Heimskringla - 10.09.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.09.1924, Blaðsíða 4
«. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. SEPT. 1924. Ifeimakrtttjjla (Stofnnö 1886) Kemur út fi hverjum mitSvikudesrt. EIGKNDURi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGBNT AVB„ WINKIPEG, TulNÍmi: N-G537 Vert! blatSsins er $3.00 árgangurinn borg- i*t fyrirfram. Allar borganir sendist l'HE VIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Utnnft»krift til l»latS»In»s THE VIKING PIIESS, Ltd., Box 3105 Utanftttkrlft til rltstjftranw: EDITOIl HEIMSKRINGLiA, Ilox 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlklng Prenti Ltd. and printed by CITY PRINTING «fe PUBLISHING CO. 853-855 Sargrent Ave., Winnipegr. Man. Telephones N 6537 WINNIPEG, MANIT0BA, 10. SEPT. 1924. Hvert skal stefna? Georgía heitir eitt af Bandaríkjunum. Það er um 50,000 ferhyrningsmílur enskar að stærð, eða lítið eitt stærra en ísland. I- búamir eru rúmar tvær miljónir að tölu, og höfuðborgin heitir Atlanta. — Þetta er nú alt saman eins og í landafræðinni, og gott og blessað. En það sem ekki er alveg eins gott og blessað, virðist vera löggjafarþing- ið hjá þeim þarna syðra. Gott sýnishorn af því mun vera fræðslumálanefndin. Það má telja vafalaust að í fræðslumálanefnd á þingi, séu valdir greindustu, og að minsta kosti bezt mentuðu mennirnir sem á þingi sitja svo í Georgíu, sem annarsstaðar á jarð- ríki. Nú er ekki þar með sagt, að fræðslu- málanefndin i Georgíu-þinginu væri skyldug til þess að vinna eitthvart framúrskarandi afreksverk, þó henni bæri að hafa greindustu mönnum þingsins á að skipa, að öðm jöfnu. Það er ekki sanngjarnt að krefjast þess, að Georgíu-þingið eigi ágætari eða snarpgáf- aðri mönnum á að skipa en önnur þing i heimi hér. Og “það geta ekki allir verið, eins og hann Sankti Páll”, eins og Matthias kvað forðum. En það væri þó líklega hægt að búast við því, að á þinginu i Georgiu sætu ekki alheimskari menn, að jjafnaði, eða fáfróðari um alla hluti milli himins og jarðar, en á öðrum þingum. Þó virðist svo vera, ef dæma á eftir afrekum fræðslumála- nefndarinnar. Það skal látið hér ósagt, hvert það kann að stafa af því, að mesti fjöldi af negrum er í ríkinu, og einhverjir af þvi sauðahúsi eigi sæti á þingi og i nefnd- inni. Reyndar er sú tilgáta næsta ólíkleg. Svertingjar hafa ekki að jafnaði svo mikið við löggjöfina fengist, að það sé ástæða til þess að ætla, að þeir hafi hér haft hönd í bagga. En svo rogavitlaus var sú samþykt, er þessi fræðslumálanefnd gerði, og geta skal hér, að hún hefði vel sæmt mannviti og menningarþroska dverganna, sem byggja myrkviðina lengst inni í Afríku, þar sem sólin tæplega nær að senda geisla sína um hádaginn. Hvað samþykti þá fræðslirmálanefndin ? Jú, hún samþykti í einu hljóði, sem einn maður, með þrettán atkvæðum mót engu, að leggja það til, að þingið samþykti hið svokallaða “páfafrumvarp”, sem bannar al- gerlega að skýra nokkuð frá breytiþróun- arkenningunni í hverjum þeim barna- eða unglingaskóla i ríkinu, sem nýtur að ein- hverju Ieyti styrks af opinberu fé. Sem sýnishom af vitþroska eins af nefnd armönn/um — og má sá þroski sennilega teljast meðalalin í þeirri sveit, — má geta þess hér hvemig hann gerði grein fyrir at- kvæði sínu. Ef Islendingar eiga ennþá til í fórum sinum dálitið meinlegt bros, til þess að setja upp við þau tækifæri, er einfeldnin sezt í hásætið, þá væri synd að gefa þeim ekki tækifæri til þess að viðra það. Lög- gjafinn reginfróði orðaði sína greinagerð á þessa leið: “Ef ég er kominn af apa, þá skaimmast ég mín fyrir það; en ég trúi ekki að ég sé kommn af apa. Guð skapaði menn og apa alt öðmvísi. Ég trúi ekki að þeir hafi nokkurntíma blandast saman, og ég vona að það hendi aldrei”. 0-jæja. Svo Iengi má kafa hugardjúp löggjafanna nú á dögum, að svona perlur verði fundnar og á land bjargað. Vesalings löggjafinn hefir auðsjáan- lega af fávizku borið þama fram þann eld- gamJa og gatslitna útúrsnúning, að vísinda- menn haldi því endilega fram, a§ mennimir séu komnir af öpum. Slik rangfærsla hefir svo oft sézt áður, að fár lætur sér nú bregða. En vér minnumst ekki að hafa séð það borið vesalings vísindamönnunum á brýn áður, að þeir haldi þvi fram, að menn og apar hafi blandast saman (þó Dyakarnir á Borneo reyndar trúi því) hvað þá heldur að þeir eigi eftir að gera það. — Löggjafinn í Georgiu virðist samt ganga að því visu, að vísindin flytji slík- ar kenningar. En þetta geta þeir stundum uppgötvað, löggjafarnir. — Þessir ljóngáf- uðu. Það sýnir meðal annars algerða fáfræði fjöldans, sem véfengja vill allar rannsóknir allra vísindamanna í þessu efni, að eigin- lega vita þeir ekki nokkurn skapaðan hlut um breytiþróunarkenninguna. En þeir hafa gert sér fáránlegar hugmyndir um, að sam- kvæmt henni séum vér mennirnir komnir af öpum. Hefir þessu verið Iogið bæði vís- vitandi og af fáfræði á visindamennina. Og svo halda víst flestir* mótstöðu- mennirnir, að þetta sé möndullinn, sem öll kenningin snýst um, eða jafnvel sé kenn- ingin sjálf. Nú er sannleikurinn sá, eins og hvert mannsbam veit, sem nokkra upp- fræslu hefir fengið um þessi efni, eða veitt sér sjálfur — því ekkert er auðveldara, ef viljann vantar ekki — að breytiþróunar- kenningin hefði hæglega getað gengið sinn gang, án þess að uppruni mannkynsins væri rannsakaður. En vitanlega gerir leitin að uppmna, eða afruna mannkynsins, alla leitina auðveldari, því á því sviði m)un einna mest efni og helzt viðráðanlegt vera fyri»" hendi. Og eins og tekið hefir verið áður fram hér í blaðinu, af tveim skilrikum mönnum, þá dettur engum lifandi visindamanni á jarðriki [ hug, að efast um sannleiksgildi breytiþróunarkenningarinnar, eða að hika við að leggja meginreglur hennar sem grundvöll að allri sinni vísindastarfsemi. Og þessir þrettán löggjafar suður i Georgíu, em að leggja á bök sín þyngri ábyrgð, en þeir fá/ undir risið, er þeir samþykkja — þó af fá- vizku sé gert — að banna að Iáta börnin fá vitneskju um einföldustu og sjálfsögðustu at- riðin í sögunni urn lifið á jörðu hér. Hvemig það, frá einfaldasta frumstiginu, hefir þrosk- ast í ýmsar áttir, alt til æðstu myndar, er vér þekkjum i þessu lifi, mannsins; hvernig þessi þróun heldur jafn-undursamlega áfram ingarinnar, unz farið væri með ágætustu vís- indamenn nútimans, menn eins og t. d. AI- bert Einstein, eða dr. Helga Péturss þannig, að steikja þá lifandi, eða pína i fúlum fang- elsum, unz þeir gengju af sannleikanum, En því miður virðist svo sem þessir húmsetursdraugar fávizku og vanþekkingar ætli nú að fara að stinga höfðinu upp hér meðal vor Islendinga í Vesturheimi, alt að einu og á mieðal Svertingjanna suður í Georgíu. I síðasta tölublaði “Lögbergs” er á rit- stjómarsíðu blaðsins birtur útdráttur úr ræðu er Dr. C. B. Gohdes, L. L. D., hefir ný- lega haldið hér í Winnpeg. Getur ritstjór- inp þess í nokkrum inngangsorðum, að ein af ástæðunum til þess að fyrirlesturinn er birtur sú sú, að hann sé snjall. I þessu blaði er aðeins byrjun, eða fyrri helmingur fyrir- lestursins birtur og mun koma framhald af honum. Vér álítum nauðsynlegt að draga athygli manna að ýmsu því er doktorinn seg- ir í þessum fyrirlestri. Meðal annars stend- ur þar: “ . . . . En hvað á að segja, þegar hundruð og þúsundir af fólki, sem alið er upp í Iúterskum sið og á lúterskum heimil- um — í Þýzkalandi, Ameríku, Finnlandi og í Skandinaviskum löndum — tilheyra ekki neinum kristilegum félagsskap, láta aðeins berast með veraldarstraumnum, þar sem djöfullinn ríkir ?*) “ . . . . Eyðileggingarplága breytiþróun- arkenningarinnar, hefi Iæst sig inn í hugsun manna á öllum sviðum. Við verðum varir við undirgefnis tilhneigingu undir þá skoðun í Ijóðum Tennyson’s; við sjáum hinn gáfaða Henry Drummond fara í gegnum sjálfan sig andlega talað, til þess að þóknast þessum Darwins skáldskap........ “ . . . . Með þroskun Darwins kenning- arinnar eru siðferðislög ritningarilnnar í burtu skafin, sem í Iiðinni tíð hafa verið vernd hreinleika einstaklinganna, dygð heimilanna og valdhafa þjóðanna. Hér get- ur að Iíta það, sem hinir heiðnu guðlastarar nútímans kalla helgireglur sínar:”**) Vér trúum varla öðru en ýmisum af les- endum “Lögbergs” hafi komjð sumt af þessu nokkuð mikið einkennilega fyrir sjón- ir, hverjar skoðanir, sem þeir kunna að hafa um heiminn umhverfis. Og fróðlegt væri að heyra álit Söderbloms, erkibiskups í dag, eins og fyrir hundruðum þúsunda, eða Svía í Uppsölum, og mesta skörungs kirkj- miljónum ára; hvernig öll lifssaga er eilif sköpunarsaga, ef svo mætti segja; eilífur lofsöngur um þann volduga mátt, er öllu skapar svið [ timems rúmi. Sá er þetta ritar man vel hverrar undr- unar það fékk honum, fimjn eða sex ára gömlum dreng, er hann rak sig á það í Þjóð- vinafélagsalmanakinu gamla, að frá uþphafi júlíönskualdar væru Iiðin rúmlega 6 þús. og þrjúhundruð ár, en frá sköpun heimsins ekki nema fimm þúsund ár og nokkur hundruð betur. Drenghnokkcinum hafði skilist, af fræðslu eldra fólks, að sköpun heimsins hefði farið fram fyrst af öllu, sem orðið hefði. En hvermg gat þá staðið á því, að þessi júlíanska öld byrjaði — eftir þessu timatali — löngu á undan sköpun heimsins? Enginn fullorðinn hafði nokkumtíma af sjálfsdáðum minst á júliönsku öldina við drenginn, og í mörg ár þorði hann ekki að spyrja, þvi eins og títt er um böm, óttaðist hann mest af öllu ,að fullorðna fólkið myndi hlæja að sér fyrir fáfræðina og heimskuna. Nú ætla þeir sér í Georgiu, að halda unglingunum í þessari barnslegu fáfræði fram á fullorðinsár, eða með öðrum orðum til æfi- loka. Það skal ekki um fræðslumálanefnd- ina þar spyrjast, að hún stofni sáluhjálp hinna tilvonandi ríkisborgara i hættu með unnar á öllum Norðurlöndum, ef ekki víðar, um staðinn “þar sem djöfullinn ríkir”, sem doktorinn segir að svo margir Skandinavar frá lúterskum heimilum séu að fara til. — En vér skuium játa að oss finst sú setninig tiltölulega litlu skifta. Þessi orð eiga ekki að stofna til deilu um trúmál, eða hinar ýmsu trúarjátningar, er menn helzt aðhyll- ast. Oss dettur ekki einu sinni í hug að halda því fram, að það hafi verið að nokkru leyti misráðið, að fá Dr. Gohdes hingað til Win- nipeg til þess að prédika, jafnvel ekki þeirra vegna er aðra trúarjátningu kunna að hafa, því altaf er fróðlegt að heyra um annara manna skoðanir. Vér getum heldur ekki né viljum hafa nokkuð á móti því, að fyrirlest- urinn sé birtur. En það skal fúslega ját- að, að þá finst oss, sem skörin taki að færast upp í bekkinn, er þessi fyrirlestur er birtur j á ritstjórnarsíðu íslenzks blaðs með þeirri 1 athugasemd, að hann sé “snjaH””. — Vér sögðum fyrirlestur, en lá við að segja endi- j leysa. Því hvað er endileysa ef ekki það, að tala um “eyðileggingarplágu breytiþró- unarkenningarinnar og “skáldskap (heila- spuna) Darwins”? Og oss finst það koma úr hörðustu og sáruistu átt, að fslenzkur ritstjóri á 20. öldinni skuli verða til þess, að þvi að segja þeim bláberan sannleikann, eins i svo að segja setja nafn sitt undir annað og hann hefir bezt verið í ljós Ieiddu á jörðu hér, svo mönnum sé kunnugt. Það skal ekki verða fræðslumálanefndinni að kenna með þessu áframhaldi, ef miðaldamyrkrið ekki bráðlega leggur dúnmjúka og svæfandi hrammana að hverju sjáaldri f ríkinu þvi. Þar til svo er komið eftir nokkrar kynslóðir, að menning þar, hvítra manna sem svarta, nær saraa þrepinu á andans sigurhæðum og því, er sálir negranna sátu, þeirra er fluttir voru sem kvikfénaður vestur um haf fyrir þrælastríðið. Hefir þá ekki verið til einskis erfiðað af hinum gömlu þrælasölum, ef hvítu þjóðinni er fyrir var, tekst að sjúga í sig sálarþroska negranna eins og þeir sugu úr þeim blóðugan svitann á baðmullarekrunum forðum daga. Nú kyrmu menn að vilja segja, að vér íslendingar hér í Canada, þyrftum ekki að stynja hátt í svefnrofunum eða sjá ofsjónir um hábjartan dag, þó Iöggjafarþinginu f Georgíu, þar sem fult er af negrum, hafi á- skotnast jafnValdari menn til heimsklegra atgerða en títt er um slikar stofnanir, — menn, sem vilja leiða miðaldramyrkrið yfir Iand sitt í staðinn fyrir blysgeisla visind- anna, og myndu, ef þeir eru sjálfum sér samkvæmir, magna ófrelsisdraug vanþekk- eins markleysuhjal og (þetta, sem er pVi líkast að það hefði komið frá fávísum kon- um á Jobs dögum. Hvert skal stefna? Aftur í miðalda- myrkur með Georgíu-mönnum og dr. Gohdes? Eða til sólbjartra vonalanda, með úrval mannkynsins [ fararbroddi? Vér erum, sem betur fer ekki í miklum vafa um svarið af hálfu langflestra Islend- inga. Þeir hafa lengi á vonalöndin stefnt, og um þau dreymt. Hin fáránlega heimsfræði, Georgíu-manna á ekkert erindi til Islendinga á 20. öldinni. En hún er illu herlli fram- komin í ritstjórnardálkum íslenzks blaðs. *) Leturbreytingr í þessu raáti er vor. **) Hér fylgir á. eftlr kvætii, sem mun eiga að vera trúarjátning, e?Sa "helgireglur hinna heiíinu guhlastara nútímans”. Vér höfum satt að segja aldrei heyrt talatS um atS til væri nokkur sérstakur flokkur slíkra manna, er heftSu meti sér fastar helgireglur, og ennþá sítSur er vitanlega nokkur hæfa í því, atS vísindamenn nútímans, sem Vits hiýtur atS vera átt, metSal annars, metS þessum "hettSnu gutSlösturum”, játi sem heild trú r'na á þetta kvæt5i, et5a hafi búit5 sér til og löggilt sín á metSal, sem algilda nokkra trúar- játningu, sem ekki er von þar sem í þeim flokki eru menn er kenna sig ýmist til engrar trúar, í vanalegum skilningi, eöa þá til Lúthers-, Brahma-, Búddatrúar, etSa kaþólskrar — auk annara fleiri. Fjallkonan i Blaine, Wash. FRÚ MATTHILDUR SVEINSSON. Til beggja hliba vib Fjallkonuna standa smámeyjaranr Vanola Bene- dictson, Betty Stevens, Beula Davíbson, Emma Haflibason, Helen Bene- dictson og May Oddson. íslendingadagurinn í Blaine. Strandarbúar fjölmentu öllum' vonum framiar á íslendingadaginn í Blaine, 2. ágúst í sumar. Fjöldi manns frá Seattle, Point Roberts, Vancouver og Bellingham auk, Blainebúa sóttu samkomuna, og flestum kom saman um, að deg- inurn hefði verið vel verið, því allir sem komu í réttum! anda, skemtu sér vel. En það var engu sfður gestunum en forítöðu- n^fndjinni að þakka, Ihveksu skemtunin tókst vel. Með sam- úðarfullrj kurteisi og vingjam- legri framikomu hjálpuðu áheyr- endurnir þeim sem áttu að skemta til þess að ná hinni réttu stemmingu og halda því hugar- jafnvæigi, sem gerði þeim mögu- legt að leysa htutverk sitt vel af hendi. Varaforseti nefndarinnar, And- rew Daníelsson stýrði samkom)- unni í Veikindaforföllum for- setans, Steffáns Eiríkssonar, og fórst honum það vel úr hendi. Eftir að vara-forsetsinn hafði sett samkomuna með stuttri á- varpsræðu, bar Fjallkonan (Mrs. Matthildur Sveinsson) fram á- varp í Ijóðurn, sem Sigurður Jóhannsson hafði ort, og birtist í “Heimskringlu” fyrir skemstu. Mrs. Sveinsson er fríðleiks og skýrleikskona, og kom vel og skdrulega frarn við þetta jtæikiV færi. Munu fáar konur, sem ég þekki, betur fallnar til að leysa þvílíkt hlutverk af hendi, en Mrs. Sveinsson. Þá bar borgarstjórinn í Blaine, Mr. Harold Hunter, fram einkar- snoturt og velorðað ávarp til há- tíðargestanna. Þá sté ungur og fríður miaður, Ottó Bárðarson, sonur Sigurðar Bárðarsonar, í ræðustólinn, og flutti ræðu á ensku, fyrir minni Bandaríkj- anna. Ræða hans var afbragð, bæði að efni og orðavali. Flest- ir munu álíta að vel hafi skipast með því að fá þennan efnilega mentamann til að flytja þetta erindi, úr því að próf. Sig. H. Peterson gat ekki komið sökum veikinda, en hann hafði upp- haflega verið til þess valinn. Það er gott og nytsamt að kynnast ungum, íslenzkum mentamönn- um, sem hafa rutt sér braut til menningar og framia, og eignast hið bezta semi fósturland þeirra hefir að bjóða: amerískan “culture”. Fyrir starf og fram- komu þessara manna, getum við vonast eftir vaxandi frægð og á- Iiti Islendinga [ þessari álfu. Þá flutti J. H. Húnfjörð kvæði það, sem prentað var í “Heimskringlu” þann 20. ágúst. Húnfjörð kom hingað ungur, en hefur hvorki glatað tungu feðra sinna né vanrækt eðlisgáfu sína, þó erfiðið og óhagstæð lífskjör hafi orðið hans hlutskifti. Næst talaði síra H. E. Johnson fyrir minni Islands, en þar sem sú ræða kemur væntanlega í blöð- unum, er þarflaust að fjölyrða um hana hér. Kvæði sitt fyrir minni Islands, flutti Sigurður Jóhannsson ágætlega. Var það eitt með því áhrifamesta, að heyra öldunginn bera fram ástar- játningu sína tii feðralandsins. Sigurður er meðal hinna allra bezt gefnu alþýðumönna, sem ég hefi kynst og það sem er þó ennþá meira vert, eitthvert hið allra elskuverðasta gamalmenni, sem ég hefi þekt. Eg segi gamal- menni, en< hann er — og verð- ur altaf ungur í mínum augum — 74 ára gamall unglingur. \ Þá talaði Þorsteinn Borgfjörð fyrir minni Vestur-Islendinga, og flutti þeim kvæði. Þorsteinn hefur dvalið fjarri öllum Islend- ingum um langt skeið, en hefur alveg furðanlega gott vald á málinu, og er sérstaklega fynid- inn og fjörugur á ræðupalli. Ræða hans og kvæði munu birt- ast í blöðunum. Síðasta, en jafnframt eitt hið allra bezta atriði á skemti- skránni, að flestra dómi, var kvæði Mrs. Jakobínu Johnson frá Seattle. Það kvæði hefur einnig verið prentað í “Hieimskringlu”, og heitir “Islendingur Sögufróði”. Mrs. Johnson er ein af þessum yfirlætislausu alþýðukonum — hún er alþýðukona, að því er er lífsstarf og lífsstöðu snertir, — en að andlegu atgerfi stendur hún flestum stall-systrum sínum fram- ar. Eg vil hiklaust skipa Mrs. Johnson í röð meðal hinna beztu lýriskra skálda vor á meðal, þó ekki slái hún um sig með skraut- Iegu en innihaldslausu málskrúði, þangað til að með sanni má segja, að “umbúðirnar eru vætt, en inmhaldið lóð”. Fáir þýða ís- lenzk kvæði betur á enska tungu, en oflítils hefur það verið metið. Allur frágangur á kvæðum henn- ar ber vott um framúrskarandi smekkvísi, og væri betur að slíkt mætti segja um flest íslenzk skáld. Söngflokkur Blaine-búa, undir stjórn Ola Hall, skemti á mlilli þess sem skáldm fluttu kvæði sín og ræðumennirnir töluðu. Það er flestra álit, að söngurinn hafi tekist vel, og enda betur en bú- ast mætti við, með stuttri æfingu á ósöngvönu fólki, eins og flestir meðJimir flokksins eru. Á Mr. Hall miklar þakkir skilið fyrir að leggja svo mikla rækt við erfitt og vanþakklátt starf. Mr. Hal) er bóndi, og þarf eins og þeir flestir að vinna langa daga, en væru kringumstæðurnar betri, mundi það fljótt sannast, að hann er sönghneigður maður að eðlis- fari, eins og margir ættmenn hans. Sérstakar þákkir eiga þeir utan- sveitarmenn skilið sem aðstoðuðu Við sönginn, nefnilega: Gunnar Holm, frá Marietta; Stefán Johnson, Fúsi Vopni og John Johnson, allir frá Bellinghami.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.