Heimskringla - 10.03.1925, Page 4

Heimskringla - 10.03.1925, Page 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚNÍ 1925. ffehttskrittgla (StofnoV 188«) Kemnr fkt A hverinm mlVTÍknderL EIGENDCRi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE.. WHdíIPEO. TaUImli N-6537 VerS blaísins er »3.00 é.rgangurlnn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PKEfSS LTD. 6IGPÚS HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. VtanftNkrlft tll blalinlni: THE VIKING PKESS, Ltd., Boz 8105 UtAnánkrlft tll rltntjðranMi EDITOR HKIMSK It IeVGLA, Ilox 8105 WINNIPEG, MAN. “Helmskrlngrla ls publlshed by The Vlklniz PresM Ltd. and prlnted by CITY PRINTING PIRLISHING CO. 853-855 Sarxent A ve„ Wlnnlpeft, Man. * Telephone: N 6537 I WINNIPEG, MANITOBA, 10. JÚNÍ, 1925 Samvinna. “.. Ok er þeir váru komnlr á lei5 finna þeir Erp bróbur sinn, ok spyrja, hvat hann mundi veita þeim. Hann svarar: SliKt sem hönd hendi eCa fót- ur fæti. Þeim þótti þat ekki vera ok drápu hann .“ . , (Völsunga saga, XLII kap.) Flestir vaxnir íslendingar kannast við síðasta atriðið úr hinum afskaplega sorg- arleik Gjúkunga, þegar synir Guðrúnar, Sörli og Hamðir, leggja af stað til Jörm- unreks konungs, í systurhefndir, og hitta fyrst Erp bróður sinn. Þeim finst engin liðveizluvon vera í svari hans, og drepa hann því. En þeir eru ekki langt komnir á leið, er þeir rasa og annar notar hönd og hinn fót til þess að verjast falli. Þá gefst þeim skilningur á því, að það hafi ekki verið eintóm gamburyrði, sem bróðir þeirra mælti við þá. Þeir komast r höll konungs, og Hamðir heggur af honum hendur báðar, en Sörli fætur báða. Þá verður Hamði að orði: “Af myndi nú höfuðið, ef Erpr lifði, bróðir okkar er vit vágum á veginum, ok sám vit þat of síð.” Rökrétt, þótt ekki allir skilji, lætur sag- an þá- bræður sæta sárustuTiegningunni, sem hægt er að hugsa sér, þeirri, að koma n æ s t u m því fram systurhefnd- inni, en verða að láta lífið að verkinu að- eins óunnu, og engum eftirskildum til þess að fullkomna, það, Og þetta er ekki hegningin fyrir bróðurmorðið. Sögunni finst það tiltölulega lítilvægur glæpur i samanburði við skilningsleysið á kjarn- anum í öllum menningar- og framtíðar- möguleikum: Samvinnuhugmyndinni. * \ * * Það er furðulegt, hve lengi þarf að brýna samvinnuhugmyndina fjo-ir mönn- um, svo að hún gangi í þá. Og þetta á ekkert síður við þá mennina, sem mest þarfnast samvinnunnar. * Það er merkilega erfitt að koma mönn- um í skilning um það, að með samkepni, er fáeinum einstökum mönnum hjálpað til þess að ryðja sér braut, en með sam- vinnu er greidd gata almenuings. En magnaðasti draugurinn, og erfið- astur að kveða niður er sá, að öll fram- leiðsla verði ódýrari með samkepni, en með samvinnu. Og þó er það ekkert annað en hégilja. Þó ekki væri nema fyrir það, að það v e r ð u r að áætla ö 11 u m manneskjum saamilegt kaupgjald; en ekki atvinnu rekendunum eingöngu. En því er miður, að langflestir þeirra hugsa svo langsamáega (miklu fyr um sjálfa sig, en um samfélagið, sem þeir lifa í; sem á að verða umhverfi afkomenda þeirra; aö þeir ætla sér sjálfum altof hátt kaupgjald; sem allra mest að mögulegt er að pína undan blóðugum nöglum verkalýðsins. Þess vegna sjá þeir sér hag í því, að halda þessari liégilju á lofti. Eða, það er vafalaust sanngjarnara að segja, að cínmitt af því að hver einstakur atvinnn- rekandi hefir hag af þessari hégilju, þá iokar hann augur.um fyrir öllu öðru; trú- ir blint á samkepnishugsjónina, og berst þess vegna fyrir henni, bæði fyrir trúar sakir og hagsinuna. Líklega er það síðari hluti orðsíns. “kepni”, sem gerir mikinn mun með álit og vinsældir stefnunnar. “Kepni” er enn meira aðlaðandi en eintóm “vrnna”. Ekki sízt í augum, dugnaðarmanna, og það eru flestir framleiðendur. Menn gá þess ekki, að þeir verða að “keppast við” í sam- vinnustörfum, alveg eins og öllu öðru, ef vel á að ’fara. — En heilabrot um þá hluti liggja utan við efni þessarar greinargerð- ar; er alt önnur saga, eins og Kipling segir. Hitt, að samvinna sé að öllu leyti hagkvæmari, borgi sig betur en sam- k e p n i, er deginum ljósara, ef menn vilja athuga málið skynsamlega. Óræk- ust vitni um það eru samvinnufélögin og samtök auðvaldsins: “trust”-félögin. — Hvorutveggja eru bygð á samvinnuhug- myndinni. Samvinnufélagsmenn vilja fá alla í félag með sér. Hugmynd þeirra er sú að a 11 i r sameinist, ö 11 u m til hagn- aðar; að með því að vinna heildinm. vinni menn sjálfum sér. Hinna hugmýnd er sú, að f á e i n i r menn taki höndum saman, þeim fáu mönnum sjájfum til hagnaðar; að með því að t a k a a f heild- inni, vinni hver maður sjálfum sér. — Útkoman er æði ólík, en aðferðin er hin sama. Hin stórkostlegu samvinnubrögð danskra bænda hafa sannfært fjölda manna um nytsemi og afrakstur sam- vinnunnar. En fjöldi manna og sjálfsagt mikill meirihluti, er aðeins hálfsann- færður, eða tæplega það. Það er eins og þeir trúi því ekki, að samvinnuhugmynd- in sé heppilegur hornsteinn þeirrar fram- leiðslifi, er ekki byggist á (Jandbúnaði. Þeir erji eins og Tómas heitinn var: þeir trúa ekki fyr en þeir þreifa á því. Það þýðir ekkert að benda þeim á það, að stóreflis félög, eins og C. P. R. á Eng- 1. og hér, East Asiatic Co. í Danmörku og Standard Oil í Bandaríkjunum, eru öll bygð á samvinnu, þó í þröngri merkingu sé. Að allur þeirra afskapa vöxtur hvíl- ireingönguá samvinnunni millri ein- ' stakra deilda, sem fábt við framleiðslu á öllum, eða nálega öllum verkfærum og hrávöru, sem félögin þurfa mest á sínu starfssviði. Að hætti þessi samvinna, molast félögin í sundur. Og þeir virðast eiga erfitt með að skynja það, að það sem er blessun fyrir eina félagsheild, fyrir nokkuð stóran hluta hverrar þjóðar, það færir allri þjóðiiíni eömu blessunina, ef jafn vel er á haldið. Samkepnismenn leggja engan trúnað á þetta. Ekkert því líkt. Þeir halda því helzt fram, að það sem hverju félagi megi fremst verða til eflingar, sé til hins mesta niðurdreps fyrir þjóðfélagið. Þess vegna sé um að gera fyrir iðnaðarfélögin, smærri sem stærri, að keppast sem mest við það, að drepa hvert annað. En neyðin kennir naktri konu að spinna. Og opnar jafnvel stundum, augu manna fyrir sannleikanum. Og nú er ekki um annað talað meira af stóriðnaðar mönnum og samkepnisblöðum á- Eng- landi, en einn slíkan atburð. Fyrir skömmu síðan bauð stórfélag eitt brezkt enskum og þýzkum skipasmíða- félögum, að gera áætlun un* smíðakostn- að fimm 10,000 tonná mótorknúinna flutningaskipa. Þýzkt félag varð hlut- skarpast. Lægsta enska tilboðið var 1} miljón dölum hærra en það þýzka. Smíð- ið fór út úr landinu. Og þó ganga menn á Englandi atvinnulausir, svo hundruðum þúfeunda, eða jafnvel miljónum skiftir. En brezku skipasmíðafélögin standa uppi ráðalaus. Þau g á t u ekki boðið lægra. Skömmu síðar þarf hið mikla Anglo- Persian Oil Company, að fá tilboð um smíðar á ýmsum taakjum, er nota þarf við olíubrunna. Enn var þýzkt tilboð lægst; enn leit út fyrir að smíðin færi úr höndum Englendinga. Vonbrigðin og óánægjan urðu nú hálfu meiri og háVæÞ- ari en áður. Þá gengu formenn olíufélagsins á fund tveggja brezkra félaga, er tilboð höfðu gert, og báðu þau í sameiningu að yfir- vega alt á ný, vinnasaman, að því að framleiða þessi tæki. Félögin gerðu þetta, komu sér saman um, hvað af tækj- unum hvort þeirra gæti Éaganlegast framleitt. Gerðu svo tilboð í s a m e i n- i n g u, sem varð þeim mun lægra en til- boð, er þau höfðu upprunalega gert hvort fyrir sig, að þau hlutu smíðið, og atvinn- an fór ekki út fyrir landamærin. Blaðið “The London Express” getur um þenna atburð, eins og það væri eitt- hvað undursamlegt við það, að þetta gæti tekist; nokkurskonar kraftaverk. Og svo er allur galdurinn sá-, að hér veitir hönd hendi og fótur fæti. Langmest af þeim þjáningum, og þeirri ánauð, sem vér stynjum undir í dag, rík- ir sem fátækir; andlega sem efnalega; er að kenna skilningsleysinu á þessari nauð- syn. Vér höfum altaf verið að drepa 'bræður vora; í óeiginlegum skilningi miklu fleiri en fjöldann, sem beinlínis hef ir verið á blóðvöllinn leiddur. Vér höfum aldrei athugað það, a<? án þessa erum vér að þarflausu liðfærri. Og að með þeirra tilstyrk hefðum vér getað höggvið höfuðið af hverri þeirri óvætt, sem staðið hefir yfir höfuðsvörðum systra og bræðra; alls hins fjölþætta mannkyns. Ritfregn. Sig. Kristófer Pétursson: — Hrynjandi íslenzkrar tungu. Útg.: Steindór Gunnarsson,— Rvík 1924. Höfundur bókar þessarar er fyrir löngu alkunnur orðinn íslenzkri þjóð, fyrir rit- störf sín í þarfir guðspekishreyfingarinn- ar Svo stórvirkur hefir hann verið á því sviði, að fáa mun grunað hafa, að honum ynnist þar að auki tími til að géfa sig við m^rkri vísindastarfsemi. Svo hefir þó verið. S. Kr. P. hefir í mörg ár rannsak- að íslenzka tungu, og birtist nú árangur þeirra rannsókna í bók þeirri, er hér um getur. Ljóðagerð öll lýtur föstu lögmáli. Rím- gallar valda lýtum og spilla ljóði. S. Kr. P. heldur þvi fram, að í raun og veru lúti óbundið mál svipuðum reglum, enda sé frásagnarlist talin ein af hinum sjö frum- listum. En listir allar eru lögbundnar; heimta samræmi. Ritmál fornsagna vorra er fagurt og háttbundið. S. Kr. P. telur höfunda þeirra hafa ritað samkv. sérstökum reglum. Þeir hafi ekki ein- ungis gert sér far um skýra hugsun, eðli- lega setningaskipun og fagurt orðaval, heldur hafi þeir og gætt þess vel, að orða- skipun setninga vælri háttbundin. Um þá fræðigrein fjallar bók þessi. Seinna gleymdust svo reglur þessar. Hrynjandin spiltist og má-li hrakaði að nxætti og fegurð. unz málhreinsunarmpnn 19. aldar hófu starf sitt. Síðan hefir ís- lenzk tunga verið að endurfæðast, og nú fjölgar þeim stöðugt með þjóð vorri, er fagurt mál rita. Ennþá stndast þeir þó Jæplega samanburð við Ara prest Þorgils- son og Snorra Sturluson. Enda er sitt- hvað að þ e k k j a lögmál frásagnarlist- ar, eða að hafa h u g m y n d um það. Og þótt málfarskend sé þroskuð og fegurðar- tilfinning næm, hjá mörgum seinni tíma mönnum, þá er.sem það hrökkvi ei ávalt til. Höf. birtir kafla úr ritum ýmissa rit- snillinga þjóðar vorrar, bæði að fornu og nýju, til að sýna og sanna, að það er hrynjandinn, senx mestu velduy um mjúk leik máls. Af seinni tíma höfundum eru þessir m. a.: Jónas Hallgrímsson, Jón Thoroddsen, Ben. Gröndal, Björn Jóns- son, Gestur Pálsson, Þorsteinn Erlings- son, Einar H. Kvaran, Hermann Jónas- son, Bjarni frá Vogi, Haraldur Níelsson, Magnús Helgason, Helgi Pjeturss, Jón Aðils, Þórbergur Þórðarson, Tryggvi Þór- hallsson, Sigurður Guðmundsson. Til þess að gefa mönnum hugmynd um mál það, er höfundur þessi ritar, set eg hér sem sýnishorn niðurlagið á forspjalli bókarinnar: “íslendingar eiga fegra ljóðmáj en flest ar aðrar þjóðir. Ritmál þeirra var og fegra í fornöld. Fyrir þá sök geymdust ritverk þeirxti og það j^fnvel/ þau, er máttu heita formællendur átrúnaðar þess er útlægur var ger. Var sem listin héldi hlífiskildi yfir þeim, svo að jafnvel klerk- ar margir og kennimenn höðu mætur á þeim. íslenzkar bókmentir báru af öðrum í fornöld að orðsnild. En framfaraleiðin liggiír ekki aðeins að hælum feðra vorra, heldur fyrir tær þeim. íslenzkum höf- undum, öldum sem óbornum, er skylt að kosta megins og keppa að því, að íslenzk- ar bókmentir beri af öðrum um málfar á komándi tímum. Munu þá verkin niðja skipa bekk með listaverkum feðra. Þá mun listin halda vörð um þau. Hún mun og gera þau vinsæl og gæta þess, að þau falli ekki í gleymsku, þótt ár og aldir líði.‘ Svona fagurt og háttbundið rita að- eins okkar mestu snillingar. Dúnmjúk hrynjandin er eins og bárukvik, er vagg- ar manni á brjóstum sínum. Ekki snögt og óreglulega, eins og straumköst, held- ur ákveðið og reglubundið, án þess þó að ‘málið verði tilbreytingarlaust og svip- lítið. Eftirtektarvert er, að höfundur tekur því fram í upphafi ritsins, að það sé guð- spekisstefnan, er gert hafi sér faort að afkasta verki þessu. Þegar stefna þessi barst til íslands, um 1912, kyntist höf- , undurinn henni og sá fljótt, að hér var um menningarstefnu að ræða. Hann vildi því leggja henni lið með því að þýða á íslenzku eitthvað af guðspekisritum. Hið fyrsta, er hann þýddi, var ritlingur einn, er heitir: “Um guðspeki”. En mál- ið á ritling þessum stóðst ekki dóm Jóns háskólakennara Aðils, er þá var aðalmað ur stefnunnar heima. Ritlingur þessi kom þó út, eftir að hafa verið lagfærður af Jóni. Þetta varð til þess, að höf. lét hugfallast. Hann þóttist sjá að ekki myndi öðrum hent að rita fagurt mál,‘ en þeim er á skóla hefðu gengið (höf. hefir aldrei á skóla verið) og þekti eðli íslenzkrar tungu. “En þá reyndist svo,” segir höf., “að guðspekisstefnan hafði gert tvent: valdið nauð- syn á því, að fá vald á málinu, og flutt1 með sér fræðslu um það, hvemig því valdi yrði náð. Höf. kyntist þeinx aðferðum, er hún kendi í þessum efnum, og | færði sér þær í nyt. Þetta var byrjunin. Síðan | hefir höf. tekið þeim framför- um á braut ritleikni og^ mál- þekkingar, sem snillingum ein- um er auðið. Það er ekki á mínu færi, að dæma um bók þessa frá vísinda legu sjórtarmiði. En þess skal hér getið, að hún hefir hlotið nær einróma lof allra þeirra manna, er á hana hafa minst, | og ætla má að beri gott skyn á norræn málvísindi. Hún hefir verið send um tuttugu norrænu fræðingum í ýmsum löndum og fengið góðar viðtökur. Héima á íslandi er það hinn góðkunni norrænufræðingur, sr. Jóhannes L. L. Jóhannesson, sem fyrstur ríður á vaðið og hellir lofi yfir bókina. Telur hann rit þetta hið nxerkasta, er út hafi komið um íslenzka tungu í marga áratugi, og að með því sé stofnuð ný grein í norrænum málvísindum. — Þess má þó geta, að ekki skrif- ar séra Jóhannes svona sökum þess, að hann vilji gefa guð- spekinni dýrðina. Hefir hann litla ást á stefnu þeirri, og ekki er nema ár síðan hann átti í hörðum deilum um það efni við S. Kr. P. Þessarar bókar er nú von vestur um haf, og vil eg ein- dregið ráða öllum Vestur-ís- lendingum, er ást hafa á ís- lenzku máli, að kaupa hana og kynna sér rækilega innihald hennar. Andrés J. Straumland. ---------x--------- Úr bréfi. Point Roberts, Wash. 31. maí 1925. Hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum, Winnipeg, Man. Vinur:— —*------ÞaS er ekkert til tíöinda hér. Skólanum var sagt upp í fyrra- dag, með vinsaanlegri skemtun og alls konar veitingum. Tóku margir þátt í því. Aldrei höfum við haft jafn- góða og skemtilega kennara, eins og í þetta sinn. Tvær stúlkur ungar og efnilegar, önnur þeirra íslenzk, Elsa Thorsteinsson, uppalin hér á Tang. anum, hin hérlend. Yfirkennarinn, Mr. E. F. Tucker frá Bellingham, hefir sýnt hina imestu gpðvild til þessarar sveitar. Hann byrjaði með því að “heimta kotungum rétt”, og varð honum vel ágengt í því efni. — Hann hefir komið mörgu góðu og nytsömu til leiðar hér, til imikils hagn aðar og skemtunar fyrir oss, sem hér búum. En alt hefir það gengið há- vaðalaust. Eg vildi óska að við hefðum gæfu til að geta notið þeirra í framtíðinni, því það er mikils virði að hafa góða barnakennara. Eg get ekki stilt jnig um að minn- ast lítið eitt á prestinn, séra Halldór Jónsson, þó að eg sé ekki í söfnuði 'hánsl. Eg þefi vanalfega gengið í kirkju, þegar hann hefir messað, og oftast haft nautn af því að hlusta á hann. En engum prestinum, sem hingað hefir komið, hefi eg kynst bet ur heldur en honum. í fyrsta sinn, sem hann talaði til safna^arins, mæltist hann til að fólk vildi skoða sig í gegnum sitt eigið gler, en ekki annara, og eg held að það hafi flest- ir gert. Fyrirgefðu. Með vinsemd, Ingvar Goodman. -----------x---------- DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þva^- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. SALMAGUNDI Eftir L. F. Einhversstðar hefi eg séð það sett -fram sem undirsföðuatriði, að hver sá, sem ekki vildi vinna, skyldi ekki heldur matar. neyta, og talinn óalandi. En nokkuð virðist v|era langt í land með það, að þetta verði meginregl. an í þjóðfélaginu. Þó mætti þetta virðast æskilegt, og í hæsta máta^rétt látt. Enginn, sem skirrist við að framleiða eða afla, á heimtingu á að fá að eyða. * * * Á þetta þá ekki einnig heima um skoðanir einstklingsins ? Á hann nokkurn rétt til þeirra skoðana, sein hann ekki hefir unnið til? Er sann- leikurinn þess eðlis, að hægt sé að gleypa hann að kvöldi, svo að hann sameinist blóði og merg á meðan við sofum? Eg held ekki. Eftir því hefi eg tekið, að þeir, sem fastast halda í vissar skoðanir, og sem mestan ýmugust hafa á öllu þvi, sem í bága við þær kemur, hafa oft keypt slíkar skoðanir mjög litlu sájarlegu erfiði. Þeir hafa tekið þær að erfðum eða gjöf. Og þvi skyldu þeir þá vera að erfiða frekar fyrir þeim? Þiær eru unduf þægilegar ? En nokkurri ókyrð gæti það ollað, fyndist ráð til þess að aðgreina sjálf_ aflaðar skoðanir frá arfþegnum. * * * Hömlur, ekki aHlitlar, verða vist lengst af á því að afla eigin skoð- ana. Það heimtar erfiði, þrautseigju og það langlundargeð, sem fæstir hafa*á að skipa. Um fram alt heimt- ar það festu í þá átt, að leita allra sannana, sem mögulegt er að kom- ast yfir. Því næst er að raða þess. um fengnu sönnunum á rétta bása, af skipa þeim í réttar afstöður Iiverri við aðra, og að meta þær sérstaklega og í heild. Til aljs þessa er það nauðsynlegt að rýma til í huganum, þannig, að fyrirfram mótfallnar skoðanir fái hvergi höggstað á nýj- *um sannanagögnum, og að hlut- drægnislaust sé lesið á vogstöngina. * * * Einstaklingurinn mætti vel taka sér til fyrirmyndar dófnstóla landsins í þessurn efnum.. Dómarinn hefir eina skyldu- — að finna sannleikann í hverju máli, og dæma svo hlut- drægislaust, og aðeins eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja. Málið er sótt og varið, alira sannanagagna er leitað. Hvert eitt vitni, sem skýrt getur málavöxtu, er kallað fram. Fyrst eru lögð fram Öll 'gögn af sækjanda hálfu. Því næst eru þau gagnrýnd af verjanda, vitni yfir- heyrð af báðum málspörtum, og það numið burtu, sem ekki kemur málinu við. Og til hvers er alt þetta stapp? Til þess eins að skýra málið — að komast að safnnleikanum; og vegna þess að sannleikurinn er ekki ætíð auðfundinn eða gripinn úr lausu lofti. * * * Með gögn beggja málsaðila fyrir höndum, er það verk dómarans að skera úr. Með því að veita áheyrn báðum málspörtum, hefir hann unn- ið til fullgildra skoðana á málinu. Sá dómari, sem ekki vildi taka til greina nema aðra hlið málsins, og dæmdi hinn ákærða sekann, eftir að hlusta

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.