Heimskringla - 19.09.1923, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.09.1923, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. SEPT. 1923. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. sig svo lítið vitsmunalega “bona- fide”. Hvort slíkt hafi nú hent hann í sambandi við ]vetta skrif sitt, skal alveg iátið “liggja á milli hluta”, fyrst um sinn. Sjái eg mér fært að vefengja eitthvað af staðhæfing- um hans — og ekki er eg alveg grunlaus um að ]>að sé hægt — mun eg þó ekki hafa orð á því fyr en' mér gefst tími til að ganga dálítið rækilega frá því máli. Við erum svona, við séra Páll, við getum ekki rætt áhugamál okkar, án þess að “gera okkur töluvert breiða”. Og ekkert liggur á; seinna koma dag- ar. Auk þess er greinarhöfundur- inn að fara burtu, eitthvað út í veröidina — mönnum kemur ekki saman hvert — og er því ekki lík- legur til þess, að geta. borið hönd fyrir höfuð sér, þótt þess þyrfti með. Ennfremur stendur til að hið unga Samlbands Kirkjufélag leggi opinberlega plöggin á borðið, óður en langt um líður, og kynni það að verka að einhverju leyti sem kælir í þetta eldheita vandlæt- ingar- og ádeilubað , frá séra Páli, sem sjálfsagt hefir átt að “fixa mig fyrir gott”. Og út af smágá- leysis-rangfærslum, sem bregður fyrir í greininni, get eg ekki verið að býsnast, að sinni; sama er að segja um hinar persónulegu árás- jr; eg á sem sé, ekki von, að mér blási það byrlegar en flestum öðr- um mönnum, sem þora áð taka á- kveðna afstöðu til opinberra á- gjreijningsnfála, — að andstæðing- ar mínir reyni að fara neinum silki- glófum um mannorð mitt né hvatir slíkt þarf jafnvel ekki að vænta frá þeim sem er “persónulega hiýtt” til manns eins og séra Páli er til mín, eftir því, sem hann segir. Og grein- in hans er, þrátt fyrir býsna harð- orða ádeilu, síst nokkur ama-gest ur í minn garð — nei, þvert á móti, sérlega .kærkomin. Hafðu þökk fyrir, séra Páll minn! Grein þín á ,ieftir að gera samskonar ómetanlegt gagn eins og návist þín og orð að Wynyard, í vetur sem leið — ef ekki beinlínis með tilþrifa miklu, já- kvæðu mannviti, þá þó áreiðanlega með því, að draga fram, á þann hátt, sem þér er laginn, inörg atriði til umræðu sem mjög er þarflegt að gera sér grein fyrir. “So long”! Wynyard, 14. september 1923. Friðrik Friðriksson. Til Jóns í Hlíð. Heyrðu kunningi! Eg ætla að biðja þig svo vel að gjöra, að íta við einhverjum með að rita um Húdsonsflóabrautina, af einhverju viti, svo flýtt verði fyrir brautarlagningu. l>að er ekki nægilegt að dreyma <um það. Menn verða að hefjast handa. ííú þarf að sameina alla krafta sem mögulegt er að ná í, og hrynda málinu á stað hið bráðasta. Það er ekkert unnið með því að tefja málið með dofinskap, nema ógagn eitt. Rita þú sjálfur um málið, þó þú sért fyrir handan haf. 3>að er um að gera að flýta fyrir þvf, að upp- skipunarstöð, sem um munar verði stofnsett á íslandi, svo þar aukist atvinna og peningar streymi inn í landið. Við nafharnir erum viljug- ir til þess að “brúa hafið”, ef þið þama hinu megin viljið hjálpa. Það er mögulegt. Grænland getur notast sem máttarstólpi. iÞú sérð það auðvitað, að eg hefi ekki nógu mikið vit á málinu og verður, því sem að sjálfsögðu, að fá ýmsa ógætismenn til þess, að skerast í leikinn, og seinna meir framkvæma verkið. Já, far þú á stað sjálfur og vertu ekki vondur, þó eg hafi hreift þessu velferðarmáli. Þinn einlægur J. E. ið hefir uin Grænland nú upp á síðkastið, einkum frá Norðmanna hlið. Vilja löggjafarnir dönsku nú auðsjáanlega sjá með eigin augum það, sem um er deilt og kynnast því rækilega, hvers virði það er í raun og veru. Hver flokkur hefir valið sína tvo menn, eða fulltrúa. Af hálfu róttæka flokksins fara Zahle, fyr- verandi forsætisi-áðherra og Poul- sen, fyrverandi kirkjumálaráðherra fyrir hömf jafnaðarmanna þing- mennimir Kammersgaard og Olaf- sen; frá hægrimannaflokknum Purschel og Lemvigh Möller og loks frá vinstrimanna flokknum Vangsgaard og annar til, sem ekki er getið um nafn á. Ferðinni er ætlað að vara um tvo mánuði. Allmikið 'hefir verið rætt um þessa Grænlands-ferð í dönskum blöðum. Segir “Pólitíken” m. a. um hana, að ^ýjnsir hafi talið það of dýrt spaug, að senda 8 þing- menn til Grænlands. En blaðið segir það smásálarlegt. “Ef við ætl- um okkur að hafa nokkurt gagn af Grænlandi, og halda fram sögu- legum og siðferðislegum rétti okk- ar til þess, þí verður það ekki gert með öðru en Skipulagsbundnu og nákvæmu starfi, og við megum bú- ast við miklum útgjöldum til l>ess sarfs — miklu meira en það, sem tveggja mónaða ferð 8 manna kost- ar. Kunnugleikinn á landinu er skilyrðið til að geta notað það. Og inngangur að eða undirbúningur til þess kunnugleika ætti þessi ferð að verða. En verði hún ekki nema inngangur, þá er peningun- um illa varið.” Danskir þingmenn til Grœnlands. Eitt af því síðasta, sem ríkis- þingið danska samþykti, áður ©n því var slitið, var það, að 8 ríkis- þingffienrtirnir' tækju sér ferð á hendur ti!l Grænlands í sumar. Mun þessi ferð standa i mjög nánu sambandi við umtal það,1 sem orð- Börnin hennar. Kvöldið fyrir brúðkaupsdaginn hafði hann setið lengi heima hjá henni, og talað um hið gamla sorglega, sem nú var umliðið. Einn- ig talaði hann um hið nýja, S- nægjulega líf, sem biði þeirra. Þannig skyldu þau sitja mörg, mörg kvöld, hún og Laurenee — hún og Laurenoe------ Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og lokaði augunum. En hve það var undarlegt hvernig alt snerist til góðs, Fyrir 10 árum sfð- an hélt hún að lif sitt væri að enda. Hún hafði orðið fyrir svo biturri sorg, að hún hélt það ó1 mögulegt að lifa og — starfa. Hin fátæka Vioiet Crooker, mátti ekki sítja og sýto. SkrifstofustóHinn beið hennar á hverjum degi, og endalausar töluraðir kröfðust allr ar athygli hennar. ó, hvers vegna var hún fátæk — því var hún ékki ríkur erfingi eins og Ethel Stone, sem gat fengið hesta, vagn og skrautklæðnað, og manninn sem hún elskaði, en sem Víolet elskaði líka. Laurence hafði aldrei sagt neitt, sem koin henni til að ætla að hann elskaði hana, og þó var hún svo heimsk, óreynd og ung, að hún í- myndaði sér það. Daginn sem að trúlofun hans og Ethel Stone var auglýst í öllum blöðunum, hvarf æska Violet Crooker út í geiminn. Og svo kom þetta fyrir — þetta, sem breiddi sólskin yfir alla til- veru hennar. Ethel var dáin, og Laurence var kominn til hennar — eftir 10 iöng ár. Og hann hafði gert grein fyrir öllu, og hún skildi það undireins, þetta sem hún hafði verið að hugsa um þessi 10 ár, án þess að hún skildi það nú á einni sekúndul, þegar höfuð hennar lá við öxl hans og hann þrýsti henni að éér. Hann gat ekki tengt hana við sig þá, hann, sem var enn fá- tækari en hún. Hennar vegna yf- irgaf hann hana — en nú var þetta alt gleymt og umliðið, alt var orð- ið gott, og á morgun varð hún kona Laurenoes. Violet brosti og stóð upp. Af til- viljun sá hún andlit sitt í speglin- um, það var mikið breytt, ungt, gæfuríkt og geislandi af ánægju. En hún var líka aðeins 30 ára, það var mikið eftir af lífinu ennþá, og á morgun — | Alt í einu brá skugga á svip hennar. Hún gekk frá speglinum að borðinu, og fór að laga blÖðin á þvl, að hálfu leyti utan við sig. Bömin — alt af vorú það bömfn — Laurence böm — Ethel Stones * ...» ... .. böm. Hugsunin um þau kvaldi han» meira en hún vildí kannast við. Það var ekki afbrýði — hún hafðt nákvæmlega rannsakað tilfinning- ar sínar — hún fann ekki til af- brýði gegn þeim af því, að þau áttu svo stórt pláss í huga manns henn- ar. Það var svo eðlilegt, að hún gat ekki verið afbrýðissöm við tvær litlar stúlkur, aðeins 6 og 7 ára. En hver var þessi undarlega, beiska, næstum hatandi hugsun, sem greip hana í hwrt sinn er hún rendi huga til bama Ethels? Hún hafði aðeins séð þau einu sinni fyrir 3. órum síðan, þegar hún var í London í vikufríi sínu, sem henni var veitt á hverju sumri frá rit- störfunum. Eyrri hluta dags, þeg- ar hún var ein á gangi í skemti- garðinum, fóru þau fram hjá, Laur- ence og kona hans, ásamt litlu stúlkunum. Hún hljóp bak við runna og horfði þaðan á þau, skjálfandi frá hvirfli til ilja. Laur- ence með kæra, fagra, rólega and- litið, Ethel Stone, beinvaxin, föl en skrautleg — og svo börnin, tveir fjörugir, órólegir, fallegir sumar- fugiar, s>em dönsuðu í kring um foreldra sína og voru símasandi sín á milli. Þí.u gengu öll eft'r liiiðar- stig, og ekkert þeirra hafði séð hina einmanalegu persónu bak við viðarmnnann. En aldrei á æfi sinni hafði henni fundist hún jafn ein- mana, yfirgefin og auðmýkt, eins og þarna í skugganum bak við runnann, meðan börn Laurence dönsuðu fram hjá henni í sólskin- inu. Hún krosslagði hendurnar og fór að ganga aftur og fram um gólfið. Nei, hún hafði ekkert að ásaka sig fyrir, hún gat ekki látist elska það sem hún ekki elskaði. Hennar eðli var hreint og sannleikselsk- andi, henni var ómögulegt dag éft- ir dag að láta sig sýnast vera það, sem hún var ekki. Hún gæti aldrei elskað þessi börn, þau yrðu aldrei hennar — það var svo mikið djúp á milli þeirra — þau voru börn hins ríka erfingja, og hún aðeins skrif- stofustúlka. En, hamingjunni sé lof, það var ibúið að ráðstafa þeim, Laurence hafði getið sér til kringumstæð- anna. Án þess hún hefði sagt eitt einasta orð, hafði hann skilið ásig- komulagið. Hann hafði af sjálf; sögðu boðist til* að senda börnin á fæðisskóia, hún hafði engu svar- að, en hún vissi að hann hafði í augum sínum lesið þá ánægju, sem þetta tilboð veitti henni, og Laurencec hafði skrifað sama dag- inn til skólastjórans. ! Strax eftir giftinguna, þegar hún var búin að heilsa þeim, áttu börnin að fara til hins nýja heim- ills sfns, og svo skyldi iífið byrja fyrir hana og Laurence. Laitrence Grant hjálpaði konu sinn ofan úr vagnirihm . Framdyrnar mru opnar. FyriV innan þær stóðu þjónarnir tveif, gamla ráðskonan og aliar vinnu- konurnar, Iþegar hin nýja frú sté ytfir þröskuldinn, rétti ráð^konan henni ilmríkan blómvönd • og hneigði sig. Tár komu fram í augu Violet. Allir voru svo góðir og ástúðlegir við hana, en hvað lífið var bjart og indælt — hvernig gat hún verðskuldað slíka gæfu. Laubence færði hana úr kápunni og fyidi henni upp stigann. Þykk og mjúk teppi lágu á gólf- inu og veggirnir voru skreyttir verðmiklum myndum. Aldrei hafði henni komið til hugar að heimili Laurence væri svo skrautlegt. Og thér átti hún að vera, hér átti hún að lifa alla æfi sína með Laurence. Laurence tók um mitti hennar og þrýsti henni að sér. “Velkomin á heimili þitt, elsku konan mín”, sagði hann og kysti innilega tárvotu augun hennar. “Það hefir dregist lengi, Violet, en nú er ekkert sem getur skilið okk- ur.” “Ó Launence”, hvfslaði hún lágt, “hvemig get eg gert mig verðuga slíkrar gæfu?” Alt f einu voru dyr opnaðar upp á loftinu fyrir ofan þau, og hröð en stutt skref heyrðust á gólfdúknum Svo hljó>maði lágur en hreinn hlát- llr’ ■ ;. m B h-" Violet leit upp. Tyo lítil, rík höfuð gægðust yfir handríjðið tryppin mín,” sagði Laurence — ó, hve rödd hans var blíð og ástúð- leg. — “Komið þið hingað og heils- ið kurteislega.” Tvær iitiar, hvítklæddar verur flugu ofan stigann — beint um hálsinn á Violet. “Góðan daginn — litla mamma — mamma eftir vagninum — kýstu okkur svo — það er seint? — Við höfum staðið og gáð að vagninum — kystu okkur, ó — það gerði okk- ar gamla mamrna altaf.” “Þær eru dálítið óstjórnlegar, Violet”, sagði hann afsakandi. “Þú sérð að þœr eru ekki óframfærn- ar. Svona, verið þið nú rólegar, þið megið ekki ama---------mömmu ykkar”, hann leit fljótt og kvíðandi til Violet. ViOlet stóð þögul og föi án þess að hreyfa sig. Svo áttaði hún sig, laut niður og kysti börnin. “Hver ykkar er Kitty og hver Aliee?”.spurði hún. En rödd henn- ar var svo þur og kuldaleg, að hún varð sjálf hrædd við að heyra hana. En hún virtist engin áhrif hafa á litlu stúlkurnar. Þær fóru strax að spjalla saman. “Það er eg, sem er Kitty”, sagði sú minni, dökkeygð með ljósjarpt hár og ljómandi snoturt andlit. Og þetta er Alice.” “Já, og eg er s úeldri,” sagði Alice' jafn áköf. “Það sérðu Jíka strax, er það ekki? — Mitt hár er mikið lengra eo Kitty — og þú getur séð að eg er eldri?” Og hún tók'í einn af löngu lokkunum, Jil að sanna orð sín. “Ó, hvað það er indælt að þú ert komin,’ sagði Kitty aiflðlega og iagði litiu hiýju kinnina sína við liendi Violets. “Við höfum hlakk- að svo mikið til þess. Við höfum ekki átt mömmu í meira en ár.” “Já, gamla mamma okkar dó,” sagði Alicee, “veiztu það?” “Kitty man ekki hvernig hún leit út,” bætti Alice við, “en það er líka meira en ár síðan, og Kitty var þá svo litil. En það stendur stór mynd af inörnmu á borðinu hans pabba, viltu sjá hana? — komdu, þá skal eg sýna þér hana”. Hún greip f liendi hennar og reyndi að draga hana upp stigann. “Þú getur gert það seinna, Aíice”, sagði Laurence órólegur. Hann hafði séð kvaJasvipinn á andliti Violets. “HJauptu nú held- ur upp í herbergið þitt /aftur.i Mamma ykkar —” en hvað henni þótti leitt að heyra þenna hikandi hreim í röddinni þegar bann taiaði þetta orð. “Mamma ykkar er þreytt og þarf að hvíla sig og hafa fataskifti fyrir dagverðinn.” “Já, en eg vil fyrst kyssa þig”, sagði Ivitty. Hún lagði litlu hand- leggina sína um hálsinn á Violet, og lyfti andlitinu sínu að hennar. “Kystu mig svo — litla mamma”. Svo þutu þær upp stigann eins og hvirfilvindur. Upp á pallinum nam Kitty staðar og sendi Violet fingurkoss. Svo hurfu þær báðar inn í ganginn. Violet stóð í búningsherberginu sfnu og klæddi sig úr ferðafötun- um með hægð. Hún ,var þreytt, hálfrugluð og viðkvæm. Hún skildi ekki sjálfa sig. Henni lá við að gráta á hverju augrtabliki, og þó var þetta gæfuríkasti dagurinn á æfi hennar. Og svo skrautið alstaðar. Hún vissi raunar að Laurence var nú orðinn rfkur, en henni hafði aldrei komið til hugar að hann væri jafn auðugur. Hún hafði aðeins hugs- að um Laurence sjálfan og ást sína til hans. En guði sé lof! Laurence var alt- af hinn sami. Hinn sami tryggi, elskuiegi, göfugi maður, sem kom til hennar í fátækt hennar og ein- manalegu tilveru — hann var á- valt hinn sami. ó, hvað hún skyldi vera honum góð og gera hann gæfuríkan. Og svo feom hún aftur þessi undarlega ruagandi, viðkvæma óró- semi. Hún sá skyndilega tvö dökkhærð, brosandi höfuð — það var þó undarlegt, alt öðruvísi en hún hafði hugsað sér. Hvað átti hún að segja og hvað átti hún að gera? — Nú, það var aðeins ,einn dagur, á morgun færu þau mQÖ lestinni, og börn Ethel Stones var Laurencce sem kom að sækja hana til dagverðar. Hlið við hlið leiddust þau ofan breiða stigann til hinnar fyrstu máltíðar á hinu sameiginlega heimili þeirra. Laurence lyfti glasinu sínu. “Fyrir framtíðina, Violet”, sagði hann, “og fyrir gæfuna”. Hún klingdi sínu glasi við hans — brosti til hans með tár í augum. Já, fyrir gæfuna, sem loks var kom- in, og sem hún ætlaði að varð- veita. Eftirmaturinn var borinn inn. Laurence hafði sent þjóninn burt svo ]>au,sá^ nú alein, þessi gæfu-1 *Kitty. Kitti, “eg hefi aldrei verið í skóla, en Alice hefir. Ungfrú Stevens* kemur hingað á hverjum degi og býr Alfce undir skóla”. “Því komsitu ekki fðalestinnix Kitty, “þá hefðir þú getað verið hér lengi áður en við fórum á skóla og þá hefðum við átt svo indælt.” “Já, en við fáum hvíldai'tíma”v sagði Alice, “þá komum við heim og Iþá læturðu okkur líða vel, er það ekki, mamma?” “Jú”, svaraði Violet án þess að vita hvað hún sagði., “.Segðu okkur nú eitthvað”, sagði áköf, fögur og forvitin. . jg væru úr hennar nájægt. j. “Komið þið hingað ofan litlu Nú var barið að dyrum. /Það í'íku hjón. Violet hafði gleymt öllu í kring um sig. Hún sá aðeins eitt, and- lit Laurences, heyrði aðeins eitt, biíðu röddina hans, fann aðeins að hann studdi hendinni á hand- iegg siún. Hún eins og vaknaði af draumi þegar barið var að dyrum. Roskin, gráhærð sttúlka kom inn, og stóð við dyrnar hikandi. “Atsakið að eg kem — ” sagði hún loksins, “en bömin vildu endi- lega —” “Hvað er nú, Jana?” spurði Laur- encö, “Þetta er gæzlukona bam- anna,” sagði hann við Violet. “Er nokkuð að, Jana?” “Nei”, svaraði Jana, “það eru að- eins börnin, þau vilja endilega að frúin komi upp og bjóði þeim góða nótt. Það dngði ekki að eg segði þeim að þið sætuð við borð- ið _ þau héldu áfram að heimta þetta — og svo sagðist eg skyldi fara ofan og segja ykkur frá þessu”. Violet strauk''hendinni um enn- ið. Hún var orðin föl og höndin skalf. “Segðu þeim, að þau eigi að vera skynsöm”, sagði Laurence, “og gera engan óróa. Eg skal koma upp til þeirra — seinna — ” “Nei, nei — ” Violet var stað- in upp. “Þess þarft þú ekki, Laur- ence, eg fer auðvitað til þeirra, það er skylda mín. Viljið þér fylgja mér til herbergis barnanna, Jana?” í ganginum fyrir utan dyrnar á barnaherberginu stóðu tvö koffort, full af fatnaði, og ofan á þeirn láu yfirhafnir, húur og skór litlu stúlknanna. Jana hafði undirbú- ið burtför þeirra. Violet opnaði dyrnar og gekk inn. Um leið og hún gekk inn, vissi hún ekki hvað hún ætlaði að segja — hvað hún ætlaði að gera — hvað bún í raun réttri vildi þang að. Hún stóð kyr á miðju gólfi og horfði vandræðaleg f kringum sig. Fjórar litlar hendur gripu með ákafa í Iqólinn hennar, og tvær litlar verur í hvítum síðum nátt- kjólum dönsuðu í kring um hana. Ó, hvað þú varst væn að koma. Jana sagði að þú vildir það ekki, en þú vildir það auðvitað samt; komdu nú, við setjumst á dúkinn fyrir framan ofninn og tölum sam- an, það gerði mamma altaf.” “Ó, hvað það er indælt að eiga aftur móður til að tala við á kvöldin. Það er svo langt síðan við höfum átt mömmu.” Violet svaraði ekki. Hún vissi eiginlega ekki hvort hún var í þess um heimi eða hinum. Hún lét þær leiða sig að ofninum og aettist á dúkinn. Aiiee lá á knjánum og lagði höfuð sitt á öxl hennar, og Kitty litla skreið upp í kjöltu hennar og lét fara vel um sig þar. “Stundum kemur pabbi hingað upp”, sagði Kitty, “en hann kann nú ekki rétt. Eg man vel, þegar mamma kom hingað. Nú er það eins og þá.” “Pabbi hefir sagt okkur að við ættum að fá nýja mömmu", bætti Aliee við. “ó, við höfum hlakkað svo mikið til þess — ímargar vikur. Oig paibbi sagði, að.við ættum að vera góðar við þig, af því þér hefði ekki liðið vel.” “Já, en nú skal þér líða vel,” sagði Kitty og kysti eyrað á Violet, “því pabbi er svo góður og við skulum líka vera góðar.” “Finst þér ekki vera þægilega hlýtt þarna?” spurði AJice; “veiztu að vjð eigum að fara á morgun? Kitty og eg eigum að fam Jangt í burt á skóla. Vissir þú það?”: “,Iá," svaraði Violet, “Við eigum að fara i skóla”, sagði Hvað á eg að segja?” sagði Vio- let, sem var afar örðugt um mál. “Það er sama — segðu okkur eitthvað. Manstu ekki eftir neinu? Hvað sagði mamma þín þér, þegar ]>ú varst lítil?” “Hennar mamma — Violet lok- aði augunum. Hún sá í huganum sólbjartan sumarskála langt í b^rtu á Indlandi. Hún sá móður sína unga, hvítklædda og ánægða. Hún sá föðru sinn,. rösklega herforingj- ann — hún sá sjálfa sig sitjandi á öxl hans, meðan hann gekk aftur og fram um sólbyrgið. Svo kom önnur mynd — lítið herbergi, en svo viðfeldið og rólegt. Og þar var móðir hennar aftur — eldri, dökklædd, en með sama blíða bros- ið, sömu mjúku hendurnar. Undar- legt hve langt var síðan. Hún var aðeins 12 ára þegar hún misti hana. En hvað hún hafði saknað henn- ar öll æskuárin, sem hún var hjá sér óskyldum manneskjum. Svo kyntist hún Laurence, allar henn- ar hugsanir snerust um hann og það var hann, sem hún saknaði og grét yfir. — Ó, hefði hún átt móð- ur sína þá, hún hefði lijálpað henni til að bera sorgir sínar, eins og hún bar sína -eigin sorg. Hún skalf frá hvirfli til ilja sök- um ekka, sem hún reyndi að dylja. Hún beygði höfuðið aftur á bak og lokaði augunum, til þess að hindra tárin frá að koma í ljós. “Mamma — hvað er að þér?” spurði Alice óttaslegin. Tveir mjúkir handleggir þrýstu sér að hálsi hennar, og andlit henn- ar var hulið með kossum. “Það er ekki neitt — það er í sannleika ekki neitt”. Hún reyndi að losa sig, hálft í hvoru gagnstætt vilja sínum. “Eg er aðeins þreytt — og nú eigið þið líklega bráðum' að fara í rúmið?” Alice, sem var eldri og skynsam- ari, sóð strax upp. Komdu, Kitty,” sagði hún. “Pa'bbi sagði að við mættum ekki þreyta mömmu. Nú förum við í rúmið, svo segir mamma okkur eitthvað þegar við komum heim í hvíldartímanum.” Já, en mamma á að heyra kvöld- bænina okkar fyrst,” sagði Kitty. Yiolet stóð upp. “Já, komið þið, mér þykir vænt um að heyra kvöldbænina ykkar, áður en eg fer ofan.” Litlu stúlkurnar knéféllu við rúmið og lásu bænina sfna — báðu eins og bömum er títt með hugann bundinn við orðin fremur en mein- ipguna. Svo bætti Kitty við með hreinu mjóu röddinni sinni: Þökk fyrir, góði guð, að við höf- um fengið möramu aftur.” Laurence gekk aftur og fram um borðstofuna, þegar loksins að Vio- let kom, föl og rauðeygð, en með ánægjuiegan svip. “Violet, hvað er að?” sagði hann kvíðandi, “hafa börnin sagt nokk- uð?” Hún smokkaði handlegg sínum undif hans og hallaði höfðinu að öxl hans. “Já, þau hafa”, sagði hún, “þau hafa sagt alt, sem þurfti að segja — einmitt það, sem eg þurfti að heyra. — Ó, eg þarf að biðja þig bónar, Laurence það er fyrsta bón- in mín sem kona þín, um hana neitar þú mér ekki?,” Hann tók undir höku hennar og horfði í hm ánægjulegu augu henn- a c “Nei, Violet, það get eg ekki”, sagði hann innilega blfður, “segðu mér hvað það er?” “Að þú sendir ekki börin burt á morgun|, hvLslaði húíi ánægjuleg og fól andlit sitt við Jbrjést hans.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.