Heimskringla - 05.11.1924, Síða 1

Heimskringla - 05.11.1924, Síða 1
VERÐLAUN GEFXN FYRIR COUPONS OG UMBUÐIR ROYAU, CROWN SendiTJ eftlr vertJlista til lloynl Crown Soap Lt<l., 654 Main St. Winnipeg. ---------—— ♦ VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBCrÐIR ROYAt, CROWN Sendi?5 eftlr ver?51ista til Royal Crown Soap Ltd., 654 Main St. Winnipeg:. XXXIX. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MI©YI KUDAGINN 5. NÓVEMBER, 1924. NCMER 6. Calvin Coolidge forseti. Eftir öllum fréttum aö dæma, er að sunnan berast, þegar blaöið er að fara til prentunar, verður Coolidge forseti kosinn meS stórkostlegum nieira hluta atkvæða, Spá margir 'Jp'rá háskólabænum Göttingen á Þýzkalandi, er símað 3. þ. m., að seglalaust og mannlaust skip, sem upp fyndingamaðurinn Anton Flettner Eefir smíðaS, hafi þann dag komiö til Eafnar í Kiel, eftir langa útivist í Eystrasalti, er gekk ágætlega. — Flettner^hefir áður fundiS upp stýri, sem kent er við nafn hans’. Undra- skip þetta hið nýja knýr hann áfrarn Weð útbúnaði, sem falinn er í tveim Tr>östrum á skipinu. Eru þau 50 feta ^á, og 9 fet að þvermáli að innan. Frá Los Angeles er símað, að þar seu nú dauðar 22 manneskjur af lungnapest. Dó kona úr henni 19. októ t>er, og er álitið, að öll smitun stafi frá henni, en ókunnugt er hvernig Fún hefir tekið veikina. Voru 17 nianns við jarðarförina, og eru allir dátiiy. VSVúiði er að' afgirðn þann borgarhluta, þar sem veikin hefir sýnt Frá Ottawa er sknað 3. þ. m., að Hon. W- R. Motherwell muni segja af ser akuryrkjumála ráðgjafaembættinu tunan skams, vegna heilsubrests. Flogið hefir fyrir að hann ætli að taka við fylkisstjóraembættinu i Saskatchewan, en bæði á Newland fylkisstjóri eftir að sitja eitt ár í ^mbaetti, og" þar að auki er talið að Mt. Motherwiell muni altof lasburða t'I þess að takast nokkurt enibætti á Fendur. Feter Smith áfrýjaði dómi þeim hann var dæmdur til þess að hlíta, 3 ára fangelsisvist, og til að greiða $600,000, ásamt Aemilius Jarvis eldra. Yfirrétturinn neitaði að taka áfrýjunlna til greina. ^fun Smith nú ætla að áfrýja til hæstaréttar. Ottawa-stjórnin hefir nú ákveð- að hver maður af þriðja ættlið f*ddum í Canada, skuli héreftir telj- ast canadiskur að kynferði, (racially) þar með gerð tilraun til þess í f>'rsta skifti, (ef Indíánarnir eru ckki taldir með) að stofnsetja canadiskan kynbálk, þó sennilega sé það í flestu tilliti altof snemt enn. þá, 'því þjóðerni og ætterni eru tveir ólikir hlutir, og þjóðernin hafa ekki Faft megilegan tíma til þess að bland ast hér í landi, til þess að fram. ie'tt sé í verunni það canadiska kyn- ferði, sem stjórnin vill nú ákveða með lögum. John Pearson, seenskur maður, Sem reyndi að komast inn í Canada, sunnan úr Bandaríkjunttm, þvert °fan í innflytjendalögin, var skotinn f'i bana af tveim lögreglumönnum nr bestliðinu, mánudagskvöldið t að kosningasigur hans muni verða meiri en Hardings, árið 1920. En bæði vinir sem óvinir mun vera sam- mála um það, að þar hafi komist að maður, er stjórnmálaþroski þjóð- arinnar átti skilið. Einn maður við rafmagnsvél (mótor) getur stjórnað ölium hreyfingum skipsinS. Aflvélin setur á stað síval- inga, er í möstrunum felast, og knýja þeir sívalningar skipið áfram, með því að notfæra sér loftstrauma, með 15 sinnum meira afli, en því er blæs í þandar voðir stærstu seglskipa í stormi. Sparnaður við þessi nýju skip er áætlaður 30—80%. Krupps. verksmiðjurnar og Hamborg-Ame- ríkugufuskipafélagið ætla að kaupa uppfyndinguna og notfæra sér hana. sig, og heldur vopnuð lögregla þar vörð. Álíta læknar, að takast muni að stöðva útbreiðslu veikinnar. — Lungnapest er skæðas’ta tegund af “svartadauða”, sem allir íslendingar hafa 'heyrt getið um. Er talið, að hún drepi 100%, eða hvern mann, sem hana tekur. Hún er landlæg í Kína, á Indlandi og Java. fyrri viku. Hafði hann fyrst skotið á lögreglumennina, eftir að þeir höfðu aðvarað hann. Col. R. H. Webb auglýsti á föstu- daginn var, að hann myndi leita borgarstjórakosningar á móti Farmer ihorgar;stjóra|. sfYétljir Ihöfðu ^borjst út, að Farmer myndi draga sig í hlé fyrir A. A. Heaps bæjarráðsmanni, en borgarstjórinn hefir borið það til baka, sem rakalaus ósannindi. Peter Veregin, yfirinaður a'dra Doukhobora í Vestur.Canada var myrtur á miðvikudagsmorguninn var, á C. P. R. járnbrautarlest. Hefir verið sett vítisvél inn í vagninn, að því er séð varð, og stilt svo til með j úrverki, að hún springi ,á viþsum tima. Þetta andstyggilega óþokka- verk varð níu mönnum að bana, þar á meðal J..L. Mackie, þingmanni Grand Forks kjördæmisins í British Columbia. Átján eru sserðir. Or. sökin til þessa niðingverks er álitin sú, að Veregin, sem var einvaldur Doukholxira, þótti sumum þar ekki vera nógu fastheldinn við gamlar kreddur, og vildu þeir því ryðja hon. um úr vegi. -----0----- ÖNNUR_LÖND. Kosningar á Englandi fóru þann- ig, að conservativar unnu stórkost- legan sigur. Náðu þeir i 412 sæti og unnu þannig 164 sæti frá mót- stöðumönnum sinum, þar af 111 frá Liberals, sem nú náðu í aðeins 40 sæti, og 42 frá verkamannaflokkn. um, sem náðu aðeins í 152 sæti nú. Talið er vist, að Stanley Baldwin, muni mynda ráðuneyti aftur, en Mc- Donald ætlar sér að sitja unz full. sannað er um bréf það, sem kent er við Zinoviev, og getið er um ann. arsstaðar hér i blaðinu. Frá London er simað, að rússneska stjórnin sé mjög reið út af Zinoviev- bréfinu, sem kallað er. Telur Zinoviev það hinn mesta óþarfa og ósvífni af McDonald að láta sér nokkurntima til hugar koma að bréf- ið væri annað en falsað. Segir hann að McDonald hefði mátt vita, að það muni vera falsað af sömu stjórn. málamönnum, sem fölsuðu bréfin er orsökuðu orðsendinguna illræmdu frá Curzon lávarði til rússnesku stjórn. arinnar, og sem nær því var þúin að hleypa öllu í bál og brand. — Hóta Rússarnir nú, ef enska stjórn. in ekki biðji velvirðingar á frum. hlaupi sinu, að þýða þessi falsbréf á öll Asíumál og dreifa þeim og sög- unni um þau til allra skattlanda Englands í Asíu. Frá Paris er símað 1. þ. m., að menn séu hræddir ufh ráðuneyti Hierriots, nú er McDonald er fallinn á Englandi. Kölluðu sósíalistar alls- herjarfund með sér til þess að á. kveða hvert þeir ættu að styðja Herr. iot áfram eða ekki. 'Eru tveir flokk. ar meðal þeirra óánægðir með ýms. ar aðgerðir hans, og þykir hann hafa gert of litið, að því að bæta kjör verkamanna og pólitískra sakamanna, siðan hann tók við völdum. En Herriot þarf á óskiftum stuðningi allra sós'alista að halda, ef hann á ekki að hröklast bráðlega úr sæti. Frá London er simað 1. þ. m., að enskir náttúrufræðingar, séu helzt á því, að Golfstraumurinn hafi að ein- hverju leyti breytt farveg sinum og hafi það orsakað meiri kulda i sjón. um í Ermarsundi, og einnig, þá ó- vanalegu vondu tíð og köldu, sem ver. ið hefir á Englandi síðustu þrjú ár- in. Frá Nice á Frakklandi er símað, að maður, sem bygt hefir algjörlega á eigin spýtur, hefi náð þráðlausu sambandi við New-Zealand með st”*' bylgjum (86 metra bylgjur). Sú leið er dálítið meira en 13000 míl- ur enskar. Mr. A. M. Wiseman, brezkur verzlunarráðunautur hér i Winnipeg hefir fengið tilkynningu um það, að Bretland seítli að: verja 65.000(,000, sterlings-punda ($300,000,000) til þes's að greiða fyrir verzlun og opin- berum nauðsynjamálum í nýlendun- um. Ætlar brezka fjárhirzlan að á- ibyrgjast þessa upphæð, gegn því að lán þau er nýlendurnar taka til ýmsra fyrirtækja, séu tekin á Englandi. Frá Minneapolis er símað 1. þ. m., að bólusótt gangi þar í borginni og sömuleiðis í Detroit. Segja læknar, að Smitunin hafi borist með manni frá Saskatchewan, sem dvalið hafi nokkra daga í Winnipeg. 1 Detroit hafa dáið 140 manns. í Minneapolis hafa dáið 27 manns síðasta mánuð, en á annað hundrað manns eru veik. ir, sem stendur. Frá Milwaukee, Wis, er símað 28. oct., að Dr. Abraham Zingher, frá New York hafi skýrt frá því í fyrir. lestri á læknafundi þar í borginni, að diphtheria og skarlatssótt megi nú teljast endilega yfirunnar. Gagnvart ‘ diphtheria segir hann að fundið sé meðal, kallað toxoid, sem varni al- gjörlega veikinni, og að sú vörn muni endas't alla æfi, þó meðalinu sé ekki nema einu sinni spýtt inn i blóðið á fyrsta aldursári barnsins. Meðaliö við skarlatssótt kvað hann hafa ver. ið reynt á 12000 sjúklingum og gef- ist ágætlega undantekningarlaust. Ó. S. Thorgeirsson Síðastliðinn föstudag var hr. Ó. S. Thorgeirsson, að 678 Sherbrooke St. hér í borginni, sæmdur riddarakrossi Danne- brogsmanna, fyrir langa og á- gæta þjónustu, sem danskur ræðismaður hér. Hr. Albert C. Johnson, sem nú er danskur ræðismaður hér, afhenti hr. Thorgeirsson riddarakrossinn í viðurvist nokkurra manna, er boðið var að vera viðstaddir. Hr. Ó. S. Thorgeirsson mun vera fyrsti maðurinn íslenzkur, hér í Canada, sem hefir hlotið þá virðingu að vera gerður að riddara af Dannebrog, og mun vafasamt hvort aðrir norrænir menn hér í landi hafa hlotið þann heiður á undan honum. Samfagna hontlm allir landar hans, að maklegleikum. Eldsvoði. VIÐVÖRUN í DRAUMI. Síðastliðna mánudagsnótt kom upp eldur í fjósinu á Eiðum. En af því vart varð eldsins í tæka tið, þó um hánótt væri og fólk alt í svefni, tókst að bjarga nautgripunum öll- um, 8 að tölu, út lifandi, en naumlega þó, af því að upptök eldsins voru við dyrnar, og sennilega út frá eldspýtu sem óvarlega hefir verið kastað frá sér um mjaltirnar um kvöldið. Einn. ig tókst að slökkva eldinn áður en fjósið brann algerlega. En af þvi að eldsins varð vart með aþ-fátíðum hætti, jþykir hlýða að skýra frá því nokkuð gerr. Á Eiðum er stúlka, úr Borgar. firði eystra, igreind og áreiðanleg. Dreymdi hana um nóttina til sin koma föðurbróður sinn, sem dáinn er fyrir all.mörgum árum, og segja að hún yrði að vakna undir eins. Hvarf svo draummaðurinn; en hún svaf á- fram. Þegar nokkur stund var liðin- fanst henni að hann koma á ný, og tala til sin enn þá ákafar en áður, að hún yrði að vakna strax og fara á fætur. Hrökk hún nú við ávarpið upp af svefninum, hugsaði um hvað sig hafði dreymt, en fór ekki fram úr rúminu. Féll siðan a hana höfgi aftur, unz hún sofnaði. En er hún hafði skamma stund sofiö, dreymdi hana sama manninn koma i þriðja sinn, miklu alvarlegri og ákveðnari en nokkru sinni fyr og ávarpa sig skipandi röddu, að hún yrði að vakna og fara á fætur og út tafarlaust, og fanst henni sem hann taka í hand- legginn á sér, eins og hann vildi kippa sér fram úr rúminu. Hrökk hún upp við þetta og var hún þeg- ar glaðvakandi, vakti aðra stúlku og bað hana klæðast ineð sér. Gerðist það í skjótri svipan og fóru þær síð- an út. En er út kom brá þeim i brún, er þær sáu logann út úr fjósinu, sem er skamt frá húsinu. Brugðust þær nú skjótt við og vöktu alt heimafolk, er kom til hjálpar i einu vetfangi, og urðu afdrifin eins og fyr er frá skýrt. — Hænir. Mannlaust og segllaust skip f er um Eystrasalt. Svartidauði í Los Angeles. CANADA T f T T T T T T T T f f f f ♦♦♦ ♦:♦ f f f f f ♦:♦ f f ♦:♦ f f ♦:♦ f ♦:♦ f f f ♦!♦ Bölvun lögmálsins. Þeim bræðrum, Jakob og Esaú, var eilífri farsæld heitið, Ef ryddu þeir mörkina, reistu bú, og ræktuðu nautin og hveitið, Og legðu fyrir’ almennings gengi grunn, svo góðan, að alt hann stæðist; Sem, hraunið úr íslenzkum eldfjalls munn, er ilmsætum gróðri klæðist. Og það var Esaú mark og mið að mega þá blessun hljóta Síns blinda föður, því bjóst hann við, sem bóndi alls góðs að njóta. Hin nýjustu búnaðarblöð hann las og bækur — ein þeirra var Atli — Og jörðin hans öll, þar sem ekki var gras, var erjuð með gufukatli. ■ ■.-■.:■: :■ r?rr Og brátt varð hann loðinn um lófana — það má lesa í biblíusögum — En fótsár, því bíllinn hans fór ekki af stað á foma sáttmálans dögum; Hann sparaði olíu og annað, sem ber mann afturábak með hraða, Og jafnvel um neftóbak neitaði sér, og neytti ekki víns sér til skaða. En Kobbi var latur og lá inni’ í bæ, á loðnu kiðhafursskinni, Af mörnum og baununum mataðist æ of mikið, það held ég menn finni! Vér vitum ei hvar eða hvernig þann mat hann hrepti, og má það vera, Að hebreska ritið, sem helzt þess gat, ei hæfði að kanónera. Hann einn átti björg, þegar bændastétt í baráttu átti við raunir; Og ósjaldan forráð og frumburðarrétt hann fékk fyrir þessar baunir. Og þá var hans matbaun á mjetum þung, er maginn í öðrum var hálfur, Þó framleiddi ekki einn einasta pung á æfinni, Kobbi sjálfur. Að enginn er bróðir annars í leik, sem oftar það reyndist forðum, Er Esaú vonin um uppskeru sveik, og ekkert var til á hans borðum. Þá fagnaði ’ann sínum frumburðarrétt, sem fleiri, og tók við sekknum Með baununum, ef til vill af þeim blett, er átti hann sjálfur, teknum. Og sjá, það varð gjörvöllum lýði ljóst, og loks hinum blinda föður, Að Esaú, fljótur til framkvæmda, bjóst að fylla á ný sínar hlöður. Og blessun föðursins blinda var þá boðin, hans lán að tryggja. En Kobbi, með okrinu illræmda þar, var almenning búinn að styggja. Ef hinn fær blessun, er hættan á að hagbyr verzlunar kyrri; Svo hugsaði Kobbi, í kaupsýslu, þá er kúnstin að verða fyrri. Og hrafninn á undan kríunni kemjSt, ef klipt er af hennar fjöðrum, Og þess vegna verður fyrst og fremst alt fiðrið að reyta af öðrum. — Án blessunar Esaú varð, svo vænn og vitur, en hinn án æru, Því Jaob, í letingjans kaupskap kænn, sig klæddi í sauðargæru, Og kvaðst vera bóndinn E)saú, að útliti svona grófur. Ó blindi faðir, þá blessaðir þú þann bróðurinn, sem var þjófur. Og altaf skal blómgvast hans verzlun og vald, án vinnu og líkamans sveita, Og frumburðarréttur hins fátæka, gjald sé fyrir hans bauna að neyta. Og þrífast hann aleinn af öllym skal, og einn vera feitur og glaður. Frá bændum að eilífu blessun stal, sá baunaverzlunarmaður. Guttormur J. Guttormsson. f f f f ♦:♦ f f f* f

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.