Heimskringla - 30.01.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.01.1924, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JANÚAR, 1924 HEIMSKRINQLA (BtufnaS 188«) K«n« M I hverjHBi ml«vtkulr(t Elgendur: IHE VÍKING PRESS, LTD. • 968 og 866 9AROENT AVE^ WIPÍNIPKÖ, TaUdmli N-9617 % T«« blmSalaa nr (t.N írnoKurlnn k»M- tat tjrír fris. Allar bvrgantr avadtnt rdSaaaannl blattalaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaður. d Vtandakrtft tit blaValaai HelmMkrlnRla News & Pnbllshlng Co# Lessee of THE TIKINÖ PRB8I, LíIn Bok HTl. Wlnnlpeg, Ilan. Vteuiskrlfi tll rltntjértm EDVTOR BEIM9KRINOLA, Box 8171 Winnlpng, Man. The ‘Heimskringla” is printed and pnb- (ished by Heimskringla New« an« Publishing Co., 853-855 Sargont Awe. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537r s.-------------------------—-------------------- WINNIPEG, MAN., 30. JANÚAR, 1924. Stjórnarskiftin á Bretlandi .... Stjórnarskifti hafa verið tíð á Bret- landi síðustu árin. Það má svo heita, að þau hafi verið daglegt brauð síðan sam- steypustjórn Lloyd Georgp fór frá völdum. I nóvember árið 1922 tók íhaldsstjórn þar við völdum af samsteypustjórninni, með Andrew Bonar Law sem leiðtoga. Fimta maí 1923, varð hann að láta af stjórnar- formensku vegna heilsuleysis. Tveim dög- um síðar var Standley Baldwin tekinp við stjórnar taumunum. Ástandið var hið versta er Baldwjn tók við völdum. Utanríkismálin voru í slaemu horfi, sambandið við Frakka var að fara út um þúfur, og verkamannamálin voru alvar- leg. Varð afleiðingin af þessu sú, að til almennra kosninga dró. Fróu þær fram 6. des. s. 1. Verndartollastefnan sem Bald- win ætlaði að ráða myndi fram úr atvinnu- leysinu og efldi iðnað nýlendanna og við- skifti, festi ekki djúpar rætur í huga kjós- endanna. Tapaði Baldwins-st. mjög í þeim kosningum, að hún hlaut ekki meiri hluta þingsæta; samt varð flokkur hennar fjöl- mennastur á þinginu. Þingið kom saman þ. 8. þ. m. Vænti stjórnin sér ekki Jangra Iífdaga, eins og á stóð. Birkenhead gerði ýmsar tilraunir með að sameina alla flokkana. Bauð hann frjáls- lynda flokknum samvinnu við íhaldsstjórn- ina, eða þá hitt, að frjálslyndi flokkurinn tæki við völdum og nyti styrks íhaldsflokks- ins. En þó rausnarlega væri nú boðið, og tvær grímur virtust renna á suma innan frjálslynda flokksins, varð samlt ekkert af sameiningu. Eftir J>að var ljóst hvert stefndi fyrir stjórninni. En hún einsetti sér að bfða átekta og víkja ekki fyr en van- traustsyfirlýsing skylli á hálsinn á sér í þing- inu. Og mánudaginn 21. þ. m., þegar þingið hafði staðið yfir tæpa tvær vikur dró upp drungalegt ský urf kvöldið og reiðar slagið datt á undir mtiðnætti. J. R. Clynes, sem nú er ríkisráðsfulltrúi Hans háfignar (Lord Privy Seal) bar upp vantrausts-yfirlýsingu á hendur stjórninni. Var hún samþylct með 72 afkvæða meiri hluta. Frjálslyndi- flokkurínn greiddi atkvæði með henni, að 9 þingmönnum undanskildum, sem stjórn- inni veittu að máli. Stjórn BalcWins 'lagði tafarlaust niður völdin James Ramsay MacDonald, leiðtogi verkamanna var kallaður á konungsfund, og var falið að mynda nýja stjórn. Og verka- m(annastjóm var nú í fyrsta sinni í sögu Brétlands tekin þar við völdum. Það eru ekki full tuttugu ár síðan að verkamaður var fyrst kosinn á þing á Eng- landi. Næstu tíu árin eftir það f jölgaði þeim að vísu, en ekki svo mikið, að nokkum dreymdi á þeim tímum um, að þeir kæfust til valda. Að svo myndi verða einhvem- tíma, hafa ef til vill einhverjir vonað. En það virtist svo fjarri, að ekki var kostur á, að gízka á hvenær slíks væri að vænta. Það var á síðast liðnum 10 árum, sem fyrst fóm að heyrast spámannsraddir umí það. Og eftir 20 til 30 ár þótti þá ekki óhugs- anlegt, að draumur sá rættist. Hitt mun jafnvel ekki hinum bjartsýnustu merkisber- um verkamannaflokksins hafa komið til hug- ar, að þeir yrðu teknir við völdunum í byrj- un ársins 1924, eins og nú er raun á orðin. Sigurinn má !því heita óvæntur. Og spum- ingin, sem mörgum ef fil vill dettur nú í hug, er sú, hvort að þann sigur hafi ekki borið fullbráðan að höndum. Þó að margt kunni að ganga verkamannastjórninni að óskum, verður það ekki dulið, að hún getur í raun og veru engu komlið til leiðar nema með samþykki og góðu geði frjálslynda-flokks- ins. I ýmsum málum má þetta vel fara. En þegar kemur til þess, að leggja skattabirð- ina auðvaldinu á herðar aðallega eða með öllu eins og hinn nýji stjórnarformaður og flokkur hans^ru fylgjandi, er hætt við að samvinnan fari út um þúfur og frjálslynda flokkinum þyki nóg um jafnréttið. Öðru máli gegnir með utanríkismálin. Það er fullyrt, að Rússland verði viðurkent og að viðskifti hefjist á gömlum grundvelli milli þess og Bretlands. Þar hljóta samsteypu- flokkarnir því að vera sammála. Þegar að öllu er gætt, hlýtur verkamannastjórnin að eiga erfitt verk fyrir höndum. Það hljóta að koma við og við mál upp á þingi, sem stjórnin verður ósammála um, og sem and- stæðingunum íhaldsflokknum gefst færi á að gleðjast yfir, ef ekki að gera sér mat úr. En þrátt fyrir alt vekur sigur verkamanna flokksins fögnuð alþýðu út um heim allan. Þó augum hennar dyljist það ekki í hvílík- um vanda verkamannastjórnin á Bretlandi er stödd, vonar hún, að hugsjónum þeim er verkamenn og alþýða ann gefist með sigriir um á Englandi betra tækifæri en áður að sýna hvers verðar þær eru fyrir velferð- þjóðfélagsins í reyndinni. James Ramsey MacDonald, hinn nývígði stjórnarformaður á Bretlandi, er 37 ára gamail. Hann er sjálfmehtaður maður sem kallað er. Faðir hans var skozkur bóndi. Erfiðisvinnu er sagt, að Macdonald hafi ekki unnið að ráði. En leiðtogi verkamlanna varð hann vegna þess, hve fróður hann var um iðnaðar- og verkam)annamál. Hann lagði sig eftir fræðslu um þjóðmálastefnur á þeim grundvelli, og er nú sagður jafnsnjall hverjum þjóðmegunarfræðingi á því sviði, og vita gerla en flestir þeirra um þau fræði frá hlið verkamannsins. Hann hefir kynst hag hans og ástandi flestum þeirra betur. Ár- ið 1893 var hann einn af forkólfum þeim er verkamannaflokkinn stofnaði. Var hann þá 27 ára gamall. Hefir han nsíðan helgað flokkinum starf sitt. Skoðun MacDonalds er sú, og hefir verið frá því fyrsta, að auðvaldið taki lítinn þátt í skattabyrðinni; virðist það ávalt smeygja sér út úr því. Hvort sem að stjórn hans orkar nú að breyta skattafyrirkomulaginu eins og hann kýs, er eftir að vita. En mikinn gaum vekur það atriði í stefnu hans og vekamanna- flokksins. Einnig hefir stefn^ stjórnarfor- mannsins snertandi Alþjóðafelagið vakið athygli margra. Það var tæplega búist við því, að verkamannastjórn mælti Alþjóðafé- Iaginu bót. En þáð gerir nú MacDonald. Ekki þó athugasemdaláust, eins og gefið er í skyn í blöðunum, heldur með þeirri breytingu, að skaðibæturnar séu virtar að nýju af hlutað- eigandi þjóðum og Alþjóðafélaginu sé svo falið að sjá um framkvæmdirnar. Að sú virðing sé möguleg, efar MacDonald ekki, ef Frakklandi sé gefin næg trygging fyrir greiðslu skuldar sinnar. Á Alþjóðafélagið lítur því MacDonald sem framíkvæmdar- vald þjóðanna, en ékki sem yfirvald, sem segja eigi þjóðunum hvað þær eigi að gera. En til þess að félagið geti á þennan hátt kom ið að notum, segir hann allar þjóðir eiga að heyra því til. Og með þessari stefnu skoðar hann, að þær þjóðir, sem nú vilji ekki heyra félaginu til verði fúsari til þess. Um viðurkenningu Rússlands er það að segja, frá sjónarmiði MaóDonalds, að hann skoðar hana sjálfsagða, þar sem flestir eða fjöldi stórviðskiftamanna á Bretlandi, skoða hana heppilega. Enda er talið víst, að bæði Frakkland, Ítalía og Jugo-SIavía séu í undirbúningi með að viðurkenna og hefja viðskifti við Rússland. Yfirleitt virðist bæði utanríkis og innari- ríkisstjórnarstefna MacDonalds vera breyt- ing og hún talsverð frá því sem áður var á Bretlandi trl bóta. Það sem eftir á nú að sjást, er hvernig hans fáliðuðu stjórn tekst að koma henni í framkvæmd. Þess má að síðustu geta, að verka- mannaflokkurinn á Englandi hefir ekki neina samivnnu við kommunistana. Þó margt sé sameiginlegt með þessum flokkum, greinir þá um, hve langt skuli gengið í afnámi sér- eígnarréttarins. Komunistar vilja, eins og kunntigt er, að hann nái til ábúðarjarða. Það skoðar verkamannaflokkurinn á Eng- landi oflangt gengið og sættir sig við að hann nái til stórfyrirtækja landsins, svo sem járnbrauta, iðnaðar. viðskiifta, námureksturs og ónotaðra landsvæða. Nikolai Lenin. Nikolai Lenin, eða seml réttu nafni hét Vladimir Illyitch Ulyanov, forseti Rússlands, Iézt þ. 21. þ. m., eins og áður var getið í þessu blaði, í þorpi því á Rússlandi er Gorky nefnist og er skamt frá Moskva. Með Lenin er eitt af mikilmennum heims- ins að foldu fallið. Það skiftir engu máli hvað menn hafa um stjórnmálaskoðanir hans og störf að segja. Það yerða allir, jafnt þeir, er and^tæðir eru skoðunum hans sem hinir að kannast við afreksverk hans í sambandi við stjórnskipunar-breytinguna á Rúss- landi. Engum meðal manni var fært að færast hana í fang; sá einn sem mikilmenni var gat haft hemil og taumhald á einni þeirri stærstu þjóðskipunarlagsbreytingu, er átt hefir sér stað í sögu heimsins og leitt hana tíl farsællra lykta, að því er bezt verður séð, enn sem komið er, eins og hann gerði. Stjórnarbyltingar hafa ávalt mikil á- hrif á hugi manna. Hið sama verður um rússnesku bytinguna sagt. Áhrif hennar hafa borist út um allan heim. Það er því ekki neitt óeðlilegt þótt máhnsins sem mest- an átti þáttinn í henni, sé getið um heim all- an — að góðu af sumum, eins og þjóðinni fyrst og fremst, er hann leiddi út úr myrkri keisara-ofríkisins fram í dagsbirtu lýðveld- is-frjálsræðisins og þeirra annara hvar sem eru, er því unna, en að illu af þeim er slíkum stjórnskipulags-breytingum amast við. Dórn- arnir falla Iþannig bæði með og móti Lenin og starfsemi hans, sem stendur. Sagan kveð- ur upp endanlega dóminn á sínum tíma. Lenin var fæddur 10. apríl 1870 í bæj- arþorpi því er Simbirsk heitir við bákka Volga-fljótsins'sunnarlega. Faðir hans var skólakennafi af göfugum ættum. Byrjaði hann snemma að kenna syni sínum. Að námi loknu á barnaskóla, gekk Lenin á miðskóla í sókn þeirri er hann var fæddur í. Kennari hans þar var Fedor Kerensky, faðir Alexand- ers Kérensky, er völdin hafði um tíma á Rúss land). Hefir kennarann þá eflaust ekki dreymt um það að Lenin ætti eftir að steypa syni sínum frá völdum. En um það leyti kyntist Lenin samlt fyrst jafnaðar kenning- um Karls Marx, Þjóðverjans nafnkunna. Varð hann svo hrifinn af þeim, að hann gerð ist þegar talsmaður þeirra. Að loknu námi á miðskólanum, gekk •Lenin á háskója í Kazar. En þá var hann svo æfur talsmaður jafnaðarkenninganna, að hann var rekin úr skóla. Því næst hélt hann til Pétursborgar. Lagði fyrir sig lög- fræði á háskólanum þar. Um það leytí skrifaði hann bók um “Sögu auðvaldsstefn- unnar”. Var hann með henni viðurkendur einn af færustu mönnum í þeirri grein. I Árið 1897 þótti keisaranum heldur mjk- ið orðið koma til áhrifa þessa unga manns. Tók hann þá til þeirra ráða, er hann var vanur að beita við frjálslynda unga efnilega menn á Rússlandi, gn það var að dæma þá tíl útlegðar í Síberíu. Lenin var dæmdur í 3 ára útlegð þangað. En það hafði ekki neitt gott í för með sér. Lenin vann þar bæði með munni og penna, sem honum lét hvort- tveggja óviðjafnanlega vel', að útbreiðslu jafnaðar kenninganria. Og þar var jarð- vegurinn fyrir þær. Var sagt, að fátt hefði verfð hægt að aftra honum frá að gera þan svo vel var hann liðinn. Á útlegðarárunum kyntíst Lenin stúíku þeirri, er varð konan hans. Var hún jafn- aðarmanna sinni, og var einnig í útlegð dæmd. Giftust þau um það l'eyti er þeim var aftur veitt frelsi. Var það árið 1900. En ekki dvöldu þau í Rússlandi nem|a lítið eftir það, þar til árið 1917. Voru þau oftast í Sviss og á Þýzkallandi og víðar. Var blaða- menska starf þeirra þau árin. > Árið 1917 héldu þau til Rússlands. Og söguna af iþví hvernig Lenin fór að því að korna byltingunni af stað og koma á fót lýð- veldi með jafnaðarmannastjórn, en steypa einni þeirri ráðríkustu og ósvífnustu keisara- stjórn af stóli, sem nokkursstaðar hefir að völdum setið, verður ekki farið hér út í að lýsa. Það er sagt, að Lenin hafi aldrei örf- að menn til að grípa til hryðjuverka í Rússlandi, er 'nann útbreiddi jafnaðarkenn- inguna þar áður. I þetta skifti varð nú samt ekki hjá því komist. Og þó að engum heilvita manni í löndum þeim, er sæmilegri siðmenningu eiga að fagna, detti í hug að mæla hryðjuverkum og byltingum bót, eru þeir margir er skoða aðfarirnar á Rússlandi um þetta leyti eðlilega afleiðingu af ástandi íbúannar*-— bæði fáfræði alþýðunnar og drotnunargimi og ósvífni keisara-valdsins. Enda hefðu þær aðfarir, að líkindum ekki verið mögulegar í neinu öðru landi en Rússlandi. Þar vom tvö svo herfilega and- stæð öfl, að ekkert áttu sameiginlegt, að berjast hvort móti öðm. Afþýðan átti þar ekkert samieiginlegt með stjórnarvaldinu, sem sífelt kúgaði hana. Slíkan mun stjórna og alþýðu er ekki að finna í löndum Norður- og Vestur-Evrópu, enda hefir mentun og ein- staklingsfrelsi haldist þar að mikllum mun betur í hendur í þjóðlífinu og er það einkum á orði haft um hinn ensku mælandi heim, hvort sem okkur finst nú svo vera eða ekkí. Eftir að Lenin tók við völdum, sem var fyrir nærri sex árum, halda andstæðingar hans því fram, að hann hafi stjómað með grimd. Affallalaust er ekki hægt að taka við þeirri staðhæf- ingu. Honumi var að vísu blá- alvara með að koma jafnaðar stjórnskipulaginu á. Og það get- ur oft hafa kostað mikið, jafnvel mörg mannslíf. Þó honum væri sá kostnaður óljúfur. En gamlla stjórnskipulagið og þá sem merk- isberar þess voru, bar hann megn- asta óhug til. Segja sumiir, að það hafi átt rót að rekja tíl grimd arverkanna, sem það hafðí í frammi. Seýtján ára gamall sá hann bróður sinn Alexander rek- inn í gegn með spjóti, ásamt nokkrum fleirnm þjóðbræðrum sínum; vom þeir dæmdir fyrir að sitja um líf keisarans, hvort sem það var nú annað og meira en tómur hugarburður. Einnig sá hann bændur og verkalýð hýdd- an til bana með svipum fyrir litl- ar eða engar sákir. % Þessu er sagt, að hann hafi svarið eið að nota æfina titl að afmá og hefna. Og hvað sem um það er, verður hinu ekki neitað, að rússneska stjórnin var gerræðisfull og svo lagnt á eftir tímanum orðin, að hún hlaut að hverfa úr sögunni. Fylgjendur Lenins bera honum þannig söguna, að hann hafi á- valt eftir ástæðum breytt sanngjarnlega. Og það eitt er víst, að hann starfaði ekki að tþessari nýju stjómskipulags- stofnun í eigingjörnum tilgangi. Kaupið sem hann reiknaði sjálf- um sér sem forsetta og s'tofnend'a eiris stærsta llýðveldis í heimi vom einir $50. á viku. Við lát Lenins, sem óefað bar fyr að höndum en ætla mætti, vegna ofmikillar vinnu, syrgði þjóðin hans hann öll mjög mikið. Eftírmaður hans verður vafa- Iaust maðurinn, sem í broddi fylkingar stóð með honum á hin- um erfiðu tfmum þjóðarinnar, byltinga tím|unum og alt fram tíl þessa dags. Það er Leon Trotz- ky. ----------o-------—v Æfiminning MRS. A. B. JOHNSON Aðfararnött hins 16. janúar 1). á. skeði sá sorgaratburður, að Lund- ar, Man., að húsfrú A^thildur Benjamínsson Johnson frá Lauf- ási í Álftavatnsbygð andaðist af Larnsförum- Yar hún í höndum tveggja lækna, er ekkert fengu að- gert. Ásthildur fæddist f Sænauta- seli í Jökuldalshreppi, f Noráur- Múlasýsiu á íslandi, 16. jiMí 1890( ?) og var dóttur Benjamíns Jónsson- ar, Benjamínssonar frá Háreks- stöðum í sama hreppi. Býr hann nú á Lundar^ Man., Hún flutti^t til Vesturheims með fólki sínu ár- ið 1905, og hefir síðan lengst af dvalið í Winnipeg við ýmsa vinnu, þangað til í marzmánuð i síðastl- ár, að hún gekk að eiga Lárus Þórarinn Jónsson, fósturson þeirra Laufáis^hjóna, ÍHögna Guðsmundsi- son og konu hans, er á henni nú á bak að sjá eftir minna en eins árs samvistar. — Ásthildur sál. var lág vexti, ljóshærð, bláeygð og björt að yfirlit. Hún var glaðlynd, örgeðja, trygg og vinföst, enda vel látin -af öllum er kyntust henni. — Jarðarförin fór -fram frá sam- komuhúsinu á Lundar á sunriudag- inn þann 20- jan., að vToslÖddu miklu íjölmenrií, og flutti sifra Al- Dodd’s nýmapillur eru bezta nýrnameðaiið. Lækna og gigL bakverk, hjartabilunf þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. «f $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s Medkrtoe Co.. Ltd., Toronto, OnL bert Kristjánsson líkræðuna. Hún var jarðsett í grafreitnum sunnan við Lundar, þar s&m afi henriar og; systurnar tvær eirinig hvíla. “Syndir annara^ leikrit í þrem þáttum, eftir Einar H. Kvaran, verður sýnt að tilhlut- um safnaðarnefndar Sambands- safnaðar, miðvikudaginn 6. og 7- feb., svo sem -auglýst er á öðrum. stað í blaðinu. Jafnvel þó það mætti virðast ó- þarfi að -minna menn á, að láta ekki undir höfuð leggjast að sækja þennan leik, þá teljum vér þó sjálfsagt að ^gera það- Ber þar margt til. Eyrst er það', að leikrit- ið er íslenzkt og eftir þjóðkunnan- höfund, en þó eigi síður hitt, -að efni það, sem leikritið fjallar að- nokkru leyti um, er -sífelt að fær- ast ofar á dagskrá íslenzku þjóð- arinnar. Tvær stefnur eru, sem sé látnar leiða fram hesta sína á leiksviðinu- Annarsvegar er sá Skilningur, að íslendingar verði að sjálfsögðu að f-eta i fótspor annara stærri og voldugri þjóða í m-enn- ingarleitinni, leggja afl sitt og á- ræði í framfarabaráttuna og auð- söfnu-n. | Hiínisvqgar er skilningur þeirra manna, sem telja jafnvel þau hlunnindi verða keypt of dýru verði. Ef það eigi að kosta ræktarleysi við það, sem þjóðinni sé og eigi að v-era heilagt, vilja þeir heldur verða af kaupunum. IÞetta er ein hliðin á þes-su annars maré'hliða leikriti- Og Jafnmikil- vægt og þetta* efni er út af fyrir sig, verður það þó ekki talið að- ailefni leikritisins. Aðal-efnið er lýsingin á hjóna- bandi Þorgeirs ritstjóra Sigurðs- sonar og Guðrúnar konu hans. Er það hin mesta leikraun að kom- ast klakklaust út úr hinum stór- fefdu igeð'shræringum, sem steðja að þeim, og virðist um skeið, ætla að hvolfaj fleytu lijónabandsins, jafn traust skip og það þó hafði áður virst. Yitum vér að vísu að öllum, sem lesið hafa leikritið, eða séð það áður á leiksviði, leiki for- vitni að sjá, hvernig þeim Mrs- Jakobsson o-g Mr. P. Pálsson tak- ist að komast i gegnum þann vanda allan, eigi síður en að sjá, hvernig Mr. S- B. Stefánsson tak- ist með hinn þróttm-iMa Grím lög- mann, eða Miss E. Thorlacius með hina vitru frú Berg. Séra Ragnar E- Kvaran befir haft með höndum undirbúning og leið- beiningar við leiksýning þessa. ,-------xx-------- Almanak 0. S. ThorgeirssoHar. Þrít-ugasti árgangur af Aimanaki Ó. S. Thorgeirssonar- er nýkomið út- Er það vandað að prentun og innihaldi, eins og að undanförnu, og verður eflau-st nú sem fyr -kærkom- ið Vestun-lslendin-gum. Er það vel, því Alman-akið verðskuldar að komast inn á hvel't einasta heimili. Lesmál þess í ár, að fráskildu tímatalinu, er sögulegs efnis og hefir því mikið bókmentalegt gildi, sem sérstaklega snertir oss íslend- inga hér vestra- Þó hart sé í ári,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.