Heimskringla - 05.03.1924, Page 6

Heimskringla - 05.03.1924, Page 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WlNNtPEG, 5. iM'ARZ 1924. K Eftir Mary Roberts Rinehart. 30. KAPmjLI. K. var orðinn mjög slcilningssljór. Hann var svo lengi búirrn að hugsa sér, að sér gæti aldrei auðn- ast að ná í Sidney, að bugur hans, sem líka var orðinn þreyttur af hamingjuleysinu, vék ekki frá þeirri skoðun. “Það var ekkert nema sjónhverfing. K.” sagði Sidney hughreystandi. “En það getur verið,” svaraði K.. “að þér hafi snúist hugur aðeins út af þesisu leiðinlega atviki með Carlottu. Auðvitað var það ekki rétt, en Max hefir sagt mér alla söguna. Hann var í rauninni al- veg saklaus. Það' leið yfir hana út í garðinum —r og —” _ I Sidney var nóg boðið. “Viltu að eg giftist ihonum?” K. horfði beint framundan sér. “Eg vil að þú verðir hamingjusöm”. Þau sátu á grasflötinni fyrir framan Wfhite Springs hótelið. K. hafði beðið um miðdagsverð handa ,þeim og hafði lagt mikla áherzlu á að þau fengju þann mat, sem þeim líkaði bezt báðum. En nú. þegar maturinn var kominn tiil þeirra, borð- uðu þau ekki. K. hafði sett stól sinn þannig að hann snéri vanganum að henni. Hann hafði gætt þess vandlega að vera í kápunni þangað tjl fór að dimma, þá fór hann úr henni; og nú hékk hún eins og drusla á stólbakinu. Bak við hliðarmyndina af K. sá Sidney magnólíu-tré. sem var eins og hjarta í laginu. “Mér finnst”, sagði Sidney alt í einu, “að þú sért öllum góður nema mér. K. Hann varð svo forviða að hann hálfstamaði. “Hvað er þetta, hvað hefi eg gert? “Þú ert að reyna að eggja mig á að giftast Max; eða er það ekki tiigangurinn?” Hún skamlmaðist sín fyrir að hafa sagt þetta Hann svaraði engu. j>ví hann var í vandræðum með að finna svar- sem kæmi ekki of miklu af því, sem honum bjó í brjóst, upp. Hún flýtti sér því a3 segja eitthvað annað. “Það er erfitt fyrir mig að gera mér grein fyrir því, að þú hafir lifað þínu lífi við að vinna góðverk því, að þú hafir lifað þínu lífi og verið önnum kafinn við að vinna góðverk í þarfir annara áður en þú komst til okkar. Eg vildi að þú segðir mér eitt- hvað um sjálfan þig. Ef við eigum að vera vinir, íþegar þú ferð burt” — Hún varð að þagna. því það kom klökkur í hálsinn á henni. — Eg verð að víta hvernig eg á að hugsa um þig — hverjir vinir þín- ir eru — alt það”. Hann reyndi að tala. Hann varð að hugsa um, hvernig hann myndi ímynda sér hana í spítalanum, í litla húsinu á hliðarstrætinu, rétt eins og hún væri nú, með leiftrandi augu, hálfopnar varir og hend- urnar með spentum greipum á borðinu fyrir fram- an sig. “Eg verð við mitt starf”, sagði hann að Iokum; “og þú verður líka við þitt starf.” “Munt þú þá ekki hafa tíma til þess að hugsa um mig?” “Eg er hræddur um að eg sé heimskari og eigi erfiðara með að gera mig skiljanlegan í kvöld en venjulega. Þú mátt hugsa þér að eg mun aldrei gleyma þér og strætinu, hvort sem eg er við starf mitt eða skemti mér”. Skemti sér! Já, auðvitað myndi hann ekki altaf verða við vinnu sína. Og hann væri að fara aftur til sinna gömlu vina, fólks, sem hefði altaf þekt hann, til stúl'kna — ” Hann sagði henni eins mikið og hann gat þá, sagði henni frá ættarsetrinu, sem hefði verið bygt af einum forföður hans, er hefði verið konungssinm. þangað til Washington hefði tekið upp málstað ný- lendanna, þá hefði hann og elsti sonur hans látið lífið fyrir málefnið. sem þeir hefðu aðhylst. Hann sagði henni frá gömlum þjónum, sem hefðu grát- ið, er hann afréði að yfirgefa húsið og fara burt. Hún þagði og hann hélt að henni þætti gaman að hlusta á frásögn sína. Hann sagði henni frá ýms- um sögum, sem hefðu gengið í ættinni og sem hann hafði drukkið inn í sig sem bam. Hann sagði henni frá bókaherberginu heima. bezta herberginu í hús- inu, fullu af máluðum ættarmyndum, af bókasafni föður síns. Og vegna þess að hann var að lýsa heim- ili sínu, varð hann nokkuð ákafur síðast. þótt það ylli honum sársauka í fyrstu að rifja þetta upp; því fylgdi ýmislegt annað, sem hann vildi gleyma. En þetta olli Sidney sárasta hugarangurs. Við hl’ð'na á þessu undraverða heimili, sem hann lýsti svor a b!' * áfarm, hugsaði hún sér litla húsið. Hví- lík útlegð Haut ekki lífið í því að hafa verið hon- um! HvAiíkar miðlungsmanneskjur hefðu þær ekki verið í hans augum! Hvílík heimska væri það ekki að láta sér koma til hugar, að hún gæti nokk- urn tíma komist inn í þetta líf hans, sem væri henni nýtt, en þó svo gamalt! Hvaða ættarsögur átti hún? Auðvitað engar aðrar en þær. að hún sjálf hefði verið góð og heið* virð stúlka, og reynt að vera öllum, sem hún var samtíða- hjálpleg. Móðurfólk hennar, Kennedy- ættin, var að vísu nokkuð gömul ætt, en hún hafði ávalt verið fátæk. Stofa full af bókum og mál- verlnnn! Hún mintist lampans með bláu silki- ljóshlífinni, Evu líkneskinu, sem stóð á bak við ljós- myndina af prestinum og bókaskápsins með alfræð isbókinni og veraldarsögunni. Þegar K. reyndi sem bezt að skemta henni og að hylja það, sem honum var sjálfum innanbrjósts með því að segja henni frá vagni afa síns, settist hún niður í skugganum. “'Hræðilegur garmur,” sagði K., “reglulegur gam- aldags skemtivagn. Eg man ennþá eftir hvað við rif- ustum út af honum. En kariinum þótti vænt um hann> og hann lét mála hana á hverju ári. Þeir sem voru ókunnugir í bænum voru vanir að stara á hann, þeir héldu að hann væri hafður til þess að auglýsa eitthvað.” “Þegar eg var barn”, sagði Sidney með hægð, “vissi eg ávalt að einhver myndi vera nýdáinn, þeg- ar svona vagn ók um strætið”. Það 'Já einhver þvingun í rödd hennar. og K. sem tók eftir öllum blæbrigðum í rödd hennar, leit fljótt á hana. “Langafi minn”, sagði Sidney í sama rómi, “seldi hænsni á markaðinn. Hann gerði það að vísu ekki sjálfur; en iþað er sami sannleikurinn, að það var atvinna hans. eða hvað?” K. var forviða. “Hvað um það?” sagði hann. En hugur hennar var kominn fram úr þessu, þessi maður, sem hún hefði aldrei þekt, og sem hefði búið í stóru og faliegu húsi og haft nægtir, hlyti að hafa þekt margar fallegar konur, konur, sem stóðu á sama stigi og hann, höfðu ferðast og gátu talað um alla hluti; konur eins og dætur .forstöðumanna spítalans, sem komu á sumrin með fangin full af blómum utan frá sumarbústöðum þeirra, litu á úriin sín sett gimsteinum og flýttu sér svo burt til miðdagsverðar, tedryikkju eða ’tenn- is-Ieika. “Hlatu áfram”. sagði Sicfney fjö^laust. Segðu mér frá konunum, sem þú hefir þekt, vinum þínum, þeim, sem þér hefir geðjast bezt að og þeim- sem hafa geðjast vel að þér.” “Eg hefi altaf haft svo mikið að gera,” sagði hann í afsökunarróm. “Eg þekki margar, en eg held að þér myndi ekki hafa fundið mikið til um þær. Þær gera e'kki neitt, þær aðeins ferðast um og skemta sér. Þær eru fallegar sumar hverjar, en meira er heldur ekki hœgt um þær að segja”. Fallegar! Já, auðvitað gætu þær verið það, fyrst þær hefðu ekki urn neitt annað að hugsa en útlit sitt. Hún var alt í einu orðin eitthvað svo þreytt. Hana langaði til að komast heim aftur í spítalann, loka hi>ðinni á 'litla herberginu sínu og grúfa sig niður í koddann sinn. “Stæði þér á sama ef eg bæði þig að fara heim með mig aftur núna?” Honum stóð ekki á sama. Hann hafði það á tilfinningunni og honum féll það illa. að kvöldið hefði verið þeim óánægjulegt. Honum varð enn þyngra í skapi er hann kom með bifreiðina fram fyrir hótelið. Hann hélt að hann skildi hvernig á þessu stæði, það væri umhugsunin um Max, sem gerði hana svona dapra. Það væri auðvitað ómögu- legt fyrir stúiku eins og hana, að hætta við rnann, sem hún hefði elskað hálft annað ár, vegna ann- arar stúiku, án þess að finna til sárustu vonbrigða. i “Er þér alvara með að vilja fara heim Sidney, eða varStu orðin þreytt af að sitja þarna? Hafi það verið- þá getum við ekið í bifreiðinni eina eða tvær klukkustundir. Eg skal ekki tala neitt, ef þú vilt ekki hafa neitt ónæði.” Henni var orðin kvöl að vera með honum, fyrst hún var búin að gera sér grein fyrir, að Christine hefði haft íangt fyrir sér, og að lífsleiðir lægju sam- an aðeins umi stundasakir. Bráðum ^myncíu þau skilja- og það yrði eins breitt djúp á milli þeirra og væri ti‘1 dæsmisí mílji litla bókaskáps'ins heima og stofunnar á ættarheimili hans, sem var fult af bók- um og málverkum. En hún ætlaði sér ekki að kveinka sér við sársaukainn; hún ætlaði að þola það þótt hvert orð stmgi hana sem hnífur, ef að- eins hún mætti sitja ofurlítið lengur við hlið hans og finna snertinguna af gömlu, gráu treyjunni hans við handlegginn á sér. “Eg vil gjarnan að við ökum eitthvað, ef þér er sama.” K. stýrði bifreiðinni út á veginn. Hann mundi mjög glögt eftir ferðalagi sínu á eftir Joe. eftir þessum sama vegi og vandræðunum, sem hann hefði verið í með að fá bifreið; hræðslu sinni við eitt- hvað óorðið, hann vissi ekki hvað; komunni tii Srhwitters og Max liggjandi upp á lofti og Carlottu á hnjánum við hlið hans.. “K.” -- “Já”. “Var nokkur, sem þér þótti vænt um — nokkur stúlka — þegar þú fórst að heiman?” “Ep var ekki ástfanginn af neinni, ef það er það. sem þú atl við.” “Þú þektir Max áður, var ekki svo? ‘Jú, þú veizt það”. “Ef þú vissir nokkuð um hann, sem eg hefði átt að vila, því sagð’r þú mér það þá ekki?” “Eg gat ekki gert það. Að minsta kosti — ” ,.Ja \ “Eg hélt að alt myndi fara vel; eg hélt, að úr því að þú á annað borð elslkaðir hann — “Hann fann að sér væri ekþi óhætt að halda lengra út í þessa sálma, svo hann hætti við það. “Schvvitter er hætt- ur greiðasölunni. Eigum við að koma þar við?” “Ekki í kvöld.” Þau voru komin nálægt hvíta húsinu. Schwitter var í sannleika hættur. Nafnspjaldið yfir hliðinu var horfið og ljóskerin líka, og í hálfrökkrinu gátu þau séð Tiílie, þar sem hún sat á litlu veggsvölunum fyr- ir framan dymar og ruggaði barninu. Schwitter ,ar sjálfur að vi^«,a blettina á flötinni. sem grasið var gengið af, eins og hann værí að afmá seinustu uerkin um smlán sína. Bifreiðin fór fram hjá þrátt fyrir suðið í vélinni heyrðu þau rödd Tillie, sem var hljóml'aus og lr.ið- nileg, en þó full af hreinu ástarinnar er hún söng við barnið. Þegar þau voru komin langt fram hjá liúsinu, varð K. alt í einu var víð. að Sidney var farin að grát. Hún snéri höfðinu frá honum og þurkaði sér um augun með vasaklútnum, þegar hún hélt að hann sæi ekki til sín. Hann snéri út af veginum, stöðvaði bifreiðina, tók um herðar hénnar með sinni óvið- jafnanlegu nærgætni og snéri henni við> þar til hann sá framan í hana. “Segðu mér nú alt”, sagði hann. “Það er ekkert nema vitleysa. Mér — mér bara leiðist. “Leiðist”! “Harriet frænka er í París og Joe er farinn og affir — ” “Harriet! ” Hann var steinhissa sem von var. Hefði hún sagt honum, að sér leiddist vegna þess að litH bóka- skápurinn væri kominn til Parísar, þá hefði hann ekki getað verið meira forviða. Og Joe! “Og þú ert að fara og kemur aldrei aftur. Eg skal lofa að koma aftur, þegar þú útskrifast. og senda þér blóm. Hvernig lízt þér á það?” “Eg held”, sagði Sidney, “að eg verði að taka upp hjúkrunarstörf í hernum.” “Þú þarft ekkert að vita um það K. Þú verður kominn aftur til þinna gömlu viina. Þú verður bú- inn að gleyma “strætinu” og okkur öllum”. “Ertu viss um það?” “Þú verður kominn til stúlknanna, sem hafa ferðast víða og eiga falleg föt og þekkja ekki um- búðir frá tölustaf! ” “Það verður aldrei neinn í öllum heiminum- sem getur komið í .þinn stað í mínuml huga.” 'Rödd hans var ekki vel styrk. “Þú segir þetta til þess að hugga mig”. Til að hugga þig. Eg sem hefi þráð þig svo lengi, að eg finn til sársauka af að hugsa til, hvað lengi það er. Altaf síðan fyrsta kvöldið, sem eg kom gangandi eftir strætinu og þú sast á dyraþrep- inu. Ó, að þú gætir látið þér þykja ofurlítið vænt um mig. góða bezta!” Hann greip um stýrishjólið af öllu afli, til þess að taka ekki utan um hana, sem hefði verið heimsku- legt auðvitað, fyrst að henni þótti ekkert vænt um hann á þann hátt. Við það komst hann í skrítnar stellingar, eins og hann hefði verið að segja þessi orð við vindhlífina framan á bifreiðinríf'. “Eg hefi verið að reyna að koma þér til að segja þetta í alt kvöld. K. Eg elska þig svo mikið að — æ viltu ekki taka mig í faðm þinn?” Hann faðmaði hana svo fast að sér, að það Iá við að hann meiddi hana. Hann hélt henni og hvísl- aði sundurlausum ástarorðum þangað til hún stóð á öndmni. £að var sem hann vrldi bæta upp allan tímann, sem hann hafði verið vonlaus. Hann hélt henni frá sér og horfði á hana eins og hann vildi fullvissa sig um að, að það væri hún sjálf, en ekki eitthvað, sem gæti breyzt skyndilega. Hann vildi láta augu hennar staðfesta það sem varir hennar sögðu. Augu hennar leyndu engu. Hann sá í þeim nýjan himin og nýja jörð. “Mér þótti vænt um þig K. strax frá byrjun”, sagði hún; “en eg gerði mér ekki grein fyrir því. En geturðu ekki séð, að það er rétt, nú þegar þú lítur til baka?” Hann rifjaði upp fyrir sér mánuðina, sem hún hafði verið eins fjarlæg honum og stjörnurnar. en hann gat ekki séð það. Hann hristi höfuðið. “Eg gerði mér einu sinni ekki von nokkurn tíma”. “Ekki þ egar eg Ieitaði til þín með öll mín vand- ræði? Eg leitaði ráða hjá þér í hvert skifti sem eg var ráðalaus, og þú hjálpaði mér ávalt. Augu hennar fyltust tárum. Hún laut niður og kysti aðra hönd hans. Þetta barnalega atlot gerði hann svo sœlan að blóðið þaut með ofsahraða út um allan líkama hans. “Eg held, K., að maður geti vitað af því. hver er sá rétti og verði ávalt sá rétti; það er sá sem maður fer til með öll sín vandamál.” Hann fann engin orð til að svara þessu; hann aðeins strauk hendinni blíðlega um handlegg henn- ar og héndi. Ef til vill var hann óafvitandi farinn að biðja þess, að hún kæmi ávalt til sín, fyrst vand- ræði hlutu á annað borðið að vera til og hann gæti ávalt hjálpað henni. Hún var líka þögul. Hún var að hugsa um daginn, er hún trúlofaðist Max og hvað sér hefði þá fundist sem hún týndi sjálfri sér. Hún hafði ekki þá sömu tilfinninguna núna. Henni fanst sem hún hefði verið á reiki um ókunna staði og væri nú komin heim þangað sem hún væri óhult. Hún myndi giftast og ganga út f þær hættur, sem all- ar konur gengju út í með opnum augum; en K. myndi verða með henni; hún mjyndi ganga gegnum skuggadalinn sem aðrar konur, en hún myndi njóta samlfylgdar hans. Henni stóð á sama um alt annað. Hún vissi að sér væri óhætt, þegar hún leit í hin staðföstu augu hans. Fyrir hans skuld myndi hún aldrei visna. Áður hafði hún ekki séð neitt nema hin óviðiáð- anlegu örlög konunnar; nú fann hún ékki til neins nema armanna, sem hún hvíldi í og hálfslitnu treyju- ermina hans undir kinninni á sér. “Eg elska þig meðan eg lifi”, sagði hún hálf- klökk. Hann dró hana nær sér. Það var dimt í Iitla húsinu þegar þau komu reim. Strætisbúarnir, serry höfðu hlerað það, að Mr. Le Moyne væri ekkert illa við nœturloftið, voru að opna gluggana undir nóttina og næla rykhlífar á gluggatjöldin. Söngmaðurinn með bassaröddina steinsvaf í framherbergi uppi á öðru lofti hjá Mrs. Mc Kee og hraut hátt. Hann var að stæla á sér hálsinn og svaf þess vegna með vota þurku umhverfis hann. Niðri á dyraþrepinu sátu þau Mrs. McGee og Mr. Wagnes og tjáðu hvort öðru ást sína með blýant við eldspítuljós. Bifreiðin nam staðar fyrir framan litla húsið og Sidney fór út úr henni. Svo fór hún burt aftur, því K. varð að koma henni í bifreiðaskálann og ganga svo heim. Sidney sat á tröppunum fyrir framan húsið og beið. En hvað alt væri elskulegt. hugsaði hún. Hvað lífið væri fagurt! Það væri gott þeim sem væru góðir og trúir. En hvað K. hefði staðföst augu! Hún sá kveikt á eldspítu hinu megin á stræt- inu og hún skildi hvað það þýddi. Einhvern tíma hefði henni fundist það spaugilegt, en nú fanst henni það mjög alvarlegt. Katie hafði heyrt til biferiðarinnar og kom nú gangandi fram að dyrunum í hægðum sínum. “Hér kom kvenmaður og skildi eftir bréf til Mr. Le Moynes. Ef það er betlarabréf, þá er best fyrir þig a ðgeyma það þangað til hann er búinn að kaupa sér nýju fötin á morgun. Þessi, sem hann er í detta utan af honum einhvern daginn. i En það var ekki neitt betlarabréf. K. las það í ganginum að Sidney áhorfandi. Það byrjaði for- málalaust. Eg ætla að fara til Afríku með frænku minni. Hún er laeknir og trúboði. Eg get ef til vill komist áfram þar. Stöðin er slæm á vesturströndinni. Eg fer ekki þangað vegna þess að eg hafi nokkra löng- un til þess að takast þetta verk á hendur, heldur af því, að eg veit ekki hvað eg á að gera. Þú sýndir mér góðvild fyrir nokkrum dögum. Eg þýkist vrta, að þótt eg hefði sagt þér frá öllu þá, myndir þú samt hafa sýnt mér góðvild. Eg reyndi að segja þér það, en eg var voðalega hrædd. Hafi eg veþð orsök í dauða, þá var það ekki vilj- andi. Þér mun ekki fmnast það vera nein afsök- un- en það er sannleikur. Mér stóð hér umbil á sama hvað kæirii fyrir, þegar eg skifti um miða á meðala- glösunum hjá Mrs. Page í svítalanum; en það var öðru máli að gegna með þig. Þú manst eftir því, að þú vísaðir mér á burt vegna þess að eg hefi ver- ið hirðulaus með að telja svampana við uppskurð. Eg ásetti mér að ná mér niðri á þér. Það virtist vera ómögulegt, þú varst svo öruggur. Eg var í tvo eða þrjá daga að hugsa upp ráð og var næstum hætt við það; en þá datt mér ráð í hug. Þú manst eftir knippunum af grófum léréfsvöndl- um, sem við bjuggum til og notuðum í uppskurðar- stofunm. Það voru tólf í hverju. Þegar þeir voru notaðir voru knippm tahn. Nóttina áður en eg fór burt, fór eg inn í uppskurðarstofuna og bætti einum vöndli við í sum knippin. I hverjum tólf var ef til vill eitt sem hafði þrettán vonda. Daginn eftir fór eg burt. Eg varð hrædd. En ef einhver skyldi nú deyja! hugsaði eg. Eg ætlaði að gera þér ógreiða svo að þú yrðir að skera suma sjúklingana upp aftur. Eg gæti svarið, að það og ekkert annað var tilgangur minn. Eg varð svo hrædd að eg veiktist út af því. Þegar mér batnaði, heyrði eg að þú hefðir mist sjúkling. og það var ýmislegt skrafað um orsökina. Eg var nærri dauð af hræðslu. Eg reyndi að komast aftur ínn í spítalann eina nótt, eg klifraði upp járnstigann utan á húsmu og reyndi að komast inn um gluggana, en þeir voru lokaðir. Svo fór eg burt út borginn. Eg gat ekki verið þar lengur. Eg var hrædd við að Iesa blöð- in. Eg æitla ekki að skrifa nafnið mitt undir þetta bréf; þú veizt frá hverjum það er, Eg, ætla heldur ekki að biðja fyrirgefningar; eg býzt ekki við neinni fyrirgefningu. En það var eitt, sem mér þótti sár- ara en alt annað um kvöldið. Þú sagðist hafa mist trausitið á sjálfum þér. Þetta bréf er skrifað til þess að Iáta þig vita, að þú hefir enga ástæðu til þess. Og svo sagðir þú nokkuð annað, nefnilega, að það væri mögulegt fyrir alJa að byrja aftur á ný. Skyldi það vera rett! K. stóð í ganginum í litla húsinu með bréfið í hendinni Sidney stóð á þröskuldinum rétt hjá og beið eftir honumi. Hann fann ennþá til ylsins á handlegg sér, þar sem hönd hennar hafði Iegið. Fyr- ir utan var strætið og lengra burt heimurinn og nóg hlutverk handa sönnum manni. Starf og traust til þess að vinna það- hönd góðrar konir til þess að leiða í mannkyninu — forsjónin myndi láta alt fara vel að lokum. “Kemurðu, K. ?” KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.