Heimskringla - 02.01.1924, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
9
WINNIPEG, 2. JANOAR 1924
“Sælir eru þeir framliðnu, sem nú eru í Drottni dánir. Þeir skulu
fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim”.
Opinberunarb- Kap. 14: 13 v.
“Lof og dýrð, vizka og þakkagjörð, heiður og vald og kraftur sé
Guði vorum um aldir alda, Amcn.
Opiniberunarb. Kap. 7: 12 v.
Eftir beiðni hins aldna vinar, er augum hefir nú lokað fyr-
ir ljósi hinna svipulu daga, kem eg í þetta sinn í hús þetta, er'
voru hinir síðustu bústaðir hans á jörð, til að mæla fáein orð
að skilnaði. — Eg kem til að kveðja.
Og þegar eg nú nem staðar frammi fyrir kistu hans, koma
mér í huga orð eins fornvinar hans, skáldsins Páls Ólafssonar, er
hann orti til hans fyrir nær 40 árum síðan, við sonarlát:
"Nú verður engin sú gefin þér gjöf
Krá gröfinni sem að þig tekur----”
því nú er svo komið, að æfih er runnin yfir endadægrið, og hann
verður eigi héðan af frá .gröfinni tekinn. Vekur það hvort-
tveggja í senn söknuð og kvíða, því aft af verður manni það fyr-
ir, að horfa fram til lífsins og þess, sem er að gerast, en atburð-
ur þessi þrýstir því inn á meðvitund vora, að þetta boðar endir
þess margs, er hughaldið var og kært. Það er manninum færra
á vegferðinni en var, er maður kann að nefna með nafni. Þegar
sanngirnin og drengskaparmálin þurftu liðs að leita, þegar eitt-
hvað það hvíldi á metum, er þjóð vorri stóð á miklu eða ein-
stökum mönnum hennar, þá mátti ávalt telja Jón JónsáNn frá
Sleðbrjót vísan. ,
“Þangað fór aldrei fýlu för
fátæktin gáfna ríka”.
Það er manns nafninu færra en var.
Er eg nú lít hann látinn vefst það fyrir augum mér, hver
muni verða til þess, að taka upp verkin hans. Sá sem ekki er
gæddur jöfnum skilningi, vitsmuna þreki, þjóðar og ættjarðar-
ást, og hann, og löngun þó af litlu sé að taka, þá skuli sæmdinni
ekki sóað á götu, fær eigi tekið við verkinu úr afllausri hendi
hans. Vafinn sá skapar auðn í hjarta«og tómleika tilfinningu í
huga, en dauðinn eigi, er hvílt hefir hann eftir erfiðisdaginn, né
svefninn eilífi er sigið hefir honum á augu. Mennirnir koma
og fara, það eru lífsins lög. Þegar hlaupa þarf undir byrðina
verður nafninu færra að nefna, er jafna skal niður álögunum. En
svo hefir lífið mikla og margskonar byrði að bera, er það hlýtur
að taka með sér á brautina, að á víxl þarf jafnt og stöðugt að
vera að hvfla þreyttar herðar á hinu langa ferðalagi. En nú
verður það í fyrsta skifti, að á hann verður heitið, að hann eigi
svarar. “Nú verður engin sú gefin þér gjöf frá gröfinni sem að
þig tekur”.
Gjöfin mesta og bezta, er unt var að gefa honum, var verð-
ugur málstaður og eigi annað. Og þá gjöf var lífið altaf að
gefa honum. Minnist eg þessa yfir aldarfimtunginn sem lið-
inn er, frá því að fundum bar fyrst saman, frá samverkunum
fáu, er helzt snertu þjóðkreddur okkar og örfáa menn, er okkur
þótti sameiginlega vænt um. Þær minningar gera mér það þá
líka sérstaklega ljúft, að kveðja hann og þakka honum fyrir
komuna, dvölina og daginn. Eg veit að hann óskaði eigi eftir
að taldar væri yfir sér harmatölur, við kveðjuna hinstu og skal j
það því ekki gert, heldur hins, að ef á nokkuð væri drepið að
þess væri minst sem lífinu er gjöf, og dauðanum verður aldrei j
að herfangi. Hann er lífsins sonur, vonarinnar og framtíðar- í
innar bam, jafnan ungur, svo að mér fanst hann vera að lifa |
þegar hann var að deyja. Ekkert við sjúkdómsbeð hans minti!
á dauðann, nema stunan frá brjóstinu, og þreytan, sem færðist j
af og til yfir ásjónu hans, en hvarf þó jafpan aftur á samri j
stund, í brosi. Ef þeir hafa þessa að minnast er kyntust hon-
um fyrst undir æfikveldið, hvers hafa þeir þá eigi að minnast, i
er þekt hafa hann frá unga aldri?
Æfi hans þekti eg ekki svo að eg fái sagða sögu hans. En
skáldið Þorsteinn Erlingssoon segir á einum stað: “Það þekkj-
ast allir bezt af vinum sínum”. Munu það jafnan verða talin sann- ;
mæh. Vinahópur hans frá þroska-árunum var stór — ekki
fjölmennur, en í honum voru mennimir er gæddir voru hinum
dýpra skilningi, og þeirri réttsýni er fram yfir annað alt ann því
er þjóðinni er til menningar og sæmdar, til framfara á líkamlega
og andlega vísu. — Því vér skulum minnast þess, að með hon-
um er íslendingur af heimi genginn, er dagsverkið vann meðal í
sinna, fyrir þá og í hugsun um sæmd þeirra og velfarnan. Aðal
dagsverkið var unnið heima, aukastörfin eftir að hingað kom. j
Hér var hann jafnan útlendingur, er lifði og hrærðist í íslenzku
umhverfi og stóð í þeim straumi viðburðanna, er gerast voru
heima. Þar voru vinirnir ^flestir. Þar höfðu þeir búið. Þó
er þetta eigi svo að skilja, að hann áttaði sig ekki á því sem
hér var að gerast, festi eigi sjón á þjóðmálunum hér. Því ef
til vill voru þau honum minni ráðgáta en mörgum öðrum. Hann j
las öðru vísi úr þeim en tíðast er gert, og fann þeim það eigi
til gildis að þau væri kappsmál einstakra manna eða flokka.
Meðal einka vina hans má fyrst og fremst nefna skáldiö
austfirzka, Pál Ólafsson. Þá kyntist hann og yngri bróðurnum,
Jóni ritstjóra Ólafssyni, e/i einkum eftir að þeir sátu saman á
Alþingi. ( Vinátta tókst með þeim hlý, þó í >öllum málum ættu
þeir ekki samleið. Þorsteini Erlingssyni unni hann allra manna
mest, er hann hafði kynst, og svo Matthíasi Jochumssyni. Taldi
hann það með sínum beztu verkum, að hann hafði stutt að
því, að báðum voru veitt skáldalaun, sem og var rétt. -■
Meðan hann lá þanaleguna mintist hann nokjamm sinnum
á þá bræður Pál og Jón. Páll var meir sem samvarka og sam-
stétta-maður. Hann bjó við sömu kjör, sem bóndi, hrygðist og
gladdist og erfiðaði á sömu vísu og hann. Við sömu héraðs-
málin fengust þeir báðir. í andstöðu þ'fsins studdu þeir l\ver
annan. Yfir burtför barnanna sinna feldu þeir tárin saman. En
Jón Ólafsson var öðruvísi settur. Hann var sá er sætt hafði
hrakningum, farmaðurin, er æfin og gæfan höfðu leikið ærið
misjafnt og oftar hart. Er hann hvarf heim árið 1898, eftir ver-
una hér vestra, settist hann að í Rvík. Var hann þá búinn að
dvelja í 8 ár vestan hafsins, en áður setið nokkur ár á þingi.
En vinirnir voru fáir orðnir. Þá var þingár. En engir þing-
manna létust þá þekkja hann, eða komu til hans, nema Jón
frá Sleðbrjót einn. Hann fór heim til hans, en var þá áðpr bú-
inn að hreyfa því, að líkindum heimuglega, að þjóðin léti hann
eigi þurfa að leita til útlanda aftur, en færði sér til nota hina
miklu og góðu hæfileika hans. Gat hann þess nú í banalegunni,
er hann þá kom heim til hans, hefði nafni hans tárfelt, og var
honum þó eigi gjarnt til tára, og orðið að orði: “Og þú ert
i þá sá eini, við því hefði eg líka mátt búast af þér”.
Auk þeirra er nú eru tilgreindir, hafði hann og kynni af
! monnum sem Séra Halldóri á Hofi, Benedikt sýslumanni Sveins-
syni, Pétri á Gautlöndum, Birni Jónssyni ritstjóra, Dr. Grími
Thomsen, og fleirum. Gat hann þeirra jafnan með virðingu og
hlýleika, þó eigi væri allir samflokka. Kvað hann sem aðrir er
Grími kyntust, hann hafa verið hinn stórvitrasta mann er Is-
land hefir alið, og eigi á almenna vísu. Pétur á Gautlöndum mat
hann mest allra bænda er á þingi sátu. Æfilangúr vinur var
harin Tryggva Gunnarssonar og Þórhals biskups. Saknaði hann
Þórhalls mikið, og sagði oft í gamni og alvöru, að trúarjátningu
sína hefði hann af biskups vörum: “A5 það væri hin*sannasta
guðsþjónusta, að gera landinu og þjóðinni sem mest til góða”.
Með sömu orðum var þetta ekki sagt til forna, en kenningin
hin sama: “Hvað þér gerðuð við einn af þessum minstu bræðrum
mínum, það hafið þér mér gert”.
í “Kirkjublaðinu” eru einhverjar ritgerðir eftir Jón frá Sleð-
brjót, og var það þó fremur guðfræðinga en leikmanna að rita
í það. ,
Að fráteknum Páli ólafssyni, mun viriátta hans hafa verið
einna sterkust til Þorsteins Erlingssonar. Andi og yfirbragð
hugsana Þorsteins og ljóða, heilluðu hann. Mátti svo sjaldan goðs
manns geta, að eigi nefndi hann Þorstein. Bera minningar hans, er
birtar voru í tímaritinu “Skuggsjá” vott um það vinarþel, er
hann bar til skáldsins góða. Það voru Jónar tveir, er mestan
þátt áttu í því, að Alþingi veitti Þorsteini,skáldalaunin, er gerði
honum mögulegt að lifa, við heilsuleysið og fátæktina, eftii* að
hann settist að í Rvík, — Jón frá Sleðbrjót og Séra Jón frá Stáfa-
felli, og verður það þeim til sæmdar um alla tíma. Löngu seinna,
við annað smátækifæri, minnist Þorsteinn þessarar hluttöku hanS
í kjörum sínum með vísunni:
“Drenglund þín cr söm við sig,
8vona eru dísir góðar.-”
Vináttan við séra Matthías, spratt upp á yngri árum Jóns. Vor-
blærinn, vonartraustið, orðsnildin og hin djúpa samúð séra
Matthíasar og mannúð, gagntók huga hans. Persónuleg við-
kynning síðar, fullkomnaði svo sambandið þeirra á níilli. Það
mun hafa verið á miðjum þingmenskutíma Jóns, að umtali var það
farið að sæta, að kenningar séra Matthíasar þóttu í ýmsum
greinum mjög hverfa frá grundvallarsetningum kirkjunnar.
Vildu einhverjir líta svo á, að óátalið mætti hann eigi halda
prestskap áfram á Akureyri. Ef hann þá hefði verið sviftur
embætti, sem beinast lá víð, h’efði hann stajðið uppi allslaus, og
bá hniginn að aldri. Þá var það, að Jón frá Sleðbrjót, 1899
þingmaður Norðmýlinga, ásamt einhverjum fleirum, bar það
frunivarp upp á Alþingi, að séra Matthíasi'væri veittar kr 2,000
árlega í skáldalaun úr landsjóði, og hann leystur frá fasta
orestsþjónustu það sem eftir væri æfinnar. Fékk það mál góð-
an byr á þinginu, og var samþykt umræðulítið. Fregnir bárust
eigi norður um úrslit þessa máls fyrr en fundum þeirra Séra
Matthíasar og Jóps bar saman. Spurði þá séra Matthías, hvort
þeir hefðu nokkuð minst sín á þinginu. Svaraði Jón því bros-
andi: “Já, við höfum fært þig úr hempunni”. yarð þá séra
Matthíasi að orði: “Guði sé lof. Ástar þökk vinur!” Var hann
kvíðinn orðinn yfir því, að um það tvent yrði að velja, að ganga
á móti skoðunum sínum, eða ganga frá brauðinu, en hvorugt
var honum unt að gera, nema að farga öðruhvöru, líkamanum
eða sálunni. Með verki þessu var það tvsnt unnið, er jafnan
verður fagnaðar efni, að hinu aldna skáldi var trygð æfivist með
þjóðinni, og að þjóðin barg sóma sínum. Og manna mest mátti
þakka honum þetta, sem vér erum nú að kveðja. Þessi afskifti, sem
hann hafði af kjörum beggja þessara skálda, skoðaði hann á-
nægjulegustu opinberu störfin ér hann hefði tekið þátt í. Gat
hann þess stundum við vini sína í gamni. -- Þá var honum og
einkar hlýtt til skáldsins Stephans G. Stephanssonar, fanst hann
eiga bezt samleið með honum á flestum sviðum, þeirra sem eftir
væri. Mintist hann hans oft á þessu sumri, og beið með óþreyju
eftir fréttum af honum, er hann heyrði sagt, að ferð hefði fallið
þangað. Aldrei höfðu þeir þó sézt, en bréf tíð farið þeirra á mill-
um.
Flestallur er nú vinahópurinn þessi horfin út yfir endimörk
dagsins, flest allir, “úr göngunni gengnir og geta ekki komist á
fætur”.
Og með burtför Jóns frá Sleðbrjót, eru þá líka sem næst að
hverfa þeir menn, er brúað hafa milli þessara fyrri ára og yfir-
standandi tíma. Yfir þeim árum hvílir gleðibragur. Þau voru
framkvæmdar- og starfsárin í sögu þjóðarinnar. Yfir þeim
rökkvar ekki. Yfir aldarkveldi Jóns Sigurðssonar og Fjölnis-
manna leika bjartir logar.
“Þvi sitja þar vorkvöldin hlnstandi hljóð;>
því hika þar nætur og dre^mandi bíða”.
Mér hefir stundum fundist, sem hinn burtu fami hefði með
ýmsu móti getað verið goðorðsmaður, sem þeir gerðust á fomri
tíð. Hefði honum þá verið sjálfskipað í flokk með hinum frið-
sömu og fróðu goðum. Þá hefði hann verið sjálfsagður að hafa
mannforráð hinnar fornu sveitar sinnar, og halda riznu til móts
við Þorstein hvíta, éða Geir í Krossavík. Var hann og stundum
nefndur Austfirðingagoðinn í gamni meðal vina.
Jón frá Sleðbrjót. var fæddur annan dag nóvember mánað-
ar, þriðjudaginn í annari viku vetrar, árið 1852, í Hlíðarhúsum í
Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru þau hjón,
Jón bóndi í Hlíðarhúsum Jónsson Bjarnasonar og Guðrún Ás-
mundsdóttir bónda á Hnitbjörgum. Með foreldrum sínum ólzt Jón
upp til fulltíöa aldurs. Hinn 14. júlí 1876, kvæntist hann og gekk
að eiga Guðrúnu Jónsdóttur bónda á Surtsstöðum í sömu sveit,
Var brúðkaup þeirra haldið á Ketilsstöðum, en Jón flutti það
sumar að Bakkagerði, en bæirnir standa harla nær hver öðrum.
Voru þá gefin saman í sama sinn, frændi Jóns og nafni, Jón Sig-
urðsson á Ketilsstöðum og Björg Runólfsdóttir, er fluttu hingað
vestur, og voru með fyrstu landnemum í Álftavatnsbygð. Þar
andaðist Björg fyrir mörgum árum síðan, en Jón býr þar enn.
Páll Ólafsson var að boðinu og mælti kvæði til brúðhjónanna
beggja.
Bú reistu þau Jón og Guðrún fyrst í Bakkagerði, en færðu
sig að Ketilsstöðum 1883, og þvínæst að Hrísey 1885 og að
Sleðbrjót 1888. Þar bjuggu þau í 5 ár, en fluttust þá aftur að
Bakkagerði, voru þar í 3 ár, og færðu sig þá á ný að Sleðbrjót
1896. Frá Sleðbrjót fóru þau til Vopnafjarðar kaupstaðar árið
1900, og dvöldu þar unz þau fluttu alfarin til Ameríku vorið 1903.
Tuttugu árin, sem þau hafa dvalið hér vestra, hafa þau lengst
af búið norður við Siglunes við Manitobavatn, voru fyrstu árin
í Álftavatnsbygð með Jóni Sigurðssyni, en færðu sig svo þangað
norður. Búnaðist þeim þar mæta vel, enda nutu góðrar aðstoð-
ar sona sinna uppkominna.
Aldrei kunni Jón hér fyllilega við sig. Var hugurinn tíð-
ast heima í svcátinni hans fornu. Heilsu hafði hann hér þó all-
góða framan af en lakar hin síðari ár. Á síðastliðnum vetri fann
hann fyrst til muna til sjúkdóms þess er dró hann til dauða. Á
síðastliðnu vori, í maí mánuði var hann fluttur fársjúkur hingað
inn til bæjar, á Almennasjúkrahúsið. Eftir nokkra veru þar,
vistuðu börn hans sér hús, og tóku hann þangað til sín, þá full-
séð var, að eftir bata var ekki að vonast. Hefir því dauðastríðið
dapra staðið yfir í rúma sex mánuði eða fram að mánudags-
morgninum síðasta, 26. þ. m. (nóv.), að hann fékk hina þráðu
hvíld. Yfir banaleguna var hann oftast hreifur og málhress,
og þráði mjög fund kunningja og vina. Ræddi hann þá um hag
og horfur í mannfélaginu, spurði frétta að heiman, ef einhverj-
ar hefðu borist n\eð blöðunum. Við það var hugurinn alt af.
Að opinberum störfum hans höfum vér þegar vikið. Á Al-
þingi sat hann í 19 ár, var kosinn til þings 1884, fyrsti þingm.
N.-Mýl. til 1891. Annar þingm. N.-Mýl. 1893—1902. í lands-
málum fylgdi hann sjálfstæðisstefnunni fram til dauðadags.
Var einn þeirra er greiddi atkvæði með stjórnarskrár frumvarp-
inu, er að lokum flutti æðstu stjórnina inn í landið. Eftir að
hingað kom, ritaði hann allmikið, mest um íslenzk mál. Eru rit-
gerðir eftir hann margar í blöðunum “Heimskringlu” og “Lög-
bergi”, þess utan í tímaritunum “Heimir”, “Skuggsjá” og
“Tímariti Þjóðræ(knisfélagsins.”
Þessum ritgerðum hans þarf eg ekki að lýsa. Bera þær
vott um, hvar hugurinn dvaldi tíðast.
“Alt það sem að íslands ibygðir
áttu að fornu og nýju gott
Unni hann' Feðra táp og trygðir
Taldi hann vorar heztu dygðir
En út ef dæju óláns vott”.---
Þannig skyldi hann Jón Sigurðsson, er fcÁnn i)kki eingöngu taldi
forsetann, beldur meistarann, og að á þann veg féllu skilyrðin
fyrir gengi, sæmd og gæfu vorri, um alla ókomna tíð vestan
hafsins og austan.
Hann var ágætum gáfum gæddur, og svo fróður um ís-
lenzka sögu, að þíeir eru færri er þar komast til jafns við hann.
Skóla mentunar naut hann eigi, en sjálfsmentunar aflaði hann
sér, og alla æfi var hann að lesa og læra.
Fáir voru betur máli farnir en hann. Rsgðustíll hans var
jafnan látlaus, sléttur og áferðarfagur, þýður og ádeilu lítill.
Mjög voru ræður hans sannfærandi, röksemdir skýrar, og orða-
lag lipurt og öfgalaust. Hófsemdar maður var hann f öllum efn-
um, glaðvær og gamansamur, og minnugur, svo að vel lét hon-
um að segja frá. Hann var alla daga frelsismegin, eftir því sem
honum gafst kostur á að kynna sér hvert málefni, því var hann
í vinahópi þeirra manna, er vér höfum nefnt, og hann þeirra
vinur. x
Alls eignuðust þau hjón 11 börn. Dóu 4 í æsku en 7 eru á
lifi og öll búsett hér vestra. Elzt þeirra er Björg, gift Bjarna
ljósmyndasmið í Selkirk Þorsteinssyni, þá Páll, ókvæjntur, býr
við Siglunes, þá Ragnhildur, gift Þorsteini bónda Guðmunds-
syni við Leslie í Sask., þá Guðmundur, ókvæntur, býr við Siglu-
nes, þá Helga, gift Eysteini Árnasyni hér í bæ, þá Jón og Ingi-
björg, bæði til heimilis hjá móður sinni, er fluttist hingað til
bæjarins á þessu síðastl. vori.---------
“Nú veður engin sú gefin þér gjöf
frá gröfinni sem að þig tekur.” — —
Ilann kveður. Vér megum því ekki tefja fyrir þeirri kveðju, þó
margs sé að minriast, og frá fæstu hermt.
Hann kveður þessi hús, þar sem þrauta baráttan síðasta
var háð. Hann kveður elskulega konu og börn, og þakkar þeim
fyrir stríðið er þau háðu fyrir hann. Hann kveður ættingja og
vini, héðan, af útlendum stað, ættjörð og samþjóða menn.
Vér kveðjutn hann, þökkum æfina hans, verkið og hjarta-
lagið.
“Lof og dýrð, vizka og þakkargjörð, heiður og vald og kraft-
ur, sé Guði vorum um aldir alda”, er þjóð vorri gefur góða sonu
og glaðar minningar um þá fram á framtíðarbrautina.