Heimskringla - 05.11.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.11.1924, Blaðsíða 4
'4. BLAÐSIÐA REIUSKRINGLA WINNIPEG 5. NOVEMBER, 1924 Heíms krittgla (Stfofnnff 1886) Kenur llt fl hverjum mltSvIkude^L EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 858 o* 855 SARGENT AVE.. -\VINNIPEG, TulMÍml: N -6537 VerS blatSsins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRE6S LTD. SIGFÚS HALLDÓRS ír& Höfnum Kitstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtnnANkrlft tll blaitslnn: THB VIKING PRESS, L.td., Box 8105 UtanáNkrlft tll rltNtjörana: EDITOIt HEIMSKHINGLA, Uox 8105 WINNIPEG, MAN. "Heimskrlngrla ls published by The VlkliiK PreNN Ltd. and printed by CITY PRINTING * PUBLISHING CO. 853-855 Sancent Ave., Wlnnipegr, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 5. NÓVEMBER 1924. Stjórnarskifti á| Englandi. Þá er nú kosningasnerran um garð "gengin á Englandi, og var hún eftir því *óvægin og grimmúðleg, sem hún var stutt. íhaldsmen* unnu stórsigur, jafn- vel mikju meiri; en bjartsýnustu menn þeirra voguðu að gera sér vonir um. Tekur nú foringi þeirra Stanley Bald- win, fyrrum forsætisráðherra, við stjórn- artaumunum úr höndum Ramsay Mc- Donald, leiðtoga verkamannaflokksins, er tapaði fjörutíu sætum við kosningar, og var það stór sigur, ef í fljótu bragði að- eins er að gáð. En greypilegastan ósigur beið þó frjálslyndi flokkurinn, — eða liberalar, er vér heldur viljum kalla þá, vegna þess, að frjálslyndiseggið er nú ekki 'orðið annað en skumin tóm í höndunum á foringjum flokksins, og flestum meðlim- um hans. Og svo hraparlega tókst kosn- *ingin fyrir þeim, að annar aðalmaður þeirra, Asquith fyrverandi forsætisráð- herra, náði nú ekki kosningu í Paisley kjördæminu, heldur féll fyrir verkaflokks manni. Er leitt, að Asquith skyldi ekki komast á þing, í stað orðabelgsins buxna- klædda frá Wales, Lloyd George. Svo miklu merkilegri maður er hann til orða, og sennilega til athafna. Annars er engin ástæða til þess að hryggjast yfir ósigri liberala á Englandi, hverrar skoðunar sem menn kunna að vera í stjómmálum. Það var svo dag- satt, og deginum ljósara, að sá flokkur var orðinn svo langt á eftir þeim hug- sjónum, sem honum bar að fylgja, að hann var algjörlega dagaður uppi. Lloyd George, sem svo vel fór á stað í æsku ’sinni, og sem entist svo illa, sem miðaldra maður, hafði svo gaman af að lemja fóta- Titokkinn á valdagripnum, að hann stein- ’gleymdi takmarkinu, og lét yngri menn eða réttara sagt, yngra hugsandi menn, gripa merkið, sem hann átti að bera og fylgja því fram til sigurs. Því hlaut að fara bráðlega, sem nú fór við kosning- arnar, að hinir íhaldssamari liberalar létu thaldsflokkinn gleypa sig með húð og hárfr og eru nú það ver settir, en Jónas forð- um í hvalnum, að þeir eiga ekki aftur- kvæmt. Þeir, aftur á móti, sem tryggir reyndust æskuhugsjónum sínum, hurfu til verkamannaflokksins, þar sem þeir *6vo eðlilega áttu heima. Eftir eru svo 'þessir fjörutíu, sem ráfa um, eins og börn f í dalalæðu, í þeirri blessuðu og einföldu trú, að viðhorf frjálslynds manns við mannfélagsskipuninni, og hún sjálf, sé nokkumveginn alveg eins og það var fyrir fjörutíu árum síðan. Þessa þyrp- ingu ætlar Lloyd George þá að reyna að nota sem bakþúfu, til þess að klifrast af f valdasöðulinn. Við ósigri verkamannaflokksins hafa allir þeir búist, er kunnugir voru öllum málavöxtum á Englandi. Þó er ósigur- inn eiginlega enginn, þegar litið er á hvernig atkvæði féllu. Þeir fengu sem sé mikið fleiri atkvæði en í fyrra. En þá unnu þeir mörg sæti vegna þess, að þá keptu liberalar við íhaldsflokkinn, en nú gengu þeir úr rúmi fyrir honum, ef svo mætti að orði kveða, og urðu því aðeins tveir í kjöri, þar sem þrír voru í fyrra. Því fer svo fjarri að þetta sé nokk- ur ósigur fyrir verkamannaflokkinn, að kosningamar hafa verið ^tórsigur fyrir ’þá stefnu Ramsay McDonalds, og annara foringja í því liði, að vinna bug á liber- alaflokknum, að fá hreinar línur dregnar á milli afturhaldsins og frjálslyndisins í landinu. Þetta hefir einkar vel tekist. Þrátt fyrir borginmannlegt kosningatal þá vissi McDonald ákaflega vel, að hann hafði ekkert færi á kosningasigri. En hann vissi jafnvel, að eftir þessar kosn- ingar yrði liði svo skift, að verkamanna- flokkurinn yrði aðal andófsflokkurinn í parlamentinu. Og með þeirri vissu fylg- ir það, að sá flokkur verður það hér eft- ir, er tekur við stjómartaumunum, í hvert skifti, er þeir falla úr höndum íhalds- manna. Það var þetta fyrst og fremist, sem verkamannaforingjamir vildu tryggja' sér. Þessvegna hefir kosningabarátta þeirra verið miklu harðari á móti liberala flokknum, en þeim íhaldssama. Og þeir hafa náð því er þeir vildu, með að sliga liberalana. Og það er lítill vafi á því, að McDonald er ánægður með úrslitin: auk- inn atkvæðafjölda í landinu, og lamaðann flokk liberala. Margir halda því fram, að verka- mannaflokkurinn myndi hafa náð fleiri þingsætum, ef rekistefnan út af Zinoviev bréfinu, sem kallað er, hefði ekki spilt málstað hans í augum fjöldamargra lít- ilsigldra kjósenda. Ekki hyggjum vér að Inikið sé takandi mark á þeim staðhæf- ingum, en ekki er hægt að neita því, að MacDonald virðist hafa hlaupið þar á sig, þó hafa megi honum það til afsökunar, að ilt, er að vara sig á þeim mönnum, er þjónustu taka, til þess að svíkja sinn lánadrottinn, eins og hér virðist hafa átt sér stað. En svo er mál með vexti, sem hér segir: Seint í október mánuði er leið, var lagt í hendur MqDonald bréf, sem átti að vera ritað af Zinoviev, framkvæmdar- nefndarformanni alþjóðaféftgs komm- únista. Var honum sagt, að enskir lög- regluspæjarar hefðu komist ýfir bréfið áður en það komst í hendur móttakanda. Bréf þetta var stflað til ensks kom*n- únista, McManus, og dagsett í Moskva 15. september. Var það áskorun til enskra kommúnista, að láta nú hendur standa fram úr ermum, og koma á stjóm arbyltingu, og vinna ýms hryðjuverk. Mc- Donald, sem virðist ekki hafa athugað nógu vel líkumar með því og móti, að Zinoviev mundi rita svona bréf, fyltist vitanlega vandlætingu, og sendi töluvert harðorða aðvömn til rússnesku stjómar- innar. En hún brást við hin versta, og sérstaklega Zinoviev, sem fyrst harðneit- aði að hQfa nokkumtíma skrifað nokkru þessu líkt, og í öðru lagi segir, að Mc- Donald hafi ekkert sér til afsökunar fyrir þá heimsku, að renna ekki strax gmn í að bréfið var falskt, alveg eins og bréfin, sem Curzon lávarður gerði mest veður um, þá er hann var utanríkisráðherra 1923. Segir Zinoviev, að McDonald hafi verið fullkunnugt um að þau bréf hafi verið fölsuð af undirtyllum Curzon’s í ráðaneytinu, til þess að reyna að koma í veg fyrir nokkra samúð með Rússlandi, á Englandi. McDonald lét í ljósi í kosningaræðum fyrstu dagana eftir að honum var fengið bréf þetta, að hann tryði því, að það væri frá Zinoviev. En eftir þeim gögnum, sem hingað til hafa komið fram, virðist lang- líklegast, að bréfið sé falsað. Fyrst er hin mjög hvassyrta neitun Zinovievs, og hvað sem menn vilja leggja mikið verð á sann- sögli hans, þá er það að minsta kosti verk Englendinga, að sanna áburð sinn, eða réttara sagt, færa einhverjar líkur fyrir honum. í öðru lagi var maðurinn, sem bréfið er stílað til, MacManus, í Moskva 15. september,_þann dag er bréfið er dag- sett, bjó í næsta herbergi við Zinoviev, og sá hann daglega og talaði við hann, enda harðneitar þann því, sem hlægilegri vit- leysu, að hann hafi nokkumtíma átt að fá slíkt bréf í hendur. Þá bendir það og á, að eitthvað misjafnt sé á ferðinni í sambandi við þetta bréf, að sama dag og McDonald var gert bréfið kunnugt, sem leyndarmál utanríkisráðuneytisins, var það komið hendurnar á Daily Mail, konservatjíva stórblaðinu, Iversta fjand- manni McDonald, og birti blaðið það. 1 hendur þess getur bréfið ekki hafa bor- ist, nema að því hafi verið stolið, af ein- hverjum embættismönnum í utanríkis- ráðuneytilnu, eða, sem hérumþil virðist augljóst, að bæði bréfið og afritið, er blaðið fær, hafa verið samin af sömu mönnum, sama daginn, og aldrei átt að notast öðruvísi en sem kosningaheita, að koma óorði á verkamannaflokkinn enska, í sambandi við rússneska kommúnista. En á síðustu fréttum má sjá, að McDon- ald nú hyggur bréfið falsað, og því hef- ir hann ekki sagt af sér, jafnskjótt og hann vissi um úrslitin, að hann ætlar sér að reyna að grafast fyrir uppruna bréfs- ins, og láta þar skömmina skella, sem hún á heima, svo ekki verði hægt að breiða dul yfir þenna stjórnmálaóþverra, eins og gert var í tíð Curzon’s. Er von- andi að hann beri gæfu til þess, eins og margs annars happaverks, er hann hef- ir unnið, þann stutta tíma, er hann sat í sessi. En sé svo, að McDonald hafi tapað fá- einum sætum við þá óaðgætni sína, að þykjast í fyrstu, fyrir blekkingar undir- manna sinna, þekkja fingramörkin frá Moskva á þessu bréfi, þá er það jafnáreið anlegt, að taki honum að komast fjrrir þetta hneykslismál, þá heggur það svo stórt skarð í álit íhaldsflokksins, að þar af mætti vel sú bylgja rísa, fyr en varir, sem fleytir Ramsey McDonald upp í for- sætisráðherrastólinn aftur. Og óneitan- lega sómir hann hann sér þar betur en Stanley Baldwin. sem hefir það eitt til síns ágætis, að vera meðalmaður í hví- vetna. Islenzkur listamaður MAGNÚSÁRNASON. San Francisco blaðið “The Bulletin”, flutti í sumar stóra mynd á fremstu síðu, af þessum íslenzka listamanni, í tilefni af því að hann sneri þá aftur frá Los ’Angeles, til dvalar í San Francisco. Á myndinni sézt Magnús á vinnustofu sinni, og er að ljúka við að móta manns- ‘ höfuð í þvalan leir. En svofeldum orð- um fer blaðið um Magnús: Magnús Árnason, íslenzki mynd- ‘höggvarinn, rithöfundurinn og tónskáld- 1ð, er nú til San Francisco aftur kominn, ðg vonar nú að geta sezt hér að, eftir að hafa átt svo annríkt í suðurfylkinu. Hann starfar hér að myndhöggi, og diefir rækilega búið sig undir það starf í Evrópu og hér í Bandaríkjunum. Meðan hann dvaldi í Los Angeles, gerði hann smá-myndastyttu af Mary Pickford, og féll mönnum hún svo vel í geð, að nú er verið að steypa eftirlíkingu í vax, og á að setja þá mynd á markað- inn. Ámason er 29 ára gamall, og hefir verið í Ameríku í sex ár. Þrem af þeim árum hefir hann varið til náms við lista- háskóla Californiu, hér í San Francisco. Hann er fæddur nálægt Reykjavík, höfuðstað íslands, og var faðir hans bamaskólakennari þar. Seinna fór Magnús til Kaupmannahafnar og Stokk- hólms, til þess að fræðast um fagrar listir. Aðalritstörf hans eru í því fólgin, að þýða úr ensku máli á íslenzka tungu. Meðal annars hefir hann þýtt ’ nokkuð eftir Rabindranath Tagore, Hindúaskáld- ið mikla. Frumort kvæði eftir hann hafa birst í íslenzkum hlöðum og tíma- vitum, og bráðlega mun hann hafa í íiyggju að gefa út ljóðabók. Hann kveðst ennþá ekki hafa numið ensku til þeirrar hlítar, að hann treysti sér til þess að nota hana sem hugmyndamiðil. Hann hefir ekki málað annað en landslagsmyndir. En þó hann ekki leiki sérstaklega á nokkurt hljóðfæri, þá er hann mjög sönghneigður og hefir samáð 'sm hundrað lög. Hann býst við að halda áfram söngnámi hér í San Francisco. Þessum orðum fer blaðið um Magnús. En þar er þó ekki nema hálfsögð sagan. Sá, er þetta ritar, var staddur í San Francisco, veturinn 1918, og átti þá því láni að fagna, að kynnast Magnúsi þar, ásamt fjölda annara mætra Islend- inga. Og fáir menn hafa meira til brunns að bera það, sem einn mann má bezt prýða, til lík- ama og sálar, en Magnús. Hann er háir maður vexti, spengileg- ur, en þó um, leið sterklegur, enda hefir hann tamið líkama sinn svo, að hann er afrendur að afli. Söngrödd hefir hann góða, djúpan og fallegan bassa, og skemtum við fólki, með því að syngja “Gluntarne” á aust- urlenzkum grímudansleik, er haldinn var á listaháskólanum í Californíu, á gamlaárskvöld 1918. Fann ég það fljótt það kvöld, að Magnús var í miklu áliti meðal listbræðra sinna og systra, fyrir gáfna sakir og prúðmensku. En svo vel sem Magnús hefir tamið líkama sinn, og svo mikla rækt sem hann leggur við list- gáfur sínar, þá mun hann þó engu síður temja sér þá íþrótt, sem nú er kunnug orðin undir nafninu skapgerð. Og þarf naumast því að lýsa, að hann beinir anda sínum til sólar og fegurðar. Eftir því munu þeir menn hafa tekið, er lesið hafa það, er hann hefir til mannfé- lagsmálanna lagt í dálkum Heimskringlu, fyr og síðar. Vona ég til þess, að hann geri ekki endaslept við lesendur blaðsins, því hann er svo gerð- ur, að betra er að hlusta á á- lit hans um ýmsa þá1 hluti, er menn varðar mest, heldur en margra annara manna. S. H. f. H. -------0------- ‘ Dómur að líkum”. I “Lög-bergi 16. okt., og “Hieims. kringlu” 22. okt.} las eg ritdóm um “Circumstantial Evidence” eftir Boga Bjarnason — e'ða eins og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson þýðir það:’ “Dómur að líkum”. 'Dr. Jóhannes. son er skáld og hefi ég hvorki vit né vilja tii þess að athuga dóm hans. Er honum samþykkur að mestu leyti. En ritdóm “Lögbergs” dái ég, eins og fleira sem það gáfulega blað flytur. “Kver þetta er laglegt, frágangur inn góður”. — O-jæja. Þetta getur nú verið. Eg hefi séð ýms eintök af bókum, sem kallast “pocket classics”, gefin út af stærstu prentfélögum Ameríku, og minnist ég ekki að hafa séð smekklegri frágang á svo lítilli bók. En hvað um það? “Lögberg” hefir ekki gefið út bækur í þessum stíl, að því er ég til veit, svo varla er mögulegt að dæma um hámark prentlistarinnar í þessum efnuml! “Málið er naumast eins iétt og lað- andi og það gæti verið”, segir “Lög- berg”. Þetta er mikil speki. Allir beztu rithöfundar heimsins hafa fundið sárt til þess að þeir hafa ekki haft það tungutak sem þeir óskuðu eftir, og varla þarf að taka það sem aðfinslu þó ritstjórinn gefi í skyn, að hann hefði getað gert betur, (sbr. ritdóminn um þýðing Melans á “Gray’á Elegy”.) Hver sem samvizku- ^samlegífles “Lögb.” furðar sig sizt á því þó ritstjórinn s’é vandur að máli og stíl, og veit það, að hann er fær um að dæma um slíkt. Hið “stórmerkilegasta” við þenna ritdóm “Lögbergs” er það, að rit. stjórinn opnar augu almúgans fyrir tilgangi (motive) sögunnar. Fiestum sem lesa “Circumstantial Evidence” kemur til hugar, að höfundurinn beri ekki fult traust til réttarfars þessa lands — að til sé ýmislegt það í mannssálinni, sem járnköld lögin taki ekki til greina, að hinn háæruverðug: yfirdómari gæti ekki ætíð horfst í augu við réttlætið. En þetta eru sjálf- sagt bábyljur sauðsvartrar alþýðu, og Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar; því “Lögberg” segir að sagan sé um: flysjungsskap i ástamálum, slúður og afleiðingar þess og óttann, þegar hann nær haldi á manni. Við ættum öll að vera ritstjóra “Lögbergs” þakk lát fyrir spekina; en gaman gæti hann 'haft af því að tala við literary editor DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðaiið. LæJcna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- söium, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. “Free Press”, um þetta smárit hans Boga. Elfros 24. okt., 1924. /. P. P. -------e------ Athugasemd VIÐ JÓLAPRÉDIKUN. ’I jólablaðd Moirgunblaðsin.sl birt. ist prédikun eftir biskup Jón Helga. son. í fjórða dálki blaðsins, ofar_ lega, er kafli, sem mig iangar að at- huga dálítið. Biskupinn segir svo: “En sagan sýnir, að höfðingjadóm. ur Krists hefir staðist aliar bylting. ar. Hví skyldu þeir þá efast um, að eins muni verða hér eftir. Satt ]er það að visu, að krisitindómsó- vildin talar digurharkalega um þess_ ar mundir viða um heim. Sú óvild er ekki óskiljanleg. Hún er sprottin af hræðslu hugspiltrar kyr^sjóðlar um, að nýir sigurvinningar kristinn. ar trúar séu fyrir hendi. Hvenær sem lífið vaknar, færist óvinurinn í aukana; það er gömul saga alt frá dögum Heródesar. Syndum spilt veröld hræðist höfð- ingjadóm Jesú Krists. Heiðni nú- timans sér ser hættu búna af honum- Hindurvitnatrú nútimans sömuleið. is. En látum þá geisa — látum þá bera ráð sín saman gegn Drotni og ihans smurða. Hiann, s’em situr á himni, hlær. Drottinn gerir gys að þeim.” Fleira hefði mátt taka til athugun- ar, en þag var einkum þetta, sem hér er tilfært, sem knúði mjg til a5 skrifa þessar línur. Byrjunarorð þessa kafla eru rétt. Höfðingjadómur Krists hefir dtaðist allar byltingar, þegar rétt er áiitið. Stofninn sterki, sem óx upp af fræ_ korninu, sem sáð var fyrir 19 öld_ um, er ófúinn enn, og getur aldrei fúnað. En því verður ekki neitað, að lauf hefir fallið af því tré, og greinar hafa verið af því sneiddar. En það er ekki utan að komandi óvild eða ibyltingar, sem hættulegast- ar hafa orðið kenningum Krists á liðnum öldum. I raun og veru hefir lítillar óvildar kent utan að til hins súnna kristindóms, en skilninginn hefir vantað. Hvernig getið þér kennimenn ætl- ast til þess, að hugsandi menn trúi hverju sem er, án þess að hafa ein- hverja glæru af skilningi til að styðj- ast við ? (Eg efast um, að þeir séu miargir af kennimönnum kirkjunnar hér á landi, ílem trúa að Kristur hafi gert þau kraftaverk, sem segir frá í Nýja testamentinu. Meira að segja efast eg um, að biskupinn trúi þeim sjálf- ur. Þó er ekkert auðveldara en að trúa sögunum um kraftaverk Krists, þegar skilningur er fenginn á eðli kraftaverkanna. Trúin kemur þá ó- sjálfrátt. Eg fyrir mitt leyti er sfannfærð- ur um, að kraftaverkasögurnar erti sannar. Skilningsleysið að utan olli kuld- anum, og í þeim kulda visnuðu iauf- in á trénu. En það var ekki hið versta. Skilningsleysið innan að var verra. Garðyrkjumennirnir brugðust. Þjónar kirkjunnar týndu hinum rétta skilningi. Þeir hafa sí- felt verið að glata meiru og meiru af hinu dýrmæta gulli sannleiks; og kærleiks, sem Kristur gaf mönnun.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.