Heimskringla - 09.01.1924, Page 4

Heimskringla - 09.01.1924, Page 4
4. BLAÐSÍÐA - HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JANÚAR, 1923. HEIMSKRINQLA (Mtofno* 18M> Kram >t á kverjnra mlOrlka.lmt. ElgeDdar: THE VIKING PRESS, LTD. Mi X 9ARUENT AVE, WINNIPEG, TaUlmli K-tm»7 Tert blahlu er $S.M ár*aatrarlnn bor*- lot frrlr fram. Allar korsaalr aeadlat rlbiaanal klaWalaa. STEFÁN EINARSSON, ritetjóri. H. ELIASSON, ráðsmaður. Utanáakrift tit klaSalaai HelmKkrlntfla Newn A Falillahln* Co. Lessee of THB TIKINð PRB9I, Ltá.. lat BlTl. Wlanlpea. Mu. Ctaaáakrtft tU rttatjárana EDITOH HKIblSKRIffGLA, Box *1T1 Wlaalpoc, Man. The •Heimskringla” ls prlnted and pub- lished hy Heimskrlngla Newa aaá Puhlishing Co., 853-855 Sargent Ave. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537 WINNIPEG, MANITOBA, 9. JANÚAR, 1923. Komandi ár. * i. “Árin koma og árin fara”. Eitt af öðru hverfa þau* “aldanna fram í djúpan sjá”. Og önnur ný koma. Fyrir fáum dögum stóðum við á slíkum tímarrtótum. Klukkur tímans sungu lotningarfylst líksöngslag gamla ársins og 'heilsuðu því nýja með vöggusöng. Ef líf ymannanna og breytni gætu á sama hátt byrjað nýtt ferðalag, væri hugðnæmt að hlýða, bæði á hinstu kveðju og vögguóð tj'maklukknanna. Eflaust efast nokkrir um, að til séu eðli- leg tímamót. Og að því er mælingu tímans snertir, má það að ihörgu leyti til sanns vegar færa. . Sekúndurnar, mínúturnar og klukkustundirnar líða oft án þess, að þeim sé ininsti gaumur gefin. Jafnvel vikur, mán- uðir og misseri þjóta hjá, án þess að augað festi á. Árin og dagarnir gera það sjaldn- ast. Þegar: “ííýrunnin sól frá austuröldum alfögrum hjúpi klæðir láð, og geislar hennar í geimi köldum gJóandi rnynda loga-iþráð,--- verður maðurinn þess var, að það eru tíma- mót á ferðinni, að nýr dagur er að heilsa. Með hverju nýju ári verða menn einnig varir tímamóta vegna þess, að þá . lengir sólin göngu sína “upp á himins breiðum boga”. Þó nýárið hafi ekki ávalt byrjað nákvæm- lega um það leyti, er daginn lengir, á það uppruna sinn að rekja til hugmynda mann- anna um það. En þá eru líka eðlilegu tímamótin upp talin. Þau eru aðeins tíma- mót nýs árs og nýs dags. • Það er langt síðan, að menn tóku eftir áramótunum. Það er sagt, að hiijir fornu Babýloníumenn hafi haldið nýárið hátíð- legt 3000 árum fyrir Krist burð. En þá há- tíð helguðu þeir sólarguðinum Marduk. Ell- efu og tólf daga stóð hátíð sú yfir. En í Nisa mánuði, eða marz, var hún haldin; um vorjafndægur. Hinar svokölluðu Purim há- tíðir Gyðmga, Krónus-veizlur Grikkja ^g rómversku veizlurnar nafnkunnu (satur- nalia) til forna og seinni tíma miðsvetrar samkvæmi um allan heim, eru sagðar að eiga rót að rekja til hinna gömlu nýárs há- tíða Babýloníumanna. Þó að seinni tíma hátíðirnar væru víðast hvar haldnar um vetrar-sólstöður eða seinni hluta desember- ^r.ánaðar, þá eru þær samt allar haldnar í minningu um það sama, um það, að daginn lengir og að sólríkari tímar og sumar og sæla sé í væntum. 1 Rón] og á Frakklandi, skift- ust menn á gjöfum á hátíðum þessum. Og sá siður hélzt viþ á Englandi fram á 1 7. öld. Kvað hann einnig enn tíðkast á Frakklandi og á Skotlandi. Á jólahátíðum; kristinna manna, var sá siður aftur tekinn upp víðast hvar síðar. Sézt af því skyldleiki jólanna og þessara nýárs-hátíða fornu, að þ#í leyti, er ýmsa ytri siði snertir, og að þeim var og er enn helgað afar roargt af því, er nýárs- hátíðunum heyrði áður til. r II. Þetta forna hátíðahald hefir eflaust haft margt gott í för með sér. En sá galli var þó á þeim, að hátíðahaldið var mest fólgið í ó- hófi í mat og drykk og hálf eða algerðum sukk-lifnaði, sem af því leiddi. Einkum eru rómversku hátíðirnar nafnkunnar fyrir þetta. En ekki ber að kasta þungum steini á þessi fornu hátíðahöld, því margt á sér enn stað í sambandi við þau, sem minnir á hið sama í fari okkar. Þau eru át-veizlur öllir'oðru fremur ennþá. Að koma til vinar síns á þessum hátíðum sannar það best. Fyrst er settur fyrir þig nægur kraftmikill matur, hangikjöt og annað þessháttar. Svo kemur súkkulaði. Þá kaffi. Næst því hnot- ur, brjóstsykur, fíkjur og döðlur. Á eftir því koma aldini, svo sem epli og appelsínur. Þá vindlingar og kaffi íiftur, af vissum á- stæðum. Þetta má nú nærri því átveizla heita — ef til vill engu betri en til forna. Að gera upp ársreikninginn sinn og yfirvega af útkomu hans, hvað gera skuli á komandi ári, vill gleymast. Það er ekki byrjað nýtt líf með hverju nýju ári. III. “Nú blikar röðull austri f er upprís fagur bak við ský, frá dimmu rökkva djúpi. Hvað boðar ársins blíða sól er bjartan vefur Tindastól ‘ með gullnum geisla-hjúpi? Hvað boðar nýárið, ef það boðar ekki nýtt ferðalag? Ferðalag, sem i greiðara ætti, og getur gengið, en hið fyrra, ef vel er að öllu hugað. Það er ekki hægt að neita því — og það er árangurslaust að fela það, að | það er margt, sem amar að og einsta/klings framför og þjóðar velferð stendur .í vegi. Og slíkir Þrándar í Götu, eru bæði líkam- legs og sálarlegé eðlis. . • IV. i Við byrjun þessa nýja árs, og byrjun sól- ríkari daga á vel við, að vorhugi íbúa þessa lands vakni, og geri sér grein fyrir því hvern- ig ársreikningurinn stendur, eftir liðið eða liðin ár, og hvort vors sé að vænta á hinu nýja ferðalagi á komandi ári. I öðrum ^flálki ársreikningsins eru háar tölur, sem sýna, að ýmislegt stendur efnahag jands- ins fyrir þrifum. Framfarirnar hafa verið hægfarari en oft áður s. I. ár. Ef nafngreina skal nokkur atriði sem þessu valda, má fyrst geta öfugs hugsunarháttar, sem mest stafar þó af hugsunarleysi. Þá verzlunarmálanna. Næst því innflutnings og útflutningsmál, og ótal margt fleira. En til þessa upptalda eiga meinin flest rætur að rekja, sem við eigum við að búa. í hinum dálki reikningsins standa, ó- numin ein hin víðáttu mestu og auðugustu landflæmj í heimi. Bújaijðir góðar, reisu- legar borgir, • feiknamikið af járnbrautum, iðnaðarstofnunum og stórum verzlunarhús- um og bönkum. Iðjugefin, vel mönnuð þjóð. Lifnaðarfiættir í bezta lagi I kring um sig verður lengi að líta til þess, að finna Iand, sem meira af náttúru-auði feli í skauti sínu en Canada og fleiri framfara skilyrði eigi. . Samt er það öllum Ijóst, að lýður þessa lands er ekki ánægður með ástandið. Marg- ur er sárt Leikmn, að því er atvinnu snertir. Og margir yfirgefa landið til þess að leita gæfunnar annarsstaðar. Þó er þörfii) fyrir vinnu þeirra hér meiri en ætla mætti. Verk- sviðið sér enginn út yfir. Það þurfa margar hendur til að vinna sér það verk létt. Hvern- ig verður >5ð>n bót á því öfugstreymi, því stóra lands og þjóðar meini, sem tækifærin slær úr hendi íbúunum. Um það er vert að hugsa, eigi síður en fagnað í mat og drykk á þessu nýbyrjaða ári. v / * V. Hagfræðingar, stjórnmálamenn, hug- sjónamenn og skáldin hafa í ræðu og riti sýnt ástæður svo hundruðum skifta fyrir núver- andi ástandi. Og lyfin sem þeir !hafa séð til | þess að bæta með úr því, eru jafnmörg. En þó hefir fátt af þeim góðu bendingum fallið í frjóva Jörð. Að miinsta kosti hafa þau ekki i knúð til verka í hina réttu umbóta átt. Ef til vill stafar það af því, að ofmikið hefir verið sagt um þessa hluti, og að það hefir valdið truflun og þar af leiðandi aðgerðar- leysi. Nú við uppgerð ársreikninganna og með þá fyrir framan sig ætti, að vera hægt að tala um þessa hluti skiljanlega og vöflu- Iaust. VI. Aðal gallinn á þjóðarbúskapnum öllum er sá, að menn hafa ekki kunnað að sníða sér stakk eftir vexti. Landsstjórnin, fylkis- J bæjar- og sveitastjórnir eru of flott. Þa$ ; er augljóst, hvað af því leiðir, er einstak- j lingar taka upp þann sið að lifa ríkmann- i lega, áður en þeir eignast nokkuð sjálfir. ! Og þeir eru vanalega taldir heimskir, er ! sækjast svo mikið eftir því, sem í sjálfu sér er ekkert annað en fánýti. En þessa synd drýja allar stjórnir, stórar og smáar. Þær leggja ekki aðeins út í að gera margt það, sem arðvænlegt er og nokkuð gefur í aðra hönd til þess að mæta með- rentum á lánun- hvað sem er, þó engan arð færi, og þó það um, sem þær tóku, heldur er lagt í nærri því sé í raun og veru ekki til neins annars en að halda sig nógu ríkmannlega. Landið hefir 1 ofmörg og ofdýr þinghús og of voldug dóms- hús, of margar og ríkmannlegar stjórnar- skrifstofur, of margar stjórnir. Okkur er stjórnað of mikið. Lincoln sagði, “því minni stjórn sem við höfum, því betra er það”. Hann skoðaði þetta fyrst og fremst frá sjónarmiði einstaklingsfrelsisins. En hann hefir vissulega ennig séð efnalega kostnaðinn, sem það hafði í för með sér, áð hafa of mikla stjórn. Yfirleitt er alt of mik- ið á ferðinni af ímynduðum uiúbótum, bæði stjórnarfarslegum og öðrum; umbótum, sem ekki snerta við meinunum sem þær eiga að lækna. Meðferð opinbers fjárs er oftast þannig, að oft verður ekki séð að hún stjórnist af öðru en prjáli. Að reisa hallir, sem líkastar væru fyrir að eiga að vera bú- staður japanskra prinsa, er hlutur, sem hér er of kostnaðarsamur. Og eins og stjórn- irnar gera sig seka í óhófi og eyðslusemi, eins gera einstaklingar þjóðarinnar það, sem fjárráðin 'hafa, peningavaldið. Qg hvað hef- ir svo alt þetta prjál í för með sér? Meiri lán og aukna skatta. Og svo byrjar met- ingurinn um það, hver eigi að bera lán og skattabyrgðina. Hver reynir að koma henni af sér og á herðar öðrum. Þannig skapast óvild og hatur milli borgaranna, sem svarið hafa að lifa saman í einingu og bandi friðar. Og þegar þeir, sem ekki sjá sér fært að bera byrðina finna, að þeir bíða lægri hlut, og að böggullinn á baki þeirra smá þyngist alt af, í stað þess að léttast, tína þeir saman föggur sínar og flytja burtu, — flýja land. Hvað er hægt að gera, til þess að bæta úr þessu? Aðeins eitt. Það þarf að breyta hugsunarhætti manna. Það þarf að láta þá menn, sem með stjórnar- og peningavaldið fara, vita og skilja það, að þetta land hefir ekl^ert með þá menn að gera, sem ekki kunna að sníða landinu stakk eftir vexti þess. Þetta tvöfalda vald verður að hætta að leggia auðinn, sem hér er framleiddur í það, sem ekkert gefur landinu eða þjóðinni í heild sinni í aðra hönd fyrir vikið, en er lagður í þess stáð í það, sem engan arð gef- ur af sér, eins og stjórnarbyggingar, eða í það, Sem einstaklingar raka saman miljónum á. Auðsuppsprettúr eru hér miklar. Landið getur orðið eitt hið auðugasta og þjóðin ein hin voldugast í heimi. En eins lengi og ein- stakir mienn eiga kost á að leggja þjóðar- auðinn og framleiðsluna uiidir sig, er til lít- ils að tala um gæði landsins og glæsilegar framtíðarhorfur. Slíkt 'verður aldrei al- mennings eign. Og meðan að arður af vinnu þjóðarinnar er þannig notaður, er frairitíðahheill almennings fjarri. Húað mik- ið sem framleitt er, þyngist byrðin á herð- um hans í stað þess að léttast. En auðurinn safnast meira og meira í fárra hendur. Þjóð- skipulagið, sem við eigum við að búa, er skapað til þess að gera fátækan og ríkan. Jöfnuðurinn er útilokaður. Réttindin, hin fullkomnu og háu þjóðarréttindi, eru véluð úr höndum fjöldans. Samt er okkur kent, að við eigum að elska hvorir aðra vegna réttlætisins, sem við séum aðnjótandi í þjóðfélaginu. 1 VII. Vér sögðum, að hugsunarhátturinn þyrfti að breytast hjá borgurum landsins. Hann þarf að breytast í tvennum skilningi. Þeir, sem á hinn háa hest eyðslusemiinnar hafa sezt, og lifa eftir því lögmáli, að afla sér á fáum árum svo mikils auðs, með réttu eða röngu, að þeir geti eftir það lifað í vel- Iystingum og iðjuleysi, verða að fara af baki þeim háa hesti. Landið má ekki við þvíj að róa undir slíku. Að hinu leytinu verða þeir af borgurunum, sem þessa afls eða valds njóta ekki, og þeir eru margfaldur meiri hluti þjóðarinnar, að vakna til með- vitundar um það, að þeir vinni þjóðarheild- inni ekkert gagn með því, né sjálfum sér að halda áfram/ iðju, sem reikningar ársins sína, að boða ekki sólríkari daga. Hvað áttu við? Byltingu? segja ef til villl sumir. Nei — og aftur nei. Er það bylting í ríki náttúr- unnar að daginn lengir? En það er breyt- ing eigi að síður. Og svo hægfara er hún, að ekki munar nema hænufeti á dag. En innreið vorsins á rót til þess að rekja. Getur ekki á sama hátt vorað í huga canadisku þjóðarinnar. Getur ekki hugur hennai1 stigið hænufet á dag í áttina til betri tíma? Brautin stendur opin. Frelsið er þjóðinni ekki með öllu fyrirmunað. Noti hún það viturlega, í stað þess, að hyggja ekki að neinu, hlýtur henni að skila áfram í áttina til meiri sælu og betrf daga. VIII. Lítið á ársreikninginn! Meinin ,eru þar auðséð. Og lyfin eru víð hendina, þar sem náttúru-auður þessa lands er. En læknirinn? Þjóðin öll verður að vera sinn eigin læknir. Og hún getur það. Borgaralegt samlíf er voldugir og vesælir tækju höndum saman, ekki nærri eins flókið og oft er haldið. Ef og allir sættu sig við að sníða sér stakkinn eftir vexti, sættu sig sameiginlega við þá lífshætti, sem arður af þjóðar framleiðsl- unni leyfir væri gátan á svip- stundu ráðin og öllum gæti liðið vel, ekki einungis líkamlega, held- ur einnig andlega. Og þá yrðu mennirnir betri og vingjarnlegri hverjir við aðra, að ekki sé sagt kærleiksríkari. En sé einhverj- um jafnréttið og kærleikurinn svo fjarri, að slík samvinna og sú fórnfærsla sem það hvorttveggja krefst, geti ekki orðið í té látinn, er það samt þess vert fyrir hina, að tapa ekki auga af hugsjón þeirri og nota þau tækifæri sem þeir hafa til þess, að koma henni í framkvæmd. Á þjóðin öll að 'eiga auðsframleiðslulindir lands- ins, eða fáir menn? Það hefir lengi verið kapprætt um þetta. Og það verður eflaust víða kapprætt um marga áratugi enn- þá. Er það svo flókið mál? Alls ekki. Það væri útrætt fyrir löngu, ef menn fengjust til að gera sér alvarlega grein fyrir því. Sé land, þetta hætf til að búa í því, og það mun hver maður fúslega kannast við, þá verður einnig um leið að kannast við það, að framleiðslu nægtir þess séu nægilegar til þess að öllum geti liðið vel. Það er þetta gamla, skifting auðsins, sem ógæfunni veldur. Hún er óréttlát. ! Þegar þjóðin öll fæst til að at- j huga ársreikninginn og draga upp ferða-áætlun komandi árs, J getur það ekki dúlist, að það er ! samhugur fyrst og síðan samvinna ! í stjórn, í viðskiftum, í öllum J þjóðleguml athöfnum, sem sam'Iíf | borgaranna gerir arðsamara, í j efnalegum skilningi og unaðslegra og æðra í andlegum skilningi. j Er það ekki þess vert, að beina athygli að því? Dodd’s nýmapillur eru bezta nýrnameÖalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun^ þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney PilL kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. * $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s Med>c|M Co.. Ltd., Toronto, OnL Sindur. Manni nokkrum hraut vfea jþesBi af munni, er hann ias jóiablað Lögbergs: Kaupendunum kynna má því frá hvað 9®s tinst nú dimt í veröldinni! auglýsingar ekki er hægt að fá, af þvi verður jólagleðin mlnni. Maður sem ekki sagðist hafa notið vínkaupaieyfi sitt fyr en á aðfangadag jóla, bauð gleðilegar hátíðir -með eftirfarandi orðum: “Að svo búnu óska eg heila h.... heiminum gleðilegra jóla!” Hann: Hvað yrði þér við ef eg kysti þig? Hún: HVað heldurðu? Hann: í>ú reiddist mér? Hún. Gettu aftur. Hann: Þú fyrirgæfir mér- Hún: Hvernig í óeköpunum gaztu getið rétt ujip á þessu? Stúlka var að næl£ blóm i treyjubarm piits, sem hún ætlaði með á dans, að sögn, bkki þess fyrsta. Glatt er æsku lífsins ljos, leikur blóm-vig fingur; oft er ]>ó að ilmsæt rós ailra sárast stingur. Björn Líndal. Þegar Lögb. kom út einfalt. Stríð er háð við stjórnarbrunn, styrkur fæst nú hvergi, af því verður öllum kunn, einfeldnin hjá “Bergi". -----------x------------ íþróttasjóður Reykja- víkur. [Fyrsta ræða, sem Jónas Jónsson frá Hriflu hélt á Alþingi. Einn hinn bezt menti íþróttmiaður á landinu sagði, að frumvaripið um sundhöll við Reykjavík ^iefði verið 'irierkA asta málið, sem þingið í fyrra hafði til meðferðar. Jón Magnússon talaðr móti hugmyndinin og alt lið Mbl. vann að því, að tefja fyrir henni, líklega af því, að þar var að ræða um framlög til að auka menningu og bæta heilsu mörg þúsund manna, en ekki að stofpa óþarft embætti handa óhæfum mönnum.] “Eg get búist við því, að sumum háttvirtum þingmönnum muni finnast sem svo, að hér sé ekki um neitt stórmál að ræða- En eg lít nú svo á, að þótt kostnaðarhlið þessa máls sé ekki mikil, þá sé hug- sjónin, sem liggur á b£k við þetta frumrvarp stór. Þetta er eitt þeirra ínála, sem ekki ætti aö vera erfitt fyrir þetta þing að samþykkja, því að hér er ekki um neinar kröf- ur um fjárframlag úr ríkissjóði að ræða. Hér er aðeins farið fram á það, að skattur sá, sem >að undan- förnu hefir runnið í bæjarsjóð Reykjavíkur, verði hér eftir iagður í sérstakan sjóð, sem síðan sé var- ið til eflingar íþróttum um land alt. Eg vfeit ekki, hvort eg má fara hér lítinn krók, en mér finst, sem hér á landi hafi veið talað meira um fullveldi hin síðustu ór en í nokkru öðru landi í heiminum, sem eg þekki til. Það er aldrei minst svo á ísland af vissum mönnum hér, að þess sé ekki jafnframt getið, að það sé fullvalda ríki. Þetti virðist benda á, að íslendingar séu hrædd- ir um, að fullveldi þeirra sé ekki fullkomlega viðurkent og aðrar > þjóðir viti ekki um það, ög því sé sjálfs^gt að halda því á lofti- En þetta sífelda fullveldisskraf verð- ur fáránlegt til lengdar, vegna þess, að þetta gera engar fullvalda þjófjir, og eg gæti bent á það, að fullveldi vort sé í raun og veru ekki mikið. 'En á bak við þetta ligg- \ ur þó sú hugsun, að við eigum að reyna að vera menn og byggja iandið. En þá er þess að gæta, að það verður ekki gert með orðum tómum, gífuryrðum og glamri uni iand og þjóg og forna sögufrægð,. beldur verðum við að sýna dáð f . verkinu. Og þetta frumvarp, sem eg flyt nú hér, er einmitt lítill þátt- ur í þjóðlegu viðreisnarstarfi. Hér í Reykjavík er 1/5 hluti allra Is- lendinga, og fyrir utan þá menri, sem hér eru búáettir, er stöðugur straumur híngað hvaðanæfa af landinu. Reykjavík er því ekki að- eins andlegur höfuðstaður, heldur og allsherjar uppeldisstöð lands- manna, fyrir áhrif þau, sem hún liefir ó hiná ungu gesti. Dvöiin hér verður þeim altaf til náms, þótt fólkið feomi ekki beint í þeim til- gangi. Eyrir ungu stúlkurnar, sem koma hingað í vist, og þær eru •margar, verður Reykjavík skóli til ills eða góðs. Þvf er»æskilegt frá sjónarmiði allra iandsmanna að ReykjaVík sé heilbrigður bær og hollur, ódýr og áhirifagóður. Því er hver stofnun, sem eykur menn- ingu f Reykjavik, iandsmól. Ef við virðum fyrir okkur það tímabii, sem við líturn upp og aft- ur til söguöldina, þá sjáum vér, að eitt af þvi, sem einkendi hana, var óvenjulega fullkomin líkamsmenn- ing. Hún hefir óvíða átt sinn iíka, nema suður í Miðjarðarhafslönd- um fyrir ca. 2000 árum. En með andlegri' og fjárhagslogri hnignun landsins hnignaði og líkamsmenn- ingimni. En síðan h-afa verið gerð- ar tilraunir af æskulýð þessa lands . að reisa hana við. Það er sam- band milli líkamsmenningar og annarar menningar í hverju landi, og þarf ekki að líta lengra en til Englendinga, sem hafa sett markið dýpst á andlega menningu, og eru J ein af hinum mestu íþlróttaþjóð- um heimsins. Eg vona, að menn þurfi nú ekki að deila um það, að æskilegt er að geta gert sem mest fyrir líkamsmenninguna.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.