Heimskringla - 02.01.1924, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.01.1924, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNPEG. 2. JANOAR 1924. K Eftir Mary Roberts Rinehart. K. leit upp og sá alt í einu að Jobnny bjó yfi leyndarmfáli. “Hvað!” sagði hann. “Ef eg hefði sagt orð, þá hefði hún gengið af mér dauðum. Þær hafa mig alveg á sínu valdi.” “Eg skal ekki segja frá neinu eða gera þér nein óþægindi. Hvað veiztu?” Johnny leit 'í kringum sig. Sjúklingarnir voru tfiestir sofandi. Næsti sjúklingur, maður, sem sat í völtrustól, hraut hátt. ' “Það var sú dökkeygða, sem skifti um meðal handa mér,” sagði hann; “sú með haélaháu skóna, sem var sx-ti fandi hér í kringum mlig. Hún gerði það. Eg sá til hennar.” Þetta var það sem K. hafði grunað. En hann var fullur af ótta um, að ernhver hætta vofði yfir Sidney. Hverju mátti ekki búast við af Carlottu, þegar hún frétti um trúlofun Wilsons og Sidney, úr því hún gat gert þetta? Og hann hafði þekt hana (áður. 'Hann trúði þVí, að hún myndi ekki láta neitt fyrir brjósti brenna. Honum geðjaðist illa að þeirri undarlegu tilviljun, að leiðir þeirra skyldu iiggja saman hér aftur. Carlotta Harrison var albata, og aftur farin að sinna störfum sínum. Það var lán fyrir Sidney, að þriggja mánaða þjónusta hennar í uppskurðarstof- unni var því til fyrirstöðu, að fundum þeirra bæri saman. Carlotta var ekki aðems afbrýðissöm nú, heldur kvaldist hún óaflátanlega af því, að það var gengið framhjá henni, og henni engin eftirtekt veitt. Hana grunaði sam't ekki enn, að þau Sidney og doktor Wílson, væru tíúlofuð. Hún hafði ávalt haldið, að Wilson mundi ekki giftast fljótt — að hann mundi yfirleitt ekki giftast nema hann væri neyddur til þess. Einhver, sem kynni nógu lag- lega að vefja honum um fingur sér, myndi efalaust giftast honum einhvemtíma, og enginn mynckundr- ast meira yfir því, en einmitt hann. Hún hélt að Sidney væri bara að leika sama leik og hún sjálf, en beitti öðrum brögðum. Hún lagði því niður fyrir sér, hvemig hún skyldi haga baráttunni, en vissi ekki, að hún væri þá þegar búin að tapa. Aðferð hennar var mjög einföld. Hún hætti að láta merkja á sér, að hún væri í slæmu skapi, og brosti við doktor Wilson hvenær sem hún sá hann, en gerði engar tilraunir til þess að endurnýja kunn- ingsskap þeirra. Honum leiddist þetta fyrst í stað, en seinna erti það bann. Honum fanst að það væri afsakanlegt, að yfirgefa kvenmann í vissum itilfellum, en að hún skyldi einu sinni ekki láta sér finnast neitt til um það, væri hreint ekki eins og það ætti að vera. Einu sinni, er þau voru að binda um sár sjúk- lings í herbergi þar sem engir aðrir voru, snerti hann hönd hennar með fingrunum, rétt eins og hann hafði gert fyrir einu ári, daginn sem hún hafði komið í skrifstofu hans í stað Miss Simpson. Hún endurgalt það með sama hæga, seyðandi augnatillitinu, sem hafði vakið athygli hans áður. Það var þá aðeins uppgerð, að hún Iét sem sér stæði á sama. Carlotta lék þá anann leik. Nýr læknisnemi hafi komið í spítalann, og hann var að iæra þann sannleik, að það er sitt hvað, að vera útskrifaður úr læknaskóla, eða að vera hálfbákaður byrjandi í spítlala. Hann varð að þóla méinlausa fyrirlitn- íngu hinna eldri manna, og það að hjúkrunarkonurn ar segðu honum til, og legðu niður fyrir honurn lífs- reglurnar. )• Carlotta ein sýndi honum virðingu. Það var rétt eins og spítalalæknarnir sjálfi>- væru á ferð, þeg- ar hann kom í sjúkrastofurnar, sem hún 'teil eftir, hálf huglaus. Hún smjaðraði fyrir honum, hæld; honum og sýndi honum öll virðingaimerki. Eftir rokkurn tíma fór Wilson að sjá, rð Car- lotta 'léti mikið meira með þennaa græn»,’£ja, held- ur en sig. Hvar sem hann var, var Carlotta ein- hverstaðar álengdar og með henni “lambið”, sem horfði á hana aðdáunaraugum. Afskiftaleysi henn- ar hafði ert hann ofurlítið, en það særði hann blátt 'áfram, að vita til þess, að annar kæmi í sinn stað. “Lambið” varð að þola margt ílt með því, að standa svona mitt á milli þeirra. Hann sagðist alt af vera að fá “rokna skammir” í uppskurðarstof- unni, þar sem hann aðstoðaði við svæfingarnar. Hann var vanur að segja Carlottu frá raunum sín- um, og hún huggaði hann í spítalaganginum — vit- anlega í augsýn þess, sem hún ætlaði sér að veiða .— með því, að leggja hendina ofur þýðlega á hand- legg hans. Svo einn dag, gat Wilson ekki lengur orða bund- ist: — “I guðs bænum, Carlotta, hættu að gefa þessu strákgreyi undir fótinn. Hann engist eins og orm- ur, ef þú lítur á hann.” “Mér geðjast að honum. Hann er alveg einlæg- ur. Eg ber yirðingu fyrir honum, og hann ber virðingu fyrir mlér”. “Þetta er, eins og þú veizt, heldur kjánalegur leikur.” ‘<tHvaða leikur?” “Heldurðu að eg skilji það ekki?” “Það getur verið, að þú gerir það. Sannleikur- inn er sá, Max, að mér þykir ekki neitt fjarska vænt um hann; en það hefir legið illa á mér, og hann hressir mig dálítið.” ! . Honum stóð næstum orðið alveg á sama um hana, en þó ekki alveg Hann vorkendi henni. “Mér þykir það slæmt. Þú ert þá ekki gröm við mig?” “Gröm? Nei”. — Hún leit á hann, og í þetta skifti var engin uppgerð í henni. “Eg vissi, að það mundi taka enda. Eg hefi mist elskuhuga. Eg bjóst við því. En mig langaði til að missa ekki • ** vm. Hún hitti naglann á höfuðið. Hvers vegna gætu þau í rauninni ekki verið vinir? Það væri engin ótrúmenska við Sidney í því, þótt hann hé'ldi áfrairi að vera vinur hennar, ef hún æskti þess á annað borð. Hann hefði farið illa, já, svívirði- lega með hana. Og Carlotta fór varlega Hún sýndi honum ekki aftur með augunum, hvað séi byggi í huga. En hún sagði honum frá áhyggjum sínum. Náminu væri nú bráðum lokið og sér byðist staða við lækningastofnun. Sig hrylti við skyldun- um, sem fylgdu því, að hjúkra sjúklingum heima. Hvað myndi hann ráðleggja? “Lambið” var nálægt og horfði á þau bæði með mestu ákefð. Hér var auðvitað enginn stað- ur til að segja nokkuð. “Konfdu í skrifstofuna mína, og við skulum tala saman um þetta þar.” ‘Eg vil ekki fara þangað; Miss Simpson hefir grun”. Stofnunin, sem hún nefndi, var í annari borg. Wilson datt í hug, að ef hún færi þangað, þá væri þessu æfintýri mil'li 'þeirra þar með lokið, án þess að það verki nokkurt hneyksli. Honum flaug líka í hug — annað stolið kveld með henni — og sú hugsun var honum ekki mjög á móti skapi. En það yrði líka það síðasta, því lofaði hann sjálfum sér. Hún ætti það ekki nema skflið, þegar á alt væri litið, því að sér hefði ekki farist vel við hana. Hann mundi, að Sidney yrði að vera við fyr- irlestur það kvöld. Það var freistandi fyrir hann að taka sér frí með henni það kvöld. “Hvernig væri það, að þú hittir mig á horn- inu?” sagði hann skeytingarleysislega, og horfði á “larnbið”, sem var búinn að gleyma stöðu sinni og horfði állhvast á þau. “Við getum skroppið út í sveit, og hugsað um þetta þar.” Hún færðist undan, en hjarta hennar barðist af sigurgleði. “Til hvers er að vera að taka upp á því aftur? Það er alt búið hvort sem er, eða er ekki svo?” Undanfærsla hennar hafði þau ein áhrif, að gera hann ákveðnari. Þegar hún loksins lét undan og hann gekk niður í reykingarstofuna, hafði hann það á meðvitund sinni, að hann hefði unnið mikinn sigur. 1 K. var í hálfvondu skapi allan þann dag; hon- um leiddist bókhaldið. Hann hafði ekki sofið vel síðan Sidney sagði honum frá trúlofun sinni. Hann fór burt úr skrifstofunni klukkan fimm og fann Joe Drummond á gangstéttinni fyrir utan. Hann beið þar eftir honum. “Mamma sagði, að þú hefðir komið • tvisvar að finna irsig, svo mér datt í hug, að koma hing- að.” “Hvað segirðu um að við göngum dálítið sam- v* an ? “Ekki út úr bænum. Eg er ekki eins sterkur og þú, en eg skal ganga um strætin með þér, svo sem hálfa klukkustund.” K. átti erfitt með að byrja á samtalinu með þessum skilmálum; en Joe hjálpaði honum með því að víkja sjálfur að því” “Byrjaðu”, sagði hann, þegar þeir voru komn- ir inn í skemitigarðinn. “Þú hefir ekki komið, býst eg við, til þess aðeins, að heimsœkja mig.” “Nei”. “Eg held eg viti hvað þú ætlar að segja.” “Eg ætla ekki að prédika yfir þér, ef það er það sem þú átt við. Vanalega Iæt eg menn eiga sig ef þeir vilja gera sig að bjánum.” “En hvers vegna er eg undantekning frá þeirri réglu?” “Ein ástæðan er sú, að þú fellur mér vel í geð; önni^r ástæða er það, að þú hagar þér eins og hálf- viti, hvort sem þú vilt kannast við það, eða ekki. í>ú ert að reyna að koma ábyrgðinm yfir á annan.” “Það er henni að kenna.” “Nei, alls ekki. Hvað ertu gamall, Joe?” “Tuttugu og þriggja ára að heita má.” “Já, einmitt það. Þú ert fullorðinn maður, og þú hagar þér eins og óþægur strákur. Mér þykir leiðinlegt, og Sidney þykir það meira en leiðinlegt.” “Eins og henni standi ekki á sama! Hún ætl- ar að giftast Wilson, eða er ekki svo?” “Trúlofun þeirra hefir ekki verið auglýst enn.” “Hún ætlar sér það, og þú veizt það. Jæja, verði henni að góðu! Ef eg færi til hennar í kvöld og segði henni alt sem eg veit, þá liti hún ekki á hann framar.” Hann var búinn að margtelja sér svo trú um betta, að hann gat varla um annað talað. Le Moyne var hálf kvíðafullur, að það sem pilturinn segði væri satt. Það eina, sem hann kærði sig nokk- uð um, var að bjarga Sidney frá sársauka. Þegar svo Joe alt í eiu sagðist vera að hugsa um, að fara út úr bænum, þá um kvöldið, datt K. í hug, að það væri bara bragð, til þess að losast við sig. Hann mæltist til, að verða samferða. Joe gaf samþykki sitt til þess með tregðu. “Bifreiðin er í geymslu í bifreiðarskálanum hjá Bailey”, sagði hann. “Eg veit ekkert hvenær eg kem aftur.” “Það gerir ekkert til”, svaraði K. glaðlega. “Eg sef ekki hvort sem er.” • _ Joe veitti þessum orðum enga eftirtekt í bílí, en þegar þeir voru komnir út á veginn og bifreiðin rann áfram) mjúklega milli bleikra hveitiakra, sagði hann: — • “Þú ert þá í sama ástandi og eg. Við erum tvö dálagleg flón. Það væri betra fyrir okkur báða, að eg hleyfti bifreiðinni fram af bakkanum, svo að það væri alt búið fyrir okkur.” Hann rykti í hjólið kæruleysislega, og Le Moyne kallaði fcil hans byrstur. Þeir borðuðu kvöldverð í White Springs hó- telinu — ekki úti í garðinum, heldur í Iitlu borðstof- unni, þar sem þau Wilson og Carlotta höfðu borð- að sinn fyrsta kvöldverð saman. K. bað um bjór handa þeim báðum, og Joe gaf það eftir ólundar- lega. En hann varð glaður og rólegri, þegar hann var búinn að borða. K. fann, að það var hægara að tala við hann af einhverju viti. Hann trúði K. fyrir því, að sig langaði til þess að komast burt úr borginni. “En eg verð að sitja hér. Eg er sá eini, sem mamma á að, og hún ætlar alveg að ganga af göfl- unum þegar eg minnist á það. Mig langar til þess að fara til Cuba. Eg á frænda, sem er bóndi þar”. ‘IHver veit nema eg geti sannfært móður þína. Eg hefi komið til Cuba sjálfur.” Joe varð allur að eftirtekt. Augu hans, sem höfðu verið óvenjulega stór, urðu líkari því, sem þau áttu að sér að vera, og hendurnar sem hann hafði aldrei getað haldið kyrrum, urðu rólegri. K. sagði honum með stöðugri og rólegri rödd frá líf- inu á Cuba. Það og kyrðin í hótelinu, sem var mjög rólegt um miðja vikuna, hafði sefandi áhrif á hinar æstu taugar piltsins. Það var meiri friður í sál hans, heldur en verið hafði um marga undanfarna daga. En hann reykti án afláts og kveikti í hverj- um vindlingum á fætur öðrum. Hann yfirgaf K. klukkan tíu og gekk út'að bif- reiðinni. Hann stanzaði eitt augnablik við stól Le Moynes, og sagði hálf kindarlega: “Mér Iíður mikið betur. Eg hefi ekki höfuð- verkinn, sem var eins og þröng gjörð um hausinn á mér. Talaðu við mömmu.” K. sá ekki Joe Drummond aftur fyr en næsta dag. 24. KAPÍTULI. Carlotta bjó sig mjög vancílega. Hún fór í hvítan kjól, en ekki svartan, eins og hún hafði gert fyrst, er hún fór á stefnumót með doktor Wilson. Hún brá' hárinu ljósgulu í lausan hnút aftan á hnakkanum og rétt aðeins snart kinnar sínar með rauðu dufti. Hún ætlaði sér að vera glöð og í góðu skapi. Hún ætlaðist til þess að doktor Wilson mint- ist þessarar samverustundar þeirra með ánægju. Hann myndi búast við, að hún ávítaði hann; en hún skyldi gera honum alt til gleði. Það væri leyndardómurinn í því hversu sumar konur töluðu karlmenn að sér; þeir Ieituðu samfundar við þær, til þess að gleyma raunum s’ínum. Hún hafði til- tekið tímann, er þau skyldu hittast, klukkan níu, þegar farið væri að rökkva; og hún var þá til staðar þar sem tiltekið hafði verið. Hún var brosandi, hvítklædd, ungleg og grannvaxinn, og í rödd henn- ar var gleðihreimur, sem ýar aðeins að hálfu leyti uppgerð. “Það er orðið mjög framiorðið”, sagði hann. “Það er ómögulegt að þú ætlir að fara heim aftur klukkan tíu.” “Eg hefi sérstakt leyfi til þess að vera seint úti í kvöld.” 1 “Það er ágætt!” Hann mundi eftir því, áð þau stóðu nú í nýju sambandi hvort við annað. “Við þurfum heilmikið að tala saman, og þurfum lang- an tíma til þess.” Þau námu staðar hjá White Springs hótelinu, til þess að fylla gasólíu ílatið í bifreiðinni. Joe Drum- mond sá doktor Wilson í bárujárnsskúrnum þar við veginn. Bifreiðin hans stóð þar í skugganum. Joe datt ekki annað í hug, en að hvítklædda stúikan í bifreiðinni væri Sidney. Hann fölnaði í framan og dró sig í hlé í skuggann. Hann var enn undir á- hrifum orða Le Moynes, og hélt áfram með það sem hann var að gera. En hendurnar á honum skulfu, þegar haijn helti vatninu í hitageyminn í bifreiðinni. Hann hélt áfram að laga til fyrir ferðina heim aftur, eftir að bifreið Wilsons var farin, án þess að hugsa nokkuð um það — hann lyfti upp fjaðradýn- unni í sætiinu, til þess að vita hvort hann hefði nóg gasólín sjálfur; lagði aftur niður skammbyssuna, sem hann hafði ávalt undir sætinu,* vandlega vafða í tuskur, til þess að hún skyldi ekki hlaupa af að óvörum; kveikti á lömpunum og athugaði hjól- stöðvarann, sem var farinn að bila. Hann var ánœgður yfir því, hvað hann væri rólegur. Hann hafði verið asni. Le Moyne hefði rétt fyrir sér. Hann yrði að komast burt til Cuba, ef það Væri mögulegt, og byrja lífið þar á ný. Hann mundi gleyma “strætinu” og lofa því að gleyma sér. Hann heyrði mannamál í bifreiðaskúrnum. “Til Schw<itters auðvitað,” sagði einn þeirra, sem þar var ólundarlega. “Það er alveg óhætt fyrir okkur að hætta.” ‘^Maður hefir ekkert upp úr því, að sjá um að alt fari siðsamlega fram hjá manni. Schwitter, og fáeinir aðrir raka saman peningum.” “Þetta var doktor Wilson úr borginni, skurð- læknirinn. Hann tók fótinn af bróður rriínum og setti eins mikið fyrir það, og þó hann hefði búið til á hann nýjan fót. Hann var vanur að koma hing- að, en nú fer hann til Schwitter, eins og allir hinir. Hann hafði fellega stúlku með sér. Hann velur nú ekki af lakari endanumt” Svo Wilson var þá að fara með Sidney til Schwiitters, og hann lét tala um hana, svona á bif- reiðarstöðvunum! Mennirnir sem voru að tala saman brostu þannig, að það var enginn vafi á, við hvað þeir áttu. Hendurnar á Joe urðu kaldar og blóðið steig honum til höfuðsins. Blóðrauð þöka lagðist á milli hans og rafmagnsljósanna, sem hann horfði á. Hann vissi hvers konar orðrómur fór af veitingahúsi Schwitters, og hann þekti Wilson. Hann stökk upp í bifreiðina og hleypti henni á fulla ferð. Bifreiðin tók snögt kast áfram og nam svo staðar. “Þú kemst ekkert með þessu lagi, drengur minn”, sagði einn þeirra, sem viðstaddir voru. “Þú setur bifreiðina alt of þjösnalega af stað.” “Farðu tíl helvítis-” sagði Joe, og reyndi að komast af stað aftur, en árangurslaust. Maðurinn þagnaði, er hann fékk þetta svar, og hvorki gaf honumi fleiri ráð né bauð honum hjálp. Joe hamaðist við að snúa sveifinni, en kom ekki mótornum af stað. Mínúturnar liðu tíu — fimtán. Rauða þokan varð þykkari og hvert ljós varð að hættumerki. En þegar K., sem var farinn að verða órólegur, kom út, var mótorinn loksins farinn að snúast. Hann kom nógu snemxna tíl þess að sjá Joe renna bifreiðinni með flughraða út á veginn og snúa henni ómjúklega í áttina til veitingahúss Schwitters. Nálægð Carlottu hafði þau áhrif á Wilson, sem hún ætlaðist til. Hann varð því kátari, sem bifreið- in bar þau mleð jöfnum og þægilegum hraða, lengra eftir veginum. Að nokkru Ieyti var það að afturkastí tilfinn- inga hans — feginleik yfir því, að hún skyldi vera svona skynsöm, og róleg. Og með fram var það, eins konar hvíldardagsgleði eftir erfiði dagsins. Þótt undarlegt megi virðast, átti Sidney nokkurn þátt í þessari gleði hans — hann fann til gleði, jafn- vel þó út af því, að hún elskaði sig, og að í fýrir- lestrarsalnum mundi hún hugsa um sig jafnvel þótt augu hennar hvíldu á fyrirlesaranum og hugur henn- ar væri bundinn við það sem hann væri að segja. Sidney var grundvöllur undir gleði hans, og hann reyndi að gera sér kvöldið sem ánægjulegast. Hann söng dálítið með sinni skæru tenór-rödcj, og einu sinni er hann hægði á bifreiðinni, þar sem vegurinn lá yfir járnbraut, laut hann niður og kysti á hönd Carlóttu, þótt ljósið frá gufukatlinum varpaði fullri birtu á þau. “Þú ert of ógætinn! ” “Eg vil vera ógætinn,” svaraði hann. Henni geðjaðist ekki vel að þessu svari; hún vildi láta alt vera svo, að hún hefði bæði tögl og hagldir. Þetta var heldur ekkert nema augnabliks- skemtun fyrir hann, en fyrir hana var hver stund sairiveru þeirra, alvöruþrungin. Hún fór að efast um, að hún hefði nokkurt verulegt vald yfir hon- um. Hún var farin að sjá, hversu vonlaust alt væri fyrir sér. Hún fann jafnvel enga uppörfun í orð- um hans, þótt hún sæti þarna við .hlið hans og ferðalagið með henni væri farið að svífa á hann. “Eg er alveg sjónvitlaus út af þér í kvöld,” sagði hann. Hún herti upp hugann. “Hvers vegna hættirðu þá við mig, annarar vegna?” “Það — það er alt annað mál”. “Hvernig er það annað mál? Eg er kvenmað- ar. Eg — eg elska þig, Max. Enginn mun nokk- urntíma elska þig eins mikið og eg.” “Þér líst vel á “Iambið”. “Það var ekkert nema bragð. Mér þykir fyrir því, Max. Þú ert eini maðurinn í veröldinni, sem eg elska. Ef þú sleppir mér, þá óska eg einskis ann- ars en þess að deyja.” Hann þagði, og hún hélt áfram: “Ef þú vilt giftast mér, þá skal eg verða þér t;ú. Eg sver það. Eg skal aldrei um nokkurn ann- an mann hugsa.” Meinjngin var sú sama, þótt orðin væru önnur, og í því, sem Wilson hafði lofað Sidney hátíðlega sunnudaginn, undir trjánum, einmitt hér meðfram þessum sama vegi. Hann fann alt í einu til blygð- unar yfir því að vera hér með Carlottu og að hafa leynt hana því, hvernig sakir stæðu milli Sidney og sín. J v “Mér þykir fyrir því, Carlotta. Það er ó- mögulegt. Eg hefi lofað að giftast annari stúlku.” “Sidney Page?” hvíslaði hún. Ja' Hann skammaðist sín fyrir það, hvernig hún tók þessum fréttuml Hefði hún reiðst og grátið, þá hefði hún vitað hvað hann ætti að gera; en hún sat kyr og sagði ekki eitt einasta orð. “Þú hlýtur að hafa búist við því, fyr eða síðar?” Hún svaraði enn engu. Hann var hræddur um, að það gæti skeð, að liði yfir hana og horfði á hana kvíðafullur. Hún var föl og andlitsdrættirnir voru harðlegir. En Car- lotta lá ekki við yfirliði. Hún var að hugsa um, til hvaða örþrifsráða hún ætti að taka. Hún var viss umi, að öllu mundi verða lokið milli Sidney og hans, ef það bærist úr, að hann hefði verið þarna með sér.H ún þyrfti að hugsa vel um þetta. Fréttin yrði auðvitað að berast út án þess, að það liti svo út sem hún væri á nokkurn hátt völd að því. Ef hún t. d. skyldi veikjast og ekki koma heim í spítalann um nóttina, myndi rannsókn verða hafin, og hver vissi þá nema að —

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.