Heimskringla - 04.02.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.02.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. FEBRÚAR, 1925 Hcitnakrjngla (StofnntS 1886) m Krnur flt fi hverjam mllSvIkndearl* EIGENDDR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG, TuImíiuí: N-6537 Vert5 blaíslns er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS írá Hölnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanfiMkrlft tll blabMÍnii: THE VIKING PRESS, Ltd., Box 3105 UtanfiMkrlft tll rltMtjfiranM: EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. ‘'Heimskringla is published by The Vlklnir PresM Ltd. and printed by CITY PRINTING «fe PUBLISHING CO. 853-855 Saricent Ave., WlnnlpeK, Man. Telephone: N 6537 % ' ' ■ WINNIPEG, MANITOBA, 4. FEB. 1925. Dauðadómnum breytt. Tvö samhljóðandi sfmskeyti ,bárust í fyrradag þeim hr. Gísla Jónssyni, vara- forseta Þjóðræknisfélagsins, og Hjálmari lögmanni Bergmann, sem flutt hefir mál Ingólfs Ingólfssonar. Skeytið til hr. Bergmans hljóðar svo orðrétt: Ottawa Febr. 2nd 1925. H. A. Bergman 811 McArthur Bldg., Winnipeg, Man. Híe Excellency The GDvemor ,Gen- eral has commuted to life imprisonment death sentence passed upon Ingolf Ing- olfsson now under sentence of death in provincial gaol Fort Saskatchewan. Will eonfirm by mail. . (Sign.) Thomas Mulvey Under Secretary of State. Þýðing: Hans hágöfgi ríkisstjórinn hefir breytt til æfilangs fangelsis dauðadómi Ingólfs Ingólfssonar, sem nú er í fylkisfangels- inu Fort Saskatchewan, dæmdur til dauða. Mun staðfesta bréflega. (Sign.) Thomas Mulvey aðstoðar-ríkisritari. Þetta er gleðifregn, sem ótal íslend- ingar hafa þráð að heyra síðasta hálfan mánuðinn. Fjöldamargir hér í bæ hafa hringt upp eftir helgina, til þess ’að spjTja hvert Mr. Bergman og nefndin hefði ekki heyrt frá Ottawa. Allir hafa vonað að úrslitin yrðu þau, sem nú kotn á daginn. Og þeir sem fengið höfðu tækifæri til þess að kynnast nokkuð málsflutningi Mr. Bergmans, þóttust háb- vissir að svona myndi fara. Það er eðlilegt að menn séu glaðir. Ekki einungis vegna þess, að Islendingi var hér frá gálganum bjargað. Hjefðu menn verið óbifanlega sannfærðir um að sekt mannsins hefði verið nægilega sönn- uð, þá hefði engin á«tæða verið til þess að gleðjast yfir því, íslendingsins vegna, að honum yrði forðað dauða. Því allir verða jafnt að lúta lögunum, í þessu landi* sem annarsstaðar, hvernig sem menn eru ættaðir. i Og það er ánægjulegt að allir, sem vér til vitum hafa þannig á málið litið. Vit- anlega rann mönnum blóðið tjil skyld- unnar. En undirtektirnar hefðu ekki orðið svona almennar, þó um Islending væri að tefla, ef menn hefðu ekki alment verið sammála um það, að þó líkumar væru ákaflega sterkar, þá væru þær þó ekki nógu sterkar til þess að dæma sakborning frá lífinu, þegar alt var dregið fram í dagsljósið, og skýrt fyrir mönnum, sem slysamanni má að óhappi verða (sbr. hið einstaka dæmi um Norð- manninn, er Dr. Sig. Júl. Jóh. henti á, og vér munum vel eftir úr dönskum blöð. um). Upptök þessa máls, undirtektirnar, og meðferð Mr. Bergmans, er oss alt mikill vegsauki, íslendingum. Ekkert síður, nema langtum framar sé, vegna þess, að langflestir munu hafa efast um sakleysi hins dómfelda. En íslenzk drenglund gat ekki þolað það, að hann þjrrfti að láta líf sitt, jí örvænting einstæðingsskapar og féleysis, ef ske kynni, að hann væri sak- laus. Þetta finst oss kristilega hugsað. Sannkristið er hugarfar manna orðið, þegar menn bera þenna hug til allra með- bræðra sinna. Þó er dauðahegning ekki verst í hegningarlögunum.— En væri ekki' gaman að geta tekið höndum saman um fleira? Og væri það ekki einnig nytsam- ara fyrir landið sem vér búum í, og niðja vora, og þeim og oss sjálfum til meiri vegsauka? Meistarinn og mennirnir. Prédikun eftir Séra R. E. Kvaran.*) Allir eru frá einum komnir; fyrir þá sök telur hann sér eigi vanvir5u ab kalla þá bræbur. (Hebr. 2, 11) Eg hefi gleymt því, sem ég eitt sinn hefi lesið um það, hvenær kristnir menn tóku fyrst að halda hátíðlegan minning- ardaginn um fæðingu Jesú. Eg man það eitt, að nokkur tími leið frá því að hann fór af heimi þessum, til þess tíma, er þessi hátíð varð að fastri venju. En manni liggur við að segja, að þau rit, .sem borist hafa gegnum kynslóðirnar til vor, og vér nefnum einu nafni Nýja-testa- menti, beri þess merki, að alt líf hinnar ungu kristni hafi verið ein jól. Per- sóna Jesú verður svo afdráttarlaust þungamiðjan í allri þeirra lífsskoðun. Koma hans í heiminn er aðalatburður allrar mannkynssögunnar í þeirra aug- um, og allar hugsanir fá lit og ljóma af þessari einu staðreynd. Og eitt er eftirtektarvert. Þegar mehn fóru fyrst að líta á kristnina og trúarbrögðin í heild sinni í ljósi gagnrýninnar, þá höfðu þeir tilhneig- ingu til þess að ímynda sér, að sú tign og sú iotning, sem jafnan hefir fylgt nafni Krists í hugum manna, stafaði ef «1 vill ekki sízt af því, hve fjarlægur hann væri þeim; stafaði af því, að menn hefðu hlaðið utan um þetta nafn sífelt meira og meira lofi, þangað til stærð þess og aldur væri orðinn svo mikill, að menn fengju ekki lengur séð í gegnum það og fengju ekki eygt persónuna, eins og hún í raun og veru væri, eða hefði verið. Þetta mætti virðast eðlileg skýring á því, hve Jesús stendur algerlega einn og ein- angraður í augum kynslóðanna—ef ekki væri eitt atriði, sem þessu kollvarpaði. Og það er, að þess nær, sem maður kemst uppruna kristninnar, þess nær sem maður kemst sjálfri persónunni, þess meiri er tignin og lotningin, sem henni er veitt. Ef til vill ekki meiri í orðum, en í innileik. Bréfið, sem ég tók texta minn úr, er eitt dæmi þess. Það er eins og málið verði of máttvana og ófullkomið til þess að lýsa þfeirri lotningu, sem höfund- urinn ber í brjósti. Jesús verður í hans augum “erfingi allra hluta” og hann er “ljómi dýrðar guðs” og “ímynd veru hans”. Og vér höfum veður af því, að þeg- ar Páll er að lýsa hugmyndum sinum um það, hvað Jesús sé í raun og veru, hver afstaða hans sé til mannanna og til guðs, þá hafi hann ekki komið í orð nema helm- ingnum af því, sem honum býr í brjósti. En jafnvel þó að lýsing tungunnar bregð- ist, þá nægir hún til þess að láta berast til vor fagnaðarhljóminn í sál mannsins út af því undri, að hafa fengið að verða verkfæri í hendi þessarar háleitu veru og guðdómlegu. Þegar svo þetta er borið saman við þær yfirlýsingar, sem kristnin eða kristnar stofnanir síðar gerðu um skoðanir sínar á Jesú, þá er munurinn auðheyrður. Lýsingarorðun- um er ekki ætlað að taka ódýpra í árinni t. d. í játningarritunum miklu um tign Krists og vegsemd, en þau eru afar- mikið kaldari. Þau eru stærðfræðileg og nákvæm, en þau lýsa ekki þeirri persónu- legu reynslu, sem andar í gegnum nýja- testamentið og höfundar þess hafa svo bersýnilega haft. En þó að t. d. játnirtgarit miðaldanna og fornaldarinnar bregðist í þessum efn- um, verði kaldar orðaklausur, þegar á að lýsa Jesú, þá hygg eg, að öllu saman- lögðu, að ekkert einkenni á kristninni, sé í raun og veru merkilegra, heldur en ein- mitt þetta: afstaða aldanna og mann- anna til hans. Endurminningarhátíðin um fæðing hans, er sá furðulegasti at- burður, sem eg fæ hugleitt, mesta æf- intýrið, sem mig fær dreymt um. Og mér liggur við að halda, að hún hafi aldrei verið æfintýralegri en nú. Hvernig stendur á þessu undravaldi, er þessi persóna hefir yfir hugum manna? Eg hefi reynt að gera mér grein fyrir hvort sú skýring, er sumir halda á lofti, að vit og ást mannanna hafi dýpkað orð hans, og hækkað persónu hans, sé á rökum bygð. Eg er sannfærður um, að svo er ekki. Eg hefi orðið þess var, að sumir menn hafa fyrirfram verið sannfærðir um, að í raun og veru væri megnið af höfuð- kenningum og staðhæfingum trúarbragð^ anna misskilningur og fásinna, og samt hefir þessi persóna náð því valdi á þeim, að þeir hafa ekki verið í neinum vafa um, að þeir hefðu þar fyrir sér hátindinn af mannkyninu. *) Eæía þessl var flutt um jólaleytiti i Sam- bandskirkjunni í Winnipeg, og síSar á ötírum staö. Til þess hefir veriö mælst af mér af ýms- um, aö eg léti birta hana á prenti. Þeir, sem heyrt hafa ræSSuna, munu kannast viö — ef þeir lesa hana — a® örlítiS er vikiö viö oröalagi; hún er rituð sem tækifærisræöa; en eins og hún er prent- uö, mun þess lítiö gæta. R E K En það, sem þó ef til vill er allra furðulegast í þessu sambandi er þetta, að jafnmikið og mennirnir hafa breyzt og svo ólíkir sem þeir hafa verið á ýmsum tímum, og jafnólíkar hugsjónir og þeir hafa átt á ýmsum tímum, þá hafa þeir þó alla jafnan séð í Kristi persónu- gjörfing þeirra hugsjóna. Og áreiðan- legt er það um okkar tíma, að engin vera er kunn, sem svo að segja get- ur faðmað út yfir hina ólíkustu menn og stefnur, og hægt er um að segja, að hafi þær allar í sér búandi, eða að minsta kosti frækorn að þeim, eins og þessi eina vera. Hvar sem menn eða flokkar manna hafa tekið að athuga frásögumar úm hann með nokkurum skilningi, þá hafa þeir á augabragði sett hann á alveg sér- stakan stað, hærra en aðra menn, í líf- inu. Hann verður í þeirra augum einn sér, og þá æfinlega ofar og æðri en alt annað, er þeir þektu. Hann verður í aug- um Dante, t. d., hinn mikli, sigrandi og tígulegi lausnari, sitjandi mitt á meðal allra þeirra í Paradís, er hann hafði leyst. Eg hefi séð þess gerða grein, hvað hann hafi verið í augum sumra helztu ensku slcáldanna frægustu. í augum Shelley verður hann skáldið me'sta og siðbætai;- inn mesti; hjá Blake verðu hann “mann- leg form, sem orðið er guðdómlegt,” hann verður skapandi miðstöð alls þess, sem mannlegt félag er að reyna að láta verða til. Browning talar um hann sem lausnina á gátu hugsúnarinnar. Hann talar um að viðurkennipgin á guði í Kristi leysi fyrir manninn úr öllum. spurningum á jörðu og utan hennar. í augum Tenny- son verður hann “hinn sterki guðsonur, ódauðleg ást”, er hefir opinberað úrslita- sannleika mannlífsins og sýnt oss hvað líf og óforgengileiki er. Francis Thomp- son sér í honum drottin allra hluta, sem -ávalt er nærstaddur, opinberar sig í sólar- u pprá-s og sólsetri og gengur á vatni Tempsár, engu síður en Genesaret-vatni forðum. Sama einkennilega fyrirbrigðið verður fyrir oss, til hverra skáQdlegra djúp- hyggjumanna sem vér snúum oss, þeirra sem í alvöru hafa látið hugann staðnæm- ast við þessa persónu. Mazzini uppgötv- ar í honum mann fyrirmyndarinnar, mið- depil hins sanna mannkys. Savonarola tilkynti hann sem “konung Florenseborg- ar”, af því að hann dreymdi um að láta þá borg verða ímynd þess lífs, sem full- komnast yrði lifað á jörðunni. Það, sem vissulega er hið allra furðu- legasta við að athuga annað eins og þetta, er hversu margbreyttar eru skoðanirnar og viðhorfið hjá* öllum þessum mönnum við Jesú. En þeir eru allir sammála um, að telja hann ■einskonar fulltrúa — æðsta fulltrúa — þess, sem þeir hver um sig sjá dýpst af tilverunni. « En hvemig stendur á því, að mönn- um hefir hugkvæmst að finna hjá honum öll þessi einkenni? Hvernig stendur á því, að hans herðar hafa verið álitnar nægilega breiðar til þess að bera þqtta alt? Og alt er þetta sagt um ungan alþýðumann, sem uppi var fyrir 2000 árum í afskektum kima heimsins. Engin persóna sögunn- ar hefir náð svo algerðri og samróma virðing og sæmd. Og það eru ekki ein- ungis foringjar mannanna, skáld og spá- menn og spekingar, sem hafa haft þess- ar hugsanir og tilfinningar gagnvart honum. Alþjóð manna hefir haft eitthvað líkar tilfinningar irm þetta efni, eins og lýst er í frásögunni um samtalið, er ensk- ur höfundur einn segir frá. Mönnum varð tilrætt um ýmsa merkustu menn sögunnar, sem þeim þætti gaman að sjá og ná tali af. Og hvert nafnið eftir ann- að, í skáldsagnagerð, í sagnfræði, í list- um, kom upp í umræðunum. Charles Lantb tók síðast til máls: “Það er ekki nema ein persóna, sem ég get hugsað um héðan af . . . . Ef Shakespeare kæmi hér inn í herbergið, þá myndum vér all- ir standa á fætur, til þess að fagna hon- um; en ef sú persóna kæmi hingað inn, mundum vér allir falla á kné og reyna að fá snortið klæðafald hans”. Það er þessi tilfinning, sem 'einkennilega mikill fjöldi manna hefir fundið til, með mörgunt þjóðum, í mörgum löndum og á mörgum öldurn. Já, hversvegna hefir svona farið? Eg get ekki sagt, að eg sé við því búinn að svara þeirra spurningu. Hún er flóknari en syo, að svarið verði gefið í stuttu málli. Hitt sjáum vér, að þetta er staðreynd. Og eitt er víst. Það er ekki unt að gera sér grein fyrir því valdi, sem Jesús hefir náð á hugunt manna, á<n þess að hafa drukkið inn í sig frásögur guðspjallanna — sér- staklega þriggja fjrstu guðspjallanna. Þekking flestra á þeim er svo í brotum, að við sjáum ekki nema eins og einn drátt af Jesú í einu. Það eru ekki nema til- tölulega fá af okkur, sem hafa svo á- kveðna mynd af honum í huga sínum, að segja megi, að þeir eygi persónuna í heild; en ég þekki enga aðra aðferð til þess að fá þá mynd en að lesa guð- spjöll Matteusar, Markúsar og Lúkasar aftur og aftur. En það, sem mig nú langaði til þess að leggja áherzlu á, er þetta, sem Bernhard Shaw bendir á, að “ímyndunarafl hins hvíta kynþáttar hefir tekið Jesú frá Naearet eins og út úr og bent á hann sem Krist”, með öðrum orðum séð í honum, og því, sem hann er fulltrúi fyrir, frelsun mannanna og björgun frá því, sem þá hefir þjak- að. Menn deila um það nokk- uð, hvort það sé sýnilegt af nýja-testamentinu, að hann hafi sjálfur litið á sig þessum aug- um, en hitt er áreiðanlegt, að skömmu eftir að Jesús er kross- festur og upprisinn, þá eru hug- myndirnar orðnar fastar og formaðar, að hann hafi ekki eingöngu verið Messías, heldur sé hann og hafi verið og muni verða hinn háleiti andlegi með- algangari milli guðs og manna, sem ekki eingöngu hinir mestu spekingar Gyðingaþjóðarinnar höfðu boðað, heldur var mjög áberandi hugsun í hinum grísku heimspekiskerfum. Forn- aldarmenirnir fundu til þess, eigi síður en nútíminn, að hug- myndin um hið algjöra, guð í öllu og yfir öllu, sem öll hugsun hefir ávalt stefnt að, er þvínær óviðráðanleg fyrir mennina. Þeir hafa orðið að gera sér grein fyrir þessum mætti í hinu sérstæða, í þeim formum, sem þeim hefir virzt hann helzt birt- ast í. Og eftir að Jesús kemur fram, þá er eins og þessi hugsun kristallist um hann. Hann verður fyrir mönnunum sú mynd, sem þeir eru sann- færðir um að segi þeim mest og lýsi fullkomnast guðdóminum. “Fylling guðdómsins líkam- lega,” nefnir Páll hann; hann er m. ö. o. sá, sem guð- dómurinn hefir birst í gegnum eins fullkomlega og honum er unt í jarðneskum manni Að öllu samanlögðu er vafa- mál, hvort mannkynið hefir með nokkuru gert sjálfu sér meiri sæmd en með þessum dómi sín- um um það, hver væri vilji og meining guðdómsins með mann h'fið. Eg hefi þrásinnis áður á á þessum stað, reynt að út- skýra, hvað fyrir mér vak- ir í þessu efni, en vafalaust á- valt á mjög ófullkominn háltt. En fyrir mér stendur þetta í raun og veru sem eitthvað dá- samlegt, og sífeldlega að nýju uppsprettu að trú á mannlegt eðli. E gveit raunar, að það er ekki óeðlilegt að segja, að það hafi einmitt verið manneðlið, sem tók Jesú af lífi. Og vissu- lega er það rétt. Og enn þann dag í dag er ekkl mikið djúp staðfest á milli vor og þeirra manna, sem valdir urðu að krossfestingunni. Munurinn er svo lítill, að vafalaust er ekki nema lítil hundraðstala manna, sem ekki mætti segja um, að heima hefði á<tt í andstæðinga- lióp Jesú, ef hugsanlegar væru sömu kringumstæður. Okkur finst 2000 ár vera langur tími. Ef til vill er hann ekki nema nokkurt brot þess tíma, sem þarf til þess að uppræta þau einkenni, sem mest bar á í Jerúsalem síðustu dagana, er Jesú lifði: hatur, fyrirlitning, skynsemislaus trú á stofnanir, skrílæði, ofbeldistilhneiging, alt er þetta algengt enn í dag; alt getum við kallað þetta mann- legt eðli. En það undursamlega við þetta eðli er það, að undir eins og mennirnir eru komnir af vettvanginum, sem alt þetta hefir náð sér niðri á, þá er eins og blygðunarroða skjóti upp í kinnar þeim. Við hegðum okk- ur oftast svo, sem enginn vafi sé á því, að hver sé sjálfúm sér næstur. En þegar við sjáum farið aðra leið, þá erum við í raun og veru ekki í vafa um, að ekkert sé 'æðra en að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir aðra menn, og við getum ekki ann- að en litið upp til þeirra er það gera. Ef við erum ekki undir áhrifum okkar eigin lægri á- stríðna, þá höfum við, og allur kynþátturinn, skorið úr því með valinu á Jesú til þess að heita Kristur okkar og frelsari, að ekkert verði metið meira en þeir eiginleikar, er hann bar í skauti sínu og kveikti í öðru’m. Þessi dómur er því undarlegri, sem 9/10 hlutar starfs okkar og krafta virðast fara í alveg öf- uga átt við það, sem hann ætl- ast til. Eigingirnin er það, sem rekur okkur áfram, en ekki kærleikurinn. Samt er eins og samvizka kynslóðanna, undir vitund aldanna, sé altaf að hrópa til okkar: Þetta er öfugt, enginn leiðtogi, engin hvöt er heilbrigð nema kærleikans hvöt. Það að mannkynið hefir valið Jesú að leiðtoga, jafnvel þó það sé ekki vaxið til þeirrar sjálfstjórnar að hlýða honum, er vottur um einhver djúp spekinnar, sem falin eru í meðvitund þess og' eru að leita að framrás. Menn- irnir virðast eiga aldaraðir af þroska fyrir höndum, áður en þeir hafa nálgast nokkuð veru- lega þetta, sem þeir vilja að sé fyrirmynd þeirra; en þeir finna, að þeir eru bræður hans. Og það er í raun og veru enn furðu- legra, en að hann skuli finna, að hann sé bróðir þeirra. í mínum augum er þetta ein hliðin á gleðiboðskap kristninnar, boð- skapur mannanna til sjálfra þeirra. Þeir helga mestu hátíð ársins þeirri sannfæring, að þeir verði eitt sinn þess verðir að heita kinnroðalaust hans bræður — þeirri von, að þeim lærist eitt sinn að leysa vanda- níál sín undir leiðsögn kærleik- ans, svo sem hann gerði—þeirri þrá, að þeim takist að koma á því ástandi, sem hann nefndí guðsríki. Þess vegna verða t. d- jólin afmælishá<tíð — ekki ein- göngu barnsins í Betlehetn. heldur engu síður barnsins f okkur, sem enn er svo mátt- vana og þroskalítið. En þessar hugleiðingar leiða mig óhjákvæmilega að annarí hlið þessa máls. Eins og ég hefi bent á, þá er enginn vafi á því, að ekki eingöngu mikill hluti beztu forystumanna mann- kynsins, heldur heildarmeðvit- und mannanna yfirleitt, hefir sýnt með því áfetfóstri, sem tekið hefir verið við nafn Jesúr að inst inni og þrátt fyrir alt ytra útlit, sem því virðist mót- mæla, þá sé það sannfæring mannkynsins, að ,hann hafi sýnt. oss með orðum sínum og h'fi og öllum persónuleika, þá leið, sem til lífsins liggi. En mennirnir hafa ekkí staðnæmst við þetta eitt. Jes- ús hefir ekki eingöngu verið þeim fyrirmyndin og kenn- arinn. Hann hefir í þeirra aug- um verið meira heldur en leift- ur á himni sögunnar, sem lét oss sjá inn í eðli tilverunnar Hann hefir jafnvel verið meira en “ljómi dýrðar guðs” og “í- mynd veru” hans, eins og ég mintist á, að Páll hefði nefnt hann. í augum mannanna hef- ir verki hans ekki verið lokið með starfi hans á jörðunni. Og vér getum aldrei til hans hugsað, án þess að þessi spurn- ing vakni: Er saga Jesú á enda, að því er jarðríkið snertir? Þar erum við vitaskuld komnir inn á> efni, sem röksemdunum verður nokkuð örðugt að leysa úr. En jafnskamt og skynsemin fær komist, þá fær hún þó ekki að því gert að gera sér þess einhverja grein. Og við stöndum þá andspænis þeirrí staðreynd, að kristnin hefir frá öndverðu litið svo á, sem verk Jesú á jörðunni hafi ekki verið nerna bjrjunin á starfi hans f þálgu mannkynsins. ' Hefir kristninni skjátlast þar? Eg hygg að það verði enn lengi trúaratriði, þó alls ekki sé von- laust um, að úr því verði leyst með hjálp þekkingarinnar. En er það nú sem stendur óskyn- samleg trú? Eg held, að svarið Við því fari nokkuð eftir því, frá hvaða sjónarmiði á málið er lit- ið. Vér gætum þess fyrst, sem áreiðanlegt er, að Kristur lifir. Að minsta kosti í mínum aug-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.