Heimskringla - 10.09.1924, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.09.1924, Blaðsíða 6
6. BLAÐ5IÐA. tlBlMS KRINQLJ WINNIPEiG, 10. SEPT. 1924. Ekki má sköpum renna. SIGMUNDUR M. LONG, þýddi. Northam gaf honum bendingu að þagna. “Þér skiljið Cynthia?” sagði hann alvarlegur. Hún gekk yfir að glugganum og horfði út, án þess þó að hún vissi hvað hún sá, svo lauk hún upp hnefanum og starði á hringinn, eins og hún ætlað- ist til að hann gæifi sér einhverja vitneskju, eitthvað ,sem sannfærði hana betur en orð Duntons, og loks- ins, þegar Northam og Dunton var farið að þykja kyrðin óþolandi, sagði hún, eins og hún væri að tala við sjálfa sig: “Hann er ekki dauður”. “Ekki dauður”? hafði Dunton eftir henni, undr- andi, því honum fanst fullkominn sannfæring í rómn- um, og í tilliti hennar, sem ljómaði af spámannlegum anda. Haldið þér ekki, að eg hefði vitað það, ef hann væri dauður?” Hún brosti til þeirra, og við j>að urðu þeir enn hræddan, þeir óttuðust að þessi harma saga, hefði veiklað hana á vitinu.' “Haldið þið, að eg hefði getað haldið á hon- um í lófa miínum” — hún rétti hringinn fram — “og ekki fundið það á mér, ef hann væri dauður?” Northam tók um hendina á henni. Ekki þá, sem geymdi hringinn, því hún hélt henni fast að sér, eins og hún væri hrædd um, að þessi ómetanlegi dýr- gripur yrði tekinn af henni. “Já, Cynthia, reynið þér að trúa þessu, þangað til — nei, nei, Cynthia, það dugar ekki það yrði enn voðalegra fyrir yður, þegar sannleikurinn kæmi í Ijós, miskunar og vægðarlaus, aumingja Frayne”. “Nei, nei,” tók hún fram í. “Hann er ekki dauður, ef svo væri, þá vissi eg af því, það bregst mér ekki, eg er sannfærð um, að eg hefði fundið það, á sama augnabliki og hann dó. Þið trúið mér ekki, og álítið það sem eg segi bara rugl. Svo brosti hún og leit einkennilega á þá til skiftis. “Þið leituðu hans, þið — “Við gerður alt, sem manlegri orku var auðið, ungfrú Drayle, það bið eg yður að taka trúanlegt”, sagði Dunton alvarlegur og með áherzlu, við leituð- um á hverjum bletti, og sendum flokk hermanna út í sömw erindum; við símlúðum í allar áttir, og lof- uðum stórfé fyrir auglýsingar. Verðlaunin hafa ver- ið tvöfölduð” — um leið leit hann til Northam — “upphæðin er orðrn svo stór, að það ætti að geta freistað hvers sem helzt Afrida”. “Hún tók hendinni um ennið og leit í kringum isg. Svo sagði hún með sínum vanalega viðkvæma róm: “Viljið þið ekki fá ykkur sæti? Eg bið marg- faldrar afsökunar — gerið svo vel a$ setjast niður. Voruð þér ekki særður?” Dunton svaraði með neitandi hreyfingu, og tók sæti. Northam stóð við hliðina á henni, eins og hann væri hrædur urn, að hún fengi aðsvif. “Munduð þér, kapteinn Dunton, vilja gera svo vel að segja mér alt eins og var. Þér megið ekki dylja neitt fyrir mér. Eg er nógu sterk til að heyra hvað sem helzt, en þér vitið ekki hvað mig langar til að vita, alt sem nákvæmlegast. Þetta sagði hún blátt áfram en þó viðkvæm, svo tárin komu fram1 í augun á Dunton, en Northam beit á vörina. “Herra Frayne og eg vorum trúlofuð, við vorum komin að því að giftast, og höfðum verið eirikavinir fá því að við vorum börn, — þá lékum við okkur hér í kring, einum þar sem brúin er á ánni. Þér getið séð hanaþa r sem þér sitið”. “Verið þér ekki að kvelja yður sjálfa á þenna hátt”, sagði Northamí. “ó-jú, lofið þér mér að segja frá því, við höfðL um ákveðið brúðkaupsdaginn. En daginn fyrir, — já, aðeins einum degi fyrir — komst eg að því, að hann var öreigi, og ef eg giftist honum, yrði það til þess að standa honum í vegi fyrir nýrri framtíð, og sökkva honum enn dýpra í basl og baráttu — ” Northam sat hreyfingarlaus, en hann varð all- þungur á svipinn, og hofði fast á hana; það var eins og hann grunaði hvaðan hún hefði fengið þess- ar upplýsingar um Darrel Frayne. “Eg skrifaði honum til, og lét hann vita, að eg gæti ekki gifst honum — aðalástæðuna sagði eg honum ekki, því eg vissi að hann mundi ekki taka hana gilda. — Eg fullvissaði hann — guð fyrirgefi mér það — um, að eg væri honum fráhverf, — væri honum fráhverf,” endurtók hún og brosti veiklu- lega, “og svona sendi eg hann — ekki beinlínis í dauðann — en í stríð, þar sem hann hætti lífi sínu”, það fór titringur gegnum hana. “Nú sjáið þér, að eg hefi fullan rétt til að vita alt sem greinilegast um hzuin. Finst yður það ekki?” “Það er einn hluti af hegningunni á mér. Segið þér kapteinn Dunton”, sagði hún í bænaróm, og lét fallast á stól gagnvart honum. Northam gaf honum bendingu og Dunton sagði það sem hann vissi. — An þess þó að minnast á Afijidakonurnar, en greinilegast skýrði hann frá þeirri einstöku virðrngu og velvild, sem hann naut í herdeildinni, um hans einstaka dugnað og hugrekki, sem ávann honum almenna virðingu í hernum og hinna æðri yfirmanna. “Hræðsla var hlutur, sem hann þekti ekki”. “Nei, það gerði hann víst ekki”, hvíslaði hún. “Það var einmitt hugrekki hans og dirfska, sem varð honum að tjóni. Hann var fremstur sinna liðsmanna, og hefði sjálfsagt verið einn af þeim fyrstu, sem réðust á virkið. En þá gaf Óberstinn honum skipun að koma í opna skjöldu á Afrida- flokki, en á því svæði voru þeir mannsterkir, — og Frayne vogaði sér of langt fram. Sumir af mönn- um hans sáu hann falla og brugðust við honum til hjálpar, en þeir voru xunlkringdir, og í bardaganum bárust þeir lengra og lengra frá honum, eða staðn- um, þar sem hann féll. Það veit Guð, að míörgum, já mörgum sinnum hefi eg óskað að það hefði ver- ið eg, en ekki hann, sem féll, og nú óska eg þess enn innilegra en okkru sinni áður”. Hún rétti frá sér hendina, og lagði hana á hand legg Duntons, þá fyrst voru augu hennar full af tárum. “Þakka yður fyrir”, sagði hún mjög lágt. “Eg veit að það er satt sem þér segið. Hann — hann var mjög vinsæll — ” “Það var ekki einn maður í allri herdeildinni, sem ekki hefði verið fús til að leggja lífið í söl- urnar fyrir hann”, sagði Dunton í lágum róm. “En nú verð eg að fara ungfrú Drayle”. Hún tók um hendina á honum. “iNei, ekki alveg strax. JHann afhenti yður þenna hring kvöldið áður —• ” Hann laut niður, án þess að svara. “Og þér hafið fært mér hann. Ekki sem sönn- un fyrir því að hann sé dáinn. Nei, nei, — það er merki þess að hann er lifandi. Eg petla að geyma hann, þar til hann kemur sjálfur og kallar eftir honum, og þá gef eg honum hringinn og mig sjálfa með.” Hún horfði fram undan sér, og rómurinn var eins og kæmi úr fjarlægð, og talar um það sem gerist í framtíðinni. Það var alger þögn um stund en svo var eins og hún vaknaði. “En hvað eg er gleyminn. — Hvað mættúð þér hugsa um mig. Þér hafið farið langa leið, til að færa mér þetta vottorð frá honum. Og eg hefi ekki boðið yður neina hressingu. Þér verðið þó að þyggja bolla af te. — Hvað er annars framorð- ið? — Jú, þér verðið að drekka te með mér.” Hún stóð upp og áður en þeir gátu hindrað það, hringdi hún bjöllunni. Parsons kom inn föT- Ieit og áhyggjufull. “Gefðu okkur dálítið af te, Parsons,” sagði hún svo tók fhún um hofuðið, augun lukust jog hún riðaði á fótunum, eins og hún væri að detta. North- am tók hana í faðm sinn, og hjálpaði svo Par- sons til að koma henni upp á sitt herbergi. Marga daga eftir þetta, lá Cynthia meðvitund- arlaus. Hennar margþreytti heili, var ekki fæir um að framleiða neina hugsun, og eiginlega var hún tilfinningarlaus. Northam hélt til á veitingahúsinu, hann var hræddur um, að hún mundi deyja, en læknirinn var á annara skoðun. “Svona áfall, þó það 'komi fljótlega og sé magnað, gerir ekki út af við heilsugóða persónu, Northam lávarður”, sagði hann. “En náttúrlega hefur hinn andlegi mótstöðu(kraftur sín takmölrk, og ungfrú Drayle hefur liðið meira, en hún var fær um að þola, en eg get fullvissað yður um, að hún nær sér. Meðal annars fyrir það, að hana langar til að lifa. Sú persóna, se mhefur svo mikla rænu og veraldar hugsun, að hún spyr um, hvað sér í dagblöðunum, síðustu mánuðina, hún er ekki dauðaleg — ” “Hún má ekki fá þau”, sagði Northam Kvíð- andi. “Þvert á móti, hún skal hafa þau”, sagði lækn- irinn stillilega, “sé henni neitað um blöðin, gerir það hana órólega. Viljið þér sjá um að hún fái blöðin?” Northam útvegaði blöðin og Cynthia las stríðs- fréttirnar. Skoðun læknisins reyndjst áreiðanleg, þegar Cynthia hafði fengið allar þær upplýsingar, sem blöðin gátu gefið henni, varð líðan hennar betri, og einn morgun, sagði hún við Parsons, að nú ætl- aði hún á fætur. Sem nærri má geta hafði Parsons á móti því, en Cynthia svaraði á þá leið: “Nú vil eg reyna að ná mér sem allra fyrst, þvf eg á langa ferð fyrir höndum. — Eg fer til Indlands — og á vígvöllinn, Parsons, viltu fara með mér?” I staðinn fyrir að svara, laumaðist Parsons út úr herberginu, og sendi Betsy eftir lækninum og Lord Northam. Læknirinn kom fyrri, og þegar hann hafði heyrt um áform Cynthiu, sagði hann stillilega: “Það er ekki svo slæm hugmynd ungfrú, full- komin háttaskifti, geta verið góð fyrir yður.” Cynthia broti og leit framan í hann. “Eg fer til að leita að honum”, sagði hún. Hann hneigði sig. “Já, því ékki, þér megið fara, hvenær sem yður Iízt”. Hún leit til hans með þakklætissvip. “Þér eruð eins hygginn og þér eruð góður”, tautaði hún. “Þér skiljið mig. Hann er ekki dauð- ur, og eg ætla að finna hann”, “Þvf trúi eg líka, ef hann er lifandi”, sagði læknirinn, en það er nauðsynlegt að þér náið sem beztum kröftum, áður en þér leggið upp í svo langa og erfiða ferð”. “Hvað lengi á eg að bíða?” spurði hún óþolin- móð. “Ekki heiit ár?” sagði hann og hló. “Ef þér eruð reglusöm og borðið þrjár góðar máltíðir á dag, þá vil eg taka tvo mánuði í það allra mesta”. Northam varð utan við sig, þegar læknirinn sagði honum áform Cynthiu. “Leggja út í að leita að honum. Já, en það er hrein og bein vitleysa, Frayne auminginn er dauð- ur”. “Er hann það”, sagði læíknirinn. “Maður veit það ekki með vissu, og eg er nú svo oft búin að heyra hana segja það gagnstæða, að eg er að verða sannfærður um að hún hafi rétt, og í öllu falli fer hún ekki strax. Það getur eitt og annað komið fyrir á tveim mánuðum. Northam minn góður, komið þér á uppboðið á morgun?” spurði hann svo. “Hvaða uppboð ? — Ö-já, á Summterleigh Court. Eg veit ekki hvers vegna eg ætti a’S fara þangað”. “Til að fá nýtt umhugsunarefni”, sagði hinn hyggni læknir ráðgefandi. Farið þér þangað, og kaupið eitt eða annað, það endar með að eg fæ yður á sjúkra listann, en ieg segi ýður satt, að eg hef1' ærið nóg að gjöra. I yðar sporum hefði eg farið á þetta uppboð.” Eitt (augnblik hörfði Northam á stiVélaboIina sína, svo leit hann fljótlega upp með sérkennilegu augnaráði. “Eg skil yður sagði hann. Þér hafið rétt, eg fer á uppboðið.” Seinna hluta dags, setti Parsons teborðið við legubekkinn, þar sem Cynthia hvíldi sig. Hún var í þann veginn að hella í bollana, er hún kom auga á eina góða vagninn, sem þorpstöðin átt í eigu sinni, og sem nú ók upp að húsinu. Heldri kvenmaður sté út úr vagninum, og horfði á gluggana. Parsons var kvíðandi, að húsmóðir hennar mundi reyna of mikið á sig, að tala við of- margar persónur, hún sagði með gætni: “Það kemur einhver meiri háttar frú, að heim- sadkja yður ungfrú Cynthia. En eg skil ekki að þér viljið tala við fleiri í dag?” “Meiri háttar frú”, sagði Cynthia undrandi.— “Hver er það Parsons?” “Það er Lafði Alicia, ungfrú. En hvað hún er illa útlítandi. Svo fölleit og mögur, að það er furða.” “Á eg að fara ofan og segja henni að í svipinn séuð þér ekki maður til að taka á móti henni?” Nei , sagði Cynthia stillilega. “Eg vil tala við hana, vertu þýð í orði og leyfðu henni að koma til mín, og komdu með fleiri bolla.” “Læknirinn”, sagði Parsons mótmælandi. En Cynthia hristi höfuðið. “Já, þegar ungfrúin vill það endilega, þá er það ekki mín skuld. Ef — og íæknirmn er strangur”. Cynthia settist upp og beið Heimsókn Lafði Alicu þurfti ekki í sjálfu sér að vera sérlega þreyt- andi, en hún viss, að þegar hún sæi systur Lord Northam, mundi það óþægilega mjnna hana á kvöld- ið fyrir hinn ákveðna brúðkaupsdag, þegar Lafði Alica sannfærði hana um, að það væri skylda henn ar að siíta trúlofunni við Darrel. Lafði Alica kom inn og stansaði og horfði á Cynthiu, sem endurgalt það í sömu mynt — jafn- vel þó athugasemd Parsons hefði aðvarað hana, varð henni hvert við, að sjá þá breytingu, sem orðin var á utliti Lafði AIicu. Eins og Parsons hafði sagt, vár Lafði Ahcia aðems sem skuggi af sjálfri sér. f stað hennar íjörlega yfirbragðs, var hmn dapurlegasti þunglyndisblær yfir öllu andlitinu, sem bar aþreifanlegan vott um Ieiðindafulla daga og svefnlausar nætur. Treystið þér yður til að tala við mig?” voru hennar fyrstu orð. “Já, vel”, sagði Cynthia. Setjist þér niður, og svo fáum við okkur te- bolla. Já, eg hefi verið veik, en — þór sjálf? Hafið þér ekki líka verið lasnar”? Lafði Alica dró af sér hanskana, og á meðan horfði hún stöðugt á Cynthiu, með Ieiðinda auð- mýktarsvip. “JáV svaraði hún, mér hefur liðið mjög illa”. “Voruð þér færar um að ferðast þetta?” Eg veit það ekki, en nu varð eg að koma og sjá yður; Northam hefir sagt mér af yður, — hann veit ekki að eg er hér”. .Veit.hann það ekki? spurði Cyrithia forviða. Nei, sagði Lafði Alicia hikandi, “og eg hirði ekki um, að hann komist að því. Eg fer til baka aftur með kvöldlestinni, að við findumst, gæti ekki orðið skemtilegt; þér hafið víst sagt honum, að það var eg, sem kom yður til að svfkja Frayne”. Cynthia roðnaði. “Nei,” sagði hún. “Þá hefur hann sjálfur gizkað á það. Hann er djúphugsaðri en margir halda. Hann skrifaði mér til —” Hún tók bréf upp úr vasa sínum, en stakk því niður aftur. “Nei, eg vil ekki sýna yður það, Northam reið- íst illa og hann hefur ekki hlíft mér, eg ætla ekki heldur að vægja mér sjálf. Eg er komin til að með ganga.” “Meðganga?” - ~ Ef til vill er það ekki nauðsynlegt, máske haf- ið þér sjálf fundið hvernig þetta er lagað, Cynthia - segið blatt afram meinmgu yðar. Bannsyngið mig í orðum, eins og þér hafið gert í hjarta yðar Eg á það skilið, og það vœri einskonar hugfróun fyrir m|ig — getið þér skilið það? Og þó veit Guð að eg hefi úttekið mína hegningu”. “Eg get ekki skilið þetta — ” sagði Cynthia, sem reyndi að taka þessu með ró, en var þó mjög föl f andliti. Hún varð að gera sitt ítrasta, til að fá ekki nýtt kast, því sannarlega hafði hún þörf fyrir alla sína krafta, á hinni.löngu og erfiðu ferð. sem hún átti fyrir höndum. Lafði Alicia leit til hennar rannsakandi augum. “Skiljið. þér ekki, en það er ótrúlegt Cynthia. Eins ótortryggin persóna finst víst hvergi, og það hjálpar mér í það sinn. Hér um bil allar aðrar stúlkur mundu hafa véfengt orð mín, og jf það minsta spurt sjálfa sig, hversvegna eg hefði gert mér þetta tmikla ómak, að heinisælkja yður, |og tala við yður, eins og eg gerði þá.” “Þér hélduð að það væri aðeins tilviljun að eg kom það kvöld?” “Nei, það voru samantekin ráð okkar Lafði Westlake. Aðal erindi mitt var að skilja ykkur Darrel Frayne”. Cynthia hleypti brúnum. “Frænka mlín gerði það sem hún áleit rétt og bezt fyrir mig”, sagði hún með lágum róm. “En nú er hún dáin”. “Eg óska að það hefði verið eg, sem dó”, sagði Lafði Alica róleg. “Þér hélduð að eg hefi gert yður ilt til handa af velvilja og vonáttu? Eg hlýt að hafa leikið vel. En eg var öðruvísi uppalin en þér eruð, Cynthia. Eg lærði að ljúga á unga aldri, og það kvöld Iaug eg að yður. Hefði eg verið í yðar sporumi, þá hefði eg gifst Darrel Frayne, þó hann hefði ekki átt annað en fötin semi hann var í”. Cynthia starði á hann. “Og samt sem| áður — ‘“Engu að sfður taldi eg yður trú um, að það væri sjálfsagt að þér segðuð honum upp. ó sjáið þér ekk — ” Það var eins og Cynthia væri ekkert farin að skilja. “Sjáið þér ekki, — eg hafði séxstakar ástæð- ur fyrir hegðan mína, það var áform mitt að skilja yður að, vegna — vegna þess — ” Hún gat ekki sagt rneira, og horfði niður fyrir sig, loksins var Cynthia farin að sjá, hvemig þetta var lagað, og færði sig ósjálfrátt fjær. “Ónei — segið þér ekki meira — hvíslaði hún. “Nú eruð þér farnar að skilja,” sagði Lafði Alicia í sárum róm, það var af því, að eg elskaði hann og vildi eiga hann. Eg hefði verið fús að setja him- in og jörð á hreyfingu og vaðið gegnum eld og vatn til að hrifsa hann frá yður. Það lítur svo út sem að þetta skelfi yður, þér haldið að eg hafi ekki verið svona kjarkmikil. Það er stöðugt sama reynsluleysið og barnaskapurinn, að þér vitið ekki að við sem erum fremur en hitt kaldlyndar, höfum sterkari ástríður en hinar, þar gildir ástin meira en Iífið. Darrel Frayne var minn. Fyrsta sinni sem eg sá yður saman — það var fyrri hluta dags — það var í garðinum — eg veit þér munið það — þá sá eg að þið voruð elskendur, haldið þér ekki, a kvennmaður finni það fljótlega ef önnur kven- persóna hugsar sér að taka sjáif manninum sem hún elskar. Darrel hefi eg elskað síðan eg sá hann í fyrsta sinni. Eg hefi einsett mér að ná honum, og svo skylduð þér sem ekki var hægt að telja ann- að en skólastúlku, koma til skjalanna, og taka hann út úr höndunum á mér, furðar yður nú á því, að eg tók saman ráð — mín herkjubrögð munduð þér segja, — og reyndi af fremsta megni að verða yður hlutskarpari”. Cynthia hallaði sér uppvið, kreysti saman hend- unar í kjöltu sinni og starði á Lafði Aliciu. “Já, en — það var ekki tilhæfulaust, sem þér sögðuð, og ráðið sem þér gáfuð mér, hefur máske verið rétt — Lafði Aiicia hló hæðnis- og óvfirðingarhlátujr. “Satt? — Þér skilduð ekki og kom ekki til hugar, að hið allra líklegasta var að þegar Darrel Frayne misti af yður, mundi hann vera algerlega eyðilagður maður. Aftur á hinn bóginn, var nœxri sjálfsagt, að hann yrði enn kappsamari að hafa sig áfram á einhvern hátt til manndóms og met- orða, þetta hafði eg reiknað út alt saman, og þegar hann fyndi sig eyðilagðan, mundi hann að siðustu koma til mín, sem þá tæki á móti honum fagnandi og þakklát, þó hann hefði verið svo djúpt sokk- inn, sem nokkur maður getur verið, þér breyttuð eins og heimskingi er þér fóruð eftir miínum ráðum, Cynthia.” “Já,” sagði Cynthia með hægð. “Eg var einr feldningur. Eg hefi ekki séð það verulega fyr en nú, og því er míiklu tilfinnanlegra að bera afleiðing- arnar”. “Það getur ekki verið þyngri jhegning en áí mér”, sagði Lafði Alicia. “Eg er meira sek en þér, það er tilfellið, svo má kalla, að við værum báðar um að brugga honum banaráð. En eg sem leiddi yður afvega var völdi, að öllu saman, sú ásökun ásækir mig á hverri stundu, daga og nætur, eg skil nú tilfinningar manndráparans, þegar jhann horfir á þann sem hann hefir drepið”. “Hann er ekki dauður” sagði Cynthia, svo lágt að yar varla heyranlegt. Lafði Alicia hrökk við, og stóð á öndinni. “Hafið þér — hafið þér heyrt nokkuð — um hann”, stamaði hún. “Nei, eg hefi ekki heyrt annað eða meira en þér sjálf”, sagði Cynthia og stundi við. “En —” Lafði Alicia hristi höfuðið. “Þetta er aðeins von — vitlaus hugmjynd”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.