Heimskringla - 04.02.1925, Blaðsíða 7

Heimskringla - 04.02.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 4. FEBRÚAH, 1925 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSiÐA ----------------- The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE oe SHERBROOKE ST. HöfuSstóll uppb........$ <,000,000 Vwasjóöur ..............$ 7,700,000 AlUr eignir, yfir ....$120,000,000 Sérstakt athygli yeitt viðskift- Um kaupmanna og verzlunar- félaga. Sparisjóðsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir Jafnháir og annarsstaðar við- Rengst. PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. History of Iceland. BY KNUT GJERSET, Ph. D. Ncw York. Mactnillan Cotnpany 1924. X -f 482 bU. og 2 myndablöð (.þjóðfáninn og landabréf). — Vcrð 4 dalir bundin. Að svo miklu ieyti sem það er á- uægjulegt fyrir oss, að aðrar þjóöir þekki land vort og þjóð, hag hennar °g sögu, er bók þessi góð. Hún er fullkomnasta Islands.saga, sem til er ' einu iagi, og hún er rituð á víð- kunnustu tungu veraldarinnar. Hiin er skýrt og skorinort rituð, og af vel- vilja og skilningi. Hún er bygð á eldri ritum og er vitnað í þau um flest neðan meginmáls; hefur höf- undurinn kynnt sér margt slíkt að v'su og flest það er nauðsyn bar til, en undarlega víkur því við, að hann vitnar ekki í hina nákvæmlegu ls- lendinga.sögu meistara Boga Th. Melsteðs, og skýrir þó frá því, þar sem hann segir frá honum (bls. 422), að 2 bindi séu komin út af henni; _ þau eru nú nærri 3. Því síður getur höf. um hinaó minni íslands-sögur ®°Ka Jóns Aðils, eða siðaskifta. Sögu Páls E. Ólasonar. Yfirleitt er þessi saga rétt, eftir því sem alment hefur verið álitið um flest atnði og aðrir höfundar hafa talið áður. Bókanöfn og höfunda eru þó mjög víða rangt eða óviðkunnanlega TÍtuð og ýmsar fleiri þess háttar smá- villur, sem hér er oflangt mál að f'na. t. d. að Koðrán að Giljá hafi orðið talinn á að fá Þorvaldi syni sínum skip til utanfarar (bls. 50), að Fagrey, þar sem Sturla Þórðarson dó sé í Borgarfirði (bls. 220), að hirð- stjóri (Vigfús Ivarsson) hafi stefnt Þórði Sigmundarsyni (1394 til Mos. felU (fyrir Mosz’alla), og raunar eru f,eiri villur í frásögninni um það mál (hls. 250—52; Jón Arason er sagður á e.num stað (bls. 277) hafa verið bisk- UP í Skálholti, og Þorlákur helgi á öðrum stað (bls. 279) hafa verið Þor. láksson. Alt þvílíkt má auðveldlega Jagfæra á viðaukablaði, og við endur. pt entun, ef til kemur. En bagalegri eru ýmsar rangar frásagnir og greina gerðir; á þeim ber langmest i 3. kapt- tuIa, sem er um stjórnarskipulag lýð- veldisins. Þar er t. d. sagt (bls. 33) að Úlfljótur hafi verið kosinn 927 til að undirbúa lögbók, hann hafi and- asr 930 (bls. 34); að alment sé við- urkent, að dómendur t fjórðungs- dómi hverjum hafi verið 36; rangt er skýrt frá dómnefnu í fimtardóm ^hls. 39) og það ekki rétt, að hann hafi setið með (together with) Iög- 'éttu, og að það hafi leitt af stofnun ans- að hólmgöngur voru af teknar með lögum; þá skoðun Maurers hef- Ur Vilhj. Finsen hrakið; en höf. virð- lst ekki þekkja rit hans uni stjórnar. s^ipulagið á lýðveldistímabilinu — né gefa gaum alþingissöguágripi Einars Arnórssonar. Það verður hvergi séð að lögbergsgangan hafi verið “pro- cession ’ til lögbergs (bls. 42), þótt "afnið á henni bendi til að það sé "Pphafle^a dregið af því, að menn gengu þá fyrst alment til lögbergs, — Þvi að þaðan skyldí gangan hefjast, — þá er henni lýst í Grágás sem procession” frá löghergi (sbr. Árb. F°rnl.fél. 1911. bls. 10—13). Rangt 'er það líka, ýið fjórðunjgsdómarn- 't 'hafi setið að dómum hvern þing- óag, nema þegar lögrétta átti setu eða lögsögumaður bauð þeim til setu á lögbergi, að lögrétta hafi farið út 4 akveðna daga í hverju þingi; þeir voru oftast 3, en þriðja hvert ár hefur lögréttan haft samkomu þess utan í upphafi þings til þess að kjósa (venjulega endurkjósa lögsögumann- mn. Frá alþingisstaðnum sjálfum, einkum lögbergi, er ekki alls kostar rétt né vel skýrt, (bls. 42)—44). Höf virðist taka góð og gild nýmæli Björns próf. Olsens viðvíkjandi stjórnmálabaráttu nokkurra kristinna goða, er kristni var hér í lög tekin, án þess að geta þess þó, hversu á þeim kenningum stendur (bls. 63). — Fleiri dæmi skulu nú ekki til tind hér. Höf. skýrir greinilega frá stjórnar. baráttunni, alt frá því að farið var að hreyfa endurreisn alþingis og þar til er stjórnarskráin var fengin (16. kap.), og síðan (í 8. kap.it-hinni stð- ari baráttu (1881—1918), alt til þess er Island var af Dönum viðurkent fullvalda ríki. I siðasta, 19. kap. skýr. ir höf. all-greinilega frá innflutningi Islendinga til Ameríku og sögu landa vestra. Þessi íslands.saga er ekki að eins stjórnarfarssaga, styrjalda og at- burða, heldur jafnframt að dálitlu lejdi bókmenta saga og annarar menninga-, ræðir um landshagi og verzlr.n, um hag og ástæður þjóðar. innar í ýmsum greinum. Bókin er þannig hin fróðlegasta og mumt margir kunna höfundi og útgefanda þakkir. Anægjulegt væri að fá nú út jafn- góða Islands.lýsing frá sama forlagi, nema beÞi yrði, og síðan myndábók með þeim báðum. Hingað koma nú árlega allmargir lenskumælandi menn og ýmsir leita hingað fróðleiks um Island og Is. lendinga. Því er hér ástæða til að mælast til þess, að bóksalar hér á landi hafi þessa Islands.sögu jafnan til. — M. Þ. — (Skírnir.) Fréttabréf. (.Fratnhald). Þegar ég lagði á stað frá Everett kl. 10 f. h., 14. þ. m. var sama snjó slydda, og var næsti bær sem stopp. að var Snokomish 42 nrílur frá Seattle, en Seattle er 33 mílur frá Everett, lítill bær en heldur laglegur, og aðeins með einni sögunarmilnu. Eand þar að sjá alt óunnið og leit úr með lítilli framför. Svo var hald- ið áfram, þar til stoppað var í Sky. komist. Sá bær er neðan við Cascade fjöllin, talsvert stór bær og timbur. iðnaðarbær og margar sögunarmvln- ur. Land þar sýnist mjög iítið rækt- að. Hann er um 50 mílur frá Ever. ett. Svo var haldið áfram næstum stanslaust, þar til komið var til Wenatchee (heimsfrægur eplagarður). Það er stór hær, um 8i—10,000 manns. Þar er ekki mikið af verksmiðjum, utan kassa verksmiðjur, og á milli hans og þess bæjar, sem ég nefndi síðast, er það hrikalegasta og ljótasta land, sem ég hefi séð og rennur lest in i hring kringum einn himinháan sandskriðuhólin eftir annan, og er það að kalla ónýtt land, eða svo leist mér á það. Þá var ég kominn 132 mílur frá Everett. Næsti bær þar sem við stönz. uðum var Odessa, 230 mílur frá Everett. lítill og Iaglegur bær, með talsverðum iðnaði og land ræktað að mun. Næst kom Harrington, mjög snotur bær, en ekki stór, 252 mílur frá Everett. Svo var haldið til Spokane, 300 rnílur tfrá Everett,og er það 3. stærsta borgin í Washing. tonriki og með hátt upp í 125,000; Ijómandi falleg borg, og er hún talin fallegasta og þriflegasta Irorgin í Washington.ríki, enda er alt land þar i kring einn aldingarður, enda er það almenningssögn, að hvergi í stórborg sé líðan fólks betri. Þaðan var haldið inn í Montana; er komið var til Cut Bank, 742 mílur frá Seattle; laglegur bær með 1500 íbúum. Frá því eg fór frá Spokane, og þar til ég kom til Cút Bank, gat ég ekki neitt séð, því nótt var, utan land var alt undir tveim fetum af snjó, eða vel það, en eftir því sem letigra dró austur, varð snjórinn minni. Þá er Blackfeet Indian Reserve; mest alt að sjá lítið unnið og hæð- ótt land, og að líkindum alt of þurt í flestum árum. Þá kom Shelby; langt frá að vera girnilegur bær, og. ekki stór, og langt frá því að vera nógu stór fyrir að halda hnefabardaga í fyrir Dempsey, og varð honum hált á því 1923, því allir töpuöu, sem studdu að þvi peningalega, og var mér sagt, að ekki tæki minna en 10 ár þó góð ár væru að rétta við. Svo var stanzað í bænum Havre 871 m. frá Seattle; stór bær og mjög þriflegur; fékk ég 15—20 minútur til að skoða hann, er hann talinn einn með fallegustu bæ. um í Montana með 8000 ibúum, eða þar um. Montana er að mestu slétt- lendi, og mun véra stærst af öllum norðurfylkjum Bandaríkjanna, og manni rennur til rifja að sjá alla þá auðu sléttu, húsa. og allslausa, liggja óunna, og ekki svo mikilsvirði, að hægt væri að hafa þar fjárhóp, því ekki er vatnsdropa að fá á 100 og upp i 1000 mílna svæði. Næst var stoppað í Chinook, þar sem C'hief Joseph var yfir- unninn 1872. Sá bær er með 1500 L búum, þriflegur bær og með breið stræti, en ekki sá ég þar neina iðn. aðarbyggingu. Hann er 892 mílur frá Seattle. Þar var hópur af gripum að herja gegnum gaddinn, um 2 feta snjó og 15—18 fyrir neðan zero, en þar mun vera mikil griparækt, og er það pláss kent við Milk River Valley. Svo var komið til Wolf Point, og er þá komið inn i Ft. Peck Indian Reserve og nær hún alla leið frá Glasgow til Willeston. Borgin hefur um 2500 íbúa og er 1073 milur frá Seattle. Þá kemur Williston með 12—1500 íbúum. Eg hefi oft hugsað með sjálfum mér, svona: á hverju lifa og stækka allir þessir stóru bæir í Montana, þar sem mikið af landinu er ónýtt til alls. Nú var nóttin komin, svo ég varð að hætta að hugsa um öll þessi und, ur með Montana, og þegar ég vakn- aði var ég kominn langt inn í Norð. ur Dakota, og brá mér þá við. Að. eins grátt af snjó, en gegnum alt Montana, sem ég sá, var tvö fet og meir yfir allt. Jæja, ég er nú ekki neitt að lýsa Dakota, kom til Grand Forks kl. 12.10 og varð feginn að koma út. Eg fór í talsímabókina og fann þar númer af húsi míns góða og gamla ná. granna, Mr. og Mrs. Á. Árnason, sent lengi bjuggit norðvestur af Hensel, og þar var tekið á móti mér eins og bróðir og var ég þar til kl. 8 næsta morgun. Eg hitti þar Mr. Friðrik Reinholt, og sýndi hann mér mikið af verzlunarparti bæjarins og hafði ég mikla skemtun af samfylgd hans. Hann er skýr maðtir og hefur rutt sér braut hér í Dakota. Hann á marga uppkomna sonu, sem lifa á stórbýli sem hann á 130 mílur norð- vestur af Grand Forks. Á hann góða húseign hér í Grand Forks, og hefur yngri börn sín hjá sér, og njóta þau skólamentunar. Þetta er orðið býsna langt mál, og bið ég alla vel að virða, ef eitthvað er rangt hermt. Eg kom til Hallson um kb. 3 á laug ardag, en lagði á stað frá Blaine kl. 4.30 á þriðjudag, og farið kostaði $57.00 og svefnvagn $9.00, og mál- tíðir aldrei undir $1.00. Með beztu óskum ti! blaðsins og allra landa. S. A. Andcrson, Hallson, N. Dak. ------0------- Ritfregn. Islanske smásagor. Adolf För. sund sette um til norsk. Oslo, Ol- af Norlis Forlag, 1924. heyið og Guðm. Hegalín: Tófu- skinnið. Um þýðingar Försunds er það að segja, að þær virðast hárréttar og nákvæmar, að því er ég frekast hefi getað séð við fljótan lestur, og er á þeim vandvirkni mikil um orðaval alt og setningar. En enginn hægðar. leikur er að þýða t. d. sögur eftir Guðtnund Friðjónsson á önnur mál. En það sýnir best, hve norskt sveita- mál og hugsunarháttur alþýðu í mörgu er líkur því, er hér gerist, að þar sem daglegt mál er einna best þrætt í sögunum, eins og t. d. hjá Guðm. Friðjónssyni og Hagalín, þar er þýðing Försunds viða hvað best og mest lifandi. Hefir Försund víða gengið all-langt í því að halda ís. lenzkurti orðum og orðatiltækjum. þar sem eitthvað tilsvarandi finst í norsku sevitamáli, þótt eigi sé notað venjulega í nýnorslku ritmáli. Enda er sveitamál Försunds (í Sogni) auðugt að gömlum orðum, sem sjaldgæf eru eða óþekt annar. staðar um sveitir Noregs. Ummæli Försunds sjálfs um þýð- ingu sína, lýsa ef til vill best starfi hans. Hiann segir á þessa leið í bréfi: “ ...... Eins og þú sérð, er sumt rétt, sum hér um bil rétt, — og sumt rangt. En venjulega hefi ég þó haft einhverja ákveðna meiningu með hverju atriði. Orðrétt þýðing er þetta eigi. Stundum hefi ég með ásettu ráði vikið ýmsu við, einnig getur skeð, að ég hafi mislesið á stöku stað, svo að misskilningur hafi orðið, og auðvitað getur líka hafa komið fyrir stöku sinnum, að ég hafi eigi skil- íð frummálið nógpi vel. En svo hef. ir það einnig komið fyrir, að þó ég hafi skilið islenzkuna, þá hafi ég með en-gu móti getað fundið tilsvarandi orð á norsku .....”. Það má fullyrða, að Försund hafi tckist mjög vel með þýðingar þess. ar, enda var hann orðinn vel fær í íslenzku og hafði lesið allmikið af ís- lenzkum bókmentum, fornum og nýj- um. Meðan hann var hér heima, hafði 'hann þýtt Höllu eftir Jón Trausta, og mun hann ætla sér að þýða fleiri sögur af þeim sagna- bálki. (Heiðarbýlið), og fá leyfi að- standenda til að gefa þær út. — Eg hefi að gamni mínu borið sam- an þýðinguna og íslenzku söguna Tófuskinnið, orði til orðs og dáist ég að því, hve vel þýðandinn hefir náð orðalaginu í samtölunum, sem víða eru allsérkennileg. Það má vonandi fullyrða, að Försund muni eiga eftir að vinna íslenzkum bókmentum og íslenzkri menningu yfirleitt, mikið gagn í Noregi. Hann er grandvar mjög og vandvirkur og drengur góð ur. Hefir hann fulilaní skólning á þjóðlífi vou og menningu, og mun því jafnan segja satt og rétt frá eftir bestu vitund, án þess þó að lofa um það, sem sæmileg er, né lasta um of það, sem miður kanna að fara. Hætt ir of mörgum útlendingum, því mið- ur, við þessu hvorutveggja, og er eigi auðgert að segja, hvort skaðlegra er þjóð vorri. — Försund er nú kennari í lýðhá- skólanum á Jaðri. Helgi Valtýrsson. > — Visir. --------•------- Frá íslandi. Norsku stúdent og kennari Adolf Försund, sem mörgum er kunnur, síð- an hann dvaldi hér í fyrra og stund- aði nám við háskólann í fyrravetur, hefir unnið allmikið að því, síðan hann kom heim aftur til Noregs, að kjnna Island og ísl. bókmeri(tir þar i land'- Hefir hann haldið allmarga fyrirlestra víðsvegar, um Island og isl. menning, og einníg þýtt talsvert úr bókmentum vorum á Norsku (ný. norsku). M. a. hefir hann ritað í stúdentablaðið “Fram” alllanga grein um tsl. bókmentir, og birt þar smá. kafla í bundnu máli og óbundnu, er hann hefir þýtt úr íslenzku. Má þar til nefna smásögu E. Kvarans, Þurk. ur. Kafli úr Fornar ástir, eftir Sig- 1 utð Nordal, kvæði eftir Davíð Stef. ánsson, — og Island farsælda frón. Fríkirkjan. — Siðastl. sunnudag var fyrst messað í Fríkirkjunni hér i hænuni eftir þær miklu umbætur á henni, sem gerðar hafa verið á þessu hausti. Vígði séra Ólafur Ólafsson hina nýju kirkju með snjallri og skörulegri ræðu, er. siðan flutti séra Arni Sigurðsson prédikun, jtalaði um vöxt Fríkirkjusafnaðarins og mintist þeirra manna, sem mest og bezt hafa unnið að þroska hans og gert honum fært að eignast stærstu kirkjuna, sem nú er til hér á landi, en það er Fríkirkjan, eftir stækkun. ina í haust. Árni Jónsson alþm. er fyrir nokkru alfluttur hingað til bæjarins með fjölskyldu sina og tekur við ritstjórn “Varðar” nú um áramótin. Nu hefir Försund safnað nokkrum af þyðingum sínum í bók, sem nýkom- i" er ut á forlag ólafs Norli í Osló. — Sögur þessar eru : Einar H. Kvar. an: Vistaskifti og Marjas. Gestur Pálsson: Grimur katipmaður deyr. Jon Trausti: Þegar eg var á frei- gátunni. Guðm. Friðjónsson: Gamla Nýtt sálmasafn hefir Isafoldar- prentsmiðja gefið út að tilhlutun Haralds prófessors Níelssormr, og verður það notað við guðsþjónustu- gerðir hans i Fríkirkjunni. Safnið er ekki stórt að eins 77 sálmar, og er meira en helmingur þeirra eftir séra Matth. Jochumsson. 'Stúdentagarðurinn. — Eignir sjóðs hans eru nú: I sparisjóði um 42 þús. kr. Skuldabréf og hjá gjaldkera um 7 þús. kr. Safnað i Kaupmannahöfn um 10 þús. kr. Loforð úr s. st. um 10 þús. kr. Gjöf Thors Jensen og frúar 10 þús. kr. Gjöf lækna 5 þús. kr. Samtals eru þetta um 85 þús. kr. Utistandandi er enn (fyrir happa. drættismiða o. fl.) um 15 þús. kr., eignir á sjóðurinn fyrir c. 3500 kr. og svo fiamlag sáttmálasjóðs. Er gert ráð fyrir því, að hann verði orðinn um 100 þús. kr. með vorinu. Er þesta getið hér til fróðleiks fyrir þá mörgu, sem lagt hafa skerf til sjóðS. ins, því önnur nánari skýrsla hef. ir .ekki verið géfin út. Magnús Jochumsffin* jpósffnájarit- rai er nýfarinn til Khafnar og ætlar að vera þar á 300 ára afmælishátíð póststjórnarinnar dönsku. Sigurður Briem póstmeistari er nýlega sæmdur kommandörkrossi Dannebrogsorðunnar, 2. gr. Rauði krossinn. 10. des. síðastl. var stofnaður hér í bænum “Rauða- krossfélag Islands”. I stjórn þess vo' ii kosnir læknarnir: Guðm. Thoroddsen, Gunnl. Claessen, Stgr. Matthiasson og Þórður Thoroddsen, en auk þeirra L. Kaaber bankastjóri, Sv. Björnsson fyrv. sendiherra, Tr. Þórhallsson rit- stj., Inga L. Lárusdóttir, ritstj. og Hallgrímur Benediktsson heildsali. Sigurður Magnússon kand. theol. frá Flankastöðum andaðist hér í bæn um síðtstl. laugardagsmorgun, fanst örendur úti á götu. Hann kom heim hingað frá Ameríku fyrir nokkrum missirum, en hafði þá dvalið vestan hafs nál. 20 árum. Hann var fæddur 7. febr. 1866 í Nestjum á bfvalsnesi, itonur Magi^úsar Stefánssonar, sem þá var vinnumaður þar, og Elínar Ormsdóttur bónda á Nýlendu á Hvalsnesi, Ólafssonar. — Stúdemc varð hann 1889 og úrskrif- aðist af prestaskólanum 1891. Síða» var hann við kenslu og verzlunar- störf hér í bænum og kvæntist 1894 Gróu 'Helgadöttur kaupmanns Helgasonar. Eignuðust þau nokkur börn, en skildu, og fór hann skömmu eftir aldamótin vestur um haf og var þar til og frá, lengst um vestur á Kyrrahafsströndum, þangað til hann leitaði heim aftur, eins og fyr segir. Hann var greindur maður og náms- maður góður, en líjtill staðfeij U- maður. Á yngri árum sínum var hann einn af helstu Ieikendum þessa bæjar. 0 ivanhoe Meat Market E. COOK, EIGANDI PHONE A 9663 764 WELLINGTON A V E. Héðan af xnun ég ætíð hafa birgðir af ágætis HANGIKJÖTI auk annara tegunda af kjöt- og matvöru af beztu gæðum. Æski viðskifta Islendinga sérstaklega. EIMSKIPA og JÁRNBRAUTA FARBRJEF il og frá öllum pörtum heimsins ----- UMBOÐ FYRIR ÖLL VRVAL LEIÐA — Á — Landi eða Sjó U MBOÐ FYRIR ÖLL EIMSKIPAFJELÖG ÓKEYPIS AÐSTOÐ VIO CTVEGUN VEGA- BRÉFA, RÆBISMANNA UNDIRSKIUFTA LANDGONGULEYFA O. S. FRV. Farbréf borguð í Canada VER GETUM HJALPAÐ YÐUR VIÐ FLUTNING SKYLDMENNA YÐAR TIL CANADA Spyrjið nœsta umboðstnann: CANADIAN NATIONAL RAILWAYS Styzta leiðin milli Vestur.Canada og ættlandsins er með Can- adian National Railways, um Halifax, N. S. eða Portland, Me. Úrval leiða — beint eða um Toronto. fcARMnW* gAHNWS Va" T»f Ti" <0. Tál ♦♦♦ ♦♦♦ Wýjar vörubirgðir Timbur, Fjalviður af ölL. ♦♦♦ —--------------------------- um tegundum, geiréttur ♦♦♦ ♦Ia og allskonar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. ♦!♦ X. Komið og sjáið vörur. Vér erum ætíð fúsir að x sýna, þó ekkert sé keypt. ♦!♦ TheEmpire Sash & Dood Co. ♦*■♦ Limited. t ♦♦♦ HENRY AVE. EAST. ♦;♦ t i i WINNIPEG. V | KOL! - - KOL! ' T T t X HREINASTA og BEZTA TEGUND KOLA. Bæði til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI. Allur flutningur með BIFREIÐ. t T t t t ♦!♦ Empire Coal Co. Limited t Sími: N 6357—6358 603 Electric Ry. Bl< ’V' •^^{♦^♦^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ f t t t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.