Heimskringla - 13.02.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.02.1924, Blaðsíða 4
 4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13 FEBR. 1924. HEIMSKRINQLA UM) K«u M a kítrjiiin Bllrlka<le(l Elgenduri THE VIKÍNG PRESS, LTD. MÍ8 »g M5 9ARGBNT AVE., WINNIPEG, TaÍMÍml > K-€037 Vertí blattnlnn er ^3.00 árgaiiKarlini boif- lot tyrlr fram. Allar borgailv aendUi rAfaaanal blatUIna. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASS0N, ráðsmaður. Utanáskrlft tfl blattstafli THB VIKINtí PRE9I, Ltd., Box BITL, Wlnnlpeg, Iiaa. Utaaflakrlft tll rftvtjflraaa EDITOK HBIM9KRINGLA, Box 8lft * Wlnalytt^. Hao. The “Heimskringla” is printed and pub- lished by The Viking Press Ltd., 853-856 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 13. FEBRÚAR, 1924. Háskólinn og akuryrkjuskólinn. Undanfarið hefir talsvert verið rætt um að sameina þessa tvo skóla. Hugmyndm um það fékk svo góðan byr í seglin, að nefnd var kosin til að rannsaka málið frá byrjun ti'! enda. Heflv uefnd sú lokið starfi og leggur til að skólamir séu sameinaðir. Tilgangurinn með að sameina skólana er aðallega einn. ög hann er, að spara stjórninni fé. Starfsreksturinn er talinn að verða talsvert lægri með þessu móti. Og út af fyrir sig, er það eflaust satt. John Haig þingmaður í Winnipeg, hef- ir haldið því sleitulaust fram, að sameining skólanna hafi $300,000 sparnað í för með sér. Og nefndin sem rannsakað hefir það mál er eflaust svipaðrar skoðunar. Það virðist því vera ugglaus hagur fyrir fylkið að takast verk þetta á hendur að sameina skólana. En er nú þetta eins auðvelt og ætlað er? Er ekki auðveldara að tala um þetta, en framlkvæma það? Stjórnin hefir keypt lóO ekrur af landi fyrir hásköUnn í Tuxedo. Og í eins mikinn tða meiri koslnað Pgði hún, er hún keypti landspilduna át í St. V'ta! fyr- fyrir búnaðarskólann. Á ekrum háskólans hefir málleysingja-stofnunin verið reist. Þó skólarnir verði sameinaðir, verður ekki kom- ist hjá því, að greiða skúldina sem á eignum þessum hvílir. Og verði háskólinn og rrál- leysingja skólinn fluttur út í St. Vital, eða búnaðars’kólinn fluttur yfir í Tuxedo, er fylkið samt ekki ált í einu búið að selja það af tandsvæði sínu sem það getur verið án með sameiningu skólanna — og getur ef til vill aldrei selt það, nema sér í stóróhag. Auk þess kostar flutningur skólanna ekk- ert smáræði. En hann er þó nauðsynleg- ur ef um nokkurn sparnað á þarna að vera að ræða. Þama virðist því vera nokkur lykkia á þessari sparnaðarleið, sem svo mikið er gert úr. Það er að vís>u alveg satt, að stór hagur hefði verið í því að hafa skóla þessa saman. I Alberta er búnaðarskólinn og há- skólinn eitt; einnig í Saskatchewan. Önn- »r þessi stofnun er í Saskatoon, en hin í Edmonton. Og skólar þessir eru ágætir taldir. Samt kostuðu þeir ekki meira, en búnaðar^kólinn einsamall kostaði hér, eftir því sem blaðinu Free Preíss segist frá. Þeir sem þessurn skólum komu á fót, hafa því ekki efast um það, að það hefði minni kostnað í för með sér, að þeir væru samein- aðir. Nú, að 20 árum Iiðnum, eru menn fyrst að koma auga á, að það hefði einnig verið betra hér, að þessum skólum hefði verið komið á fót sameiginlega, eða sem einni stoiaun. Má það heldur kalla seint vakn- að. En sömu mennirnir og skóla þessa reistu sjá þetta nú og viðurkenna það. Þeim er nú Ijós glópskan, sem gömlu stjórn- irnar gerðu, er þær fóru af stað með þessi fyrirtæki. Þá var ékki verið að hugsa um að spará. Hversu rangt sem þær fóru.að hlutunum, og hversu mikinn aukakostnað fyrir fylkið það hafði í för með sér, var ekki í það horft, ef einhver flokksmaður þeirra hafði hag af því. Það var ekki ein- tómri óforsjálni þeirra um þetta að kenna. Að bregða gömlu stjórnunum um hana, væri ósanngjarnt. En það var það, hvem- ig að þær höfðu vanist því, að fara með valdið, sem þessu oili og bæði í þessu atriði og öðrum, er þeim sjálfum nú orðið Ijóst og meira að segja er viðurkent af þeim. Með mörg dæmi þessu lík í fari sínu, er ekki að furða, þó að þær þeyti lúðurinn að '‘stéttastjórnum” og tali djarft um þjóðar- velferð og •almennings heiH. En það er eigi að síður altaf gaman að börnunum þeg- ar þau fara að sjá! Gengi frankans Gengi frakkneska frankans hefir um langt skeið verið lágt. En nú má heita að það keyfi úr hófi. Uppmna_ gildi hans er 19,3 cents, en nú er það 4,85 eða ekki full 5 cents í stað rúmra 19. Við þessa árs- byrjun mintist fjármálaráðherra Frakklands á íþetta í þinginu. Sagði hann meðal ann- ars, að ástæðan fyrir hinu lága gengi væri sú, að hugir manna væm Frakklandi frá- hverfir, og það ætti upptök síri hjá f jármála- mönnum heimsins. Það má að vísu skilja þetta á fleiri en einn veg, en eins og það er alment skilið mun það satt vera, að þetta sé ástæðan fyrir verðhruni frankans. I kauphöllinni ráða ekki tilfinningarnar miklu. Ef fjármálamenn heimsins em frá- hverfir Frakklandi, á það djúpar og á smáum augum á frankann, á það rót að rekja til þess, að þeim geðjast ekki stefna Frakklands í Evrópumálunum, og að þeir skoða hana ekki holla, eða jafnvél ekki hættulausa, hún er Iþað, sem veikir láns- traust landsins. Ef að fjármálamenn heims- ins litu sömu augum á afleiðingarnar af gerð- um Frakka í Rhur og Rínarlöndunum og Poincare gerirþ á ætti frankinn að hækl^a í verði í stað þess að lækka. Gengishrunið sýnir því ótvírætt skoðun peningamanna á stefnu Frakka 4rá viðskiftalegu sjónarmiði. Það er þessi stefna Frakklánds, sem hinu síðasta peningahruni veldur. Ef til vill fara Frakkar nú senn að sjá það. Lág-gengi pen- inganna snertir alla þjóðina. Og ef orsök þess, er sprottin af því að lánstraust lands- ins hefir þverrað vegna stefnu Frakka í ut- anríkismálunum, eru álíar Ifkur til þess, að þar að komi að franska stjórnin verði knú- in ti)l þess af þjóðinni, að taka upp þá stefnu, sem frá viðskiftalegu sjónarmiði skoðast heilbrigð og lánsitrausti landsins stofnar ekki í hættu. Peningavaldið í heiminum er öflugt. Og oft miðar það að því ila. En það get- ur líka miðað að því, sem betur má fara. Dæmi af því er þetta. Að það geti einnig haft svipuð áhrif í mörgum greinum á við- reisn Evrópu, eins og tal'smenn þess halda fram, getur vel verið, þó að það sé ekki að skoðun annara eina nægilega leiðin til þess. Af hag Frakklands fluttu blöðin nýver- ið þær fregnir að fjárhags-áætlun þess fyr- ir árið 1924, gerði ráð fyrir 568,000,000 franka tekju afgangi. Því miður er þetta misskilningur. Fjárhagsreikningar á Frakk- landi eru í tveimur þáttum. Og um þann þáttinn er fregnin greinir ekki frá, er það að segja, að þjóðskuldin hefir á árinu 1923 aukist um 20,000,000,000 (tuttugu milj- arða) franka, og.í áætlun sinni fyrir árið 1924, er gert ráð fyrir að bæta við hana 13,000,000,000 (þrettán miljarða) franka. Þessi hálfrar miljarða tekjuafgangur í öðr- um þætti reikninganna nær því skamt. og á Englandi við háskólana. Bændafélag- ið í Manitoba notar það, og ber ekki á öðru en að alt fari vel fyrir það. Skyldu nú kjósendur í sveitunum í Mani- toba vita það minna um kosningar en kjós- endur á öllum þeim stöðum, sem nefndir hafa verið, að ekki sé vogandi að fá þeim þetta vopn í hendur sem nýju hlutfalis- kosnmgalögin eru? Manitoba er að mörgu leyti á undan fylkjum þessa lands. að því er löggjjöfina snertir. Það hefir oft orðið fyrst til þess að samþykkja lög, sem mjög hafa verið eftir kröfum tímanna. Þakkar maður ekki stjórn- unum það nema að vissu leyti, heldur yfir- leitt vakandi áhuga kjósenda. Að þeir sömu kjósendur geti ekki eins og aðrir fært sér í nyt slysalaust hagræði það, er býðst með hinum nýju hlutfalls-kosningalögum í þreifanlegar rætur í verulei'ka. Líti þeir sveitum. verður erfitt að fá menn til að trúa. Það sasmir Manitoba miklu betur en ekki. að verða fyrsta fylkið til að leiða þau í lög, eins og ýms önnur lög, sem til bóta hafa horft. Erfiðleikamir við að nota þau eru álger ímyndun. Langlífi í Canada. Samkvæmt skýrslum stjórnarinnar í Ott- awa, voru 183 manna í Canada 100 ára gamlir. er manntálið 1921 var tekið. Með því að fróðlegt er að sjá hvar þeir áttu flestir heima, skal hér frá því greint, eins og það stendur í skýrslunni. f Nova-Scotia áttu 37 af þeim heima. Er það langmest að tiltölu við fólksfjölda. “Blánefirnir” sem kallaðir eru, virðast því lifa manna bezt í Canada. ef langlífi ber vott um það. í Quebec, öðru fól'ksflesta fyl'ki landsins, áttu aðeins 29 heima. HlutfáHslega verður talan lægst þar. Flestir, eða 57 af þeim áttu heima í Ontario. En vegna fólksfjöldans þar. sem þó er ekki mjög mikið meiri en í Quebec, er það híutfállsilega minna en í Nova-Scotia. í sléttufylkjunium þremur, áttu 41 af þeim heirna; 'borið saman við fólksfjölda, er það svipað og í Ontario. og má Iþað gott heita, þegar þess er gætt, hve skarnt er síð- an að þau bygðust og að það var fremur ungt fólk sem þangað leitaði en gamialt. f .Saskatchewan áttu 21 af þeim heima, í Manitoba 13. Alberta 7, British Columbia 6 og 1 í Yúkon. Af þessu 100 ára garnla fólki í landinu, voru 90 karlmenn, en 93 kvenmenn. En mjög breytilég var hlutfallstala kafla og kvenna í hinum ýmsu fylkjum. f Manitoba t. d. voru 9 karlmenn og 4 kvenmenn, en í Alberta 2 karlmenn og 5 kvenmenn. Frá Árborg. “Þess ber að geta sem gert er” — I “Lögberg” birtist ritstjóragrein fyrir nokkru Imyndaðir eríiðlcikar. | síðan, var hún umkvörtun fyrir hönd ísl. blaðamanna vestan hafs, að þeir yrðu að Gegn hinum nýju kosningalögum!. í sveitakjördæímum, sem á Manitoba þinginu hafa verið til umræðu, hafa komið fram mótmæli frá íhaldsmönnum og verkamönn- um. Þykja verkamönnum lögin óákjósan- leg, vegna þess, að í þeim sé ekki gert ráð fyrir hlutfallskosningu eftir fólksfjölda. En íhaldsmenn telja lögin of flókin og aðferð- fna auk þess órejfoda. ^ Um fyrra atriðið er það að segja, að hlutfal'Hkosningar hafa ekki enn verið viður- kendar réttlátar eftir fólksfjölda. Væri slík aðferð tekin hér upp, mætti alveg eins taka atkvæðin af sveitafólkinu. Áhrifa þeirra gætti ekki neitt við kosningar, á móti áhrifum fjöldans í bæjunum. En vegna þess, að sveitafólkið er einmitt sá hluti íbúanna, sem hagur þjóðarinnar véltur mest á, væri herfilega ranglátt, að svifta þá öllum áhrifum við lagasmíði landsins. Um síðara atriðið er ekki annað hægt leggja of mjög á sig við ritstörfm, en fengju litla utanaðdijálp- Er þar sérstaklega vikið að því. að stuðningur úr hinum ýmsu bygð- um ísll. sé af skomum skamti. Mun það satt vera, og virðist fréttabréfum fækka í blöðunum. Og er það skaði hvað hinum eldri viðvíkur. Eg minnist ekki að hafa séð í Heimskr. eða Lögb. neinar fréttir eða skrif úr norðurbygðum Nýja fslands nú til langs tíma, og söknum við öíl þeirra frétta- greina, sem skrifaðar voru þa'ðan í Lögbv — eg hygg af séra Jóh. Bjarnasyni — og birtust nókkuð reglulega hér áður fyr. Veit eg ei gerla hvað veldur. Enginn skyldi þó mis- skiilja þessa viðleítni mína þannig, að eg ætl- aði mér að fylla upp það skarð, sem þar er fyrir skildi. Astæðan fyrir þessum línum er sú, að mér finst það goðgá mesta, að géta einskis af því. sem gert hefir verið og er að gerast hér á meðal okkar, og vildi eg óska að það yrði til þess að vekja einhvern seu. að segja en það, að þeim sem hálda því I mér færari til þess að rita all-ítarlega um það efni, sem eg aðaflega hefi nú í hyggju. Við. sein alin erum upp á fslandi, get- um naumjást minnst uppeldisáranna, án þess að staðnæmast í öðruhvoru hugsanaspori við söng og kveðskap. Fylgdi það lang oft- ast hvað öðru. Er menn höfðu yfir ljóð fram skjátlist hraparlega, þó síkýrir Það fer svo fjarri því, að þetta kosninga fyr- irkomulag sé óreynt, að sem næst ein fjórða mtljón manna, hefir átt um tíma við það að búa. Á einum áttunda hluta þess er bygt er af hnettinum hefir það verið gert að lög- um. Þýzkalandi, Austurríki, Czecho-Slovak- ^ða kvæði, voru þau lang oftast sungin enda ía, Jugo-Slavía, Prússland, Belgía. Frakk- land, ftalía. Rúmenía, Svþjóð, Noregur og Danmörk, hafa öll þetta kosninga-fyrir- komulag. f Winnipeg eru fylL'sþingmennirn- ir kosnir með þessum hætti. f öllum stór- borgum Vestur-Canada, er það notað við hæjarkosningar. eins og t. d. í Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary, Edmonton og í mörgum þorpum og sveitum. f Ástralíu er þótt engum væri kunnugt um, að nolkkurt lag hefði verið móterað við kvæðið og man eg sérstaklega eftir einum bónda heima. sem söng uppáhalcSskvæpSin sín með s|nu eigin la-gi. “Gunnarshólmi” var þar fremst- ur á blaði ætíð. Þá kannast allir við rímna- kveðskapinn. Engum kom til hugar að lesa rímur, það varð að syngja þær- mun þá ekki hafa verið um auðugan garð að eftir því kosið og í New zealand eru efri gresja eftir sönglögum við hæfi ísl. alþýðu. deildar þingmenn kosnir á þennan hátt. Við F.n íslendingar urðu að syngja og verða að kosningar skólaráðsmanna er það notað á fr- syngja, meðan þeir eru sannir fslendingar. landi við alla skóla. á Skotlandi við nokkra Eg hygg. að hvert einasta mannsbarn á fs- landi kunni og taki undir með -sbáldinu og syngi þetta gairila, ágæta sannleiksríka erindi: — Þ& söngtist eg heyri og svanfögur . öljóð, Mer sorgimar renna frá hjjarta Þá hrífa mig englanna helgustu . ljóð, Að hásæti guðdómsins bjarta. Mér finst eins og að sjálfsögðu, að lag það, sem á við þetta er- indi. sé búið til handa íslenzkri allþýðu, það er engum um megh, er annars getur hljóði upp komið og f>ó að gömlu íslenzku lögin .séu. ef til vil'l, ekki öll listaverk á hinn strangasti mæilkvarða, þá hafa þau verið og eru enn ásamt hinu máttuga íslenzka orði, sem þeim fýlgir, hin hugljúfasta. og eg segi ómetanleg eign fslend1- inga. * Hvað segja hérlendir menn, sem þekkja til “heima” um söng- vísi fslendinga. Tökum það sem næst okkur er, sem er ferðasaga Morien frá Winnipeg. Hún dáðist með mörgum fögrum orðum að söngvísi 1 íslendmga heima og hún hefur meira að segja sterkan grun um. að hvert einasta manns- barn á íslaindi — alt frá stjórnar- sölum Rvíkur, til hinna fátæk- ustu sjómannabýla norður á Rifstanga — kunni hvert einasta ’sönglag sem ort er af fsl. Mig vantar þekkmgu til að dæma um sannleiksgildi þessa nú, en þá er eg ólst upp, og alt að þeim tíma er eg yfirgaf ísland í síðasta sinn. var þetta sannlei'kur. Að þessu athuguðu, vaka fyrir mér tvær spurningar: Hefir söng- fýsi íslendrnga orðið arfgeng til hinnar uppvaxaridS kynsloðar vestan hafs? Og hin síðari: Væri æskilegt að svo hefði verið? 'Hin síðari spurning, svarar í stuttu máli hinni fyrri; samt vil eg með fáum orðum stiðja hana lítil- lega — en vel að merkja. sá stuðningur nær e'kki útyfir Nýja fsland, því í örðum bygðum þekki eg ekki til. Eg hika ekki eitt augnablik við að svara fyrri spumingunni neitandi, og vaéri mér þö ekkert ljúfara en það. að mega svara henni játandi. Eg man ekki ti'I, í þau 1 7 ár, sem eg hefi lifað f Nýja Íslandi. og verið nærstaddur gleðimótum, að söngur hafi farið fram, utan einu sinni. Auðvitað undanskil eg opinberar samjkomur. Til saman- burðar þes'su. get eg sagt með sanni að á öilum gleðimótum heima var sungið, og sungið mikið þar sem konur og karlar voru saman- komin. Ekki hefir mér borist til eyma frá dansleikjum unga fóliks- ins hér, að það hafi uppihald á dansinum og flokkist saman til söngs. Heima var það fyrir'komu-, lag, að dans og söngur skiptust á. var söngstjóri kirkjunnar oft- ast með á dansleikjum og hnfði með sér tónkvísl, til Ieiðarvísir við byriun laganna, voru þá helzt sungin fjönrg lög og ætíð marg- rödduð, svo sem: “Fyrst er ann- ars hjarta hræri”, og svo fram- vegis. sem allir eldri landar kannast við. Ekki er því samt þannig varið, að fslendingar hér um bygðina séu í söngmútum- kernur það bezt í ljós við knatt- leiki á smnrum og Hocey-leiki á vetrum, vilja Iþeir þá skara fram úr sem annarstaðar, og orga meir en allir aðrir, og þá fylgja ókur- teis orð; er það ljótur söngur og skrílslegur. og ætti að víkja sæti fyrir fögrum og hressandi hlátri og heifbrigðuml hvatningarorðum, ef annars er ástæða- ti! að geðs- hrærast. Mun eg nú ékki fjölyrða uni þessa afturför landanna að s’«?); Kem eg þá að hinm síðari spurningu, og svara eg henni eins hiklaust játandi, eins og hinni neitandi. og er þá að athuga hvað gert hefir verið hjá okkur til að Viðhalda og efla söng. ’ Að því ej eg bezt veit, hefur söngkensla og æfing verið hér til aðeins vegna kirkjunnar og nær þá aðeins til sálmalaga, og er ó- gerla hægt að greina eða dæma um söng flokksins. Þar eð það er siður, að allur söfnuðurinn tciki þátt í söngnum og eru þá eins og gengur ýmsir á eftir og aðrir hjáróma þar sem yfirgnæfandi meiri hluti safnaðarins ftx ósöng- Vís. Alimargir söngelskir og fram- Dodd’s nýmapillur eru bezta rvvrnameðalið. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun, þvagteppu. og önnur veikindi, lem stafa frá nvrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c ask jan eða 6 öskjur fyr. «• %2 50, og fást hjá öllum lyfsöl- «n eða frá The Dodd’s MedicUn* C«.. Ltd., Toronto. Ont takssamir menn í Árborg hafa séð að bein þörf er á breytiþróun á þessu sviði. Býst eg við. að margir þeirra hafi haft kirkju- sönginn hinn grátlega fyr- ir augum, því ekki er það ótítt, að hljóðfærið sé fyrst, síðan flokkurinin og fram-kirkjan rekur iestina, ef til vill tveim eða þrem orðum á eftir. Þetta ástand breytist ekki "nema alr%fnnur á- hugi verði vakinn fyrir hinni göfg- andi sönglist. INókkrir Ísléndingar í Árborg hafa h'nn síðasthðna og þennait vetur komið á stofn all-öflugu söngfélagi og ráðið til sín hinn á- gæta söngkennara, herra Brynj- ólf Þorláksson, og þrátt fyrir inn- byrðis mótblástur í þorpinu sjálfu og lítinn styrk utan af landsbygð- inni, hafa þeir klofið þrítugan hamarinn með lofsaml. árangri. því það er mál manna, að flokk- urinn, sem að meðtöldum krak|ca kór. telur um 80 manns — sé einhver hinn langbezti meðal fs- lendmga vestan hafs, og eiga upjriiafsmenn miklar þakkir skil- ið fyrir þetta og sérstaklega fyr- ir þennan vetur og það verk, sem unnið hefir verið við kenslu og æfinga á unglingum. Getur enginn. sem viðstaddur var síðustu söngsamkomu flokks- ins dulist hve mikiH mismunur er á söng og allri framkomu barn- anna undir stjórn Brynjólfs, og því. sem maður á að venjast hjá skóiabörnum undir stjórn lftt söngfróðra ’kennara. Engum hugsandi manni getur heldur dul- ist að til þess að standa straum af kostnaði söngkenslunnar þurfa töluverð fjárframlög. og hafa sam komu verið haldnar í Árborg og grendinni í því augnamiði aðl hafa upp dálítið af kostnaðinum. um leið og fólki væri gefinn kost- ur á að kynnast þessari nýbreytni og hlusta á söngflokk æfðan af sírfræðingi. Héfur fólk því mið- ur ekki æfinlega sýnt þessarí viðleitni nógu mikla virðingu og fylkt sér á samkomurnar. Vana- lega hafa þær samt verið allvél sóttar, enda hefur ékkert verið tilsparað af flokksins hendi- að gera þær aðlaðandi og skemtileg- ar, og nú á síðustu samkomu, er haldin var í Árborg þann I febr.. fengu þeir hinn ágæta söngmann, Sigfús Halldórs frá Hofnum, til að skemta með söng. varð enginn fyrir vonbrigðum af þeim, sem komu til áð hlusta á hann, og er það einmitt það. er eg veit bezt, að Árborgar-búum hefur aldrei áður verið skemt eins vel með söng, fer það alt sarnan hjá hon- um, að hann er hið mesta prúð- menni í aillri framkomu. viðfeldinn og blátt áfram, hefir einkar fagra og mikla rödd. Má svo að orði kveða, að honum tákist jafn létt að láta barnshjartað hoppa og sprikla af kátínu. sem og hitt að hræra hina draumkendari strengi í hjörtum þeirra er fullveðja eru. Heyrði eg marga líkja honum til Eggerts Stefánssonar, og er þá sannarlega langt leitað til sam- jafnaðar. Hygg eg, að flestum þeim. er hustuðu á Eggert, er hanm söng hér í fyrravetur, muni ^nn standa í fersku minni hið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.