Heimskringla


Heimskringla - 05.11.1924, Qupperneq 2

Heimskringla - 05.11.1924, Qupperneq 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 5. NÓVEMBER, 1924 Kristniboð og trúarbrögð. Þessi snildarræða, er hér fer eftir, var haldin af Indíánahöfðingj- anum Sogoyewapha, af Seneca-þjóð- flokknum árið 1805. Höfðingjar “hinna sex þjóðflokka”, settust þá á ráðstefnu, að undirlagi manns nokk. vrs er Cram hét og fékst við kristni. boð. Hafði hann tilkynt höfðingja- ráðinu, að hann hefði í hyggju að hefja kristniiboð meðal þeirra. Ræð ar er svarið við þeirri tilkynningu, og er talin ein af fegurstu perlum á talnabandi sannrar mælsku. (Ritstj.) Vinur og bróðir! — Að vilja hins Milda Anda erum vér komnir sam. an hér í dag. Hann stjórnar öllum hlutum, og hefir igefið oss igóðan dag til ráðstefnu. Hann hefir af. hjúpað sólina og lætur hana ljóma yfir oss. Augu vor eru opin, að vér megum sjá greinilega; eyru vor eru ekki byrgð, að vér máttum. skil- merkilega heyra þau orð, er þú hef- ir talað. Fyrir alt þetta þökkum vér hinum Mikla Anda og Hjonum einum. Bróðir! Þú tendraðir eld þessarar ráðstefnu. Að þinni bón erum vér hér samankomnir í dag. Vér höfum með athygli hlýtt á orð þín. Þú hef- ir beðið oss að svara hispurslaust. Það gleður oss, því nú vitum vér, að vér getum talað af einlægum hug, sem oss býr í brjósti. Allir höfum vér heyrt mál þitt, og nú svörum vér allir sem einn maður. Einn er hugur vor. Bróðir! þú æskir svars við ræðu þinni, áður en þú ferð héðan. Það er réttmæt ósk. Þú ert langt að kominn, og vér viljum ekki dvelja för þína. En látum oss fyrst skygn- ast lítið eitt aftur í tímann, og skýra þéij frá því, sem feður vorir sögðu osS, og frá því, sem vér vitum um hvíta menn. Bróðir! Heyr nú mál vort. Sá var tíminn að forfeður vorir áttu þetta mikla land. Bólfestu höfðu þeir frá árröðulsljóma að kvöldsól- arbjarma. Þetta land gaf hinn Mikli Andi oss Indíánum. Hann skapaði vísundinn, og rándýrið og aðra villibráð. Hann skapaði björn og bifur. Vér notum skinn þeirra til klæðnaðar. Hann hefir dreift dýrunum um mörkina og kent oss að fanga þau. Hann gerði jörðina kornfrjóva og brauðgæfa. Alt þetta hefir hann gert fyrir hirt rauðu börn sin, vegna þess að hann elskar oss. Risi deilur um veiðirétt vor á meðal, var þeim venjulega til lykta ráðið án blóðsúthellinga. En nú var vargöld í vændum. For. feður yðar komu handan að um hinn mikla sæ og stigu hér fótum á land. Þeir voru fáir saman. Þeir hittu vini, en eigi féndur. Þeir kváðust vera flóttamenn, úr eigin landi, af ótta við ofsóknir vondra manna, hing að komnir, til þess að búa að trú sinni í friði. Þeir báðu um lítinn blett. Vér aumkvuðustum yfir þá, veittum bæn þeirra, og þeir tóku sér bólfestu meðal vor. Vér gáfum þeim korn og kjöt; þeir gáfu oss eitur í staðinn. Nú höfðu hvítir menn uppgötv- að land vort bróðir. Tíðindin bár. ust um haf, og fleiri bættust hér í hópinn. Ennþá vorum vér ósmeikir. Vér hugðum þá vini vora. Þeir nefndu oss bræður. Vér trúðum þeim og gáfum þeim meira land. Þeir urðu fjölmennari og fjölmenn- ári, Þeir girntust meira land; þeir girntust alt landið. Áugu vor lulc. ust upp, og oss fór ekki að lítast á. Skærur hófust. Indíánar voru keyptir, til þess að berjast við kyn. bræður sína, og margir tortímdust. Einnig fluttu þeir til vor áfenga drykki. Þeir voru sterkir og hættu. legir, og hafa orðið þúsundum að bana. Bróðir! Hlýð þú enn #um stund á mál mitt. Þú kveðst vera sendur, til þess að kenna oss að tilbiðja hinn Mikla Anda svo honum sé þóknan- legt. Þú segir, að ef vér ekki að. hyllumst þá trú, er þér hvítir menn kennið, þá munum vér fara illa eftir dauðann. Þú segir að þú hafir á réttu að standa, og að vér séum glat aðir. Hvernig megum vér vita að þetta sé satt? Oss skilst að trúar. játningar yðar séu skráðar í eina Bók. Væri nú yðar trúarjátning oss ætluð, hversvegna hefir þá hinn Mikli Andi ekki gefið oss — og ekki einungis oss, heldur og einnig feðrum vorum — vitneskju um þessa bók, og aðstæður til þess að skilja hana réttilega. Vér vitum ekk ert um hana, annað en það, sem þú segir oss um þetta. Hvernig meg- um vér vita hverju trúa skal, Þeg- ar hvitir menn hafa svo margfald- lega blekt oss? Bróðir! Þú segir, að einn sé að- eins vegurinn, til þess að tilbiðja hinn Mikla Anda og þjóna honum. Sé trúin aðeins ein, hví verður hún þá yður hvítum mönnum að svo miklu þrætuefni? Hvers vegna eruð þér ekki allir sammála; þér getið þó allir lesið BókinaJ Bróðir- Vér skiljum ekki þessa hluti. Oss er svo frá skýrt, að trú in hafi verið forfeðrum yðar gefin, og gengið að erfðum, frá föður til sonar. Vér höfum einnig trú, sem vorum forfeðrum var gefin. Þá trú fengum vér frá þeim að erfðum. Hún kennir oss að vera þakklátir fyrir allar góðar gjafir, að elska ihverir aðra, og að átanda ^aman. Vér deilum aldrei um trúaratriði. Bróðir! Hinn Mikli Andi hefir oss alla skapta, en hann hefir gert mikinn mun sinna hvítu og rauðu barna. Hörundslitur vor er annar og svo eru siðir vorir. Yður hef- ir hann listagáfu gætt. Vor augu hefir hann ekki fyrir listum opnað. Vér vitum að þessu er þannig var- ið. Nú er hann hefir gjört vort hlut- skifti svo frábrugðið yðar mætti þá ekki þar af leiða, að hann hafi gef- ið oss trúna, hverjum eftir sínum skilningi ? Hinn Mikli Andi er rétt. látur. Hann veit hvað bezt hentar börnum sinum; vér erum ánægðir. Bróðir! Vér óskum ekki að tor. tíma trú yðar, eða taka hana frá yður. Vér óskum einungis að mega sitja að vorri. Bróðir! Þú kveðst ekki vera hing- að kominn til þess að taka land vort eða fé, heldur tH að veita birtu í hug- skot vort. Eg hlýt þá að segja þér, að ég hefi verið viðstaddur á fund- um hjá yður, og séð yður taka fé af mönnum. Ekki kann ég að segja til hvers þetta fé átti að ganga, en þykir líklegt, að það muni til prests yðar hafa ætlað verið; ef vér þá tækj um yðar trú, þá væri ekki óhugs- andi, að þér vilduð krefja oss á sama hátt. Bróðir! Oss hefir verið sagt, að þú hafir kent hjá hvítum mönnum hér, nágrönnum vorum. Vér þekkj. um þá. Nú viljum vér bíða átekta litla hríð, um áhrif kenningar þinn- ar. Virðist oss hún hafa svo góð áhrif, að þeir gerist ráðvandir og síður hneigðir til þess að véla Indí ánana, þá munum vér aftur koma saman, til þess að tala rækilegar um þessa hluti, er þú hefir nú talfært. Bróðir- Þú hefir nú heyrt svar vort við ræðu þinni. Annað höf- um vér ekki að segja, að sinni. Vér eigum nú fyrir hendi að skilja, og því viljum vér taka í hönd þína. Og vér vonum, að hinrt Mikli Andi vilji vernda þig á leið þinni, og skila þér heilum á húfi í hendur vina þinna. -0- Vesturheimsferð. Pistlar frá Stgr. Matthíassyni. Framh. MeS Sipiar til Kyrrahafs. Á leiðinni vestur til Seattle við Kyrrahaf þar sem Gunnar bróðir býr, er það talsvert úr vegi að koma til Markervílle, þar sem Stefán skáld- konungur býr. Við hikuðum þó ekki við að taka á okkur þennan krók þó það kostaði okkur dálítið aukreitis, því Stefán þurftum við að sjá. Ekki vist að við fengjum tækifæri síðar. En fyrir þessa lykkju á leið minni varð eg fyrir þeim ónota grikk, að svartur dólgur stal buddunni minni með 30 dölum. Það atvikaðist þann ig, að við þurftum snemma morg- uns að skifta um járnbrautarlest í Edmonton. Við rifum okkur1 upp úr rúmunum og út úr vagninum mleð stýrur í augunum, til að taka okkur sæti i nýjum vagni. 1 flaustri gleymdi eg buddunni undir koddanum. (Það er líka kjánasiður að vera að stinga henni undir koddann, eg apaði' það ungur eftir einum skólabróður, og eg er viss um að frá honum hefir verið margstolið buddum o. fl.) En nú gat enginn fundið budduna nema svarti þrællinn sem bjó um. Eg fór því í vagnstjórann nýja, sagði hon- um frá óhappinu, gaf upp vagnnúm- er og rúmnúmerið, sem eg vissi upp á hár. Hann símaði strax til vagn. stjórans í fyrri vagninum og lofaði öllu góðu. Við Gunnar rákumst svo í þessu dag eftir dag við em'bættis- menn lestarinnar og á skrifstofu Sipiar í Seattle. En buddan fékst aldreá. Eg mundi vel ;hverrfig sá svarti’ leit út, og hefði eg nú getað, líkt og Völundur forðum, gert mynd af þrælnum eftir minni, og sagt síð- an við þá herra: “Þarna er fantur. inn!” Þá hefði eg bæði fengið budd- una og fantinn fangelsaðan. |Eg sætti mig srnám saman við budduránið og hugsaði: “messað get eg vegna þess”, og var í rauninni glaður yfir að ekki hafði meira tap- ast, og var það að þakka því, að Gunnar bróðir var minn fjárhalds. maður og geymdi okkar sameigin- lega ferðafé. En satt var það, að í buddunni var, glóandi gull, tveir gullpeningar, sem mér höfðu gefnár verið og eg hefi áður minst á, og eg ællaði að geyma þá vandlega og ekki ’áta frá mér fara nema út úr neyð. Og svo var þar 5 dala seðill, sem kona ein í Minneota, Mrs. K. Arne- sen hafði gefið Akureyrarspítala og beðið mig fyrir. Svo voru þar norsk ir og danskir seðlar sem svertingj- anum hefir sennilega orðið lítið úr. Jæja, verði honum að góðu þeim biksvarta ræningja með sína svörtu samvizku sem seint verður hvít. En til Stefáns G. komumst við og lifð- um hjá honum í bezta yfirlæti í tvo daga, eins og seinna skal sagt. Geymi eg svo gullvæga minningu frá þeim samfundum eins og yfirleitt frá allri viðkynningu við Vestur.Islendinga, að þar ljómar lýsigull í sál minni meðan eg lifi, en buddan er týnd og er mér ekki eyrisvirði framar. Og er hún úr sögunni. Eg hafði hugsað mér að Stefán kóngur byggi uppi í Klettafjöllum líkt og örn á klettastalli, en þar skjátlaðist mér ltkt og þegar eg um árið hélt að Stefán væri venjulega mjög svefnstyggur og oft andvaka, eftir titli kvæðabókar hans að dæma. Þar varð eg alveg að breyta um skoðun er eg bjó með Stefáni nokkur dægur hjá Jónasi lækni á Sauðar. krók, því Stefán svaf ekki einasta vel allar þær nætur, heldur hraut hann svo hátt að eg ætlaði sjálfur að verða andvaka hvað eftir annað. En í þetta skifti varð eg fyrir þessum verri vonbrigðum með Stefán, að hann býr nærri því á jafnsléttu, og Klettafjöliin eru svo langt í burtu að þau sýnast ekki hærri en Reykjt- nesfjöllin frá Reykjavík að sjá. Á leiðinni frá Stefáni komum við til Calgary, því frændi okkar sem þar býr, Grímur Steingrí|ms:)on, mætti okkur á stöðinni log ibauðst til að hafa ofan af fyrir okkur nokkra klt. Hann sýndi okkur feikna mikil sláturhús og niður- suðuverksmiðju, sem hann er um. sjónarmaður við og síðan fór hann íneð okkur í ölgerðarhús, þar sem lika var góður landi, Jón Guð- mundsson, er hafði umsjón með öl þrónum. Hann var svo feitur og vel alinn af 'ölinu, að eg kalla hann í luganum Jón hinn digra. Hann tók okkur vel og leyfði okkur að drekka vild okkar af ágætis öli. Það vildi til að áfengisprósentan var ekki meiri en að við þoldum það vel. Héldum við svo áfram vestur á bóg- inn og komum eftir nokkra klt. til Klettafjallanna. Líkt og ormurinn Fáfnir, er hann skreið til vatns, þræddi nú sá eldi fræsandi S'ipiar sína 'krókóttu leið ti! Kyrrahafsins viðstöðulítið allan næsta sólarhring. Hann smaug með okkur eftir þröngum giljum og gljúfrum og djúpum dölum og skörð um milli himinhárra hnjúka Kletta. fjallanna. Um nóttina gerði stór- hríð á móti okkur svo að hvein í öllu. En næsta dag var veðrið þolanlegt, og hafði eg ánægju af að skoða landslagið og verkin mann- anna. Mér fanst eg ýmist vera á Kili eða Glerárdal með Kistu og Strýtu og Súlur og KerKngu sitt til hvorar handar. Þar voru Jöklar og fanrtir, klettabönd og stuðlaberg, Grettisskyrtur og aurskriður, Hvítár og Svartár, alt líkt og heima, nema hrikalegra og tröllslegra, svo fór ^fjalrri, að fjöIJ,in þessi gætu seitt mig til sín, og sam'sinti því sem Stefán G. segir í einu kvæði sínu, að Klettafjöllin; (þótt stóifkostleg séu og svipmikil, geti ekki að fegurð jafnast á við fjöllin á Fróni: “Það á fjöll sem eru betur bygð En satt var það, að nú var vetur og kaldranalegt. Eflaust er langt. um skemtilegra að fara hér um á sumrin í hlýindum. Það var máske meðfram af þessu að verkin guðs vöktu ekki eins aðdáun mína í þetta skifti. En verkin mannanna þóttu mér dásamleg og öfundsverð. Því hvað eftir annað stansaði augað við stórkostleg mnanvirki og Völundar- smíði. Ramgerðar stálbrýr á hyl. dýpisgljúfrum, afarlöng og dimm klettagöng meitluð gegpíumHerðbreið og Trölladynigju þráðbeint á miflli dalanna, óravegir af úthöggnum syll- um er brautin liggur eftir framan í þverhnýptu granitberginu, og ofan við speglandi vatnsflöt, og svo ým. ist.járnþök eða steinþök eða bjálka. þök á Jöngum svæðum yfir braut- inni, þar sem hætta er á skriðum og snjóflóðum. Alt er með ráðum gert af hugviti og hagleik. Og óskaði eg þess oft, að smiðirnir sem þarna skip uðu fyrir verkum væru fastráðnir hjá mér eftir fyrirfram borgun, til að gera sviplík skil okkar fjallveg- um milli höfuðstaðanna, byrjandi á öxnadalsheiði og endandi á Svína. skarði. IStrjál er bygð í Klettafjöllum. Það var aðeins endrum og eins að lestin stöðvaðist við agnarsmá afdalaþorp. Annars voru alt öræfi eða dimmir barrskógar meðfram vötnum og ám. En hér og hvar sáust á auðnunum meðfram brautinni afgirtir grafreit- ir með mörgum trékrossum. Það voru legstaðir verkamanna fjöl- margra, sem létu lífið við að ryðja brautina fyrir Sipiar. öllum fratn. förum fylgja mannafórnir. Framh. -------0------ Ensk hagsýni. Eins og sjá hefir mátt af fréttum hér í blaðinu, nú og að undanförnu, hefir Ibn Saud, leiðtogi Wahabi þjóð flokksins, sem heima á í Mið-Arabíu tekið Mecca og rekið hinn nýbak- aða kalífa Hussein, konung í Hedjaz, af stóli. Hefir hann leitað á náðir Breta, enda komst hann í embættið fyrir þeirra tilstyrk og myndi nú margur ætla, að Bretar myndu reyna að halda honum í sessi, er þeir hafa áður til þess kostað, að hefja hann þangað. En brezka stjórnin hefir lengi ver. ið — ef ekki samvizku — þá samn- ingaliðug. Winston Churchill skýrði frá því í brezka þinginu, að stjórn- in hefði þá hjálpað til þess að koma drottinn var þar meiri Kstamaður”. á friíSi milli Hussein °S Ibn Saud og hefði styrkt þann síðarnefnda und anfarið, með 60,000 pundum á ári, til þess að halda mönnum sínum víg. búnum. Þar að auki ætlaði stjórn. in nú að lána honum 20.000 sterl- ings pund í viðbót! Órannsakanlegar eru leynigötur og baktjaldadaður stjórnmálamannanna. Þegar Ung.Tyrkirnir ráku kalífanu út úr Konstantínópel, þá studdu Bret ar Hussein konung upp í Kalífasætið, því hann skuldaði þeim þá ærið fé. Og nú þegar Ibn Saud rekur þessa strábrúðu Breta úr sessi, þá hafa þeir þó komið svo ár sinni fyrir borð, að nýi Kalífinn er þeim jafnl skuldugur og sá sem var af stóli rekinn! ;, áA —------0------- Til móður. 1 rjóðrinu vorblómið rís upp á ný, Þá rekið á flótta’ er vetrar.dimt ský, Og sólbjarmar ljóma í lundi. í alföðursskauti býr eilífðar.vor, Áfram hver gengur sitt markverða spor, I fögnuði bregða skal blundi. En barnið með glaðværa guð-borna.. sál, Getur ei látið þig heyra sitt rnál Þó ástríkum örmum þig vefji. Af því hún klædd var í andlegra hold, Aðeins hið jarðneska byrgt er í • mold, Svo ást hennar anda þinn hefji. | Bakverkir eru vanalega einkenni nýrnaveiki. Gin Pills hafa læknað hundr- uð sjúklinga af langvar- andi nýrna. og blöðru- veiki. 50c hjá öllum lyf- sölum og kaupmönnum. National Drug & Chem. . Co. of Canada, Ltd... Toronto Canada Þýzk völuspá. Hlustaðu í kyrðinni hvíl þig frá sorg, Kannske þér vitrist sú dulræna borg Og landið sem litblóm þitt geymir. Stúlkubarn lítið þér stendur við hlið, Stöðvaðu tárin sem blinda þér srvið, Hún kyssir, hún hvíslar, þig dreym- ir. Hið Iokkprúða höfuð þér lútir að kinn, Hún leggur þig mjúkt undir barns- vanga sinn, I. Sumarið 1919 spáði þýzk völva því sem nú er fram komið, að 1924 mundu hagir manna á Þýzkalandi fara að batna. Þýzkur læknir, dr. G. Lomer, skrifar um þessa völuspá, sem nær til 1925. Um 1925 segir völvan, að muni koma fram hala- stjarna, sem verði mjög stórkostleg, og hafi þessi sama stjarna sést um Krists fæðing. Samfara stjörnu þessari segir hún verði stórtíðindi í jarð'skjálftum, illviðrum o. (fli., og hygg eg að fæst af því muni fram koma. Um 1930 segir hún að gerð- ar verði á Þýzkalandi mjög stór- kostlegar uppgötvanlir, sem muni 'bæta mjög atvinnulífið. En annar maður skygn, sem rannsakað hefir spá hennar, segir að þetta verði 1926 —28. Þykir mér spá þessi mjög eftirtektarverð, og hygg eg að eftir muni ganga. Hin ágæta völva, frú v. Ferriem spáði því fyrir aldamót, að eftir styrjöld mjög miklu stór- kostlegri en nokkur hefði áður ver- ið, mundu koma fram ný náttúru- vísindi, og verða síðan gagngerH breyting til batnaðar á högum mann- kynsins. Og í bókinni Tow*ards the Stars (áleiðis að stjörnunum) eftir H. B. Bradley, er sagt frá því, að framliðinn læknir, dr. Barnett, hafi sagt fyrir mjög stórkostlegar og skjótar framfarir í vísindum 1926— 7. Þykir mér bókin Towards the Stars ,sem eg hefi ritað um í grein síem heitir Morgungeislar, mjög merkilegt tákn tímanna, því að þar er frá því sagt, hvernig framliðnum Þá laðar þig ástin og lífið. Mundu að sólblik er sérréttur þinn, hefir tekist að fá miðil til a ðskrifa, að framhald lífsins sé á stjörnun Sjáðu hvar barnshöndin leiðir þig inn, Þau lýsa þér ástin og lifið. Y%lh um. Er þar að byrja að rætast, það sem sagt er fyrir í Nýal s. 332. En hinar stórkostlegu og skjótu fram- : $ t t T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T Heimskringla 'pjdntslmtigla ER ÁREIDANLEGA BESTA ÍSLENZK A BLADID í HEIMI. Gerist nU þegar áskrifendur. Gerist áskrifendur að Heims- kringlu nú þegar. — Þess fleiri sem kaupa blaðið, þess lengur lifir íslenzkan vestan hafs. — Skrifið oss í dag. fSLENDINGAR! Munið, að Heimskringla er blaðið ykkar. Með því að kaupa hana, hafið þið trygt samband við fóstur. jörðina. — Látið hana njóta þess, og gerist skuldlausir við blaðið fyrir áramót. Se ndið vinum og skyldfólki yðar - á íslandi HEIMSKRINGLU. Ef þú hefir eítthvað til að selja, eða eitthvað til að bjóða, þá skaltu láta Heimskringlu segja almenningi frá því með fallegri og velsagðri auglýsingu. The Vil dng Press Ltd. 853-55 SARGENT AVE. WlNNIPEG : s : : : : : : í Jakob F. Kristjansson \ RÁÐSMAÐUR. t t t t t t t t ♦;♦

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.