Heimskringla - 12.09.1923, Síða 4
4 BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 12. SEPT. 1923
HEIMSKRINQLA
1SH9}
Keair fl( A hrerjan milrlkaileffL
Eigeodar:
THE VIKiNG PRESS, LTD.
•68 oc 865 9ARGBNT AVE., WINNIPBG,
TalMlmli IV-A537
Verlí UaValna ar $3.00 árfftaforln k«rg-
lot fyrif fram. AHar borganir acaákt
ráfaaanni blaValna.
STEFÁN EINARSSON, ritetjóri.
H. ELIASSON, ráðsmaður.
l't.na.krirt tit blaSslnsi
Helm.HkrlnKÍa News «fc Pnhliahlng Co.
Lessee of
THB VIKINÖ PR8S9, L(l., Box BlTt.
Wlnnlfeg, IXam.
CtaaAskrlft tll rltatJéran.
EDTTOR HEIMSKRINGLA, Box 81T1
Wlnnlpeg, Man.
The ‘Helmskríngla** ls prlnted and pub-
lished hy Heimskrlngla Newi and
Publishing Co., 853-855 Sargent Ave.
Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537.
WINNIPEG, MAN., 12. SEPTEMBER, 1923.
Ekkert vafamál.
Heimskringlu bjó engin vafi í huga um
það, að “Lögbergi’- myndi “bregða vá fyrir
grön”, við lestur greinarinnar “Einangrun”,
er hún birti fyrir tveim vikum. Henni er
ljóst hvílíkur byrnir í holdi þess blaðs alt
það er, sem “ekki krækir alla hlykki á al-
manna leið’. Ef einhver ný hugsjón eða
nýr skilningur á stefnum tímans ber fyrir
augu ritstjórans; hefir það sömu áhrif á hann
og dagsljós á sjónfæri vængjaðrar skepnu
einnar, er náttugla er nefnd. Það sest glýja
á andlegu sjónina og í því ástandi eru hin-
ir hárfínu drættir í ritstjórnardálkum Lög-
bergs dregnir. Margur sem blaðinu ann,
myndi þá æskja, að ritstjórinn semdi sig
betur en hann gerir, að framferði sinnar
andlegu fyrirmyndar og væri ekki á kreiki
En það hefir hann ekki látið sér lærast. Og
afleiðingin er sú, að um Lögberg er nú ekki
öðru vísi talað, en sem afturhaldssamasta og
þröngsýnasta íslenzka blaðið sem út er gef-
ið. Það ber á hornum sér alt sem að„frelsi
og sjálfstæði lítur, sem til þessa hefir þó
hvorutveggja verið talið eitt af fegustu
þjóðareinkennum Islendinga. Sæmir það
síst íslenzku blaði. Til þess að finna þessu
stað þarf ekki lengra að fara, en að benda
á ummæli þess um greinina “Einangrun” og
árásirnar á lýðfrelsis stefnuna, sem blaðið
hefir undanfarnar vikur verið að gæða les-
endum sínum á.
I Heimskringlu greininni “Einangrun”, er
það aðallega tvent, sem ritstjóra “Lög-
bergs” þykir tólfum kasta. Fyrst er, að
þar skuli vera haldið fram, að Island og nor-
ræn tunga hafi tapað við einangrunina úti á
íslandi. Annað er, að haldið er fram að
þjóðarhnignunin á Islandli, sem um miðja
14. öld eða fyrri byrjaði, er tengd við hinn
mikla atburð í sögu ísienzku þjóðarinnar
— trúarskiftin.
“Skyldi nokkur maður á nokkurri tíð
hafa látið út úr sér meiri vitleysu en þetta”?
segir “Lögberg” meðal annars í svaragrein
sinni í síðasta blaði.
Ekki veit Heimskringla hvort þetta er af
miður einskærri góðgirni mælt í sinn garð,
eða að eftirtektaleysi og fáfræði Lögbergs
er um að kenna. Þessu sama efni, og haldið
er fram í Heimskringlu greininni, var haldið
fram fyrir 20 árum, í ítarlega skrifaðri og
vísindalega rökfærðri grein í “Skírnir”, eft-
ir dr. Helga Pétursson. Og í síðasta (3ja)
hefti “Nýjals”, bezt skrifuðu bókarinnar og
frumlegustu, sem á íslenzku hefir verið sam-
in í seinni tíð, er og vikið að þessu sama.
Bók þessi hefir verið lesin hér vestra með
áfergju, og er engum hægt að lá það, þeg-
ar tillit er tekið til listarinnar og frágangs
höfundarins á henni. En þrátt fyrir það, að
flestum mun ljóst hverju þar er haldið fram
um þetta efni, getur Hkr. ekki neitað sér
um, að reyna að fræða “Lögberg” um það,
og birlir hún því hér fáeinar línur úr þriðja
bindi “Nýjals”, úr kaflanum um “Island og
Islendinga’. Á bls. 434 stendur: —
“Fyrst ætla eg að telja þá orsök hnignun-
arinnar, sem enginn annar mundi minnast á,
að svo stöddu. En það er sifjaslitin sem
urðu, þegar Islendingar höfnuðu átrúnaði
forfeðra sinna. ófróðir menn halda,
að hinir kæru guðir forfeðranna
hafi ekki verið annað en hugarburður.
En þó er ekki svo. Guðirnir eru
skyldar verur oss, sem eiga menn fyrir for-
feður, Iíkt og vér mennirnir eigum apa fyrir
forfeður. Og þó að hugmyndir þær, sem
forfeður vorir gerðu sér um þessa lengra
komnu frændur sína, væru mjög ófullkomnar
þá höfðu þeir mikið samband við þá og
mögnuðust af þeim. Og að slíta þessu sam-
bandi, eins og gert var þegar Islendingar
tóku kristni og taka upp samband við til-
svarandí frændverur annarar fólkaettar
— Jahve og alt það lið, — hlaut að miða
til þess að draga úr lífsþrótti forfeðra vorra
og eyðileggja sjálfstæði þeirra.
Annað sem mjög hlaut að verða íslenzkri
menningu til hnekkis, var tungumálseinangr-
unin. Þegar styrjaldir og slíkt, er undan
tekið, þá getur ekkert bölvaðra fyrir þjóð
komið, en að vera smáþjóð. En íslending-
ar voru í rauninni ekki smáþjóð fyr en hin
forna tunga týndist á Norðurlöndum, og ann-
arsstaðar, þar sem hún hefir gengið yfir.”
Hinu sama og hér er haidið fram, hafa
þeir Þorst. Erlingsson og prófessor Sigurður
Nordal o. fl. o. fl. haldið fram. Getur nú
ritstjóri “Lögbergs”, þegar hann athugar
þetta, staðið sig við — sóma blaðsins vegna
— að halda annari eins lokleysu fram og
þeirri, að á efni greinarmnar “Einangrun” í
“Heimskringlu”, hafi aldrei verið minst af
nokkrum manni? Eða álítur hann sig svo
stórann og langt upp yfir þessa menn hafna 1
að sögulegri dómgreind, að þeir séu ekki j
teljandi, eða takandi til greina? I stað þess 1
að gefa dómi þessara manna um íslenzk
söguefni gaum, grípur “Lögberg” til sinnar j
eigm sögu-dómgreinar og segir alt í grein- I
inni “Einangrun” öfugt við söguna og
reynsluna. En sem lítið dæmi af því, hve j
vel “Lögbergs”-ritstjóranum tekst að §ýna j
fróðleik sinn í þessu efni, vill Heimskringia
benda á það, að í grein hans er haldið fram,
að Jón Loftson fóstri Snorra Sturlusonar hafi
verið lang-afi Sæmundar fróða! Jón Loft-
son var ekki uppi fyr en á seinna hluta 12.
aldar, en Sæmundur frá 1056—1 133. Jón
Loftson er því gerður að langafa fyrir getnað
hans! I annan stað talar ritstjórinn um I
Þingeyjar-klaustur, sem alt mannvit átti að
stafa frá ritöld Islendinga. En Þingeyjar-
klaustur hefir auðvitað aldrei verið til
á íslandi! Hver ætli að vildi nú
reiða sig á nákvæmni þessa manns, í að
dæma um söguleg efni, sem sagan getur ekki
um, þegar hann getur ekki einu sinn haft
það rétt eftir sem þar er skráð og hvert
mannsbarn á aðgang að og getur fræðst um
fyrirhafnarlaust? Og það sem út yfir alt
tekur, er að ritstjórinn gerir sig það merki-
legan, að setja ofan í við aðra fyrir óáreið-
anleik í frásögn, sem sjálfur er þar eins las-
burða og sýnt hefir verið fram á — og bæt-
ir það ekkert úr skák, þó að það kunni af
fáfræði að stafa.
“Lögberg” gerir mikið úr því, að klaustr-
in og kirkjan hafi skapað gullöld Islands, af
því að mentamenn landsins og sagnritarar
hafi Iært fræði sín í klaustrunum. Það má
eflaust þakka klaustrunum margt, og ef til
vill meira en gert er í því efni. En hin frum-
lega íslenzka sagnritun er ekki frá klaus>tr-
unum sprottin. 1 Odda var ekki klaustur og
Snorri, og því síður Ari fróði, höfundur Is-
lendinga-bókar, sem uppi var fyrir daga
klaustranna, áttu þeim ekki ritsnild sína að
þakka. Það mætti eins vel þakka Jóns
Bjarnasonar-skóla í Winnipeg íslenzku kunn-
áttu Vestur-íslendinga og klaustrunum
heima ritsnild þessara manna. Bændurnir
áttu sjálfir sínar kirkjur og skóla fram eftir
13. og jafnvel fram á byrjun 14. aldar, þrátt
-fju-ir ásælni klerkanna og klaustranna. En
þegar kirkjan tók að herða á klónni eftir
miðja 14. öld, þá líður íslenzk frumleg
sagnritun undir lok. I staðinn fyrir Islend-
ingasögurnar, sem áður voru skráðar og á
þeim tíma, sem klerkavaldið var ekki búið
að beygja Iandslýðinn undir sig, er þá farið
að rita annála og riddarasögur og helgi-
sögur, “og ber það Ijósan vott um hnignun
þjóðarinnar ’, segir Jón J. Aðils sagnfræð-
ingu. Nei — sagnlistaritun og gullöld Is-
lands er ekki frá klaustrunum né kirkjunni
komin, heldur “hnignunin andlega”, sem J.
J. A. bendir á. En auðvitað vill “Lögberg”
ekki kannast við þetta, heldur kennir það
svarta-dauða, sem þó hélt ekki innreið sína
fyr en hálfri öld eftir að hin frumlega sagn-
ritun lagðist niður.
En þetta er almennara og víðtækara mál
en margur heldur. Það nær ekki eingöngu
til Islands. Noregur átti við sömu kjör, og
ekki betri að búa, en ísland. Skal hér bent
á annan kafla úr bók dr. Helga Péturssonar,
á bls. 510, því til sönnunar: —
“Hnignun Noregs hefst með Haraldi hár-
fagra, sem drap niður stórmennið norska,
máttarstoðir norskrar menningar, og fíæmdi
úr landi. Og Noregskonungar héldu áfram
þessari æfistefnu ættföður síns, að eyða
stórmenninu, og létu sér ekki að kenningu
verða þá merkilegu bendingu, að sá af son
unganna. Og eigi einungis var hinum nýja
sið xutt þannig til rúms að til hnignunar
horfði, heldur þýddi sjálf kristnitakan það,
að Norðmenn gengu undir andleg yfirráð
annarar fólkættar. Ólafur helgi setti presta
þykt niður í sveitirnar, segir sagan, og upp
frá því var til í landinu fjölmenn og mikils-
metin stétt, sem lagði hið mesta kapp á að
koma því inn hjá öllum lýð, að Gyðinga-
þjóðin væri miklu merkilegri en Norðmenn
og allar þjóðir aðrar. Og auðvkað hlaut
þetta að miða mjög til hnignunar fyrir nor-
rænt mál og þjóðerni”. •
Þetta skal nægja að sinni. Heimskringla
leggur óhrædd undir dóm Iesenda ísl. blað-
anna, á hve miklum rökum orð “Lögbergs”
séu bygð um greinina “Einangrun”, af því
sem þegar hefir verið sagt.
Meðal Malaya.
Endurminningar
eftir Sigfús Halldórs frá Höfnuni.
Alþjóðafélagið og
yfirvofandi stríð.
Það er beðið með mikilli eftirvæntingu
eftir því að heyra hvað Alþjóðafélagið ætl-
ar að gera í málinu milli Itala og Grikkja,
sem nú liggur við að sé að steypa heiminum
í annað stórstríð.
Tilgangur alþjóðafélagsins var sá, fyrst
og fremst, að koma í veg fyrir, að hinar
stærri þjóðir hefðu ofbeldi í frammi við
hinar smærri þjóðir út af hvað litlu efni
sem væri. Þegar stríðið mikla byrjaði
1914, s'tóð einmitt þannig á, að stórþjóð
sagði annari smærri þjóð stríð á hendur
vegna morðs, er framið var á tveim mann-
eskjum, án þess að stjórn smáríkisins ætti
hlut að máii. Austurríki sagði Serbíu stríð á
hendur út af þessu. Það er eins og að þetta
hafi einmitt orðið til þess, að hrinda stofn-
un alþjóðafélagsins af stað, og að verkefni
þess snerti fyrst og fremst mál, sem líkt
stendur á með og þetta. Og nú eru ástæð-
urnar milli Grikkja og Itala fyrir stríði mjög
svipaðar og fyrir Austurríki og Serbíu voru.
Nú reynir því fremur á, en nokkru sinni fyr
hvort að alþjóðafélagið er tilgangi sínum
vaxið. Ef að því tekst að stöðva þetta yfir-
vofandi stórstríð, sem ítalir eiga svipaðan
hlut að, og Austurríki að stríðinu 1914, er
hætt við, að alþjóðafélagið tapi virðingu
sinni í augum þjóðheimsins, og spursmál að
það ríði því ekki að fullu.
Alþjóðafélagið er því í vanda statt. ítal-
ir bjóða því nú birginn. Mussulini hinn ó-
viðjafnanlegi kappi ítala, sem fyrir skömmu
var réttur og sléttur áhrifalaus almúgamað-
ur, safnar að sér liðsmönnum og hrifsar völd
landsins í sínar hendur á ótrúlega stuttum
tíma. ítalía, sem í sárum var eftir stríðið
og í mesta lagi gat aðeins barmað sér og
harmað ófarir sínar fyrir öðrum þjóðum, og
sem jafnvel heima fyrir, virtist ósjálfbjarga
og ráðalaus, er nú undir stjórn þessa full-
J huga síns, búin að gleyma öllum sínum vand-
I ræðum heima fyrir og vex nú ekkert í aug-
i um út á við heldur. Fyrir þrek og áræði
þessa eina manns, er sjálfstæðis meðvitund
þjóðarinnar og kjarkur svo endur-vakinn á
stuttum tíma, að hún bíður hinum vestlæga
heimi birginn. Frá margra sjónarmiði er
framferði Mussulini frá byrjun talið geræði.
Og vissulega má það því nafni kallast. En
hin víðtæku áhrif þessa eina manns, hljóta
í flestra augum að skoðast undursamleg og
eins dæmi í sögu þjóðanna nú á tímum.
Maðurinn er kýngi krafti magnaður, hvort
sem hann hefir hann ofan að frá, eða frá
skrattanum. Það dylst ekki.
En getur ekki alþjóðafélagið stöðvað
þenna eina mann? Það er ráðgáta ennþá.
Hvar Frakkland stendur, er ennþá ekki ljóst.
Poincare forsætisráðherra, vildi í Ruhr-mál-
inu í engu víkja frá gerðum alþjóðafélags-
ins, eða Versala samningunum, eins og
kunnugt er. Og franska þjóðin fylgdi hon-
um sleitulaust þar að málum. En hvort að
hann þorir nú að beita þessu valdi alþjóða-
félagsins eins gagnvart ítölum, er vafamál.
Frönsku þjóðinni kvað ekki ljúft að gera
það. Og afleiðingin er sú, að Poincare tví-
stígur nú ráðalaus. Á aðra höndina sér hann
að skömm frönsku þjóðarinnar verður ekki
dulin, ef hún reynist svo sérgóð og sjálfri sér
ósamkvæm, að gefa ekki gaum valdi al-
þjóðafélagsins í þessu stríðsmáli, því sam-
kvæmt því liggur ekkert beirina fyrir en að
stöðva Itali. En á hina höndina veit hann,
um Haraldar, sem honum var kærstur, drap að Frakkland þráir að verta Itölum að mál-
Stórvirkastir spellvirkj- j um Qg þa eru gerðir hans í Ruhr lostnar
j kynnhesti af Frökkum sjálfum í augum
heimisins. Þetta mál er því vandræða mál
fyrir Frökkum.
niður bræður sína.
ar af niðjum Haralds, voru þeir postulakon-
ungarnir, Ólafur Tryggvason og Ólafur helgi,
sem með kristnina komu til Noregs. Alkunn-
ugt er, hvernig kristnin var boðuð. Menn
voru bundnir í flæðiskeri, hrundið fyrir
björg, brendir með glóandi málmi, hendur
og fætur höggvið af, augu stungin út. Var
ólafur Tryggvason grimmsari miklu þeirra
nafna, þó að hinn væri vissulega heldur
ekki neitt góðmenni.
Náttúrlega voru það bestu bændurnir í
sveitunum, sem helst sættu þessari hrylli-
legu meðferð, og það þarf ekki að efa, að
æðimikið mun hafa dofnað yfir dölunum
norsku, við þessar aðfarir þerrra postulakon-
Mussulini er hinn einbeittasti og heldur á-
fram að taka eyjar og lendur frá Grikkjum.
Hvort að hann er nú ekki að reisa sér hurð-
ar-ás um öxl, með því framferði, þó áhrifa
mikill sé, er eftir að vita. En taki alþjóða-
félagið ekki í taumana fyrir honum, er
ófyrirsjáanlegt, að hjá stríði verði komist,
því aðrar þjóðir geta ekki látið honum hald-
ast framferði sitt til lengdar uppi.
En svo verður alt þetta ljósara innan
skamms, eða þegar alþjóðafélagið hefir gef-
ið sinn úrskurð í málinu.
Frá musterunum fórum við að
koða listsmíðabúðirnar. Af peim
er meira í Kyoto, að tiltölu, en í
nókkurri annari borg í Japan, og
er þá mikið sagt, l>ar sem alt úir
og grúir aí' listamönnuin. Fyrsta
búðin var leikfangabúð, bar sem
allir hlutir voru gerðir út bambus-
reyr, undursamlega haglega, . eins
og reyndar allir hlutir, sem gorðir
eru til þess að seljast innanlands.
Við fórum þar þó fljótt yfir sögu,
því okkur iangaði til þess að at-
huga málmsmíðaþúðirnar svo ná-
kvæmiega sein mit var á svo naum-
um tíma, sem við höfðum. Hafði
leiðsöguinaður okkar í síma fengið
Jeyfi bjá þremur frægustu smiðun-
um til þess að fara í gegnum
búðirnar og verkstæðin, og var
tekið á móti okkur þar sc-m gest-
um Ji,úsráðanda, on ekki sem að-
komumönnuin. Húsráðandi tók
sjálfur á mótl okkur 1 anddyrinu,
sárkurteis og hýrbrosandi og leiddi
okkur upp stiga, -upp á loft, þar
sem hann hafði varning sinn til
sölu. Varningurinn var ýmislegur
í þessum þrem buðum: gijáhýddir
kopargripir If þeirri fyrstu, rósas
stái, silfursmelt og gullrekið í ann-
ari og cloisonné postulín í þeirri
þriðju, en viðmótið og listfengið ó-
viðjafnanlega alstaðar hið sama
Gólfin voru tárhrein og gijáfægð,
sem matborð væri, og eg skammað-
ist mín niður í hrúgn fyrir að
Jiramma á forugum skónum yfir
þessar fjalir, sem voru líkari dans-
paJli Ijósálfanna í æfintýrunum, en
híbýlagólfum menskra manna. Á
horðum og hillum meðfram veggj-
unum stóðu smíðisgripirnir, á
iniðjm gólfi ^>tóð lágt borð og glóð-
arker á því miðju til þess að menn
bætu ornað sér á höndum yfir því,
því hákalt var inni. Þar var og
framreitt grænt te í undursmáum
og undurfögrum postulínsbollum.
Drukkum við það fyrst með mikilli
kurteisi, en litum síðan á gripina.
Þvílíkir líka gripir. Þá hefir mér
blætt sárast-á æfinni, að vera ekki
miljónainMringur, því eg hefði vilj-
að kaupa og eiga hvern hlut, sem
fyrir augun bar. Eg hpfi aldrei
séð aðra elns lLstasmfði, og býst
ekki við að eiga það eftir. En þá
fyrst • féll eg f stafi, er eg kom á
verkstæðin og sá tilbúning smíðis-
gripanna, svo undrandi, sem eg
var, er eg sá þá sjálfa. Verkstæðið
var niðri í stofu, er vissi frá göt-
unni út að trjágarði. Þar sátu í
hvirfingu á gólfinu 10—12 menn og
smásveinar, með tól sín og smíðis-
gripi á hnjám sér. Svo hafa dverg-
ar smíðað forðum. Með áskiljan-
legri handlægni og ótrúlegri þolin-
mæði, vofu hárfínir gull — og silf-
urþræðir sveigðir og lagðir í ýmis-
konar undursamlegar og fáránleg-
ar myndir í rósarispurnar á tinnu-
svartri inálmblöndu, sem þekt er
cinungis af þessum smið, og síðan
kaldhamraðir, unz þeir lágu f
föstum skorðum. Hamarinn var
lítið stærri en efsti þumlun.gurinn
á sexþumlunga nagla, hamarskaft-
ið úr reyrflís, sveigjanlegri, sem
stálfjöður, fingurnir sem um skaft-
ið héldu, fíngerðir, sem á hispurs-
mey og úlnliðurinn, sem höggun-
um stýrði, þanþolnari en á nokkr-
um skylmingamanni. Aldrei mátti
höggi skeika, svo ekki skemdist
gijáflötnrinn, og aldrei skeikaði
því heldur. Eigandi postulínsbúð-
arinnar var aldraður maður, og tal
aði bæði frönsku og ensku. Hann
sýndi okkur með jafnmikilli á-
nægju verðlaunapeninga sína úr
gulli, frá Chieago og París, og verk-
stæði sitt. Þar var sem fyr, nokkr-
ir menn f hvirfingu -á gólfinu, hver
við sína iðju. Við sáum smíðis-
gripina á öllum stigum sköpunar-
innar: skænisþunnur siifurvfr, svo
sem Vs úr þumlungi á breidd, var
með hárfínum töngum reistur á
rönd á stálplötu, og sveigður i all-
ar hugsanlegar myndir: rósahnapp,
drekabúk, eða fiðrildiskropp, og
alt gerfc með ótrúlegri nákvæmni.
örlítill vangæzlukippur hefði eyði-
lagt alla myndina, sem var kannske
margra daga verk. En þama urðu
engin missmíði á. Eg glápti á
þetta, steini lostinn, unz eg komst
að iþeirri niðurstöðu, að smiðun-
Dodd’s nýrnap illur eru bezta
nvrnameSaliS. Lækna og gigt,
bakverk, hjartabilunt þvagteppu,
og önnur veikindi, sem stafe frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr.
12.50, og fást hjá öllum Iyfsöl-
“m »8a frá The Dodd’s Medk'a*
Co.. Ltd., Toronto. Ont.
%
um gæti ekki skeikað.
Þegar búið er að draga myndina
upp á stálplötuna á þenna hátt, er
piatan |tuð örlítið, svo að silfur-
vírinn aðeins Jestist við plötuna.
Síðan e.r postulínsblöndunni helt í
hólfin, með örsmárri skeið. Tutt-
ugu og fjóram sinnum er hver
plata eldhituð unz hrenslan er full-
gjör. í hvert skifti er nýrri blöndu
og nýjuin lit bætt við. Og megi
ekki hamarshöggunum á rósastálið
| skeika,, þá má nærri Jiví ennþá
síður skeika hér. Eða liugsið þið
ykkur, að eiga með skeið að fylla
öll l>au óteljandi smáhólf, með ýms-
legum litum, til þess að fá ,að lok-
um öll eðlileg litbrigði á fiðrildis-
væng, þegar alt fiðriMið er ekki
nema einn ferþumlungur að flatar-
máli. Eigandinn sýndi okkur heljar
mikið fiðriiasatn á borði þar í einu
horninu. “Héðan fæ eg öll þau lit-
brigði, sein eg Jiarf á að halda”,
sagði hann, og brosti við. Hann
sýndKokkur sérstaklega kostuglega
gripi, sem að síðustu voru hitaðir
svo afskaplega, að silfrið rann
burt, og málmplatan, sem smíðið
var bygt á. Eftir var þá víravirk-
isgripur úr postulfni, svo haglega
gjörður, sem frostrósir á glugga.
En þó inikið verk sé á undan
gengið, er síðustu brenslunni er
lokið, er þó aðalverkið eftir, en
það er að fægja yfirborðið, svo
gljái og hinn fegursti litblær nái
fyllilega fram að koma. Þeir eru
ekki vélfægðir gripimir þessirí
Maður sat þar og fægði svo sem
tólf þumiunga hátt ker. Hann var
búinn að gljáfægja svo sem einn
þriðja hluta þess. Og hann haf*
ekkert annað gert í tvo mánuði!
Hann hafði byrjað að fægja um
það leyti, sem eg lagði á stað frá
Kaupmannahöfn, og hann mundf
ennþá vera að fæja löngu eftir að
eg væri kominn í áfanga á AustiífL
Indlandi! Þá fyrst mundi blóð-
rauði drekinn, sem með gapandi
gini^hl^t^fTJ að gleypa perlugráa f iyOnt>
fiðrildið, verða fullgjör f allri sinni
dýrð.
Mér var ami að Hollendingunum
mínum allann daginn. Þeir voru
svo frábærlega klunnalegir innao
um alla þessa dvergasmíði, glentu
sig eins og naut á svelli innanum
herbergin, og voru svo háværir og
blátt áfram í viðmóti við hinn þol- •
inmóða og gestrisna liúsráðanda.
að gekk næst ruddaskap. Eg var
að reyna að læð,ast á tánum allann
daginn, og láta undrun mfna svo
hljóðlega í ljósi, sem eg gat, og mér
fansfc eg þó vera gjörsamlega sem
rus in urbe, f þessum helgidómum
lists,míða og smekkvfsi. öll lista-
verkin voru föl, en liegar Hollend-
ingarnir fóru að Jijarka um verðið
við eigandann, eins og þeir væru
að þjarka um vanalega ábreiðu við
þaulsvikulann armeniskan farand-
júða í Singapore, eða á Batvíu-
strætum, og klappa listamannin-
um kunnuglega á öxlina, eins og
fylliraptar í fjárréttum, þá var mér
öllum lokið. Eg játaði með sjálf-
nrn mér, að hvíti kynflokkurinn
væri í meira lagi skrílþættur og
langaði mest til að taka í hnakka-
drairubið á félögum mínum, lemja
þeim saman og fleyja þeim út. En
kurteisi húsráðenda var jafnóbifan-
leg og fyrirlitning þeirra á ókur-
teisi þessara útlendu ofstopamanna
var auðsæ, undir góðmenskubros-
inu, fyrir þann er glögt auga
og einhvern snefil af sómatilfinn-
■■D