Heimskringla - 10.09.1924, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.09.1924, Blaðsíða 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBtTÐIR ROYAU, CROWN Sendií eftir vert51ista til Royal Crown Soap Ltd^ 664 Main St. Winnipeg. VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAU, CROWN Senditi eftir vertSlista til Royal Crown Soap l.t <1.. 654 Main St. Winnipeg. XXXVIII. ÁRGANGUB. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 10. SEPTEMBER, 1924. NÚMER 50. CANADA "On-to-the-Bay” félagið hefir ný iega iátið í ljósi ánægju sína yfir framtíðarvonum um að Hudson flóahrautin muni fullgerð áður langt um iíður. Var ]>ess getið í samsæti er félagið hélt, að Máni- toha og Saskatehewan ráðuneytin væru einhuga um það, aó stefna til íundar við samlbandsstjórnina, til J>ess að hinda enda á samninga um þá skilmála er settir kunna að verða, svo að fé fáist til hraut- arspottans, sem eftir er. Lýsti félagið og ánægju sinni yfir ræðu er landbúnaðarráðherrann Hon. ,W. ®. Motherwell nýlega hélt að “The Pas”. Kvaðst hann sannfærður um, að auðæfi þau er Norður Manitoha og Ontario hera í skauti sínu, á landi og í legi, — málmar, timbur, íiskur og grávara — væru svo mikil, að þar gæti hver atvinnulaus maður í Canada og meir en það, fengið næga atvinnu, ©f brautin yrði fullger. Auðmenn suður í (Bandai'íkjum eru að hugsa um að setja á stofn sykurverksmiðju hér í Winnipeg. Á verksmiðjan að vinna úr sykurróf um, en þær á að rækta hér á gresjunum (preríunum). Eru þær vitanlega ágætlega til þess fallnar, og mikið mein að samvinnufélags skapur skuli vera svo óþektur hér, að hændum ekki sjálfum hefir dottið í hug að mynda með sér sykurræktarfélag líkt og t. d. bændur á Lálandi í Danmörku, er græða stórfé á sykurrækt árlega. Portland Ore., og mjög frægur skurðlæknir, fyrirlestur um krahha- mein. Kvað hann nú svo koináð, að langoftast væri hægt að lækna það. ef það einungis væri tekið nógu snemma. Vildi hann láta koma því skipulagi á, að hver mað ur væri rannsakaður áriega, eða jafnvel oftar en einu sinni á. ári. Sterk hreyfing er sögð að vera í Yugo-Slavíu, um að breyta stjóm arskránni, þannig að hvert hérað fyrir sig fái sjálfsstjórn, en hafi með sér samband, og lúti einni að- alstjórn. Yugo Slavía er það, sem áður hét Serbía, að viðbættum þessum umræddu héruðum sem eru Slóveíiía, Króatía, Montenegro, Makedónía, Bosnía, Herzegov- ína og Dalmatía, við Adríahaf. Stjórnarvöld, verkamenn og at- vinnurekendur hafa átt fund með sér í Ottawa, til þess að reyna að sjá við atvinnuleysi hér í landi, og ræða með sér hvað hið opinbera geti gert í því efni, að stofna til atvinnu fyrir þá er enga hafa. TJl 1 arframl eið.sia í Cagiada nam 15,539.416 pundum árið sem leið. í>að er mjög lítið samanborið við mannfjölda og sérstaklega þegar litið er á landkosti. Á læknafundi hér í Winnipeg, hélt Dr. Robert D. Ooffey, yfir- læknir við sáralækningarhúsið í Prá Toronto er símað 9. þ. m., að þann dag hafi aftur hyrjað yfir- heyrslur í Homcbankamálinu. Var fyrst kallaður Ocean G. Smith fyr- verandi yfirbókfærslumaður hank- ans, og sakaður um að hafa fals að skýrslur sínar til fjármálaráð- herra þvert ofan í bankalögin. Líkum ákærum, sem og öðrum; hafa þeir orðið fyrir R. P. Gough, S. Casey Wood, J. P. M Stewart, C. A. Barnard, Clarence P. Smitfi Og P. J. B. Russill, allir hankastjórar þá er hrunið har að höndum, og svq endurskoðandi. Sydney H. Jones. Aðalhankastjórinn, iH. J. Daly dó nokkru eftir að málssókn hófst, sem menn sjálfsagt rekur minni til 100 vitnum hefir verið stefnt, og er öúisb við að yfirheyrslur muni end- ast nokkra mánuði. Bandaríkin eru nú að láta byggja sér Zeppelin-loftskip í Priedrichs hafen í Þýzkalandi. Skipið á að heita “Z. R.=3” og er stærsta loft- skip er bygt hefir verið. Dvermál belgsins er 100 fet, og er honum skift í fjórtán hólf, og má gasfylla öll. Skipinu á að sigla til Ameríku 5. október. Hyggjast Þjóðverjarn- ir munu fara þá leið á 50 klukku- tímum. • (í«; wSfí1 Enn standa Djóðverjar fremst um aliar hugvitssmfðar. En Banda- mönnum og Ameríkumönnum mun sennilega ekki þykja útaf eins “djöfullegt”, þegar þeir nú sjálfir í næsta stríði fara að nota Zeppe- lin skipin til árásar á borgir, eins og þeim fanst það, þegar Þjóð- verjar byrjuðu á því 1914. Nú er loks fundið líkið af Gia- como Matteotti, — Dingmanninum ítalska, er myrtur var af Mussoiini- stjórninni og Fascistum. Verður hann grafinn með mikill hluttekn- ingu frá alrnenningi og stendur Titta Ruffo, hinn heimsfrægi söng- maður, sem var mágur hins iátna fyrir útförinni, ásamt systur sinni Kom Ruffo beint frá Suður-Ame ríku til þess að auðsýna hinum látna síðustu lotning. Önnur lönd Á efnafræðingafundi þeim, sem inýlega var haldinn í Khöfn gaf |Einar Biilmann prófessor skýrslu nm nýja aðferð, sem hann hafði eagt frá 1920, og gerir auðvelt að finna hve mikið af sýTum sé í ýms- um efnum. Dr. med. Henriques seg ir frá því í “Berl. Tidende”, að Biil mann hafi tekist að koma lengra áleiðis rannsóknum próf. Sörensen, forstöðuma^ms Carlshera stofnun- arinnar, á þessu sviði, vsvo að nú sé( hægt að finna sýrumiagn ræktaðra jarðefna með fullri nákvæmni og á styttri tíma en áður. Hingað til hefir þurft 3 tíma til rannsóknar- innar, >en nú er hægt að gera hana á 3 — 5 mínútum. Sýrumælingin verður því miklu þýðingar- meiri en áður, þvf nú má strax finna, hvernig á að fara með jarð- veginn til þess að hann innihaldi þau efni, sem gróðrinum koma hezt og er þetta einkum þýðingar- mikið fyrir komyrkjuna. Akur- svæði Suðurjótlands, er það mikv ið, að með gömlu aðferðinni hefði þetta tekið 2—3 ár. en verður nú gert á tveimur vikum. Kýja aðferðin er einnig þýðingar- m'ikil fyrir rannsókn sýru í mjólk- urafurðunum, einkum f ostaefni og getur skift miljónum fyrir land búnað Dana. þar um 2500 árum fyrir Krists fæð- ingu. Hefir kínverskur mentamað- ur, William P. Pong ráðið sumt af letrinu og kveður það vera kfn- verskt. Bendir það til þess, sem ■sumir hafa getið sér til. að mongólskar þjóðir hafi áður hygt Bandaríkin og jafnvel suður um Mexico. Porsætisráðherra - Norðmanna, Mowinckel, sem fer og með utan- ríkismálin, hefir skjallega tilkynt alþjóðasamlbandinu, að norska stjórnin sé mótfallin ábyrgðar- samningnum svonefnda, er fram hefir átt að legga til samþyktar. — Samlkvæmt þessum áhyrgðarsamn- ingi á að skifta Evrópu í deildir, og eiga þjóðirnar innan hverrar ein- stakrar deildar að áhyrgjast frið inn í þeirri deild. Mowinckel kveður það álit stjórnarinnar, að þessu fyrirkomu- lagi fylgi aukin ábyrgð að eins, en öryggi lítið. Muni það seinka af- vopnun og sennilega verða til þess að fjöldi ríkja muni hnappast sam- an í þrengri klíkur en áður, og því aðeins leggja grundvöll undir nýja “sambandspólitík” og nýjar styrjaldir. Pundist hefir letur höggvið á etein nálægt Yirginia City í Nevada Yatnagangur er feikilegur austur í Asfu hinni rússnesku af völdum árinnar Amu-Darya. Hefir þar um slóðir ekki komið annað eins flóð í 2o ár, og er þó vatnsagi þar oft mikill, því láglent er. Um 2000 þorp og hæir eru undir vatni, fjöldi manns hefir farist og eignatjón orð ið geysilegt. Dað væri ekki úr vegi fyrir önnur lönd að taka þenna dómsúrskurð sér til fyrirmyndar. Eigandi Union Club Motor Delivery í Chicago, I. R. Emery að nafni, hefir afhent sex starfsmönn- um sínum, þar á meðal syni sínum, verzlanina til eignar og uinráða. Kveður hann þetta ekkert eiga skylt við góðgerðasemi. Sé það að- eins réttmæt þóknun fyrir 37 ára dyggilegt starf. er þessir menn hafi af hendi leyst. Verzlanin er metin 100.000 dala virði. Kínverska stjórnin í Pekin, hefir varað unga námísmenn við því, að leita mikið til amerískra háskóla. Kveður hún ráðlegra fyrir þá, að leita til háskólanna í Evrópu, þvf þar sé trygging fyrir því, að míenn læri eitthvað. 1 Ameríku séu aft- ur á móti fjöldi háskóla er veiti hinar og þessar nafnbætur nemend um sínum, en litla kunnáttu og jafn vel einskisverða til vísindamensku. Prá Moskva er símað, að rúss- neska stjórnin hafi ákveðið að leyfa að flytja út úr landinu um 40.000.000 mæla af korni í ár. öll korntekjan er talin að muni nema um 2,700,000,000 púd. (Púd er hér- umbil 36 pund). En þetta er þó vitanlega þeim skilyrðum bundið, að séð sé fyrir þörfum manna í þeim héruðum, er uppskera hefir hrugðist. Stjórnin hefir með hönd- um mikið verk í þá átt, að færa út rúg- og hveitiland næsta ár. Hæstiréttur í Þýzkalandi hefir nýlega úrskurðað, ag ekkert blað, eða tímarit liafi rétt til þess að flytja myndir af einstökum mönn- um, nafngreindum eða ónafngreind1 Walton virðast ætla að reka þann um^ nema með leyfi þeirra sjálfra. ófögnuð af höndum sér. Frá Madison Wis., er símað 5. þ. m., að John J. Blaine ríkisstjóri hafi þann dag vikið Goorge B. Clementsson, héraðslögmanni frá embætti, fyrir að neita að taka nokkra Ku Klux Klan menn fasta, en það verk hafði ríkisstjórinn falið honum á hendur. — Er gott að sjá. að fleiri ríkisstjórar en Nýjustu frjettir frá Islan'di. Sfra Bjarni Jónsson hefir verið skipaður dómkirkjuprestur. Um- sóknarfrestur him annað prestsem bættið er til 30. sept. Kæliskipið. — Kæliskipsnefndin hefir nú verið skipuð. Emil Niel sen framkvæmdastjóri Eimskipa félags íslands er formaður nefnd arinnar, Jón Árnason framkvæmda stjóri af háifu Sambandsins, Carl Proppé kaupmaður af hálfu Verzl- unarráðsins, Halldór Dorsteinsson skipstjóri af hálfu Fiskifélagsins og Tryggvi Þórhallsson ritstjóri af hálfu Búnaðarfélagsins. Nefndin hefir haldið fyrsta fund sinn og skift með sér verkum. Akureyri 31. júlí. Síldveiðarnar. — Sem stendur eru komnar 41,OOo tunnur af síld á land á Siglufirði og Eyjafirði. Ait er í óvissu um verðið, en eina hætt an er sú, að of mikið verði saltað. Tveir farmar af saltaðri síld hafa Verið fluttir út frá Sialufirði, og um 20,000 mál eru komin 1 hræðslu á Krossanesi. Er aflinn meiri en á sama tíma í fyrra. Pimta læknaþing íslands var sett hér í dag klukkan tvö í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri af for manni félagsins, próf. Guðmundi Hannessyni. Idngið sitja 19 ís- lenzkir læknar og ennfremur einn danskur læknir, dr. Svendsen, sem er hér í erindum Rauða krossins og dr. Samhon, sem vinnur að krabba- meinarannsóknum. — Porseti þings- ins hefir verið kosinn Þórður Thor- oddsen iæknir. Á dagskrá í dag er meðal annars krabbameinsrann sóknir og umræður um Kauða krossinn og væntanlega þáttöku ís- lands í þeim félagsskap. Á læknaþinginu í dag mintist formaður félagsins fyrst sex lækna, sem látist hafa síðan í fyrra. Síðau hófust umræður um alrnenn máLDr Sambon hélt mjög merkilegan fyrir lestur um krabbamtein og urðu nokkrar umræður á eftir. Dr. Svendsen flutti stórmerkt erindi um Rauða krossinn og starfsemi hans og var kosin þriggja manna nefnd til að athuga afstöðu lendinga til þess máls. ís- Prá stórtemplar íslands harst þinginu svo hljóðandi skeyti: “Stórstúkuþingið óskar hinu ís- lenzka Læknafélagi allra heilla í Flugmennirnir amerísku á Islandi. Reykjavík 5. ágúst. Simfreg nir* Hornaf. 4. ágúst, kl. 1.30. Flugmennirnar Nelson og Smith dáðust að öllum undirbúningi undir komuna til Hornafjarðar af hálfu Crumrine liðsforingja, 3?ór- halls Daníelssonar og Bjarna Ey- mundssonar, sem er umsjónarmað ur við flugsvæðið. Svo vel var gengið frá öllum merkjaduflum og stöngum að bálin reyndust alveg ó- þörf, en áður en Nelson kom á laugardaginn vöru þau kynt oll tíu, eitt við hvert lendingarmerki. Lendingarstaðinn telja þeir fyrir- taks góðan og miklu betri en þeir höfðu búist við. Segja þeir hann líklegan til framhúðar og hentugan til að taka sig upp af, hvort held- ur er til austurs eða vesturs. L>að telja þeir ennfremur kost hve fjallasýn sé góð í bærilegu veðri, og svo einkennileg, að glögg leið- beining sé að henni. Nelson sá fyrst Vesturhorn og var þá í mikill fjar- lægð. Hornaf. 5. ágúst, kl. 9,25. Piugvélarnar fóru héðan kl. Uppflugið gekk ágætlega. 9,15. Hornaf. 5. ágúst, ki. 13,30. Öllum sem á horfðu þótti pn- aðslegt að horfa á uppflug þeirra Smith og Nelson er þeir létu í loft héðan. Fór Smith fyrst af stað og Nelson síðan og stefndu upp í hæg an vind inn eftir Mikleyjarálnum og flugu síðan í hoga yfir kaup- staðinn. Var þá glaða sólskin og fjailasýn ágæt. Sáust þeir síðast hverfa fyrir öræfajökul. Plugmennirnir voru mjög hrifnir yfir náttúrufegurðinni hér, fólkinu Og öllum móttökum. Sögðu þeir að alstaðar þar sem þeir hefðu komið, hefði sér verið vel tekið, en þó ekki síst í Homafirði. Dað vakti undrun þeirra hve marga enskumælandi menn þeir hittu fyr- ir hér, að samanburði við það sem verið hafði á öðrum viðkomiustöð- um þeirra á leiðinni. Þórhallur Daníelsson útgerðar- maður, sem er umboðsmaður flug- leiðangursins hér, hafði þoð inni fyrir flugmennina í gærkveldi. Til Reykjavikur. Hér var uppi fótur og fit í morg- un, þegar það fréttist, að flugvél- arnar hefði lagt af stað frá Homa firði í morgun kl. 9,15. Smátt og 'smátt voru fregnir að berast af þeim, frá sím/astöðvun- um, sem sáu til þeirra, og fyrir há degi tóku menn »ð safnast saman víðsvegar um bæ. Mest fjölmenni var við Skólavörðu, listasafn Ein- ars Jónssonar og líkneski Ingólfs á Amarhóli. Laust fyrir kl. 2 sáu menn mieð berum augum til flugvélanna yf- ir Reykjanesfjallgarði. Bar þær yfir Skildinganes frá Listasafni Einars Jónssonar. í fyrstu sýnd- ust þær eins og smádeplar og urðu ekki greindar nema í svip, en skýrðust brátt. Þær flugu sam- hliða, önnur að eins lítið eitt ofar en hin og stefndu á miðjan hæinn. austur á móts við tjöm, heygði hún skyndilega niður yfir mið- bæinn og fram eystri hafnarbakk- ann og lenti á innri höfninni. Tókst það ágætlega. Meðan þessu fór fram, hafði Nel- son farið í sveig yfir hæinn og rendi sér síðan niður yfir austur- garðinn og settist utarlega á innrl höfninni og farnaðist ágætlega. Smith lenti kl. 2,10, en Nelson kl. 2,15. Á innri höfninni höfðu verið lögð þrjú flotholt, sem átti að leggja flugvrélunum við, þegar þær kæmu af ytri höfninni, og við hvert flotholt lá 100 feta löng lfna með korki á. Var hún sett til þess, að flugvélamar gætu með hægu móti fest sig við flotholtin. Skemtibáturinn Kelvin jvar Ját- inn vera til taks hér inni á höfn inni. Fomiaður hans, ólafur Ein- arsson, hefir verið í þjónustu Mr. Crumrine’s undanfarna daga. Hafnarstjóri hafði og til vonar og vara, látið hita upp vélhát Pred- riksens kaupmanns, til þess að hafa hann til taks, ef á lægi, en til þess kom aldrei. Borgarstjóri beið í bifreið ínp hjá Kleppi, og ætlaði þaðan í háti út til flugvélanna, ef þær tæki lending inni í sundum. En nú fór sem fór: — 3>ær rendu báðar niður á innri höfnina. Pyrri flugvélin virtist stefna á það flotholtið, sem lá í miðju, en harst vestur fyrir það í áttina til þess, sem vestast lá. Hafnarstjóri, Dórarinn Krist- jánsson, hrá þá við og fór út & höfn og með honum bæjarlæknir Magnús Pétursson. Póm þeir á m. h. Kelvin, og var honum lagt að flugvélinni Hún hafði þá náð í vestasta flotholtið, en fékk kaðal frá Kelvin, til þess að festa sig sem bezt. Á meðan því fór fram hafði hin flugvélin sest, og fór hafnarstjóri þegar til móts við hana, en hún haðfi þá fest sig við flotholtið og þarfnaðist engrar hjálpar. Síðan tók hafnarstjóri alla flugmennina í Ivelvin og flutti þá upp á stein- hryggju, en f sama bili komu bát- arnir innan úr sunduml. Varð þar hinn mesti fagnaðarfundur með þeim flugmönnunum og Mr. Crumrine og lögðu þeir allir jafn- snemma að bryggjunni. — Var þar afarmikið fjölmenni og þar kom þá borgarstjóri í tæka tíð til þess að heilsa flugmlönnunum. Ávarpaði hann þá nokkrum orð- um, bauð þá velkomna og hað þá vejra gesti bæjarinis, tmeðan þeit dveldist hér. Árnaði hann þeim allra heilla og tók (mannfjöldinn undir það með ferföldu húrra- hrópi. Síðan stigu flugmennirnir upp í hifreiðar og flutti borgarstjóri þá suður til Álfheima, bústaðar Jóna- tans Þorsteinssonar kaupmanns, og er þeim þar ætlaður dvalar- staður, meðan þeir verða hér. þingstörfunum og heitir á þing j>ær voru stöðugar á fluginu og ig og læknastéttina I heild til sam- úðarfullrar samyinnu við Góð- Templararegluna í verndarstörfum hennar fyrir heilbrigði íslenzku þjóðarinnar”. hessu skeyti svaraði læknafundurinn þannig: “Lækna- þingið 1924 þakkar kveðju Stórstúk unnar og tilboð hennar um sam- vinnu í heilhrigðismálum.” urðu allmikilfenglegar er þær rendu inn yfir bæinn. Plugu þær yfir austurbæinn, ofan við Ingólfs- stræti, en sveigðu vestur yfir innri höfnina hjá gamla “batterfinu” og síðan í hring yfir vesturbæinn. Heyrðist þyturinn af þeim yfir all- an bæ. Þcgar flugvél Smith’s var komin Aðmírálsskipið Richmond, sertí hingað kom í gærmorgun um líkt leyti sem flugvélamar, er með stærstu herskipum. sem hingað hafa komið, eins árs jgamalt og eitt hraðskreiðasta skip í flota Bandaríkjanna. Á því skipi komu þeir flugmenn- irnir Lieut. Wade og Ogden, og einnig sex blaðamenn frá Bandaríkjunum, sem getið er um. — Seinna um daginn komu tvð minni herskip, Billingsley og Reid, en í morgun kom beitiskipið Ra- (Pramh. á bls. 5).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.