Heimskringla - 02.01.1924, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.01.1924, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. JANO'AR 1924. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA Magic baking POWDER jggTAlNS NO Réttardagurian. (Frainh.) Maður stóð í herjum dilksdyrum- Kristján og Kristinn höðu sama dilkinn, af því að þeir voru ná- grannar og ekki fjármeiri en svo, að talið var vfst, að þeim mundi nægja einn dilkur- Kristinn dró fyrir þá báða. Keptist liann mjög við að draga féð eða öllu heldur að Oeita, því að heimtur virtust vera mneð lakara móti hjá þeim -félögum Kritsján hélt venjulega annari hendi í sauðina, er hann dró, en í hinni hélt hann á dálitlu kveri. f >að var markataflan. Reyndar sögðu sumir, að hún væri fyrir löngu orðin úrelt- Kristján hafði og sjáifur ekki litið í hana árum saman. Haðfi hann fleygt henni upp á hyllu og þar hafði hún leg- ið, unz ekki sást í hana fyrir ryki. Kn nú hafði hann dustað af henni rykið og þurkað af henni á erminni, áður en hann fór í leitir og tekið hana með sér- Vildi liann og ekki við hana skiljast. Kvað hann þessa markatöflu vera þá ^löggstu, er hann hefði séð. Markatafla þessi hafði verið kend við ]>ann, er bú- ið hafðf hana undir prentun, og var því köllurrt Helgatafla. “Hver á afeyrt bæði eyru?” var hrópað úti í réttinni- “Kriktinn í Aski”, heyrðist svar- að liátt og snjalt. Það var Krist- ján, er var fyrir svörum. Óð hann nú áframí og þangað, sem sá vaF, or kallað' hafði. Var það ungllngs- piltur- Hélt hann í gimbrarlamb. Gimbrin var félogasta skepna, en það óprýddi hana, að skorin höfðu verið af henni bæði eyru. Var það eymamark Kristins. Hann var annálaður gæðamaður, en mjög eftirgangssamur við menn um að halda fast við fornar venjur. Kvað hann mönnum myndi henta bezt að hnýsast eikki í annað en það, er þeim hefði verið kent á unga aldri- Var honuim mjög í nöp við allar nýjar breytingar. ^ildrei heyrðist hann bióta, en kendi flest það við villitrú, er honum var iila við, hvort seni það voru menn eða mál- leysingjar. Gárungarnir sögðu, að liann hefði valið þetta eyrnamark á fé sitt, til þess að sauðir hans gætu ekki lagt eyru við nokkru, er þeir hefðu ekki heyrt, meðan þeir voru ómörkuð lömb. Þeir höfðu og kall- að dilk þeirra Kristins og Kristjjáns “Sannkristinn”. Kristján dró gimbrina og lét hana inn í dilkinn hjá Kristni. ‘ÍHver á afyert hægra og stýft vinstra?” var nú kallað fram við réttardyr. “Kristján í Seli,” var einhver, sem svaraði- Gárungarnir sögðu, að Kristján væri ekki eins strangur um trúfar og Kristinn vinur hans- Mættu því sauðir hans leggja að minsta kosti eyra við ýmsu veraldlegu, sem þeir hefðu ekki heyrt, mleðan þeir voru á lambsaldri. Kristján fór að sækja kind þessa, er honum hafði verið eignuð. Sér hann, að þetta er flekkóttur sauður, er hann átti, — mesta metféskepna. Lenti Kristjján í Kindaþvögu, áður en hann náði í sauðinn og komst hann lítt áfram- Hafði liann þá á orði við nokkra leitarmenn, er þar voru nærstaddir, að illar heimtur vseru hjá ]ieim félögum, og mundi sumum leitarmönnum hafa sést yf- ir hópa. Tóku sumir leitarmenn þetta óstint upp fyrir Kristjáni og kváðu hann sízt hafa leitað betur. Yarð af þessu orðaskak nokkurt. m Tók þá mjög að síga í Kristján- Ruddi hann frá sré fénu og náði í sauðinn. 'En sauðurinn stimpaðist og reyndi að slíta sig lausan af Kristjáni. Áttust þeir vð um stund og var að sjá sem Kristján ætti fult í fangi með sauðinn, unz hann klofaði yfir hann og leiddi hann þannig á hornunum. Komst hann eftir allmikinn stimpingaieik að dilksdyrum, þar sem Krstinn var fyrir- "Bérna kem eg loksins með hann Flekk minn,” sagði Kristján og blés þungan. “Hann er ekki orð- inn lam|b að leika sér við”.. “Láttu mig sjá hann kunningi,” sagði Kristinn og seildist í hægra hornið og dró að sér sauðinn. 3>ar næst tók hann af sér vetlinginn og þreifaði eftir markinu- “Láttu mig finna á þér markið, kindin mín,” sagði hann svo eins og við sjálfan sig eða sauðinn. Kristján stóð hjá og kastaði mæðinni. “Eg held, að þú eigir ekkert í þessum sauð”, sagði Kristinn hægt og gætilega, “Þetta er ekki þitt mark- Yið skulum ekki láta hann í okkar dilk.” “Eigum við ekki að láta hann í okkar dilk?” spurði Kristján. MHvað segirðu maður? Ætiarðu ekki að láta hann Flekk inn? Ks er búinn að hafa svo iítið fyrir honum, eða hitt þó heldur- Láttu sauðinn inn maður, við verðum að fara að hafa hráðann á”. Kristni var nú orðið hrollkalt. Hann hafði staðið hreyfingarlaus í dyrunum mikinn hluta dags- Yar hann því styggari í svörum, en hann hefði orðið að öðrum kosti. “Markið segir til karl minn,” sagði hann kuldalega. “Og það er glöggara en þú, karl minn, þótt glöggur sért og þykist lærður- Líttu á rnarkið maður, segi eg. Þú ættir ]»ó að sjá, að þetta getur ekki heitið afeyrt, þar sem alíhár stúfiir er á hægra eyra.” “Farðu úr dyrunum, svo eg geti hleypt sauðnum inn”, sagði Kristjá11 ]>jóstlega og stjakaði Kristni inn úr dilksdyrunum- En Kristinn kunni því illa að láta stjaka sér og gekk því aftur fram í dyrnar. Urðu þá stimp- ingar með þeim félögum- Kristján varð þá að sleppa hendi af Flekk, et hljóp út í almenning og þóttist góður að sleppa. Reidd- ist nú Kristján og ga'f því yini sín- um kinnhest- Kristinn vissi, að gjöf skal gjaldast, ef vinátta ó að hald- ast, og galt því Kristj&ni í sömu mynt. ... Tókst því næst bardagi og síðan sviptingar allharðar- Mátti ekki ó milli sjá, hver sigra mundi.óðu þeir aurinn upp fyrir ökla og varð þeirra atgangur bæði harður og langur, áður en Kristján féll og Kristinn á hann ofan- Þustu nú róttarinenn að, eins og títt er, þá ryskingar verða í réttum. Þaiyvar og hreppstjórinn- Skipaði hann að skilja mennina, og var það gert. Voru þá klæði þeirra bæði auri ötuð og rifin. Sjálfir voru þeir bláir mjög og blóðugr- Höfðu þá allar kindurnar runnið út úr “Sann- kristni”, svo að þar var ongin skepna eftir- Hreppstjóri sendi nú menn eftir sauðnum- Náði ]»á einhver i marka- töflu Kristjáns, meðan verið var að sækja sauðinn Hafði hún fallið of- an í forína- Maðurinn kom með saka mrarííið' Þótti mönnum sem Flekk, og var þá farið að rann- vafi gæti leikið ó um eiganda, þar sem ekki gat heitið fyllilega “af- eyrt hægra”- Var þó f'arið að leita í (Helgatöflu En markið fanst þar ekki- Kristján kvaðst eiga sauð- inn með öllum rétti, en Kristinn andmælti kröftuglega og kvað hann ekki eiga eitt hár á honum- Veittu nú ýmsir Kristjóni að mál- um, en aðrir Kristni, og var þjark- að um þetta fram og aftur uín hríð' Hreppstjóra leiddist að lokum þóf þetta og lagði til, að þar sem hvorki menn né markatafla gætu skorið úr um eiganda, yrði að selja sauðinn á uppboði ’eins og annað óskilafé. Urðu margir illa við þser málalyktir, en Kristján verst, sem vænta mátti. Veðrið versnaði- Var syo riðið heim með rekstrana um það leyti er fór að dimifta. Voru þá viðsjár með mönnum. Hátt lét í Klofningi um kvöldið, Og þótti mörgum það ills viti- — Sig. Krisitófer Pétursson. -XX- Samstœður. Ortar af Halldór Steinmann Akureyri- H|æfir prýði höllunum Hellir víður ti'öllunum Fossinn stríður fjöllunum Fákur þýður stöllunum Valla grær á grjótunum Gleypir sær við fljótunum Hjörð ó nærist hnjótunum Hljómi slær frá nótunum. Hýrast mýs í holunum Hætta er vís frá bolunum 'Heyrist frýs í folunum Funi gýs úr kolunum. Sómir hárið húðunum Hamast bára á súðunum Fleygjast ór af flúðunum Faldur gljár á brúðunum- Kæfir eldur hlóðurtum Herravaldið þjóðunum íSk-reyttur feldur fljóðunum Forar keldur sóðunum. Ærnar teljast tölunum Af trúum selja smölunum Þokur dvelja í dölunum Dauft er í heljar sölunum. Gaular þrátt í görnunum Geð er kátt í börnunum Flæðir dátt að fjöllunum Flng er hátt með örnunum. Ástin lientar hjónunum Há er renta af krónunum Yeiði -lént úr lónunum Lykkja glent á prjónunum. Hæfir flórinn fjósunum Froyðfr sjór í ósunum, Lamrpar stórir ljóSunum Lipri sk'órinn drósunum. Hlunka stræti’ und hjössunum Henta sætin rössunum Skringilætin skössunum Skitnir fætur trössunum. Glatt með linda lautunum Lifnar yndi á brautunum Fylgir vindur if^autunum Fótt burt hryndir þrautunum. Oft er sviöi í undunum Orða-gnið á fundunum Hentar biðill liundunum Hratt fram miðar stundunum. Myndast krakki í meinunum Meður sprakka og sveinunum Hentar flakkið hreinunum Ilrósá rakkar beinunum. Hrollur dvín í hitunum Hælt er fínu iitunum Brast ei vín hjá britunum Byrta skín frá vitunum. Ivrunkar hrafn í klettunum Kennist safn í réttunum Fæstir hafna fréttunum Fjölgar jafnan prettunum. Fylgir vandi völdunum Vopnin standa á skjöldunum Hlýtt að anda höldunum Hrundir banda á kvöldunum. Vegur sést að vöðunum Valda pestir sköðunum Oft er hesti’ úr hlöðunum Hleypt sem mest í tröðunum. Iaekir gnyðja í gyljunum Gofst urriði úr hyljunum ' Laufin iða á liljunum Lýst er smið með þiljunum. Aft er villa að vottunum Vangá spillir pottunum Rénar hylli rottunum Rakkar dilla síkottunum. Saman hnoða eg hendingum Hlotnast stoð af bendingum Vetttur gnoð í vendingum Vís er boði í lendingum. Steinmóður bætir þessari við: Hæfir fita hestunum Háí’leygt vitið prestunum Góður biti gestunum Giltur litur festunum. Madame Breton HEMSTITCHING Embroidery, Pleating, Braiding, Buttons covered and Button Holes Blouses and Men’s Shirts made to order. Phone A 3752 258 Fort St., Winnipeg DR. C H. VROMAN Tannlœknir jTennur ySar dregnar e?$a lag- aðar án allra kvala. Ta]*ími A 4171 |505 Boyd Bldg. Winnipeg| PISNID MADAME REE mestu spákonu veraldarinnar — hún segir yt5ur, einmitt þat5 sem þér vilj- it5 vita í öllum málum lífsins, ást, giftingu, fjársyslu, vandrœöum. — Sui^e 1 Hample Block, 273*á Portage Ave., nálægt Smith St. ViÖtalstímar: 11 f. h. til 9 e. h, KomiÖ meö þessa auglýsingu— þaö gefur yöur rétt til aö fá lesin forlög yðar fyrir hálfviröi. Talsímar: N 6215 og A 7127 Bonnar, Hollands & Philp, lögfræðingar. 603 4 Electric Railway Chambers WINNIPEQ BETRI GLERAUGH GEFA SKARPARI SJÓN Augnlækaar. 204 ENDERTON BUILÐING Portage ana Haigrave. — A 6645 fSLENZKA BAKARflÐ selur bestar vömr fyrir lægsta verð. Pantanir afgreiddar fljótt og vel. — Fjölbreyttast úrval — — Hrein viðskifti'. — BJARNASON BAKING CO. S a rgent & McGee — Sími: A 5638 — ARNI G. EGGERTSON íslenzkur lögfræSingur- hefir heimild til þess aS flytja mál bætSi í Manitoba og Saak- atchevian. Skrifstofa: Wynyard, Sask. R ALP H A: C O O P B R Registered Optometrist &• Optician 762 Mulvey Ave., Ft Rouge. WINNIPEG- Tal.sími Ft R. 3876. Övanalega nákvæm augnaskoðun, og gleraugu fyrir minna verð ea vanalega gerisC. S. LENOFF Klæískuríiur og Fatasaumur eingöngn 7I0MAINSTR. PHONE A 8357 Föt og yfirhafnir handsaumaS eftir mælingu. — Frábær vörugæði og frágangur. Snið og tízka ábyrgst. — Sérstök umönnun veitt lesendum Heimskringlu. Föt og yfirhafnir $40.00 og þar yfir. Abyggileg ljós og A flgjafi. Vér ábyrgjumst yður varanlega og ósiitna ÞJONUSTU vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrir VERK- SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. N 4670 OONTRACT DEPT. Umlboðsmaður vor er reiðubúinn að finna yður að máli og gefa yður kostnaðaráætlun. Winnipeg Electric Railway Co. A. IV. McLimont, Gen'l Manager. KOL ! - - KOL! HREINASTA og BESTA TEGUND KOLA. bæöi til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI. Allur flutningur með BIFREIÐ. Empire Coal Co. Limited Shni: N 6357—6358. 603 Electric Ry. Bldf. Nýjar vörubirgðir Timbur, FjalviSur af öllum tegunrium, geirettur og aM*- konar aðrir strikaðir tiglar, hurÖir og giuggar. Komið og sjáið vörur. Vér erum ætí?J fúsir aí sýna, f>ó ekkert íé keypt The Empire Sash & Door Co. L I m I t • d HENRY AVE. EA5T WINNIPEG Aril Aadenon «•* r. uarmifl GARLAND & ANDERSON lcgfræðim gar PhoneiA-ai*T 8«1 Bleetrlc Ilallwa, Chamber. A Arborg 1. og 3. þriðjudag h. m H. J. Palmason. Chartered Accountant 307 Confederation Life Bldg. Phone: A 1173. Audits, Accounting and Income Tax Service. &r. M. B. Ha/ldorson -toi Boyd BldK. Skrifstofusími: A 3674. Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aS flnna á skrlfstofu kl. 11_il f h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Av». Talsíml: Sh. 8168. Tal.lmii A8N8S Ðr. J. O. Snidal tasíni,œ:knir 614 Someraet Bloek Portagt Ave. WINNIPBcl Tatsími: A 3521 Dr. J. Olson Tannlæknir 216 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy St Winnipeg Daintry’s DrugStore Meíala sérfræíingnr. “Vörugæði og fljót afgreiðsla” eru einkunnaorrð vor. Horni Sargent og Lipton. Phone: Sherb. 1166. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnatiur sá heztl Ennfremur seiur hann allskonar minnisvaría og legsteina_:_: 843 SHERBROOKE ST. Phonei 1« 6607 WIIVJIIPKG VV. J. Lindal Jt H. Linda B. Stefánsson , Islenzkir lögfræðingar 3 Hcme Investment Building, (468 Main SL) Talnmi A4963 Þeir hafa einnig skrifstofur a Lundar, Rivcrton, Gimli og Piney o ei u þar aS hitta á eftirfylgjanc tímum: Lundar: Annanhvern miðvikudaf Riverton: Fyrsta fimtudag í hverj un? mánuBL Gimli: Fyrstá MiBvikudag hrer mánaðar. Piney: Þriðja föstudag í mánut hverjum. /—----------—------------------ MRS. SWAINSON 627 Sargent Ave. hefir ávalt fyrirliggjandi úrvala- bírgSir af nýtízku kvenhöttum. Hún er eina íáenzka konan »em slíka verzlun rekur f Winnip«». Islendingar, látiS Mrs. Swaín- son njóta viSskifta ySar. Heimasími: B. 3075. TH. JOHNSON, Ormakari og GulluniSur Selur giítingaleyfiabráf. veitt pöntunv Pérstakt aihj og vitlgjörf________________ 264 Main St. Phono A 4637 hygll ________________ rtum útan af landl. J. J. SWANSON & CO. Talsimi A 6340. 808 Paris Building, Winnipeg. Eldsábyrgðarumboðsniew» Selja og annast fasteignir, ót- vega peningalán o. s. írv. KING GEORGE HOTEL (Á horni King og Alexandra). Eina íslenzka hótelið í baenuæa, RáBsmaBur Th. Bjarcasen \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.