Heimskringla - 13.02.1924, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 13 PEBR. 1924.
K
Eftir Mary Roberts Rinehart.
Hann stóð við rúmið og horföi niður á það.
Wilson dró hægt andann og það var að færast roði
í andHt hans; hann var óðum að ná sér aftur. Það
eina, sem K. hugsaði sér að gera, var að koma hon-
um aftur tii heilsu fyrir Sidney og fara svo sjálfur
eitthvað burt. Hann færi ef til viildi til Cuba á eft-
ir Joe; það mundi verða mögulegt að koma sér þar
fyrir einhvernveginn. Hann gæti reynt að gera eitt-
hvert heilbrigðisstarf þar, eða hann gæti reynt að
komast að við Panamaskurðinn.
Fóikið á “strætinu” myndi bjargast upp á sínar
eigin spítur. Hann yrði samt eitthvað að hugsa fyr-
ir Rosenfeld-fjölskyldunni. Og hann var hálf-kvíð-
andi út af Ghristine. En svo væri það máske bezt
acS hann færi burt. Það yrði að ráðast hvernig henn
ar æfiferill yrði. Gagnvart henni væru hendur hans
bundnar.
Honum þótti að vissu Ieyti vænt um að Sidney
hafði ekki spurt neinna spuminga um sig og tekið
því svo rólega, að hann var annar maður en hún
hafði ha'ldið að hann væri. Viðburðir næturinnar
höfðu yfirgnæft það svo langsamlega. Að vísu
hefði honum þótt vænt um, að hún hefði sýnt ofur-
lítið meiri álhuga í því efni. En hann s'kildi það
ah. Það væri nóg, sagði hann við sjálfan sig, að
hann hefði hjálpað henni og að hún reiddi sig á
hann. En undirniðri fann hann þó betur og betur
tfl þess, að það væri ekki nóg. “Það er bezt að eg
fari burt héðan,” sagði hann með sárri gremju.
Og þegar hann var búinn að taka fyrsta sporið
til að fiýja, varð hann, eins og oft vifl verða, dauð-
hræddur, hræddur við að hann myndi missa vald á
sjálfum sér og taka hana í faðm sinn, hvort sem
hún vildi eða ekki. Hann langaði til þess að flýja
frá þeirri freistingu, að hætta alt í emu við ált og
fara með Joe strax þá um kvöldið. En tilfinning hans
fyrir því sem var hlægilegt bjargaði honum frá að
gera það. Það væri þó spaugileg sjón, að sjá tvo
menn. sem hefðu orðið fyrir vonbrigðum í ástamál-
um, flýjandi um nóttina í mtildu haustmánaskininu.
Einhver kom inn í herbergið. Hann hélt að það
væri Sidney, og sneri sér við með þeim svip, sem
hann heilsaði henni einni með. Það var Carlotta, sem
kom inn.
i Hún var ekki í einkennísbúningi sínum; hún
var í dökkjeitu pilsi og hvítri treyju, og háu hælarnir
á skónum hennar tifuðu ótt og títt, er hún gekk yfir
gólfið. Hún kom beint til hans.
“Hann ?r betri, er ekki svo?”
“Hann er að koma til. Auvitað getum við ekki
Verið alveg viss fyr en eftir einn eða tvo daga.
Hún stóð og horfði á Wilson þar sem hann lá
hreyfingarlaus.
“Þú veizt víst, að eg hefi verið að teyna að ná
í hann,” sagði hún rófega. “Jæja, það er alt búið
nú. Honvm þótti í rauninni aldrei neitt verulega
vænt um miig. Eg tók þátt í hans leik og eg tapaði.
Eg U ®fi verið rekin úr hjúkrunarkvennaskólanum.
'Hún fleygði sér alt í einu á kné við rúmið og
lagði vangann við hendi .hins sofandi manns. Eft-
ir eitt augnablik stóð hún upp aftur og var þá orð-
in fullkomlega róleg. Hún var mjög föl í framan.
“Viltu segja honum, dr. Edwards, þegar hann
verður aftur með ful’Iu ráði, að eg hafi komið mn
til að kveðja hann?”
“Já eg skal gera það. Óskar þú eftir að koma
nokkurri annari orðsendingu til hans?
Hún hikaði, eins og hana langaði til þess, en svo
ypti hún öxllum.
“Til hvers væri það. Hann kærir sig ekkert um
orðsendingar frá mér.”
Hún sneri sér við og ætlaði að ganga út. En
K. vildi ekki að hún færi svona burt. Hann var
hræddur við andlitssvip hennar, sem var of rólegur,
of mikið undir sjálfstjórn. Hann gekk á eftir henni
að dvrunum.
“Hvað hefir þú hugsað fyrir þér?”
“Eg hefi ekkert urn það hugsað. Eg er hér um
bil búin með námið, en eg get ekki fengið skírteini.
“Mér er illa við að sjá þig fara svona burt .
Hún forðaðist að líta í augu hans, en hinn vin-
gjarnlegi málrómur hans gerði það, sem hvorki yfir-
hjúkrunarkonan né forstöðunefndin hafði megnað
að gera bann dag, hann veikti valdið, sem hún hafði
yfir sjálfri sér.
“Hvað kemur bað þér við? Þú átt mér ekkert
gott upp að unna.” 1
“Það getur vel verið. En eg hefi þó þekt þig
uokkuð lengi.”
“Þú hefir aldrei þekt mig að neinu sérlega góðu.
“F.g skal segja bér hvar eg bý, og —
“Eg veit hvar þú býrð.”
“Viltu koma og finna mig þar? Við getum ef
til vill hugsað upp eitthvert ráð.”
“Hvað væri svo sem hægt að hugsa upp? Þessi
saga héðan fylgir mér hvert sem eg fer. Eg hefi
tvisvar reynt að ná í skírteini og mishepnast það í
bæðí skiftin. Til hvers er að vera að reyna meira?
F í á endanum fékk hann hana til að lofa því, að
hún skyldi ékki fara burt úr bænum fyr en hún
fyndi hann að máli aftur. Þegar hún var farin, datt
honum eins og af tilviljun í hug, að hann hefði aft-
ut gert sjálfum sér ómögulegt að flýja.
Carlotta nam staðar í ganginum fyrir utan. Því
elcki að fara inn aftur og segja honum frá öllu,
bugsaði hún. Hann væri góðgjam og hann ætlaði
að verða henni eitthvað að liði. En hin gamla til-
hneiging hennar að vernda sjálfa sig, varð yfir-
sterkari. Hún hélt áfram til herbergis síns.
Sidney færði K. bréfið til Joe.
“Þetta er bréfið, K., og eg —- eg hefi ekki getað
sagt nákvæmlega það sem eg ætlaði að segja. Viltu
ekki láta hann vita fyrir mig, hvernig mér er innan
brjósts út af þessu og hvað mikið eg ásaka sjáifa
mig?”
K. lofaði því mjjög alvarlega.
“Og svo hefir nokkuð undarlegt komið fyrir.
Það hefir einhver sent Johnny Rosenfeld mikið af
peningum. Hjúkrunarkonan í deildinni vilí að þú
komir þangað aftur.”
Sjúkklingarnir í deildinni voru komnir í rúm sín.
Rúmfötin, sem um daginn höfðu verið svo slétt og
farið vel, voru nú komin í bendu, því þeir sem undir
þeim lágu, byltu sér af einni hlið á aðra. Það var
heitt þar inni. Blævængur sem var snúið með raf-
magni, suðaði í einu borninu. Sjúklingarnir reyndu
að sofna undir svalandi lloftstraumnum, sem hann
sendi út frá sér við og við. V
Johnny Rosenfeld var vakandi. Nokkuð óvænt
og undarlegt hafði komið fyrir hann. Heil auðæfi
lágu undir koddanum hans. Hann var alveg viss um
að þau voru þar; því hann hafði haldið utan um þau
með heitri hendinni síðan þau komu.
Hann var alveg viss um, að þetta væri á ein-
hvern hátt K. að þa'kka, og þegar hann neitaði því,
varð pilturinn alveg forviða.
“Það er nóg til þess að mamma getur keypt það
sem hún þarf með til hússins” sagði hann. “En eg
vona að enginn hafi farið að taka samskot 'handa
mér. Eg kæri mig ekki um neinar gjafir.”
“Mr. Howe hefir ef til vill sent það.”
“Þú mátt alveg reiða þig á að hann hefir ekki
gert það.”
Sú fre<?n hafði einhvern veginn borist út um
sjúkradeildina, að Mr. Le Moyne, vinur Johnnys,
væri frægur laéknir. Johhny nei'taði því með mesta
fyrirlitningarhreim í rómnum.
“Hann semi vinnur á skrifstofu gasfélagsins,”
sagði hann. “Hvað ætli hann væri að gera þar, ef
hann væri frægur læknir; til hvers er hann að kenna
mér að riða körfur, ef hann er lælknir? Því er hann
þá ekki við sitt verk?”
En hann hafði samt ekki getað rekið þetta buri
’r hnqn sínum.
”uev'ð>» Le Moyne.”
“Tá. fack.”
Hann kallaði hann “Jack”. Piltinum Iíkaði
bað; það var eitthvað svo kunningsskaparlegt og
eins og hann væri fullorðinn maður. Og honum
fanst sem hann væri næstum því orðinn maður. Eins
og hann hefði ekki verið ökumaður og haft ríkis-
leyfi t'f bess að fara með bifreið!
“Það er skrítin saga, sem þeir segja um þig hér
í deildinni.”
“Ekkert hneyksli, vona eg, Jack.”
“Þeir segja að bú sért frægur læknir og að þú
hafir skorið dr. Wilson upp og bjargað lífi hans.
Þeir segja að þú haíir verið í miklum metum þar sem
J)ú áttir heima. Eg veit að það er tóm bölvuð. Iygi,
en ef það er satt —”
“Eg var læknir, og það er satt að eg skar dr.
Wilson upp f dag. Eg verð að biðja afsökunar á
því að eg sagði þér ekki fyr frá því. Eg hætti við
bað af ýmsum ástæðum. En í dag næstum neyddu
þeir mig til þess.”
Heldurðu ékki þá að þú gætir gert eitthvað fyr-
ir rmg?”
K. svaraði ekki undireins, og Jóhnny fór að skýra
frá högum sínum. *
“Eg er búinn að Iiggja hér nokkuð Iengi. Eg
hefi ekki sagt mikið, af því eg vissi að eg yrði að
taka því sem að höndum bæri. Annaðhvort mvndi
mér batna eða mér myndi ekki batna, og möguleik-
arnir voru — nú, eg hefi ekki sagt mikið. Mamma
hefir haft nóg vandræði. En nú þegar eg hefi þetta
undir höfðalaginu handa henni, finst mér að eg hafi
rétt til þess að spyrja. Eg skal óhræddur mæta
hættunni, ef þú vilt.”
“Það er rétt aðeins mögulegt, Jack.”
“Eg veit það. En að liggja hér og horfa á þessa
ræfla utan af strætunum. Margir þeirra eru hund-
gamilir; og þeim batnar og þeir komast út aftur til
að svélta og — drottinn minn góður! Þeir geta
gengið, Mr. Le Moyne, en eg get ekki stigið í faðt-
urna.”
K. stundi. Hann yrði að halda áfram, fyrst hann
væri byrjaður. Hvort sem hann hefði nókkurt traust
á sjálfum sér eða ekki, yrði hann að 'halda áfram.
Lífið, sem hafði slept honum í bili, væri búið að
finna hann aftur.
“Eg skal skoða þig vandlega á morgun, Jack.
Og eg skal segja þér eins og er um það, hvort þú
munir hafa það af.”
“Eg hefi þúsund doilara, þú getur sett hvað sem
bér sýnist.”
“Eg tek það af fæðiskostnaðinum mínum í
nýja húsinu!”
K. kom heim aftur klukkan fjögur um morgun-
:nn frá að fylgja Joe. Ferðalagið hafði gengið slysa-
laust.
Joe hafði felt örfá tár hálf skömmustulegur yf-
t bréfinu frá Sidney. K. lét bifreiðina fara alt sem
hún gat komist, en Joe sat með hendurnar í vös-
tnum og K. vissi að hann hélt um bréfið. Þar sem
vegurinn var góður og lá beint fram undan þeim
eins og grátt strýk í dimmunni, reyndi hann að tala
kjark í piltinn, sem var mjög örvæntingarfullur.
“Þú kynnist nýju fólki og nýju Iífi,” sagði hann
Eftir emn mánuð ferðu að furða þig á, hvers vegna
þú eyddir nokkurn tíma dögum þínum heima á
strætinu. Eg hefi hugboð um, að þér muni ganga
veí.”
Og rétt áður en þeir skildu, sagði hann: VMistu
ekki traustið á sjálfum þér, hvernig sem alt gengur.
Eg misti einu sinni traustið á sjálfum mér. Eg var
mjög nálægt því að vera í vítiskvölum”.
Svarið, sem Joe gaf sýndi að hann var sokkinn
niður í að hugsa um sjálfan sig.
“Eg verð morðingi, ef hann deyr”.
“Hann deyr ekki”, sagði K. einbeittur.
Hann skildi bifreiðina eftir í bifreiðaskálanum
klukkan fjögur um morguninn og gekk heim til sín.
Hann 'hafði þá ekki sofið í fjörutíu og fimm klukku-
tíma. Hann var tekinn til augnanna og hvítur yfir
gagnauganu; föt hans voru öll í hrúkkum og lini hatt
urinn, sem hann hafði vanalega á höfðinu var grár af
ryki af veginum.
Um leið og hann kom inn í dyrnar, hreyfði
Christine sig í stofunni fyrir innan. Hún kom fram
í dyrnar og var alklædd.
“Ertu veikur, K. ?”
Dálítið þreyttur. En hvemig stendur á því, að
þú ert ekki háttuð?”
“Pálmer er nýkomiinn heim bálvondur. Hann
segir að það hafi verið stolið af sér þúsund dollur-
**
um .
“Hvar?” !
Hún 'ypti öxlum.
“Hann veit ekki hvar, eða hann segist ekki vita
það né þykir vænt um það. Það lítur út fyrir að
hann sé meira en lítið hræddur. Það er ekki ómögu-
legt, að hann læri eitthvað af því”.
Þótt dimt væri í ganginum sá hann áð það var
mikill þreytu og raunasvipur á andliti hennar. Hún
leit út fyrir að vera alveg aðfram korniin.
“Vesalings Christine”, sagði hann. “Eg vor-
kenni þér”.
Þessi meðaumkunarorð fengu svo mikið á hana
að hún misiti alveg vald yfir sjálfri sér.
“Ó, K., taktu mig burt með þér! Taktu mig
burt! Eg get ekki þölað þetta lengur.”
Hún rétti fram hendumar. Hann var þreyttur og
einmana og í hjarta sínu þráði hann konuhendur um
fram alt annað. Hann dró hana til sín og hé'lt henni
fast í faðmi smum og kinnin á honum hvíldi við hár
hennar.
“Aumingja Christine!” sagði hann. “Einhvers-
staðar hlýtur að vera til ánægja fyrir okkur bæði.”
En á næsta augnabliki slepti hann henni og færði
sig eitt spor aftur á bak.
“Mér þykir þetta mjög slæmt”. Hann tók á
sig alla sökina, eins og hans var von og vísa. “Eg
hefði ekki átt að gera þetta — þú veizt hvernig á-
statt er fyrir mér.”
“Verður það þá ávalt Sidney, sem stendur næst
hug þínum?”
“Já, eg er hræddur um að það verði ávalt hún.
28. KAPITULI
Johnny Rosenfeld var dáinn. Með allri sinni
snild gat K. ekki bjargað honum. Uppskurðminn
var framúrskarandi vel gerður, en lífsstyrkur
drengsins, sem var að þrotum kominn, bilaði á síð-
ustu stundu.
K. var hjá honum þangað til hann dó, þungbú-
inn á svip. Pilturinn vissi ekki að hann mundi deyja.
Hann raknaði v>ð úr dauðamókiu og brosti framan
í K.
“Svei mér sem eg heid ekki að eg geti hreyít
hægri fótinn. Gáðu að.”
K. lyfti upp ábreiðunni.
“Það er rétt, karl minn, hann hreyíist”.
“Með þessum fæti stíg eg á hjólstöðvarann”,
sagði Johnny og lokaði augunum aftur.
K. hafði bannað að hvítu tjöldin, dauðamerkið,
væru hengd knngum rúmið. Það væri nógur t,mi
fyrir þau sei.ma. Hvorki pi'Iturinn sjálfur né h.nn
sjúklingarnir höfðu þess vegna nokkurn grun.
Sjúkfingarnir voru á gangi fram hjá rúminu, því
bað var sunnudagur. Sálmasöngur hljómaði ofur
lágt að neðan úr kapellunni. Johnny opnaði ekki
augun næst er hann talaði.
“Þú ert ágætur ^kurðlæknir, Mr. Le Moyne. Eg
skal mæla með þér hvenær sem eg get.”
“Já, mæltu með mér,” sagði K. lágt.
Honum fanst að Johnny myndi vera góður með-
algangari, og í hverju sem hann, K. hefði gert sig
sekann þá myndi rödd Johnnys orka nokkru fyrir
hinum mikla dómstóli.
Unga stúlikan, sem, lék á fiðluna, kom inn i
sjúkradeildina. Hún hafði borið í hjarta sínu hlýjar
tilfinningar ti! Max Wilsons án þess nokkur
vissi það. Nú lá han veikur í spítalanum. Hún var
hátíðleg á svipinn eins og ung nunna og lék sorgar-
Iag á fiðluna.
Johnny var rétt að því kominn að sofna svefn-
inum langa þegar hún kom. Honum leið mjög vel.
“Segðu henni að hætta þessum harmagráti”,
sagði hann. “Segðu henni að spila eitthvað fjör-
ugt.”
Stúlkan var alveg forviða, en þegar K. skýrði
henni fljótlega frá hvernig á stæði, breytti hún
skyndilega um lag og fór að leika fjörugt gleði-
lag.
“Spurðu hana hvort hún vilji ekki koma ofur-
lítið nær, eg get ekki heyrt til hennar”.
Stúlkan færði siig að fótagaflinum á rúminu og
Johnny sofnaði sínum síðasta blund hlustandi á
gamanlagið. En fyrst spurði hann K. einnar spurn-
ingar: “Ertu viss um, að eg muni geta gengið, Mr.
Le Moyne?”
“Eg lofa þér því hátíðlega”, sagði K., “að þér
skuli líða betur en þér hefir nokkurn tíma liðið á
æfinni.”
Þegar K. sá, að hann gæti ekki lengur vitað
hvað fram fór, lét hann setja hvítu tjöldin krmgum
rúmið og hann sléttaði ábreiðuna og krosslagði hend-
urnar á brjósitinu á Johnny.
Stúikan, sem lék á fiðluna, stóð hjá eins og hún
vissi ékki hvað hún ætti að gera af sér.
“En hvað hann er ungur! Var það slys?”
“Það var afleiðing af bölvaðri gllópsku annars
manns. Það verður ávait einhver að gjalda þess
sem rangt er gert”.
Johnny Rosenfeld hafði goldið dýru verði fyrir
heimsku annara.
Afleiðingin af dauða Johnnys var fyrst og fremst
sú, að K., sem hafði aftur fengið nokkuð af sínu
fyrra trausti á sjáifum sér við það að sjá Wilson á
batavegi, fyllist sínum fyrri efasemdum. Hvaða rétt
hefði hann til þess að taka sér í hendur váld yfir lífi
og dauða ? Hann sagði sjálfum sér aftur og aftur, að
hér hefði ekkert hirðuleysi átt sér stað; pilturinn
hefði dáið á endanum, hvort sem var; hann hefði
gripið ema tækifærið, sem til var; pilturinn hefði
vitað um hættuna og samt beðið K. að gera upp-
skurðinn.
En gömlu efasemdirnar komu aftur.
Og hér var ein spurning, sem hann varð að ráða
fram úr undir eins. Wilson myndi líklega ekki geta
gengt störfum sínum í flein mánuði. Honum var að
batna, en batinn var hægfara. Hann vildi að K.
tæki við sínu verki.
, Hvers vegna eikki? spurði' hann hálf argur.
Leyndarmalið er komið upp. AlBir vita hver þú ert
Þú ætlar þér þó ekki að fara að vinna aftur í þess-
ari gasfélagsskrifstofu?”
Eg var hálft um hálft að hugsa um að fara til
Cuba .
Fari bölvað sem eg skil þig. Þú hefir gert al-
veg stórmerkilegan uppskurð. Eg Iigg hér og heyri
hina læknana syngja þér lof og dýrð þangað til eg
er orðinn dauðleiður á að heyra nafn þitt nefnt! Og
nú af þvi að drengur, sem hefði dáið hvort sem var
Það er ekki aðalatriðið”, sagði K. “Eg veit
alt þetta. Eg býst við að eg gæti gert það og
komist af með það rétt eins og hver annar. Það
eina sem aftrar mér. — Eg hefi víst aldrei sagt þér,
hvers vegna eg hætti í fyrra skiftið”.
Wilson sat upp við koddana í rúminu. K. gekk
órólegur um góJfið, eins og hans var vani, þegar
nann var í vandræðum.
Eg hefi heyrt eitthvað umtal um það; það er
alt og sumt.
Kvöldið, sem þu þektir mig aftur á veggsvöl-
unum, sagði eg þér að eg hefði mist traust á sjáifum
mér, og þú sagðir, að þetta hefði aJt verið rannsak-
að af læknafélagi ríkisms. Sannleikunnn var sá, að
félagið vissi aðeins um tvö tilfelli, en þau voru þrjú”.
Og jafnvel þó þau væru þrjú — ”
Þú veizt, Max, hvernig eg hefi litið á stöðu okk-
ar. Við töluðum um það oftar en einu sinni í Ber-
lín. Annað hvort ætti maður að gera srtt allra ýtr-
asta eða þá alls ekkert. Þegar eg fór frá Lorch og
bygði spítala sjálfur, hafði eg ekki hið minsta
vantraust á sjálfum mér. Það fór töluvert mi'kið
orð af mér, vegna þess, að mér hepnuðust upp-
skurðirnir. Fólk byrjaði að sækja klínikina hjá
mér. Eg sá að eg fékk næga borgun hjá þeim, sem
gátu borgað til þess að bæta við nokkrum frídeild-
um. Og eg get sagt þér það núna Wiison, að það
er sú mesta eyðsia, sem eg hefi nokkurntíma látið
eftir sjálfum mér, að opna þessar deildir. Eg var
búinn að sjá svo mikið skeytingarleysi þegar fá-
tæklingar áttu hlut að máli — jæja, það kemur nú
ekki málinu við. Það eru nærri þrjú ár síðan fár
að ganga ílla fyrir mer. Eg misti mjög áríðandi
sjúkling.”
“Eg veit það. Eneg læt þetta ekki fá á mig,
Edwardes”.
“Bíddu við. Allar aðferðir okkar í uppskurð-
arstofunni voru eins fulikomnar og eg gat framast
látið þær vera. Eg lauk aldrei við uppskurð, án
þess að láta fyrsta aðstoðarmann minn sjá um að
tengur og svampar væru réfctin talin. En þessi
fyrsti sjúklingur dó, af því að svampur hafði verið
skilinn eftir í sárinu. Þú veizt hvernig er með þetta,
maður getur ékki ávalt séð þessa hluti, svo mað-
ur reiðir sig á töluna; eftir að skynsamleg varúð
hefir verið við höfð. Svo iá við að eg misti annan
sjúkling í einni frídeildinni af sömu ástæðu. Eftir
því sem eg vissi bezt var sömu varúðar gætt. Eg
gerði þetta frá fjóra til sex uppskurði á dag. Þegar
annar sjúklingur dó af því sama, varð eg nærri því
viriaus. Eg hét því mcÓ sjá'fum mér.'að ef þetta
kæmi íyrr aftur, þá skyldi eg hætta og fara burt”.
“Og þú mistlr enn e i:n: ’
“Lkki fyr en eftir íok’c a mánuði. Þegar hann
fó — hann var líka úr frideild — skare'g líkið upp
sjálfur. f.g Icyfði egu n " tra við nen\\ fvrsta
aðstoðarmanr.i mfnum. t"->nn var alveg eins ör-
vita og eg út af þessu. Orsökin var aftúr sú sama
Þegar eg s. g? honum, aö eg ællaði að fara, bauð
hann mér, að taka sök' ia j sy og segja að hann
hefði Iokað sárinu. Hann reyndi að koma mér til
að trúa, að þetta væri sér að kenna. Eg vissi að
það var ekki”.