Heimskringla - 05.03.1924, Page 4
4. BLAÐSlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. MARZ 1924.
HEIMSKRINGLA
kemH Ct I hyerjnm mi«vfka<l««i
EÍKendur:
the; viking press, ltd.
£68 nK SARGENT AVE., ^IJflflPEG,
TaMuti K-6637
Terfl Uatahii mar 88.66 ánrangrarlma bo»f-
kot tyrir frara. Allar boryranlr aendlat
rflbiuanai bftaVvhu.
SIGFOS HALLDÖRS frá Höfnum
ritstjóri.
H. ELIASSON, ráðsmaður.
UtaaAakrtn til klaValaai
THIt VIKIN4 raiM, U«4.. Baa lltl,
Wbiniyrf, flaa.
rtiBfliArlft tU rititjCraM
EDITOR HKMfflKRINttLA, Brx 8171
WlBBÍpnf, Bfan.
The “Heimskringrla” is printed and pub-
lished by The Vikingf Press Ltd., 853-855
Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Telephone: N 6537
WINNIPEG, MANITOBA, 5. MARZ 1924
Með þessu tölublaði tek eg unchrritaður
við ritstjórn “Heimskringlu”. Vildi eg mega
óska mér þesS, að gamlír vinir héldu áfram
alúð sinni við blaðið. og — að nýir baettust
við.
Stefna blaðsins nríun verða mjög hin
sama og að undanförnu, að því er viðkemur
stjóm- og kirkjumálum; þ. e. a. s. í frjáls-
lyndiááttina. Og í víðsýnishorfið vill blað-
ið halda, að svo miklu leyti, sem gáfur rit-
stjórans Ieyfa. Þjóðraeknismál ,Vestur-Is-
lendinga vill blaðið samlvizkusamlegá rækja.
og vera aiúðarboðberi milli Austur- og
Vestur-Islendinga, hvenær, sem því má við-
koma; stuðla að vaxandi bróðurhug ís-
lenzkra manna og flokka á milli, og meta
málefnin jafnan meir en mennina. sem þeim
fylgja. Mun blaðið og fúslega opna dálka
sína fyrir andstæðingum, um ýms málefni,
á meðan sæmilega er að orði komist.
Ymsir ágætir menn hér vestra, hafa lof-
að blaðinu. að vfkja að því ritgjörðum við
og við, um hitt og þetta, er grær í hugskoti
þeirra. Vonast eg þar að auki fastlega eftir
að mega lofa lesendum blaðsins hinu sama
frá ágætum mönnumi austan hafsins, ein-
hverjum af merkisberum íslenzka fullveldis-
ins. Skal þar ekkert kvabb tilsparað.
Miðvikudaginn 5. marz 1924
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Vér höfum meðtekið svohljóðandi bréf
frá yfirkonsúl Dana í Montreal* dagsett 27.
febrúar 1924. I
Til
ritstjóra “Heimskringlu”
Winnipeg, Man.
Kæri herra ritstjóri!
Mér er ánægja að tilkynna yður hérmeð,
að frá og með 22. þ. m.. hefi eg tekið við
stöðunni, sem danskur yfirkonsúll í Kanada
og á New-Foundlandi. Jafnframt ber mér
og að sjá íslenzkum málum hér farborða, og
um leið og eg bið yður að bera kveðju
lesenda yðar. vil eg mega láta í ljósi einlæga
ósk mína um, að mega eftir áiegni verða Is-
Iendingum, eða Kanadaraönnum af íslenzku
foreldri. að liði, í starfsemi minni hér vestra,
sem lítilfjörlegt þakklæti fyrir alla þá vin-
semd og greiðvikni, af hálfu Islendinga, er
þeir sýndu mér. í þau 5 ár tæp, er eg var
danskur sendiherra á Islandi.
Með mikilli virðingu
Yðar einlægur
J. E. Böggild
yfirkonsúll.
lim Ieið og vér þökkum virðingarfylst,
fyrir hið einkar-alúðlega bréf herra yfir-
konsúlsins, er það oss sérlega Ijúft. að til-
kynna lesendum “Heimskringlu”, hingað-
komu herra Böggilds til þessa lands. Á
þeim tæpum 5 árum, er hann var sendiherra
Dana á íslandi, ávann hann sér hvers manns
hylli þar, ekki aðeins fyrir Ijúfmensku sína,
heldur fyrir skilning á högum lands og lýðs,
um leið og honum hepnaðist að koma
miklu af þeim sama skilningi inn hjá fjölda-
mörgum löndum sínum, er viðskifta þurftu
að gæta við Island, og er enginn vafi á því
að hr. Böggild hefir átt stórmikinn þátt í
því, að treysta handabandið milli vor
frænda.
Vér bjóðum hr. Böggild hjartanlega vel-
kominn til þessa lands og árnum honum allra
heilla í framtíðarstarfi sínu, og vitum, að
vér megum treysta því, að hann mun aldrei
skella skolleyrunumi við nokkru því, er
austur- eða vestur-íslenzkt málefni varðar,
heldur þvert á móti leggja alt lið sitt og lip- |
urð, til þess að Iétta undir með öllum þeim,
er samtök og samgöngur vilja hafa við
heimalandið.
“Heimskringla” hefir með þakklæti
meðtekið “Tímarit Þjóðræknisfélagsins”, til
umsagnar. Ritið er hið prýðilegasta úr
garði gért frá ritstjóra og prentsmiðju hálfu,
að því er séð verður í fljótu bragði.
Gegnum innihaldið höfum vér aðeins
farið á hálfgerðu hundavaði. sem von er,
vegna tímaleysis. en auðséð er það fljótt, að
hér er sérlega eiguleg bók á ferðmni. Þar
eru kvæði, skáldsögur og ritgerðir ýmislegs
efnis. Getum vér ékki stilt oss um, að
freista lesenda blaðsins til kaups á ritinu.
með því að prenta hér efnisyfirlitið.
Tvö kvæði, eftir frú Jakobínu Johnson
a. Morgunroði*
b. Þú gullna blóm —
Vorvísur til Islands, eftir Pál S. Pálsson
Afrunamáltedki nokkur útlistuð. eftir cand.
phil. Pál Bjarnason.
Svanfríður (saga) eftir J. Magnús Bjamason.
Heimgangan (æfintýri) eftir J. Magnús
Bjarnason.
GuII, kvæði þýtt úr ensku eftir Tómas
Benjamínsson.
Inni í blámóðu aldanna, eftir Guðmund
Friðjónsson.
I þjóðræknis-hugleiðingum vestan hafs, eft-
ir Stgr. lækni Matthíasson.
Á bakkanum (kvæði) eftir Guttorm J.
Guttormsson.
Þrjú kvæði. eftir séra Jónas A. Sigurðsson
a. Hálfur-Máni
b. Vörn Brútusar, eftir Shakespeare.
c. Hér er mín eigin ættarströnd, eft-
ir Sir Walter Scott.
Steina fyrir brauð (saga) eftir Arnrúnu frá
Felli. '
Sitt af hverju um varplönd á Islandi, eftir
Guðmund Friðjónsson.
Gestur í vöggu (kvæði) eftir frú Jakobínu
Johnson.
“Böbbý” Burnsx (kvæði) þýtt af St. G.
Stephanssyni. f
Flóttinn (kvæði) eftir Guttorm J. Guttorms-
son.
Skriflabúðin (saga) eftir Guðrúnu H. Finns-
dóttur.
“Auld Lang Syne”. þýðing eftir Tómas
iBenjamínsson.
Veizlan mikla (saga) eftir Jóhannes P.
Pálsson Iækni
Arfurinn, eftir séra Guðm. Árnason.
Grafreiturinn, eftir Thomas Gray, þýtt af
séra E. J. Metan.
Að ‘frægðar-orði. ritstj.
a. Frú Lára Goodman Salverson.
b. Emile Walters.
Islenzk-donsik orðabók, eftir cand. phil Pál
Bjamarson.
Lcmdtakan (gamanvísa) eftir Pál skáld
Ólafsson.
Hugsað heim (kvæði) eftir Jósep Schram. í
Fjórða ársþing Þjóðræknisfélagsins, Gísli
•Jónsson.
Af því að ómögulegt var fyrir oss, að fara
yfir alt ritið. á þeim afskamtaða tíma, er
vér höfum, jafnvel þó öslað væri á grynn- j
ingumj. létum vér skáldin sitja á hakanum
og glugguðum svolítið í ritgerðimar. Þær j
eru hvor annári skemtilegri og fróðlegri af- |
lestrar, enda þurftum vér ekki annað en |
lesa titla eins og “Inni í blámóðu aldanna”
eftir G. Friðjónsson, og “I þjóðræknishug-
leiðingum vestan hafs” eftir Stgr. ladkni, til
þess að grípast af tilhlökkunarhrolli, enda r
urðum vér ekki fyrir vonbrigðum. Orðsnild
Guðmlundar er altaf sjálfri sér lík, og ólík j
annara manna. Því þó honum stundum
kunni að skjótast um smékkinn, þá lokkar
penninn í vinnuhnýttum höndum bóndans á J
Sandi, á köflum fegurri tóna úr hörpu ó-
bundins íslenzks máls, en allra anriara manna
pennar, er pappír ljósta nú á dögum. Og ó- j
heiras'kur er hann, þótt hann kunni að vera !
nokkuð afturhaldsscimur í mannfélagsmálum \
og nokkuð haðtta til að fegra foma tíma á
kostnað nútíirtans. Þó skal enginn skilja oss ;
svo, að ekki séu flestar aðfinningar hans á
rökum bygðar. Það er satt bezt að segja,
að sú hugsun liggur eins og mara á hugum
beztu og göfugustu manna um allann heim,
að þrátt fyrir stærilæti vort yfir framför-
um vorra tíma> þá hafi þær framfarir verið
frekar ímyndaðar, en raunverulegar, og ,
jafnvel að ýmsu leyti framfarir afturábak, í
svo að enn sem komið sé. sé yfirleitt ekki j
frekar ástæða til þess að kalla ástand vort j
siðmenning, en skrílmenning. En hvað sem
menn vilja segja um hugsanir skáldsins á j
Sandi, þá er framsetning þeirra og búning-
ur óblandinn unaður í þetta skifti, sem svo
oft endranær.
Erindi Steingríms læknis ér mjög hið
sama og það. er hann flu'tti hér í Winnipeg
og urn Islendingabygðir í vetur. Hér er er-
indið þó að nokkru aukið og prýðilega frá
því gengið. Og það er skrifað eins skemti-
lega Iipurt og ait annað það, sem gert hefir
rit hans svo vinsæl meðal allra íslendinga
vestan- og austan hafs. Oss gefst ekki tími
til að fara nánara í innihaldið að sinni, en
Heimskringla mun síðar við og við koma $ð
ýmsum atriðum þess. Erindið er langt of
merkilegt fyrir oss Vestur-íslendinga til þess
að þegjandi sé gengið fram hjá því. Sama
er að segja uim ágætlega skýrlega skrifaða'
grein eftir sr. Guðmund Árnason- er heitir
“Arfurinn”.
En ein allra fróðlegasta og skemtileg-
asta ritgerðin hyggjum* vér að verða muni
að roar^ra áliti “Afrunamáltæki nokkur út-
listuð”; eftir Pál Bjarnason. cand. phil. frá
PreSthólum. Islenzk tunga hefir það eitt
.meðal annars til síns ágætis fram yfir allar
aðrar tungur, að hún er auðskildari þeim, er
hana tala, en nokkur önaur tunga. Þó eru
ýmisleg máltæki, sem hvorki almenningur
eða mentamenn skilja til fullnustu. þ. e. a.
s, frummerkingu þeirra. Eg skal taka til
dæmis “að vera ekki við eina fjöl feldur”.
Ætli margir viti við hvað er átt? Páll Bjarn-
arson skýrir þetta þannig: “að ekki sé úti
um mann- ekki úrræða-, úrskotalaust. Fjöl-
in er sjálfsagt Iíkfjölin. Því fyrrum tíðkað-.
ist það. að leggja menn aðkomna dauða á
öskustráða fjöl. — Að bæta greininum fram-
an við fjöl gerir mikið til. því það breýtir
merkingu algerlega. Að vera ekki við eina
fjöiina feldur, er að vera lauslátur (helzt í
kvennasökum). Ekki kann eg að fóðra það”.
Um eða yfir áttatíu máltæki eru hér tekin
og skýrð. Ekki er víst. að allir málfræðingar
séu hölfundi samdóma, a. m. k. sést það
víða, að hann greinir töluvert á við pró-
fessor Finn Jónsson, sem um þetta hefir rit-
að í Skírni 1912. En þess skemtilegra er
fyrir alrrienning. sem fleiri skilgreinir eru
gerðar fyrir mögulegum meiningum mál-
tækjanna. Ymsar athuganir eru ljómandi
skarplega og skemtilega gerðar, og engum
dylst að hér er vitmaður á ferðinni. —
Eins og vér gátum um, leyfði tíminn ekki
að athuga skáldskaparmálin í ritinu, en vér
munum vfkja að þeim í næsta blaði.
Bíldfell og
“Krækiberin”
Löng var greinin til vor í síðasta “Lög-
bergi”. en fremur virtust oss geiga röksemd-
ir ritstjórans. Við|eitni sýnir hann þó góða
og nóga, og vel ffer hann af stað. Getur
hann þess, að það hafi ekki verið fjarri “að
það yrðu skýjarof í huga sínum”, er hann
las fyrriblutann af svari voru. en svo hafi
syrt að enn meir en áður og dregið fyrir
vizku-sól sína, er hann komst aftur í seinni
hluta greinarinnar. Þessu trúum vér vel,
hefir það verið er hann kom að því, þar sem
drepið var á betliferðir hans um árið. vestur
um land. Er það altaf og verður einkar
myrkur kafli sögunnar. En svo hefir rofið
að líikindum verið lítið og uppbirtan alls
engin.
Mikið héfði það jþó glatt oss, og fjöl-
marga flejri, ef orð vor hefði það getað á-
unnið. að dreifa að einhverju Iklu leyti
mesta sortanum frá þessari máttugu og skæru
mannvits-sól, svo að ljós hennar hefði veru-
lega fengið að lýsa fyrir mönnum — er eigi
hætt við að þá hefði lengur verið dimlt í ver-
öldinni. En til þess mátti ekki ætlast, og
mun til þess þurfa meira en orðin tóm, þvi
þokufíókinn er víst talsvert gamall. Hörnru-
legt má það vera> sem sól þessi er þó sögð
að vera fögur, og sem skilja má á ritstjór-
anum sjálfum og það þrátt fyrir hina alveg
sérstöku og framúrskarandi hógværð hans
og lítillæti, að hún skuli aldrei hafa náð til
þess að skjóta fáeinum geislabrotum í
gegnum þenna sorta, — að vér ekki tölum
um það. að hún hefði fengið að skína í allri
sinni cýrð á bókmentahimni vor Vestur-Is-
lendinga. En þá hefði nú s>amt orðið lítið
úr Stephani G. og öðrum, “sem ekkert hafa
unnið fyrir landið”. En því láni hefir mað-
ur ekki átt að fagna. Myrku dagarnir eru
því margir. Ljósustu Stundirnar eru þegar
einhver örlítil hreyfing verður á gufuhvolfi \
þessarar sólar. Verkar það engu minna á
almennan skilning og fróðleik manna
en sólblettirnir alræmdu á segulstrauma jarö’-
arinnar. Á þessu hafa fengist ýmlsar sann-
anir, og fein á þessu síðasta hausti. Einhver
sára lítil hreyfing hafði þá komið á gufu-
hvoifið. Upplýstist við það mjög myrkur
kafli í sögu þjóðar vorrar. er mönnum hef-
ir verið all óljós til þessa. Upplýsing þessi
hefir víðtæka og varanlega þýðingu fyrir
margt, en þó einkum og sérstaklega fyrir
ættfræðina. Er nú í ljós komið hversu
skyldleikinn getur verið maxgháttaður með-
al mannanna, og hvað maðurinn í eðli sínu
er undursanileg vera. Otskýrir þetta marg-
ar ættartölur. er menn hafa áður ekki botn-
að f. Það skýrist sem sé, að Jón Loptsson
hinn ríkiláti höfðingi í Odda seint og
snemma, fyrirmynd allra Jóna. er var
fæddur árið 1 124, var reyndar afi Sæmund-
ar prests hins fróða. er fæddur var árið
1054. Hefir það sjálfsagt vcrið í móður-
ætt Sæmundar, þó þess væri ekki getið, því
hitt skýrðist og líka, að Sæmund-
ur prestur var einnig langafi Jóns.
Var að því vikið, að einhverja
nasasjón hefði Guðbrandur Vig-
fússon haft af þessu. og var hann
þó ékki samtíðamaður Sæmund-
ar, eða að minsta kosti ekki alinn
upp á sama bæ, en hann var þef-
vís og gefinn fyrir sagnir af þessu
tagi.
'Upplýsing. sem þessi, sannar
eiginlega flest ef hún er rétt not-
uð. Hún sannar hlutfallskenn-
ingu Einsteins svo, að á henni
getur ekki leikið vafi héðan af.
Alt er hlutfallslegt og einnig mað-
urinn í tíma og rúmi. Þannig má
með þessu móti sanna það- sem
svo oft hefir verið vikið að í
“Lögb.”, að ritstj. og félagai
hans( hafa bjargað canadisku
þjóðinni. sæmd íslendinga, frels-
að Bretavéldi; og unnið stríðið!
Um þetta hafa sumir viljað ef-
ast en það leikur ekki nokkur vafi
á því. Þeir hafa gert það. eins
fyrir það, þó þeir sætu hjá. gerðu
ekki neitt, gæfu ekki neitt- ýttu
öðrum á stað, lokkuðu út úr-
féhirzlu ríkisins marga tugi þús-
unda dollara fyrir blað sitt og
prentsmiðju. Alt er hlutfallslegt
og maðurinn líka. Hann getur
verið alt í senn. afi, langafi og
sonarsonur, samstarfandi á sér-
sviðum tíma og staða alt í einu.
Þetta er mikill vísdómur, og
vcn er þó kerlingm segði. eftir að
hún hafði lesið þetta: “mikill
ógurlegur maður hefir Sæmund-
ur fróði verið”. Hún var að hugsa
um hann, barnið að verða fyrir
þessu. Ef nú svona núkill vís-
dómur verður til, ef örlítið rofar
til í þokuhvolfi þessarar miklu
mannvitssólar- hverju myndi hún
orka, ef hún fengi að skína í
heiði. En fánýtt er að leiða
nokkrar getur að því. Ritstj.
segir, að það hafi aldrei komið
fyrir. sektarþungi og spilling
heimsins hafi valdið þvf. hafa
falið hana, til þessa, svo að jafn-
vel skýjarof hafa sjaldgæf verið
og ekkert að þessu sinm og verð-
ur hann sízt reingdur um það.
“Ekkert nema krækiber”. finn-
ur hann í þessu síðasta svari voru,
krækiber af þraéldóms-Iúsalyngi”,
og er ergilegur. Er sem hjá hon-
um kenni gremju yfir því. að hafa
orðið að beygja bakið eftir þeim.
lúta niður að lynginu.. Eftir rit-
hætti hans síðast, mætti þó ætla,
að eigi væri það upplagi hans
fjær, að lúta að hinu lága. en að
teygja sig of mjög upp í heið-
ríkjuna og sólskinið. Nefni hann
atriði þau, er vér tilfærðum úr
Æðisgrein hans krækiber, ræður
hann því. en hann hefir þá orð-
ið lystugur á þau. Því með þessu
síðasta ritsmíði tekur hann þau
atriði flest til baka, neitar hinum
fyrri staðhæfingum sínum — ét-
ur krækibenn. Verði honum að
góðu. En svo virðist sem berin
vilji standa í honum. Er hann
að reyna að bera á móti því að
hann hafi étið nokkuð ofan í sig.
En hugsunin er honum alt af svik-
ul og vill segja tJl, hvað sem orða-
laginu Iíður.
Byrjar ^itstj. með því að lýsa
það ósannindi að hann hafi ráð-
ist á Dr. Ágúst H. Bjarnason,
“fyrir það að hann hafi komið
hingað vestur á vegum Unítara”.
Þetta var þó Ijóst í hinni grein-
inni. En Iátumi hann sjálfan hafa
orðið, og geta lesendur dæmt
hversu honum tekst nú að hreinsa
sig af þessari kæru. “Þetta eru
ósanmndi”. segir hann, “þrátt
fyrii* það, þó Únítarafélagið í Bos-
ton, hafi aldrei fyr í sögu Vestnr-
íslendinga gengið jafn langt í at-
höfnum sínum vor á meðal, þá
sögðum vér ekki eitt stygðaryrði \
garð doktorsins- á meðan að hann
dvaldi hér vestra. — Nei “þrátt
fyrir það”, ekki á meðan að hann
dvaldi hér vestra. En einhverjum
mun nú detta hug, að fyrir því
sé sú ástæða að ritstj. hafi frem-
ur i$kort hug en viíja. Það er, ekki
fyr en Dr. Ágúst er kominn heim
aftur. að ritstjórinn ræðst
á hann og vegur í
ba'k honum.—En hvers vegna þá
ekki að kannast við ástæðuna,
þegar hvert orð sem ritstj. mælir.
segir eftir honum? Væri það
ekki mannlegra, en að vera að
falsa ailar ástæður að illkvitninni?
Dodd’s nýmapillur eru bezt*
nvmametSalið. Lækna og gigt
bakverk, hjartabilun, þvagtepDU.
08 önnur veikindi, sem stafa frá
nvrunum. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan etSa 6 öskjur fyt.
32 50, og fást hjá öllum lyfsöl-
wn e?5a frá The Dodd’s Medic*»»«
Co.. Ltd., Tororto. Ont
Er það ekki sökum þess, og vill
ekki ritstj. kannast við það, að
hann þorir ekki að segja réttu á-
1 stæðuna. því hann veit, að trú-
arofsóknin ein- má sín að engu
orðið. Hann veit, að ef hann segði
rétt til, að á það yrði litið sem frá-
munalegan tuddaskap. af öllum
þorra fólks, og vanséð það yrði
anda þeirra félaga mikill smjör-
gjafi, sem þó sagt er, að þrífist
i bezt á ölium aðdróttunum er til
| misskilnings geta leitt á míönnum
! og málefnii'u. Ha^n véit. að um-
! burðarlyndið er orðið svo ríkt á
meðal manna, að enginn hrekkur
við framar, þó hrópað sé “trú-
villa” eða “trúvillingur”. Af
hverju að svo er komið, skal ekki
um dæmit. en ef til vill er það því
I að kenna, að rétttrúnaðinum hefii
ekki gengið of greitt að gera grein
réttlætis síns á síðari árum,—síð-
an í Tjaldbúðarmálinu saéla. Það
kostar leikni eftir að almenningur
er orðin vitandi vits, að villa
honum sjónar, “að gera hvert
hneyksli sem guðsríki í hag”. þó
enn séu nöfnin teygð sem hross-
skinsbót yfir brestina og látin
hylja fjölda synda. Sá hnútur er
því af smalaólinni, og annan verð-
ur að hnýta í hans stað.
Og þann hnút er ritstjórinn
að reyna að hnýta með því
að Iáta sem öll illkvitni sín í garð
doíktorsins stafi frá því, “að Dr.
Ágúst H. Bjarnason hafi lítilsvirt
Vestur-íslendinga og farið með
rakaiausar öfgar og ósannindi”.
Nú vita allir að þetta er hæfu-
laust, en það á að duga í bráð sem
slæða. sem átilla. Dr. Ágúst H.
Bjarnason hefir ekki gert neina
tilraun til að lýsa Vestur-íslend-
ingum til að segja frá högum
þeirra, eða háttsemi, til að virða
þá eða óvirða; hann hefir lýsL
Stephani G. Stephanssyni einum,
í tilefni af því að Islendingar í
Reykjavík. sér til mikillar sæmd-
ar m|intust skáldsins aldna á sjö-
tugasta afmæilisdegi hans á þessu
hausti. Og það sem hann segir
um hann fá víst engir séð, að sé
ísl. hér til ósæmdar. Það er
næsta hlálegur hugsunarháttur, er
álítur mönnum hér sé gerð mink-
un með því ef vinsamlega og rétt
er talað um einhvern úr þeirrá
hópi. íslendingum er það ékki
mlinkun þó þess sé getið, að Step-
han G. sé gáfaður maður að börn
hans líkist honum í sjón. að hann
sé fómfús fyrir sannfæringu sína,
að hann megi telja á ýmsan hátt
“sóma, sverð og skjöld” Vestur-
Isl.. Hvermg færi ef það skyldi
nú verða dórriur sögunnar. Ætli
það yrði þá ekki ísl. meira til
skammar hér, alt þetta írafár
"Lög.” ritstj. en það sem gott
hefir verið sagt í garð skáldsins?
Um Islendinga hér, er Dr. Bjarna-
son alls ekki að ræða, ritgjörð
hans hefði orðið alt öðruvísi hefði
hann sett sér það takmark. hann
er að minnast St. G. St. eins, Iýsa
hcnum á heimili hans, á svipaðan
hátt og Guðm. prófessor Hannes-
json lýsir séra Matthíasi, í afmæi'is-
riti Matthíasar er út kom/á Akur-
eyri 1905. Þetta er öllum ljóst,
og þetta er ritstj. .eipnig Ijóst, þó
með þessari rangfærzlu hann sé
að reyna að bera í bætifláka fyrir
frumhlaup sitt.
\