Heimskringla - 22.04.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.04.1925, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. APRIL, 1925. A læknisheimilinu. — E F T I R — GRACE S. RICHMOND. Jóhannes Vigfússon þýddi. “Freistingin er mikil, Cynthia, en það væri synd að eyðileggja jafn góða lyst. Eg held ég vilji heldur hreyfa mig ögn eftir þessa löngu bifreiðarferð í dag. Svo leita ég að Bob og læt vera að borða, þangað til læknirinn kemur”. “Eg verð að fylgja yður gegnum sól-byrgið inn í herbergi læknisins, því þér viljið líklega síður ganga í gegnum skrifstofuna núna”. Cynthía gekk á undan með handveski Ell- enar, og þær flýttu sér inn um dyragluggann. “Yður finst líklega vera mikil lyfjalykt hér”, sagði hún afsakandi, “því það er; næst skrif- stofunni, og er þessvegna erfitt að verjast lykt- inni, því hann hleypur alt af hingað inn að þvo og þurka hendur sínar. En gluggarnir standa opnir dag og nótt, svo lyktin gæti verið verri.” Mér finst hér vera gott og viðfeldið, því in- dælar páskaliljur’ standa á búuingsborðinu. Ellen hjálpaði henni strax. “Mér þykir vænt um, að þetta litla herbergi er við hliðina á okk- « ar. Mig langar nú til að sjá hann”. Cynthia fór ánægð út, því hún vissi að Bob mundi fá góða fóstru. Þegar Ellen var alein, leit hún í kring um sig. Svo þetta er svefnherbergið hans. Það hlaut að vera mikil umbreyting fyrir hann, að kven- maður tók nú þátt í lífi hans, og varð að hafa sinn hluta af þessu stóra, gamla herbergi — sá eini staður, sem hann hingað til hafði getað verið *í einn út af fyrir sig. Henni fanst næst- um að hún yrði að finna annað herbergi, til að geyma muni sína í. Hér voru að eins hinir nauðsynlegustu hús- munir; engar blæjur fyrir opnu gluggunum, og mjög fáir hlutir á hinum háa, gamla mahóní- skáp — fáeinir dúkar á gólfinu, og að eins þrjár myndir á veggjunum. Hún leit á þær. Ein þeirra var af foreldrum manns hennar, önnur var vatns litamynd frá Edenburgh, þar sem hann hafði stundað nám alllengi, og hin þriðja var fögur eftirmynd af nafnkunnu málverki, sem sýndi Krist standandi við sjúkrabeð. Hún heyrði rödd hans, meðan hún hafði fata- skifti. Hann var í prívat skrifstofunni sinni og talaði við heyrnarsljóan sjúkling, svo hann varð að tala afarhátt. En hve nálægt hvort öðru þau voru nú og yrði. Að giftast sveitaþorps- lækni, sem hafði skrífstofur sínar heima, var betra en að giftast bæjarlækni, sem hafði skrif- stofur sínar í mikilli fjarlægð. Hún var að bursta svarta hárið sitt, þegar skrifstofudymar voru skyndilega opnaðar og jafn hratt lokið aftur. Fótatak bak við hana, kom henni til að snúa sér við, og henni varð litið í augu manns síns. Hann gekk nær henni; augun geisluðu af á- nægju og bros lék um varirnar. Hann tók utan um hana, og með sitt höf- uð gagnvart hennar, sneri hann því að spegl- inum áftur og brúnu og dökku augun mættust í honum. “Að hugsa sér, að ég skyldi sjá þessa sýn í gamla speglinum mínum”, svíslaði hann. Hin unga frú Bums stóð í dyrum dagstof- unnar sinnar, og athugaði hana með gagnrýn- andi augum. Hjá henni stóðu Marta og Wini- fred, sín til hvorrar hliðar. “Þetta er fallegasta herbergið í þorpinu”, sagði Win með sannfæringu. “Eg verð að við- urkenna að ég á bagt með að verjast öfund . “Eg efast um að margir í þessum litla bæ álíti það vera fallegast”, sagði Marta. “Þessir bláu og móleitu litir eru of daufir fyrir þá, og gamli tyrkneski dúkurinn hennar Ellen, er oft ólíkur hinu fágaða gólfi og fornaldar smátíúk- tíma til að spyrja mig, hvað ég væri að gera . dúkur sé, Ellen?” “Hann hefir legið á gólfinu hennar Lucy frænku áður en borgarastríðið byrjaði og alt af síðan. Eru þetta ekki fallegir litir? — Þeir veita herberginu undirstöðu fegurðarjnnar. Er það ekki heppilegt að herbergið er svo langt og lágt, í stað þess að vera hátt og ferskeytt? Það er rólegt herbergi, er það ekki? Og það var ein- mitt það, sem ég vildi að það væri”. “Rójlegt, friðsamlegt”, — frú Chesteri lyfti höndunum upp. “Red verður að gleyma öllu, sem þjáir hann, á sama augnabliki og hann kem- ur hér inn. Nær ætlar þú að sýna honum það?” “í kvöld, þegar ofninn er volgur og skrif- stofutíminn liðinn. Ef hann ætti ekki eins annríkt, þá hefði verið erfitt að halda honum í fjaríægð, en hann hefir einu sinni ekki háft tíma til að spurja mig, hvað ég væri að gera” “Eg vona að hann fái tíma til að dvelja í því ásamt þér. Mér finst að þið hljótið að hata hávaða telefónsins ,og skrifstofubjöllunnar”. “Eg reyni að forðast þaðj en ég verð að viðurkenna að mér geðjast illa að því”, sagði Ellen. “Þessi stóri, djúpi legubekkur fyrir framan ofninn, með allar þessar bláu, yndislegu silki- sessur, er mest aðlaðandi af öllu, sem ég enn þá hefi séð”, sagði Winifred og settist á hann. Ef Red lætur ekki segja að hann sé ekki heima, þegar hann liggur hér, og einhver vill finna hann, þá! hefir hann staðfastara lundarþrek en ég ímynda mér”. “Nú skulum við fara upp og líta inn í gesta herbergin”. Ellen gekk á undan. “Ef þú vissir það ekki, myndir þú þá trúa því, að hún hefir verið ekkja og móðir og mist eina barnið sitt?” hvíslaði Winifred að Mörtu. Marta hristi höfuðið. Það er eins og hún sé að byrja lífið að nýju. En það er eitthvað í augnatilliti hennar-----”. “Já, auðvitað — sem ekki mundi hafa ver- ið þar, ,ef hún hefði ekki mætt mótlæti, en það gerir hana enn þá fegurri”. Gestaherbeijgin voru hrein, loftgóð og að- ’laðandi, bæði það stóra og litla voru vel not- hæf. “Mér líkar bláa og bleikrauða heí’bergið bezt”, sagði Winifred. Hún hafði hjálpað til að sauma bláu og bleikrauðu rúmfötin, og var glöð yfir því hve vel þau litu út. “Mér þykir það græna enn þá fallegra”, sagði Marta. “Er þetta yngismanna herbergið, Ellen? Hér er líka skrifborð. Yngismaðurinn vill eflaust dvelja hér alla æfi sína. Hver held- ur þú að verði sá fyrsti?” “Sá fyrsti af vinum Reds, sem hingað kem- ur. Hann hefir oft sagt að sig langaði til að bjóða þeim hingað, en hefir aldrei haft herbergi handa þeim, nema í hótelinu”. “Það er bezt að hann sé varkár með það, thverjum hann býður hingað nú. Þeir verða auðvitað allir ástfangnir af þér. Veizt þú að Red er mjög ábrýðissamur!” sagði Winifred og leit á Ellen. “Nei — en það rugl! Finst ykkur ekki við feldið að hafa bókahilluna og lampann hjá rúm- inu?” “Þú munt auðvitað dekxa við yngismenn þína. Þú losnar ekki við þá. Og hann getur verið ábrýðissamur, Ellen”. “Hvers vegna heldur þú það? Eg hefi ald- rei séð merki til þess”, sagði Marta. “Taktu eftir orðum mínum, barn. Hann get- ur ekki gert við því, með þetta hár og augu.” Ellen hló. “Hár og augu. En svörtu lokk- arnir mínir og augun? Get ég ekki verið trygg kona, þó ég hafi þau af tilviljun? ó, þarna kem- ur tröllið”, hún hljóp að glugganum. “Þið af- sakið að ég fer ofan? Red hefir verið að heim- an síðan í gærkvöldi.” Hún hvarf strax. “Þeim kemur aldrei illa saman sagði Marta, þegar þær gengu ofan stigann. “Er ekki þessi gangur indæll? Þessi hluti hússins hefir verið lokaður svo lengi, að ég var búin að gleyma hvað hér gæti orðið indælt”. “Við skulum gægjast inn í dagstofuna einu sinni enn, áður en við förum. Er þetta ekki líkt Ellen? Svo rólegt, indælt herbergi, laust við alla tilgerð, og þó er alt svo fallegt og smekklegt. Hún er skynsöm að kaupa og kann að spara pen- inga betur en ég. Red hefir líklega ekki látið hana kaupa húsmunina fyrir sína peninga”. “Hann á of annríkt til að hugsa um slíkt. Eg býst við að hann hafi fengið henni það, sem hún vildi. Þetta indæla hljóðfæri er hennar — og sumir af húsmununum, Það eina sem hann hugsar um er, að það er fallegt og samkvæmt hennar fegurðarsmekk”. “Mér þætti gaman að vera hér í kvöld, þeg- ar hún sýnir honum þetta.” “Það getur þú að líkindum ekki. Þegar Red getur verið hjá henni litla stund, gefur hann í skyn að við förum. Hefir þú ekki tekið eftir því?” “Auðvtitað! Eg vona aðeins að (þetta ásig- 'komulag haldi áfram”. Og Winifred stundi, eins og hún efaðist um hjónabandsgæfuna. Það voru margir í skrifstofunni síðari hluta þessa dags, og kl. var níu þegar Red lokaði á eftir síðasta sjúklingnum. Á því augnabliki, sem hann var laus, sneri hann sér að Amy sviplétt- ur. “Nú slökkvum við ljósin og lokum”, sagði hann. “Hlaupið þér heim og fáið einar stund- ar frí, áður en þér háittið — skeytið ekki um bækurnar í kvöld. Vitið þér að mér finst erfið- ara að vinna nú, heldur en ég bjóst við. Er það ekki undarlegt?” “Nei, alls ekki”, sagði Amy róleg. “Eg sjálf hefi verið dálítið utan við mig, þegar ég hugsa um, að jafn indæl persóna og kona yðar, er und- ir sama þaki.” “Er yður líka farið að þykja vænt um hana? Það gleður mig, því þá skiljið þér hvers vegna ég þrái að fá eina stund út af fyrir mig og hana — við og við. Og í kvöld á ég að sjá heimili mitt í fyrsta skifti — ef — ”. Nú heyrðist fótatak úti í skrifstofu sólbyrg- inu. Burns flýtti sér inn í sína skrifstofu til að íara úr vinnujakkanum. Þegar hann var horf- inn, opnaði Amy dyrnar. Hár bóndi stóð í dyrunum. “Er læknirinn heima?” I “Hann er heima, en skrifstofutíminn er lið- inn, segið mér hvers þér þarfnist”. “Eg vil síður trufla hann, nema það sé bein- línis nauðsynlegt”. “Eg kalla það nauðsynlegt, því maður hefir j brotið fótlegg sinn. Hann er þarna úti í kerr- unni. Viljið þér nú kalla á læknirinn?” “Já, það vil ég”, og ungfrú Amy brosti með- aumkunarlega. Hún hrópaði á Red, sem kom út með óá- nægjulegan svip. “Hvað á þetta að þýða, Jake?” spurði hann. “Vitið þér ekki, að það er bannað að brjóta bein- I in og færa þau í lag aftur, eftir að skrifstofu- j tími er liðinn?” Amy flýtti sér í gegnum forstofuna á með- an beinbrotni maðurinn var borinn inn. “Læknirinn tefst eina stund enn, frú Burns”, sagði hún í dagstofudyrunum. “En að henni lið- inni fer ég heim, og þá getur læknirinn látið vera að svara í fóninum, eða að ljúka upp þó hringt sé.” Ellen stóð upp brosandi og gekk til hennar. “Góða stúlkan mín”, sagði frúin, “það var hugulsemi af yður að hugsa um mig. Eg skal bíða; en getið þér ekki verið hjá mér, á meðan læknirinn sinnir sjúkling sínum?” “Eg verð að hjálpa honum. Það er brotið bein, svo ég verð að flýta mér”, sagði Amy. En hún leit á Ellen. Amy var hærri en Ellen og leit út fyrir að vera eldri, og hún virtist sjáan- lega álíta sig einmana, og Ellen fanst hún geta getið meira, en Red hafði nokkuru sinni gert. Hún laut að Amy. “Þér og ég verðum að vera góðar vinstúlk- ur”, sagði hún, og Amy roðnaði glöð. Svo hljóp hún burt, en Ellen settist við ofninn. “Hvernig getur það annars atvikast”, sagði hún hugsandi og starði á eldinn, “að ein stúlka getur verið svo rík, og önnur svo fátæk — und- ir sama þaki. Hún sér hann oftar en ég, og er að vissu leyti nær honum — og samt sem áð- ur er ég sú ríka, en hún sú fátæka. Eg vildi að ég gæti gert hana gæfuríka — eins gæfuríka og hún getur orðið, án þess eina, sem hefði getað gefið henni hamingjuna í fylst- um mæli. Og Red — að þú skyldir aldrei skilja þetta!” Tíminn leið. Um fótinn var búið að binda og maðurinn lá aftur í kerrunni. Red leit á hann í síðasta sinni við birtuna frá ljósbera vagnsins. “Þú hefir verið kjarkgóður Tom”, sagði hann huggandi. “Akferðin heim, verður eng- inn miðnætur sæludraumur, piltur minn, en þú missir ekki kjarkinn. Góða nótt og góða betr- un”. Þegar hann gekk yfir stiginn aftur, voru for- stofudyrnar opnaðar. Það voru dyr, sem hann notaði aldrei, því skrifstofudyrnar voru í bygg- ingararminum. Hann æpti og hljóp upp tröppuna, en stóð kyr á þröskuldinum. “Komdu dálítið nær, góði, þá ert þú vænn”, sagði rödd bak við dyrnar, “svo ég geti lokað aftur”. Hann skelti hurðinni aftur, og snerti sér að henni. En hann benti henni að vera kyrri. “Láttu mig þvo mér fyrst”, sagði hann. “Eg get ekki snert þig núna, eins og ég kem frá þess- um óþvegna manni. Gef þú mér aðeins fimm mínútur.” Fimm mínútum síðar var hann ekki hinn iðni, annríki læknir, heldur ungur maður, og hvorki klæðnaður hans né hendur báru neinn vott um, að hann hefði verið annarstaðar en í viðhafnar- sal konu sinnar. “Hér er ég” sagði hann glaður. “Og nú skulu ekki fleiri truflanir tefja mig í kvöld. Mað- ur verður að hafa heimild til að vera ofurlítið út af fyrir sig, þó maður sé læknir. Þeir geta farið til Morgán. Eg verð hér”. Hann tók hana í faðm sinn og kysti hana hlýlega. Hann leit ekki í kring um sig, þó hann stæði við dagsstofudyrnar úti í forstofunni. Að lítilli stundu liðinni dró hún hann inn í her- bergið. "Ekki þegar þú ert hjá mér. En-------nú, — það verð ég að segja!” “Lít þú í kring um þig”, sagði hún. Ert þú þá ekki forvitinn?” Hann starði í kring um sig, og leit af einu á annað, og dvaldi augnablik við suma hluti, þar sem litla samræmið vakti fjör í þessu ró- lega herbergi. Því hvíld voru fyrstu áhrifin, sem það veitti manni — en samt vakti það glaðar tilfinningar. Húsmunirnir voru snotr- ir og viðeigandi. Á veggjunum héngu góðar myndir — hve góðar, skildi Red máske ekki fyllilega. En hann skildi samt, að slíkt her- bergi gat maður verið hreykinn yfir að kalla heimili sitt. Hann var svo lengi þögull, að Ellen leit á hann, til að vita hvort hún sæi óánægju á svip hans. En þar bjó miklu dýpri tilfinning, en hún hafði búist við. Hann endurgalt augnatil- lit hennar, og hún skildi, að hann átti bágt með að klæða hugsanir sínar í orð. Hún leiddi hann að legubekknum og fékk hann til að setjast þar hjá sér. Hann lagði hendina utan um hana, og hún hvíldi höfuð sitt á öxl hans þegjandi. Loks rauf hann þögnina. “Eg er eflaust hneigður fyrir að taka á móti áhrifum”, sagði hann, “og ég var ekki við þessu búinn. Eg vissi raunar að það yrði laglegt her- bergi, þegar þú ætlaðir að búa það út, en mig grunaði ekki hve fagurt það mundi verða”. “Þú hefir ágætt fegurðarvit”, sagði hún glett- in, “en ég held samt að þú sért ekki hneigður fyrir að skreyta. Heldur þú að þú kunnir vel við þig hér, Red?” . f “Já, hverja mínútu sem ég er hér, heima. Þetta er Paradís! þessi stóri legubekkur, sem við sitjum á, er hann búinn til úr flaueli og dún?” “Nú gazt þú rétt. Eg vona að þú fáir marg- an þægilegan dúr á? honum”. “Þú gerir mig þreklausan ef þú lætur mig sofa hér”, sagði hann. “Eg er vanur að blunda fáeinar mínútur í gamla hægindastólnum mín- um inni í skrifstofunni meðan ég bíð eftir því að vera kallaður til einhvers sjúklings”. “Eg veit það. James Macauley hefir sagt mér frá því.” “Jæja, nú skulum við ganga í hin herberg- in. Eg vil sjá hvern einasta hlut. En þetta stóra píanó — þú hefir ekki getað keypt það líka fyr- ir peningana sem ég fékk þér?” “Nei, Red, ég á það. Það kóm frá Lucy frænku, þar sem ég var og þessi gamla kom- móða og sumir af stólunum. Og frænka gaf mér þenna indæla gólfdúk. Eg hefi búið út herbergið í samræmi við lit hans”. “Eg var hræddur um að þetta væri munir frá þínu gamla Washington heimili”. “Nei, Red”. Hún leit í augu hans og sá dimman svip í þeim, og vissi af því, að hann vildi enga hús- muni hafa, sem mintu á fyrra hjónaband henn- ar. “Það er máske ljótt af mér”, sagði hann fljótlega. “En------nú á ég þig viltu leika fyr- ir mig. Eg elska hljóðfæraslátt”. “Eg veit það, en við skulum fara upp á loft. Eg er næstum eins hreykin af gestaherberg- unum og þessu”. r “Eigum við von á gestum? Ekki strax lík- lega?” “Eg hélt að þú þráðir að æskuvinir þínir heimsæktu þig, sem þú mintist á, svo ég flýtti mér að koma öllu í lag”. “Ó, þörfin er ekki svo brýn”, sagði Red og gekk með henni upp stigann. “Þetta er ágætur stigi með dúkum á. Mér líkar ekki að heyra hávært fótatak í berum stiga. En með tilliti til gesta, þá getum við hugsað um það, að einu eða tveimur árum liðnum”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.