Heimskringla - 10.10.1923, Side 1

Heimskringla - 10.10.1923, Side 1
Verðlami gefio fyrir Coupoos og Sendi'B eftir verBlista til ® Roynl Crovrn Soap Ltd. 654 Main St.f Winnipag. Uinbáíir Verðlaun gefia fyrir Conpuní og umbúðir ROYAU CROWN SendlS eftlr verBllsta tll Hoyal Croun Soap Ltd. 6.V4 Maln St.* AVinnipeg:. XXXVIII. ÁRGANGUR. WINNIPEG. MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 10. OKTÓBER, 1923 NÚMER 2 Stephan G. Stephansson. Á miðvikudaginn var 3. þ. m. varð skáldið Stephan G. Stephans- son sjötugur. Hann er hið lang- merkasta skáld íslenzku þjóðarinn- ar §em nu er uppi. Hér er hann búinn að dvelja vestan iiafsins í 50 ár, og því verið samtíða öllu því er gerst hefir meðal þjóðar vorrar hér í landi frá fyrstu landnámstíð. Fylgst hefir hann með í öllu er gert hefir verið heinia- á þessum tfma, og er vanséð að nokkur ís- lendingur hafi látið sig meira varða alt, er að einhverju leyti hefir snert hag þjóðarinnar en hann. Sumarið 1917 bauð þing og þjóð honum heim. Dvaldi hann þá sumarlangt á fslandi sein heið- ursgestur þjóðarinnar. Fjöldi smá- rita hefir komið út eftir hann á ýmsum tínmin. Árið 1909 voru ljóð- mœli han9 gefin út í heildar út- gáfu (3 bindum um 900 bls.). Mun sú útgáfa að mestu uppseld. Mik- ið og margt hefir hann ort síðan og hefii' þeim- ljóðum nú verið safn- að í heild og koma þau út nú inn- an skamims. Verður þessi viðbót við fyrri útgáfuna í tveimur bind- itm, á stærð við fyrri bindin tvö í Rvíkur útgáfunni, og bundin í samskonar band. Mynd fylgir þessu framhaldi ljóðinælanna af skáldinu er tekin var á þessu ári, og sýnir hann réít sjötugan. Hkr. leyfir .sér að flytja skáldinu hinar hugheilustu árnaðar óskir við þetta tækfæri, og óskar hún og vonar að hann eigi enn mörg ár að baki, og að þjóð vor fái notið anda hans um langan tíma, og ljóða, er vei-ið hafa henni sterkasta hvötin í sannleiks og sjálfstæðis- baráttunni hér vesian liafsins. Ganada. Þrotabú Home Bankans. Fisher dómari í Ontario hefir loks skipað skiptaráðanda í þrota- bú Home bankans er gjaldþrota varð í haust. fiefir mikið verið rætt um gjaldþrotið í öllum vest- anJblöðunuin, því horfur hafa alt- af versnað með að þeir fái nokkuð er fé áttu inn í bankanum. V»r fyrst álitið að eignir bankans myndi hrökkva sem næst fyrir skuldum, en nú er það orðið vitan- legt að svo er ekki. Eiga eigna skiftin að fara fram 5. des. næstk. Við yfirheyrzlu bankastjórnarinn- ar kom það í ljós að stórfé hefði verið lánað ýmsum landabröskur- um í Toronto og er að mestu leyti tapað. Einn hafði fengið um tvær miljónir mót veði i lóðum í útjarðri borgarinnar, þvert ofan í bankalög- gjöfina, er bannar öll veðlán. Eleira kvað vera þessu líkt nieð ráðsmensku jbankans. Er það ekki í fyrsta skifti sem fjárbraskarar í Ontario hafa steypt peningastnfn- unum í landinu og fbúar vestur- fyilkjanna beðið tjón af. Banka- stjórnin, ásaint yfirbókhaldara og torseta, hefir verið tekin föst, en látin iaus gegn $25—50,000 ýeði. Kemur mál þeirra fyrir rétt, ein- hverntfma í vetur. Forseti bank- ams hefir legið veikur síðan hann varð uppvís að svikum og sfeýrslu- fölsun og segja fréttir, að hann muni ekki komast til heilsu aftur. Prinsinn frá Wales Hefir verið Vesturlandið að ferðast hér um undanfarnar vikur. Á hann búgarð mikinn vestur í Alberta og fór hann þangað um mánaðamótin síðustu. Til Winni- peg koin hann í vikunni sem leið og dvaldi um kyrt hér í tvo daga. Var ihann til heimilis hjá Sir. Au- gust Nanton. Var honum haldlð þar fjöiment kveðju samsæti á miðvikudagskveldið var, tóku þá háskóla stúdentar sig til og gengu þangað í fylkingu og æptu fyrir dyrum úti. Var þe-tta innsetning- arkvöld nýsveina við háskólann. Gekk konungsson, er hann heyrði bekkjar ópin kveða við fyrir utan, tram á hússvalimar, ávarpaði nem- endurna nokkrum orðum og óskaði þeim til lieilia við námið. • David Lloyd George, Fyrverandi forsætisráðhera Breta, Lloyd George er nýkominn hingað til lands, ásamt konu sinni og dóttur. Ráðgerir hann að ferðast fram og aftur um landið og flytja fyrirlestra á ýmsum stöðum. Til Winnipeg er hann væntanlegur á laugardaginn kemur, verður hann gestur fylkisstjórans, og tefur hér fram yfir vikulokin. Laugardags- kveldið flytur hann fyrirlestur í Olympic skautaskálanum. Er þar seturúm fyrir liðug 5,000 manns. Aðgangur verður seldur og arður samkomunnar látinn ganga í fá- tækrasjóð ibæjarins. Fyrir rúmum 20 árum síðan heimsótti hann Winnipeg. Það var á þeim tíma er ihann sætti mestum andmælum heimafyrir, fyrir andstöðuna gegn Búastríðinu. Var þá ekki slegið upp veizlum við komu hans. Hélt hann til hjá einum landa sínum hér í bæ, handverksmanni velskuin, er i bjó í vestur bænum, fremur fátæk- um. Slys á Rauðá. Á föstudagskveldið var vildi það slys til á Rauðá norðan við Sel- krk, að dráttarskipið Areliibald er var á leið upp til Selkirk varð fyr- ir árekstri af öðru dráttaskipi er var á norðurleið. Brotnuðu bæði skipin, og sökk hið fyrnefnda á skammri stundu, en varð þó dregið upp undir nusturbakka áriunar. Tveir menn biðu bana á skipinu, voru staddir inn í véla klefanum er áreksturinn varð, urðu jveir fyrir gufu og sjóðandi vatni er skipsvél- in sprakk og náðist eigi til þeirra í tíma svo þeim yrði bjargað Hét annai' hinna látnu, Stevvvart, átti heima í Selkirk, kvongaður maður en barnslaus, en liinn hét liiobert Dewar skozkur maður og fyrir sköinimi kominn hingað til lands. Hörrækt í Manitoba. Forsetisráðherra Bracken skýrir frá því að farið hafi verið fram á við stjórnina að hún styddpað því að tekin yrði upp hörrækt út á milli vatna hér í fylkinu. Vill til- lögumaður að hör sé ræktaður til vefnaðar, og komið sé upp spuna- vélum og vefnaðar verkstæðum annað hvort í Winnipeg eða þá þar norður frá. Álítur hann að bændum gæti orði mikill hagur að þessu ef þessi iðnaðúr kæmist á fót, og eig af veita eins og sakir standa nú með kornmarkaðinn. Er land þar talið gott til hörræktar og hör uppskrean tryggari þar en hveitið. Hveitiflutningur. Hveitiflutningur ihefir verið mun meiri úr Vesturlandinu á þessu liausti austur að stórvötnum og til hafnarbæja, en hann var um sama leyti í fyrra. Með Can. Pac. braut- inn voru send 3'/a. miljón bushel síðastl. laugaixiag og með ríkis- brautinni- 2% million. Ber þetta vott um að uppskera hefir orðið meiri en ibúist yar við framan af í haust, ætti það að bæta nokkuð úr viðskiftatregðunni þó verðið sé lágt. Vínsalan og Hótelin. Um það hefir verið deilt síðan vínsölulögin nýju gengu í gildi hér í fylkinu á þessu sumri, hvort eig- endur ihóteia og greiðsöluhúsa mætti kaupa og hafa áfengi undir hendi. Úr þessu hefir nú verið leyst með lögregiludómi er kveð- inn var upp f Gretua á laugardag- inn var. Fundust þar í hóteli miklar byrgðir af öli og var eigandi kærður. Fyrir réttinum var hann sýknaður undir þeirra grein lag- anna, að fylkisbúum væri heimilt að hafa ölföng á heimiilum sínum, en hótelið hlyti að skoðast heimili hins kærða fyrst hann byggi þar. Fáheyrð mannvonzka og grimd. Fyrir sakaréttinum í Brandon hefir staðið yfir málsókn þessa daga er valdið hefir almennan við- bjóð meðal fólks héi- í fylkinu. Hjón að nafni Goring er búa út í bygð nokkrar míiur frá Brandon, tóku stúlkubai'n að nafni Laura Ellman í fóstur til sín síðastl. haust. Faðir bamsins var heimil- islaus, og eftir því sem fram hefir komið við réttarhaldið, ráðlítll og öreigi. Var hann þar f- vinnu vestra og kyntist hjónum þessum, er buðu honum að taka af honum barnið. Kom ihann því svo fyrir hjá þeim, og segir ekki af því nieira, fyrr en á áliðnum vetri í fyrra, að barnið komst í burtu frá þessuin fóstur foreldrum og til ná- ? rnna hjóna er búa þar all fjær :> ' ar það þá svo til reika að það var »l:kert n' ms sár og meiðsli, o;r heita mátti klæðlaust. Var það skaðkalið á ihandleggjum og fót um og auk þess blátt og m&rið auð- sjáanlega eftir barsmíð. Voru dott- in isór á bæði hendur og fætur undan kalinu og á mjöðm og hnjá- kolla svo að undrun þótti sæta að það skyldi komast þessa leið. Annað augað var nær þv-í sokkið i bólgu liellu er huidi hálft andlit- ið. Horað var það og hungrað svo það var nær máttvana. Var sótt j til þess hjúkrunarkona og er lýsing i hennar fyrir réttinum á því hvern- I ig barnið var útlítandi, ein hin ! hryllilegasta. Eftir nokkra grenzl- ; an spurðist til -föðursins e.' þá var í hér í bænum og var 'barnið sent | hingað inn og flutt strax á spítala. Hefir það svo verið þar í alt sum- ! ar, og er eigi alibata enn og verð- I ur aldrei. Er það liaft eftir lækn- i unurn að það verði kryplingur ör- kumlaður alla æfi. Eftir langan j rekstur lét hið opinbera loks hefja rannsókn í þessu máli og færa fóstur-foreldrana fyrir rétt. Kom það þá upp að l úsfreyjan hafði hvað eftir annað mísþyrmt barn- inu, liarið það og stundum lokað það úti eftir að kuldar voru komn- ' ir, látið það ganga berfætt á gadd- inum og í snjónuin og svelt það. Að sfðustu, fyrir einhver smábreki hafði hún skipað þv.í úr fataræfl- unum, steypt yfir það helköldu vatni og rekið það svo út klæð- Jaust. Þetta var í mestu hörkun- um í fyrra. Kól það þá bæði á höndum og fótum. Það sem bjarg- aði lífi þess var, að það áræddi að strjúka þá rétt á eftir og konist til manna. Fyrir réttinum afsökuðu hjón þessi sig með því að þau væri fátæk og faðirinn hefði ekk- ert goldið með barninu. Eftir því sem séð verður, hefir hið opinibera sótt inálið fremur dræmt, þvf dóin- arinn sýknaði hjónin þó hann jafn- framt lýsti því yfir að þau væri hegningarverð. En svo mikla óá- nægju hefir dómur þessi vakið að helztu blöð hér í bænum hafa skor- að á dómismiálaráðgjafann að iáta rannsaka málið á ný og gera það lýðum ljóst, að réttvísin láti sig eigi síður varða hversu tarið sé með varnarlausa og snauða mrai- aðarleysingja en þá err fleiri eiga til eftirmála ef til kasta kemur. Ur bænum. Ritstjóri “Hkr.” brá sér vestur til Lundar á mánudaginn var í er- indum blaðsins. Dvelur liann þar vestra nokkra daga, og vonast til að fá tækifæri að tala við sem flesta kaupendur blaðsins. Fer hann ferð þessa í innheimtu erind- um og svo til þess að kynnast mönnum og málefnum þar um sióðir. Vlonast útgefendur til að erindi hans verði hvarvetna vel tekið og að áskrifendum að blað- inu fjölgi stórum þar vestra við komu hans. Séra Eyjóilfur Melan frá Gimli er staddur hér í bænum þessa daga. Fór hann austur til Pine Vahcy á laugardaginn og flutti þar messu um helgina. Það slys vildi til í Árliorg síð- astl. miðvikudagskvöld að hr. Eiríkur Bárðarson, póstmeistari á Bifröst varð fyrir áfalli er hann beið bana af. Fregnir af slysi þessu eru nokkuð ónákvæmar enn þá, og skýring lækna eigi birt enn. A þriðjudagsmorguni'nn 9. þ. m. andaðist á Almenna sjúkraihúsinu hér f ibænum húsfrú María Bjarna- dóttir Torfasonar frá Siglunesi, Man. Hún var gift Jóni Hávarðs- syni og bjuggu þau þar nyrðra. Hún var kona á unga aldri og liin myndarlegasta. Frá Piney komu hingað til bæjar- ins á þriðjudaginn var 9. þ. m. Bjöm Thorvaldsson og sonur hans, og Thorsteinn Pétursson prentari. Ekkert sögðu þeir tíðinda þaðan að austan, nema góða iíðan manna. þar allánn fram eítir því sein kraft- arnir leyfa. Mrs. Jóhanna Sigríður Benson, kona Mr. B. K. Benson í Vancouver, B. C., lézt þ. 24. sept á sjúkrahúsi borgarinnar. Banamein hennar var kraibbamein. Hún var jarðsett 28. sept. s. 1. Jóhanna sái. var systir Paul Joihnsons rafmagnsfræðings í Winnipeg. Hinnar 'látnu verður nánar getið síðar. Laugardaginn 1. sept., voru gefin saman í hjónaband af séra B. B. Jónssyni, Magnús G. Magnússon og Haldóra Hemnann bæði frá Winnipeg. Hjónavígslan fór fram hjá systur brúðurinnar að heimili Mr. og Mrs. J. K. ólafssyni Garð- ar N. Dak. Viðstaddir voru nokkr- ir nánustu ættingjar brúðlhjón- anna; að giftingunni aflokinni voru frambórnar rausnariegar veit- ingar og ekkert til sparað að gera alt svo fu'llkomið og ánægjulegt sem frekast var hægt að kjósa. Að samsætinu loknu lögðu brúðhjón- in á stað til síns fyrirhugaða fram- tíðar heimilis, sem er í London, Ont., og fylgja þeiin hugiheilar hamingjuóskir frá vandainönnuin og vinum þeirra umi blessun og far- sæla framtíð. — Vissra orsaka vegna hefir dregist að geta um þetta. Á föstudaginn 5. þ. m. andaðist hér á Almenna sjúkrahúslnu Frí- mann Jónasson eftir uppskurð er á honnm var gerður þá um morgun- inn. Hann var um þrítugt kvænt- ur en barnlaus og bjuggu þau hjónin sunnan við Gimii. Hann var sonur Benedikts heitins Jónas- sonar og önnu Torfadóttur konu hans, er lengi bjuggu á Akri sunn- an við Gimli. Fund heldur Ungmennafélag Sairtbandssafnaðar í. fundarsal kirkjunnar á laugardagskx’eldið kemur 13. þ. m. Áríðandi að allir sæki og komi á tíma. Fundurinn byrjar kl. 8. Hr. Sigurgeir Stefánsson frá Selkirk var staddur í bænum á þriðjudaginn. Engar sérstakar fréttir sagði ihann að norðan. Mr. Stefánsson hefir tekið að sér in” heiiintu fyrii' “Hkr.” í Selkirk og eru kaupendur íblaðsins beðnir að taka erindi hans vel og greiðlega er hann kemur að heimsækja þá. Frú María Straumfjörð kom hing- að til bæjar vostan frá Lundar í gær þar sem hún hefir dvalið í sumar hjá tengdafólki sJnu. Leggur hún af stað í dag vestur til Eugene Oregon, þangað sem maður henn- ar iflutti í sumar, Jóhann gullsmið- uin Strauinfjörð er gullfangaverzl- una hafði hér í inörg ár á Sargent Ave. Setjast þau þar að og hef- ir Jóhann byrjað þar á hinu saina handverki sínu. Fyrirle&tra flytur séra Jónas A. Srgurðsson um jijóðræknismál á eftirfarandi stöðum í næstu viku: Arborg, í kirkjunni á mánudags- kvöldið þ. 15. þ. m. kl. 8.30; Víðir Hall þriðjudaginn þ. 16. kl. 2 e. h. Frainnes Hall að kvöldi sama dags kl. 8.30; Geysir Hall miðvikudag- inn þ. 17. kl. 2 e. h.; Riverton, f kirkjunni að kvöldi sama dags kl. 8.30; Breiðuvíkur kirkju fimtudag- Inn þ. 18. kl. 2 e. h.; Árnes sama dag að kveldinu kl. 8.30; Gimli föstudagskvölið þ. 19. kL 8.30. Óhætt mun vera að fullyrða að erindi þessi verða bæði fræðandi og uppbyggileg og ættu sem flestir að sækja þessar saankomur, hverr- ar skoðana sem menn kunna að vera með viðhald okkar þjóðernis í þessu landi. Ekki verður seldur inngangur að samkomum ]iessum, en mönnum verður gefið tækifæri á einn eða annan hátt að stiðja að þeim mál- um, sem Þjóðræknisfélagið hefur með ihönduim. A. P. J. Á þriðjudaginn 2. þ. m. héldu nokkrir af yngra fólki Sambands- safnaðar og All Souls Únítarakirkj- unnar hér í bæ hr. Ingilberg H. Borgfjörð samsæti í fundarsal All Souls kirkjunnar, í tilefni af því að , hann var að fara ur bænum vetrar- langt. Gerir hann ráð fyrir að dvelja austur í Port Arthur í vetur og aðstoða föður sirm þar, við byggingar er The McDiarmid Oon- ttruction Co., er að reisa þar á ýms- um sböðum eystra Fylgja honuin þangað árnaðar óskir allra hans mörgu vina, úr hópi yngri manna hér í bæ. Mr. og Mrs. John Lingholt frá Big Point, Man., eru stödd hér í borginni. Mr. Lingholt var skor- inn upp við sjónleysi af Dr. Jóni Siefánssyni. Þjóðræknismáiið er allra íslend- inga, ættu þeir því hver og einn að leggja því alt það lið sem þeir geta. Nú í næstu viku er ráðgert, sem sjá má af auglýsingu f blaðinu, að farin verði fyrirlestra ferð uun Nýja ísland, tii þess að vekja al- mennan áhuga fyrir þessu máli, og kynna mönnum þar starf Þjóð- ræknisfélagsins. Fyrirlestra flytur séra Jónas A. Sigurðsson fyrver. forseti Þjóðræknisfélagsins, en með honum verða honum til aðstoðar hr. Árni Eggertsson varaforseti og hr. Ásmmndur P. Jóhannesson fé- hirðir félagsins. Því má treysta að Ný-íslendingar sæki þessa fyrir- lestra, og að þeir láti það ekki bregðast fremur nú en endranær að sýna í veikinu að þeir vilji Is- lendingar vera. Bezt fá þeir sýnt það við þetta tækifæri með þvf að ganga í félagið. Og drjúgast verður þjóðræknisstarfið ef alþjóð íslemdinga hér vildi taka höndum saman og vinna að tilgangi félags- ins. Eigi getur virðulegra verk- efni en það, og má hver vera stolt- ur af að starfa að því og leggja sig íslenzka stúdentafélagið heldur fund, þann hinn fyrsta á þessu starfsári, í fundarsal Fyrstu lút. kirkju við Victor St., laugardags- kv. 13. okt., kl. 8.30. Sunnudaginn 30. sept. síðastl. var þeim hjónum Mr. og Mrs. Högna Guðmundssyni í Laufási við Lund- ar f Álftavatnsbygð, ásamt Eiríki Guðmundssyni bróður Högna, Iialdið mjög ánægjulegt samsæti af sveitungum þeirra og vinum. Til- efnið var að þeir bræður hafa bú- ið þar f bygð um nær því aldar- þriðung og verið hinir hjálpsöm- ustu greiðamerm til hvers er miðað hefir bygðarmönnum til hagsældar. Hefir heimilið jafnan verið hið gestrisnasta og iþeir bræður jafnan til allra góðra verka búnir er þeirra hefir verið leitað. Var þessa rækilega minst við þetta tækifæri. Hr. Guðmundur Þórðarson frá Pine Valley, Man., var staddur hér f bæ um síðustu helgi. Ko4n liann hingað til þess að kveðja dóttur sína frú Þórey Straumfjörð, er flytja er ihéðan alfari vestur að hafi. Flutti maður hennar vestur í sumar en hún hefir dvalið hér síðan og stundað kennslustörf. Hr. Þorvaldur Þórarinsson bók- sali við íslendingafljót kom snögga Æerð hingað til bæjar á mánudaginn. Fréttir sagði hann fáar þaðan að norðaa, aðrar én góða veðráttu og sæmilega almenna líðan.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.