Heimskringla - 19.09.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.09.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. SEPT. 1923. Peningar orsök allra vorra mannfélagsmein- semda. ryrir fáura árum síðan kom út' bók eftir Anatole Franee, sem heit- ir “Le petit Pierre” (Pétur litli). Hún er bemskuminning'ar hans sjálfs, að nokkru leyti í söguformi. Fyrir rnörgum árum síðan, 1885 reit hann æskuminningar sínar í bók, sem hann kallaði “Le Livre de Mon Ami” (Bók vinar míns), yndis- lega bók og andríka, sem íslenzkir unglingar ættu að lesa. Þeir, sem það geta, skyldu lesa jressar bæk- ur á frummálinu, frönsku. Það mál eru íslenzkir unglingar nú óðum að læra í skólunuto. Eg veit það á því, að eigi alþfáir unglingar, sem komnir eru í hærri bekki mentaskólanna, koma iðulega til miín, og lána hjá mér bækur eftir Anatole Franee á frönsku, og segja að þeir vilji ekki lesa þær á ensku, því þeir geti vel skilið frönsku, þó þeir hafi dálítið meira fyrir því, en að lesa þær á ensku — þurfi dá- lítið að í’ara í orðabókina! Jæja, eg sný mér þá að því, að segja ykkur frá aðdragandanum aS kafla þeim, sem hér fer á eftir. Þe,gar Pétur litli (Anatole Fran- ec) var þriggja eða hálfs fjórða árs gamall, fór hann eitt sinn í búðir með mömmu sinni, og varð mjög hrifinn af öllu sem hann sá þar. Þegar þau komu heim, tók hann eig til og fór að búa til úr þessu leiksýningu með allskonar glingri, sem hann hafði hjá sér í leikher- berginu. En þegar að því kom, að leiða fram á leiksviðið aldraða konu, sem var að færa reikninga inn í stóra bók, varð drenghnokk- anum ráðfátt, svo hann hljóp fram i setustofuna og segir við mömmu sína: “Mamma! er það fólkið í búðun- um, sem selur eða fólkið sem kaup ir, sem borgar peningana?” ÍMóðir mín horfði á mig stórum augum, alveg hissa, brosti að inér án þess að svara og féll síðan í djúpar hugsanir. Rétt í þessu kom faðir minn inn í stofuna. "Hvað héldurðu að Pési hafi ver- ið að spyrja mig um rétt núna”, sagði hún. Þú mundir aldrei geta upp á þvf. Hann vill fá að vita hvart það er fólkið sem seiur eða fólkið sem kaupir, sem borgar pen- ingana”. - “Vesalings litla flónið”, sagði faðir minn. “Það er engin algeng barnsleg íáfræði þetta,” sagði móðir mín. “Pétri lærist það aldrei, að meta gildi peninga.” “Móðir mín las lundarfar mitt og framtíð mína. Hún var að spá. Það átti ekki fyrir mér að liggja, að geta metið gildi peninga. Það sem eg var þriggja eða þriggja og hálfs árs gamall barn í setustof- unni, piTddri rósapappír, það hefi eg verið fram á gamals aldur, og eilin legst létt á mig eins og alls þá, sem lausir eru við ágirnd og og stærilæti. Nei móðir mín sæl! eg hefi aldrei kunað að meta pen- Jnga, og jafnvel nú veit eg ekki hvað peningar eru, eða eg gæti öllu helduir sagt, að eg vissi það alt of vel. Eg veit að peningar eru or- sök allra vorra mannfélags-mein- eemda. Drengurinn, sem end- urminningin kalla fram í huga mínum, þá hann var að leikjum sínum, vissi ekki hvort það var seljandinn eða kaupandinn, sem borgar peningana, minnir mig á hina yndislegu hpgsjóna- sögu Williams Morris, um fram- tíðarborgina, þar sem pípu- smiðurinn, sem öllum tók fram í listfengi, hafði svo mikla unun af að smíða pípurnar og skera þær út, að hann gaf þær hinum og öðrum, án þess að taka peninga, sem end- urgjald.” Sigtr. Ágústsson þýddi. ------------»----------- Þrekvirki. [Eg ætla, að menn muni yfir- leitt verða sammála um það, að ýmsar frásögur um þrekraunir þær, er forfeður vorir komust í, og sagt er frá f íslending^asögunum, hafi orðið unglingunuin íslenzku til hvatningar og stælingar, meðan þeir fengust til að lesa slíkar sög- ur og höfðu næði fyrir þjóðlífs- öngþveitinu til að lifia sig inn í þær. Eg hygg þó, að ekki yrði unginennum vorum slður drjúgt til þroska, að safnað yrði þrek- raunasögum frá síðari tímum og þær birtar f fjöllesnu blaði eðu tímariti. Sá munur er á þrekrauna- sögum hinna fyrri og síðari tíma, að frá fornöldinni hafa mestmegn- is geymst frásagnir um þrekraunir við vopnaviðskifti og vígaferli, en frá sfðari tímum hijóta að vera til margar sögur uin “krappan dans” á láði og legi og ljómandi fram- göngu einstakra manna í barátt- unni. Vitanlega liggur hin sama hugaarstefna bak við allar frásagn- irnar, bæði eldri og yngri tíma þrekraunasögumar. Sú hugar- stefna, að gefast aldrei upp fyr en í “fulla hnefana” hefir skapað vörn Egils í klifinu og eins blásið ófeigi Guðnasyni kjark í ibrjósti í Biskiayaflóanum. Eigi má gleyma að benda unglingunum á þetta, því að annars er hætt vlð, að sjálfir atburðirnir skyggi á ffina dásam- legu mannsiund, sem skapar sjálfa söguna. Minni eg að eins á, hvern- ig fór fyrir Matt.híasi og bræðrum hans, þegar þeir lúskruðu kálfin- um undir nafni Egils og Víga- Glúms! Einstaka menn hiafa í mín eyru kvartað sáran yfir iþvf, að ungling- arnir sem nú alast upp, væru ó- fúsari iað leggja nokkuð á sig en áður hei'ði verið. Má vel vera, að nokkuð sé hæft i því. Gömlu ævin- týrin og sögurnar sagðar og/>lesn- ar, hafa sjálfsagt )iajt sfn áh^if til skapgerðar æskulýðsins. Rökk- urstundirnar og kvöldvakan á bæj- unum hefir að hyggju minni ver- ið einskonar námskeið í skapgerð- arfræði; þá hefir amma gamla, ef til vill, verið þar aðalkennarinn. Amma gamla og ævfntýrin, sam- vera á heimilum og samtal um þjóðleg efni á kvöldum, er nú tæplega njóðins lengur, en önd- vegið skipar nú kaffihúsalíf, kvikmyndasýningar, dægurskraf og útlendar skáldsögur, alténd að miklu leyti í stærri kauptúnum og bæjum iandsins, eftir því sem eg veit best. Ef þetta er rétt, er þá furða þó á komi snurða? Breytt aðstaða, breyttir þjóðhættir — af- leiðingin: þjóðarlundoi-nið hlýtur að breytast smámsaman, og ef til vill, talsvert snögglega. *Sárt væri, ef svo tækist til að ís- lendingar yrðu ekki með réttu tald- ir; þéttir á velli og þéttir f lund, jirautgóðir á raunastund. Það hafa l>eir veríð gegnum aldirnar, og ]iað eru þeir enn, vona eg. Eg ætla að birta hér eina þrek- raunasögu. Vona eg að fleiri fari á eftir, og fús mun ritstjóri Eim- reiðarinnar að Ijá þeim rúm frá hverjum sem þær koma. Eftir örstuttan inngang gef eg Rögumanni mfnum orðíð. Eg ætla að eins að fylgja honum úr garði með svolitlum upplýsingum um hann sjálfan. Jón Sigurðsaon, sögumaður minn er fæddur 22. sept. 1856. Eigi er mér kunnugt um ætt hans og upp- runa að öðru leyti en því, að hann mun vera Sunnlendingur. Á ung- lingsárunum var hann um skeið á Bessastöðum hjá Grfmi Thomsen. Gæti eg vel trúað, að sú vera hafi ráðið nokkru um skapgerð Jóns, án þess eg geti þó fullyrt nokkuð um það með rökum. Að sunnan flytur Jón til Vopnafjarðar og var um nokkur ár hjá Pétri sál. Guð- johnsen verzlunarstjóra, en þaðan flytur .Jón til Seyðisfjarðar og dvaldi þar lengi. Um aíðustu alda- mót fluttist hann hingað til Norð- fjarðar og hér ibýr hann nú. Eftir sjóhrakning þann, er hér verður sagt frá misti Jón báða fætumar. Teknir voru þeir af honum án þess að hann væri svæfður, og er mælt, að lítt hafi .Tóni brugðið. Jón hefir látið gera sér stígvél með vissu lagi, og snýr hællinn fram, en táin aftur, þegar hann er kominn í þau. Þvf er þannig varið, að knjáliðina notar hann sem hæla, en nú vor.u fætum- ir teknir af u.m nái. miðja fótleggi o.g gengur því sá hlutinn sem eftir var skilinn út f skóristina, en legg- ur stígvélsins er reimaður um lær- ið ofan við knjáliðina. Oftast gengur hann staflaust, en eðlilega er honum erfitt um göngulag. Jón stundar sjómensku enn þann dag í dag og ei' hann þó 67 ára gam'all og svona fatlaður. Hann á róðrar- i bát og útgerð og er sjálfur formað- ur. Jal'naðarlega rær liann nú orð- ið við annan mann. Aflasæll hefir íiann verið, og sjó sækir hann engu síður en aðrir, er heilir ganga til leiks. Mér er ekki kunnugt um, að hann hafi nokkurn eyri þegið af sveit. Eg held mér sé óhætt áð fullyrða, að hann hafi komist hjálparlaust af fyrir sig og sína. Nú skaltu þá, kæri lesandi, koma með mér inn til Jóns gamla fóta- lausa — svo nefndur í daglegu tali hér — og hlusta á sögu hans. Nú e.r hann orðinn hvítur fyrir hærum á bár og skegg, en augun eru dökk, kvikleg og skýrleg. Söguna hefi eg áður ritað upp, en engu atriði í henni breytt.j HRAKNINGASACA Jóns fótalausa. iSeinustu mánudagsnóttina í nóv. 1880 lögðum við Jóhann Ringsted, Þorsteinn Sigurðsson, Jón Valde- marsson og eg, Jón Sigurðsson, sem allir áttum heima á Seyðis- firði, í fiskiróður undir Skálanes- bjarg. Við ýttum um þrjú-leytið í tvísýnu útliti. Við rerum með líriu á stóru íslenzku fjögramanna- fari. Allir vorum við einhuga uin að fara í róðurinn, þrátt fyrir tví- sýnt útlit, og sóttum útróðurinn kappsamlega, og segir ekkert af för okkar fyr cn við vorum komn- ir á fiskimiðið, sem við ætluðum ao leggja á. Þá var kominn storm- ur af norðvestri, en þrátt fyrir ]>að lögðum við alla línuna. Frost var lítið um nóttina, en í birtingu herti verðrið mjög, og altaf jókst frostið, unz það var orðið 10 sig uin kvöldið. Við náðum með herkju brögðum hálfri línunni, og byrj.uð- um svo að berja til lands, en l>að skal tekið fram, að lands var hvergi að leita fyr en á Skálanesi. Altaf óx veðrið og haugabrim var komið. Við börðum svona allan daginn fram í rökkur, en það var með öllu ódrægt, því auk brimsins var veðrið ógurlegt. Réðum við þá af, að hleypa undan og freista lendingar í svonefndum Vogum, en það vissuin við allir, að var sama sem að hleypa til skipbrots. Eg veit ekki til, að þar hafi nokkur lent fyr eða síðar, aðrir en við, enda bjuggum.st við jafnvel við því með sjálfum okkur, að þar yrði síðastia landtakan okkar hérna inegin. En okkur lentist vel ]>ótt ótrúlegt sé fyrir manna sjónum. Við stóðum allir við bátinn og ætl- uðum að kippa honum upp með næsta ólagi, en þá hvolfdi honum í höndum okkar. Lentum við þá 3, Jóhann, Þorsteinn og eg, í sjó- inn; skoíaði mér og Jóhanni strax upp, en Þorsteini varð það til lífs, að 'hann í'estist á línunni aftur úr bátnum, en línan hafði flóknað ut- an um eina þóftuna. Var þá ekki til þur þráður á okkur, þessum þrem, og var það vondur undir- búningur undir komandi daga. Næsta ólag slengdi bátnum á rétt- an 'kjöl, og náðum við í hann. Gát- um við með harðneskju bjargað honum upp í urðina. Var hann þá með 2 stórum götum og engu í —- ekki einu sinni línuspottanum, sem varð Þorsteini til lífs. Hans g.erðiist heldur ekki lengur þörf. Að þessu loknu gengum við á rekann, og fundum þá mastrið og seglið ,en ekki þangstöngina, eina ár heila og aðra brotna og stýrið. Nú var skollinn á blindbylur. Veð- urhæðin var afstoapleg og frostið mikið (10 stig). Eða alténd fanst okkur það, eins og við vorum und- irbúnir. Voru nú góð ráð dýr, og hvað ótti nú til bragðs að taka? Við urðum sammála um, að leggja af stað út í Dalakálk, þótt eigi værum við vissir um, hvort leiðin væri fær, vegna harðfennis og gler- hálku. Okkur var Ijóst, að leiðin var stórhættuleg, þótt menn hefðu góða hjambrodda og broddstaf'i, og hvað þá heldur okkur, sem hvor ugt höfðum og vorum að pjakka okkur spor í gljána, sem og varð, og til þess höfðum við ekki annað en vasahníf og part af draginu undan bátnum. Smáspýtur fund- um við í urðinni, og völdum við úr þeim göngustafi. Þannig útbúnir lögðum við af stað. Ekki höfðum við langt farið, er Þorsteinn misti fótanna og hrapaði, á að giska 15— 20 faðma. Var þá ekki annað sýni- legt, en að leiðarlokum drægi fyrir honum. En þegar hann er kominn á blábrún ibjargsins, þá gat hann stöðvað sig — við smástein, er fros- inn var fastur f gljána, og sein varla var stærri en svo, að hann I hefði getað falið hann í lófa sín- um. Enn voru góð ráð dýr. Þor- j steini varð að bjarga, en möguleik- arnir voru litlir. Við pjökkuðum spor í gljána niður eftir og sel- færðum okkur, við Jóhann. Þeg- ar toomið var niður á bjargbrúnina, j kastaði eg mér flötum og lét Jóh- ann halda í fæturna á mér, og þamnig náði eg með mestu herkju- brögðum í Þorstein. Jóhann hafði dágóða viðspymu og var heljar- menni að burðum, endra dró hann okkur báðia upp, og má það heita vel gert. En Þorsteinn hafði meiðst mjög mikið, og var ófær til gangs að mestu leyti. Okkur var þvf einn kostur nauðugur, að sklja hann eftir, og varð Jóhann eí'tir hjá honum. Hinsvegar ætluðum við nafni minn að freista áframhalds og reyna að komast út í Kálkinn til bæjar, og áfram héldum við það sem eftiir var nætui'inanr og fram á hádegi þriðjudagsins. En þá var alt upp barið: hnífur, spýt- ur, dragparturinn, gómar og negl- úr. ógerlegt var, að komast lengd sfna, án þess að spora sig í gljána, en nú voru öll þau sund lokuð. Við komumst ekki lengia. Við urðum að snúa við. En eftir mælingu Magnilsar bónda f Dölum áttum við að eins eftir 16 faðma upp á brúnina. Félaga okkar. þá Jóhann og Þor- sbin. fundum við á sdina stað og i við skildúm við þá, og hjá ]>eim 'settumst við að. Veðrið var alt al' jafn ógurlegt og frost frá 10—18 stig nótt og dag. Vegna ofviðris festi aldrei svo snjó á hjallann, sem við höfðumst við á, að við gætum graf ið okkur í fönn. Rokið var hams- laust, já alveg vitlaust. Nú tók hungrið að sverfa að, og þá sótti ckkur svefn, einkum ]>á Jón, nafna minn og Þorstein. Við gengum alt af ur>i gólf, nótt og dag, til að | halda okkur vakandi, og höí'ðum við dágóðan flöt til að hreyfa okh- | ur á. Sakir þess, að Þorsteinn þoldi : göngulagið svo illa, ásótti kuldinn j hann mest okkar alira. Steinn all- stór var á hjallanum, og undir hon- um var nokkurt skjól. Þar hvíld- um við Þorstein og hlúðum að honum eftir föngum þannig, að Við sátuin ákveðurs við hann, þegar við þoldum sjálfir við. Eg skal ekki orðlengja um líðan okkar Veðurhæðin var alt af hin sama og frostið eins fram á föstudags- morgun. Sulturinn var sárastur á þrðjud. og miðvikudaginn. En enginn okkar mælti þó æðru orð. Þó var ekki sýnilegt, að okkur yrði nökkuð til bjargar, fyr en þá á j föstudagsmorguninn. Og á fimtu- dag bjóst eg ekki við, að við sæjum allir næsta dag. Eg kveið þvf mest J að eg myndi verða sá, er hina lifði J Og sannast að segja, ætlaði eg að I sjá svo um, að eigi yrði langt á milli okkar. IÁ föstudagsmorguninn um fimm le.vtið var veðrið farið að lægja og sérstaklega var farið að draga úr briminu, en frostið var um 12 stig. Vindstaðan var nú af norðaustri. Okkur kom þá saman um, að brölta oijm að bátnum, og skoða hann. Báturinn var óhreyfður, alveg eins og við gengum frá honum. Við álitum hann engan veginn sjófær- an, en hins vegar vorum við allir samhuga um, að betra væri að drukna, en að kveljast eins og und- anfarna daga. Við tróðum öllu, sem við gátum fest hönd á, í göt- in á bátnum, og ýttum svo á flot í herrans nafni. En bátinn fylti strax af brimólgunni, og komumst við ekki út í það skiftið. Þá vildi okkur það til, að útfall var, svo að undan bátnum flæddi og tæmd- ist hann þannig. Lágum við á meðan í fjörunni. Brimið var óð- um að lægja, og jafnhliða lyngdi.Við freistuðum þá að ýta í annað sinn og gekk þá vel. Lögðum við Jóh- ann þá út árar, eða þessa einu heilu og brotnu árina, En 'oátur- inn fyltist skjótlega, því að hann hriplak auðvitað. Settum við þá upp, höfðum brotnu árina fyrir þanstöng og stýrðum með hinni, því að stýrinu komum við aldrei fyrir, végna þess að beygluð voru stýrisjárijin. Nú var orðið sjólítið, komin tiltölulega hæg norðaustan- gola, en samt var svartur bylur. Bátnum urðum við altaf að hleypa beint undan, þar eð hann var borð- stokkafullur. Á þvf reið líf okk- ar, enda var gætilega stýrt. Svona héldum við áfram inn á Hánefs- etaðaeyrar og er sú vegalend talin 5 sjómílur. Þar náðum við landi kl. 8 um kvöldið og lentum þar sjálfir, en sleptum þó bátnum. Gerðum við vart við okkuir þar í húsi einu, og urðu menn all-hissa, því að við vorum löngu haldnir dauðir. Þar fengum við mjólk a$> drektoa og svolitla ögn af brauði. Mér varð ekki meint af, en hinum leið hálf illa eftir á. Bát og 2 menn fengum við léða inn á ölduna, þangað sem við áttum heima, og komum við þangað um kl. 11 e. h. Nort5firí5i, í maímán. 3923. Vald. V. Snævarr. — Eimreiðin. ------------x------------- Ulfljótur og Grímur geit- s\ór á Þingv. 930-1930 Flestir menn dreyma. Sumir taka mark á draumum, aðrir ekki. Draumar eru margvíslegir. Einn er sá flokkur drauma, er vökudraum- ar heita. Eru þeir sumir ekki ó- merkari ]>eim, er vitund manna leiðir fram úr huliðsheimum svefns. Hér fer á eftir ógrip af slíkuin draumum tveimur. Vér erum staddir ó Þingvelli. Er það um 'hádegisbil á öndverðu sumri árið 930. iSólin skfn í heið'i og staf- ar á Þingvallavatn. Er sem ein- hvem töfraljómi leiki um þingvöll allan. Hljótt er í Almannagjá. öx- ará rennur ekki fram af berginu. .-iioir eru engar, en hér og hvar er verið að hlaða tóttir. Eni þræl- ar þar að verki. En tjöld em mörg á völlunum. Mannfjöldi mikill er þar saman kominn, og margir eru þeir í litklæðum, höfðingjarnir. Yíða sjást menn á gangi í smáhóp- um, en sumstaðar tveTi- og tveir saman. Er það auðsætt að búist er við tíðindum nokkrum. Loftið virðist þrungið eftirvæntingu. Sjáum vér hvar maður nokkur gengur austan frá tjaldi einu, e,r stendur á völlunum miðjum. Hef- ur hann veifu eða merki og stefnir vestur að Lögbergi. Hann er hinn hvatlegasti, þótt kominn sé hann nokkuð yfir fimtugt. Spyrjum vér inann einn, er vér mætum, hver hann sé, þessi maður, er mertoið iber. Segir hann, að maður þessi heiti 'Grfmur og kallaður geitskór. Grímur nemur staðar, er hann er kominn nokkuð upp í brekkuna. Safnast þá mannfjöldinn þangað. Höfðingjar ailir skipa sér í fylking umhverfis merkið. En þrælar standa utar frá á víð og dreif. iSíðan sjáum vér, hvar maður gengur að Lögbergi, þegar kyrð er komin á og allir höfðingjar komn- ir upp í_brekkuna. Hann er maður hár vexti, djarfmannlegur og hinn tígulegasti. Er það auðsætt, að hann er vel til foringja fallinn. Ætla má að hann sé toominn undir sextugt. Spyrjum vér þá, er nœst- ir oss standa, hver hann sé þessi hinn tígulegi maður. Og er oss sagt, að þar sé kominn Úlfljótur bóndi í Lóni. Úlfljótur tekur til máls. Hann ávarpar mannfjöldann kallar hann bændur og búalið. Síðan flytur hann eins konar inn- gangsræðu. Kveður hann sér hafa verið það Ijóst fyrir löngu, að mikið væri undir því komið, að landsmenn hefðu ein og sömu lög. Kvað hann ]>að auðsætt, að svo búið mætti ekki lengur standa, að þing væri háð á ýmsum stöðum, en ekkert væri allsherjar þingið. Sagði hann, að það væri sitt ráð, að hér skyldi það háð ár hvert, og skyldi Alþing heita. Kvað hann heyja mætti hin minni þingin eftir sem óður, ef allir höfðingjar sæktu þetta. Þau hin minni þingin skyldu héraðsþing heita. En ef ekkert yrði úr Alþingi, mundu landsmenn setja sér lög hver í sínu héraði; sagði hann, að það mundi leiða til þess, að landið greindist í fylki eða smá rfki, er ættu í ófriði hvert við annað. Það mundi og ekki líða á löngu, unz landsmenn yrðu að sætta sig við ofríki og harðstjórn, er þeir sjálfir og feður sumra hefðu flúið undan. Kvað hann ekki þyrfti, nema her a£ einu langskipi eða tveim, til þess að leggja undir sig eitt hérað og svo hvert af öðru. Fyrir því sagðist hans liafa farið utan og dvalið vetur þrjá x með Þorleifi hinum spaka syni Hörða- kára, móðurbróður sínum. Hvaðst hann hafa numið lög af honum. Voru ]>að helst Gulaþingslög. Þó kvaðst hann hafa breytt þeim nokkuð, numið af eða aukið við, eftir því, er Þorleifur hafði ráð til lagt og þeim frændum hafði kom- ið saman um að henta mundi, svo að lög þessi yrðu við hæfi lands- inanna, er sumir væri komnir aust- an, en aðrir vestan um haf. Þá kvaðst hann hafa beðið Grím geitskó, fósturbróðir sinn, að hann kannaði landið og kysi landsmönn- um þingstað. Hefði hann nú gert það. iSagði hann, að sú væri trú sín, að flestir myndu vel una vali hans. Þegar er hann hafði lokið ræðu sinni, kvaðst hann vilja lesa mönn- um fyrsta bólk laga sinna. Hann sagði og, ef þeim þætti eitthvað í lögunum ofsagt eða vansagt, þá gætu þeir sjálfir, er framliðu stund- ir aukið við eða afnumið, eftir því, er hinum vitrustu mönnuin þætti ráð. “Það er upphaf laga vorra”, sagði hann, “að menn skulu eigi hafa höfuðskip f hafi. en ef þeir hafa, þá skulu þeir aftaka höfuð, áður þeir koma í landsýn, og sigla eigi að landi með gapandi höfðum eða gínandi trjónum, svo að land- vættir fælist við.” Hamraveggir gjáarinnar kasta hljóðinu út yfir mannfjöldann, er stendur niður í brekkunni. Allir eru hljóðir og hugsandi. Það er verið að lesa þjóðinni lög þau, er hún á við að búa, — hver veit hve lengi. Maður sá, er flytur henni þennan fyrsta lagaboðskap, er sannur hugsjónarmaður. Hann stendur við takmark það, er hann hefir kept að árum saman: að láta allan landslýð gangast undir ein og hin sömu lög. Hann hafði fundið hjá sér köllun, fyrir mörgum ár- uin, að vinna þetta afretosverk. Guðmóður- hefur og gag(ntekið hann. Orðin hljóma hvell og snjöll og líða eins og logaskeyti af vörum hans. Setningarnar eru þrungnar lífsmagni hrynjandans og festast því í minni manna, eins og sáð- korn, er íalla f frjóvan jarðveg. Þar næst les hann mönnum lang- an og snjallyrtan lagabálk um hcf og hörga og hofhelgi, goð og goð- oið. Þar i voru þessi ákvæði: “Baugur, tvíeyi'irgur eða meiii, skal liggja f hvtiju höfuðhofi á stalla; þann baug skal hver grú liafa á hendi s/r til icgþinga allra þpiira er hann skal s.iálfur hey,a, í 'iéða hann þar ftður i roðru nauts-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.