði. En aðalatriði við að fjallaferðir hepnist vel, hvort sem er vetur eða sumar,. er. að. hafa. gott tjald og hvílupoka. Skal eg nú næst lýsa því, hvernig eg bjó mig til ferðarinnar í vetur, því eg hygg þann útbúnað ábyggi- legan og þess vegna eft.irbreytn.is- verðan, t'yrir t. d. fjárleitarmenn á haustin. Það dugar ekki að láta rollur verða að “hornum og ull” uppi í Hvinverjadal eða Jökuldal fyrir það, að enginn ræðst til að ná þeim, Og of gott hangikjötið til að slíkt megi viðgangasb En syndugt fyrir unga menn að verða 'úti. .(NiðurL) ----------xx---------- Sams nti. Samsæti héldu margir af vinum og kunningjum dr. Sig. Júl. .Jóhann- essonar og frúar hans, þeim hjónum í samkomuhúsinu á Lundar, 25. júnf 1923. Um 300 manns voru í þessum fagnaði; flestir frá Lundar og grendinni, Winnipeg og víðar. For- seti samkomunnar var Ásmundur Johnson frá Sinclair. Ymsir töluðu við þetta tækifæri, svo sem forseti, Mrs. Skúli Sigfús- son, Skúli iSigfússon, Páll Guð- mundsson, Arngrímur Johnson, Hjálmar Gíslason, Jón Sigurðsson og Guðmundur Jónsson, en aðal- ræðuna hélt séra Adain Þorgríms- son, og talaði mest um skáldskap læknisins. Ávarp, skrautritað af Fr. Sveins- syni, las forseti til heiðursgestanna. Ágætar veitingar voru framreidd- ar, og munir til minja voru læknifi- um og konu hans afhentir af Mrs. Skúli Sigfússon, frá samkomunni. Heiðursgestirnir JiökkUðu velvilj- ann, sem samkoman lýsti í þeirra garð. Frumsamið kvæði flutti Ágúst Magnússon og Páll Guðmundsson. Hjálmar Gíslason las upp kvæði eft- ir Þ. Þ. Þorsteinsson. Með íslenzkum söngvUm skemtu Mrs. Sveinsson, Miss .1. Halldórs.son, W. Breekman og G. Breckman. Á slaghörpu lék Þorsteinn Goodman. Menn skemtu sér ágætlega, unz hver fór ánægður til sín.s samastað- ar. (Aðsent.) KVEÐJA til Sig. Júl. Jóhannessonar læknis og konu hans. Lundar 25. júní 1923. I. Nú ætti við að syngja söng, sem sumar lífsins geymdi, svo soJskinsgleðin Ijúf og löng til lesendanna streymdi. Þvf samlíf ykkar sumar er með .sól á hverjum degi. Sú ást, er sannan samhug ber, er sælan lífs á vegi. í fimtung aldar æfiskeið, var indæli júnfheimur; sem draumur sæll hver dagur leið með dætrum ykkar tveimur. Og húsið ykkar vinum var • sem vermireitur blómum. Og sérhver aumur aðgang þar á enn með vö.sum tómum. II. A meðan fólkið fest í bönd, > ’ sinn fjötra-þrældóm tignar, þú sendir bál þitt út frá önd, svo ískalt stálið dignar. En frelsið leikfang fólks er enn, því fjöldinn elskar hlekki, svo ]>að eru’ ekki margir menn, sem misskilja þig ekki. En kærlleiksríka hjálparhönd samt hjörtun flestra skilja. 1 f æskudal, á elliströnd, þeir allir lækning vilja. Svo þótt þeir hræðist hugmóð þinn og hlaupi burt, sem gengur, þeir hvfslast á um Sigurð sinn, að sé hann bezti drengur. .* En slæmt er vondri veröld I að vera’ of góðhjartaður, fyrst enginn græðir gull á því, en gull er herramaður. Það hverfa flestir, hljóðalaust til hiranaríkis, snauðir. En allir barkar eiga raust, þá auðmenn leggjast dauðir. En samt er víst þín Ijúfu ljóð, Þau lifa Mammons kempur. Þín leiftur geymir lands vors þjóð, j er leggjast niður hempur. I Þótt enn sé vetur — alt sé kalt, \ er andinn gulli hærri; j og vortrú sú, sem elskar alt, er ölllum lögum stærri. i Sú heill, sem orkað óskin fær og einlægninnar máttur — i Sá hlýi vina hugarblær, 1 sem heims er andardráttur — sem æska vaki ykkur hjá ! og yngi lífsfns sporin, og falli ykkar framtíð á, sem frjódögg hlý á vorin. Þ. Þ. Þorsteinsson. Til Dr. S. J. JÓHANNESSONAR að Lundar. ' 4 Til baka skygnumst eina öld og yfirlítum þjóða meinin, ])ó grafin séu og glötuð beinin, vér letruð sjáum sagnasipjöld, að fáar hetjur fengu heiður fyr en að jörð var beygður meiður og lögð til hvíldar lúin hönd og langt í buj-tu flúin önd. Hvort leiðast tekur loksins þjóð j svo láta marga helveg troða, er leiðsögn veittu um brim og boða og mistu eigin merg og blóð. Samtíðin fer að #sjá og skilja, sjálfshagnað því að flestir vilja, þakklætið vekur meiri mátt, meiri framsókn, þó kosti smátt. Svo margir hafa húmið gist og hlotið enga viðurkenning, en brúist höf og breytist menning, að verðleik metin verður list; og sá er lyftir Ijósi hærra, leyfir dögunum rúmið stærra, skal þegar finna hér í heim hagsæld, er fylgir verkum þeim. í kvöld eru orð og atvik skýr, engin því ríkir hugargreining; mun það óefað allra meining, að lífsins strauma feigðin flýr. Á Sigurð lækni munum minnast meðan þau hugtök saman tvinnast; að meta skulum manndómssipor og menning, sem geymir vilja og þor A. M. Til Dr. SIG. JÚL. JÓHANNESSONAR. Flutt í samsæti að Lundar 25. júní 1923. Hvar seon frelsi á liði lá, lágst þú ekki þínu á. Attir þú við ofurlið, aldrei gafst né baðst um frið. Stefnan óskift ein og bein, aldrei bragðaflækja nein. Þú til bjargár bróður þíns barðist móti spellum víns; fús að ganga í fárra lið, fyltir því hinn nýja sið. hirtir ei um herstyrk þar, heldur hverju oarist var. Þegar kúguð kvenna sveit krafði um rétt og hlekki sleit heimti skipað lýðvald lands lögum "iðs en ekki manns, andans sjóð þinn ei þú grófst, upp þú merkið greipst og hófst. Þegar skall á hildarhríð, heimur allur fór i stríð, vígi þú þeim veiku hlóðst, varnarlausum með þú stóðst. Ekkert hugaðs hermanns spor hefir kraíið melra þor. Gott er að eiga cins og þú á því góða sigurtni; þó að skyg.gj skýin svört, skín þér vona.sólin björt. Hafitm er .1 hærra stig heimnrinn, fyrir mann sem þig. Páll Guðmundsson. -------------x----------- Listasafn Einars Jónssonar. Opnað 23. þ. m. Uppi á Skólavörðuholtinu, þar sem fjarsýnin er fegurst, stendur Listasafn Einars Jónssonar, eins og stuðlabergs-orgel í einhverja furðu- lega framtíðarkirkju. Það stendur ])arna óbifanlegt, sem óhrekjandi andmæli gegn öllu því, sem næst er: andmæli gegn illhýsinu, sem skriðið hefir upp ’holtið síðustu og verstu árin, og nú stendur hikandi _við þankastrik bæjarstjómarinnar: rennuna húslengd vestur af safn- inu; andmæli gegn þefi þeim, sem andar af sorpvallargerðinni við Bai'ónsstíginn: andmæli gegn land- broti og hálfrudduin hrjónum alt umhverfis. Girðingin um safnið ber' millibils ástandi menningar vorrar vottinn, að á alt er leitað, nema ókleifar grindur og gaddavír; jafnvel steinsteyptar tröppurnar að safninu eru ekki óhultar, nema bak við lokað hliðið. En innan girðingarinnar er gróðrarmagn í öllu. Smátt og smátt, böri-r fyrir börur, hefir frjómoldin færst að fót- stallinum og túnhjallinn og garð- flötin myndast. Nú er þar iðja- grænt á þrjár hliðar, grasrótin að- eins ókomin við austurstafninn, sem sýnilegt merki þess, að efnin berast hægt að, þótt um síðir komi. Svo hægt og hljóðalaust hefir þetta safn risið, að fæstir vita hvernig, og éf til vill grunar enn færri, að þa.rna er eitt af því, sem ])jóð vor mun hafa sér til réttlæb ingar á dómsdegi, og eitt af þeim táknum, er sýna hvað hún er í raun réttri og hvað hún á að verða. Og þó er alt, sem þarna er innan garðs eins manns verk, á alt upptök sín 'í huga og höndum Einars Jónsson- ar, hefir fengið líki og liti, sál og svip frá honum. Þetta er veröld út af fyrir siig, frumleg og forma'uðug, og enginn almenningur! Einar Jónsson hefir frá upphpafi vega gengið sína götu, verið sjálfum sér löginál. Hann hefír hlýtt skapara- eðli sínu, öruggur þess, að öllu mundi skila heim um síðir. Og er það ekki merkilegt, að þessii ein- ræni maður, fátækur sonur minstu þjóðarinnar og fyrsti mj5idhöggv- arinn herinar, er ekki einu sinni fimtugur, ]>egar hann situr einvald- ur í ríki sínu heima á ættjörðiflni, í safninu, sem geymir öll verk hans, hvert á þeim stað og í því ljósi, sem hann hefir sjálfur valið því, safn- inu, sem jafnframt á að verða vinnustöð hans um ókomin æfiár. Einu sinni talaði eg um Einar Jónsson við ungan, erlendan myndasmið, auðugan vel, er þekti hann og lofaði mjög, en bætti því við, að hann gæti ekki skilið hvern- ig fátækur maður, eins og Einar væri, gæti verið myniThöggvari. Til þesis l^ffti mikið fé. Eg sagði Ein- ari þetta. En hann svaraði: “Eg skil enn sfður, hvernig auðugir menn gtea verið myndhöggvarar, ef þeim er ekki gáfan gefin”. Mér detta í hug önnur orð Einars, þau er hann sagði um þjóð sína, í einu ræðunni, sem hann mun hafa sam- ið um dagana, “að henni skuli enn verða leyft að verða fremst í kapp- hlaupinu, ef hún selur ekki sitt sól- arfylgi fyrir fánýt foldargæði.” Einar Jónsson hefir aldrei selt sitt sólarfylgi. Hann hefir ekki skort drengskap til að leita Ijóss- ins, hvaðsem fánýtum foldargæðum leið. Svipur hans var jafn hreinn og heiður, þegar verk hans voru á víð og dreif í erlendum skemmum og hann átti ekki óbrotinn stól að setjast í, eins og hann er nú, þegar hann er seztur í ríki s-itt. Þessí bjarta trú og biðlund listamanns- inannsins var annað sem þurfti til. Hitt var, að þjóðin kannaðist við son sinn og rétti honum hjálpar- hönd meðan tími var til. Og hún gerði það. Því að þjóð vor hefir í fátækt sinni aldrei verið svo fátækr að hún seldi frumburðarrétt sinn, ástina á “iandei.gn í hugsjónaheimiV Og heiður og þökk sé þeim mönn- um, innan þings og utan, er átt hafa sinn þátt f því, að listasafn Einars Jónssonar er komið svo langt, sem raun gefur vitni. 23. þ. m. (júní) var safnið í fyrsta sinn opnað fyrir almenning. Þeir, sem þangað ganga, munu gleðjast yfir þessum nýja marksteini á menningarbraut vorri, gleðjast yfir þeim andans krafti, frumleik og fegurðarviti, er þarna birtist, hvar sem litið er, gleðjast yfir þvf, að listamaðurinn, sem orpið hefir og verpa mun um ókominn aldur frægðailjóma á land vort, hann er enn á bezta aldri mitt á meðal vor,. bjartur og brosandi. Og allir munu þaðan fara með þeirri ósk og von, að þjótí vor láti hann aldrei skorta það, sem hann þarf til að njóta sín og hún má veita. Það, sem hún ger- ir honum, hefir hún sjálfri sér gert. Guðmundur Finnbogason. — Lögrétfa. -xx- Til sauðfjárra|ktar- manna. Hér með tilkynnist, hvað Mani- toiba Woolen Mills framleiða af tó- skap: Það kembir ull, stopp í teppi, spinnur og tvinnar band tví til fjórþætt, vefur rekkjuvoðir og aðr- ar þykkar ábreiður, voðir fyrir verkamanna milliskyrtur, vaðmál (mackinaMþ, fæst það í álnatali; yfirhpfnir tilbúnar, einnig efni f buxur; dúka fyrir drengjaföt, eða þau tilbúin; vetlingar og sokkar prjónaðir. — Vélar fyrir annan tó- skap hefir verksmiðjan ekki að sinni. Til þess að svara eftirspurn, er mér hefir borist bréflega og einnig í viðtali við menn, um að fá duggara- peysur með tvöföldum kraga, prjón- aðar úr bandi sínu, þá hefi eg kom- ist í kynni við verkstæði í Winni- peg, s§m slíkt gerir; skýri frá þvf síðar, hvað mér getur ágengt orðið með að ná rýmilegum kjörum við það að koma slíku í framkyæmd. Til þeirra er gerast vilja hluthaf- ar, er nú eigi á hendi hafa meiri ull en til eigin ])arfa, þá geta þeir sent liana til verksmiðjunnar, og verður þar úr henni unnið hvað af því ofangreinda, er hlutaðeigandi óskar; nær það einnig til þeirra, er xiII hafa keypt eða hafa á hendi, en vilja koma henni í band eða eitt- hvað annað. Band er ekki hægt að að spinna úr ull neins sérstaks ein- staklings, hvorki með neinum sér- stökum litum, eða á neinn annan hátt. Vélar þær, er að þessu vinna, eru til slíks um of umfangsmiklar. Spinnarinn snýr upp á 240 þræði á sama tíma; að því skapi er kemb- ingarvélin stórtæk. Um verðmæti ullar er þannig ákveðið, að hún er flokkuð eftir gæðum og er verð hennar frá 18 centum og upp; en pund af bandi kemur til að kosta' $1.25, hvort að „ tvöfalt eða marg- þætt. Verðmæti á öðru hefir enn ekki verið ákveðið. Band ér hvítt, grákembt eða á ýmsan annan hátt; einnig er band litað á hvern hátt ef fólk óskar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.